Heimskringla - 10.06.1936, Blaðsíða 4

Heimskringla - 10.06.1936, Blaðsíða 4
4. SIÐA. HEIMSKRINGLA W3NNIPEG, 10. JÚNl, 1936 eimskringla (StofnvJS ltSt) Ktmur út A hverjum miOvtkudegi. Klgendur: THB VIKING PRESS LTD. SIS og 155 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími■ SS 537 VerB blaðsln* er $3.00 árgenguriim borglM fyrtrfram. Allar borganir sendist: THK VIKING PRESS LTD. ÖU yiðakífta bréf btaðinu aðlútandi sendlat: Manager THM VIKINO PRISS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIltSKRINÖLA 853 Sargent Ave., Winnipeg “Heimskringla” ia publiabed and printed by THE VlKIVa PRESE LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telephone. 86 537 WINNIPEG, 10. JÚNÍ, 1936 FÓLKSSTRAUMURINN TIL BÆJANNA Búnaðarmálaráðherrunum sem líta í skýrslur sambandsstjómarinnar, hlýtur að vera áhyggjuefni, að lesa það sem sagt er þar um fólksstrauminn úr sveit- unum til bæjanna. Ef þvl heldur áfram, hlýtur fyr e-ða síðar að koma að því, að sveitiraar eyðist af fólki. Og það þarf ekki einu sinni að ganga svo langt til þess, að ibúnaðar-ráðherra embættin leggist niður. En upp úr búnaði er ekki hægt að hafa eins mikið með nokkru og því, að vera búnaðar-ráðherra. Búskap- urinn yrði arðmeiri ef fleiri væru sér úti um það starf í stað hins að vera að em- bætta fáein hænsni, nokkrar ær, svín, geitur eða kýr. Það sem skýrsla sambandsstjórnar fræðir um er þetta: Á aldrinum 15—19 ára eiga 267,895 drengir heima i sveitum landsins, en 257,443 í bæjum. í sveitinni eiga 228,586 stúlkur heima á þessum aldri, en í bæjunum 285,755. Af þessu sézt ’að það eru nærri 40,000 færri stúlk- ur í sveitinni en drengir, en um 30,000 ‘fleiri en drengir í bæjum. En þegar til aldursins 20 til 24 ára kemur versnar þó sagan fyrst fyrir al- vöru. Á þeim aldri eru um 198,000 drengir í sveitinni, en aðeins 96,000 stúlk- ur. Æskulýðurtnn K>g sérstaklega ungu stúlkuraar streyma úr sveitinni til bæj- anna. Ungu mennirair gera það að vísu líka, en þeir fara á eftir stúlkunum, elta þær sauðarlegir, eins og þeir Ihafa ávalt gert. En hvað veldur því, að stúlkurnar una ekki í sveitinni? Hvað er það sem lokkar þær til bæjanna? Björt ijós, eða eitthvað í þá átt myndi svarið hjá flestum verða við þeirri spurningu. Stúlkur eru að vísu fiðrildi ií aðra röndina. En á- stæðan fyrir að þær halda ekki kyrru fyrir í sveitinni mun þó liggja í alt öðru. Sveitamenningin, svo heilbrigð sem hún kann á margan hátt að vera, tekur mjög lítið kröfur ungra stúlkna til greina. Stúlkurnar finna það. Þær kappræða ekki um það við neina, en hverfa úr sveitinni, þegar þær koma því við. Þeim geðjast ekki að sveitinni og sveitin er hálf leið á þeim. Kröfur stúlknanna geta stundum verið ósanngjaraar. En vér efumst um að það verði yfirleitt með sanni sagt. Fyrstu kröfur þeirra og lengi vel þær einu, eru ekki í öðru fólgnar en því, að fá að klæða sig svo, að þær séu sómasamlega til fara. Til þessa er ekkert tillit tekið af mörgum foreldrum. Stundum getur verið, að efna- hagurinn aftri því. En hann gerir það ekki ávalt. Um þetta er oftast að kenna skilningsleysi hinna eldri og gamaldags- hugsunarhætti. Að kröfum stúlknanna um betri klæðnað og meiri snyrtingu, er íbrosað sem fáfengilegu kvabbi af þeim, sem finst hverjum eyri á glæ kastað. sem tSl slíks er varið. Þeir sem kostnað- inn geta sér að meinalausu klofið og verða við kröfunum, gera eins og aðrir, gabb að því, ef dóttir þeirra 'býr sig vel; telja það órækt vitni um prjál og jafnvel spillingu ungu kvenþjóðarinnar. Viel klædd stúlka verður oft að sætta sig við það, að kýmt sé að henni af öllum þeim sem hana líta á heimilinu. Er það furða þó henni geðjist ekki sveitin? Ef það er eins mikið h'fsspursmál og látið er, að unga fólkið verði kyrt í sveitinni, verður að taka kröfur þess til greina að eins miklu leyti og hægt er. Það verður að fá að njóta þess þar, sem það telur sig eiga kost á annars staðar. Ungu stúlkurnar verða að ibera svo mikið úr ibýtum, hvortí sem þær vinna á hedm- ilum foreldra sinna eða annara, að þær geti veitt sér það sem þæif girnast, bæði í siðfágun og mentun. En við þetta ei’ ekki isú rækt lögð, sem vera skyldi. Það munu margar húsfreyjur meira að segja keppa að hinu, að senda dætur sínar á einhvern skóla, sem gerir þær hæfar til að taka skrifstofuvinnu í bæjum, heldur en að breyta nokkuð um hætti á heimil- inu, einmitt til þess, að dóttirin þurfi ekki að ganga í spor móður sinnar og vera svift flestu því er hún þráir og án þess að nokkurt tillit sé tekið til andlegs at- gerfis hennar. Það er sagt að menn skilji illa kvenfólk. Þá hefir líklega fæsta svo mikið sem dreymt um það, hvað mörg konan hefir orðið á móti sér að láta af því, að fá hvorki að njóta sín né and- legra hæfileika sinna við ófrelsi sveitar- menningarinnar. Skilningsleysi karlmanna í nútíð á kröfum kvenþjóðarinnar, kemur eins ljóst fram í því, hvernig ungu stúlkumar flýja nú sveitina og hann kom fram hjá þeim, er þeir sniðu þeim sömu þjóðfélags rétt- indi og skepnunum. Konurnar skilja hvernig á straum stúlknanna stendur til bæjanna. En hann verður ekki stöðvaður fyr en bænd- ur skilja það einnig, að kröfum unga fólksins verður að fullnægja eins í sveit- inni, sem í bæjunum. En, má búast við að sagt verði, hvernig á að fara að þessu? Hvaða möguleika hafa sveitirnar til að keppa við ibæina? 1 sveitinni skortir, til að byrja með, herfilega samhug íbúanna. Það er eins og hver keppist við að vera sem mest út af fyrir sig. Um þau mál, sem sameigin- legan hag bygðarinnar snertir, vita sjald- an nema fáir íbúanna að nokkru ráði. Þessaxi hokur-búskaparaðferð, er ágæt- lega lýst í síðustu bók Laxness “Sjálf- stætt fólk”. Með því að vísa til hennar ætla eg að spara mér að vera langorður. En afleiðingin af því ef bændur í hverri bygð ynnu sem einn maður saman að almennri menningu og hagsmunum hér- aðs síns, yrði sú, að sveitin yrði alveg eins geðfeld, ef ekki geðfeldari þeim yngri, en bæimir. Ein bygð, þó lengra sé á milli heimila en í bæ, getur iboðið upp á miklu skemtilegri og geðfeldari bústað en bæirnir. Ef öll þau vísindi, seín menn- irnir hafa komist yfir í framleiðslu og notkun og leiðslu orku, næðu til sveit- anna og búskapurinn væri rekinn á vís- indalegri og hagkvæmari hátt en nú er gert, væri engin hætta á því, að unga fólkið streymdi úr sveitunum í bæina. Menn kunna að segja að þetta sé draumsýn. En það er ekkert slíkt. Og það kemur að því, og ef til vill fyr en síð- ar, að menn sannfærast um það, að það sé vísindaleg og skipulögð yrking sveit- arbúanna, sem verður farsælust landi og lýð og á eftir að sýna sig í sveitinni. Maður hefir daglega fyrir augum sér bæjunum dæmi af því hvað vísindin geta greitt götu mannsins til þess að afla sér þess, sem hann þarfnast með sér til lífs- viðurværis. Og er það þó ef til vill ekki nema lítið sýnishorn hjá því, ef notuð væru út í æsar. En þrátt fyrir öll þessi vísindi hafa aldrei eins margir átt í ann- ari eins vök að verjast með að hafa í sig og á og einmitt nú. Hvað á þessi skammsýni, sem þessu ollir, lengi að drotna? Hvað lengi á að vera að fela það fyrir sjálfum sér að samlíf vort sem borgara stjómist ekki eínungis af heimsku, heldur einnig miskunarleysi, og dýrslegri græðgi fáeinna óhlutvandra manna? Meðan þjóðin, almenjningur, þekkir ekki sinn vitjunar tíma hefir aldrei um lausn úr ánauð verið að ræða og verður aldrei. hvað aðbúð öll á heimilinu er svipuð og hún var fyrir heillt öld eða meira og að þar er varla um annað áhald eða þæg- indi að ræða til að létta undir vinnuna en rjómaskilvindu, er hann að verða of gam- aldags á þessari vélaöld fyrir unga fólkið að sætta sig við það. Búnaðar^hættin- um þarf að breyta, auka notkun véla til að vinna störfin á heimilum úti í sve^. svo að í samjöfnuð komist við það sem er í bæjum. Og þegar að er gáð, verður ekki séð hvaða vit er í því, að bæimir einir verði aðnjótandi alls sem fundið er upp í vísindum en sveitirnar ekki. Með því er í raun og veru verið að einangra vísindin og framfarirnar, keppast við, að segja má, að afkróa þau svo að þau komi aðeins fáum útvöldum að notum. MR. LEON BLUM (Stutt mannlýsing) Engum heyrði það fremur til að hefja samtök og samvinnu á þeim grundvelli sem hér hefir aðeins verið drepið á, en bændum. Ef nokkrir ættu að vera sann- færðir' um gildi sveitarmenningarinnar, sem svo mikið er rætt um og látið af, og vilja sjá henni borgið, ættu þeir að vera það. Með því menningarhruni sem póli- tíska gaufið alt virðist nú ætla að hafa í för með sér, er ekkert að því, að fara að gera sér grein fyrir einhverjum nýjum menningar-grundvelli. Og satt að segja héldum vér einu sinni að svonefnd bændahreyfing væri í þessu fólgin. Er, tímarnir leiddu síðar í ljós, að úr því varð lítið annað en póltískur leikaraskapur. Já — vér vorum að tala um straum stúlknanna eða unga fólksins úr sveitinni Ástæðan fyrir honum er enginn hégóma- skapur þó eldri men sjái ekki af hverju öðru hann geti stafað. Það er niður- níðsla búnaðarins sem því veldur. Af því j I stjórnmálah'fi Evrópu er maður kom- inn til sögunnar er allmikla eftirtekt vekur. Það er Leon Blum. Hann tók nýlega við stjórnarformensku á Frakk- landi. Hann er Gyðinga kyns. En af því þjóðbergi hefir enginn skipað stjómarfor- sæti á Frakklandi áður. Þessi Monsieur Blum, leiðtogi jafnað- armanna, er loðinn um lófa, sem fleiri frændur hans. Hann er aristokratiskur sósíalisti, hámentaður og bókmentamað- ur mikill. Heimili á hann í miðri París- arborg; það er prýtt dýrum málverkum. Hann neytir ekki áfengis, en er þingmað- ur fyrir Narbonne, eina bezt þektu vín- verzlunarborg á Frakklandi. Hann er grannur vexti; útlitið sér- kennilegt. Hann hefir horaspanga gler- augu, og langt yfirskegg, sem hangir niður á höku. Má þekkja það á mörgum skrípamyndum. Hann gengur ekki að- eins vel heldur skrautlega til fara. Við ræðuhöld er hann hávær og jafnvel skrækróma og heldur uppi löngum fingr- um er hann hefir komist að efni sem hann viil að athygli sé veitt. Hann er vel máli farinn, en hefir þó ekki djúptæk áhrif á áheyrendur sína. Þeir eru fáir, sem öðrum eins árásum hafa sætt í opinberu starfi og Leon Blum. Konungssinnar og fylgismenn þeirra hata hann eins og heitan eld. Nýlega æstu þeir til árásar á hann. Blum getur hleypt æsingi í þingið hvenær sem hann vill, en hann er mjög gætinn í orðum, þegar út í ofsa er komið, vegur hann orð stfn og hefir svo góða stjórn á sér, að hann gefur andstæðingum sínum ekkert tækifæri á sér. Hata þeir hann enn meira fýrir þetta. Þessi nýi forsætisráðherra er sonur auðugs ullarverksmiðjukóngs, ættuðum frá Alsace. Skólanám sitt gekk honum forkunnar vel. Hann lærði lög, en féll ekki lögfræðisstarfið og hætti því brátt: gaf hann sig næst við bókmentastarfi °g sem leikdómari hlaut hann almenna viðurkenningu; leiklistin hreif hann. — Hann hefir einnig skrifað nokkrar rit- gerðir, er taldar eru með þva' betra j' frakkneskum bókmentum. Blum var fæddur 1872. Stjórnmál fór hann fyrst að láta sig skifta, er Dreyfus- málið kom upp í lok síðustu aldar. Gekk hann brátt í lið með þeim, er fyrir því gengust, að fá Dreyfus sýknaðan af kær- unni um að hann hefði verið spæjari, og var með þeim fremstu í flokki þeirra er það mál báru fram til sigurs. Um þetta leyti, kyntist Blum Jean Jaures, og varð undir eins hrifinn af stefnu hans. Varð hann þá jafnaðar- maður í skoðunum og gaf sig nokkuð við stjórnmálum, en varð h'tið ágengt. Kvaddi hann þá stjórnmálin um hríð og gaf sig aftur við ritstörfum. En upp úr árinu 1919, er jafnaðar- mannaflokkurinn klofnaði (í hægri og vinstri menn) náði Blum þingkosningu. Og þá vakti hann brátt eftirtekt. Hann barðist ávalt fyrir hag hins minni máttar, en gerði það eins og honum fanst í beztu samræm i við lýðræðísskoðanir Frakka. Hann féll í kosningunum 1928, en hann leitaði þá brátt annar staðar fyrir sér og vann þetta sæti í Norlbonne; er' hann nú og síðari fulltrúi þess á þinginu. 1 Frakklandi eru stjómmálin ekki talin sem hreinust. En hinn nýi forsætisráð- herra, nýtur eigi að síður fylsta trausts þjóðar sinnar. óvinir hans skoða hann auðvitað og tala um bann, sem loftkast- alasmið. Hann er að vísu hugsjóna mað- ur en hann hugsar mjög skýrt, er dóm- greindur og praktiskur. Hann veit ivernig hann á að tala við fjöldan mörg- um eða flestum betur. Hann er ekki ó- sanngjarn maður, og getur tekið tillit til skoðana andstæðinga sinna, án þess að víkja í nokkru verulegu frá stefnu sinni. “Það væri hættulegt og glæpsamlegt, að bregðast von- um þjóðarinnar,” sagði hann flokki sínum, er hann var beð- inn að taka við stjómarfor- fenskunni. “Ef við vinnum saman og vinnum á sama tíma viturlega og djarft, þá sigrumst við á fascisma og getum hald- ið á friði og góðri reglu. Það eru ‘ hundrað þúsundir manna atvinnulausir og þúsundir, sem i vinna fyrir ónógu kaupi. Þetta snertir langmest og átakanleg- ast uppvaxandi lýð landsins. — Hugmynd vor er að opna á ný auðlindir landsins og möguleika til betri afkomu. Þetta er hægt án þess að kollvarpa eða rífa nokkuð niður af því, sem unnið hefir verið og sem verulegt gildi hefir.” MAGNÚS BJARNASON SJÖTUGUR Leon Blum er því, eins og sjá má af þessu, ekki byltingamað- ur. Og íhann fer ekkert dult með það. Og ef hann er sá, sem vinir hans segja, er hann ekki ólíklegur til að sýna með stjórnarforustu sinni, að Frakk- land hafi þar þann leiðtoga, er því ríður nú mest á. HVER RÆÐUR Á SJÓNUM? Eitt af því sem komið hefir í ljós í Blálandsstríðinu er það, að Bretland ræður ekki yfir Mið- jarðarhafinu. Eins og menn muna, sendi Bretland mikið af flota sínum þangað í byrjun stríðsins. Þetta hefir eflaust að nokkru verið gert til þess að vernda leiðina til Indlands ef ítalía, færi að eiga við að hefta hana, en aðallega mun það ihafa átt að benda Mussolini á, að Bretland væri með Þjóðabanda- laginu( og stefnu þess. Flotinn var á Miðjarðarhafinu nokkra mánuði, hjá Gilbraltar, Malta- eyju, Alexandríu og við mynni iSuez-skurðar. Áður en ítalir tóku Addis Ababa, var mikið af stærstu skipunum sent í burtu í skyndi af Miðjarðarhafinu. Af hverju van það gert? Ýmsir héldu ástæðuna vera þá, að með því væri verið að sýna ítölum, að fyrir1 Bretlandi vekti ekki stríð. En isannleikurinn var sá, að skipin voru ekki ó- hult fyrir flugher Itala. Með flugher sínum, sem mestur er nú í heimi, að flugher Frakka undanskildum, hafa yfirráðin á Miðjarðarhafinu komist í hend- ur ítala. Það er ekki til sá staður umhverfis Miðjarðarhaf- ið, að ítalir nái ‘ekki til hans í flugt>átum sínum. Malta er nú hvorki álitin mikilsverð né ör- ugt skipalægi fyrir brezka flot- ann. í Alexandríu skortir hafn- útbúnað til að gera við skip og það er hvergi staður meðfram öllu hafinu, sem öruggur er til geymslu olíuforða. ' Þetta hefir fært Bretum heim sanninn um það, að þeir þurfi meira en lítið að breyta stefnu sinni í hermálum. Ef ítalía fer að leggja steina í götuna svo að sjóleiðin um Miðjarðarhafið til Indlands stöðvast, eða verð- ur ekki eins örugg og áður, verður einhverja aðra leið að fara til þess að samband Breta við nýlendu sína slitni ekki. Og með það fyrir augum er eflaust hafngerðin í Capetown í Suður- Afríku ráðgerð. Það var nýlega að fréttin um þaðj ‘barst út. Ef sjóleiðin um Miðjarðarhaf á að verða eins óhult í framtfð og nú, hlýtur eitthvað að ské sem enn er dulið hvað verður. Bretinn er sjáanlega gamal- dags í sinni hernaðarstefnu, og af öllu að dæma sem stendur á eftir tímanum. Frh. frá 1 bl*. hans og árna honum heilla. — Gísli Jónsson færði skáldinu bréf ásamt peningagjöf frá Þjóðræknisfélaginu og ifylgdl iþví úr hlaði með stuttri ræðu, sem óskandi væri, að hefði get- að heyrst um allar íslendinga- ibygðir. Býst eg þá við, að mörgum hefði hlýnað um hjartarætur. Hann benti á þá þakklætisskuld, sem íslenzk þjóð stæði í við Magnús Bjarna- son, ekki -sízt fyrir það, að hann hefði stöðugt dregið fram iþá eiginleika í fari hennar, sem vektu traust og samúð. Vildi Gísli sérstaklega þakka þær sögur, sem fjölluðu um týndu íslendingana, sem sjálfir voru að hverfa inn í iðuna og týnast þjóð sinni, en týndu þó ekki sjálfum sér né því, sem Iþeim bezt hafði hlotnast frá forfeðr- um sínum og ættjörð. Árni Eggertson eldri mintist þess, að rit Magnúsar Bjarna- sonar bæru þann iblæ, að það gerði-hvern mann betri og yki 'honum vellíðan að lesa þau. — Árni Eggertson yngri fór nokkr- um orðum um dagbók þá, sem skáldið hefði í smíðum, og þá hjartsýni og sannleiksást, sem kæmi fram í þeim reglum, er hanxi hefði sett sér við samn- ingu hennar. — Jón Jóhanns- son og Páll Guðmundsson fluttu kveðjur frá þjóðræknisdeildum þeim, er þeir veita forstöðu. Jakoib Jónsson skilaði og kveðj- um frá nokkrum fjarverandi mönnum, sem þess höfðu íbeiðst, og mælti ennfremur nokkur orð til frú Guðrúnar Bjarnason. Mun Magnúsi finn- ast" svo sjálfum, að sízt megi gleyma hennar hluta af því starfi, sem int hefir verið af hendi á þeirra heimili. — Dr. Austmann afhenti skáldinu fjár- upphæð nokkra sem gjöf frá vinum hans víðsvegar um Ame- ríku, sem þeir óskuðu að þau hjón notuðu sér til gagns eða gamans á þann hátt, sem þeim fyndist bezt henta. Þrjú kvæði voru lesin upp; voru þau eftir Jakob J. Nor- man, Tobías T. Kalman og Sig. Júl. Jóhannesson. Verða þau öll prentuð annarsstaðar. Mesti sægur af kveðjum hafði iborist skáldinu, bæði í bréfum, símskeytum og útvarpsskeytum (frá kvenfél. í Otto, Man.) Voru þau bæði frá einstökum mönn- um og félögum. Yrði það of langt upp að telja. Tvö skeytin voru lengst að komin. Annað var frá Félagi Vestur-íslejndinga í Reykjavík og hitt frá forsætis- ráðherra íslands. Var það skeyti á þessa leið: Jóhann Magnús Bjarnason, skáld:— “íslenzka þjóðin sendir þér sjötugum hugheilajr heUlaóskir og þakkir fyrir það, sem pú hefir auðgað íslenzkar iblók- mentir. Hermann Jónasson, forsætisráðherra.” Hún: — Þegar þú nú giftist mér, Ágúst, þá er það auðvitað af ást, en ekki skynsemishjóna- band, er ekki svo? Hann: — Auðvitað af ást, því það er ekki spor af skynsemi í því að giftast þér. Þó að hér hefi verið talað um ræðuhöld, ber ekki að skilja það svo, að mikið samkomu- snið hafi verið á því, sem gerist. Menn töluðu úr sætum sínum, eins og þegar góðir kunningjar spjalla saman inni í stofu. Að lokum svaraði J. Magnús Bjarnason. Komst hann meðal annars þannig að orði, að á þessum 70 árum hefði hann lært það, að eitthvað gott byggi í öllum mönnum, að hann hefði aMrei skaðast á því að vera Is- lendingur, og að vinátta góðra og greindra manna væri svo dýrmæt, að “þó að við eigum þúsund vini, megum við ekki við því að missa einn einasta.” Þegar gestimir sneru aftur heimleiðis, voru þeir einni dýr- mætri iminningu auðugri en þegar þeir komu. Stafaði það bæði af hinni alkunnu alúð hús-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.