Heimskringla - 20.05.1936, Síða 6

Heimskringla - 20.05.1936, Síða 6
6. SlÐA nEIMSKRINCLA WINNIPEG, 20. MAl, 1936 I\ f esturvíking Þýtt úr ensku Allan þann dag sást tU skipsins kollenzka en um kveldið var það svo langt undan að það sást varla. Þá skildu leiðir, vikingar höfðu ráðið að sigla austur -meðfram strönd Hispani- ola og svo sigldi Arabella alla þá nótt, en þegar lýsti var hún ein. Levasseur hafði tjald- að til öllum seglum þegar dimdi og sigldi sem ákafast eftir hi.nu hollenzka skipi. Cahusac reyndi að fiá hannt ofan af þvi óráði en fékk þetta sivar: “Fjandinn taki þig. Skip er skip, hvort Spánskt er eða 'bollenzkt og á skipum er okkur mest þörf. Það er mér nóg.” Hinn svaraði ekki, hristi aðeins höfuðið, hann vissi vel, að skipherrann var að elta pils en ekki skip og var sannfærður um, að annað eihs léti ekki gott af sér leiða. 1 afturelding var La Foudre komin svo nærri þeim holíenzka, að ekki var meira en míla á milli þeirra. Þá munu þeir hafa þekt skipið og bróðir meyjarinnar vitað hvað til stóð. Víkingar sáu að á hollenzka skipinu var öllum seglum heitt til að sigla undan þeim, en það tjáði ekki, víkingar drógu þá uppi og skutu skoti fyrir þá. Vi ðþað sneri kaupskipið skut að þeim og skaut nokkrum skotum í segl þeirra, eftir það skutust þeir á stutta stund unz víkinga-snekkjan lagði að kaupskipinu og feldi stafnljái á borð þess, síðan veittu vík- ingar uppgöngu miðskipa, með miklum ó- hljóðum. iSkipherrann stóð á skutþiljum og hjá honum ungur maður skrautbúinn, en þar þekti Levasseur mágsefni sitt. Skipherrann var rauður sem iblóð í framan og kallaði hátt: “Levasseur skipherra, hvað viltu á mitt skip? Þetta er óhæfuverk, sem þú skalt fá að ikenna á.” “Fyrst ætlaði eg aðeins að leita þess, gem egj á og eg var ræntur. En úr því þú kau3t að Iberjast og skauzt á skip mitt og veittir bana nokkrum taf mlínum mönnúm, þá skal með hernaði fara og taka skip þitt herfangi.” Jungfrú Ogeron stóð á þiljum og horfði með iblikandi augum og einlægri undrun á sína heittelskuðu hetju. Hann virtist henni dýrðlega kempulegur, þar sem hann gnæfði yfir hina, fyrirmannlegur, djarflegur, og fag- ur. Hann sá hana, tók viðbragð og ruddist þangað sem hún stóð. Hinn hollenzki skip- herra gekk fyrir hann og vildi taka til hans, Levasseur lét ekki tefjast til að tala við hann, svo fús var hann til meyjarinnar. Hann hafði öxi í hendi, hjó henni í höfuð hins hillenzka, svo að hausinn klofnaði en maðurinn féll dauður niður. Sá ólmi elskuhugi skrefaði yfir búkinn og sótti til ástmeyja,r sinnar með glöðu bragði. En nú var henni brugðið. Hún var há vexti, gerfileg, ' vel vaxin ög rétt frúm- vaxta, ljósleit á hörund, eins og rjómi, hárið kolsvart og vafið um hvirfilinn í digrum flétt- um, augun dökk, í stærra lagi og falin til hálfs af augnalokunum. Yfir því andliti var prýði æskunnar en jafnframt sagði svipurinn til, að sú mær var ekki smálát né skaplaus. iSá heittelskaði stökk til hennar, fleygði frá sér öxinni, alblóðugri og sló út handleggj- unum til að taka hana í fangið. Svo gerði hann og hrópaði hástöfum: “Mín, mín, loks- ins„ þrátt fyrir alt!” alveg eins og kappar gera í leikhúsum, sannarlega kempulega. En hún skaut höndum við bringu hans, hreld á svip og spurði stamandi: “Af hverju . . . af hverju drapstu hann?” Hann svaraði henni hlægjandi, eins og hetju ber að gera, með umiburðarlyndi guðs við þá dauðlegu manneskju sem hann stígur nið- ur til: “Hann stóð í millum okkar. Dauði hans sé tákn og viðvörun. Gái allir að því og gæti sín, sem ætla sér að komast upp á miili okk- ar.” Þetta var svo dýrðlega voðalegt, lætin svo stór og fögur, glæsimenskan svo gífurlega knýjandi, að hún varpaði frá sér hrollinum og kjánalegu ógeði, uppveðruð af ljósmandi yndi sem af honum stafaði, og fagnaði ástar atlot- um í fangi hans. Svo setti hann hana upp á öxl sér og fetaði létt með þá byrði á sitt skip en félagar hans lustu upp ópi miklu til sam- fagnaðar. Bróðir hennar hefði vafalaust verið nógu ónærgætinn til að trufla það dæilega framferði, en Cahusac varð fyrri til, brá fæti fynr hann og batt hann á höndum og fótum í einni svipan. Síðan sagði Cahusac fyrir verkum, meðan skipherrann undi sér í lyftingunni, hollenzka skipshöfnin var drifin í stærsta bátinn og kvödd til að fara norður og niður, tíu víking- ar voru settir á hið nýunna skip og sagt að halda f kjölfar Þrumunnar, svo var stefnt í suður til hléseyja. Cahusac lét sér fátt um finnast þess aðfarir, þó hann gerði eftir því sem skipherrann bauð. Honum þótti áhættan — að egna Holendinga og landstjórann í Tortuga með ofbeldisverki, altof mikil hjá því herfangi sem fékst, og þetta sagði hann við Levasseur, afdráttarlaust og fýlulega, en sá svaraði honum þannig: “Haltu hjá þér þeirri skoðun. Þú skalt ekki hugsa mig einn af þeim, sem stinga háls- inum í snöruna og vita ekki hvernig þeir eiga að ná honum út aftur. Eg sendi Tortuga stjór- anum hoð, sem hann skal verða að ganga að. Við skulum lenda við Virgin Magra og semja þaðan. Og láttu færa strákinn til lyftingar.” Þar næst skundaði hann til hinnar elskufullu meyjar. Þangað var sömuleiðis leiddur bróðir þess kvenmanns. Skipherrann stóð upp í móti honum, en gat ekki rétt úr sór, því að þar var of lágt undir loftið fyrir hans karlmannlega hrikavöxt. Jungfrúin stóð einnig upp. “Af hverju er þetta?” spurði hún og benti á handleggi mannsins, sem voru bundnir fyrir aftan ibak. “Mér líkar það alt annað en vel. Eg vil það hætti. Ef Monsier Ogeron gefur mér sitt drengskapar heit . . Pilturinn var ekki kjarklaus. “Eg gef þér alls ekki neitt,” sagði hann. * “Nú sérðu.” Levasseur ypti öxlum og lóf- uim með sárinda svip. Jungfrúin sneri að bróð- ur sínum, að ávita hann: “Henri, þetta er heimskulegt! Þú kemur ekki fram eins og vinuir minn. Þú . . “Litla flón” svaraði bróðir hennar, þó hún væri hærri í loftinu en hann. “Heldurðu að eg væri meiri vinur þinn, þó eg sættist við þetta illmenni og arga víking?” “Hægan, hani sæll!” svaraði Levasseur hlægjandi, en sá hlátur var ekki geðþekkur. “Skilst þér ekki þín vonda flónska af því meini sem hún hefir valdið? Mannslíf hafa tapast — karlmenn hafa dáið til þess að þetta skrímsl næði þér. Og skilst þér ekki enn hvar þú ert stödd — á valdi þessarar besfcíu, þessa hvolps sem er fæddur í úlfagreni og alinn upp við þjófnað og manndráp?” Hann ætlaði að segja meira; en Levasseur sló hann á munninn. Levasseur líkaði ekki ibetur en öðrum, að heyra hið sanna sagt um sig, skiljið þið. Jungfrúnni lá við að hljóða, pilturinn hrökk aftur á bak, skall í vegginn og studdist við hann en blóð sitraði úr höggstaðnum. Bn kjarknum hélt hann, reyndi að brosa, náhvít- ! ur í framan, leit til systur sinnar og sagði stillilega: “Þama sérðu. Hann slær mann, þó bundinn sé.” Þetta stillilega, tiltal og miklu fremur sú fyrirlitning sem tónninn sagði til, æstu þá bræði sem aldrei íblundaði vært í Levasseur. “Og hvað' ætli þú gerðir, yrlingur, þó þú værir óbundinn?” Hann tók í bringuna á stakki fanga síns og skók hann. “Svaraðu mér? Hvað heldurðú gerðir? Uss! Þú blaðra, tóm af öllu nema vindi! . . . “Þar á eftir kom runa af heiptugum fúkyrðum, sem jómfrúin hafði aldrei heyrt áður, þó grunaði hana hvað þau þýddu. Hún studdist við borðið í klefanum og kallaði á Levasseur að hætta. Hann gerði svo, en til þess varð hann að opna drynar, grípa sveininn og snara honum út. “Fleygið þessu taði niður hleragat, þangað til eg kalla eftir því”, öskraði hann og skelti aftur hurðinni. En þegar honum var runnin reiðin og hann sneri sér að ástmeynni, varð honum þetta að órði: “Kærasta, hvað er að?” Henni var brugð- ið, hún hafði aðeins séð sína heittelskuðu hetju tilsýndar þar til nú, að ummæli bróður hennar sönnuðust af því sem hún sá gerast. Hún varð hrædd og það sá á henni. Levasseur gekk að henni en hún fór und- an og þegar hún aá glott hans og augna- glampa fékk hún hjartslátt. Hann greip hana í .einu horninu og kipti að sér. “Nei, nei!” veinaði hún. “Jú, jú!” sagði hann í eftirhermu fcón og þá eftirhermu var harðast að þola af öllu. — Hann tók utan um hana báðum handleggjum, harðleikinn af ásettu réði, því að hún streitt- ist á móti og kysti hana en hún brauzt um í faðmi hans. Nú er frekjan óx í honum, hljóp á hann bræði og svifti af honum öllum pjötl- um hetjugrímunnar, ef nokkrar voru eftir. “Litli bjáni, heyrðir þú ekki bróður þinn segja, að þú værir nú á mínu valdi? Mundu eftlr því og mundu eftir því líka, að þú komst af þinni eigin vild. Eg er ekki einn af þeim, sem kvenmaður getur leikið við: taktu og sleptu. Svo gættu að þér og komdu fyrir þig vitinu, stúlka mín, og taktu því sem þú hefir boðið heim.” Hann kysti hana enn og snaraði henni frá sér, rétt snúðugt. “Enga fýlu framar”, sagði hann. “Annars færðu að kenna á því.” Þá var barið. Levasseur hvarf til dyra með iblótsyrðum. Cahusac stóð úti fyrir ó- hýrlegur á svip. Hann sagði til, að leki værí kominn að skipi þeirra, kúla hafði 'brotið súð- ina rétt fyrir ofan sjávarborð. Levasseur hljóp út að kanna skaðann, manni var hlaypt niður í strengjum, að festa segldúk fyrir gatið og dælurnar settar á stað, áverkinn var ekki al- varlegur nema ef veðrið versnaði. Fram- undan var að sjá líkt og dökka bliku við sjón- deildarhring, sem Cahusac þekti að var hin nyrzta af Virgin eyjum. Levasseur kvað á, að þangað skyldi sigla og leggja skipinu upp í fjöru til viðgerðar, kvað sig gruna að stór- viðri væri í aðsígi, sem jafnvel kynni að ná þeim áður en þeir næðu landi. “Stórviðri eða eitthvað annað,” svaraði Cahusac, grettinn, og ibenti “sérðu þetta?” Tvö skip stefndu á þá, á stjórnborða, æði stór að sjá, svo sem fimm mílur frá þeim. “Ef þau sækja eftir okkur, hvað á þá að gera?” “Berjast við þau, hverju sem tautar,” sagði Levasseur og blótaði við. “Tarna er vit”, sagði Cahusac og spýtti til að herða á. “Þetta hefst af því, að fara til sjós með manni sem er veikur og vitlaus eftir kvenmanni. Nú skaltu halda skapinu í stilli, skipherra, annars fer íþað út um þúfur hjá há- setum, ef í ilt fer út af þessu glappaskoti með Hollendinginn.” Það sem eftir var dagsins hélt Levasseur sig á þiljum og hafði hugann á öðru en ást- um, því að skipin ætluðu sér auðsjáanlega að ná fundi hans og færðust nær, þó hægt færi. Það var ekki til að hugsa að hleypa undan til hafs með þeim leka sem kominn var að skip- inu, og því var ekki um annað að gera en bíða átekta og berjast. Og þegar ekki voru nema um þrjár mílur til lands, og hann var að því kominn að leggja til orustu að fyrra bragði þá kom kall frá þeim sem var á varð- bergi í stýriskörfu, að stærra skipið væri Ara- bella, hitt væntanlega skip sem þeir hefðu ibarist við og tekið. Levasseur létti svo mikið, að hann réði sér varla. “Verra gat það verið,” sagði Cahusac. “En hvað ætli Blood segi þegar hann heyrir okkar aðfarir?” “Hann má segja hvað hann vill,” sagði Levasseur hlægjandi af kæti. “Og hvað um börn eyjarstjórans í Tor- tuga?” “Því verður að leyna hann.” “Hann kemst að því áður en lýkur.” “En þá verður það mál útkljáð. Þá verð eg búinn að sættast við landstjórann. Eg segi þér satt,*. að eg kann ráð til að kúga Ogeron til sætta.” Nú voru skipin stöðvuð við norður strönd Virgin Magra, sem er eyðiey skóglaus, þar átti enginn heima nema fuglar og skjaldibökur í lónum meðfram suðurströndinni. Levasseur lét skjóta báti fyrir iborð og róa með sig til Arabella, ásamt Cahusac og tveim öðrum yfir- mönnum. Skipherrann Blood var í góðu skapi. — “Mikil er hepnin síðan við skildum,” sagði liann og bauð þeim til lyftingar að skifta fengnum. Skipið sem sigldi í kjölfar Arabella var spánskt herskip með tuttugu og sex fall- byssum, hét Santiago, hafði lagt upp frá Porto Rico með tólf hundruð vættir af Cacao, tíu þúsund dala virði í nýsleginni mynt og annað eins af gimsteinum. Þetta var mikill afli og tveir fimtungar hans gengu til Levasseur og hans skipshafnar, samkvæmt samningnum. Peningu mog gimsteinum var skift strax/hitt skyldi flytjast til Tortuga og selt þar. Þar næst tók Levasseur til frásagnar, þá gerðist Blood brúnaþungur og þegar hann lauk skýrslu sinni, sagði hann sinn óþokka á því tiltæki, Hollendingar væru vinsamlegir, gildir og góðir menn sem heimskulegt væri að ybbast við, ekki sízt út af öðrum eins smá- munum og skinnum og tóóbaki, sem væri í hæsta lagi-tíu þúsund dala virði. Levasseur kvað skip vera skip og skipa væri þeim mest þörf og þá ypti Blood öxlum og lét talið falla niður, ef til vill af þvl að hepnin hafði verið með honum þann dag. Þar næst stakk Lev- asseur upp á, að Blood héldi skipum sínum til Tortuga, að selja fenginn og ráða víkinga á jiið fengna skip, en hann sjálfur bæta skip sitt þar sem hann var kominn og hitta svo aðmírá! sinn á stað sem hann tiltók og leggja þaðan upp í leiðangurinn til Maracaybo. Honum varð mikið léttara innanibrjósts, þegar Blood lét gvo gott heita og sagðist til í að sigla strax á stað. Undireins og Arabella var komin á stað, lagði Levasseur að landi og lét háseta reisa skýli á bökkum eins lónsins, handa sér, skips- höfninni og föngunum, meðan La /Foudre var lagt á hliðina upp í fjöru til viðgerðar. Undir sólgetur það kveld tók að hvessa og þegar á leið kveldið var komið rok svo mikið að Levasseur var feginn að hafa komið skipum sínum í hlé, hann grunaði að Blood væri ekki vel staddur í þeim ofsa, en lét sér það ekki þungt falla. XV. Kapítuli. Lausnargjaldið Næsta morgun var ibjart veður og blítt og þá fór fram skrítið atferli hjá segldúka skýli því, sem Levasseur hafðl reisa látið undir sandöldum fyrir ofan fjörumál. Sá franski víkingur sat hátt, á botni stórrar tunnu og hélt á merkilegu starfi: að leita heilla sátta við landstjórann í To,rtuga. Nokkrir yfirliðar stóðu hjá honum, ófrýnilegir durgar í leður brókum og skinntreyjum, einn af þeim var Ca- husac. Frammi fyrir honum stóð Ogeron ungi á nærfötunum, í brókum úr silki og skyrtu kögraðri og í kordúna hosum. Hendur hans voru bundnar á bak aftur og hið unga og fríða andli t mjög tekið. Skamt þaðan sat hin unga mær á sandhrúgu, óbundin og gæzlu- menn hjá henni. Hún var nábleik í framan og reyndi að fela skelk sinn með stórlæti. Levasseur talaði langt mál til hins unga manns og endaði, svo með háðslegu mjúklæti: “Eg treysti því, monsieur, að eg hafi sagt ljós- lega til hvers eg ætlast. Eg skal taka upp aftur aðalatriðin, svo enginn misskilningur komist að. Þitt lausnargjald er tvö þúsund dalir og fimm hundruð betur og þú skalt fara frjáls til Tortuga að sækja það, gegn dreng- skaparheiti. Eg skal leggja þér til far og far- kost og gefa þér mánuð til hvorrar leiðar. — Systir þín verður í gislingu hjá mér á meðan. Faðir þinn ætti ekki að álíta aðra eins upphæð of mikla fyrir frelsi sonar síns og heiman- mund dóttur sinnar. Ef nokkuð er að, þá er það þetta að eg er of vægur í kröfum, svei mér þá, því að Monsieur Ogeron er sagður mjög auðugur.” Monsieur Ogeron yngri leit upp og í augu víkingsins. “Þessu hafna eg -h eindregið og skilyrðislaust. Svo gerðu það sem þér er lag- ið, iþú níðingur bæði ærulaus og . . ,” “Hvaða tal er að tarna,” sagði Levasseur og hló við. “Hvaða frekja og hvaða fram- hleypni! Þú hefir ekki athugað hinn kostinn. Kannske þú sjáir þig um hönd, þegar hann kemur að þér. Við höfum spora á þá tregu. Og eg skal ráða þér að heifcbinda þig ekki við nauðung og svíkja mig eftir á, því að mér er vel trúandi til að leita þig uppi og refsa þér. Ef þú skyldir gleyma að koma aftur með heimanmundinn, þá máttu ekki álíta ósann- gjarnt, að eg gleymi að útvega prestsleyfið. Æra systur þinnar er í veði hjá mér.” Levasseur brosti eða kýmdi yfir þessu tali, sá stöðugt í augu þiltsins og varð var við að nú brá honum. Hann rendi augum til systur sinnar og sá örvæntingar bliku á hennar svip. Hann svaraði með viðbjóði og heipt: “Nei, þú hundur! Þúsund sinnum nei!” “Þú ert heimskur að láta svona.” — Levasseur talaði reiðilaust, kuldalega og með eftirsjá. Ha*nn hélt á streng og reið á hnúta. “Þú veizt til hvers þetta er? Það er kvalaband sem hefir snúið mörgum villitrúar til rétts vegar. Það er til með að snúa augun út af hausum þeirra, til þess að hjálpa þeim til að sjá hvað satt er. Svo skal vera sem þúí kýst þér.” Tveir1 svertingjar gættu ungmennisins og til þeirra fleygði hann bandinu, en þeir brugðu því um höfuð sveinsins, gerðu á lykkju og skutu þar í járnstöng, stóðu svo og biðu merkis um að byrja. Levasseur sat kyr og virti sveininn fyrir sér, hann bar sig vel, gerð- ist þó grár í framan sem blý og löðrandi af svita. Stúlkan hrópaði og vildi hlaupa til hans en fékk ekki að standa upp, svo hún sat kyr og veinaði. Skipherrann tók til orða: “Eg bið þig að vægja sjálfum þér og systur þinni og taka sönsum. Hvað munar, þegar öllu er á botninn hvolft, um þá upphæð sem eg nefndi? Hvað munar pabba þinn um annað eins? Eg segi aftur, að eg hefi verið of linur í kröfum, En úr því eg hefi nefnt þessa upphæð, þá stend eg við það, að eg vil hafa tvö þúsund dali og fimm hundruð.” “Og fyrir hvað, ef þér þóknast, viltu hafa tvö þúsund og fimm hundruð dali?” Þessi spurning var flutt þýðlega með háðs- legri hæversku á bjagaðri frönsku og virtist koma ofan úr loftinu. Levasseur og allir aðrir sneru sér við, alveg hissa. Þeir sáu háann mann, grannvaxinn, bera við blátt himinloft upp á sandöldunni sem þeir sátu undir, sá var þráðbeinn, í svörtum fötum með silfurborðum, og með rauða strútsfjöður á hattbarðinu. — Undir þeim hatti var hið bleikjarpa andlit skip- henrans Blood. Levasseur hélt hann vera langt burtu, úti á reginhafi, ef óveðrið hefði ekki fært hann í kaf, og fléttaði saman blótsyrði af undrun. Blood rendi sér niður sandhólinn og með honum Wolverstone og nokkrir aðrir hans menn. Þegar hann kom á jafnsléttu, tók hann ofan fyrir kvenmanninum, sneri svo að Levasseur, bauð honum góðan daginn og sagði stuttlega til þesg, að hann hefði oröið að leita undan óveðrinu og látið berast inn á lón, rúma bæjarleið á iburtu, og hugsað sér að heilsa upp á hann í góða veðrinu, leit svo á piltinn og stúlkuna og spurði: “Hver eru þessi?” Cahusac brá digrum handleggjum á loft, leifc til himins og segir: “Voila!” (Sko, þarna kom það). Levasseur brá litum og beit á vörina, svaraði þó liðlega:

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.