Heimskringla - 20.05.1936, Blaðsíða 5

Heimskringla - 20.05.1936, Blaðsíða 5
WINNIPiEG, 20. MAl, 1936 HEIMSKRINGLA 5. SlÐA því að sprauta lifandi ibakteríum inn í blóð manna. Á sama hátt verður ævarandi friður aldrei s/kapaður á jörðu með því, að halda uppi hernaði og stríðs- hugmyndum, eins og var gert, fyrir síðasta stríð, og eins og gert er enn í dag, þrátt fyrir hinar miklu vonir og loforð um varanlegan frið, sem þá var haldið á lofti. Hundrað fjörutíu og fjórir íslendingar gáfu líf sitt árangurslaust, og mörg hundruð fislendingar jsærðust eða urðu fyrir heilsutjóni. Nú sýnist önnur styrjöld, enn banvænni en hin, vera yfirvof- andi, og það sem liggur fyrir oss niú, er spurningin hvort að vér ætlum að sitja hjá þegjandi og láta senda drengina okkar, eins og þeir voru sendir fyrir tuttugu árum, á vígvöllinn til þess að vera skotspónn annara manna og að deyja eins og hinir fyrri í skotgryfjunum. Vér megum vera viss um það að alt sem með því vinst verður ekki ,meira en áður. Þeir fórna lífi sínu árangurslaust alveg eins og í fyrra skiftið, og verða að 'þola óhuganiegjar ll£kanfjegar og andlegar þjáningar, sem eg vildi ógjarna leggja á versta ó- vin minn. Þegar eg fletti blöðunum í minningarritinu, og sá myndir þeirra, sem dáið höfðu á Frakk- landi af völdum ófriðarins, hrylti mig við að h.ugsa til þess, ef slíkt skyldi nokkurntíma eiga sér stað aftur — ef slíkt skyldi nokkurntíma koma fyrir íslend- inga aftur. Eg horfði á þessar myndir, og ihugsaði með sjálfum mér að ef að önnur styrjöld skylli á nú eins og hætta sýnist vera á, þá kæmi víst önnur bók út lík þessari, með tímanum og þá, '■ stað myndanna, sem eg nú horfði á, yrðu myndir margra þeirra yngri mann, sem vér þekkjum nú á meðal vor, þeirra, sem eru liðlega tvítugir, á hinu bezta þroska stigi og sem oss mun finnast eiga langa æfi framundan. Þeir, sem létu líf ,sín í síðustu styrjöldinni, voru lang flestir milli tvítugs og þrí- tugs. Aðeins átján þeirra voru komniir yfir þrítugt, — en átta voru innan tvítugs, og einn þeirra var tæplega hálfs átjánda árs. Hundrað tuttugu og fimm drengir, aðeins drengir, og 18 •karlmenn komnir yfir þrítugt, alt íslendingar, dóu í heims- styrjöldinni siðustu, og hvers Vegna? Til þess að heimurinni öðlað- ist frið, sögðu sumir. Til þess að varðveita heimilin þeirra gegn fjandskap óvinveittu þjóð- anna sögðu aðrir. Og enn aðrir sögðu til þess, að varðveita frelsi, öryggi og velferð þjóð- anna!. En hvar er sá friður? Og hvar öryggið og velferð- in? Þau eru horfin, horfin eins og þokuský undan vindi. í raun og veru áttu þau aldrei neinn varanlegleik, þau voru aldrei neitt annað en þoka, sem upp af kórvillum í hugum manm lagði. Hver var þá árangurinn af dauða þessara manna og hinna miljónanna frá öllum löndum heims munu sumir spyrja. Hver er árangurinn af öllu því, sem þeir dauðu og lifandi urðu að þola á þeim árum sem styrjöld- in stóð yfir? Árangurinn var enginn! Friðurinn sem stríöið átti að stofna á jörðu finst hvergi. Öryggið er ekkeirt og velferð mannanna og þjóðanna er ekki til'. í stað þeirra, heyr- um vér “hræðsluóp þjóðanna. Ótti er á ferðum, en engin heill”. Sá tími er kominn, að, vér verðum að skera úr hvort vér ætlum einu sinni e|nn að fórna lífi voru, lífi bræðra vorra og sona, að senda þá, út í opinn dauðann á einhverjum vígvelli á erlendum ströndum, eins og var gert fyrir tuttugu árum, eða hvort vér ætlum að spyrna á móti stníði og stríðshugmynd- inni af alefli, og gera það sem j vér getum til þess, að halda þessu landi frá því að steypast j aftur í slíkt brjálæði og það sem átti sér stað fyrir fáum árum síðan. Sumum mun finnast, að það yrði ísl. til skammar, ef þeir væðu ekki með annara þjóða mönnum eins og viltir berserkir út í annan blóðugan bardaga. Einn maður hafði þessi orð um þátttöku íslend- inga í síðustu heimsstyrjöld: “Það mátti ekki spyrjast, að niðjar íslands reyndust eftirbát- ar annara borgara þessa lands þegar á drengskap reyndi.” En eg hygg að vér getum nú vel þolað það, að vera eftirbátar annara, sérstaklega þegar það þýðir að fylgjast með öðrum þjóðum að láta unga menn vora verða að skotspónum, og sjálfir að sýna öðrum mönnum bana- tilræði. Eg vil ekki láta það skiljast J sem, svo, að eg sé að vanvirða þá sem gegndu kallinu fyrir tuttugu árum og sem féllu. Þeir gerðu það sem þeim fanst vera rétt, og sem þeim var talið trú um, að væri rétt. íslenzkri lund samrýmist það ekki, að verða seinastur til, þá brópað er á hjálp. Þeir fóru þegar þeir heyrðu neyðarópið, þó að þeir vissu að þeir gengu út í opinn dauðann. Þeir stóðu sig vel á þeim reynslutímum og eins og raun bar vitni, voru sér eða þjóð sinni eigi til skammar. En eg hygg að ef vér gerðum hið sama nú, sem þeir gerðu, þá yrðum vér oss og minningu þeirra til skammar, vér sýndum að vér hefðum ekkert lært af iþeinri dýrkeyptu lexíu, seml oss var veitt með fórn þeirra á víg- vellinum. Eg hygg að vér mættum fylgja eftirdæmi brezkra þegna í annari heimsálfu í þessum efnum. Um daginn las eg stutta grein um varnarlög Ástralíu. Þar var skýrt frá því að í varn- arlögum landsins væri 1 grein, sem ákveður það, að óleyfilegt sé að skylda menn til að gegna herþjónustu utan landamæra landsins. Þessi grein stendur í lögum landsins í dag, og stóð þar á stríðsiárunum, þegar allar aðrir þjóðir heimsins gerðu það að skyldu allra manna að gegna herþjónustu í hvaða hluta heimsins sem væri. Á árunum 1916 og 1917, var gengið til at- kvæða í Ástralíu um það bvort að ætti að lögleiða herskyldu í lándinu. En í bæði skiftin var lang mesti hluti atkvæðanna greiddur á móti herskylduhug- myndinni og var þvi' engin her- skylda í því landi á stníðsárun- um, og þar eru engin herskyldu- lög enn þann dag í dag. Eru menn þar því sjálfráðir hvort að þeir vilja ganga í herinn, nema aðeins, ef að óvinaheij ræðst inn í landið sjálft. íbúar Ástrai- íu eru nærri því undantekninga- laust, af brezkum ættum, — og mér finst að þeir hafa veitt annara jþjóða mönnum, sem sezt hafa að í hinum brezku ríkjunum, gott eftirdæmi. Mér finst það vera all-nauðsynlegt að hafa samskonar lög ihér í þessu landi, — sérstaklega þar sem menn af öllum þjóðflokkum heimsins eiga hér heima. Þetta land getur ekki tekið sér neitt stríð á hendur nema að það sé háð á rnóti ættlandi einhverra íbúa þess sjálfs. Hvað mundum vér íslendingar hugsa eða gera ef að ísland væri dregið inn í stríð og væri með óvinum hins brezka ríkis; yrðum vér fúsir til þess að láta skylda landa vora hér til að gegna herskyldu? — Vildum vér sjálfir ganga í her- inn til þess að vprða íslending- um meðal annara manna að 'bana? Ef ekki — þá er fjar- stæða að 'hugsa að það sé rétt- látt að gera það að skyldu nokkurs manns í landinu að gegna herskyldulögunum. — Menn sem hér eiga heima ættu að neita allri þátttöku í stríð- um í framtíðinni. En, menn munu spyrja, hvernig getum vér komið þessu til vegar? Hvað getum vér gert í þessu máli? Síðast liðinn sunnudag benti eg á það að öll varanleg verk heimsins, — allar varanlegar hreyfingar, sem hafa heillavæn- leg áhrif haft, hafa átt upp- tök sín hjá einum manni eða einni konu. Menn og konur geta komið gagnlegum hreyf- ingum á fót í dag eins og \ fyrri tímum. Ef að viljinn er nógur og trú- in á gildi þess, sem stefnt er að, er nógu sterk, þá koma ráð. Á liðnum dögum hefir einn maður eða ein kona stofnað hreyfingar, sem láta til sín taka en þann dag í dag. Ef að eiu- staklingar hafa getað þetta — ihvað geta þá ekki hundruð eða þúsundir manna gert, sem stefna að sama takmarkinu. með að stemma stigu fyrir styrj öldum, eða að vernda frið þessa lands og sjá um það að það verði ekki endurtekið, að senda unga og efnilega drengi út í dauðann í stríð, sem nokkrir auðkýfingar og vitskertir menn í Evrópu koma af stað. Það er engin skömm fyrir okkur, að vilja ekki senda drengi vora út á vígvöll til að láta skjóta þá og drepa. Vér værum oss til meiri skammar ef vér létum gera það án þess að spyrna af alefli á móti því. í skrifum sínum um þá §em fórnuðu lífi sínu í síðasta stríði, segir einn maður: “Æfistarf þeirra var stutt, en óumræði- lega þýðingarmikið, ekki aðeins fyrir þá, sem nú lifa, heldur líka fyrir komandi kynslóðir, sem munu uppskera ríkulega það sem þelr hafa sáð.” í bréfi Páls til Galatamanna standa skrifuð orðin, — “Það sem maður sáir, það mun hann og uppskera.” Vér erum sannlega að upp- skera það nú, sem var sáð á stríðsárunum. Höfundur orð- anna sem eg las hefir aldrei, ef til vill, skrifað sannari orð en þau, þar sem hann segir “kom- andi kynslóðir munu uppskera ríkulega það sem þeir hafa sáð.” En uppskeran er öll önn- ur en hann hugði að hún yrði. Það er auövelt að skilja það, að menn eða þjóðir geta ekki upp- skorið annað en það sem er sáð. Það lögmál breytist aldrei, oj. ef að menn vilja uppskera fric og vellíðan, þá verða þeir að sá fræi friðar og bróðurhugs, en ekki ófriðar og blóðsúthellinga Eins og eg tók fram áðan vii eg ekki vanvirða minningu þeirra sem fóru í síðasta stríðið Þeir eiga heiður skilið fyrir að hafa fúslega gengið dauðans braut fyrir málstað þann, sem þeir trúðu að þjóðabandalagið fylgdi. En vér sjáum nú hvern- ig hefir ræzt úr öllum þeim vonum og hugsunum, sem þá fyltu huga manna. í stað frið- ar heyrum vér “hræðsluóp, — ótti er á ferðum en engin heill.” Því finst mér að minning þeirra sem trúðu því að þeir væru að hjálpa til þess að stofna frið á jörðu, hafi fyrir löngu verið vanvirt og hafa allar stórþjóðir heimsins, sem nú sýnast ætla að steypa heiminum í annað ver- aldarstríð — svikið loforð sín við þá. Það er nú hlutverk vort og allra manna, sem elska írið, að vera þeim trúir með því að vinna að friðarmálunum. Ef að oss finst að vér getum lítið, látum oss samt gera það, 'Sem vér getum. Þeim sam vilja einhver á- kveðin ráð, vil eg benda á það að friöarmál verða rædd á Sam- bandsþinginu í Ottawa á þessu yfirstandandi þingi. Hver og einn maður ætti því að taka það á hendur sér að semja bréf um þessi mál og senda það síðan ti! íulltrúans á þinginu frá kjör- dæmi því sem þeir búa í. Þann- ig getum vér stutt að friðarmál- unum og hjálpað til að stemma stigu fyrir því að þetta land gangi aftur út í stríð — og þannig getum vér ef til vill hrundið af stað þeim áhrifum, sem gera herzlumuninn friðar- megin, þegar til umræðu um þau mál kemur. Því eins og sagt var í gamla sáttmála: “Út- •boð viljum vér íslendingar engin hafa.” En meðan því er ekki náð, skulum vér ætíð hafa það ferskt í minni, að í Minningarriti ís- lenzkra Hermanna, eru myndir og minningarorð um hundrað fjörutíu og þrjá íslenzka her- menn, flesta milli tvítugs og þnítugs, — og eina hjúkrunar- konu, tuttugu og tveggja ára að aldri, sem létu líf sín — að úir stríði því, sem svifti þau lífi, komu tugir hundruða, sem bil- aðir voru á heilsu og sem hafa búið að því síðan. Látum oss muna það, —lað ef annað stríð skellur á, þá verða synir, bræð- ur og ástvinir vorir teknir, og margir þeirra dæmdir til verri dauða en verstu glæpamenn landsins eru nokkurntíma dæmdir til. Það sem maður sáir, það mun hann og uppskera.. Vér öðlumst frið með því að sá friðarhug- myndum. Fyrir tuttugu árum hugðu menn að friður fengist með stríði, — en uppskeran hefir orðið, eins og hefði mátt búast við, — ‘‘hræðsluóp, og ótti, — en engin heill.” DÓTTIR RASPUTINS Frh. frá 1 bls. — Eg met hesta hærra en fólk.. Eg sýndi í “Cirkus”. María Rasputin lítur nú sorg- ibitin á mig. — í heilt ár hefi eg ekkert haft að gera, og það eru svo fáar þjóðir, sem vilja gefa mér sýningarleyfi. Einu sinni kom eg með tjaldbúð mína til Riga og var strax vísað á brott! Þessi vesalings kona hefir vafalaust liðið miikið af völdum 'þess almenna hatúrs, sem milj- ónir manna hafa borið til Ras- putins — en um leið hefir hiún notað nafn hans, sem auglýs- ingu, er hún sýndi lisitir sínar í Englandi, ítallu og Frakklandi. — En eg get líka dansað og sungið Síbiríusöngva”, bætti hún við, og ljós endurfæddra vona lýsti í augum hennar. Til að sanna mér betur, hve áríðandi það væri fyrir hana, að fá eitthvað að gera, tók hún upp úr handtösku sinni mynd af tveimur stúlkuibörnum — það voru dætur hennar. Eiginmað- ur hennar var myrtur í bylting- unni, og síðan flúði hún með dætúr sínar austur í gegnum Síbiríu, yfir Vladivostock, til Kína og Japan og þaðan yfir Indland til Evrópu. — Mamma mín lifir víst enn. i Kommúnistarnir settu hana í f æfilanga þrælkunarvinnu. — Fáið þér aldrei bréf frá HÆTTIÐ AÐ ÞRÆLA Því að vera svo gamaldags þegar um vorhrelnstm er að ræða? I sannleika borgar sig ekki að reyna að hreinsa fín forhengi og dúka heima hjá sér—þegar fá má hjá Quinton hjálp sér- fræðinga og umfram alt S A N I T O N E sem ummyndar alla dúka og færir þá til upprunlegrar feg- urðar. Sendið strax: Stofutjöld Teppi Gluggablæjur Gólfdúka Símið 4-2-3-6-1 henni? — Hún kunni ekki að skrifa. — Segið mér eitthvað fleira um föður yðar! — Zarinn nefndi hann æfin- lega — guðsmanninn — enda var það mála sannast, að hann vann guði sínum, hugsjónum sínum, keisara sínum og fóst- urjörð alt, sem hann gerði. — Hann var mjög einkennilegur maður og eitthvað yfirnáttúr- legt var í fari hans. Það er rétt, að morðingjar hans skutu á hann 40 skotum, án þess að hann sakaði — en þá bundu þeir hann og fleygðu honum í Neva, og héldu, að líkið' mundi sökkva og ejiginn verða þess framar var. Síðar fanst það frosið í ísjaka, og lungu þess voru fylt vatni, sem sannar, að hann hafi lifað eftir að honum var sökt. . . Eftir dauða föður míns, í des. 1916, sá keisaradrotningin mér og systur minni fahborða um hríð, en svo fluttum við heim til Síbiríu. Og seinna þegar keisarafjölskyldan var flutt fangaflutningi gegnum Rússland, var farið rétt fram- hjá þorpinu Pokroskoje, þar sem við bjuggum. Við gerðum ] ítrekaðar tilraunir til að ná tali af þeim, en alt var árangurs- laust. Lengra komst hún ekki — gráturinn bar hana ofurliði. Við sátum hljóð litla stund á meðan hún þerraði tárin úr augum sér, og síðan fyigdi eg henni heim á litla hótelið þar, sem hún bjó. Jóhannes Martens —Vísir. GIGT Snöggur bati af þrautreyndu meðali—75c askja ókeypis það er engin þörf á að dragast með nagandi gigtarverkjum og þjáningum, þegar það er afar auðvelt að ná í lækn- ingu, er þúsundum manna, sem þjáðst hafa af gigt, hefir að góðu komið. Alveg sama hvað þrálát og gömul meinsemd þessi er, er ástæðulaust að örvænta. pótt öll önnur lyf hafi brugðist, þá má vel vera að Delano’s Rheumatic Conqueror, sé einmitt meðalið, sem við á í yðar til- felli, og til þess að gefa yður kost á að reyna það, þá bjóðurn vér að senda yður ókeypis 75c öskju. Látið ekki daginn líða en sendið nafn yðar og heimilisfang til F. H. Delano, 1802 P. Mutual Life Bldg., 455 Craig St. W., Montreal. Ef yður s nist megið þér senda lOc upp 1 um- búðir og burðargjald.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.