Heimskringla - 19.08.1936, Qupperneq 2
2. SÍÐA.
MEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 19. AGÚST, 1936
lÉieimskringlct
(Stofnuð 1888)
Kemur út á hverjum miðvikudegi.
Elgendur:
THE VIKING PRESS LTD.
853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg
Talsimis 86 537
Verð blaðslns er $3.00 árgangurlnn borglat
fyrlrfram. Allar borganlr sendlst:
THE VIKING PRESS LTD.___________
311 vlðsklfta bréí blaðinu aðlútandi sendist:
Manager THE VIKING PRESS LTD.
853 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjóri STEFAN EINARSSON
Utanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA
853 Sargent Ave., Winnipeg
“Heimskringla” is publiahed
and printed by
THE VIKING PRESS LTD.
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man.
Telepíione: 86 637
WINNIPEG, 19. ÁGÚST, 1936
B R É F J. P.
Heimskringla er þakklát Jónasi Páls-
syni hljómleikakennara fyrir gott og
skemtilegt bréf, sem birt var í síðasta
tölublaði. Eigi að síður skal við eitt atriði,
sem þar er haldið fram, gerð ofurlítil
athugasemd.
Bréfið gefur í skyn, að átakanlegir ann-
markar séu á því, að fá aðsendar greinar
birtar í íslenzku blöðunum. Ef þetta væri
sannleikur um “vel skrifaðar” greinar,
eins og bréfritari kemst að orði, væri því
ekki bótmælandi. En þar um segist Hkr.
að sínu leyti ekki sek.
Það er satt, að blöðin birta ekki nærri
alt, sem þeim berst. En hver mundi óska
þess? Greindur maður og smekkvís eins
og J. P. er, mundi trauðla taka því með
þolinmæði, jafnvel þó öðrum fremur sé
gæddur þeirri heilsusamlegu gáfu að geta
hent gaman að hlutunum.
í augum þess er þetta ritar, er það ef
tii vill einn stærsti kostur blaða, að hafa
hemil á því sem birt er.
Greinar sem við lög varða, eða skrif,
sem að málfæri til eru óalandi og óferj-
andi, eru það eina sem blöðin leggja
hömíur á að birta. Og hve strangt þau
fylgja þessu síðara boðorði, geta menn
dæmt um sjálfir, af sumu sem birt er. J.
P. viðurkennir og þetta óbeinlínis í grein
sinni þar sem hann minnist á “sum kvæð-
in”, sem blöðin flytji. Synd blaðanna er
ef til vill miklu fremur í því fólgin, að
þau birti ofmikið, séu ekki nógu vandlát.,
en hinu, að þau takmarki um of málfrelsi,
ekki sízt er um persónulegar deilur er að
ræða.
Blöð hafa skyldum að gegna gagnvart
lesendum sínum og kaupendum, eins og
J. P. segir. En sú skylda er ekki í því
fólgin, að þau birti hvert hleypidóma-rugl,
sem berst, eða séu málsvarar hvers þess,
sem troða þarf illsakir við náunga sinn.
Blöð eru ekki þröngsýn fyrir það, þó þau
gerist ekki boðberar hverrar óhlutvendni,
sem í mannlegu eðli býr. Af reynslu get
um vér um það dæmt, að menn senda
blöðum greinar, sem þeir vildu ekki sjálf-
ir nokkurs staðar flytja opinberlega, vegna
þess, að þeir skömmuðust sín fyrir það
Og svo er þess krafist af blöðum, að þau
séu máltúða annars eins.
Með greinum sem blöðum eru stundum
send, fylgja bréf, sem tilkynna að hö'
undar beri ábyrgð á hverju orði, sem hald-
ið sé fram. Fyrir lögunum gera höfundar
það ekki, heldur blaðið, fyrst og fremst.
Á þetta er sjaldnast litið, er blöðunum er
brugðið um, að þau séu “þrándur í götu”
málfrelsis.
Flest eða alt það lesmál, sem ekki hefir
fundið náð hjá blöðunum, má flokka sam-
kvæmt því, sem hér hefir verið bent á —
og eins það, sem J. P. minnist á, þó hér
verði þess ekki frekari grein gerð.
Heimskringla er að vísu ekki sammála
J. P. um sumt annað í bréfi hans. En
hún skoðar það í gamni sagt og tekur
þessvegna ekki hart á því eins og t. d. þvf,
að bragðgott sé að lesa eftir höfund einn
hér vestra er í Lögberg skrifar ærið, og
sem kynt sig hefir fremstan í flokki þeirra
er nefnast mega blöðútbíandi skriffinnar.
En þetta hefir eflaust orðið J. P. á óafvit-
andi af því að hann les ekki Lögberg
gaumgæfilega, svo hér skal ekki orðlengt
um það.
Þó Heimskringla hafi skoðað það nauð-
synlegt, að gera þessa athugasemd við
grein J. P. um afstöðu blaðanna til mál-
frelsis, vonar hún, að bréfritinn lfti ekki á
það, sem ónot í hans garð. Og hún vill
fullvissa hann um það, að gefi nokkurt
orð tilefni til þess, þá sé það ofsagt. —
Henni geðjaðist vel að anda bréfsins; þaí
var hressandi og gamansamt og hún get-
ur fullyrt, að lesendur hennar hafa haft
skemtun af að lesa það.
Heimskringla á því láni að fagna, að í
hana skrifa nú margir hér vestra ágætar
greinar og bréf. Það innlegg þakkar hún
og vildi heldur að áfram héldist, en hitt.
Hverrar skoðunar menn eru, gerir ekk
vitund til, eins lengi og stilt er í hóf ui>
rithátt.
SPÁ-ATKVÆÐAGREIÐSLAN
Það er nú aðeins hálfur þriðji mánuður
þar til forsetakosningar fara fram í
Bandaríkjunum. Og spá-atkvæðagreiðsla
(straw-vote), um hver setjast muni í
forseta-stólinn, hefir farið fram. Slíkt er
orðið að landfarsótt í hverjum forseta-
kosningum. En rætast þær spár og hefir
þessi málamynda-atkvæðagreisla nokkui
gildi? Þó skrítið kunni að virðast, eru
úrslit þeirra oft mjög hin sömu og í al-
mennum kosningum. Árin 1929 og 1932
munaði sama Sem engu um að spá-
atkvæðagreiðslan rættist, er Hoover og
Roosevelt voru kosnir.
Nú sýnir spá-atkvæðagreislan þá mikið
til jafna, Landon og Roosevelt. Hinum
síðarnefnda vegnar þó ögn betur, en á-
kaflega lítið.
En svo sögunni sé haldið áfram, er for-
seti Bandaríkjanna ekki kosinn með al-
mennu atkvæði, heldur af kjörnefnd
(electors), sem er jafnmörgum skipuð og
fulltrúar efri og neðri-deildar þingsins frá
hverju fylki á Washington-þinginu eru.
Þetta er gert til þess, að þingmenn eða
stjórnarembættismenn ráði engu um for-
setakosninguna. Þessi kjörnefnd er mis-
jafnlega mannmörg í hverju fylki. í New
York eru flestir í henni, 47, í Nevada fæst-
ir, aðeins 3; alls eru í kjörnefnd 531 menn,
svo forseti verður að hafa 266 atkvæði til
þess að ná kosningu. En forseta-efnið,
sem í meiri hluta er í hverju fylki, hlýtur
tölu allra atkvæða í fylkinu. Er auðséð
af því, hve langt getur stundum verið frá
því, aö‘ forsetinn sé kosinn af meiri hluta
þjóðarinnar.
Eins og spákosningin ber með sér og
vitanlegt er, eru suðurríkin tólf með
Roosevelt. Þau hafa fylgt demókrötum
frá tímum borgarastríðsins, nema hvað
nokkur þeirra veittu HOover að málum
1928, á móti A1 Smith, aðallega vegna
þess, að iSmith var kaþólskur. En þessir
glötuðu synir komu aftur heim til föður
húsanna, demokrataflokksins í kosning-
unum 1932 og kusu Roosevelt. í sumum
þessara ríkja, Mississippi t. d. hefir
Roosevelt 90 atkvæði, en Landon 10; í
Suður-Carolina hefir hann 86 á móti 14.
En þó sigur Roosevelts sé nú þama mikill,
er Landon í talsverðum meiri hluta í Ný-
Englands fylkjunum. Þau eru nú nálega
eins viss að vera með Landon og Suður-
ríkin með Roosevelt, og fylgið sem Roose-
velt naut þar í síðustu kosningum, virðist
farið, af spá-atkvæðinu að dæma.
Eftir eru þá vestur fylkin og iðnaðar-
fylkin milli New York og Illinois. í þeim
falla spá-atkvæðin ótrúlega jafnt í hluta
Landons og Roosevelts. Vesturfylkin voru
æði eindregin síðast með Roosevelt, en
eitthvað virði^t hann hafa tapað þar. —
Þess er getið til, að það eigi rætur að
rekja til þess, að uppbótin sem bændum
var þar greidd fyrir að takmarka fram-
leiðslu sína, er nú úr sögunni, síðan A.
A. A. lögin vom dæmd ógild af hæstarétti.
En nú lofa bæði forseta-efnin ýmsum
fríðindum þar. Landon er og frá Kansas.
Að hann eigi fylgi í miðvesturfylkjunum,
eins og spá-atkvæðin sýna, er því ekki
mót von. í New York, Pennsylvania,
Michigan o g Illinois, eru spá-atkvæðin
talsvert jöfn. Nokkur þúsund atkvæði í
hverju þessara fylkja, geta ráðið úrslitum.
Spá-atkvæðin skiftast aðallega milli
Landon og Roosevelts. William Lemke,
radikali hlýtur aðeins 3.4% af þeim. Og
Norman Thomas sósíalistinn 1.5%. Mr.
Lemke, sem bæði Father Coughlin og dr.
Townsend, sem frægur er fyrir ellistyrks-
tillögur sínar, fylgja, hlaut 15% atkvæða
í heimafylki sínu, Norður-Dakota.
Henrik Ibsen var mjög nærsýnn. Ein-
hverju sinni sá hann marga menn vera
að lesa einhverja götuauglýsingu. Hann
gekk þangað, en vegna þess að hann
hafði gleymt gleraugum sínum heima, sá
hann ekki hvað á auglýsingunni stóð.
Hann sneri sér því að manni þar og
spurði:
•— Hvað stendur þama?
— Það veit eg ekki fremur en þér
svaraði hinn, því að eg er líka ólæs.—Mbl.
ÍSLANDS- MINNI
Ræða eftir séra Jakob Jónsson, flutt á
fslendingadiaginn í Wynyard
3. ágúst, 1936
Heima á íslandi eru það aðallega þrír
dagar, sem hafa barist um völdin í með-
vitund almennings, sem þjóðhátíðisdag-
ar. Það eru 17. júní, fæðingardagur
Jóns Sigurðssonar forseta, 2. ágúst, sem
er afmælisdagur hinnar fyrstu íslenzku
stjórnarskrár og loks 1. desember, sá
dagur sem sambandslögin við Danmörku
gengu í gildi (1918). Á þeim degi verður
ísland aftur sjálfstætt ríki, óháð öðrum
þjóðum. Sá dagur, sem eg nefndi síð-
ast, fullveldisdagurinn, -skipar nú með
þjóðinni æðsta sessinn. Allir þessir dag-
ar eru í föstu samhengi. Þeir eru allir
tengdir sjálfstæðisbaráttu íslenzkrar þjóð-
ar. 17. júní er fæðingardagur þess manns-
ins, sem bezt og ötullegast hefir fyrir
sjálfstæðinu barist, 2. ágú|st minnir á
þann árangur, sem náðst hafði á öldinni
sem leið, en 1. desember táknar loka-
áfangann, fullveldið sjálft, sem ekki náð-
ist fyr en á þessari öld. Það er ekki
nema eðlilegt, að flestir íslendingar vest-
an hafs hafi valið 2. ágúst sem sinn aðal
hátíðisdag, því að þangað var sjálfstæðis-
baráttunni komið, þegar vesturfarir stóðu
sem hæzt. Svo sem kunnugt er, var
fyrsti íslendingadagur haldinn í Mil-
waukee 2. ágúst árið 1874. Tvenn rök
fylgdu engli þeim. Annars vegar var
löngun manna til að halda áfram að
leggja rækt við þjóðerni sitt og tungu.
Hins vegar var það fögnuðurinn yfir vel-
gengni ættjarðarinnar, þráin til að sam-
gleðjast bræðrunum heima yfir unnum
sigrum í baráttunni fyrir tilveru sinni
sem sjálfstæðrí þjóð. Enn þann dag í
dag á þetta að vera meginhugsun hvers
íslendingadags. Þetta er alvara að baki
gamninu. Vér höfum komið hér saman
til skemtunar, en að baki þeirrar skemt-
unar er löngun til samneytis við íslenzka
menn, frændur og vini. Hér viljum vér
láta íslenzkt mál hljóma, hér hittist fólk-
ið til að minnast liðinnar tíðar, rif ja upp
fyrri samverustundir, ýmist frá íslands
ströndum og dölum eða frá fornbýlings-
árum hins nýja lands. En jafnframt
þessu hverfur hugurinn heim. Minni' ís-
lands þýðir það, að munað sé eftir ís-
landi. Þess vegna er ekki aðeins ein
ræða, heldur samkoman sem heild minni
íslands. Hugurinn Ihverfur heim. Hug-
urinn horfir í austur-átt. Eins og Jónas
Hallgrímsson forðum bað sunnanvindinn
fyrir kveðju til íslands, þannig biðjum
vér nú vestanvindinn um það sama, og
ef vér værum stödd austur á Atlants-
hafsströnd, þá myndum vér hvísla hinni
sömu bón að öldunum, þegar—
“Á sjónum allar bárur smáar rísa
og flykkjast heim að fögru landi ísa,
að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum.
Ó! heilsið öllum heima rómi blíðum
um hæð og sund í drottins ást og friði.
Kyrrið þið bárur bát á fiskimiði,
blásið þið, vindar! hlýtt á kinnum
fríðum.”
Að þessu leyti stöndum vér enn í spor-
um þeirra, sem héldu hinn fyrsta íslend-
ingadag fyrir 62 árum. En hvað er um
hitt atriðið, sém er undirstaða íslendinga-
dagsins fyrsta? Erum vér að halda há-
tíð til þess að íagna yfir nýjum sigrum
íslenzku þjóðarinnar? Finst oss, að þar
sé enn hin sama ástæða til þess að halda
hátíð til þess að samgleðjast bræðrun-
um heima yf'ir framförum í þjóðlífinu og
vaxandi sjálfstæði? Hvemig er í fáum
orðum sagt viðhorf Vestur-íslendinga
gagnvart gamla landinu, eins og það er
nú.
Það mætti halda margar ræður um
þetta atriði, ef alt ætti að taka til grelna.
— En svo mikið er hægt að fullyrða,
að ekki er viðhorf allra manna það sama.
Eg vil gera ráð fyrir því, að álit manna
á landinu og þjóðinni grundvallist fyrst
og fremst á því, sem menn telja sig um
hana vita. Menn fá bréf að heiman, lesa
bækur og blöð, og þeir, sem það geta
veitt sér, fara sjálfir heim til gamla lands-
ins. Af öllu þessu mynda menn sér svo
skoðanir sínar. Einmitt núna síðustu
mánuðina hefir verið um það ritað í
Winnipeg-blöðunum, hvaða lálit á ís-
landi sé réttast. Þær umræður hafa aðal-
lega spunnist af fyrirlestri Dr. Jóhannes-
ar Pálssonar, þeim er hann hélt um ís-
landsför sína. Það erindi hefir aldrei ver-
ið prentað, svo að eg vil leiða minn hest
hjá því að dæma um það til né frá. En
eins vil eg minnast, að Dr.
Pálsson og Tryggvi Athelstan,
sem líka hefir látið til sín
heyra, eru ekki einu landarnir,
sem til íslands hafa komið á
síðari árum. Sjálfur Ihefi eg
nú orðið hitt marga menn,
karla og konur, sem hafa látið
í ljósi álit sitt á íslandi og það
er út frá þeim samtölum, sem
hugleiSingar mínar í þessari
ræSu eru sprottnar.
Þegar eg rifja upp það sem
af landinu, eins og Hrafna-
Flóki.
Nú hefi eg spurt sjálfan mig
hvað geti valdið þessu? Og
mér hefir fundist—af viðkynn-
ingu við marga menn, sem það
sé næsta eðlilegt, þó að ýmsir
verði fyrir vonbrigðum, þegar
þeir fara heim. Til þess að
skýra það nánar ætla eg að
reyna að draga upp mynd af
öldruðum /íslendingi, sem fer
heim til að kynnast æskustöðv-
við mig hefir verið sagt af, um sínum.
austurförum, kemur mér í hug
sagan af Hrafna-Flóka. Hann
var einn hinna fyrstu Norð-
manna, sem til íslands komu,
dvaldi þar nokkuð á þriðja ár
og hvarf síðan aftur. Landið
var þá óbygt. En þegar hann
og förunautar hans komu utan
aftur til Noregs, voru þeir
spurðir um landið. Flóki lét
illa yfir, en Þórólfur skipverji
hans sagði, að þar drypi smjör
af hverju strái, því er þeir hefðu
séð. En herjólfur sagði kost og
löst á landinu.
Þaraa voru þrír menn; allir
höfðu af svipaðri reynslu að
segja, en þó urðu þeir ekki bet-
ur sammála, þegar til kom. Að
öllum líkindum þeikkti ' þó
Herjólfur landið bezt. Land-
náma segir, að þeir hafi dvalið
á Vestfjörðum hið fyrsta sumar
eða part úr sumri. Það sum-
ar var gott, fénaðurinn gekk
sjálfala, en þeir félagar lifðu
áhyggjulausu lífi við veiðar í
ám og vötnum. Veturinn var
aftur á móti harður og þá skorti
hey, svo að fénaður þeirra féll.
Næsta sumar leggja þeir á stað
suður á bóginn; í byrjun ferð-
ar hrekur Herjólf frá þeim,
svo að hann fer landveg suður
og mætir þeim í Hafnarfirði.
Mun sú för hafa veitt honum
meiri þekkingu á landskostum.
Þeir Flóki fundu stórhveli rekið
á Hvaleyri. Urðu þeir síðan
vetrartíma í Borgarfirði, einni
af búsældarlegustu sveitum
landsins. Þegar þeir loks héldu
Hann er búinn að dreyma um
þessa för í mörg ár. Þegar
hann sér íslenzk fjöll koma upp
yfir sjónhringinn, er • honum
innan brjósts eins og barni, sem
sér móður sína standa með op-
inn faðminn í bæjardyrunum.
Hann er hrærður inn að dýpstu
Ihjartarótum, þegar skipið legg-
ur að bryggju. Ef til vill er
þetta helgasta stundin í lífi
hans, og þegar hann gengur
niður landgöngubrúna, er hon-
um innanbrjósts eins og hann
sé að taka heilaga vígslu. Hann
sér fólkið, sem safnast saman
á hafnarbakkanum; þetta eru
íslendingar, þjóðin hans, bræð-
ur hans og systur. Hann lang-
ar til að taka þá í faðm sér og
segja þeim frá sínum leynda
fögnuði.
En þetta er svo hversdags-
legur atburður við höfnina, að
ókunnugur maður komi utan
úr skipi og fari í land, að fólkið
veitir því enga sérstaka athygli.
Þeir sem hann yrðir á, svara
Ihonum almennilega og kurteis-
lega, gefa honum þær upplýs-
ingar, sem hann vill fá, en hann
finnur ekki það bergmál, sem
hann þráir. Svo fer hann að
ferðast um landið og loks kem-
ur hann í sína eigin sveit. Þar
finst honum sem fólkið hljóti að
opna ekki aðeins hús og faðm,
heldur hjörtu sín fyrir hinu
endurheimta barni bygðarinnar.
Svo ihefir það líka oftast verið.
Eg vil aðeins minna á frásagn-
ir blaðanna um það, hvernig
áfram til Noregs, höfðu þeir Þingeyingar tóku Jakobínu
séð, eins og Herjólfur sagði,
kost og löst á landinu. Þeir
höfðu séð sólríkt sumar og
svalkaldan vetur, auðugt land
og veiði í vötnum og sjó, eyði-
legt af árásum íss og gadds.
Þórólfur mundi kostina bezt.
Hann siá smjörið drjúpa af strá-
unum, með öðrum orðum, hann
sá óendanlega möguleika fyrir
landbúnað og kvikfjárrækt..
Hrafna-Flóki lét illa yfir öllu.
Hann gleymdi sólskininu, gróðr-
inum, veiðinni, fegurðinni af öllu
því góða, meira að segja hvaln-
um. En hann mundi ísinn og
erfiðleikana. En af hverju
skáldi og þeim bræðrum, séra
Albert og Hannesi Kristjáns-
syni, þegar þau komu heim.
Þar var áreiðanlega um annað
og meira að ræða en viðhöfn
fyrir siðjasakir. En svo mun.
líka eiga sér stað, að gesturinn
komi “að tómum kofum”; fólk-
ið sem bezt þekti ætt hans, er
horfið á braut, það eru engir á
lífi, sem af djúpri hluttekningu
geta átt með honum helgar
stundir í orðsins sannasta skiln-
ingi og kropið með honum
frammi fyrir helgidómum horf-
innar bemsku. Hann er ó-
kunnugur maður á sínu gamla
komu gallarnir svo illa við heimili.
hann? Af hverju gerðu þeirj Qg æskustöðvarnar sjálfar
svo dimt í huga honum að alt hafa breyzt, eða þá að þar kem-
það góða varð að engu? Það ur f ijós> að sú myn(J) sem
var vegna þess, að hans eiginjihafði grópast í barnsh’ugann,
hugmyndir höfðu rekist á sjálf- 1 mótast og fegrast fram á full-
an veruleikann og beðið ósigur j orðinsár, svaraði ekki til veru-
fyrir honum. Sökin var hjá i leikans. Hóllinn, sem í minn-
sjálfum honum; vonbrigðin áttu ingunum var svo stór, varð að
ekki eingöngu rót sína að rekja
til íssins og harðindanna, heldur
til þess, að hann hafði bygt á
barnalegum hugmyndum. Vet-
urinn hefði ekki orðið honum
svo þung Iraun, ef hann hefði
nennt að skilja.ástæðurnar fyr-
ir honum, og ef hann hefði
reynt að átta sig á veruleikan-
um í stað þess að þurka út úr
meðvitund sinni alt annað en
sínar eigin hugmyndir um vet-
ur-laust land.
Eg hefi fundið meðal Vestur-
íslendinga frændur þeirra allra,
Þórólfs, Herjólfs og Flóka. Eg
hefi heyrt menn segja kost og
löst á landinu og lífi þjóðarinn-
ar. Eg hefi hlustað á aðra,
sem sjá helzt ekki nema smjör-
ið og loks eru þeir sem sjá
enga framtíðarmöguleika. Þeim
finst flest heima svo lítilfjör-
legt og smáskítlegt—alt vera á
leiðinni norður og niður fyrir
sakir óstjómar og heimsku, leti
og lítilmensku. Þeir lýsa göll-
unum dökkum litum og láta illa
dálítilli þúfu, tjömin, sem áður
táknaði heimshöfin, var nú of-
urlítill pollur eða jafnvel mold-
arflag. Gömlu torfbæirnir voru
viknir fyrir steinsteypuhúsinu,
o. s. frv.
Og hvað leiðir svo af öllu
þessu? Fyrst og fremst leið-
indi og óánægju og sár von-
brigði. En þessi vonbrigði setja
svo gleraugu á .nasir gestinum
— gleraugu, sem lita alt, sem
hann horfir á. Fyrst þegar
hann kom, var hann líkur
Hrafna-Flóka í því, að hann
átti von á eilífu sumri árið um
kring. Myndin, sem hann hafði
búið til í huga sér, var alveg
gallalaus. En landið og þjóðin
var þá ekki gallalaus með öllu,
þegar til kom. En nú fer svo
fyrir gestinum, sem hefir feng-
ið gleraugu vonbrigðanma á
masir að hann sér hið lakara
margfaldast, en hið betra minka
að sama skapi. Hann gleymir
fjölmörgum þeim, sem hafa tek-
ið í hönd hans, en man betur