Heimskringla - 15.07.1936, Blaðsíða 4

Heimskringla - 15.07.1936, Blaðsíða 4
4. SÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPBG, 15. JÚLÍ, 1936 Heimskringla (StofnuB 1SS8) Kemur út d hverfum miBvikudegi. Eigendur: THE VIKINO PRESS LTD. SS3 og SSS Sargent Avenue, Winnipeo Talsímia S6 S37 VerS blaSslns er $3.00 Argangurinn borgtot fyrtríram. Allar borganir sendlst: THE VIKING PRESS LTD.__________ 011 ylðsklíta bréf blaðlnu aðlútandl sendlat: Uanager THK VIKINO PRESS LTD. SS3 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: KDITOR HKIMSKRINGLA SS3 Sargent Ave., Winnipeg “Heimskringla" U publiabed and printed by THK VIKIKG PRKSS LTD. S63-SSS Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telepibonc: 86 537 WINNIPEG, 15. JÚLÍ, 1936 BRACKEN-STJÓRNIN Þegar Brackenstjómin tilkynti að kosn- ingar færu fram í þessu fylki, leit hún vissulega á sem sér yrðu þær auðsóttar. Húni hafði liberala sér við hlið, blaðið Free Press, en ekkert enskt andstæðinga dagblað, alt starfsfólk sitt og nokkra rík- isbubba í Fort Rouge bæði úr bönkum og kornhöllum, sem háa vexti fá hjá honum af skuldum fylkisins. Andstæðingar hans hlutu einnig að vera óviðbúnir og engri sókn koma við. En síðan að þetta skeði, má Bracken segja, eins og forfeður vorir komust að orði: Hverf es haustgríma fjöld of viðrir á fimm dögum. Það hefir verið flett ofan af svo mörgu síðan í fari stjórnar hans, að hann fær ekki risið undir því. Um sókn er ekki að tala af hans hálfu og litla vöm. Hans frægast er nú að barma sér, og telja þá Mr. Willis og Mr. Thorvaldson ósann- gjarna í gagnrýni sinni; þeir viti ekki um alt hans strit og stríð. Þannig horfir kosningin nú orðið við. Eitt feigðarský stjórnar sinnar hefði þó Mr. Bracken átt að sjá fyrirfram. — Fjöldi af ráðgjöfum hans hafa flúið úr stjórninni eins og mýs af sökkvandi skipi. Það er ávalt feigðarboði. Ráðherrar Nor- ris-stjómarinnar gerðu það sama, síðasta árið sem hún var við völd. Stefnuskrá Brackens, sú er hann birti nýlega, ber einnig á sér feigðarmörk stjómarinnar. Að fara nú að lofa, að sinna búnaðarmálum meira en hann hefir gert, er hlægilegt af stjóm sem búin er að vera 14 ár við völd. Eftir 14 ár vakn- ar samvizka stjórnarinnar um það, að hún hafi vanrækt skyldu sína. Og það virðist heldur ekki laust við, að hún hafi ástæðu til þess, þar sem hún hefir ekki varið nema 1% (einum af hundraði) af öllum tekjum sínum árlega til velferðar aðal- atvinnuvegi fylkisins. Það er engin furða þó hún sæki um leyfi kjósenda sinna nú til þess að hækka þetta smánar tillag! Að öðru leyti lýtur stefnuskráin að því, að ''spyrja skuli sambandsstjórnina um hvað gera eigi eða gera megi. Einum sjö eða átta greinum hennar lýkur með orð- um sem þessum: “Ef Sambandsstjórnin lofar!” Það er hún sem fylkisbúar eiga að kasta áhyggjum sínum á. Bracken stjórninni koma þær ekkert við. En það sem baggamuninn átti að ríða í kosningum þessum,\var hinn ágæti fjár- hagur fylkisins, sem Lögberg segir að sé öðrum fylkjum sönn fyrirmynd. Skuld þessa fylkis átti að vera minni en skuld nokkurs annars fylkis. Hún á að hafa vaxið minna á síðustu 8 eða 10 árum en skuldir hinna fylkjanna og skattar samt að vera lægri. Ef þetta væri nú sannleikur, hefðu Manitoba búar yfir litlu að kvarta. En því er nú ekki að heilsa, eins og ekki var að búast við. Mr. Willis, bar tölur Brackens saman við skýrslur Saskatchewan-fylkis, sem einna harðast hefir verið leikið allra fylkja landsins vegna uppskerubrests, sem kunnugt er. Eins og Bracken setti það fram, voru öll útgjöld Manitobastjórnar lægri, en Saskatchewan-fylkis. En það sem Mr. Backen gleymdi að taka með í reikninginn, var það, að fólksfjöldi er ekki hinn sami í þessum fylkjum. Sask- atchewan-fylki er fólks fleira. Á hvern mann í Manitoba, nema útgjöld stjómar- innar árlega $20.29, en í Saskatcbewan $17.80. Og svipuð eru hlutföllin um skuldir fylkjanna. En hvað er þá um skattana? I Mani- toba nema þeir $10.50 á hvern mann; í Saskatchewan $8.33. Þannig eru nú þess- ar skýrslur Brackens um fjármálin. Þó skattar hans séu 26.1% hærri en í Sask- atchewan fylki á hvem menn, segir hann þá hvergi lægri en hér.. Með þessum meðölum hugsar hann sér að blekkja kjósendur og vinna kosningamar. Þegar Bracken var beðinn um svar á móti þess- aTi staðhsefingu Mr. Willis um að skýrsl- ur hans væru ósannar, svaraði hann að- eins, að þessi gagnrýni sé ekki sanngjörn. Er það nokkuð ofsagt að enginn utan sá, sem úrkulavonar er um sigur stjórnar sinnar, haldi öðru eins fram og þessu? En jafnvel þó fjárhagur Manitoba sé nú ekki þessi sem Bracken eða blöð hans segja hann og hann standist laklega sam- anburð annara fylkja, í stað þess að vera þeim fyrirmynd, er furðan mesta, að hann er ekki verri en hann er, með þeirri fá- dæma óreiðu, sem átt hefir sér stað á stjórnartíð Brackens. Hér skal gefið dá- lítið sýnishorn af þeirri óreiðu svo enginn gangi þess dulinn, hvernig fyrirmyndar- stjórn eigi að vera: Háskólasjóðs hneykslið olli hinu opin- bera tapi er nam $1,039,000. Einn í há- skólaráðinu dróg sér $14,278. Tveir menn í féhirðis deild fylkisins hnupluðu $102,- 000. Einn eða fleiri í bændaiánsdeildinni stálu $15,000. Starfsmenn við sparibank- ann stálu $12,000. Starfsmenn í sveita- máladeildinni stálu $30,000. Átta þjófn- aðir þessu líkir hafa verið framdir í stjórn- artíð Brackens af fylkisstjómarfé. Óreið- an og eftirlitsleysið virðist hafa gengið fram úr öllu hófi, að þetta skyldi geta átt sér stað. Einn af fylgismönnum Brackens sagði nýlega, að þetta yrði nú eiginlega ekki nema ósjálfrátt kent stjórninni. Það getur satt verið. En er óreiðan nokkru betri fyrir það þó stjórninni sé hún ósjálfráð ? Og hvað er þá um sjálfrátt starf Brack- en-stjórnarínnar? Þegar hún kom til valda 1922 tók hún við ýmsum stofnun- um af liberal stjóminni. Hún tók við bænda- og sveitalánsstofnun, fylkisbanka, fylkisorkukerfi og talsímakerfi. Að hinu síðast talda fyrirtæki undanskildu, eru hinar stofnanimar úr sögunni, nema hvað orkfukerfið hjarir og mest þó Winnipeg raffélaginu í hag. Eftirsjárverðasta stofnunin af þessum öllum var fylkisbankinn. Og fjártap hans varð einnig fylkinu þungbærast. Með því bættist hátt í níunda miljón við skuld fylkislns. Hvernig stóð á því, að Braclc- en-stjórnin gekk í fé bankans, þar til að hann valt um? Það hefir líklegast aldrei betur en þar sýnt sig, hvað mikill þjóð- eigna sinni Bracken er. Þjóðeignabank- anum steypti hann fyrir séreigna banka þessa bæjar. Honum var í lófa lagt, að láta hann lifa. Hann einn og enginn ann- ar gat ráðið niðurlögum hans. Það gat enginn annar en hann tekið tryggingar- féð, 8 miljónir dala, í sambandsstjórnar verðbréfum, úr bankanum og selt, og bruðlað fénu í þágu sinnar eigin stjórn- ar. En með því voru þær reglur brotnar, er liberalar álitu nauðsynlegar til trygg- ingar bankanum. Örlög bankans voru því ákveðin, en urðu ekki ósjálfrátt þau, sem á daginn kom. Það bankahneyksli var auðvitað beint framhald af þjóðeignastefnu Brackens eins og hún hafði áður komið í ljós með sölu Sjö-systrafossanna til okurfélags. En sú sala opnaði ekki augun á íbúum þessa fylkis um það, að Bracken væri ekki sem einlægastur þjóðeigna sinni. Það fór því betur að hann gat aftur sýnt það. Það ætti að geta orðið minnisstæðara í þess- um kosningum og gott fyrir sljóva og gleymna að það var endurtekið og sann- að á ný með því, að kollvarpa þjóðeigna- bakanum. Þeim sem iskyldu halda að makk Brackens við orkufélagið, sem hann seldi Sjösystrafossana, til þess að reyna að drepa orkukerfi þessa bæjar, sé nú öllu lokið, skal bent á það, að fyrir rúmu ári síðan afsagði hann að kaupa orku fyrir íylkisorkukerfið af Winnipeg Hydro, en kaupir hana nú af sama okurfélaginu og hann hefir ávalt átt vingott við. Fyrir nokkrum árum greiddi sambands- stjórnin Manitoba-stjórninni fé að upp- hæð $4,822,842.72 „fyrir að hafa haft auðslindir fylkisins til umráða. Fé því átti að verja til að starfrækja þessar auðs- lindir. En eftir stuttan tíma hafði Brack- en-stjórnin tæmt þennan sjóð, sem aðra, er hún hafði undir höndum. Og heldur en að halda við klökum sem áður voru hér starfrækt, verður nú að fá seiði úr klökum austan úr Ontario til þess að koma í veg fyrir að vötnin hér tæmist af fiski. En ^fiskveiði á þessu sumri kvað sama sem engin á Winnipegvatni. Fisk- urinn er genginn til þurðar. Án klakanna helzt forðinn ekki við. Svona hefir nú þéssi atvinnugreinin verið vernduð af Brackenstjórninni. Af kostnaðinum í sambandi við kreppu undanfarinna ára, hefir Bracken-stjórnin ekkert haft að segja. Hún neitaði þegar í byrjun kreppunnar að leggja eyrir fram til að létta þjáningar bágstaddra af völd- um atvinnuleysis. Það fé sem til þess hefir þurft hefir alt komið frá sambands- stjórninni, mikið sem gjöf, en nokkuð sem lán til fylkisstjórnarinnar. Nokkru af því fé átti að vera útbýtt til bæja og sveita, en hvernig það hefir verið gert, veit eng- inn enn. Á ársreikningum Brackens, hef- ir aldrei neitt verið á það minst, af því að Bracken var fyrirfram ákveðinn í að kreppan skyldi ekki skerða árstekjur fylk- isstjórnarinnar. Það getur meira að segja verið, að hún hafi aukið þær og að þetta lánsfé hafi verið notað eins og af Landon í Kansas, til að jafna ársreikningana í stað þess að vera varið til að bæta hag atvinnulausra. Þegar þess er nú enn- fermur gætt, að Brackenstjórnin hefir sí- felt hækkað skatta sína og með því auk- ið tekjurnar, hefði fjárhagur fylkisstjórn- arinnar átt að vera sæmilegur. En því fer fjarri að svo hafi verið. Fjórtán milj. dollara, sem árlega hafá verið kúgaðir út úr fylkisbúum, hafa ekki hrokkið til að greiða vexti af lánum fylkisins og til að seðja Bracken-klíkuna, þó kostnaði af at- vinnuleysi í sambandi við kreppuna væri slept. Skuld fylkisins hefir aukist um helming þrátt fyrir það, á stjórnartíð Brackens og er nú um 130 miljónir doli- ara. í stað þess að renta af henni var um 3 miljónir þegar Bracken tók við, er hún nú fullar 6 miljónir. Og fyrir þetta er ekkert að sýna. Eitt af hinu sjálfráða starfi Brackens var og það, að leggja 2% skatt á vinnu- laun manna. Það er einn sá svívirðileg- asti skattur, sem sögur fara af nokkurs staöar. Fylgismenn Brackens bæði innan bæjar og utan, játa hreinskilnislega, að þeir skammist sín fyrir það strik stjórn- ar sinnar. Og svo er það hvemig sá skatt- ur er heimtaður. Hann er tekinn af laun- unum áður en þau koma í hendur verka- mannsins. Hversvegna? Bracken hefir skammast sín fyrir að sækja hann í lófa húsmæðranna eða barnanna, ef hann á annað borð kæmist þangað. Við því varð að sjá. Þetta sém hér hefir verið minst á, er nú ekki nema sýnishorn af því, sem um sjálf- rátt starf Brackenstjórnarinnar er að segja. En það er ærið til að vekja óhug fjöldans á þessari stjórn. í nokkrum kjördæmum, hafa ekki gamlir Brackens- menn náð útnefningu, vegna þess hve skömmin er mikil hjá kjósendum á starfi Bracken-stjórnarinnar. Bracken-stjómin er vegin og léttvæg fundin. Fall hennar er skrifað á vegginn og fylgismanna hennar, ekki sjálfra þeirra vegna, heldur stjórnarinnar vegna. Hún er búin að vera tvö kjörtímabil of lengi við völd. __ Byrjun hennar var ekki sem verst. En umhyggjan og aðgerðirnar dvína hjá þeim sem lengi sitja í valdasessi. Starf Brack- en-stjórnarinnar hefir tekið alt aðra stefnu síðustu tvö kjörtímabilin en það fyrsta. Um almennigsheill stendur henni hjartanlega á sama. Auðkýfingamir, stórfélögin, bankarar og brakúnar, það eru hennar menn. Bracken er seztur á ofháan hest til þess, að geta stjórnað fylkinu fjöldanum í hag. HVAÐ ER SOCIAL CREDIT? Eg hefi hlýtt á nokkra social credit ræðumenn. Þeir hafa látið til sín heyra á götuhornum þessa bæjar úndanfarna daga. Þeir hafa einnig haft fundi í kirkj- um, skólum og fundarsölum þessa bæjar, En þegar þeir hafa lokið máli sínu, hefir oftast nær ‘einhver andstæðingur stefn- unnar spurt, hvað social credit í raun og veru væri? Og svarið hefir mjög oft ver- ið, að þeirri spurningu væri ekki hægt að svara. Og nú heyrir maður varla ræðu- menn þeirra Ijúka svo máli sínu að þeir ekki játi að þeir skilji ekki social credit út í æsar sjálfir, en ráðleggi mönnum að lesa Douglas, Smith eða Owen o. s. frv. og læra af þeim. Fyrir flestum ræðumönnum social credit-stefnunnar hefir tíminn lent í því, að útskýra ýms smávægileg atriði undir því fyrirkomulagi. Og' við þau hefir oft svo lengi verið dvalið, að menn hafa ekki átt afturkvæmt að uppruna málsins eða aðalefninu. í augum þess er þetta ritar, er social credit aðeins og ekkert meira en hver önnur umbótastefna. Mergurinn í henni má heita þrjú eða fjögur atriði úr jafnaðar- stefnunni. Allar umbætur á þjóöéflagsmálum, eru þangað sóttar. Hvaða nöfnum flokk- arnir nefna sig, sem umbóta- stefnur taka upp á sína arma, gerir minst til. Alt það sena merkilegt er við umbæturnar, er frá jafnaðarstefnunni komið. Þjóðeign og umráð peninga- mála þjóðfélagsins, sem er aðal- atriðið í social credit stefnunni, er fyrir löngu kunnugt, af verkamanna stefnunni. Ákvæð- isverð á vöru og eignum, er einnig kunnugt um þaðan. Þeg- ar Bennett lagði ákvæðisverð á hveiti, þegar Willis býður nú að lækka vexti til muna á pening- um, þegar verkamannaflokkur- inn eða C.C.F. flokkurinn gera nú sem áður ráð fyrir þjóðeign peninga og skipulagðr^ fram- leiðslu, er þetta sem í Alberta er kallað social credit að nokkru í því sama fólgið. Allur munurinn á social credit og verkamanna- stefnunni eða C.C.F. stefnunni, 9 er að í hinni fyrnefndu stefnu er meiri áherzla lögð á viss atriði, en gert er í hinum síðarnefndu stefnum. En í þeim stefnum er jafnaðarmenskunni að öðru leyti miklu víðtækara haldið fram. — Vegur og gengi social credit stefnunnar að minsta kosti í Al- berta, mun því í þessu fólgin flestu fremur, að þar er áherzla aðeins lögð á fá atriði. Menn skilja hana því betur. Almenn- ingur á hægra með að átta sig á henni. Heilbrigð skynsemi sér og skilur, að þar er um um- bótastefnu að ræða. Þessvegna vekur hún hvarvetna athygli. Að hún sé óskiljanleg, eins og sum- ir fylgismenn hennar halda fram, að maður ekki nefni and- stæðinga hennar, er því gagn- stætt því sanna. Auðvaldið ótt- ast einmitt ekkert fremur én það, að umbótahugmynd sem í social credit felst, liggi hverj- um manni í augum uppi. Við þessa social credit stefnu eiga allir stjórnmálaflokkarnir í þessu fylki sem nú hafa birt stefnuskrá sína eitthvað sam- eiginlegt, nema einn. Það er Brackenflokkurinn. Ef víðsýni hefði nú ráðið, hefðu þeir allir þ. e. C. C. F. flokkurinn, con servatíva flokkurinn og isocial Credit flokkurinn, átt að taka höndum saman og berjast á móti sameiginlegum óvini þeirra allra, Brackenflokkinum, óvini allra umbóta, en vini þeirra er þjóðfélagið kúga imeð háum vöxtum. En til þess bera þeir nú ekki gæfu og vinna í raun og vern með því, að sigri Brackens, og þar af leiðandi eigin ósigri. Hvort sem leiðtogar þessara flokka kannast við það eða ekki, að þeir eigi nokkuð sameigin- legt, eiga þeir það að svo miklu leyti, að þeir taka miklu fleiri atkvæði hver frá öðrum, en frá Brackenflokkinum. Og það sannar betur en nokkuð annað, hvað mikið þeir eiga sameigin- legt. Mér þykir og ekki ólík- legt, að svo muni fara í einstöku kjördæmi, að þessir flokkar finni slig knúða til að slá liði saman. Það væri ofur eðlilegt í fámennum kjördæmum. Það er nú stundum á það minst, að það gamla verði að hverfa og nýtt að koma í stað- inn. Að alt það gamla hverfi í þjóðskipulegum skilningi, er kórvilla, hver sem heldur því fram. í núverandi stjórnskipu- lagi, er margt, sem eins eðlilega er vaxið upp og grasið. Að það hverfi með öllu er óhugsanlegt. En það segir ekki, að það megi ekki umbæta það. Skipulagn- ing framleiðslu og viðskifta, er ekki að uppræta þessa þætti þjóðlífsins. Að peningarekstur landsins sé með þjóðeignarfyrir- komulagi rekinn, eru aðeins um- bætur á þessu þjóðfélagsstarfi. Sjálfur peningarekstur landsins nú, er með social credit fyrir- komulagi rekinn — að því frá- breyttu, að einstakir menn hafa hann með höndum, en ekki þjóðin eða stjómin. Um 93% af öllum viðskiftum þessa lands, eru rekin með seðlum og ávís- unum, sem lítið eða ekkert má héita á bak við, nema lánstyrkur eða lánstraust (credit) þjóðfé- lagsins. Við höfum því social credit í fullum mæli — «n að- eins einstaklingum í hag en ekki þjóðinni eða fjöldanum, nema ef segja mætti í óbeinum skiln- ingi. Hvað sem vlð kjósum að nefna ; umbæturnar, verður aldrei alt hið gamla upprætt með þeim. En að þjóðféagið verði að breyta um hætti með vax- andi menningu, vísindum og reynsu, er eigi að síður öllum auðsætt. Sá er þetta ritar hefir lengi haft þá skoðun, að núverandi vandræði væri auðvelt að bæta með breytingu í örfáum atriðum á þjóðskipulaginu. Hann hefir hvorki nefnt það social credit eða neitt annað. Tíl dæmis virð- ist honum með afnámi vaxta á peningum, takmörkun eigna- réttar við 50 þúsundir dollara eða eitthvað því um líkt, með þjóðrekstri f peningamálum og takmörkuðu löggjafarvaldi með almennri atkvæðagreiðþlu um hvert löggjafar-atriði, ennfrem- ur með ákvæðisverði eigna og vöru, væri gátan um samlíf manna í borgaralegu þjóðfélagi ráðin! Leiðirnar tijj að jafna hag manna, svo að hver og einn fái notið þess, sem honum er lánað til eflingar manndómi sjálfs sín og hag þjóðfélagsins, virðast miklu fleiri, en menn gera sér hugmynd um. 1 þessum áminstu umbótum, er vikið að takmörkun löggjaf- arvaldsins. Eitt af því sem mér þykir skorta í stefnuskrá social credit, er einmitt það, að pen- ingavaldið er falið stjóm eða þingi, með ótakmörkuðu valdi. 1 stefnuskrá C. C. F. flokksins, er þess heldur ekki getið. Þar virðist mér sönnu lýðræði ekki gert eins hátt undir höfði og vera ætti. Valdið er ávalt tví- eggjað. Það getur farið í ó- reiðu í höndum fjöldans. En þrátt fyrir hans heimsku oft og einatt, er meiri hætta búin af því í höndum fárra — jafnvel í höndum fáeinna í stjórn, sem annara einstaklinga. Það hafa ýmsir spurt þann er þetta ritar, hver afstaða hans sé til social credit. Svarið er að hún er sú sama og til þeirra stefna, er til verulegra umbóta, sannrar menningar og einlægrar mannúðar horfa. Það er hans afstaða gegn hverri þjóðfélags- stefnu, sem um er að ræða, hverju nafni sem hún nefnist. Fyrir nærri þremur árum birt- ust í “Hkr.” nokkrir pistlar um stjórnmál. Þar var hugleitt í víðtækum skilningi sitt hvað, er þjóðmálum kemur við, en með sérstöku tilliti til vandræða á- stands nútímans. Meðal ann- ars var þar haldið fram að veiga- mesta sporið í umbóta-áttina hlyti að verða breyting á pen- ingarekstri. Núverandi stefnu í því máli var meira að segja að sínu leyti um kreppuna kent. Þá stefnu bar upp á sker með skulda-svallinu, sem af stríðinu leiddi. Og hún roggar á því skeri enn og gerir að eilífu, vegna þess að stríðsskuldirnar verða aldrei greiddar. En án þess er hún óvirk, óframkvæm- anleg. í peningarekstrinum verður því að stíga óvanaleg spor, ef vel á að fara. Og það er það sem gert er með social credit og gert er ráð fyrir að gera í mismunandi víðtækum skilningi með stefnuskrám stjórnmálaflokka þessa fylkis nú allra, nema stefnuskrá Brackenflokksins. Þegar pistlar þessir voru skrifaðir, var ekki farið svo mikið sem að minnast á social credit alment. Samt var þarna fjallað um eitt veiga-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.