Heimskringla - 22.07.1936, Blaðsíða 5

Heimskringla - 22.07.1936, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 22. JÚLÍ, 1936 HEIMSKRINCLA 6. SIÐA og sanngjarn, en eg ímynda mér, að þeir menn séu fáir, sem skilja hva,ð starf konunnar er mikilsvert. Húsmæður þurfa að skilja ítarlega, hvernig bezt sé að verja þeim peningum sem þær hafa yfir að ráða á sem hag- kvæmilegastan hátt. (Er það ekki það sem stjórnmálamenn þurfa að gera?) Þær þurfa að kunna að búa til góðan og holl- an mat úr þeim efnum, sem þær hafa, og þær 'þurfa \að (vera gæddar fegurðarsmekk, ef þær vilja að hús þeirra séu fyrir- myndar heimili. Ahuginn og samvinnan sem konur hafa sýnt þegar kenslukonur hafa verið sendar út um bygðir til að gefa tilsögn í matreiðslugerð, saumi eða húsprýði, sannar hvað þær eru áfram um að standa vel í stöðu sinni. Konur hafa lagt mikið á sig að sækja svoleiðis fundi, sérstaklega þær, sem gerðust fyrirliðar í sinni deild. Og þessar kenslustundir hafa gert þeim gott á margvíslegan hátt.. Þær nutu ekki einungis þar ágætrar fræðslu, heldur gátu þær líka, á samifundum þessum, rætt og horið saman reynslu sína á ýmsum sviðum; þær fengu meiri samúð hver með annari og fóru heim með nýjan þrótt, til að halda áfram lífsstarfi sínu. Svo er uppeldi barnanna að mestu leyti undir mæðrunum komið. Liggur það þá ekki í augum uppi að þær hljóti að hafa sterkan áhuga fyrir lífsskilyrðunum sem börn- in þeirra verða að búa við í framtíðinni? Látum okkur nú sjá hvað konur eru aðl gera og hváð þær geta gert, til þess að fullkomna sig fyrir þau störf, sem þær eiga fyrir hendi. Fyrsta skyldan er auðvitað að kynna sér uppeldis- mál, starf skólanna og hvað hörnin þeirra að hafast utan skóla. Með því að gæta þess- arar skyldu vel byggja mæðurn- ar öruggan grundvöll undir h'fs- hamingju barna þeirra. Nú eru uppeldismál og önnur áríðandi mál rædd á kvenfélagsfundum. Og áhuga konanna fyrir verk- inu, sem þessi félög eru að yinna, vex ár frá ári. Kvenfé- lagsfundir eru ekki aðeins orðn- ir skýringar um líknarstarf fé- lagsins, heldur líka skemtunar og fræðslu fundir, þar sem hver meðlimur leggur til hugm^ndir frá sér um það málefni, sem henni er kunnugast- Á þennan hátt víkkar sjóndeildarhringur- inn óðfluga, því öll áríðandi mál eru þannig rædd. Og það gefur að skilja, að til þess að vera góður meðlimur í slíkum félagsskap, verður hver kona að kynna sér eins mikið eins og hún mögulega getur af því, sem um er rætt. Hún þarf að lesa bækur og blöð og rit sem fjalla um þessi mál, og velta því svo vandlega fyrir sér hvað af þessu sé upp- byggilegt fyrir hana sjálfa og þá, sem að hún nær til. Það er til dæmis ekkert gagn að því að lesa mikið aðeins til að geta sagt að maður hafi lesið það. Það verður að reyna að kryfja hvert mál til mergjar — að skilja hugmyndina, sem höfund- ur orðanna er að halda fram. Og eins ættu allir, sem mögu- lega geta komið því við, að hlusta á alla fyrirlestra sem eru líklegir til að hafa einhverja merkilega þýðingu eða boðskap til að bera. í þessu sambandi vil eg minn- ast á ræðu sem séra Kristinn Ólafsson hélt nýlega. Eg vona að sem flestir íslendingar hafi notað það tækifæri til að kynn- ast hinni nýju stjórnarstefnu — “Social Credit’’. Það var svo heilbrigt mál sem þar var haldið fram, og orð ræðumannsins 'voru svo þrungin af bæn til fólksins að nota það hugsana afl sem í þeim býr„ sjálfum þeim og öðrum til góðs. Eg vil minnast á tvær konur sem um þessar mundir eru að fórna miklu fyrir hugsjónir sínar, þær stjórna þeim. Vesalings verka- fólkinu er kastað út eins og Miss Salome Halldórsson og | hverjum öðrum slitnum flíkum. Mrs. Ásta Oddson. — Og ræðan Þetta fólk getur aldrei fengið sem við hlustuðum á hér í gær- kveldi var líka heit bæn t3il fólksins, að það hugsaði skyn- samlega og lærði af reynslunni. Eg er nýbúin að lesa rit eitt eftir Park Sumner, sem hann kallar ‘‘Tomorrow Comes”. í því lýsir höfundurinn stjórnar- fyrirkomulagi því, sem nefnist “Co-Operative Commonwealth”, sem er aðeins fagur draumur í hugskoti einstaka mannvina. — Undir því fyrirkomulagi eru allir jafnir fjármunalega. Allir fá sama kaup, en auðvitað geta aldrei allir orðið jafnir hvað hugvit og manndóm snertir. — Þeir sem hafa hæfileika til að standa í ábyrgðarmestu stöðun- um, eru ánægðir, því þeir eru að gegna þeim starfa, sem hæf- ir bezt þeirra sálarkröftum- —- Hinir, sem gera óæðri verkin, eru líka ánægðir, því nú er eng- in öfund né hatur í huga þierra — alilr geta veitt sér þá þekk- ingu, sem huga þeirra þyrstir eftir og geta svalað þeirri feg- urðar og manndóms tilfinningu, sem í þeim býr. Hugmynd þessi er bygð á þeim grundvelli, að í öllum 'mönnum sé meira gott en ilt — að allir menn þrái að lifa samkvæmt því bezta í sínu eig- in eðli, ef þeir aðeins hefðu tækifæri til þess. Og ef tæki- færið gefst þá er ekki lengur nein ástæða til að vera vondur. Það er meðvitundin um órétt- inn, sem ríkir í veröldinni, sem eflir það illa í hugum mannanna og kemur í veg fyrir að það góða hafi framrás. Það fólk sem er andstætt þessari jafnaðar hugmynd kem- ur með þá (að þeirr áliti) ó- mótstæðilegu mótspyrnu, að ef allir yrðu jafnir efnalega, ef bar- áttan fyrir lífinu væri tekin frá fólkinu þá yrði það svo latt lík- amlega og sálarlega, að engin framför gæti átt sér stað í því mannfélagi. Við skulum athuga þetta: Baráttan fyrir h'finu! >— Hverju hefir hún ekki komið til leiðar? Mannfélagið hefir skifst upp í flokka, eftir því Ihvað menn eru islungnir að afla sér þæginda þessa heims. Með öðr- um orðum, þeir, sem hafa verið sterkastir, hagsýnastir, og eig- ingjarnastir, hafa komist hæðst, og oftast með því að troða á veikbygðum meðbræðrum sín- um. Hugmyndin að komast á- fram í efnalegum skilningi, hef- ir verið svo rík hjá fólki, að það hefir alveg mist sjónar á fegurri hugsjónum; og oft hefir verið bent á menn, sem af eigin ram- leik hafa risið upp úr fátækt og komist í auð og völd, sem fyrir- myndir. Þeir menn, sem hafa lifað heiminum til gagns, hafa sjaldnast verið í tölu þeirra, sem báru eigin hagsmuni mest fyrir brjósti en þeir höfðu kær- leikann, til allra manna, kær- leikann, sem er þungamiöja kenninga Krists og sem svo lítið er af í heiminum nú. Eg ætla nú að reyna á þolin- mæði ykkar svolítið lengur, með því að minnast í fáum orðum á stjórnar fyrirkomulagið, sem við eigum við að búa nú. Auðvit- að vitið þið öll um það, en það er ekki nógu mikið og nógu al- varlega hugsað og talað um þessi mál. Á þessum síðustu áratugum hefir stórkostleg framför átt sér stað á öllum sviðum nema í stjórnmálum. — Afleiðingin af þessu er sú að al- menningur hefir lítið sem ekk- ert gagn af öllum þessum fram- förum. Auðmennirnir hafa búið svo í haginn fyrir sig, að þeir eru hér um bil þeir einu sem njóta ágóðans af öllu þessu. .— Allar vélar og önnur tæki, sem komast á markaðinn tilheyra þeirri stétt mannfélagsins sem situr við völdin. Og eftir því sem vélarnar verða fullkomnari, framleiða þær rneira af vörum og færri og færri þurfa að stöðu sína aftur, og tala þeirra, atvinnulausu fjölgar óðum. Og þar sem þetta fólk getur ekki lengur keypt vörurnar, sem hrúgað er upp, og þar sem önn- ur lönd geta heldur 'ekki keypt þær, þá eru nú eigendurnir loksins í vandræðum með að selja þær. Og þetta er sem fólk getur ekki skilið: Alsnægt- ir eru til í landinu okkar, en fólkið gengur klæðlítið og hálf- svelt. Hvernig stendur á því, að stjórnmálamönnum íer |svo ant um að fá markao fyrir þessar vörur erlendis þegar fólkið hér gæti svo hæglega notað þær og meira til? Og hvers vegna eru vörur frá öðrum löndum, sams- lags vörur og við framleiðum svo mikið af, innfluttar? Hver maður með meðal skynsemi get- ur séð, að það er ekkert vit í þessu háttalagi. Þessi græðgi auðvaldsins að ná í markað fyrir þetta ofurmagn af afurðum, sem þeir framleiða, og sem þeir eru búnir að gera fólkinu ó- mögulegt að kaupa, er ástæðan fyrir stríðum. Þeir verða að ná undir sitt vald nýjum löndum til þess að geta þröngvað fólk- inu þar að kaupa þeirra varn- ing. 1 tveimur síðustu sambands- stjórnar hosningum |komust þingmenn inn á loforðum um, að létta þessu fargi sem hvílir Frh. á 7. bls. mrmmmmm7áWMmwmmwíwwtirffi7mmáwmwhWíwmkWáwmmiwmmiWimwmáWá\úWi\< Vote No. 1 for S. A. Magnacca Conservative Candidate in Gimli and Abolish the 2% Wage Tax REDUCE THE COST OF COVERNMENT • Pledged to Maintain Mother's Allowance, Old Age Pensions Health Nursing and All Other Essential Scrvices Lessen the Burden of Interest Reduce Motor Licenses to $5.00 Equitable Distribution of Gasoline Tax to All Cities and Municipalities Vote for the> man that knows your needs. Vote for the man who means what he says and does what is right for all. MAGNACCA is the man Sor TOU mímmmmmmmmmmmmmmm SKRÁ FTh. frá 1 bls. GILBERT PLAINS Dr. G. D. Shortreed, Lib.-Prog. R- J. Dagleish, Cons. Dr. S. W. Fox, Social Credit. GIMLI B. J. Lifman, Lib.-Prog. iS. A. Magnaoca, Cons. Mrs. Asta Oddson, Social Oredit. J. Wawrykow, C.C-F. GLADSTONE x-William Morton, Lib.-Prog. Allan B. Brydon, Cons. GLENWOOD x-J. W. Breakey, Lib. Prog. E. Guy Heatherington, Cons. J. H. Woods, C.C F. HAMIOTA John Spalding, Lib.-FTog. N. L. Turnbull, Social Credit. iberville J. S. Lamont, Lib.-Prog. A. R. Boivin, Ind. KILDONAN-ST. ANDREWS C. E. Fillmore, Lib.-Prog. x-J. McLenaghen, Cons. A. Wise, C.C.F. KILLARNEY x-A. E. Foster, Lib.-Prog. J. B- Laughlin, Cons. LAKESIDE x-D. L. Campbell, Lib.-Prog. C. M. Blair, Cons. LANSDOWNE M. R. Sutherland, Lib.-Prog. E. D. Alders, Cons. L. C. De Gagne, Social Credit. LA VERANDRYE Saveur Marcoux, Lib.-Prog. Joseph Hamelin, Cons. A. G. Gobert, Social Credit. MANITOU x-F. W. Mclntosh, Lib- Prog. Hugh Morrison, Cons. MORDEN-RHINELAND J. J. Enns, Lib.-Prog. W. C. Millejr, Cons. MINNEDOSA H.S. Rungay, Lib.-Prog. x-Dr. E. J. Rutledge, Cons. Thomas Morton, C.C.F. MORRIS x-Hon. W. R. Clubb, LÍb.-Prog J. P. Bourgeois, Cons. MOUNTAIN x-Ivan Schultz, Lib.- Prog. S. E. Mclntyre, Social Credit. NORFOLK x-John Muirhead, Lib.-Prog. J. P. Lawrie, Cons. James Burrows, Social Credit PORTAGE LA PRAIRIIE E. A. Gilroy, Lib.- Prog. x-W. R. Sexsmith, Cons. ROBLIN x-W. J. Westwood, Lib. Prog. C. D. G- Barber, Cons. S. E. Rogers, Social Credit. ROCKWOOD x-W. C. McKinnell, Lib.-Prog. Dr. M. G. Lewis, Cons. RUSSELL x-Hon. I. B. Griffiths, Lib.- Prog. H. J. Peddie, C.C.F. ST. BONIFACE L. P. Gagnon, Lib.-Prog. George C. MacLean, Oons. x-H. F. Lawrence, C.C.F. Fred Joudoin, Social Credit. ST. CLEMENTS x-Hon. R. A. Hoey, Lib.-Prog. H. Sulkers, C.CjF. R. J. M. Bate, Social Credit- ST. GEORGE x-Skuli Sigfusson, Lib.-Prog. Miss S. Halldorson, Social Credit. STE. ROSE x-D. McCarthy, Lib.-Prog. E. S- Everall, Cons. Fred S. Zaplitny, C. C. F. SPRINGFIELD E. S. Shannon, Liberal. G. H. Barefoot, C.C.F. L- G. Pulfer, Social Credit. SWAN RIVER Dr. Daniel Baldwin, Lib.-Prog. x-G. P. Renouf, Cons. • Fred Holmes, C.C.F. TURTLE MOUNTAIN Dr. F. V. Bird, Lib.-Prog. x-A. R. Welch, Cons- VIRDEN x-R. H. Mooney, Lib.-Prog. Dr. O. S. Ross, Cons. WINNIPEG x-Hon. W. J. Major, Lib.-Prog. x-Hon. J- S. McDiarmid, Lib.- Prog. Mrs. Mary Dyma, Lib.-Prog. C. Rice-Jones, Lib.-Prog. Paul Bardal, Láb.-Prog. x-Gen. H. D. B. Ketchen, . Cons. R- H. Webb, Cons. R. W. B. iSwail, Cons. J. A. Barry, Cons. G. S. Thorvaldson, Cons. Miss Beatrice Brigden, C.C.F.- I.L.P. x-John Queen, CCjF.-I.L.P. x-S. J. Farmer, C.CT.-I.L.P. x-Marcus Hyman, C.C.F.- I.L.P. C. G. Stewart, C C.F. G. E. Smith, S.C. A. C. Benjamin, S.C. Herman Streuber, S.C. J. Litterick, Communist. L- iSt G. Stubbs, Ind. FJÆR OG NÆR Að gefnu tilefni Af því eg hefi heyrt að margir standi í þeirri meiningu að eg sé á förum heim til íslands, þá vil eg tilkynna hérmeð, að ekkert getur orðið af slíku ferðalagi fyrst um sinn, og er eg nú þegar reiðubúinn að taka á móti köll- un frá íslenzkum söfnuðum hér vestra. Yðar einlægur, Guðm. P. Johnson, 508 Spence St. Wpg. Sími 34 247 * * * Til Gimli á fslendingadaginn þann 3. ágúst íslendingadagsnefndin hefir verið svo heppin, að komast að samningum við félag hér í bæn- um um flutning á fólki til Gimli þ. 3. ágúst á Islendingadaginn, á “bus”-um. Verður ferðinni hagað hér í bænum að morgninum sem hér segir: Kl. 7.30 verður stanzað á Ellice Ave., við Simcoe stræti, svo við Banning, Sherbum og Valour Road til Sargent og stanzað þar. Haldið svo ofan Sargent og stanzað við Domin- ion, Arlington, Beverley og síð- ast við Goodtemplara húsið, en þaðan leggja öll “busin” af stað til Gimli kl. 8. Til baka frá Gimli að kvöld- inu geta “bus” byrjað að leggja af stað svo snemma sem fólk vill, en síðast verður lagt af stað kl. 12 lá miðnætti. Fargjald verður $1.50 fram og til baka fyrir sætið og innifelur það inngang í “Parkið”. Far- seðlar eru til sölu hjá Mr. Stein- dór Jakobssyni af 680 Sargent Ave. Aðeins 200 farseðlar verða seldir. G. P. Magnússon, ritari nefndarinnar LESIÐ, KAUPIÐ Borgið Heimskringlu | Dómsmálaráðherra vor er góðum hæfi- 8 leikum gæddur, trúverðugur, reyndur » Endurkjósið MAJ0R mánudaginn 27. júlí Published and paid for by the supporters of Hon. W. J. Major

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.