Heimskringla


Heimskringla - 20.05.1936, Qupperneq 4

Heimskringla - 20.05.1936, Qupperneq 4
4. SÍÐA. HEIMSKRINGLa WINNIPEG, 20. MAÍ, 1936 i ^Tt’imskrintila (StofnuB lSSt) Kemur út á hverjum miOvVcudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. S53 og SSS Sargent Avenue, Winnipeg Talsímis S6 537 VerC blaðslns er $3.00 irgangurinn borgiut fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRE8S LTD. 311 viðakifta bréf blaCinu aðlútandi sendiat: Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINAR8SON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HKIMSKRINGLA SS3 Sargent Ave., Winnipeg "Heimskringla” is publiabed and printed by THK VIKING PRKSS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winntpeg Man. Telepiione: 86 537 WINNIPEG, 20. MAl, 1936 RANNSÓKNINNI f REGINA LOKIÐ Rannsókninni út af uppþotinu í Regina á þjóðhátíðardaginn á síðast liðnu ári, er nú lokið. Var suma farið að lengja eftir úrskurði dómaranna. Rannsóknin var skipuð af liberöluím og voru formenn hennar yfirdómari J. T. Brown, W. M. Martin dómari og A. E. Doak dómari. Eigilega var sambandsstjórninni borið á brýn, að vera völd að óhöppum þeim, sem af uppþotinu stöfuðu og að hún hefði ekki gert rétt í því, að stöðva hóp- inn, sem til Ottawa hafði heitið göngu sinni. Lögreglu Norðvesturlandsins var og borinn hrottaskapur og miskunarleysi á brýn. Menn vissu ekki vel hvað um þetta átti að halda, en liberalar þóttust víst eflaust þarna geta náð sér niðri á Bennett-stjórninni. Liberalar voru alls ekki saklausir um það eða- blöð þeirra, að hvetja heldur til flakksins til Ottawa. Það var eitt bezta kosningaagn þeirra. En hvað segja nú dómararnir? Svipað og aörir nefndar-formenn, er staðið hafa í að rannsaka gerðir Bennett-stjómarinn- ar. í>eir finna enga sök hjá Benett, telja víst að meira og stærra hefði af því leitt, ef mennimir hefðu haldið ferðinni áfram lengra. Ennfremur finna þeir enga sök hjá lögreglunni. Leiðtoga fararinnar til Ottawa varð ekki komist hjá að hand- taka, og það var út af því, að lögreglu- maðurinn var barinn til óbóta. Fjölda þeirra isem í þessari Ottawaför voru, telur nefndin hafa vetrið tælda til að taka þátt í henni af kommúnistum. Og það sem vakað hafi fyrir með förinni, hafi verið bylting af kommúnista hálfu, en ekkert annað. Hvað sem á bak við þessa rannsókn hefir legið hefir nefndin sýnst fjalla mjög hlutdrægnislaust um málið og úrskurður hennar er alleftirtektaverður þegar þess er gætt, að tveir dómaranna eru gamlir liberal flokksforingjar í Saskaftchet/an. VfSINDIN—EINS OG ÞAU ERU NOTUÐ Frá Blálandi banst þessi eftirtektaverða frétt nýlega: Þegar bústaður bandarísku sendisveit- arinnar í Addis Ababa var umsetin af upp reistarmönnum bláliða, var reynjt að senda mann af stað með skeyti til brezku sendisveitarinnar, fjórar mílur burtu, og hiðja hana að koma bandarísku sveitinni til hjálpar. En fyrir manninn reyndist ó- kleift að komast þessa leið vegna æðis uppreistarmanna. Sendiherra Banda- ríkjanna í Addis Ababa, Van H. Engert, símaði þá til Washington. Og frá Wash- ington var talað í síma til London. Og frá London var símað til sendiherra Breta í Blálanldji. Að stundu liðinni, var brezka sendisveitin komin 'hinni bandarísku til aðstoðar í Addis Abába. Þetta er gott dæmi af þvi hvernig vís- indin vinna í þágu mannanna til þess sem gotí er, ef þau eru notuð til þess. En því miður eru þau of oft notuð „il hins gagnstæða. Þarna á þessum sama stað og á þessari sömu stundu tók Mussolini þau í sína þjónustu til þess að murka lífið á hinn hryllilegasta hátt úr hálfviltri þjóð. Og flestar þjóðir heimsins gefa því vissulega meiri gaum, sem stend- ur, "hvemig hægt sé að nota þau til þess að koma fram ægilegri og stórfeldari manndrápum, en nokkru sinni fyr. Og að í því efni verði ekkert ágengt, skyldi enginn halda. Það þarf ekki að bíða margra stríða til þess að sannfærast um það. Það verður næsta stríð, sem menningu Ev.rópu kollvarpar. OLfA Svartur daunillur vökvi, olía (petrol- eum), er eitt af því sem þjóðir heimsins, í friði eða stríði, mega nú sízt án vera. Olían í einni eða annari mynd er nú hreyfiafl véla í verksmiðjum og á heim- ilum, í toílum og toátum, eigi síður en í flugskipum og skriðdrekum í hernaði. Það má svo að orði kveða, að iðnaður þjóða heima fyrir og vald þeirra út á við. velti á því, hvað miklar olíubirgðir þeirra eru. Þjóðir sem góðan kost eiga á að afla sér olíu, hafa betra og meira tækifæri á friðartímum að efla iðnað sinn en þjóðir, sem án hennar eru. Og í stríði er það olían, sem miklu getur ráðið um úrslitin. Hún gæti verið biturt vopn t. d. í hendi Þjóðabandalagsins, ef það væri einlægt. í því að stöðva stríð í heiminum. Maðurinn hefir um fleiri aldir þekt oLíu. Hann þekti hana áður en hann notaði nokkrar vélar í þjónustu sína — eða nokkra aðra orku en sína eigin vöðvi- orku. Honum var kunnugt um hana áður en hann tók hestinn og asnann og hund- inn í siína þjónustu. Olía hlaut víða að verða á vegi hans, er hann reikaði um Asíu. En eigi að síður var hún ekki not- uð nema í mjög takmörkuðum skilningi fyr en á nítjándu öld. Eldri kynslóðir grófu eftir henni með höndunum og not- uðu hana eitthvað til lyfja og í smáum stíl til ljósa, en að því kvað svo lítið, að það minnir ekki á neitt annað en að olía hafi aðeins verið þekt; og svo má heita að væri langt fram eftir öldum. O’lían lá — meir að segja — ósnert í jörðu um það leyti, er sú mikla bylting í iðnaði varð, er leiddi af uppgötvun gufu- vélarinnar. Ullar verksmiðjur, járn- þynnugerð, korskurðarvélar, saumavél- ar, prentvélar, pappírsgerð, járnbrauta og skipa-gufuvélar, var alt til orðið áður en olía varð verzlunarvara. Árið 1859, var fyrst borað eftir olíu í öbygðunum í vesturhluta Pnensylvaniu- ríkis. Það varð byrjunin að því, að farið var að pumpa hana úr hafinu mikla neð- anjarðar. Efnafræðingar þeirra tíma töldu olíuna hafa inni að halda steinolíu (kerosene), smurnings-oMu iog vax. Þá Ivar alment lýst mieð tólgarkertum og grútarlömpum, (er hvallýsi og önnur feiti úr skepnum var notuð í). Steinoiían kom þá til sög- unnar. Og gas-lýsing litlu síðar. Þá var auðvitað ekki mikið um lestur, því ibæði voru fáir læsir og enn færri skrifandi. En mönnum fjölgaði og að verða jafnvel við þeim litlu kröfum sem gerðar voru um ljósnotkun, var að verða alt annað en þæiglegt. Hvalveiðararnir frá New Bedford, Salem og Nantucket reyndu, að verða við kröfunum, en hvöl- um, sérstaklega búrhvölum, fækkaði og síðast varð að sækja veiðina norður í Is- haf. En jafnvel þar var ekki heldur um uppgrip að ræða. Með fækkun hvalanna, var því ekkert sjáanlegra, en að hætta vofði yfir vegna eklu á Ijósmat. Með þörfinni á ljósmat, var því enginn furða þó æði gripi menn í að framleiða oMu, fyrst aðallega steinolíu. Og svo varð skjótt notkun hennar almenn, að heita mátti að hún væri komin út um allan hinn mentaða heim frá Ameríku tíu árum eftir að fyrsta iborunin var gerð. Hval- veiðin hætti og kertin og lýsislamparnir voru lagðir niður. Svo skjót og alger bretying hafði aldrei átt sér stað í hátt- um þjóða áður. Aldir liðu áður en mann- kynið komst svo langt, að lýsa og hita upp heiimkynni sín, með þvá, sem Mtið tók furublysinu og arineldinum fram. En á einu vetfangi hafði nú ljósið sigrað myrkrið. Innan lítils tíma, aðeins tólf ára, frá fyrstu notkun steinolíunnar, kem- ur gas og rafmagns ljós og hitun til sög- unnar með orkuleiðslu frá einni miðstöð. En það átti sér aðeins stað í toæjum og nokkuð fram á tuttugustu öldina má segja, að steinoMulampinn Væri aðallega notaður. En það var ekki ,steinolían ein, sem mest var um vert. Við hreinsun, hennar var fundin upp smurningsolía, sem ger- breytti ölluim vélum og gerði þær not- hæfari en áður. Með s.m urnings-oMu nm úr dýra eða jurtaríkinu, sem áður var notuð, eyðiiögðust vélarnar skjótt, er þær hitnuðu. Það kom í veg fyrir, að hraða þeirra væri hægt að auka og orku. Með smumings-olíu úr jörðunni, eykst 'hraðinn í það óendanlega og orkan. Og að vélar nútíðarinnar enda eins og þær gera við stöðuga notkun, er þeirri smurn- jingsolíu að þakka. En í oMunni voru mörg önnur efni, sem til ýmislegs mátti nota. Við hreinsun hennar kom |brátt í Ijós að í henni var sprengiefni, sem gasoMu var hægt að gera úr. Og út úr því, eða um 1880 koma gasolíu-vélar til notkunar. Þær áttu auð- vitað í fyrstu að keppa við gufuvélina. En vegna hinna mörgu efna í algengri olíu (petroleoum), sem gasoMan var gerð úr, varð hún vel samkepnisfær og hefir nú útrýimt gufuvélinni að talsvert miklu leyti. Flestar smærri vélar eru nú reknar með gasoMu-orku, bæði á landi, sjó og í lofti. Efnin ú.r olíunni eru nú notuð til svo margs, að fæstar verksmiðjur geta án þeirra verið. í málningu, olíuklæðnað, sápur, lyf, svo sem hörundssmyrsl flest, og innvortislyf einnig, petroleum eter, bik, er það alt notað, einnig við að fægja járn og tré. Iðnaður nútímans getur í fæstum tilfellum án þeirra efna verið. Tuggu- gúmmí og eldspítur eru ekki eniu sinni án Iþeiss gerðar. Það segir sig því sjálft, að það land, sem ráð á miklum olíu-lindum á, stendar vel að vígi með að efla iðnað sinn. — Stærstu verksummerki þess, hvað með víðtækari notkun olíu hefir unnist, eru ef til vill bílarnir, sem nú er ebki hægt að þverfóta fyrir á götum bæjanna og loft- förin, sem með söng, en að rísu ekki svanasöng og vængjaþyt þjóta um loftið. Á stríðsárunum vöktu kafbátar Þjóð- verja mikla eftirtekt, fyrir það að vélarnar í þeim voru knúðar með olíu, óhreins- aðri, í stað gufu. Var rekstur þeirra sagður miklu ódýrari, með því eldsneyti, en kolum, og fyrirhafnarminni. Vélarnar eru nefndar diesel-vélar og ihafa mjög mikið útibreiðst síðan, hæði á sjó og landi. En þó óhreinsuð olía, sem þær eru kniúðar með^ sé ódýrt eldsneyti, eru vél- amar eigi að síður þungar. Og það er ástæðan fyrir því, að þær eru ekki ennþá orðnar algengar í bílum nema í stórum fólks eða vöruflutningsvögnum. Hvort að þær vélar útrýma gasolíu-vél- 'unum úr hílum með tíð og tíma, skal ekki sagt um. En með þessari nýju notkun olíunnar, hefir mikil breyting orðið á flutnings-tækjum mörgum. Og diesel- vélar eru nú notaðar í stærri flugskipum Þjóðverja. En þó að notkun gasolíu minkaði við það, snertir það ekki olíu- framleiðsluna eða þýðingu hennar, því ó- hreinsaða olían í diesel-vélunum, er al- menn olía, aðeins í annari mynd hagnýtt. En hvaða lönd og þjóðir eru nú birgast- ar af olíu? Olíulindir eru mestar í Bandaríkjunum, enda er notkun olíunnar þar lang mest. Bálaiðnaðurinn hefði ekki án olíulindanna getað þrifist eins og raun er þar á. í Bandaríkjunum á fimti hver maður bál. Þar eru 26,000,000 bílar, en í öðrum lönd- um heimsins samtals ekki neme 11,000,- 000. Og aðrar vélar er olíu nota Ibæði til iðnaðar framleiðslu og í heimahúsum eru þar einnig fleiri en hjá nokkurri annari þjóð. Af öllu oh'u-eldsneyti í hreyfla eða mótóra í iheiminum, nota Bandaríkin um 70 af hundraði. 'Steinolíunotkun þeirra er 38 af hundraði. Af allri smurningsolíu nota þau 42 af hundraði. Öll oláu eða petroleum notkun í Bandaríkjunum verð- ur af öllum, birgðum heimsins um 61 af hundraði. Næst kemur Rússland með 8 af hundraði, þá Bretland með 4 ,Frakk- land með 3, Canada með 2, Þýzkaland, Argentína og Japan með ekki full 2 af hundraði hvert, og ítaMa með aðeins 1 af hundraði. Af öllum stærri þjóðum heimsins, er Bandaríkjaþjóðin sú eina, er nægar birgð- ir af olíu getur framleitt í landinu sjálfu. Rússland nægir einnig þörf sinni ennþá. en hvort að svo verður til lengdar skal ekki um sagt. Bretland, Frakkland, Þýzkaland, ítalía og Japan framleiða litla | eða enga olíu heima hjá sér. Þau eru | þessvegna knúð til að flytja hana inn í landiö að svo miklu leyti sem eftirlíkingar þeirra af henni nægja ekki. Lönd þessi kaupa talsvert frá Bandaríkjunum iog Suður- Ameríku, en einnig, sem önnur Evrópulönd frá Rússlandi, Rúmeníu, Pól- landi, Iran (Persíu) Iraq, Indlandi, Aust- ur-Indlandi (Hollendinga) og Borneo (Breta). En Bandarakin framleiða um 65 af hundraði af allri olíu sem framleitt er í heiminum og Suður-Ameríka og Mexikó um 13 af hundraði. Ev.rópa fram- leiðir aðeins 15 af hundraði, Egyptaland, Iran og Iraq uim 3, og Indlöndin um 4 af hundraði. Vesturheimur leggur því fylli- lega til þrjá fjórðu af allri olíuframleiðslu í heiminum. Af þessu sézt hvernig Evrópa er stödd. Hún getur ekki sjálf framleitt þá vöru, sem mikilsverðust er til nútíðar iðnaðar- reksturs. Þó hún komist ekki hjá að kaupa mikið af henni, reyna stjórnir Evrópuþjóðanna, að takmarka þau' kaup með öllum upphugsanlegum ráðum. Eru þar á meðal tollar, fé veitt til styrktar heima iðnaði, á- kvæðisverð vöru, verðfall gjald- eyris og ýmsar reglugerðir t. d. að framleiða svo og svo mikið af hinu eða þessu, sem koma á í stað olíu o. s. frv. o. s. frv. En Iþrátt fyrir þetta alt, ibera reikn- ingar þeirra yfir viðskifti við erlendar þjóðir oftast með sér, að viðskifta-jöfnuður hefir ekki náðst, og að þar um er olíu meira að kenna en nokkru öðru, sem kaupa hefir orðið frá öðr- um þjóðum. Á Þýzkalandi hefir verið reynt að bæta úr olíuskortinum með því að framleiða svonefnt ben- zol úr kolum. Er það einnig gert nú á Englandi, Frakklandi og Belglíu. En svo slakur keppi- nautur gasolíu er það, að bæði verður að vernda þennan iðnað með tolli og með því, að stjóm- irnar styrki hann með beinum fjárframlögum. Á Fraklandi er einnig verið að .reyna að nota alkohol til eld- neytis í stað gasolíu. Leggur stjórnin bændum ærið fé til að rækta kom til slíks iðnreksturs, og tollar hveiti frá Canada ó- spart einnig iðnaðinum til verndar. En þetta gengur þó ekki of vel og fullnægir ekki kröfum tímans um olíukaup. Áður en Blálandsstríðið hófst, seldi Rúmanía olíu bæði til ítalíu og Þýzkalands. En eftir að út í stráðið var komið, þurfti ítalía að kaupa miklu meira en vanalega. Fóru þá Rússar að selja nokkuð þangað, ,en samt minna en hefði mátt ætla. Það má sjáanlega ebki vera án toirgða sinna sjálft* og selur toæði olíu og hveiti aðeins fjár- hagsins vegna út úr landinu. Bandaríkin, sem vanalega seldu (ítalíu uim 20 af hundraði af öllum þörfum landsins, jók olíusöluna fimmfalt á árinu 1935. ítalía keypti einnig af Anglo-Iranian Oil Company í Persáu, er jók sölu sína til hers Mussolini í Blálandi um 25 af hundraði. Þetta félag er eign Breta í Persáu. — Það seldi ítaláu jafnt og þétt olíu og sendi til nýlendu hennar í Afríku meðan stríðið stóð yfir. Þörfin á olíu í stríði kom glögt í ljós í Blálandsstríðinu. Skipin sem hermenn Mussolini fluttu til Afríku notuðu olíu. — Herskipin sem vernda eignir ítala á Miðjarðarhafinu og við strendur þess, brenna einnig olíu. Skriðdrekarnir og vagn- arnir, sem óðu inn í Bláland og síðast til Addis Atoaba, þrenna gasolíu. Og flugbátarnir sem á her Haile Selassie létu sprengj- urnar dynja, torendu einnig gas- olíu. Þegar Alþjóðafélagið lagði bann við því að nokkur þjóð þess sendi hernaðarvörur til í- taMu, lagði Roosevelt forseti strangt bann við því einnig, að bandarísk félög seldu ítalíu nokkrar vörur til hernaðar, þar með var talini olía. Bretland hreyfði því, að toannið ætti einn- ig að ná til oh'u. En Mussolini hótaði þá alheimsstríði og Þjóðabandalagið heyktist við það og lét við alt sitja sem áður. Bandaríkjastjórnin sá sér þá til li'tils að vera að sinna þessu og hætti eða slakaði á eftirlitinu með því sem olíufélögin gerðu. Að stríðinu mikla loknu, sagði Curzon lávarður, að það sem öllu öðru fremur hefði komið Þjóðverjum á kné, hefði verið oMuleysið. ÞÁTTTAKA ÍSLENDINGA f STRÍÐI (Ræða flutt í Sambandskirkju nýlega af séra Philip M. Péturssyni). Minnisvarði var nýlega af- hjúpaður í Lille á Frakklandi til minningar um 20,000 bréfdúfur, sem drepnar voru í stríðinu mikla. * * * í Moskva í Rússlandi, eru 200 barnaheimili. Á þeim eru sam- tals 14000 börn. “iSvo segir drottinn: — Hræðsluóp heyrum vér, ótti er á ferum en engin heill.”—(Jeremiah 30:5) í víkunni sem leið var eg að skoða toókina “Minningarrit ís- lenzkra Hermanna”, sem flestir munu þekkja. Eg varð fyrir marigskonar áhrifum þegar eg skoðaði myndir þeirra, sem á stríðsárunum síðustu, gengu í herinn, og lögðu Mf í sölurnar fyrir málstað þann, sem þeim var sagt að Þjóðabandalagið fylgdi. Eins og menn vita er bókin tileinkuð þeim íslendingum, sem gengu í herinn. Þeim er eins ítarlega lýst og föng voru á, og sýnir toókin hvað mikinn þátt íslendingar áttu í stríðinu. Það var ekkert simáræði fyrir jafn fámenna þjóð, að senda svo marga menn á vígvöMinn til að líða og stríða, og fanst mér, eins og hefir verið sagt, að bók þessi eiga með réttu heima í safni til sögu íslands og sögu Íslendinga yfirliett. 1 henni er minst þrettán hundruð manna, sem fóru í herinn, að sextán hjúkrunar- konum meðtöldum. Af þessum þrettán hundruðum særðust fjölda margir. Sumir þeirra urðu fyrir gaseitrun, sumir voru handteknir af Þjóðverjum, aðr- ir mistu hönd eða fót, eða biðu önnur örkuml, er hafa síðar meir orðið þeim að bana eða, sem þeir bera alla æfi. Þeir voru fáir sem komij úr þeirri hrylli- legu raun óskaddaðir líkamlega eða andlega. Af þeim hundr- uðum íslendinga, sem fóru héð- an, komu hundrað fjörutíu og fjórir ekki heim aftur að stríð- inu loknu. Þeir lágu eftir í skotgröfunum, eða leifar þeirra, ef fundust voru týndar saman og grafnar í grafreitunum á Frakklandi meðal þúsunda ann- ara manna, sem einnig féllu í stríðinu. Leifar þeirra hvíla þar. Þeir hafa fundið frið og fögnuð í æðra og betra heimi, — þar sem voniir og vinir bregð- ast eigi. Þeir eru lausir við allar þær þjáningar og þau von- torigði, sem þeir urðu fyrir með- an þeir lifðu, og sem félagar þeirra sem af komust hafa orðið fyrir. Þesslr menn trúðu því, ásamt mörgum öðrum, að þeir væru að vernda friðinn í heiminum, að þeir væru að hjálpa til þess, að stofna ævarandi frið á jörðu. Menn trúðu og að Jiessu tak- marki hefði verið náð nokkur ár eftir lok stríðsins. Fimm ár- um eftir að skrifað var undir friðarsamningana, komst maður | nokkur svo að orði: “Vér huggumst við þá von, að samskonar hörmungar gangi j aldrei framar yfir heiminn. — i Það er og trú margra manna, I að einmitt fyrir þetta síðasta og j mesta stríð, verði þjóðurn toeimsins trygður ævarandi frið- j ur. Þá fyrst eru og full mann- gjöld fengin fyrir þá, sem létu Mf sitt í stríðinu.” Þessi orð skrifaði einn þeirra manna sem ritaði í "‘Minningar- rit íslenzkra Hermanna.” — Þessu trúðu menn þá. en nú vitum vér og sjáum hvernig /þessi trú, eða þessi von hefir ! ræzt. Þessi mikla fórn íslend- inga og allra þjóða, sem þátt tóku í styrjöldinni sýnist hafa verið til einskis. Hnefaréttur- inn er enn látinn skera úr mál- um. Hermanna-fjöldi og stærð fallbyssanna er enn helzta tryggingin fyrir því, að hver þjóð geti varðveitt tilveru sína. Þrátt fyrir hið hræðilega dæmi sáðasta ófriðar sýnast menn ekki skilja það að skæð drep- sótt verður aldrei læknuð með

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.