Heimskringla - 19.08.1936, Side 1
L. ÁRGANGUR
WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN. 19. ÁGÚST, 1936
NÚMER 47.
HELZTU FRÉTTIR
Ein kosningalýgin
Eyrir helgina báru bæði dag-
blöð þessa bæjar þá frétt út, að
Social Credit þingmenn Mani-
toba hefðu gert samvinnu samn-
ing við Brackenstjórnina. Þessu
var haldið fram sem gefnum
hlut. Furðaði flesta á því, en
fregnin var jafnframt sögð í
ræðum þeim, er aðstoðarmenn
Brackens í kosningunni í The
Pas, fluttu í útvarpið, svo á
þessu leit úr fyrir að ekki væri
neinn vafi. Einn Lögbergs-sinni
sagði meira að segja við oss s. 1.
laugardag er málið harst í tal,
að Social Credit þingmennirnir
væru þingmönnum hinna flokk-
anna vitrari, og var þó önnur
mælisnúra þar lögð á andlegt
atgerfi þeirra fyrir kosningam-
ar. Svona sennilega var fregnin
sögð, að lið Brackens sjálfs,
vissi ekki fremur en dauða sinn
annað, en að hún væri sönn.
Þegar foringja Social Credit-
félagsins í þessum bæ, Mr.
Sanders, barst fregnin, kvað
hann félaginu óljóst um þetta
og mótmælti fyrir þess hönd, að
nokkuð þessháttar hefði átt sér
stað. Um hvað þingmenn Social
Credit flokksins hefðu gert,
kvaðst hann bráðlega leita sér
upplýsinga. Mótmæli félagsins
voru birt s. 1. laugardag.
í mánudagsblöðunum, er svo
fregnin borin til baka af þing-
mönnunum^ Dr. S.' W. Fox þ.
m. frá Gilbert Plains og foringi
Social Credit-þingmannahóps-
ins, telur enga samvinnusamn-
inga af sinni hálfu hafa verið
gerða við Bracken, og á fundi
flokksþingmanna sinna í Dauph-
in, hafi alls engin ákvörðun
verið tekin eða gerð um þetta.
En þar átti alt að hafa verið í
pottinn búið.
Fregnin um samvinnu Social
Credit-flokksins og Bracken-
stjómarinnar er því uppspuni
einn. Bracken er afar hræddur
um að hann tapi sæti sínu í The
Pas, en með fenginni samvinnu
við Social Credit-þingmenn, var
hægt að láta það líta. sennilega
út, að hann yrði áfram við völd
og fengi sér þingsæti annar
staðar þó illa færi í The Pas.
Það væri því árangurslaust að
hafna honum þar.
Hvaða ósanninda-þvætting
skyldi Brackens liðið næst setja
saman, til þess að reyna að
halda þessari dauðadæmdu
stjórn við völd?
Nýtt uppátæki
í blaðinu Free Press er s. 1.
mánudag sagt frá því, að Oddur
Ólafsson, er um kosningu sækir
í Rupertsland-kjördæmi, ætli
ekki að hafa neina opinbera
fundi. Það er alveg nýtt og
næsta undanlegt uppátæki, að
þingmannsefni hagi sér svo og
fáist ekkert um að ræða í heyr-
anda hljóði um mál kjördæmis-
ins við kjósendur. Tvö Bracken-
þingmannsefnin gerðu þetta í
fyrsta sinn, að því er vér ætlum
í nýafstöðnum kosningum. —
Sögðu nokkrir það stafa af því,
að þeir hefðu ekki þorað að
mæla upphátt með Bracken-
stjórninni en gárungarnir
kendu um skorti á ræðumanns-
hæfileikkum, sem þeirra var von
og vísa. En hvað sem því líður
töpuðu bæði áminst þingmanns-
efni í kosningunum. Kjósendur
tóku því þurlega, að þeir væru
ekki kvaddir til sameiginlegs
fundar, að ræða áhugamál kjör-
dæmisins með þingmannaefn-
unum, eins og venja hefir verið
til.
Ef Mr. Ólafsson er áhugamál
að vinna þessa kosningu, hefði
hann átt að láta sér ófarir þess-
ara manna að varnaði verða.
Að ræða mál heils kjördæmis
aðeins undir fjögur augu við
kjósendur, er ný aðferð og með
öllu óhafandi í lýðfrjálsu landi.
Ógurlegt slys í Quebec
Síðast liðið föstudagSkvöld
var fólksflutningsvagn með um
40 manns að fara yfir járn-
brautaspor í Louisville í Quebec.
Þetta var síðla kvölds eða að
nóttu. Á því augnabliki, sem
vagninn er á sporijnu, þýtur
C P R lest eftir járnbrautinni og
lendir á miðjum fólksflutninga-
vegninum, mölbrýtur hann og
dregur langa leið. 22 menn fór-
ust, en allir í vagninum meidd-
ust. Hversu hroðalegur árekst-
urinn var, er það til dæmis um,
að höfuðið fauk langar leiðir af
einum manninum. Þrír líkamir
máttu heita klofnir að endi-
löngu og fótleggir og handlegg-
ir lágu eins og strandrek með-
fram sporinu.
Fólksflutningavagninn var að
flytja mennina heim af pólitísk-
um fundi í St Justin, sem er bær
15 mílur norður af Louisville.
Fleiri bílar voru þama á ferð,
en þeir urðu járnbrautalestar-
innar varir og stöðvuðu og voru
áhorfendur að slysinu.
í vél bflsins kviknaði og gerði
sprenging af því slysið en ægi
legra.
Ársfundur
fslendingadagsnefndar
Á fundi Islendingadagsnefnd-
ár í gær var tillaga samþykt um
að hafa ársfund nefndarinnar 1.
sept. n. k., en hann hefir undan-
farið sjaldnast verið haldinn fyr
en um miðjan janúarmánuð. Á
þessum fundi verða skýrslur
nefndarinnar lesnar, kosin ný
nefnd til að annast hátíðahald-
ið á næsta ári, ráða fram úr
hvar sé haldið, og síðast en ekki
sízt, verður rætt um hvort ekki
sé hægt að sameina allar ís-
lenzku bygðimar í Manitoba um
hátíðarhaldið. Og það mun að-
allega vera vegna þess, sem árs-
fundurinn er nú fyr haldinn en
vanalega.
Annars verður fundurinn
frekar auglýstur í næsta blaði.
ítalía og Ungverjaland hafa
gert samning með sér um það,
að alt hveiti, sem ítalía þurfi að
flytja inn í landið, skuli af Ung-
verjum keypt. Ungverjaland á
að sitja fyrir öllum öðrum lönd-
um.
Kommúnistafélagið í Ontario,
hefir gerfið stjóminni á Spáni
$1,000 til aðstoðar henni við að
bæla niður uppreistina. James
Litterick, sem nýlega var kosinn
á fylkisþing í Manitoba, gaf $50
Dr. S. W. Fox cosial credit
þingm. frá Gilbert Plains og
ungfrú Salome Halldórsson
lögðu af stað s. 1. mánudag
vestur til Edmonton — að því
er sagt er á fund Aberharts.
Nokkrir beinhákallar
komu nýlega inn í Stöðvarfjörð,
og tókst að skutla einn þeirra.
Dró hann tvo trillubáta um
fjörðinn í tvær klukkustundir,
þar til hann lenti á grynnigum
og þar var hann skotinn. Há-
kallinn var 7 m. langur og
sporðbreidd hans 170 cm. Úr
honum fengust 735 lítrar af
lifur.—Vísir, 25. júlí.
LEIR OG POSTULÍNSHRÁ-
EFNI Á ÍSLANDI
Rannsóknir J. G. Nordals og
Guðmundiar Einarssonar
Jóhannes G. Nordal, keramik
verkfræðingur frá Sask. og
Guðmundur Einarsson frá Mið-
dal eru nýkomnir úr ferðalagi
um landið. } Hafa þeir rann-
sakað hvort efni fyndust hér
til leir- og postulínsvinnslu, lita-
vinnslu og sementsgerðar. Telja
þeir árangurinn af för sinni á-
gætan og nóg til aí þessum
efnum um land alt.
Skipulagsnefnd atvinnumála
hafði ráðið Jóhannes G. Nordal,
íslending frá Canada til þess,
ásamt Guðmundi Einarssyni frá
Miðdal, að rannsaka .hér á
landi hvort nægilegt hráefni
væri hér til leirhluta og postu-
línsgerðar.
Guðmundur Einarsson frá
Miðdal hefir í tómstundum sín-
um undanfarin 10 ár unnið að
slíkum rannsóknum, en þær
hafa verið af miklum vanefn-
um, og hann ekki sérfræðingur
á þessu sviði. Hefir hann þó í
þessu unnið mikið brautryðj-
endastarf.
Jóhannes !G. Nordal kom hing-
að í maí-byrjun. Hann er út-
skrifaður keramik - verkfræð-
ingur frá háskólanum í Sask-
atchewan, 24 ára að aldri. Fað-
ir hans, Hermann Nordal, flutt-
ist til Canada fyrir 32 árum og
er nú timburkaupmaður í Sask-
atchewan.
Hinn 10. maí lögðu þeir Guð-
mundur og Nordal í ferðalag
um landið til rannsókna og eru
þeir nýkomnir heim.
Hafði Alþýðublaðið tal af
þeim í gær og skýrðu þeir svo
frá för sinni:
Árangurinn af för okkar er
þegar á alt er litið, mjög góður.
Við höfum á 2| mánaðar
ferðalagi fundið nægilegt hrá-
efni til leir- og postulíns-gerðar,
en auk þess, höfum við fundið
litarefni til að vinna úr íslenzka
málningu, en eins og kunnugt
er, hefir Osvaldur Knudsen og
nokkrir aðrir málarameistarar
einkaleyfi til þess iðnaðar. Þá
höfum við og fundið alumin-
iumefni, sementsefni, og járn.
—Þetta er auðvitað alt í byrjun-
arstigi, en við teljum, að okkur
sé alveg óhætt að fullyrða
þetta.
Við tókum með okkur á ann-
að hundrað prufur, sem nú er
eftir að rannsaka til fulls.
Vig fórum f ferðalagið 10.
maí síðastl. og ferðuðumst um
suðvesturland í þrjár vikur, að-
allega um Reykjaþies, austur-
sveitirnar og Borgarfjörð.
Var það ætlun okkar þegar í
upphafi ferðalagsins, að vinna
úr og fullkomna árangurinn af
þeim rannsóknum, sem Guð-
mundur Einarsson hefir haft
með höndum síðustu 10 árin.
Við störfuðum auðvitað fyrst
og fremst að rannsóknum á
hráefnum til leir- og postulíns-
gerðar, en einnig söfnuðum
við meðfram sýnishornum fyrir
hina tilvonandi litaverksmiðju
og rannsökuðum einnig efni til
sementsgerðar.
Á þessu svæði er mjög mikið
af leirnámum og virðist leirinn
vera mjög góður. Sérstaklega
viljum við taka það fram, að
leirnámurnar á Reykjanesi, sem
þegar eru orðnar kunnar, hljóta
að þafa mikla þýðingu fyrir
þennan iðnað.
Næst fórum við um Vestur-
land, Snæfellsnes, Dali, alla
Vestfirði nema Jökulfirði.
Á þessum slóðum fundum við
næg hráefni fyrir postulíns- og
leir-hlutagerð, einnig fundum
við ágætan sementsleir á þrem
stöðum og góðar litamámur.
Þarna fundum við einnig alum-
iniumleir og járn. Teljum við
til dæmis, að það myndi borga
sig, að vinna aluminiumleirinn.
Og teljum við, að þama sé
mjög mikið af hráefnum til leir-
FJ0RUTIU ARA YFIRRÁÐUM
LIBERALA í QUEBEC LOKIÐ
Conservatívar hljóta 75 þingsæti
Liberal stjórnin aðeins 15.
í kosningunum í Quebec-fylki,
sem fóru fram í gær, vann
Union Nationale flokkurinn
hluta og postulínsgerðar, alum- uncjir forustu Maurice Duplessis,
inium og sementsgerðar og lit- conservatíva, stórkostlegan sig-
ur.
arvinnslu.
Til þessa hefir til dæmis vant-
að sementsleir nógu ríkan af
kísilsýru, en hann teljum við
okkur hafa fundið.
Loks fórum við um Norður-
og Norðausturland, og var ár-
angurinn af því ferðalagi einn-
ig alveg ágætur.
Union Nationale-flokkurinn
hlaut 75 þingsæti. Liberal God-
bout-stjórain aðeins 15.
Fimm ráðgjafar liberal stjórn-
arinnar féllu í valinn. Á meðal
þeirra var Adelard Godbout, for-
sætisráðherra.
Hvað veldur þessum pólitísku
Við álítum, að það muni taka straumhvörfum í fylkinu? Því
um þrjú ár að vinna úr og rann- | er, ef til vill, rétt lýst í orðum
saka til fullnustu þau mörgu Maurice Duplessis, foringja
sýnishorn, sem við höfum tek-1 Union Nationale-flokksins eftir
ið, en við teljum hins vegar, J kosninguna. — Honum fórust
að árangurinn af rannsóknar- þannig orð:
för okkar sé sá, að hægt sé að j “Ranglætisins og þeirra sem
hefja mikinn iðnað hér, og þá það hafa framið, er nú hengt;
fyrst og fremst framleiðslu á1 stríðinu er lokið. Heiðri fylkis-
leir- og postulínsvörum, en þó ins, sem í veði hefir lengi verið
einnig litaframleiðslu og sem- vegna óreiðu stjómarfarins, er
entsggrð. Einnig eru opnuð nú borgið.
ekilyrði til frekari rannsóknar j Fé almennings hefir of lengi
á aluminium-leir. j verið notað til þess er vér viljum
Rannsóknarferðum okkar er ekki minnast á á þessari sigur-
lokið að þessu sinni. Við förum
nú utan með sýnishornin til
framhaldsrannsóknar, Nordal til
Ameríkli og Guðmundur til
Þýzkalands. Við munum fara
um næstu mánaðamót.
“Eg tel skilyrðin til vinnslu
stund. Eg býð einn sem alla að
vinna með stjórninni, sem eg
veiti forstöðu, að því sem fylk-
inu og íbúum þess er til heilla og
heiðurs — og eigi síður þá,
sem óvinir vorir voru í gær, en
aðra.
Rannsókn á fjáróreiðu fylkis-
ins heldur áfram, ekki til þess að
þjóna flokkslund vorri, heldur
vegna fylkisins sjálfs. Union
Nationale flokkinum er ekki ant
um að ala á pólitískum ríg; það
er heill íbúanna sem hann metur
því meira.”
Liberal stjórn var búin að
vera 40 ár við völd í Quebec.
Síðustu árin, sem Taschereau-
stjómin réði lögum og lofum
var allskonar óreiða mjög að
fara í vöxt. Hún hafði verið
um 16 ár við völd og var farin
að halda sig ömgga hvað sem í
frammi var haft. Það er gamla
sagan af því, er stjórnir verða
um of mosavaxnar í sessi.
Það voru ekki eingöngu mút-
ur og þjófnaður, sem þama var
um að ræða, heldur voru kosn-
ingasvik og önnur lögleysa að
fara í vöxt. Um 250 manns
voru handteknir í þessum ný-
afstöðnu kosningum, sem sak-
aðir voru um nafnafölsun í
borginni Montreal.
landbúnaðarnámsins, sem þó
ekki standa í sambandi við burt-
fararprófið.
Halldór gekk undir samkepn-
ispróf þetta að loknu kandidats-
þessara hráefna alveg ágæt hér j prófinu og bar sigur úr býtum.
Hann hlaut því styrkinn, £300
til framhaldsnáms í tvö ár,
£150 hvort árið.
Halldór ráðgerir að fara utan
aftur á komanda hausti, en ekki
ráðinn í því ennþá, hvar hann
stundar framhaldsnámið.
Er það gleðilegt, þegar ís-
lenkzir stúdentar geta sér slíka
frægð erlendis, sem Halldór
Pálsson hefir gert hér.
—Mbl. 16. júlí.
og eg hefi grun um, að frekari
ransóknir geti opnað hér skil-
yrði, sem fáir hafa þorað að
vona,” segir Nordal.
“Eg hefi lagt það til,” segir
Guðmundur Einarsson, “að Nor-
dal verði ráðinn til framhalds-
rannsókna í 3 ár. Við eigum
enga vísindamenn í þessari
grein, allir vilja vera lögfræð-
ingar, læknar og prestar, og þó
liggur hér framtíð þjóðarinnar,
í að náttúrugæðin séu rannsök-
uð til fulls og nýtt.
“Eg tel ekkert vera því til
fyrirstöðu, að undirbúningur
að byggingu postulínsverksmiðj-
unnar fyrirhuguðu geti hafist í
haust.”—Mbl. 24. júlí.
FJÆR OG NÆR
íslenzkur stúdent fær
300 sterlp. námsverðlaun
Halldór Pálsson frá Guðlaugs-
stöðum í Húnaþingi er nýkom-
inn hingað þil landsins, eftir
þriggja ára landbúnaðarnám við
háskólann í Edinborg og kandi-
datsprófi loknu með ágætum
vitnisburði.
Að loknu stúdentsprófi 1933
fór Halldór á háskólann í Edin-
borg og lagði þar stund á land-
búnaðarnám. Aðalnámsgrein
hans var kvikfjárrækt og þá
einkum sauðfjárrækt. Námið
var bæði bóklegt og verklegt.
Bóklega námið fór aðallega
fram í fyrirlestrum, en hið verk-
lega á tilraunastofum, sem til-
heyra háskólanum. Auk þess
stundaði Halldór verklegt nám í
sveit á Skotlandi.
Halldór var 3 ár við nám á
háskólanum og lauk kandidats-
prófi í júnímánuði s. 1. með á-
gætum vitnisburði.
Við landbúnaðardeild háskól-
ans í Edinborg er sjóður tii
styrktar framhaldsnámi. Er ein-
um kandidat veittur styrkur úr
sjóðnum þriðja hvert ár. Styrk-
urinn er £300.
En til þess að ná í þenna
styrk þarf að ganga undir sam-
kepnispróf í ýmsum greinum
Stefán Scheving dáinn
Á mánudagsmorguninn var,
17. þ. m. andaðist á almenna-
sjúkrahúsinu hér í bæ hr. Stefán
IScheving, fyrverandi heiibrigðis-
umsjónarmaður bæjarins. Jarð-
arför hans fer fram frá Sam-
bandskirkjunni á föstudaginn
kemur þ. 21. kl. 2. e. h. Stefán
var fæddur 23. apríl 1865 á
Hólalandi í Borgarfirði í N.
Múlasýslu, og því rúmt 71 árs
að aldri. Faðir hans var Jón
Einarsson Scheving Stefánsson-
ar prests á Presthólum og Önnu
Stefánsdóttur prests á Sauða-
nesi. Er ætt sú fjölmenn bæði
hér og heima á ættjörðinni. —
Móðir Stefáns var Guðný Eiríks-
dóttir frá Kjólsvík, systir Guð
mundar Eiríkssonar föður
Högna og Eiríks er lengi bjuggu
í Laufási í Álftavatnsbygð. Tvo
bræður á Stefán á lífi, Grím
bónda við Garðar og Eirík er
heima á hjá frændfólki sínu í
Laufási.
* * *
Síðast liðinn mánudag kom
til bæjarins norðan úr Framnes-
bygð Paul Burton, fóstursonur
Mr. og Mrs. B. J. Homfjörð. —
Hann er að fara suður til Beloit,
Wis., að finna foreldra sína. —
Móðir hans er íslenzk og heitir
Rannveig, systir Mr. B. J. Horn-
fjörð; var faðir þeirra Jón Ein-
arsson bóndi 'í Hafnanesi í
Hornafirði. Mr. Burton gerir
ráð fyrir. að koma norður aftur,
nema því aðeins að honum lítist
sérstákleiga vel á sig syðra.
* * *
Marino Elíasson frá Árborg,
Man., var staddur nokkra und-
anfarna daga í bænum. Hann
var hér í útréttingum fyrir starf
sitt í vetur. Hann er ráðinn
kennari við Framnes-skóla og
hefst kenslan n. k. fimtudag.
* * *
Jóhann K. Johnson, Miss
Helen Johnson, Mr. og Mrs.
Kristján Tómasson, öll frá
Hekla P. O., Man., komu s. 1.
laugardag norðan frá Lundar og
Oakview, en þangað fóru þau í
byrjun síðustu viku. Heimleiðis
var haldið héðan s. 1. mánudag.
* * *
Dr. Richard Beck er kominn
til Ithaca, N. Y., isamkvæmt
bréfi sem vér fengum nýlega frá
honum. Dvelur h.ann við Fiske-
bókasafnið íslenzka við grúsk og
skrif fram í september.
* * *
Mrs. Jónína Anderson, 922
Sherburn St., Winnipeg, leggur
af stað í vikunni suður til Grand
Rapids, Mich. Hún fer að heim-
sækja börn sín þar syðra og
dvelur þar óákveðin tíma. Utan-
áskrift hennar verður fyrst um
sinn 336 Dickenson St., S. W.,
Grand Rapids, Mich.
« * «
Séra Guðm. Árnason frá
Lundar, Man., kom til bæjarins
í gærmorgun. Hann kom aust-
an frá Keewatin, messaði þar s.
1. sunnudag.
Ný bók
Fregnir frá Kaupmannahöfn
herma, að von sé á nýrri bók
eftir Guðmund Kamban f haust.
Bókin verður um Leif Eiríksson,
og kemur út hjá Gyldendal.
Kamban hefir nú dvalið er-
lendis tæpt ár. Hann hefir að
undanfömu dvalið í Berlín. í
þýzkum blöðum segir að samn-
ingar hafi farið fram milli hans
og stjórnenda leikhúsa í Berlín
um það, hvort eigi muni verða
kleift að sýna þar eitthvert af
leikritum hans.—Mbl. 19. júlí.