Heimskringla - 20.05.1936, Side 2
2. SÍÐA.
HEIMSKRINGLA
WINNIPBG, 20. MAl, 1936
FERÐASKRIFSTOFA
RÍKISINS
í lögum um Ferðskrifstofu
rfkisins er m. a. syo að orði
komist um tUganginn með
stofnun hennar: . . skal hún
starfa að því að veita fræðslu
um landið innanlands og utan
með fræðsluritum, útvarpser-
indum, fyrirlestrum, kvikmynd-
um, auglýsingum og á annan
hátt, með það fyrir augum að
vekja athygli fjerðamalnna á
landinu og kynna það á þann
hátt, að menn fái sem glegsta
hugmynd um lands- og þjóðar-
háttu, menningu, atvinnulíf og
framlieðslu. Ferðaskrifstofa rfk-
isins hefir með höndum leið-
heiningar og fyrirgreiðslu inn-
lendra og erlendra ferðamanna,
og hefir hún ein rétt til þess að
starfrækja ferðaskrifstofur fyrir
erlenda menn.”
1 lögunum er ráðherra þó
heimilað, að leyfa erlendum
ferðaskrifstofum, sem áður hafa
starfað hér á landi, að hafa
umboðsmenn hér á landi o. s.
frv. í lögunum er og gert ráð
fyrir því, að samningar takist
“um gagnkvæm erindi og upp-
lýsingar milli Ríkisútvarpsins og
erlendra útvarpsstöðva, og skal
þá starfsemi Ríkisútvarpsins í
þessu efni jafnan hagað eftir
samkomulagi við forstjóra
Ferðaskrifstofu rfkisins.”
Ferðaskrifstofa ríkisins hefir
skrifstofu í húsinu nr. 28 við
Tryggvagötu og hefir lítið um
sig enn sem komið er, en fær
rúmbetra húsnæði á þessum
sama stað í næsta mánuði. Mót-
taka erlendra ferðamannahópa,
þegar skemtiferðaskip koma t.
d., verður þar sem er viðtækja-
verzlun ríkisins, sem þó ekki
flytur þaðan, en sú stofnun
hefir aðstöðu til þess að láta
Ferðaskrifstofuna fá afgreiðslu-
sal sinn til þeirra afnota, sem
að firaman getur, að sumrinu.
Eggert P. Briem er forstöðu-
maður Ferðaskrifstofunnar sem
fyrr segir og snýr starf hans
meira að ferðalögunum sjálfum
og skipulagningu þeirra og mót-
töku ferðamanna, og er það
margþætt og mikið starf, en
höfuðstarf Ragnarg E. Kvaran
er að kynna land og þjóð. Hefir
hann lagt það til við stjómar-
ráðið, að þessi starfsemi verði
kölluð landkynning.
Viðtal við Ragnar E. Kvaran:
Tíðindamaður frá Vísi átti
nýlega tal við Ragnar E. Kvar-
an á skrifstofu Ferðaskrifstofu
ríkisins og spurði hann tíðinda
um undirbúningsstarf stofnun-
arinnar og framtíðarhorfur.
"Þær fregnir”, sagði Ragnar
E. Kvaran, “sem Ferðaskrií-
stofa ríkisins hefir fengið, síð-
an er hún komst á fót, sýna, að
erlendis er spurt meira um ís-
land sem ferðamannaland, skil-
yrðin til þess að komast hing-
að og ferðast hér um, en búist
hafði verið við. Eggert P. Briem,
sem er nýlega kominn heim úr
utanför, hefir þær fregnir að
færa, að á erlendum ferðaskrif-
stofum og skrifstofumj ræðis-
manna og sendiherra íslands
og Danmerkur sé stöðugt leitað
upplýsinga um ísland sem
feröamannaland en jafnframt
var honum á það bent á þessum
stöðum, að ekki væri gögn fyrir
hendi til þess að svara spum-
ingum ferðamanna og þar með
greiða götu þeirra.”
“Það er sýnilegt,” sagði R. E.
Kvaran ennfremur, “að skipa
kostur til þess að flytja ferða-
menn til landsins er þegar all3-
endis ófullnægjandi, því að
panti menn ekki far á miðjum
vetri eða snemma á vorin geta
menn átt í hættu að fá alls ekki
far á þeim tíma, sem mest er
um flutningana — um hásum-
artímann. .Þetta stafar af ó-
nógum skipaskosti, sem vita-
skuld verður enn tilfinnanlegri
þegar auglýsingastarfsemin fer
að bera verulegan árangur.
“Það er nú verið að leitasí
við að ráða fram úr hvemig úr
þessu verði bætt, þannig að
sem flestir þeirra, er hingað til
lands vilja fara, geti fengið far,
og er það að vísu miklum vand-
kvæðum bundið, að fá þessu
komið í gott horf. En eg geri
mér fastlega vonir um, hveraig
sem úr rætist á yfirstandandi
ári, að ekki líði annað ár svo,
að ekki verði séð fyrir sæmileg-
um skipakosti. Ferðaskrifstof-
an hefir þegar snúið sér að því,
sem eg vék að áðan, að greiða
fyrir því, að hægt sé að láta í
té nægilegar upplýsingar um ís-
land og ferðalög hér.”
“Eg tók ekki við mínu starfi,
sem snýr aðallega út á við, þ. e.
að veita upplýsingar og fræðslu
um landið eirlendis, fyrr en 1.
apríl. Eg hefi lokið við aö
semja fyrsta ritling Ferðaskrif-
stofunnar á ensku og er hann
nú í prentun. Er hann almenns
efnis, inniheldur ýmsar upplýs-
ingar um land og þjóð, og er
prýddur um 30 myndum. Ritl-
ingurinn er prentaður í stóru
upplagi og verður honum út-
hlutað ókeypis. M. a. er ráð-
gert, að hann liggi frammi á er-
lendum ferðaskrifstofum og
menn, sem hafa í huga að ferð-
ast hingað til lands, geti fengið
hann þar ókeypis. Ennfremur
verða gefin út auglýsingablöð,
af hentugri stærð til þess að
hafa í vasa, um ákveðin f&rða-
lög.”
“Eg geri mér vonir um,” seg-
ir R. E. Kvaran ennfremur, “að
geta í sumar lokið við að semja
ibók um ísland, sem sérstaklega
er ætluð erlendum ferðamönn-
um, og verður hún seld vægu
verði.”
“Ferðaskrifstofa ríkisins mun
hafa samvinnu við Ríkisútvarp-
ið, eins og geirt er ráð fyrir í
lögunum. Verður þessi starf-
semi með þeim hætti, að varpað
verður út á stuttbylgjum, fyrst
á ensku og síðar á öðmm mál-
um, vikulega stuttum erindum
um ísland, sem Ferðaskrifstof-
an leggur til og ennfremur
söng. Ráðgert er, að þessi starf-
semi hefjist fyrsta sumardag, og
verður fyrst aðallega miðað við
Ameríku.”
“Þá er gert ráð fyrir, að
Ferðaskrifstofan komi sér í
samband við erl. blöð og tíma-
rit, og fái þau til þess að birta
ritgerðir og greinar um ísland
og íslenzk efni. Eg er einmitt
nú að ljúka við fyrstu grein.
mína, sem birt verður í þessu
skyni. Verður hún birt í Hol-
landi, en gert er ráð fyrir, að
þar birtist nú um nokkurt skeið
ein ritgerð um ísland á mánuði
hverjum, í allmörgum blöðum
samtímis. Þetta er upphaf víð-
tækrar starfsemi í þessa átt í
ýmsum löndum og er þegar haf-
inn undirbúningur að henni.”
“Þann stutta tíma, sem
Ferða-skrifstofan hefir starfað,
MANNTAL I SLÉTTUFYLKJUNUM 1. JÚNÍ 1936
STJORN CANADA BYÐUR HVERJUM
BORGARA SAMVINNU
1. júní byrjar hið vanalega 5 ára
manntal sléttufylkjanna. Tilgang-
urinn með þessu manntali er að
safna skýrslum, sem stjórnin þarf á
að halda til þess að geta sem bezt og
hugkvæmast framkvæmt það, sem
öllum borgurum landsins er fyrír
beztu.
Engin stjórn kom nokkru isinni
nokkm til leiðar, án þess að þekkja
land sitt og þjóð til hlítar. Þess-
vegna æskjum vér samvinnu yðar í
starfinu, sem hefst 1. júní þessa ár3.
Þegar þann er manntalið tekur, ber
að dyrum yðar, þá takið vel komu
hans. Gefið honum allar þær upp-
lýsingar, er hann æskir. Munið að
hann er að vinna þarft verk og er
þjónn yðar. Aðstoðið hann á allan
hátt. Á því hve rétt og nákvæmlega
þér svarið spumingurn hans, flýtur
það, hvað starf hans verður bæði
yður og stjórninni til góðs.
ÖLLUM UPPLÝSINGUM VERÐUR HALDIÐ LEYNDUM
Þér getið treyst fyllilega þeim, sem kemur að taka manntalið.
öllum upplýsingum sem þér gefið verður haldið leyndum. Það er
skyldugt að lögum, að svara öllum spumingum þess er manntalið
tekur. En þér breytið í anda velhugsandi borgara, en ekki ein-
ungis eftir lagastafnum með því að svara, spumingunum skjótt,
fullkomlega og hreinskilnislega.
Issued by Authority of
The Honourable W. D. EULER, M.P.
Minister
DEPARTMENT OF
T R A D E
A N D
COMMERCE
Notið Magic Bökunarduft og
tryggið yður beztan árangur
FAGNAÐAR hrifning helgidaganna. Á engum
öðrum tíma árs er lögð jafnmikil áherzla á
góðan mat eins og þá, og ekkert efni er eins
mikilvægt og bökunarduftið, til þess að kök-
umar fái hina eftirsóttu lyftingu.
MAGIC BÖKUNARDUFT í hátíðarkökuna,
(biscuits) og sætabrauð, tryggir ákjósanlegan
árangur. Þessvegna hafa matreiðslufræðing-
ar í Canada notað það í síðastliðin sextíu ár.
Kaupið stauk hjá matvörusala yðar nú þegar.
Framleitt í Canada.
hafa henni borist fjölda marg-
ar fyrirspurnir — um ýms efni.
M. a. viðvíkjandi útfararsiðum,
hvað táknmyndir á ísl. frímerkj-
um merki, og frá hvaða stöðum
myndir á ísl. frímerkjum séu,
hvernig háttað sé ýmiskonar at-
vinnustarfsemi hér á landi o.
m. fl. En aðallega er vitanlega
spurt um ferðalög hér á landi
og það, sem ferðalög snertir. Er
að sjálfsögðu leitast við að
svara öllum fyrirspurnum sem
greiðlegast, jafnvel þeim, sem
ómerkar kunna að þykja, til
þess að nota hvert tækifæri til
þess að auka þekkingu á ís-
landi og þar með stuðla að því,
að menn fái réttari hugmyndir
um land og þjóð.”
í lok viðtalsins vélt tiöinda-
maðurinn að því, að í lögunum
væri gert ráð fyrir því að er-
lendar ferðaskrifstofur, sem áð-
ur hafa starfið hér á landi, hefði
hér umboðsmenn áfram.. ef ráð-
herra heimilaði, og sagði R. E.
Kvaran, að umboðsmenn þeirra
félaga, sem um er að ræða,
mundu hafa sótt um leyfi hlut-
aðeigandi ráðherra hér að lút-
andi.
“Ferðaskrifstofan væntir
þess,” sagði R. E. Kvaran, “að
milli hennar og umboðsmanna
erlendra ferðaskrifstofa, er hér
kunna að starfa áfram, takist
hin bezta samvinna.”
—Vísir.
MYNDLISTIN
Etfir Árna Ólafsson
Framh.
III. Verk málarans
Impressionismi
Á Vorum tímum er þess kraf-
ist, fyrst og fremst, af æ fleir-
um, er þekkingu hafa á listum,
að verk listamannsins sé ein-
falt, skýrt og svipmikið og að
vel komi fram það, sem fyrir
honum hefir vakað með mynd-
inni, og er lögð meiri áherzla á,
að þetta sé í lagi en hitt, að
málarinn hafi einungis, eða að
mestu leyti, hugsað um að gera
sem sannasta eftirmynd af nátt-
úrunni eða stælingu á henni.
En ef við lítum á listina, eins
og hún var fyrir nokkrum ára-
tugum, s'jáum við málara, er
völdu sér margskonar viðfangs-
efni, sumir máluðu þjóðlífs-
myndir, aðrir gerðust landslags-
málarar og voru þá málaður
myndir frá hinum ólíkustu hér-
uðum og löndum á hnettinum.
Almenningur gerði þá kröfu, að
fá sem nákvæmastar eftirmynd-
ir af landslagi víðsvegar að, og
virðist nautnin af málverkinu
þá stundum hafa verið mest í
því fólgin, að sjá, hveraig landj-
lagið á einhverjum tilteknum
stað væri á að líta. Má ef til
vill hér til sanns vegar færa
ummæli sumra nútíma-lista-
manna, er komast þannig að
°rði um þessa málara, að þeir
hafi “gengið í þjónustu landa-
fræðinnar.” En viðfangsefnin
voru oft mjög fjölbreytt. Sum-
ir gerðust sögumálarar, aðrir
dýramálarar og enn aðrir
mannamynda- eða “stilleben”-
málarar. (Þannig eru nefndir
þeir málarar, er velja ekki við-
fangsefni sitt af lifandi verum
eða landslagi, heldur raða sam-
an, t. d. á borð, einhverjum
dauðum hlutum, svo sem flösku
og nokkrum aldinum og mála
svo. í stuttu máli: Margur
málarinn “specialiseraði” sig
eða valdi sér sérgrein innan list-
arinnar.
Málaramir litu flestir nokk-
uð líkum augum á náttúruna og
reiyndu að gera sem hlutlaus-
asta mynd af því, er þeir sáu.
En bæri það nú við, að einhver
liti öðruvísi á hlutina en hinir,
þá vakti slíkt jafnan mikið upp-
nám og mótmæli, bæði meðal
almennings og listdómara. Það
var hættulegt að hafa mikil
persónueinkenni og að fara sín-
ar eigin götur í listinni. Og þeg-
ar impressionistarnir komu
fram, — en þeir litu öðruvísi á
það, hvernig mála ætti mynd
en áður hafði tíðkast — voru
velflestir sammála um að mót-
mæla harðlega sjónarmiði
þeirra og áfella það. Og sjálf-
sagt hafa liðið ein 20 ár frá
því sú stefna kom fram og þar
til hún var talin eiga rétt á sér.
Hér skal minst á tvær þeirra
nýunga, er stefna þessi flutti.
— Impressionistar máluðu
skuggana bláa, en áður höfðu
menn vanist því, að líta svo á„
að þeiir væru svartir eða brún-
ir, og sætti þetta því í fyrstu
megnustu mótmælum. Því að
flestir eiga erfitt með að breyta
um skoðun, og vilja sjá hlutina
eins og þeir eru vanir. En nú
eru þeir orðnir æðimargir, sem
sýnast skuggarnir vera bláir. —
Þannig hefir impressionisminn
breytt skoðunum manna.
Menn hafa talað um svokall-
aða “eðlilega liti” hlutanna. En
því er þannig farið, að t. d.
hvítt pappírsblað er skoðað sem
hvítt, þó að það virðist fá aðra
liti í breyttu ljósi. Þannig hefir
hver hlutur sinn eðlilega lit.
Laufblaðið er grænt, vindillinn
brúnn og barnskinnin rauð, þótt
þessir hlutir líti mismunandi út
fyrir augum vorum, eftir því,
hvaða endurskinsgeislar úr um-
hverfinu falla á þá. Grænt,
brúnt 0g rautt eru þá hinir eðli-
legu litir laufblaðsins, vindilsin3
og barnskinnarinnar. Hinn eðli-
legi litur einhvers hlutar er sá
litur, er hann fær á sig í venju-
legu sólarljósi, þegar engir end-
urskinsgeislar koma nærri. —
Pappír, sem er hvítur í venju-
legu sólarljósi, getur t. d. fengið
á sig grænan lit frá endurskins-
geislum úr umhverfinu. Það er
í rauninni sérstakt reynsluatriði
okkar, að pappírinn sé hvítur.
Blindur maður sem alt í einu
fengi sjónina, myndi að öllum
líkindum ekki líta svo á, að
pappírinn væri altaf hvítur,
heldur með þeim lit, er endur-
skinsgeislar umhverfisins vörp-
uðu á hann. Það var einn af
landvinningum “impressionist-
isku” stefnunnar að leggja
meiri áherslu á það en áður
hafði tíðkast, að mála hlutina
með þeim lit, sem þeir í það og
það skiftið hafa.
Eins og áður er um getið, var
það lengi vel siður málaranna
að gera sem hlutlausasta —
(objektivasta) mynda af veru-
leikanum, og var þá hvert smá-
atriði tekið með, en nú á tímum