Heimskringla - 22.07.1936, Blaðsíða 2

Heimskringla - 22.07.1936, Blaðsíða 2
L SÍÐA. HEIMSKRINGLA WINiNIPBG, 22. JÚLÍ, 1936 KIRKJUÞING HINS SAMEINAÐA KIRKJUFÉLAGS ISLENDINGA f NORÐUR AMERIKU Framh.. Annar fundur var settur á mánudagsmorgun 29. júní, kl. 10. Fundarbók var lesin og samþykt- Næst var skýrsla dagskrámefndar les^n af séra Philip M. Péturssyni og sam- þykt með nokkrum smávegis breytingum. Forseti las bréf frá nefnd úr báðum íslenzku 'Goodtemplara stúkunum í Winnipeg. Var bréf- ið þess efnis, að kirkjufélagið tæki bindindismálið á einhvern hátt upp á dagskrá sína. Séra Jakob Jónsson gerði tillögu, sem var studd af Mrs. Júlíus Bjarnason, um að forseti skipi þriggja manna nefnd í málið, sem gefi skýrslu á þessu þingi. Tillagan var samþykt. í nefnd- ina setti forseti þessa: sr. Jakob Jónsson, Mrs. Bjarnason og Stephan B. Stephansson. Þá las forseti bréf frá Mr. Inga Borgfjörð, sem var staddur í Halifax. Flutti bréfið kveðju til þingsins og heillaóskir. Næst voru lesnar skýrslur frá söfnuðum. Höfðu eyðublöð fyr- ir skýrslurnar verið send út fyr- ir nokkrum tíma. Dr- Rögnv, Pétursson benti á, að skýrslu- formin væru ekki nógu greini- leg og gerði tillögu um, að þriggja manna nefnd væri sett til þess að yfirfara skýrslumar og gera tillögur um nauðsynleg- ar breytingar á þeim. Tillagan var samþykt og í nefndina voru settir: Dr. Rögnv. Pétursson, Friðrik Sveinsson og Finnbogi Johnson. Þar næst voru lesnar skýrslur frá ungmennafélögum og sunnu dagaskólum. Voru skýrslur lagðar fram frá ungmennafélagi og sunnudagaskóla Quill Lake safnaðar, sunnudagaskóla Sam- bandssafnaðar í W^anipeg, sunnudagaskóla Riverton safn- aðar, isunnudagaskóla Árborg- ar safnaðar og sunnudagaskóla að Mary Hill, sem nýstofnaður er undir umsjón Lundar-safnað- ar. Sýndu skýrslur þessar mjög gott starf unnið í þeim sunnu- dagaskólum og félögum, sem gáfu skýrslur. Séra Jakob Jónsson gerði tifllögu um að skýrslum sunnudagaskóla og ungmennafélaga sé vísaði til milliþinganefndar. — Tillagan studd og samþykt. Nefndin, sem sett var til að athuga skýrslur safnaðanna, lagði fram eftirfarandi nefndar- álit: — Nefndin hefir það að athuga við skýrslur safnaða kirkjufélagsins, að þær flestar eru miður greinilegar og allar hafa þær verið sendar ritara of seint. Skýrslur þessar þurfa að vera í höndum ritara skemst mánuði fyrir þing. Þetta eru safnaðarnefndir mintar á og beðnar að athuga. Nefndin leggur til að eftir- fylgjandi skýrsluform séu not- uð, og að stjórnarnefnd kirkju- félagsins útbýti því, prentuðu eða fjölrituðu, til safnaðanefnda kirkjufélagsins, eigi síðar en við byrjun janúar mánaðar. Winnipeg, 30. júní 1936. Undirritað: Rögnvaldur Pétursson Friðrik Sveinsson Finnbogi Johnson Skýrsluformið, sem nefndin leggur til að sé viðtekið er sem fylgir- Bíðið —með að kaupa yður 1937 RADIO þangað til þér hafið hina óviðjafnanlegu VIKING sem lýst verður í hinni næstu HAUST OG VETRAR VERÐSKRÁ sem nú er í undirbúningi Árið sem leið buðum vér fram Viking Radio, sem vér töldum þau fullkomnustu á Radio-markðinum, er vér nokkru sinni hefðum haft. Og hún skaraði alveg fram úr í sinni rö'ð. Nú í ár höfum vér þó náð lengra hvað viðkemur Gæðum, Nothæfni, Verði. Þessi nýja Viking Radio á framundan stærri sigurvinn- inga en fyrirrennari hennar. Bíðið eftir henni ^T. EATON Cl— WINNIPCQ CANAM E ATO N ’S Skýrsla Til ritara hins Sameinaða kirkjukjufélags Islendinga í Norður-Ameríku 1. Nafn safnaðarins og staður. j 2. Prestur Heimilisfang, [ 3. Forseti. Heimilisfang 4. Ritari. Heimilisfang, 1 5. Féhirðir. Heimilisfang 6. í söfnuði á ársfundi...... 193.... Atv.bærir.... Ungmenni. 7. Teknir í sönfuð á árinu... Úrsagnir....’........... 8. Hjónavígslur- 9. Skírnir. 10. Fermingar. 11. Jarðarfarir. 1 2. Tekinr Alls &............ ÚtgjÖld $............ í sjóði $............. 13. Nemendur í sunnudaga- skóla..... Kennarar........ Skólastjóri...-........ 14. Kirkjulegt samband. 15. Eignir alls $....... Skuldir $....... Skuldlausar eignir $....... 16. Greitt í kirkjufélagssjóð $.... Til annara félaga $.... Þá bað forseti um skýrslu frá milliþinganefnd í samvinnumál- inu. Dr. Rögnvaldur Pétursson sagði að nefnd þessi hefði verið sett sökum þess, að hreyfing í þessa átt hefði verið haf'in af mönnum, sem tilheyrðu lúterska kirkjufélaginu, en engin tilraun til samvinnu hefði komið úr þeirri átt á árinu; kvað hann nefndina hafa átt að taka á móti og athuga málaleitanir af því tagi^ Sjálfur kvaðst hahn hafa gefið bendingar um þetta mál í útvarpserindi, er hann hefði flutt. Annars hefði séra Jakob Jónsson mest starfað í þessu máli. Hann kvaðst vera því meðmæltur, að nefndin héldi áfram starfi til næsta þings, ef tækifæri byðust til þess að gera eitthvað. Séra Jakob Jónsson tók næst- ur til máls. Vísaði hann til þess sem hann hefði rætt og ritað um þetta mál. Kvað hann sam- vinnu eiga sér stað nú þegar meðal einstaldinga og 'félaga innan beggja kirkjufélaganna; en sagðist óska eftir skipulagðri samvinnu með samþyktum beggja aðila. Skýrði hann frá því, að hann hefði sem einstakl- ingur skrifað bréf til hins lút- erska kirkjuþings í Árborg, en enn hefði ekkert svar komið, og vissi hann því ekki hverjar undirtektir málaleitun sín hefði fengið, annað en það, að henni hefði verið vinsamlega tekið af þinginu. Dr. M. B. Halldórsson lagði til, að skýrsla nefndarinnar sé viðtekin og að nefndin sé end- urkosin til næsta árs. Tillagan var studd af Ólafi Péturssyni og samþykt. Nefndarsýrsla í útvarpsmálinu í fjarveru nefndar þeirrar, sem séð hefir um samninga við útvarpið gaf dr. Rögnvaldur Pétursson stutta skýrslu um málið. Kvað hann ómögulegt að fá fleiri sunnudaga, en reynt hefði verið að breyta tímanum og fá fleiri messur, en það hefði heldur ekki tekist. Kostnaðinn kvað hann ekki hafa orðið til j byrðar kirkjufélaginu, því að ! samskot hefðu komið utan áð. Aörir, sem tóku til máls um þetta, voru sr- Jakob Jónsson, sem kvartaði um að útvarpið frá Winnipeg kæmi ekki að not- um í Saskatchewan, Dr. M. B. Halldórsson og P. K. Bjarnason. I Allir voru því meðmæltir að j haldið verði áfram með útvarp- ið eins og að undanförnu og reynt, ef mögulegt er, að fá endurútvarpað frá Yorkton. ól. Pétursson gerði tillögu um að haldið sé áfram með að útvarpa guösþjónustum frá Sambands- kirkjunni í Winnipeg og að sömu mönnum sem að undan- förnu, þeim Þorsteini Borfjörð og Jósep B. Skaptasyni, sé falið að semja við útvarpsstöðina fyr- ir hönd félagsins. Tillagan var studd og samþykt. sosccooeeoscosoQGCocosiðooooeaooecccoðOðccoaosccoosucoseccooosGocoGoccccoosGosðoof Vote No. 1 for G. S. Thorvaldson Conservative Candidate in Winnipeg and Abolish the 2% Wage Tax REDUCE THE COST OF GOVERNMENT Pledged to Maintain Mother’s Allowance, Old Age Pensions, He-alth Nursing and All Other Essential Services Lessen the Burden of Interest • Reduce Motor Licenses to $5.00 (Equitable Distribution of Gasoline Tax to All Cities and Municipalities No matter where you live in Winnipeg you can vote for all five candidates, Winnipeg is ONE constituency. «0000000000000000000000050000000000-. Joscccceccecccoococoooeooscoosccooscossscocös Útbreiðslu- og prestþjónustumál Dr. Sveinn Bjömsson lagði til að forseti skipi þriggja manna nefnd í þetta mál. Tillagan var studd og samþykt. Þessir voru settir í nefndina: sr. Jakob Jónsson, B. Björnsson og Guðm- Eyford. Sumarheimili barna Sr. 'Eyjólfur J. Melan lagði til, að þriggja manna nefnd sé skip- uð í það mál. Till studd og samþ. í nefndina voru sett: -— Mrs. E. J. Melan, P. K. Bjarna- son og Ól. Pétursson. Fundi frestað til ,kl. hálf þrjú. Framh. ÆFIMINNING GUNNAR HERMANNSSON lézt á sjúkrahúsinu í Yorkton, Sask-, 10. maí síðastliðin eftir nýafstaðinn uppskurð. Virtist hann um stund vera á batavegi, en þá kom afturkast, er endaði með dauða hans. Gunnar átti helma í Hólar- bygðinni, suður af Leslie Sask., og vann þar að búskap með stjúpa sínum og bróður. Hann var fæddur á Barðsnesi í Norð- firði á Íslandi 1. maí 1895. For- eldrar hans voru Ármann Her- mannsson og Arnórina Árna- dóttir, hjón búandi á Barðsnesi. Ármann faðir hans var Her- mannsson frá Brekku í Mjóa- firði, Vilhjálmssonar, en móðir Ármanns var Guðný Jónsdóttir prests að Skorrastað Hávarðs- sonar. — Foreldrar Arnórínu, móður Gunnars var Árni Sveins- son frá Viðfirði og Gunnhildur ólafsdóttir frá Hellisfirði. — Gunnar var af góðu fólki kom- inn, og ættir hans alkunnar um Austurland og víðar. Foreldrum Gunnars varð auðið þriggja annara barna, en af þeim lifir nú aðeins Árni bróðir hans, mynd- armaður hinn mesti, til heimilis hjá móður sinni og stjúpföður. Þegar Gunnar var aðeins þriggja ára að aldri, misti hann föður sinn. Ármann druknaði ásamt 2 mönnum öðrum í vondu veðri og ofsabrimi í lend- ingunni fyrir framan bæinn. — Bæði vegna illviðrisins og myrk- urs, sem skollið var á, varð eng- um bjargað og aðeins einn mann rak upp. Rifjast þessi hryllilegi atburður enn í dag upp fyrir mörgum þeim, sem á leið um lendinguna í Barðsnesi. Hafði Ármann verið að flytja yfir fjörðinn mann einn, er nauðsynlega þurfti að komast yfir um til að bjarga skepnum sínum undan veðrinu. Hann kom manninum hedlu og höldnu yfir um, en fórst sjálfur á heim- leiðinni, svo að segja fáum föðm um framan við bæjardyr sínar- Það ;er fagurt á Barðsnesi og útsýni þaðan er vítt, fjölbreytt og mikilfenglegt í senn. En eftir slysið, festi Arnórína ekki yndi þar út frá og flutti sig inn- ar að Viðfirði og að lokum, eftir ein 3 ár, til Vesturheims, árið 1902. — Ári síðar giftist hún í annað sinn Jóni Magnússyni frá Tandrastöðum í Noirðfjrði. — Fyrstu tvö árin dvöldu þau í Álftavatnsnýlendu í Manitoba, en árið 1905 fluttu þau vestur til Saskatchewan og tóku sér heimilisréttarland þar sem þau enn búa, suðvestur af Leslie. — Þau hjónin hafa eignast einn son, heitinn eftir Ármanni á Barðsnesi, en hann féll frá á bezta aldri, 24 ára gamall (f. 1904, d. 1928). Gunnar ólst upp með móður sinni og stjúpa og sem barn gekk hann með þeim í gegnum fátækt og basl frumbyggjans. En bæði stjúpi hans, og þeir bræður sjálfir, þroskuðust, — höfðu sig áfram með dugnaði og atorku. Svo fóru leikar, að heimilið varð fremur veitandi en þiggjandi. Mun kunnugum líka bera saman um það, að heimilisfólkð hafi heldur kosið að verða fyr en seinna til að rétta hjálparhönd, þar sem þess þurfti, með. Þeir sem þektu Gunnar, bera honum allir sömu sögu, að hann hafi verið hægur maður og ró- legur í allri framkomu og sér- staklega orðvar. Lagði sjaldan mikið til mála, fyr en hann hafði myndað sér sjálfstæða skoðun, en var þá fastur fjnrir. Hann þótti hjálpfús, orðheldinn og ábyggilegur í öllum skiftum, og naut almennrar vinsælda. Gunnars Hermannssonar er The Ideal Insurance for your home This is one way of acquiring ample protectioa for your family and home at a minimum of ex- penditure. The few cents a day that you spend on your OWN HOME TELEPHONE are the best investment you can make. Your telephone’s dependability in times of emergency is unsurpassed, for it is an everready means of protection in case of illness, fire, burglary, or any of the emergencies arising in the average house- hold. Your Telephone is Wholly A MANITOBA PRODUCT Use it! Manitoba Telephone System

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.