Heimskringla - 29.07.1936, Blaðsíða 1

Heimskringla - 29.07.1936, Blaðsíða 1
L. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 29- JÚLÍ, 1936 NÚMER 44. Bracken-stjórnin á grafarbakkanum; hefir minni hluta allra þingsæta FYRSTA ÍSLENZK KONA Á FYLKISÞINGI MANITOBA ~ FJALLKONAN FRÚ BJÖRG V. ÍSFELD íslendingadagsnefndin í Winnipeg hefir valið frú Björgu Violét ísfeld, 'píanókennara, konu Eiríks ísfeld í Winni- peg, til þess að sýna “Fjallkonuna” á íslendingadeginum á Gimli, 3. ágúst 1936. Myndin hér að ofan er af frú Isfeld í Fjallkonu-búningnum. Ungfrú Salomo Halldórsson Ungfrú Salome Halldórsson, er kosningu náði í St- George kjördæmi, er fyrsta ísLenzka konan, sem situr á fylkisþingi Manitoba. Hún er fædd 1887 að Lundar. Foreldrar hennar voru hjónin Halldór Halldórsson og Kristín Pálsdóttir, er bjuggu þar lengi. Ungfrú Halldórsson útskrifaðist frá Manitoba háskóla 1910. Að því húnu istundaði hún nám í Bandaríkjunum stuttan tíma, og 1930 var hún um tíma í ParÍ3 við nám. Hún hefir stundað kenslustarf og hefir undanfarin ár verið kennari á Jóns Bjamasonar- skóla. Hún sótti undir merkjum social credit-flokksins. And- stæðingur hennar var Skúli Sig- fússon, sem um 18 ár hiefir ver- ið þingmaður kjördæmisins og fylgdi Brackenstjórnarflokknum að málum. Manitoba Kosningarnar Þó fullur sólarhringur sé nú liðinn frá því að kosningmar í . þessu fylki fóru fram, er langt frá því að hægt sé að segja enn frá endanlegum úrslitum þeirra. Hlutfallskosningar, sem hér tíðkast, eru ástæðan fyrir því. En þó forvitni manna sé ekki eins skjótt svalað með því sein- virka kosninga fyrirkomulagi, má það þó heita óumflýanlegt, þar sem flokkkarnir ern orðnir svo margir sem sækja, ef úrslitin eiga að verða í einhverju sam- ræmi við vilja meiri hluta kjós- enda. Hér verður því aðeins sagt frá Íþví hvernig sakir standa á þess- ari stundu. Ef eitthvað ákveðn- ara fréttist 'áður en blaðið fer í pressuna, um tölu hvers þing- mannaflokks, skal það birt á eftir þessari grein- Það sem segja má með vissu um kosningamar, er það, að Brackenstjórnin nær ekki í meiri hluta þingsæta. Hún tel- ur sér 16 viss þessa stundina. En fleiri en 24, er ómöðulegt að hún fái. Það líklegasta er að hún kræki í 22 alls. En með því er hún fallin og ætti að segja af sér. Að sitja við völd í von um stuðning frá einhverjum hinna flokkanna, væri ógerningur. Stjórnin hefir tapað fylgi kjósenda hroðalega. Fyrsta talning atkvæða ber með sér, að hún hefir um 83,000 atkvæði í öllu fylkinu. Andstæðinga- flokkar hennar hafa til samans hlotið 151,000 atkvæði. Þó ekkert væri nema sá minni hluti allra atkvæða, ætti stjórninni að skiljast hvað til síns friðar heyrir. Utan þessa bæjar er nú víst um kosningu 10 conservatíva, 5 sociaL credit-sinna og 1 C.C.F. sinna. Þegar öll kurl koma til grafar, er sennilegt talið, að andstæðingar stjórnarinnar á þingi verði 31- Það ier það Lík- legasta, sem stendur. í Winnipegborg var aðeins einn maður kosinn við fyrstu talningu- Um 7000 atkvæði þurfa til þess að þingmaður sé kosinn. Við fyrstu talningú hlaut Mr. L. iSt. G. Stubbs full 24,000 atkvæði. Það er svo lang fram yfir það, sem nokkur fylkisþingmaður hefir hér áður hlotið, að það liggur við að vera óhugsanlegt. Sá sem næst hefir því komist, var W. Sanford Evans, fyrv. Leiðtogi conserva- tíva, í kosningunum 1932, en hann hlaut þó ekki nema rúm 13,000 atkvæði. Þessi atkvæða hrúga Stubbs, virðist beinlínis hafa verið hlaðin upp af hatri kjósenda til Brackenstjórnar innar fyrir meðferð hennar á Stubbs og til að votta henni skömm almennings á framkomu hennar við dómarann. Samkvæmt fyrstu talningu atkvæða í bænum, er ennfremur ljóst, að stjórnarandstæðingar hafa til samans um 60,000 atkv., en stjórnarflokkurinn ekki nema 16,000 atkvæði. Að öðru leyti var atkvæða- tala flokkanna í bænum þessi: conservatívar 18,000, — C.C.F. 10,000, kommúnista 5,700, social credit 3,008. Hin lága tala C.C.F. flokksins, er eflaust að kenna það, hve Stubbs hlaut mikið; ihann hefir þar að líkind- um klofið stærst skarð. í bænum er sennilegt, að stjórnin hljóti tvö eða 'þrjú þing- sæti, conservatívar 3 eða 4, og C. C. F. á afgangi Stubbs 2; kommúnistar 1. i ISocial credit eru ekki líklegir að koma nein- um að. Sá flokkur hefir yfir- leitt hlotið færri atkvæði en margur mun hafa ibúist við. — Utanbæjar hefir honum óvíða farnast vel, nema þar sem hann hefir sótt einn á móti stjórnar- sinna. Mr. Willis, leiðtogi conserva- tíva, vann leikandi sigur í sínu kjördæmi (Deloraine). Hon- R. A. Hoey mentamála- ráðherra Brackens, tapaði fyrir C. C. F. sinna í St. Clements. Hon. W. R. Clubb heldur sæti sínu í Morris. Hon. W. J. Major og Hon. J. S. McDiarmid í Win- nipeg eru líklegir að ná kosn- ingu. Alt öðru máli er að gegna með stjórnar formanninn, Hon. John Bracken og fjármálaráð- herra Hon. A. E. McPherson, sem í kjördæmunum The Pas og Prince Rupertsland sækja síðar. Kosningu í þessum kjördæmum var frestað. Að Mr. Bracken haldi sæti sínu, er nú talið hæp- ið, og fjármálaráðherrann er heldur, ekki talinn of-viss um sitt. í St. George vann ungfrú Sal- ome Halldórsson social crédit sinni kosninguna. Á móti henni sótti Skúli Sigfússon fyrv. þing- maður. Verði 3 conservatívar kosnir í Winnipeg, er Mr. IG. S. Thor- valdson lögfr. ekki ólíklegur til að vinna. Mr. Paul Bardal bæj- arráðsmaður tapar kosningu. í Gimli lítur út fyrir að glím- an sé milli C. C. F. sinnans og Thór Lífmanns. Og er þó hinn fyrnefndi líklegri til að sigra. Frú Ásta Oddsson hefir tapað. Og Mr. Magnacca hlaut sára fá atkvæði. Þar sem sjáanlegt er að Brackenstjórnin fær ekki meiri hluta þingsæta, verður hér um minni hluta stjórn að ræða fyrst um sinn. Og hver verður hún? Getur núverandi stjórn fengið nokkurn andstæðinga-flokkinn í lið með sér? Það er ótrúlegt. Aftur á móti munu conserva- tívar geta fiengið til samvinnu social credit-þingmennina og ef til vill C. C. F. sinna einnig. Að andstæðingar tækju því við völdum undir leiðsögu Mr. Willis væri það skynsamlegasta og sanngjarnasta gagnvart kjós- endum. Brackenstjórnin hafði öll tækifærin í sinni hendi að vinna þessar kosningar; hún var undir þær ibúin; hún ein hafði fé handa milli. Ef aðstaða hennar hefði verið sú sama og hinna flokkanna, hefði hún ekki einu sinni haldið þeim þingsæt- um sem hún gerir. Það væri því samkvæmt vilja, kjósenda, að hún segði sem fljótast af sér- Þegar í ljós kemur, að andstæð- ingarnir geta ekki unnið saman, ieru kosningar óumflýanlegar, en ekki fyr. Að Bracken færi á- fram með völd yrði afar óvin- sælt og ræki brátt aftur til kosninga, sem engan árangur hefði. FYRIR KOSNINCAR Fyrir kosningarnar s. 1. mánudag í Manitoba, var tala þingmanna hvers flokks sem hér segir: Brackenflokksins ...........38 Conservatívaflokksins ......10 Liberalflokksins ............1 Verkamannaflokksins .....-...4 Óháðir.....................;.2 VIMY MINNISVARÐINN AFHJÚPAÐUR iSíðast liðinn sunnudag var afhjúpaður minnisvarði fallinna canadiskra hermanna í stríðinu mikla, í Vimy Ridge á Frakk- landi. Edward Bretakonungur afhjúpaði varðan og flutti á- gæta ræðu bæði á frönsku og ensku við það tækifæri. Um 5000 manna frá Canada fóru til Frakklands til þess að vera við • staddir, er þessi athöfn fór fram. Voru það bæði hermenn og feður og mæður og skyld- menni látinna hermanna. Frá Manitoba fóru um 600 manns. Af Canadamönnum dóu um 60,000 í stríðinu. Um grafir 10,600 af þeim vita menn ekki. ORÐSENDING TIL VESTUR-ÍSLENDINGA ! Eins og kunnugt er voru rímur og rímnakveðskapur öld- um saman ein af höfuðskemt- unum íslenzkrar alþýðu. Þess- ari sérkennilegu grein íslenzkra bókmenta hefir verið minni gaumur gefinn en vert ær, og um jímnagerð eftir 1600 hefir sama sem ekkert verið ritað. Eg liefi um allmörg undanfarin ár viðað að mér efni í rit um rímnakveðskap síðari alda, og er það nú komið ,vel á veg. — Verður þar getið allra skálda og hagyrðinga, sem kunnugt er um að ort hafi rímur eftir 1600, sögð á þeim nokkur deili ,og lýst rímum þeirra. Eigi er enn full- kannað, hve margir hafa ort rímur á þessu tímabili, :en þeir skifta hundruðum. Meginhluti verka þeirra hefir aldrei verið gefinn út, en mikill fjöldi rímna- handrita er varðveittur í opin- berum söfnum, einkum í hand- ritasafni Landsbókasafnsins í Reykjavík. Þó vantar þar all- marga flokka, sem vitað er um, að ortir hafa verið, og eru sum- ir þeirra vafalaust glataðir. Þó er eigi loku fyrir það skotið, að enn kunni að vera í eigu ein- stakra manna rímnahandrit, sem ekki eru til í opinberum söfnum, og hugsanlegt er, að slík handrit séu jafnvel til í ís- lendingabygðum vestan hafs. — Það eru því vinsamleg tilmæli mín til Vestur-íslendinga, sem kynnu að eiga rímnahandrit í fórum sínum eða hafa orðið slíkra handrita varir, að þeir geri mér aðvart við fyrsta tæki- færi, ef ské kynni, að á þann hátt kæmi eitthvað í leitirnar, sem glatað er hér heima. Mér þætti t. d. gamanf ef einhver gæti fært mér þá fregn, að lengstu rímur, sem ortar hafa verið á íslandi, Bragða-Mágus- arrímur, eftir Jón nokkurn, sem kallaður var “langur”, 70 að tölu, væru enn til vestra- Þær hafa eigi fundist hér heima, en mér er sagt, að handrit af þeim muni hafa borist vestur um haf. — Eg skal að lokum láta þess getið, að ef einhver Vestur-ís- lendingur kynni að óska upplýs- inga um rímur eða rímnaskáld er eg reiðubúinn að láta þær í té eftir föngum. Með kærri kveðju. Finnur Sigmundsson, bókavörður Utanáskrift: Landsbókasafnið, Reykjavík, ísland. SKIFTING ATKVÆÐA STUBBS Við aðra talningu atkvæða Stubbs, hefir kommúnistinn, Mr. Litterick, bætt við sig 2107 at- kvæðum og er hann nú kosinn. Mr. Webb hlaut 1,669 og er kos- inn. Mr. Queen 3,045, en skort- ir en nærri 1,300 til að ná kosn- ingu. Mr. Farmer hlaut 2,564, en er ennþá vant um 2,500 at- kvæði til að ná kosningu. Af- gangsatkvæði iStubbs hafa tþví flest farið til C. C. F. manna. ÍSLANDS-FRÉTTIR Flóð í Glerá Akureyri 26. júní Geysihiti hefir verið hér í dag, 25 gr. í skugga og 39 móti sól. Allar ár hafa vaxið stórkost- lega. Eyjafjarðará flæðir yfir alla bakk. Rafstöð bæjarins er stöðvuð og einnig 'klæðaverksmiðjan Gefjun vegna aurhlaups í Gler- á.—Mbl. * * * * Bretar kvarta undan landhelgis- vörnum fslendinga og Norðmanna Rvík. 20- júní iSamkvæmt skeyti frá London til norskra blaða hafa nokkrir þingmenn á Bretlandi, þar á meðal Sinclair, foringi frjáls- lynda flokksins, ákveðið að fara þess á leit við brezku stjórnina, að hún geri ráðstafanir til þess, að gæta hagsmuna brezkra fiskimanna í norðurhöfum og á Norðursjónuim betur en hingað til hefir verið gert. í greinargerð, sem þessir þingmenn hafa sent brezkum blöðum fyrir ákvörðun sinni, segja þeir, að Norðmenn reyni að hrekja brezka fiskimenn af miðum, þar sem þeir hafi stund- að veiðar árum saman. íslend- ingar reyni duglega að feta í fótspor Norðmanna í þessu efni NÆSTI FORSÆTISRÁÐHERRA ? Errick Willis Errick Willis, hinn nýi l.eið- togi conservatíva flokksins í Manitoba, stendur eins nærri því að verða næsti forsætisráðherra í fylkinu og nokkur annar um það er atkvæðatalningu lýkur. og geri nú tilraunir til þess að loka Faxaflóa fyrir Bretum. Þá segir í greinargerðinni, að innflutningur norsks, íslenzks og dansks fiskjar til Englands sé að verða harðvitugri keppi- nautur með hverju ári, enda verði Bretar að leggja hverjum togaranum eftir annan.—Alþbl. * * * Fornminjar fundnar á Staðarbakka Stykkishólmi 2. júlí Á Staðarbakka í Helgafells- sveit, sem á söguöld hét Bakki hinn meiri, hafa nýlega fundist fornminjar. Þar í túninu er verið að gera nýjan bæ, og stendur hann þar siem álitið e|r að bærinn hafi staðið frá landnámstíð og fram yfir síðastliðin aldamót. Um einn og hálfan metra í jörðu niðri fanst holaður móbergs- steinn, i— að líkindum hlaut- bolli. Steinninn er því nær kringlóttur, um 40 cm. í þver- mál. Dæld er í steininn, 32 cm- í þvermál og 11 og hálfur cm. á dýpt og er hún eldrauð. Nálægt steini þessum fanst steinþró full af ösku. Þróin líkist ekki venjulegum hlóðum, en þó ætla menn að þar hafi verið matur seiddur eða eldur falinn. Þá fanst þar knöttur um 11 cm. í þvermál, gerður úr hvalbeini og ætla meiin að þetta hafi verið leikknöttur. Alt var þetta um einn og hálfan metra undir grassverði og lágu á því gamlar gólfskán- ir. * * * Marino Hafstein fyrv. sýslumaður andaðist 6 júlí að Svarfhóli í Stafholtstungum, en þar hafði hann dvalist mörg síðustu ár æfinnar. M. H. var hæfileika- maður, eins og hann átti kyn til. Hann var sýslumaður í Strandasýslu nokkur ár, en mun hafa látið af embætti 1909. — Gerðist hann þá starfsmaður í stjórnarráðinu um hríð, uns hann varð að láta af öllum störfum, sakir heilsubilunar. Hann var kvæntur Þórunni Eyjólfsdóttur prófasts Jónsson- ar í Árnesi, og áttu þau mörg börn. Meðal þeirra var Pétur lögfræðingur, mikill gáfumað- ur, er fórst í hafi fyrir nokkur- um árum með botnsvörpuskip- inu Apríl, á leið hingað til lands. —Vísir.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.