Heimskringla - 16.09.1936, Page 2
2. SEDA.
HEIMSKRINGLA
SÉRA MATTHÍAS HEIMA
Bezta dygð er bindipdi
bezta nafnið kærleiki,
bezta hygni hreinskilni,
hæðsta speki guðrækni.
M. J.
Amma mín, hver er þessi
Matthías Jochumsson, sem fólk-
ið talar svo mikið um nú á tím-
um? spurði Ninna litla.
Nú, hann var skáld og prestur
á íslandi, svaraði amma, og sá
bezti maður, senr þjóðin hefir
átt. Eg held engin þjóð hafi átt
jafn góðan mann. Hann var
kærleikans maður, sem elskaði
alla menn og allar þjóðir; svo
elskar þjóðin hann og heiðrar
nú og blessar minning hans.
Skáldaði hann mikið? spurði
Ninna.
Já skáldverk hans «ru bæði
mikil og góð, en af því þú ert
svo
legan fríðleik og aðlaðandi við-
mót. Já, hann var þeim ást-
ríkur faðir, jafnvel þjónustu
fólkið fanst það vera í ástríkum
foreldra höndum. Spekingurinn
sagði: Markaðu manninn af
heimilislífi hans.
Stundum var það þegar Matt-
hías kom úr lestrarstofu sinni,
að smábömin hópuðust utan
um hann með gleðilátum; hann
settist þá í íhægindastólinn. Það
yngsta er nú í faðmi hans, hin
næstu tvö setur hann sitt i
hvert kné, en meðan þetta fer
fram, er Gunnar litli komin á
bak Ihonum, dinglar fótum yfir
axlir hans og byrjar að syngja.
Hér var Matthías í Paradís á-
nægjunnar. Nú var mikið um
gleði og blíðu og tæpitungu og
gælunöfn. Þetta eru mínar
beztu hvíldar stundir, segir
hann. Eftir nokkra stund
sprettur hann á fætur og hrist-
ir af sér byrði sína, en börnin
ung, ætla eg einungis nð 0g taka nú til áð faðma
segja þér frá lyndiseinkennum fætur hans. Þá segir hann: —
hans, heimilislífi og dagfari. | Pabbi ætlar nú að ganga út litla
Hann var mesti geðprýðis mað- J S|;UI1(j sár jjj hressingar. Þá létu
ur, síglaður, lítillátur, blíður, þau hann íausan. Hann flýtir
frjáls, fjörugur og fyndinn. Allir gér nú á gtag, en mætir bráð-
fundu þar ástríkan föður og ein- ]ega ráðsmanni sínum. Þeir
lægan vin. Þegar hann heim- heiisast vmalega og tala nokk-
sótti hina sorgmæddu voru orð ur org um veðrið og útlit þess,
hans svo blíð og nákvæm, há-
fleyg og björt af ljósi kærleik-
ans, að skuggar sorgarinnar
hurfu, en huggun og gleði fylti
hjörtun. Þegar lítilmagninn
kom til hans, voru orð hans svo
góðgjörn og uppöríandi. Mað-
urinn fann hugarstyrk og mátt,
sem gerði honum næsta áfanga
lífsins léttari og auðveldari; og
sönnuðust á honum orð Jobs er
hann segir: Blessunarósk aum-
ingjans kom yfir mig, hjarta
ekkjunnar fylti eg fögnuði. Job,
29. kap.
Þegar hann mætti hinum
breisku eða hrösuðu, var sem
hann opnaði þeim kærleiksfaðm
af vorkun, og blíðuorð komu af
vörum hans. Eg dæmi þig ekki
en bæt ráð þitt. Slíkir menn
fóru heim til sín með hjartað
fult af iðrunar og þakklætistár-
um. Eins var heimilið. Þar
ríkti ótæmandi glaðværð, eining
og friður. Konan hans merka
og góða var honum alt í öllu og
óvíst er, að hann hefði náð hinu
mikla andlega víðsýni í ljóðum
sínum og sálmum fyrir utan
hennar samúð, hjarta gæzku og
heimilis önnun, enda segir hann
í Ijóði:
Ljúfa stoð í lífs míns þraut,
liljan mín á þyrnibraut.
Hann vissulega fann styrk og
gleði við hlið hennar. Börn
þeirra voru orðlögð fyrir yndis- 1
svo segir séra Matthías: Held-
urðu, Jón minn, að miljónir
okkar endist mánuðin út, eg
hefi þurft að brúka töluvert af
peningum þessar síðuStu vikur.
! Jón fór að hlægja. Eg held
það, svaraði hann. Við verðum
að láta það endast.
i Já, þetta er rétt, sagði Matth.
Þú ert ekki eins og ráðsmaður-
inn sem hélt strangan reikning
yfir það sem aldrei var keypt og
ekki,hægt að kaupa. En það
sem keypt var og stóð óborgað,
j var hann ekki að tef ja sig við að
halda reikning yfir.
Jón hló. Hann var ekki Norð-
lendingur, segir hann.
Nei, hann var Skoti, svaraði
^ Matthfas. Þeir eru stunldum
, lítið eitt sérvitrir þessir bless-
aðir H'álendingar þar syðra. En
þú hefir harðfisk meðferðis.
Já, fáeina, sagði Jón.
En berðu þá ekki svo mikið,
' að þeir skræki, sagði Matthías.
Jón brosti. Nei, það geri eg
ekki, sagði hann. En eg ætlaði
að spyrja yður hvernig í ósköp-
unum fór maðurinn að halda
reikning yfir það sem ekkert
var?
Það skal eg segja þér, sagði
Matthías. Hann var allatíð að
plana allskonar stórræði fyrir
heimilið og lána peninga tii
þess. Hann reiknaði það alt út
hvað mikið þyrfti að borga á
mánuði hverjum og svo allatíð
minna eftir því sem renturnar
TILKYNNING, NÝ ÖLTEGUND
RIEDLE’S
EXPORT
-BEER-
óviðjafnanleg að gæðum og bragði
Brugguð og sett á flöskur af
The Riedle Brewery
undir óháðri eign og stjórn *
Fæst í áfengisbúðum stjórnarinnar, Bjórstofum,
Klúbbum og hjá Bjórsölum. Eða símið beint—
57 241 eða 57 242
STYRKIÐ ATVINNUMÁL MANITOBA
This advertisment is not inserted. by the Government Liquor Control Commission. The
Commission is not responsible ]or statements made as to quality of products advertised.
mínkuðu. Eg er viss um ^agði
maðurinn, við getum hæglega
borgað þetta lítilræði á sextíu
árum. Nú hló Jón góðan hlát-
ur, en svona voru jsmásögur
hans. Manni kom til hugar tal-
andi skáld.
Það var löngun hjarta hans,
að lífga og gleðja og ætíð syngj-
andi í lágum róm er hann var á
gangi. Gleði trúarinimr var svo
hýr og hrein í hjarta hans, það
varð að lofsöng. Ef hann þá
mætti manni eða konu, sem
komu frá erfiði dagsins, þreytt
og daufleg, þá var auðvitað að
lífga þau upp með fáeinum orð-
um af saklausu spaugi, stuttri
sögu, eða litlu Ijóði. Þessi and-
lit urðu nú brosandi með fjör í
augum. Þannig var lund hans
og dagfar, sem fagurt og gleðj-
andi blóm á þyrniveg lífsins. —
Kærleiks-lind hjarta hans var
allatíð yfirfljótandi.
í samsætum var hann glaður,
mælskur, fjörugur og fyndinn,
hinn feimni maður fann djörf-
ung og hugrekki í nærveru
ha-ns, því hann talaði við alla,
sem aldavini. Að heyra séra
Matthías prédika, var hreinasta
yndi. Miskun guðs og náð hans
í Kristi var hoTiumm tamast að
tala um; samt dró hann ekkert
af hegning syndanna, þvert á
móti sagði hann, að sársauki og
sorgir væru afleiðing syndanna.
Matthías átti vitra og guðelsk-
andi móðir, sem hann unni hug-
ástum og hún honum. Hann
segir í kvæði:
Mitt andans skrúð
var skorið af þér
sú skyrtan bezt
hefir dugað mér.
Við móðurbrjóstið lærði hann
fyrsta tón söngva sinna, blíðu
kærleikans. Mörg spakmæli
kom hann með, sem standa um
aldur og æfi. Hann segir á ein-
um stað:
Hvað er list og lærdóms þvaður
ef lærurðu ekki að vera maður.
Hann gerði lítið úr því, sem
menn álíta það bezta, ef þeir
sjálfir eru ekki sannir menn. —
Hann segir líka:
Að vera læknir lífsins meina
er listin miklá, stóra, eina.
Þessa list kunni hann; að
græða hjarta sárin með ilmjurt
kærleikans og þerra trega tárin
með líndúk manngæskunnar. —
Hann segir á einum stað: Kær-
leikurinn er margfalt vitrari en
gáfurnar; þar meinti hann, kær-
leikurinn inniheldur hinar sönnu
gáfur: • Að breyta við aðra eins
og vér viljum að aðrir breyti við
oss. Öll hans miklu rítverk eru
bæði háfleyg og djúp, björt og
viðkvæm, hrein og heilbrigð
hýr og blíð, en lyfting kærleik-
ans er lífið og sálin í öllu hans
verki. Það er sá andlegi raf-
segull, sem dregur hjarta þjóð-
arinnar á sitt vald, svo ávöxtur-
inn af hans miklu og góðu hæfi-
leikum verður þjóðinni til ævar-
andi uppbyggingar og blessunar.
Matthías var maður bænræk-
in, hann skildi af eigin reynd,
þvílík blessun, styrkur og gleði
bænin er; hann segir:
Engin vani,
Ekkert verk,
Er sem bænin,
Hrein og sterk.
Dýrmætt hér í heimi —
Gleymdu aldrei þessu þú,
Því sú tíð sem líður nú,
öll er öfugstreymi.
Meistarinn góði segir: Þér
munuð Jfinna sannleikann og
sannleikurinn mun gera yður
frjálsa.
Matthías lifði í frelsi sann-
leikans, laus við eigingimi og
alt sem þeirri lágu hvöt fylgir.
Þar sem hann talar um skóla-
lærdómin, með þess glæsilegu
framtíðar vonum, segir hann:
Hvað varð úr því öllu?
Last og hrós,
óró blekking,
trufl og villuljós.
Ennfremur segir hann:
Hvað er jafnvel höndum tekið
hnoss,
hismi, bóla, ský, sem gabbar oss.
Þótt þú vinnir gjörvalt heims-
ins glis, grípur þú samt aldrei
nema fis. Þetta segir hann um
auð og metorð. Skólalærdóm-
inn hafði hann sem hliðsjón,
aðal efnið í hugsjón hans var að
planta mannkosti, lyfta þjóðinni
á hærra stig, losa menn við eig-
ingirni, kenna þeim bróðurelsku,
því hann sjálfur elskaði frið og
réttlæti. En honum sámaið
öfugstreymi tíðarandans, eins
og spámönnum á fyrri tímum.
Já, hann var spámaður drottins,
langt fyrir ofan hégómann,
stéttaríg og landsmálaþras. En
þessi mannvinur stóð á andlegri
hæð, með kenning réttvísinnar
og sannleikans, að gera ménn
hæfa til að stjórna málum sín-
um með vizku friðarins, en ekki
ójöfnuði eins og þjóðum er hætt
við, sem reyrðar hafa verið með
ófrelsisböndum um margar ald-
ir. Þegar loksins frelsið er
fengið þá liggur við að það sé
misbrúkað. Matthías vildi koma
í veg fyrir þetta með kristilegri
jafnaðar hugmynd.
Hann var ekki ríkur af ver-
aldar auði, því hugsun hans var
við það æðra og hærra; hann
skildi orð lífsins. Maðurinn lif-
ir ekki af einu samanm brauði,
heldur af sérhverju guðsorði og
hann átti miljónir af andlegum
kærleiks auð og hann gaf þjóð-
inni miljónir sínar, svo nú er
þjóðin margfalt ríkari af kær-
leika með dygðum hans og kost -
um enda er til þess tekið um
heim allan, hvað íslenzka þjóðin
er rík af góðvilja og bróðurhug
til allra og sýnir það óspart í
verkinu; eins og Edison lýsti
upp heiminn með rafljósum sín-
um og menn þakka guði fyrir þá
dýrðlegu uppgötvun eða afhjúp-
un sannleikans í þessum sýni-
lega heimi, sem mætti metast
guðsgjöf. Menn ferðast nú um
heimin í björtu ljósi, nótt sem
dag og þakka guði fyrir mann-
inn, sem því kom til leiðar.
Og ekki alt með því, heldur er
fallið heilt herlið af hj'átrú
myrkursins og myrkfælni. Eins
hefir séra Matthías leitt hið
•
andlega ljós kærleikans og gleð-
innar inn í hugsanaheim fólks-
ins svo nú er þar bjartur dagur
hugsjóna og góðmensku. Samt
sem áður gerið nú ennþiá betur
þjóðin mín. Reisið nú trúar-
skáldinu minningar-musteri í
yðar eigin hjörtum, hreint og
fágað, guði vígt. Setjum svo að
þjóðirnar vöknuðu til einlægrar
lífernis betrunar og að menn
fyndu löngun til að afnema
ýmsan synda-vana, sem úienn
til þessa hafa verið blindir fyrir,
en lifðu daglega kristilegu lífi,
setjum svo að menn byrjuðu
með því að leggja niður allan
ljótan munnsöfnuð, bölv og for-
mælingar, þetta gæfurán og
hamingju tap; setjum svo að of-
drykkjan legðist niður, þessi
eyðilegging manndóms’ og tím-
anlegrar velgengni; setjum svo
að reiði og hatur, fals og slað-
ur legðist niður, þetta herlið
vonzkunnar með biturt sverð
heimskunnar; setjum ;svo að öll
hrekkvísi í viðskiftum og öll lýgi
legðist niðm-.
Merkur kenhimaður éagði ný-
lega að svika-pukrið í kaupum
og sölum þjóðanna, væri að slíta
niður og eyðileggja uppistöðuna
í vef viðskiftanna og þetta væri
óbætandi tjón landi og lýð, því
drottinn heimtar réttiæti. Setj-
um svo að þjóðimar tækju upp
frómlyndi í öllum viðskiftum.
Máltakið segir fegursta rós eY
frómlyndis hönd, öriát og gleðj-
andi. Taktu upp bindindi, með
þess blessunarríku fyrirheitum
friðar og Velgengni, hreinlyndi
og sannindi, svalandi lífs blæ.
Legðu gott til allra, það er að
breyta við aðra eins og vér vilj-
um að aðrir breyti við oss.
Heimilislífið væri friður, gleði,
kurteisi, góðvilji; allir þjónuðu
hver öðrum í kærieika. Setjum
svo að íslenzka þjóðin tæki þátt
í þessari umvending að því leyti,
sem hún er í þörf fyrir það,
tæki upp kristilegt líf daglega,
sanna guðrækni, sem hefir guð
og bænina með sér alstaðar og
í öllu og reyndi þá æðstu sælu
sem maðurinn getur notið í
heimi þessum . Þetta var dag-
leg fyrirbæn trúarskáldsins, að
þjóðin mætti verða sannkristin,
siðfáguð þjóð, sem stundaði
dygðir kærleikans. Þá vissi
hann að guð vegsamaðist fyrir
tár hans og bænir, þá er ósk
hans uppfylt og þakklætisskuld-
in greidd hjartfólgna trúarskáld-
inu.
Það er sagt að Matthías hafi
aldrei ort ljóta vísu, sem sýnir
hans gullvægu geðprýði; því
vanalega eru ljótar vísur
sprottnar af æstum tilfinning-
um skáldanna. En hann skildi
að þessi dýrmæta guðsgjöf,
skáldlistin, má ekki misbrúkast.
Matthías var maður árvakur
sem kallað e|r„ uppi á hverjtim
morgni fyrir allar aldir. Þá orti
hann sín beztu ljóð. Hér er eg
einn með guði mínum, * sagði
hann. Nú er upplýsing haiís Ijós
og skýr. Skrifað stendur: Hinir
hreinhjörtuðu munu guð sjá. —
Sorgir hans og mótlæti varð
honum til blessunar eins og öll-
um trúuðum; hann gat sagt
með*Job: méð /heyrandi eyra
heyrði eg þig (guð) en nú sé eg
þig. Það er sorgin, sem greið-
ir sundur þokuský heimselsk-
unnar í hjarta mannsins svo
hann sjái náðarsól drottins. Þar
sem séra Matthías finnur að
ljóðagerð ýmsra ískálda, höfum
vér ætíð álitið að komið hafi til
af hans dæmafáu vandvirkni.
Hann var ekki ánægður með
nema það fullkomna; að mein-
ing málsins væri ljós og skýr,
vakti fyrir honum og mótaðist í
huga manna með krafti kær-
leikans. Þar eiga þeir sam-
merkt Hallgrímur Pétursson og
Matthías, því syngur þjóðin lof-
söngin dýrðlega með trúar fögn-
uði og niðurlags orðin ógleym-
anlegu:
Verði gróandi þjóðlíf með
þverandi tár, sem þroskast á
guðsríkis braut.
Kristín í Watertown
LEGGIRÐU RÆKT VIÐ HANA,
ÞÁ ER ÞÉR FRÆGÐIN VfS
Eftir Hubert Kelly
Lauslega þýtA og talsvert stytt.
Það var eitthvert kvöld, ekki
alls fyrir löngu, að Richard
Crooks skrapp snöggsinnis inn
á ítalskt veitingahús. Þegar veit-
ingaþjónninn sér Crooks, segir
hann með grátstaf í hálsinum,
‘‘Signor! Eg hefi, nú upp á síð-
kastið, lagt fyrir alt mitt gja.fa-
fé, til þess að eg gæti farið og
hlýtt á þig í kvöld, en nú synjar
forstöðumaðurinn mér lausnar
frá verki þessa kvöldstund. Mér
er því dapurt í sinni, vinur minn,
þar sem mér hefir nú brugðist
sú von, að fá að heyra La Tra-
viata aftur á ný þetta ár.”
“Þú skalt fá að heyra La Tra-
viata nú,” mælti Crooks, og
byrjaði 'svo umsvifalaust, án
undirspils, að syngja aðalþáttinn
úr söngleik þessum. Að loknum
söngnum, hneigði þjónninn sig
tíu sinnum, ásamt forstjóranum,
tveimur leigubílstjórum og
ítölskum kaupmanni.
En þar var einn, sem iá söng-
inn hlýddi, alkunnur listasöngs-
forstjóri, sem hleypti brúnum,
þegar söngnum var lokið, og
hnatt fram þessum orðum: —
“Hvílíkur glópur. Hér sólundar
hann þúsundum dala virði af
dýrmætustu rödd. Hann er
söngleg óspilunarkind. Hainn
syngur fyrir hvem sem er, hvar
WINNIPEG, 16. SEPT. 1936
—S
LOSAR
I FLÝTI
Or útrenslu pípum
allar stýflur
Notið jafnan Gillett’s Pure Flake
Lye, þá haldið þér skolpípunum.
bölunum og setskálunum ávalt
í góðu lagi. Hellið því vikulega
óblönduðu í þær —< það skaðar
hvorki glerhúðina eða pípurnar.
Jafnframt því sem það hreinsarj-
drepur það sóttkveikjur og eyðir
óþef. Lúturinn léttir undir við
þunga hreingerningu í tugatali
—og sparar marga erfiðisvinnu.
Hafið bauk við hendina!
* Leysið aldrei lútlnn upp í heitu
vatni. I.úturinn hitar vatnið sjálfur
með efnabreytingu.
sem er, endurgjaldslaust!”
Á þrítugasta og sjötta aldurs-
skeiði.er Richard Crooks talinn,
af mörgum skarpskygnum dóm-
greindarmönnum, fremstur allra
núlifandi söngmanna. Þar til
þetta ár, eru það Norðurálfubú-
ar einir, sem hafa átt þeim
heiðri að fagna, að hafa haft á
hendi hlutverk forsöngvara
Metropolitan leikhússins. En nú
skipar Richard Crooks þessa eft-
sóknarverðu stöðu. Þessi gamla
erfðavenja hefir nú hrunið til
grunna, líkt og hæsti múrvegg-
ur Jeríkóborgar, fyrir lúðunþyti
þessarar fögru raddar. Richard
Crooks er afburðamiklum söng-
hæfileikum gæddur, og hann
lætur aðra óspart njóta af. Alla
sína æfi hefir hann ausið óspar-
lega af þessari lind. En hún er
langt frá því að vera gengin til
þurðar, heldur hefir röddin auk-
ist bæði að magni og fegurð.
Söngur Richard Crooks hríf-
ur allar stéttir jafnt, því hann
hefir alist upp við hversdags
störf með alskyns fólki. Hann
hefir (‘málað brensluglashylki;
unnið við ísburð og verið um-
boðssali; hann er og góður í
spilum, leikur dável golf (eins-
konar knattleik) og kýs frem-
ur að vera heima en annarstað-
ar. Lífssaga þessa marghæfa al-
múgamanns er áhrifamikill og
viðburðarríkur sjónleikur.
Þegar hann var fjögra ára
gamall, er hann sat hjá móður
sinni, sem var að leika á heimil-
isorgelið, varð hann þess áskynja
að hann gat sungið, og hve
unaðsamlegt það var að syngja.
Foreldrum og nágrönnum varð
tíðrætt um þessa óvenjulega
fögru barnsrödd; en um söng-
kenslu var ekki að tala, fátækt-
ar vegná. Og þannig ólst dreng-
urinn upp með sína fögru rödd
eins og hann hafði tekið við
henni frá náttúrunnar hendi;
hún var sem ófægður gimsteinn.
Tólf ára gamall syngur hann
einsöng á hinu árlega sönghá-
tíðarmóti Trenton-bæjar (hann
ér fæddur og uppalinn í Tren-
ton, N. J.). — Að einsöngn-
um loknum var honum óspart
klappað lof í lófa, og Ernestine
iSchumann-Heink, ®em stóð þá
á hæsta tindi frægðar sinnar,
gekk til drengsins, faðmaði
hann að sér og kysti.
“Þú hefir engilrödd!” mælti
hún; “leggirðu rækt við hana,
er þér frægðin vís.”
Þegar þetta gerðist, höfðu orð
hennar ekki minstu áhrif á
barnshuga hans. Það eina, sem
hugur hans snerist um þá var
það að hann, kastari knatt-
leikaflokksins, hafði verið kyst-
ur af kvenmanni, í allra ásýn.