Heimskringla - 29.07.1936, Blaðsíða 6

Heimskringla - 29.07.1936, Blaðsíða 6
6. SÍÐA MEIMSKRINGLA WINNIPEG, 29- JÚLÍ, 1936 ..... ... — ..... I Vesturvíking Þýtt úr ensku En nú var Bishop orðinn svo reiður, að hann réði sér ekki og segir hárri röddu: “Ertu? Það er alt annað með mig. í þessu máli máttu til, lávarður, að láta mig ráða. Og hvað sem það kostar, skal eg taka á mig ábyrgðina sjálfur.” Lávarðurinn Julian gekk úr rimmunni, brosti dapurlega, ypti öxlum og bandaði með hendinni, að svo mætti vera. Varastjórinn þusaði frekjulega: “Úr því lávarðurinn hefir veitt þér fyrir- liða stöðu, þá get eg ekki refsað þér fyrir rán og heraað eins og vant er að gera við slíka og þú átt skilið. En þú skalt svara til gerða þinna fyrir herdómi, útaf Wolverstone, og sæta á- byrgð fyrir.” “Skil eg vel” svaraði Blood. “Nú kemur að því. Og sjálfur ætlar þ úað vera forseti í í iþeim herdómi, svo þú getir jafnað gamlar skuldir með því að hengja mig, á sama stendur þér, hver ráð þú hefir.” Núhló hann og bætti við: “Præmonitus, præmunitus.” “Hvað skal það meina?” spurði lávarður- Snn skerpulega. “Eg hélt að íávarðurinn hefði fengið ein- hverja skólagöngu ” Hann lagði sig fram, eins og þið sjáið, til að styggja hann. “Ekki spyr eg að bókstaflegri þýðingu, sir” sagði lávarðurinn Julian með kuldalegri kurteisi- “Eg vil vita hvað <þú ætlar mér að skilja.” “Eg ætla að lofa þér að geta uppá lávarð- ur,” sagði Blood. “Og eg býð ykkur báðum góðan og gleðilegan dag.” Hann Hélt á loft hatti sínum og hneygði sig rækilega eftir tízk- unnar kröfum. “Áður en þú ferð,” sagði Bishop, ‘‘og til að firra þig fánýtri framhleypni, er bezt þú fáir að vita, að hafnarstjórn og virkisins yfirmaður hafa fengið tilhlýðilegar fyrirskipanir. í>ú ferð ekki úr Port Royal, fína gálgafæða. Svei mér ef eg skal ekki fá þér ævarandi samastað í Aftöku Bás.” Peter Blood varð svo við, að hann gerðist hnarreistari og augu hans blikuðu, hann tók stafinn í vinestri hönd, stakk hinni í barminn, snerist við Mvarðinum Julian, sem hugsað: fyrir sér með hlyklaðar brýr, og ávarpaði hann: “Eg hélt, lávarður minn, að þú hétir mér að mér skyldi óhætt við þessu.” “Hverju sem eg kann að hafa lofað, þá gerir þitt framferði þau loforð tornefnd.” Hann stóð upp. “í>ú gerðir mér greiða, kapteinn Blood, og eg vonaðist til við yrðum vinir. En fyrst þú vilt öðru vísi vera láta . • hann ypti öxlum og bandaði til varastjórans. Blood tók undir og gerði honum talið: “Þú vildir sagt hafa, að þú hafir ekki kjark til að standa í móti orðaskaki og áníðslu harð- stjóra hræðu.” Hann talaði liðlega og brosti við, meir að segja. “Ojæja, jæja — sem eg sagði: præmonitus, præmunitus. Eg er hræddur um að þú sért ekki skólagenginn Bishop, annars hefðirðu vitað að það þyðir: Vopnaður er sá sem varaður er.” “Varaður við? Ha!” Bishop hvein við. — “Sú viðvörun kemur ekki þér að haldi. Þú færð ekki að fara héðan.” Hann sneri til dyra og byrjaði að kalla: “Hæ, þið . . .” Lengra komst hann ekki, heldur greip andann á lofti. Captain Blood kipti hægri hend- inni úr barminum og hélt á skammbyssu silf- urbúinni, miðaði á höfuð varastjórans á eins eða tveggja feta færi og segir: “Og viðbúinn. Hreyfðu þig ekki þaðan sem þú stendur lávarður minn, annars kann að verða slys.” Og lávarðurinn, þótt kominn væri á skrið til liðs við Bishop, nam skyndilega staðar. Varastjórinn varð bleikur í framan, kindarleg- ur á svip og ekki laust við að hann riðaði á fótum. Peter Blood horfði á hann mikið óhýr- lega: “Mig undrar sjálfan, að eg skuli ekki gera útaf við þig, digri dóni. Eg hefi gefið þér líf einu sinni áður, af sömu orsök. Þú veizt ekki hver hún er, en það kann að hugga þig að vita að hún er til. Samt vil eg vara þig við, að leggjast ekki of þungt á veglyndi mitt, það á heima rétt núna í fingrinum sem heldur um hanann. Þú ætlar að hengja mig, annað verra getur ekki fyrir mig komið, hvert sem er, svo þú skilur að eg víla ekki fyrir mér, að hækka reikninginn með því að úthella þínu vonda blóði.” Hann kastaði frá sér sprotanum, svo honum var vinstri höndin laus. “'Gerðu svo vel og réttu mér hægri ,< handlegginn, Bishop ofursti. Gerðu eins og eg segi, maður, hand- legginn.” Bishop stóðst ekki þann harða tón, það einbeitta augnaráð og gljáand.i skammbyssu, og hlýddi orðalaust. Nú var af honum orða- skakið, hann áræddi ekki að opna sig. Blood krækti vinstra armi sínum í hægra arm vara- stjórans og stakk hægri hendinni í barminn ásamt byssunni. “Henni er miðað á þig, þó 'hún sjáist ekki og því lof'a eg upp á æru og trú, að þig skal eg skjóta til bana, hversu lítil fyrirstaða sem mér er veitt og hvort sem hún er af þínum völdum eða annara. Julian lávarður, festu það í minni. Og nú, þú smitandi flotbaggi og böðull, berðu gangliminn eins fljótt og rösklega og þú getur og láttu eins og alt sé að þínu skapi, ella skal Vimur vaxa þér yfir höfuð-” Þeir leiddust út af höllinni, út í garðinn en þar beið Arabella þess að Peter Blood kæmi aftur. Seinustu orðin sem hann hafði talað til hennar fengu svo á hana, að hún var í uppnámi í fyrsta sinni á æfinni, en er hún hugsaði út í þau, skildist henni glögglega hið sanna um af- drif Levasseurs, að hans víg væri af sömu rót- um runnið og það sem unnið var til að bjarga kunningja stúlku hennar, Marie Traille, í Bridgetown. Þegar karlmaður hættir lífi sínu þannig, kvenmanns vegna, þá má öðru nærri geta. Því að þeir karlmenn, sem ganga svo í þann háska, að þeir sjái ekki til gjalda, eru fá- gætir. Nú þóttist hún sjá, að Blood væri einn af þeim fágætu mönnum. Nú þurfti engra fullyrðinga frá honum til að sannfæra hana um, að hún hefði gert hon- um óhæfilega rangt til. Hún rakti upp fyrir sér öll hans orð og tilsvör, hvert orð sem þeirra hafði á milli farið og skildi þau á annan veg en áður, meðan gremjan bjó í henni og grun- urinn sem færði alt á verra veg, og nú þóttist hún skilja ástæðuna til, að hann gaf skipi sínu nafnið Arabella. Af þessu beið hún í þeim trjásetta blómagarði, beið eftir honum til að gera bót og betrun og taka fyrir misskilning þeirra til fulls og alls. Hana langaði til hann kæmi og þótti hann vera lengi burtu. En þeg- ar hún sá til hans, varð hún enn að hafa þolin- mæði við, því að föðurbróðir hennar var með honum, og þeir leiddust eins og kunningjar, í bezta máta sáttir og sammála, aldrei þessu vant. Enn varð að fresta eintali við hann, þó henni þætti það meinlegt. Ef hana hefði grun- að, hversu lengi það myndi frestast, þá hefði henni fallið það þungt. Hann fór hjá henni í blómagarðinum, á- samt ofurstanum, út í virkisgarð. Þar beið virkisvörður með allmarga vopnaða menn, en honum hafði verið skipað að vero viðbúinn að taka skiparann Blood er hann færi út- Nú sá hann þann sama Blood leiða sjálfan vara- stjórann og tala til hans gamansamlega og glaðlega, í sátt og samlyndi, og við það féll virkisverði allur ketill í eld og lét þá fara leiðar sinnar orðalaust. Þeir gengu út af virkinu og eftir bryggj- um þangað sem báturinn beið, settust saman í skut, þröngt og sáttsamlega, og var róið til hins mikla rauðhúfs, þar sem Jeremy Pitt beið frétta með miklum kvíða. Þið megið geta nærri hve hissa sá stýri- maður varð, þegar hann sá sjálfan varastjór- ann stikla upp skips stigann, með stórum erf- iðismunum og átökum, og Blood á hælum hans “í gildru gekk eg, Jeremy, eins og þú ótt- aðist,” sagði Blood, frá efsta stigaþrepinu. “En eg gekk úr henni og tók gildrumeistarann með mér. Honum þykir vænt um að lifa, þess- um feita forustusauð.” Bishop stóð orðlaus, bleikur í framan, heldur óburðugur, og þorði varla að líta upp á þá hrotta sem hópuðust að honum. Blood kallaði til undirstýrimanns: “Gerðu lykkju á streng og kastaðu honum yfir rá, bezt að hafa snöruna til, ef á skyldi þurfa að halda. Láttu þér ekki verða of bylt, væni ofursti. Þetta kemur ekki til skjalanna, nema þú sért óskynsamur, og eg er viss um að það ihendir þig ekki. Við skulum tala okkur saman yfir matborði, eg treysti því að þú veitir mér þá æru, að neyta matar með mér.” Hann leiddi harðstjóra hræðuna, kjarklausa og kúgaða, til lyftingar og þar tók hinn svarti þjónn, hvítklæddur, að bera mat á borð. Of- urstinn Bishop settist í hrúgu á einn bekkinn og segir stmandi: “Má eg spyrja hvað þú ætlar þér?” “O, ekkert sosum ilt, ofursti. Þó þú eigir ekki annað betra skilið en ganga í snöruna, þá verður hún ekki borin að þér nemaJmrfi. Þú sagðir lávarðinn hafa gert skakt, að af- henda mér þá fyrirliða tign, sem ráðherrann sæmdi mig með. Eg held eg sé á sama máli, svo eg ætla út á sjó aftur á mín eigin býti- Cras ingens iterabimus æguor (á regin haf skal halda í dag). Mikill latínu hestur held eg þú verðir orðinn þegar við skiljum. Eg ætla mér aftur til Tortuga og víkinga minna, þeir eru að minsta kosti ærlegir drengir, sem hægt er að reiða sig á. Svo eg tók þig með í gislingu.” Varastjórinn bað fyrir sér og stundi. “Þú ætlar þó . . . ekki að fara með mig til Tor- tuga?” Blood skellihló við því. “Aldrei geri eg þér anna neins grikk og það. Nei, nei. Eg læt mér nægja iþað eitt, að hafa af þér hættulausa og greiða burtför frá Port Royal. Og ef þú ert alminlegur, þá skaltu ekki einu sinni þurfa að þreyta sund til lífs þér þennan ganginn. Þú hefir víst sent hafnar og virkis ráðanda ríg- sterk fyrirmæli. Þú skalt nú gera boð eftir báðum og segja þeim í minni viðurvist, að Arabella leggi upp í kveld, í stjórnarinnar er- indum, og skuli hafa frjálsa ferð um hafnar- sundið. Og til þess það bregðist ekki að þeir hlýði, þá skulu þeir fara með okkur spotta- korn. Hérna eru ritföngin. Skrifaðu nú — nema þér líki ráarendinn betur?” Ofurstinn Bishop reis við og var fúll: “Þú beitir við mig ofbeldi . . .” Blood tók fram í og segir liðlega: “Langt í frá, þú ert engu ofbeldi beittur. Þér er alveg frjálst að kjósa hvort þú vilt heldur, þennan eða gálgann. Þú ert alveg sjálfráður.” Bishop skaut upp öxlum, greip pennann og kvaddi áðurnefnda fyrirliða á fund sinn, en skriftin sýndi að hann var skjálfhentur. Blood sendi skrifið í land, bauð svo gesti sínum að taka til matar. “Eg ætla að vona, ofursti, að matarlyst þín sé ekki verri en vant er.” Sá vesali höfðingsmaður settist þar sem honum var boðið, en ekki gerði hann matnum mikil skil, enda hélt Blood engu að honum, heldur borðaði sjálfur með beztu lyst. En áður en máltíðinni var lokið, kom einn skip- verja og sagði lávarðinn Julian kominn á skip og vilja ná fundi skipherrans. “Eg átti von á honum. Láttu hann koma inn” Lávarðurinn gekk í lyftinguna, mjög al- varlegur og spertur. Hann sá þegar hvernig á stóð, er Blood stóð upp á móti honum og kvaddi hann: “Þér fer mikið vinsamlega, lá- varður minn, að koma í okkar hóp.” Lávarðurinn var kaldur og snarpur: “Captain Blood, mér finst gaman þitt dá- lítið grátt. Eg xeit ekki hvað þú kant að ætla þér, en mig furðar hvort þig grunar hvað þú átt á hættu.” “Og mig furðar hvórt þú, lávarður, rennlr grun í þann háska sem þér er búinn af að elta okkur á skip, eins og eg átti von á að þú mundir gera.” “Hvað á að búa undir þessu?” Blood gaf svertingjanum merki, hann stóð að baki Bishops: “Færðu lávarðinum stól. Og Hayton (svo hét einn víkinga, sem viðstaddur var) sendu bát lávarðarins til lands og skilaðu, að hann ætli að dvelja hér um stund.” “Hvað?” sagði lávarðurinn reiður og tók upp í sig. “Ætlarðu að halda mér. Ertu geng- inn af vitinu?” “Það er bezt þú bíðir við, Hayton,” sagði Blood, “ef lávarðurinn skyldi verð ofsterkur.” Síðan kvaddi hann svertingjann til að bera skilaboðin. “Viltu segja mér hvað þú ætlast fyrir?” spurði lávarðurinn skjálfandi af bræði. “Rétt það, að varna því, að Bishop héma dragi mig og þessa pilta mína á gálga. Eg gat þess til hreysti þinnar og innrætis, að þú myndir ekki yfirgefa hann, heldur koma hing- að á eftir honum, og nú eru skrifleg skilaboð komin til lands rfá honum, til virk- is og hafnar varða að þeir skuli koma hingað á fund hans. Þegar þeir eru komnir, þá þarf eg ekki meiri tryggingu gegn árásum-” “Óþokki!” sagði lávarðurinn og beit á jaxlinn. “Það fer alveg eftir því, hvernig á það er litið,” sagði Blood. “Eg er ekki vanur að taka svona nöfnum með þökkum, en af því þú gerðir mér einu sinni greiða, ótilkvaddur og ert líklegur til að gera mér annan nú, þó mót vílja þínum sé, þá ætla eg að sleppa þessu hrana- lega tiltali þínu í þetta sinn.” Þá hló lávarðurinn. “Flón máttu vera. Heldurðu að eg hafi gengið á ræningja fleytu þína óviðbúinn? Eg skýrði virkisverði frá, með hverjum hætti þú neyddir varastjórann til að fylgja þér. Gettu þá nærri hvort hann hlýð- ir þeirri skipun að koma, og hvort þú færð að sigla burt óáreittur, eins og þú sýnist halda.” Blood varð alvörugefinn í útliti. “Þetta er bágt, að svona skuli komið,” sagði hann. “Það hélt eg þér þætti,” sagði lávarðurinn. “Ó, en ekki mín vegna. Mér finst vara- stjórinn þarna eiga bágt. Veiztu hvað þú hefir gert? Vitanlega að öllum líkindum hengt hann.” “Guð minn góður!” kvað við Bishop, illa haldinn. “Þó þeir geri ekki nema skjóta skoti fyrir stefni á skipi mínu, þá skal varastjórinn hanga. Eina lífsvon þín, ofursti, er sú, að eg skal láta skila því til þeirra- Og þú, lávarður minn, skalt bera þau boð, með því getur þú greitt þann vanda, sem þú hefir stofnað.” “Fyr skal eg sjá þig í víti”, kvað við lá- varðurinn, æfur. “Nú, þetta er ósanngjamt og hugsunar- laust af þér. En ef þú ferð ekki ofan af því, þá má senda annan með skilaboðin, enda hefi eg þá tvo gisla fyrir einn, eins og eg hafði hugsað mér frá byrjun.” Lávarðurinn Julian starði á hann, sá nú ljóslega hverju hann hafði hafnað. “Nú muntu skift hafa um hug, úr því þú skilur,” innti Blood. “Já, í guðs nafni farðu, lávarður minn, og láttu hlýða þér,” sagði Bishop óðamála. “Þessi bölvaði ræningi hefir á mér steinbítstak.” Lávarðurinn leit við honum, auðséð var að honum þótti varastjóranum ekki fara mikil- i mannlega. “Jæja, ef þú vilt svo vera láta . . .” byrjaði hann, ypti öxlum og sneri talinu að Blood: “Mér er væntanlega óhætt að treysta því, að ofurstanum Bishop verði ekki mein gert, ef þér er lofað að sigla burt fyrirstöðulaust?” “Því lofa eg og hinu líka, að hann skal verða fluttur á land aftur heill á húfi.” Lávarðurinn hneygði sig ómjúklega til varastjórans: “Þú skilur, sir, að eg geri eins og þú vilt að gert sé?” “Já, maður, já, já” svaraði Bishop, fljótur til. ' “Mikið gott,” sagði lávarðurinn og hneygði sig til kveðju. Blood fylgdi honum að stiga, þar beið enn skips bátur Arabella, sá minsti. Blood mælti: “Hér skijla leiðir, lávarður minn. Farðu vel. Þó er enn eitt.” Hann tók skjal úr barm- inum. “Hér er skipunarskjalið. Bishop sagði eins og var, að það dygði ekki og ætti ekki við.” Lávarðurinu virti hann vandlega fyrir sér, skifti smám saman um svip og segir í ein- lægni: “Það þykir mér slæmt.” “Ef öðruvísi stæði á. . . En það muntu skilja. Báturinn bíður.” “Mér skilst eikki enn — svei mér þá — af hverju þú fekst ekki annan til að bera virkis- verði boðin, og hélzt mér ekki í gisling sem auka trygging þess, að svo yrði gert sem þú vildir.” Blood leit fjörlegum sjónum í augu hins, skær og ærleg, og brosti við, nokkuð dapur- lega, virtist vera á báðum áttum litla stund, sagði svo hreinskilnislega eins og honum bjó í brjósti: “Eg held eg geri bezt, að segja þér eins og er. “Það kemur til af sömu orsök og hitt, að eg hefi reynt að troða við þig illsakir, svo mér gæfist færi til að láta þig kenna á köldu stáli. Þegar eg tók við foringja tign, var það af þvi, að eg hélt það myndi prýða mig fyrir Miss Bishop — hennar vegna tók eg þá stöðu, eins og þú getur nærri- En eg hefi nú gengið úr skugga um þaö, að það er vonlaust. Eg hefði átt að vita, að annað eins var sjúks manns draumur. Eg hefi komist að þeirri raun, að ef hún kýs þig, sem eg held hún geri, þá kýs hún viturlega, og þess vegna vil eg ekki hætta lífi þínu með því, að halda þér á skipi og senda annan með skilaboðin, sem kannske færi klaufalega með erindið. Og nú muntu skilja hvernig í öllu liggur.” Lávarðurinn Julian starði á hann alveg hissa. Sú langa, höfðinglega ásjóna var hvít sem skjall. “Drottinn minn, og þetta segir þú mér?” varð honum að orði. “Eg segi þér það . . . svei því — svo þú getir sagt henni frá því. Svo hún fái að vita, að enn er eftir eitthvað af ólánssömu góð- menni undir gerfi þjófs og ræningja sem hún nefnir mig, og að hennar gæfa er minn losti. Ef hún veit það, þá kann vera að hún minnist mín með vægð eða góðsemi — þó ekki sé nema í bænum sínum. Svo er búið lávarður minn,.” Lávarðurinn stóð við og horfði á víking- inn, kvaddi hann svo með handabandi. “Mig furðar, hvort þú ferð rétt með, hvort þú sért ekki mér meiri maður, þegar öllu er til skila haldið.” “Láttu hana aldrei finna annað, en eg segi satt- Farðu vel.” Lávarðurinn stiklaði ofan í bát og var róið til lands. Þegar hann var langt kominn, veif- aði hann til Bloods, sem stóð við borðstokkinn aleinn og horfði á eftir bátnum. Stundu síðar voru akkeri toguð úr sjó og segl á rár, Arabella stefndi út af höfninni og út á rúmsjó, fyrir hægum byr. Skotbáknin teygðu ginin út um grjótveggi en steinþögðu. Frá skipaflotanum á höfninni heyrðist hvorki stun- ur né hósti. Lávarðurinn Julian rak vel erind- ið og sparaði .ekki fýlgið. XXIV. Kapítuli. Vopnaviðskifti En er vatnaði láglendi sneri Arabella upp í og skaut báti. Skipherrann leiddi gestinn nauðuga að öldustokki, sá hafði setið með lífið í lúkunum í nokkra klukkutíma. Þegar lífhræðslan rann af honum, lifnaði heipt hans á ný til hins fífldjarfa víkings, þó hann gætti þess að láta ekki á henni bera. Hann hét því með sjálfum sér, að þegar hann kæmi aftur til Port Royal þá skyldi ekkert til spara, að koma Peter Blood í Aftöku Bás og skorða hann þar um aldur og æfi.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.