Heimskringla - 15.07.1936, Blaðsíða 5

Heimskringla - 15.07.1936, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 15. JÚLÍ, 1936 HEIMSKRINGLA 5. SIÐA Vote No. 1 for G. S. Thorvaldson Conservative Candidate in Winnipeg and Abolish the 2% Wage Tax REDUCE THE COST OF COVERNMENT Pledged to Maintain Mother’s Allowance, Old Age Pensions, H&alth Nursing and All Other Essential Services Lessen the Burden Pf Interest • Reduce Motor Licenses to $5.00 • Equitable Distribution of Gasoline Tax to All Cities and Municipalities No matter where you live in Winnipeg you can vote for all five candidates, Winnipeg is ONE constituency. «009ðSOSðOSOSOSCð09GOSOOSððOgOOg>SCO'.iOSeðOððOSððOGð999SððOSeSS9S6eOOOS09SðSð90»! mesta atriði þeirrar stefnu. Og það var rætt í öllum blöðum, sem að jafnarðstefnu og sönn- um umbótum vinna í þjóðfélags- málum. Þo umbotatilraun þess- ari bafi hvergi verið af stokkum hleypt nema í Alberta og að nokkru í Nýja-Sjálandi, hefir hún búið hverjum sönnum um- bótamanni, um langt skeið í huga og er ekki nein nýlunda til þeirra, nema ef vera skyldi í aðferðinni til þess að fram- kvæma hana. En menn getur vitanlega greint á um hana. Það stendur ekki alls staðar eins á, og sumt af því, sem gripið verð- ur til á einum staðnum, er óvíst að þurfi með á öðrum til þess að leggja hornsteina hennar. En það raskar ekki heildarhug- myndinni, sem í umbótinni felst; þó tilraunin fari sumstað- ar í handaskolum, getur hún hepnast annar staðar. Vegna þess að fylkin í Canada hafa ekki útgáfurétt peninga, heldur landsstjórnin, er auðvit- að erfiðara að koma þjóðeigna- rekstri í peningamálum á innan fylkjanna. En þó er spursmál hvort að Alberta hefir ekki brú- að þá ófæru með vetröbréfa- sölunni (prosperity bonds), sem hefst 1. ágúst og að grundvöllur sé með henni lagður að öflun nægilegs viðskiftamiðils. Blöð Alberta stjórnarinnar herma að minsta kosti, að stjómin verði ekki í neinum vandræðum með peninga til brýnustu þarfa með því. Fáist landsstjórnin því ekki til að gera neinar umbætur í peningamálum, sem, fáum dylst að nauðsynlegar eru, virðist leiðin þrátt fyir það ekki lokuð fylkjunum til þess. En hjákát- leg landsstjórn er það, sem að- eins lítur á hag þeirra fáu, sem með vöxtum á peningum ræna þjóðfélagsbúið helming tekna sinna, en fæst ekkert um vel- ferð fjöldans, leggur meira að segja stein í götu Albertastjórn- arinnar, sem tilraun hefir í þessu efni að minsta kosti gert til þess. Og sama sönginn kyrja blöð þessa fylkis, er Bracken- stjórninni fylgja, að íslenzka blaðinu Lögbergi meðtöldu. SMÆLKI Það hafa margir verið að spreyta sig á, að íslenzka orðin “social credit.” Það hefir ekki tekist sem bezt. Eg heyrði gaml- an tannlausan landa lýsa því yfir nýlega að hann ætlaði að greiða atkvæði með social credit En hann bar nafn nýja flokksins þannig fram, að mönnum heyrðist hann segja “súpuket”. Er það ekki eins góð þýðing og nokkuð annað? * * * Mr. Bracken lofar nú bænd- um, að setja ákvæðisverð á hveiti $1.25 mælirinn. Þegar hann var beðinn að koma í veg fyrir að King tæki ákvæðisverð- ið af hveiti á s. 1. vetri og verðið lækkaði, sagði hann, að það væri ekki í verkahring fylkis- stjórnanna að ákveða verð vöru! ÆFIMINNING “Hann féll í hinum almenna bardaga við verk það er hann hafði starfað að í 20 ár sem trúr verkamaður.” Jón Vigfússon, (John W. Johnson) andaðist hinn 10. apríl síðastl. (föstudaginn langa) í Billingham í Washington í Bandaríkjunum og var jarð- sunginn 14 sama mán. af séra V. J. Eylands,, að viðstöddum fjölda af vinum þeirra hjóna; banamein hans var hjartaslag. Jón sál. var sextíu og átta ára gamall er hann lézt, fæddur 19. sept. 1867 að Steinstóft í Hoitum í Rangárvallasýslu. — Foreldrar hans voru Vigfús Jónsson og Sesselja Guðm.dótt- ir. Eftirlifandi kona hans er Kristín Magnúsdóttir frá Garð- bæ á Eyrarbakka, Árnessýslu, og lifir hún maka sinn í sælli minning um 44 ára ástúðlegt hjónaband, því þótt þeim hjón- um yrði ekki barna auðið, þá virðist það ekki hafa skert, hið ástúðlega samband er var og er á milli þeirra. Það er sérlega ljúft að minn- ast þessa vinar sér í lagi, sökum þess að hin daglega framkoma hans var látlaus prúðmenska á hæsta stigi. Hin makalausa gestrisni er prýddi heimili þeirra hjóna, er sér á parti; það er ís- lenzkur arfur, sem hefir um ald- ir prýdd þjóð vora. En það var sér í lagi hans umgengni utaa húss og innan, í friði og rósemi er maður var hluttakandi í, er hann ræddi við menn þá fylgdi því æfinlega bros, slíkt, sem gaf til kynna að það var viijur, er átti tal við mann. Starfi hans í okkar fámenna félagi hér í Bellingham, má sömuleiðis minnast með vel- þóknun, hann leysti það vel af hendi eins og alt annað er hann vann að, enda var hans minst í þögulli bæn, ásamt sálma söng í þakkláts skyni, félagið hafði mist s^inn bezta meðlim. Frjálslyndi og bjartsýni prýddi hann sömuleiðis, og var hægt að ræða við hann í friði og ró um það málefni,, er menn oft gera úr háværa orðasennu. — Þegar meistarinn mikli, gat þess„ að móðurin gleddist yfir því að maður hafi fæðst í heim- inn, þá virðist sem hann hafi átt við að móðirin gerði sér í hug- arlund að þessi maður verði af- bragð mannkynsins, en þótt ekki sé farið frekar út í þann leynd- ardóm mannlífsins, sem Jesús þekti svo vel, þá vitum við sem höfðum þá ánægju að kynnast svo vel Jóni Vigfússyni, að við höfum kvatt vin, er oss finst að í sannleika hafi unnið sér fyrir lífsins góðu launum og margir munu þeir vera af vinum hins látna, er vildu óska sér að mega mæta þessari göfugu sál á ókomnum lífsleiðum þar sem brosið nyti sín enn betur. “Sæl er oss minning þín kæri vin Jón Vigfússon.” Einn af vinum hins látíia. • * * EIMREIÐIN Síðsta hefti Eimreiðarinnar (2. hefti, 42. árg.) er nýkomið vestur og hefir bóksali Magnús Petersson verið ísvo góður að senda Hkr. það; kann hún hon- um þakkir fyrir. Innihald þessa heftis, er sem hér segir: Jón Gauti Pétursson: Er ætt- arkjarna sveitafólksins hætta búin? (með mynd)-. Kristmann Guðmundsson: Um nýjustu bók- mentir Norðurlanda (með 20 myndum). Guðmundur Einars- son frá Miðdal: Um Vatnajökul austanverðan (með 7 myndum). Steindór Steindórsson: Blaða- menska Matthíasar Jochums- sonar (með 3 myndum). Sól- setur (Ijóð) eftir Gísla H. Er- lendsson. Böðvar frá Hnífsdal: Bardaginn á Bjarnarnúpi (ást- arsaga frá söguöld). Risaskipið nýja. Sigurjón Friðjónsson: Er lauf taka að gróa. Gísli H. Er- lendsson: Helga hin fagra. ____ Vorið kemur (sonnetta) eftir Angantý. Ljóð eftir Sigurð Sigurðsson frá Arnarhóli (Man- söngur — Gagnrýnir — Ástin Til skálds). Hjálmar Söder- berg: Kýrnar prestsins (smá- saga). — Alexander Cannon: Máttarvöldin. Raddir. Ritsjá. bréf til hkr. Minneapolis, Minn., 11. júlí, 1936 Herra ritstj.:: Viltu gera svo vel og geta um í blaði þínu, að kvenfélagið “Hekla” í Minneapolis hefi sitt áilega Picnic ’ í Lake Harriett Park (nr. 2.) 2. ágúst og að dr. ófeigur ófeigsson ætli að vera þar og tala fyrir okkur. Við vitum að það eru margir landar hér í grend, sem langa að hlusta á dr. Ófeigsson, en við getum ekki náð til þeirra allra nema í gegnum íslenzku blöðin. Virðingarfylst, Mrs. G. T. Athelstan, forseti Heklu Members of the Icelandic Male Voice Choir and the Chor- al Society will please remember that a “Kantata” practise will be held in the First Lutheran Church on Wednesday night the 29 of this month. STEFNUSKRÁ Social Credit Sambandsins í Manitoba 1. Réttri skipulagning fylk- isstjórnarinnar með hliðsjón til sparnaðar, samanfærslu stjórn- ardeilda og afnJámi þess er þar kann að vera ofaukið. * * * Þessi liður er í samræmi við óá almennu skoðun að ráðs- menskan á stjórnarbúinu sé kostnaðarsamari heldur en vera ætti. 2. Nýir samningar um skuld- ir fylkis og sveita án nokkurrar tilslökunar á réttindum fylkis- ins. * ¥ * Eftir nokkra mánuði verður fylkisstjórnin að mæta allstórri upphæð af skuldabréfum sín- um. Social credit menn halda því fram að ekki skuli endur- nýja þessi skuldabréf með hærri vöxtum en gjaldþol fylkisins leyfir. Einnig að fylkisstjórn inni beri að gæta þeirra réttinda er fylkið hefir til umráða yfir fjármálum sínum. Með þessu er alls ekki meint að fylkið neiti að borga skuldir sínar. 3. Að stjórnin láti tafarlaust rannsaka auðlegð Manitoba- fylkis, og kanna til hlýtar hin raunverulegu auðæfi þess í fríð- indum og framleiðslu gögnum, og gera áætlun um framleiðslu- mlátt fylkisbúa, atvinnuvegu og iðnaðar, í iþví augnamiði að auka kaupgetu almennings og samræma hana framleiðslunni. * * * Manitoba er auðugt land bæði að náttúrugæðum og mannafla, einnig að tækjum til fram- leiðslu. Fylgjendur social credit halda því fram að hægt sé að nota þessa auðlegð án þess að fá til þeste leyfi þeirra, sem nú hafa peninga ráðin. Og að ekki sé nein skynsamleg ástæða til fyrir því að náttúru auðlegð og starfs kraftar sé ónotað meðan þörfum fylkisbúa er ekki full- nægt. Einnig að það sé skylda stjórnarinnar að sjá fylkisbúum fyrir auknum gjaldeyri í ein- hverri mynd svo að þessu verði komið til leiðar. 4. Skrásetning fylkisbúa. — Þetta verður nauðsynlegt til að geta ákveðið hverjir eigi lög- mæta kröfu til hlutdeildar í fé- lagsframleiðslunni. 5. Að hverjum lögmætum borgara fylkisins sé trygð hlut- deild í félags framleiðslunni að minsta kosti svo að nægi nauð- synjum hans til fæðis, húsnæðis og klæðnaðar. Athugasemd við 3. lið skýrir þetta að nokkru. 6. Ákvæði um réttlátt kaup- gjald og verðlagsskrá er tryggi bæði framleiðendum og kaup- sýslumönnum sanngjarnan arð af starfi sínu. * * * Frtá sjónarmiði social credit manna eiga laun þeirra sem vinna, hvort heldur er að fram- leiðslu eða öðru er horfir til fé- lagsheilla að vera ;rétt hærri heldur en kröfur þeirra, sem kallað sé að lánað hafi fé til framkvæmdanna á liðnum ár- um, og nú krefjast svo hárra Lesið Heimskringlu BorgiS Heimskringlu vaxta, að þjóðinni er um megn að greiða. 7. Að búa betur í haginn fyr- ir uppvaxandi kynslóð. Að gefa uppvaxandi fólki hluta af fé- lags framleiðslunni; að tryggja því möguleika til að halda á- fram námi svo það verði vaxið hverju því lífsstarfi er það kýs sér. * * * Það er skoðun, þeirra, er fýlgja social credit stefunni, að sú kynslóð sem nú er að skila af sér, hafi tilfinnanlega brugð- ist skyldu sinni gagnvart þeim, sem á eftir koma. Þar sem mikill hluti hins unga fólks er nú atvinnulaus, og hefir ekki nein tækifæri til að byggja upp framtíð sína með nytsömu starfi. Eg býst nú við að þeir, sem lítið hafa kynt sér þetta mál hafi margar spurningar fram að bera um það hvað Social Credit raunverulega þýði. Þessu mætti í fáum orðum svara á þlá leið, að Social Credit er skipulögö vísindaleg aðferð til að útbýta framleiðslu þjóðfélagsheildar- innar meðal einstaklinganna er heildin saman stendur af. 1 ■— Reynsla liðinna ára sannar það ótvíræðlega að yfirráð auðæf- anna hafa á skömmum tíma færst í hendur þeirra er þjóðirn- ar hafa selt útgáfurétt pening- anna. Það er því fyrsta sporið, sem stíga verður að heimta þann rétt til baka. Social credit flokkurinn krefst þess af fulltrúum sínum að þeir finni ráð til þess að færa yfirráð gjaldmiðilsins aftur í hendur stjórnarinnar og að þau yfirráð verði notuð til að koma í veg fyrir það að fólk líði skort með- an allsnægtir eru til í landinu. Hjálmar Gísliason SÖNGUR GAMLA NÓA Kosningunum, kosningunum, komið er bráðum að — allir að því gái eins þótt lítið sjái, krossinn merki, krossin merki. hver á réttum stað. Þörfin kallar, þörfin kallar, þjakaðan verka lýð til að hefjast handa, hart mót kúgun standa, svo hann öðlist, svo hann öðlist sælli og betri tíð. Bracken stjórnin, Bracken stjórnin brögðótt þó að sé,' bændum vill hún bjóða, bændalánið góða. Ýmsir græða, ýmsir græða, á því hefðar fé. Vegina bæta, vegina bæta, vilja þeir bændum hjá. Fært svo verði á körum kosninga í förumj allir hljóta, allir hljóta ítar þetta sjá. Fossa málið, fossa málið, flestra hugi sló, svo var sótt og varist, samt ei alveg barist. Enn sum síðir, enn um síðir, að því margur hló. Vernda betur, vernda betur verður sjálfsagt kent, allar orku lindir, eru það gamlar syndir, að þær hafa, að þær hafa, í auðvaldsklónum lent. Manitoba, Manitoba,, mönnum ekki dylst. Innan fylkis öllum, auðs sem lindir köllum, fær að ráða, fær að ráða, flestum þetta skilst. Auði í hrúgum, auði í hrúgum, ausa Brackens menn, upp úr láð og legi, líkt á nótt sem degi, fátækt gamla, fátækt gamla, flýja verður senn. Aukna skatta ,aukna skatta, enginn borga þarf. Frelsi og líf í andi, lítill sýnist vandi, láta klingja, láta klingja, lof fyrir Brackens starf. Engin skortur, engin skortur, er á neinu hér, gjafarinn okkar góði, gefur af ríkdóms sjóði. Ójafnt skifta, ójafnt skifta, engin stjórn því ber. íslendingar, íslendingar, eru í kjöri nú, á þingum þjóðar sómi, þeir eru að allra dómi, sem að skilja, sanna vilja, siðmennigartrú. Einhver landinn, einhver land- inn, eflaust kemst á þing, sjá má það með sanni, sæmd hver er að manni, þeim sem fólkið, þeim sem fólkið, þeytir í slíkan hring. Guðm. Elíasson When the Mercury Soars phone 92244 for quick home delivery, direct from the warehouse of Es+ablished 1832 QA^ótat Cold and pure froin the thousand foot depth of our own Artesiajn well, comes the water with which this pleasant light beverage is brewed, with the skill of a century of experience. Bottled in clear hottles. “The Consumer Decídes” Also— STOCK At Clubs & Oash & Carry Stores ALE INDIA PALE ALE BROWN STOUT JOHN LABATT LTD. 191 Market Ave. E. (Just off Main) WINNIPEG t

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.