Heimskringla - 20.05.1936, Blaðsíða 8

Heimskringla - 20.05.1936, Blaðsíða 8
8. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 20. MAÍ, 1936 FJÆR OG NÆR Messur í Winnipeg Tvær messur fara fram í Samlbandskirkjunni í Winnipeg næstkomandi sunnudag eins og undanfarið. Á ensku kl. 11. f. h. og á íslenzku kl. 7. e. h. Séra Philip M. Pétursson messar. * * * * Messað verður í Samlbands- kirkjunni í Árborg sunnudaginn 24. þ. m. kl. 2. e. h. Á eftiir messunni verður saf’naðarfund- ur. * * * Séra Jakob Jónsson messar í Wynyard sunnudaginn 24. maí, kl. 7. að kvöldinu. * * * Messað verður í Samhands- kirkjunni í Riverton, sunnudag- inn 31. maí, kl. 2. e. h. Á eftir messunni verður safnaðarfund- ur. * * * Gifting Ólafs Kristjáns Hans- sons og Rulby Esther Proctor fór fram síðastliðið laugardags kvöld að heimili föður brúð- gumans, 867 Ingersoll St. Er brúðguminn sonur Thorleif3 Hanssonar og Kristínu Lam- bertsson, en brúðurin er af hér- lendum ættum. Voru margir vinir og ættingjar ungu hjón- anna viðstaddir. Séra Philip M. Pétursson gifti. # * * Dr. Rögnvaldur Pétursson og séra Guðm. Árnason lögðu s. !. laugardag af stað til Boston til þess að sitja ársþing Unitara og Universalista, er þar stendur iyfir þessa viku. * * * Nemendur af íslenzkum ætt- um sem útskrifuðust ifrá Sask- atchewan háskólanum í maí 1936: ' Master of Science in Engineering Robt. Johnson, Limerick, Sask. Bachelor of Science in Civil Engineering Eslay Gordon Tallman Saskatoon, Sask. Graduate, College of Education Margaret A. Jónsson P*rince Albert, Sask. * * * Síðastliðin laugardag, 16. maí voru ungfiú Björg Goodman og Ormel Rathwell ’Gibson gefin saman í hjónaband. Er brúð- urin dóttur Gísla heitins Good- mans og Ólöfu heitinnar Hal- dórsson, en brúðguminn er af hérlendum ættum. Er faðir hans eigandi Gibson Bowling Alleys hér í bæ. Fór giftingin fram að heimili brúðurinnar, 133 Lanark St. í River Heights. Séra Philip M. Pétursson gifti. * * * Jón Laxdal frá Los Angeles, Cal., kom til bæjarins fyrir helg- ina og fer vestur til Mozart, Sask.; dvelur þar fram á haust. Með honum kom dóttir hans, María, sem er útlærð hjúkrdn- arkona og vinnur stöðugt í Los Angeles, en fékk mánaðar-leyfi til farar hingað norður með föður sínum, t>au dvöldu nokkra daga hjá Sigmundi Lax- dal, bróður Jóns, í Dakota á leiðinni. Sigurður Gíslason búktbindari, Lundar, Man., lézt 2. maí, um sjötugt. Hann var ættaður úr Kolbeinsstaðahrepp, en átti lengi heima í Flókadal í Borg- arfirði. Hann var jarðsunginn 6. maí af séra G. Ámasyni.. — Hans verður minst síðar. * * * Allan Leask sjóður undir umsjón Jón Sigurdson Ohapter I. O. D. E. Vinur í Winnipeg ........$1.00 Mr. Halld. Johnson ...... 2.00 S. Thorvaldson, Riverton 5.00 J. 'Goodman, Glenbo.ro... 1.00 S. J. Winnipeg .......... 2.00 $11.00 Með þakklæti. Mrs. J. B. Skaptason, 378 Maryland St. Mrs. B. S. Benson 695 Sargent Ave. * * * Kaupmennirnir H. B. Skapta- i son og Oharles Clemens frá Ashern, Man., voru staddir í hænum fyiir helgina í viðskifta- erindum. * * * Guðmundur Jónsson, Baldur, Man., var staddur í bænum s. 1. föstudag. v * * I Sigurður kaupm. Sigurðsson frá Calgary Alta., kom til bæj- aiins í gær. Hann er á leið austur til Montreal í verzlunar- erindum. * * * Björn Jónsson, Oak Point, Man., dó mánudag 11. maí. — Hann var jarðaður 14. maí af séra G. Ámasyni. Hann var 75 ára gamall, merkur maður og vinsæll og verður getið síðar. Hann var ættaður af Víðastöð- um í Hjaltastaðaþinghá. * * * Ungfrú Guðrún Solveig i Bjarnason og Louis McNeil voru gefin saman í hjónaband 7. maí. Brúðurin er dóttir Mr. og Mrs. Guðmundar Bjaraasonar í Winnipeg. Brúðguminn er hér- lendur. G. Stefánsson bóndi frá West- fold, Man., kom til bæjarins s. 1. miðvikudag. Hann kom með dóttur sína Lilju til lækninga við hálseitlabólgu. * * * Gunnar Oddsson frá Moun- tain, N. D., kom snögga ferð til ibæjarins s. 1. miðvikudag. * * * í síðasta blaði misritaðist: Egill Vatnsdal frá Smeaton, fyrir Elías o. s. frv. * * * J. B. Ladies Guild heldur “iSilver Tea” miðvikudaginn 3. júní í skólanum. * * * í eftirfarandi vísu, er fyrir nokkru var birt í Heimskringl i. varð misritun dálítil og er hún því hér endurprentuð: I Til Guttorms J. Guttormssonar “Ölmusa” aldrei til sorgar! Ætti, né verða má þér. Ef einhver býðst til og borgar, Það sem að þjóðinni — ber, —Veist þú hvað vinskapur er. Hvað sem að eyranu orgar: Því glöggast í “góðvinar” mynni. Er gullið, sem þú átt þar inni Hjá honum og þjóðinni þinni.” I Jak. J. Norman * * * Númer af “Hkr.” Skrifstofa “Hkr.” hefir verið beðin að útvega nr. 33, af 38 árgangi blaðsins. Þetta blað kom út 21. maí 1924, og er því 12 ára gamalt. Þeir sem kynnu að eiga þetta eintak og vildu selja það eru beðnir að tilkynna það útgefendum blaðsins bið fyrsta. Viking Press Ltd. Sfi * * i i Árslokalhátíð Jóns Bjarnason- ar skóla verður haldin í Fyrstu lútersku kirkju 4 Victor St. á miðvikudaginn í næstu viku (27. maí). Samkoman hefst kl. 8. að kvöldinu. Allir vel- komnir. Tekið verður á móti gjöfum til skólans. Komið að heyra ræðuir og söng nemend- anna, og þá ekki síður aðal ræðumann samkomunnar, H. G. Mongay, einn af æðstu embætt- ismönnum mentamáladeildar Manitoiba-fylkis. BRÉF TIL HKR. Keewatin, Ont.. 16. malí, 1936. Kæri ritstj. Hkr.: Vilt þú gera svo vel að birta eftirfylgjandi athugasemd: Þann 13 maí birtist all-löng grein frá Bjarna Sveinssyni, (Fjórmenningarnir í Keewatin) og bendir B. S. sérstaklega að mér, að vera höfund að grein- inni “Ekki er alt gull sem glóir”, og sem birt var 22. apríl og hann finnur afar varsmíði á. En sannleikur eK að eg skrifaði ekki eitt orð af nefndri grein. En eg studdi efni hennar með undirskrift minni, því eg leit á eins og B. S. í sinni ritsmíð, að það riði á að fá sannar sagnir um fólk í ánbók sem ætti að geymast sem æfiágrip íslend- inga í þeissari álfu, og eg veit að hr. Ó. S. Thorgeirssyni er mjög ant um að svo sé. En um andúð B. S. til mín. dettur mér ekki í hug að deila. Eg læt mér nægja umsögn hans um mig í Almanaki O. S. Tihorgeirssonar. Enbetur hefði farið ef fleiri af okkur hér hefð- um verið eins mannglögg í byrjun eins og gamla berjakon- an sem B. S. minnist á, sjá grein hans. Landar góðir, eg vonast til að þið látið hvorki klappimar né forarpollana hér, fæla ykkur frá að heimsækja okkur, með öðru góðu fólki, í sumarfríinu. Vinsamlegast, Hafsteinn Sigurðsson (Johnston) Box 73, Keewatin, Ont. STEF—Ljóðmæli af F. H. Berg Höfundurinn sendi mér nokk- ur eintök til sölu af þessari ljóðabók sinni. Bókin er 112 bls. í smekklegri kápu. Verðið er $1. Berg er Ijóðhagar vel RECITAL by the pupils of R. H. RAGNAR assisted by Irene Diehl, A.T.C.M., L.A.B., Violinist and Ve.ra McBain, contralto THURSDAY, May 28, 1936 at 8 o’clock, p.m. Chalmers United Church (Spruce St., North of Portage) Admission 25 oeints og á hér marga kunningja, því hann var um eitt skeið hér vestra en hvarf svo aftur heim til íslands. Þetta litla og ódýra Ijóðakver ætti að seljast hér skjótlega. MAGNUS PETERSON 313 Horace St., Norwood, Man. HITT OG ÞETTA Heilagur Patrekur Örlygur hinn gamli á Esju- bergi hafið verið að fóstri með Patreki biskupi hinum helga í Suðureyjum, og fékk hjá hon- um kirkjuviið og járnklukku og plenaríum og mold vígða, er hann fór til íslands að nema land. Hann tók land í Órlygs- höfn, en fjörðinn inn frá köll- uðu þeir Patreksfjörð í höfuðið á biskupi. Heilagur Patrekur er vemd- ardýrlingur írlands. Hann var þó ekki íri, heldur franskur, fæddur í Tours, og bét réttu nefna Succat. Faðir hans hét Calpumius, en móðir hans var systir hins heilaga Marteins biskups í TourS. Stærsta og veglegasta kirkja í Dublin á írlandi er helguð heilögum Patrek og heitir St. Patrick’s Cathedral. Hún var smíðuð á 13. öld. En þessi dómkirkja er nú höf- uðkirkja Lúterstrúarmanna í ír- landi. Hiniir þjónandi prestar þar, “Knights of St. Patrick” eru lúterskir.—Lesb. Mbl. * * * * Félagstíf Gyðinga í Þýzka- landi er nú einskorðað þeirra á milli. Þeim er þss vamað að himsækja hótel, kvikmyndahús, ibaðstaði, leikvelli og jafnvel lystigarða. * * * í Japan geta aðeins karl- mennirnir, en ekki kvenfólkið, sótt um hjónaskilnað. * * * Sænskir aðdáendur Gretu Garbo hafa tekið að rannsaka ætt hennar og uppruna. Elsti forfaðir hennar, sem hægt hefir verið að finna, var stórbóndi að nafni Gabril Gyllenstahl, en í móðurætt er hún komin af skip- stjóra einum, er Erik Ahlfort hét. Hann átti dóttur, sem hét Maria Katarine, er var uppi um miðja 17. öld. Hún varð ást- fangin í vinnumanni á aðals- setri einu og gekk að eiga hann þrátt fyrir mótspyrnu foreldra sinna, og áttu þau 5 börn. Af þeirri ætt kom síðar mynda- drotning tæpum 3 öldum síðar. —Vísir. MESSUR og FUNDIR < kirkfu SambandssafnaOar Messur: — i hverjum sunnudegi Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á íslenzku. SafnaOarnefndin: Funólr 1. föstu- deg hvers mánaðar. Hjilparnefndin: — Fundlr fyrsta mánudagskveld 1 hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngæfingar: Islenzki söng- flokkurinn á hverju fimtu- dagskvöldi. Enski söngflokkurinn á hverju föstudagskvöldi. Sunnudagaskólinn: — Á hverjum sunnudegi, kl. 12.15 e. h. J. WALTER JOHANNSON Umboðsmaður New York Life Insurance Company Fyrsti barnavagn heimsins var smíðaður árið 1780 handa dóttur hertogans af Devonshire í Englandi. * * * Maria Antoinette innleiddi fyrstu ferhyrndu vasakluútana árið 1785 og fékk hún mann sinn, Loðvík XVI til að leggja ibann við að öðruvísi klútar væru gerðir. Voru þá gerðir upptækir þeir vasaklútar, sem ekki voru eins í laginu og drotn- ing hafði óskað. * * * Gafflar og skeiðar tóku fyrst að tíðkast um miðibdk 16. aldar — fram til þess tíma mötuðust menn með höndum einum. * * * Fyrstu silkisokkana notaði Elsabet Englandsdrotning árið 1561. — 1 staðinn fyrir gólfá- breiðu var dagléga lagt sef á gólfið í svefnheihergi drotning- arinnar. * » * Fyrsta postulínið kom til Ev- rópu frá Kína í lok 16. aldar, en það var ekki fyr en 1725 að tekið var að gera postulín í Ev- rópu sjálfri. Annast um aðgerðir á Radios, set upp aerials, einnig sel ný og gömul Radio. TH. VIGFÚSSON Sími 39 359 559 Furby St. Fyrir ftrekað ar Óskir Margra verður HÁTÍÐÁR KANTATA JÓNS FRIÐFINNSSONAR Sunginn í Annað Sinni af KARLAKÓR ÍSLENDINGA f WINNIPEG og ICELANDIC CHORAL SOCIETY OF WINNIPEG f skemtiskrá taka þátt auk söngflokksins: Mrs. B. H. Olson Mrs. Björg V. Isfeld Ald. Paul Bardal Jóhannes Pálsson Miss Lilfian Baldwin Miss Snjólaug Sigurdsson Pálmi Pálmason Henri Benoist John Norrhagen First Lutheran Church- Miðvikud. 20. Maí Byrjar 8.15 e. h. Aðgöngumiðar 35c “ARCTIC” # Tel. 4X3X1 FOR CERTIFIED PURE CRYSTAL CLEAR ICE 44 ARCTIC Tel. 4X3X1 !

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.