Heimskringla


Heimskringla - 22.04.1936, Qupperneq 1

Heimskringla - 22.04.1936, Qupperneq 1
L. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIBVIKUDAGINN, 22. APRÍL, 1936 NÚMER 30. HEIMSKRINGLA ÓSKAR ISLENDINGUM GÓÐS 0G GLEÐILEGS SUMARS HELZTU FRETTIR Koma Kolumbusar til Ameríku Vestan frá Vancouver liefir Hkr. iborist sú fregn, að ítalir séu að undirbúa isýningu af komu Kolumbusar til Ameríku, á 50 ára minningarhátíð Van- couver^borgar ;lá komandi sumri. ítalskir borgarar bæj- arins, eða Britisb Columbia- fylkis, bafa sótt um leyfi til þsesa og verður eflaust veitt það. Það sem þeir hafa ií hyggju að sýna, er hið forna heimili Kristófers Kolum|busar. Enn- fremur Kolumbus sjálfan, er hann kemur til Ameríku á báti, er sigla á inn The Narröws, svo nefnd, og einnig er Indíán- ar taka á móti honum á stað þeim er Lumbermans Aroh heit- ir. Þaðan verður svo haldið til borgarinnar (Burrard). Allir sem þátt taka í þessari, sýn- ingu (Pageant), verða klædd- ir búningum frá þeim tímum er Kolumbus fann Ameríku. Auk þessa er áformað að sýna menningarskerf ítala til þjóðh'fs þessa lands. En ítalir verða ekki eini þjóð- flokkurinn, er afreksverk sín og sinna sýna á þessari hátíð iborgarinnar. Norðmenn ætla ekki að sitja hjá, meðan ítalir sýna þjóðinni sinn uppgötvara. Ameríku. Þeir hafa einnig á- ikveðið að sýna komu Víkinga til Ameríku, undir forustu Leifs Eiríkssonar. Er sagt talsvert kapp milli þessara þjóðflokka um að koma þjóð þessa lands í skilning um hver uppgötvað hafi Ameríku. Að líkindum taka ísleindingar einhvern þátt í þessu með frændum sínum, Norðmönnum. Mælir flest með því að ,þeir vinni saman að þessu. Norð- menn hafa sýnt talsverðan dugnað í að kynna Leif, sem uppgötvara Ameríku, og þar sem að það er nú ávalt að verða mönnum hér Ijósara, að hann var íslendingur af norrænum ættum eins og aðrir íslending- ar, virðist hættan horfin um að Norðmenn eigni sér hann og ekkert óeðlilegt við það, að íslendingar og Norðmenn legð- ust á eitt með að kynna þjóð þessa lands sögulegu sannindin um fund Ameríku, eins og forn- sögur íslendinga segja frá hon- um. BlálandsstríðiS Fýrri hluta þessarar viku var búist við úrslita orustunni á norðurvígstöðvum Blálands um höfuðborgina Addis Ababa. — Blálands-'keisari kallaði hvern einasta mann, er vetlingi gat valdið til þess að fara á móti ítalska hernum, er til höfuð- iborgarinnar hugsar sér að brjót. ast. Hvar fundum herflokkanna slær saman, vita menn ógerla. En frá Addis Ababa er liðið lagt af staö, leit berfætt lögreglan eftir öliu, meðan borgin svo að segja tæmdist af fólki. Þeir einir sem eftir íeru, hafa stjórnar- störfum að gegna, sem starf- rækja verður til hins síðasta. Brezka sendiherrasveitin tók sér bólfestu 3 mílur út úr bæn- um s. 1. mánudag. Er skoðun hennar sú, að þess verði skamt að bíða, að ítalir taki höfuð- borgina. Söfnuðust annara þjóða menn þarna að, af því þeir töldu sig þar hólpnasta. En er þá ekki stríðinu lokið, ef höfuðborgin er teikin? Ó- nei. Blálendingar eru dreifðir um fjöll og firnindi og balda áfram árásum á ítala úr fylgsn- um sínum hvenœr sem kostur er á því. Þjóðabandalagið í hættu Síðast liðna viku þverneitaði ítalía öllum friðarskilmálum Þjóðabandalagsins á fundi er fjallaði um Blálandsstríðið, og Mussolini sendi fundinum þau boð, að hann sættist ekki á neitt minna, en að alt Bláland væri lagt undir ítalíu. Þjóðbandalagið stendur þvi þarna ráðalaust uppi. Og að það geti dregið dilk á eftir sér, að koma ekki neinni hegningu fram við þjóð, sem brýtur eins lög og reglur Þjóðabandalags- ins og Mussolini hefir gert, með því að nota eiturgas í stríðinu við Blálendinga, var fyllilega viðurkent á fundi Þjóðabanda- lagsins s. 1. mánudag. Eftir þann furud gaf Anthony Eden ut tvær yfirlýsingar til allra þjóða í Þjóðabandalaginu. Var hin fyrri um það, að ef þjóð- irnar í Þjóðabandalaginu væru ekki samtaka um það að stíga þau spor sem með þyrfti’ til að hegna brotlegu þjóðinni, ættu þær þjóðir á hættu, að Bretland bæri enga ábyrgð á því er af því leiddi fyrir þær. Með brot- legu þjóðinni átti Eden auðvitað við ItaMu. Sfðari tilkynningin var um það, að Bretland mundi ekki sjá sér fært að vera í Þjóða- bandalaginu, ef félagsþjóðimar létu afskiftalaust, að lög og réttur Þjóðabandalagsins væri fótum troðinn og það mundi þá á annan hátt vernda eða tryggja ríki sitt. Um leið og fulltrúi ítah'u liafði lokið máli sínu á fundin- um, reis Anthony Eden utan- ríkismálaráðherra Breta úr sæti og fórust meðal annars orð á þessa leið: “Er nokkur sá hér, er nokk- ur sú þjóð til á jörðinni, sem getur sagt í einiægni, að það ikomi henni ekki við, hvort þessi grein iaga vorra um notkun eit- urgas í stríði sé brotin. Hún snertir íbúa hverrar einustu stórborgar út um allan heim. — Hún er þeim trygging fyrir því, að þær verði ekki gereyddar. Ef að hægt er að rífa í tætlur samning sem þennan, fara þá ekki menn að spyrja í okkar þyttbygðu Vestur-Evrópu, og ekki að ástæðulausu. Hvaða gijldi hafa þessir samningar, sem fulltrúar okkar hafa und- irskrifað ? Hvaða tryggingu höfum við fyrir því, að vor leigin þjóð, þrátt fyrir alla undirskrifaða og eiðsvarna samninga, verði ekki brend upp, blinduð eða drepin á kvalafylsta-hátt — með eitur- gasi hér eftir? Að því er stjóm vora snertir, er henni ekkert meira áhuga- og alvörumál en það, að lögin er banna notkun eiturgass í stríði séu haldin. Og hún mun minna allar þjóðirnar í Þjóða- bandalaginu á það, að þessi lagagrein, sem iþær skrifuðu undir 1925, er ein hin mikil- veröasta og að það hvíli skylda á hverri þjóð, að sjá um að hún sé ekki að vettugi virt.” Fyrirlestur um Islandsferð Dr. Jóhannes Pálsson, sem nýkominn er til Winnipeg úr Islandsferð, flytur fyrirlestur um ferð sína næstkomandi föstudag í kirkju ISambands- safnaðar í /Winnipeg. Heims- kringla vill vekja eftirtekt Win- nipeg-íslendinga á því, að með þessu gefst þeim tækifæri að hlýða á einn af okkar snjöll- ustu ræðumönnum, sem eiga má víst, að margt markvert og skemtilegt getur okkur sagt, úr ferðinni, því dr. Pálsson hefir næmt auga fyrir hlutunum. — Hann hefir og fulla einurð á að segja það sem honum sýnist — og segir það undantekningar- laust vel. Fyrirlesturinn hefst klukkan 8 að kvöldinu. Enn- fremur skemta Jóhannes Páls- son og Lilja Pálsson með hljóm- leikum. Inngangseyrir 25c. Sambandeþingið Arthur B. Purvis heitir sá, sem valinn hefir verið til for- manns atvinnubótanefndarinnar sem innan, skamms verður á laggir sett af sambandsstjórn- inni. Skýrði forsætisráðherra frá þessu á þinginu s. 1. mánu- dag. Purvis þessi er forseti Can- adian Industries Limited. Hann á heima í Montreal. Til Canada kom hann 1925 frá Englandi. Að dæma af því hvernig hanh hefir komið ár sinni hér fyrir borð, á ekki lengri tíma, mun hann hæfileikamaður. Sjö aðrir verða úr hinum og öðrum stéttum þjóðfélagsins skipaðir í þessa nefnd, þar á meðal ein kona. Frumvarpið um fjárveitingu til atvinnubóta heimilar að lána eða gefa (subsidize) iðnstofn- unum fé til að fjölga mönnum í vinnu hjá sér. Purvis, sem er meðstjórnandi rnargra iðnstofn- ana, ætti að geta gefið upplýs- ingar um hvar þessa er kostur. A. A. Heaps, þingmaður frá Winnipeg, minti á að 225 verka- mönnum hefði nýlega verið vís- að frá vinnu í Transoona- smiðjum CNR félagsins og mæltist til að stjórnin léti sig það skifta. Stjórnin kvað þetta koma járnbrautafélaginu við en ekki sér. Heaps hélt að-stjórn- inni væri ekki CNR kerfið óvið- komandi ennþá. í þessum bæ eru vinnuveit- endur sífelt að fækka staffs- fólki. Og styrkþegum fjölgar að sama skapi. Á þessu vori hafa tímar verið hér daufari en nokkurt undanfarið kreppuár. Það eru sömu áhrifin að koma í ljós, af stjórn Kings, og 1930. England, Neville Chamiberlain, fjár- málaráðherra Breta, las upp fjárhagsáætlun sína fyrir árið, sem fer í hönd, í þinginu í gær. Útgjöldin sem ráð er gert fyrir nema £797,897,000 ($3,989,480,- 000). Er viðbótin síðasta til herútbúnaðar £20,000,000 — ($100,000,000) í því talin. — Teikjurnar bjóst hann við að yrðu £776,606,000 eða um £20,- 000,000 minni en útgjöldin. En það fé býst hann við að hafist upp með hækkun á tekju-, te- og bjór-skatti, sem gert er ráð fyrir, og sem fjármálaráðherra kyggur verða muni meiri, en í áætluninni stendur. Skattur á bjór þykja mikil tíðindi og ill á Englandi. Eng- lendingurinn hefir ávalt skoðað bjórglasið sitt jafn heilagt per- sónufrelsinu eða einhverju því um líku, og finnur sig móðgað- ann með þessu. Á síðast liðnu ári var nærri 15 rniljón dollara tekjuafgang- ur. En útgjöldin í ár eru hærri en áður. NámaslysiS Eins og áður var sagt frá í Heimskringlu, urðu þrír menn frá Toronto fyrir því óhappi, að náma sem þeir höfðu keypt í Moose River, N. S., féll saman er þeir voru að skoða hana. — Þetta var 12. apríl og hafa mennirnir verið innilokaðir 141 fet leða meira niður í jörðinni síðan. Hafa þeir átt við harð- rétti að búa, bæði matarleysi fyrst og illa aðbúð, kulda og raka og slæmt loft. Þegar þetta er skrifað, hafa þeir ekki náðst, þrátt fyrir að unnið hefir verið látlaust að björgun þeirra. — Samibandi var loks eftir nokkra daga náð við þá með síma. Varð síðar ljóst, að einn þeirra, Her- man Magil, er dáinn og að hinir tveir, dr. D. E. Robertson og Alfred Scadding eru mjög aðþrengdir og illa haldnir, eru orðnir svo máttvana að segja má að þeir liggi dauðvona og fái fátt mælt niðri á votu gólfi :í námunni. Er eftir allan þenn- an tíma, 12 eða 13 daga, mildi, að þeir eru ekki allir dauðir. Fregnin af slysi þessu hefir vakið feikna athygli og útvarpið hefir sáðustu dagana skýrt á hálftíma fresti frá hvernig gengi að grafa göngin niður til þeirra. Er nú búist við fregn, er þetta er skrifað, á hverri stundu um að göngin séu fullgerð niður í námuna. Þeir sem eru að grafa, heyra orðið til þeirra sem inni- Ibyrðir eru, svo öll von og lík- indi eru til að þeir náist hjar- andi. Sú óskapa töf sem orðið hefir á björgun stafar mikið af því, að enginn uppdráttur var til af námunni og enginn vissi því hvar leita skyldi mannanna. Flugvélar og bílar með gasorku Norskur maður 'hefir fundið upp hraðgenga aflvél (túrbínu), sem er knúin með gasorku og hægt er að nota í flugvélum, Ibílum og skipum. Uppfinningamaðurinn heitir Vittke. Telja sérfróðir menn að uppfinning þessi muni leiða af sér stórkostlegar breytingar í vélaiðnaðinum. Uppfinningamaðurinn, sem er vélfr. að iðn, hefir fengið sérleyfi fyrir uppfinningu sinni í Noregi, og hefir sótt um al- heimsleyfi (verdenspatent) fyr- ir henni. Heimsókn Roosevelts Á orði er að Roosevelt Banda- ríkja forseti muni heimsækja Canada á komandi sumri. Ef af því verður er búist við því 9 og 10 júní. Landstjóri Canada hefir boðið honum. i Áflæði Um helgina hljóp mikill vöxt- ur í Assiniboine-ána. Flæddi yfir bakkana í þorpunum Curtis og Newton, svo að þar varð sem stöðuvatn á allstóru svæði. Eitthvað af fólki varð að flytja sig og búslóð sína burtu. Munið eftir sumarmálasam- komunni í Sambandskirkju annað kvöld (fimtudagskvöldj. Þar hefir vel verið vandað til skemtana. — Dr. Rögnvaldur Pétursson flytur þar ræðu og á skemtiskránni er sumt af okkar bezta söngfólki. Inngangur ó- keypis, en samskot tekin. * * * Skugga-Sveinn verður leikinn í leiksal Sambandskirkju mánu- daginn 27. apríl í þriðja sinn. Af aðsókn að dærpa síðara kvöldið sem hann var leikinn. mun þetta mörgum þykja góð frétt. ÍSLANDS-FRÉTTIR íbúðarhús á kafi í fönn í Siglufirði Rvík. 22. marz í gær rofaði tik á Siglufirði og veðurofsann lægði. En fann- kyngi er komið þar svo mikið, að eigi eru dæmi til slíks. í gærmorgun varð að hjálpa fólki úr mörgum húsum, sem alveg voru fent í kaf. Tíðinda- maður blaðsins átti tal við mann, sem hafði hjálpað til að moka frá 5 húsum, svo fólk kæmist úr þeim. Svo mikið er fannfergið, aö einlyft íbúðarhús eru sum alveg í kafi í fönn. T. d. þurfti fólk sem býr í lágreistu húsi að moka ofan af reykháfnum, áður en eldur var kveiktur í eldfærum hússins. Mikill veðurofsi var þá daga, sem fannkoman var, er reif upp háa skafla. Niður á eyrinni eru skaflarnir svo háir, að sumsstaðar verður gengið af þeim inn um glugga á 3 hæð húsanna. Svo mikil snjóþyngsli Voru á þaki á einu fbúðarhúsi uppi und ir fjallinu, að hætta var á að þakið brotnaði niður. Var tekið að bresta í máttarviðum húss- ins áður en tími vanst til að moka fönninni ofan af því. — Ýms léleg útihús, beitinga skúr- ar og þess háttar hafa alveg sligast af fannkynginni. Mjög er erfitt um alla að- flutninga til bæjarins vegna ó- færðar. Á fsötudag voru 6 menn með 7 hesta í 3 klst. að koma 100 h'trum af nýmjólk tveggja kílómetra veg. Þegar blaðið átti tal við Siglufjörð í gærkveldi var veður mikið að batna. Telja menn að mikil hætta sé á því, að snjóflóð skelli yfir þá og þegar, einkum austanmegin fjarðarins. En úr hh'ðinni ofan við bæinn er hættan ekki yfir- vofandi, m. a. vegna þess að norðanveðrið hefir rifið mikið af snjó úr hlíðinni vestan megin fjarðarins.—Mbl. * * * Fóður endist til sumarmála í Þingéyjarsýslu Veturinn hefir verið harðari hér í sýslu, en í undanfarin mörg ár. Heybirgðir eru því að verða af skornum skamti víðast hvar í útsveitum. Er til að ví(5a um sveitir endist fóður handa sauðfé ekki lengur en til sumarmála. Mývetningar munu vera nokkru birgari með hey. Vegna fannkyngi er mjög erf- itt að koma kornvöru um sveit- irnar. Útlitið er afar ískyggilegt jafnvel þó sæmilega vori. —Mibl. 19. marz. Bændur í Jökuldal verða fyrir fjárskaða Bændur á Eiríljsstöðum í Jök- uldal urðu fyrir tilfinnanlegum fjárskaða í síðara hluta febrú- armánaðar. Bændurnir beittu fé sínu austur yfir Jökulsá og upp á heiðina austan megin árinnar. Skall á hríðarveður og hröktust 80 kindur víðsvegaa* um heið- ina, sumar alla leið austur í fljótsdal, og aðrar suður undir Snæfell. Um 40 kindur voru ófundnar þegar síðast fréttist. • * * fslenzkur sendiherra- ritari á Spáni. Khöfn. 19. marz. Pétur Benediktsson cand. jur. sonur Ðenedikts Sveinssonar fyrv. alþm., mun innan skamms taka við embætti sendiherra- ritara við dönsku sendisveitina í Madrid (Spáni). Pétur hefir starfað í utan- ríkismálaráðuneytinu í Khöfn Síðan sumarið 1930, og hefir getið sér ágætt orð. * * * 101 árs öldungur látinn Rvík. 24. marz. í fyrradag andaðist Ólafur Árnason, Akurey í Landeyjum, 101 árs og 8 mánaða gamail. Hann var fæddur að Bjólu 17. ágúst 1834. Árið 1864 kvæntist hann Önnu Gísladóttur frá Sumarliðabæ. Ólafur var fjörmaður og karl- menni. Hann gekk að heyskap níræður og las á bók þangað til hann var 98 ára gamall. Fóta- vist hafði hann þar til hann var rúmlega 100 ára gamall. Ólafur stundaði búskap og bjó góðu búi, þar til hann misti konu sína 1891. Síðan hefir hann dvalið hjá börnum sínum. Sn'ðustu árin hefir hann dvalið hjá Ólafi syni sínum á Akurey. * * * Spellvirkjar brjóta rúður í Þjóðleikhúsinu Rvík. 22. marz Einhverjir óvandaðir strákar hafa ge)rt sér leik að því undan- farna daga, að brjóta rúður í Þjóðleikhúsbyggingunni við Hverfisgötu. Þessir spellvirkjar virðast hafa farið í hringferð kringum alla bygginguna til að brjóta og skemma. Flestar rúður eru brotnar á norðurhliðinni, og heflr óknytta piltunum jafnvel tekist að brjóta efstu gluggana á gaflin- um. Pörupiltar bæjarins, eru að jafnaði 'kjomniir, — eins og hrafnar á hræ—að mannlaus- um byggingum til að skemma og eyðileggja. Hingað til hafa það þó verið óskráð lög allra bæjarbúa að hlífa Þjóðleikhús- byggingunni, því menn bera ó- sjálfrátt virðingu fyrir þessari voldugustu höll höfuðstaðarins, og þyikir vænt um hugsjónina, sem liggur á bak við. Hefir Þjóðleikhúsið alla tíma árs fengið að vera í friði fyrir á- gengni og skemdafýsn manna, og af þeim ástæðum ekki þurft að hafa gæslu þar. Allir hlakka til þess dags, þegar Þjóðleik- húss-hugmyndin er orðin að veruleika, og menn ættu nú, eins og hingað til, að vera san>- taka upi að vernda þessa bygg- ingu, sem á að vera tákn menn- ingar og framfara—Mbl. Söngflokkur Sambandskirkju efnir til söngskemtunar 14. maí n. k. Nánar auglýst síðar.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.