Heimskringla - 16.09.1936, Blaðsíða 7
WINNIPEG. 16. SEPT. 1936
HEIMSKRINGLA
7. SIÐA
ÓSANNUR MANNJÖFNUÐUR
BENGAYS -
í Heimskringlu 26. ág. er rit-
gerð eftir Malcolm W. Bengay
þýdd af Árna S. Mýrdal á Pt.
Roberts 'á forsetaefnum Banda-
ríkjanna, F. D. Roosevelt og
Gov. Alf. M. Landon frá Kansas.
Við lestur téðrar ritgerðar
kemst eg að þeirri niðurstöðu
að höfundur og þýðandi séu ekki
eins nákunnugir mönnum þeim
sem þeir eru að rita um, eins og
þeir láta í veðri vaka, ellegar eru
þeir vísvitandi að halla réttu
máli. Sennilega hafa þeir feng-
ið fræðslu sína í lituðum. flokks-
blöðum eða tímaritum sem þeir
hafa lesið í gegnum lituð gler-
augu. Persónulegur samanburð-
ur manna í opinberum stöðum
skiftir ekki miklu máli þegar
um stjórnmál er að ræða, nema
það sé gert með viti og sann-
girni, sem er sorgleg vöntun á í
téðri grein, heldur er hún auð-
sjáanlega samin í því augna-
miði að þyrla ryki í augu fá-
fróðrar alþýðu, sem ber áþreif-
anlegan vott um andlega örbirgð
í þrotabúi jrepul^likana. Hitt
varðar meira að brotið sé til
mergjar framkvæmdir opinberra
verkamanna í fortíð og nútíð,
en af því að efnifi sem hér er
um að ræða fjallar um fátt af
því, verð eg að þessu sinni að
láta mér lynda, Árni Mýrdal, að
skora þig á hólm á þeim vett-
vangi, hverjar voru framkvæmd-
ir af hálfu stjórnarvalda Banda-
ríkjanna á fjármála, iðnaðar og
viðskiftalífi þjóðarinnar á
stjórnartíð Herbert Hoovers og
Eranklin Roosevelts, og hver á-
hrif höfðu þau á viðskiftalífið —
ella þegi þú síðan!
Höf. gerir samlíking af sjón-
leik (mætti heldur nefna
skrípaleik hvað rep. snertir),
íþar sem liggur á bak við ein-
hver ~‘hulin hætta”. í hverju
hún er innifalin er ekki nefnt,
sennilega er tilverulaus nema í
huga höf., en það er til hætta
sem er alls ekki hulin; og hún
er sú, að ef Landon verður kos-
in þá lendir í sama öngþveitinu
og var þegar Roosevelt tók við
stjórn, sem flokkur Landons
kom þjóðinni í á meðan sá
flokkur sat að völdum og sem
kjósendur hafa tæplega gleymt.
— Vel má-það vera að Landon
hafi verið heppinn með að afla
sér auðs, sem og aðrir fjár-
plógsmenn. Hann mun eiga
olíulindir sem nema miljónum
dala. Hefir sennilega verið iðinn
lærisveinn Rockefellers, Morg-
an og fleiri stórgróðramanna.
Nú er hann undir föðurlegri
verndarhendi blaðakóngsins —
William Randolph Hearst. Hing-
að til hefir það verið taiið góð
meðmæli að hafa stundað nám
á Eton háskóla á Englandi.^og
Harvard háskóla í Bandaríkjun-
um. Það hefir Rooseveit gert.
Illa sítur það á stórjöxlum re-
publikana flokksins að finna
Roosevelt það til foráttu að vera
af aðli kominn, slíkir hágöfgis
dýrkendur sem þeir hafa alla tíð
verið.
Takið þig nú vel eftir piltar,
hvað kemur næst? “Báðir hafa
þessir menn verið fylkisstjórar
hvor í sínu fylki í átta ár — eða
tvö tímabil — framkvæmdir
hvers um sig á þessu sviði verða
nákvæmlega yfirvegaðar og
bornar saman meðan á þessari
baráttu stendur”, og ennfremur,
‘‘með forsjálni og skarpri kaup-
mannsgreind tókst Landon brátt
að jafna tekjuhalla Kansas-fylk-
is, og á því tímabili sem nú er
að líða hefir stjórn hans reynst
öllum stjórnum betri og farsæl-
legri”. Hérna er !nú sannleik-
urinn:
1. Það var enginn tekjuhalli
í Kansas ríki þegar Landon tók
við völdum.
2. Hann skar allar stjórnar-
tillögur til opinberra verka við
neglur sér, t. d. fengu skóla-
kennarar aðeins 25 dali á mán-
uði.
3. Hann lagði skatt á ýmsar
vörur sem ekki var iagður
skattur á í nærliggjandi ríkjum,
þar af leiðandi mistu Kansas
kaupmenn kaupendur aö þeim
vörum.
4. Kreppan lék iKansas-búa
eins hart og aðra íbúa Banda-
ríkjanna. Landon lagði til að-
eins 20% til hjálpar snauðum
og atvinnulausum, og það var
Roosevelt eingöngu að þakka
að ekki ivarð hungursneyð í
Kansas-ríki á þessu ári. Það er
fullvissa að ef Landon hefir
hvergi betra fylgi en í heima-ríki
sínu Kansas, þá hefir hann lítiö
tækifæri tii að komast í “Hvíta
húsið”.
Af þessu sem hér hefir verið
sagt má ræða hvað í vændum
verður ef Landon, með sinni
skörpu “kaupmannsgreind” —
verður kosinn forseti Bandaríkj-
anna, þar sem hann vill heldur
láta borgara síns heimaríkis
svelta heidur en að leggja nokk-
uð af mörkum við nauðstadda,
þar í iliggur Ihætta isú sem eg
áður gat um að er alls ekki
hulin.
“Átta ára fylkisstjórn Roose-
velts var algerlega framkvæmd-
arlaus. Þetta átta ára starf var
helgað löngun að verða forseti
Bandaríkjanna fyr eða síðar. —
Meðan Roosevelt hélt stjórnar-
taumum New York fylkis (höf
nefnir ríkin ávalt fylki), tvö-
faldaðist fríkisskuldin.”
Aldrei hefi eg séð hryllilegra
morð vera framið á sannleikan-
um; við skulum nú sjá hvað
skeði árið 1930 þegar Roosevelt
var ríkisstjóri í New York ríki.
Um 20 ára tímabil var háð
hörð barátta um notkun raforku
sem mikil var og ónotuð í New
York ríki. Þessi barátta var
samskonar og háð var í Winni-
peg, og á íslandi, milii New
York ríkis annars vegar, og
auðvaldsins, sem vildi fá fyrir-
tækið í sínar hendur hins vegar.
Have the Business
POINT OF VIEW
f
Dominion Business College students have the advantagi
of individual guidance in the all-important factors of
business personality, conduct, and approach.
No matter how thoroughly you know the details of
office work, you must be able t,o sell your services,
and this is now just as much a part of Dominion
training as Shorthand, Typewriting, Bookkeeping, or
any of the other courses in which Dominion leader-
ship has been recognized for over twenty-five years.
Busjness is better! Employment is increasing!
Prepare for it.
DOMINION
BUSINESS COLLEGE
On The Mall
and at Elmwood, St. James, St. John’s
Herbert Hoover, sem þá var for- >
seti ' Bandaríkjanna setti þar
stólinn fyrir dyrnar. Árið 1930
tókst Roosevelt að brjóta þessa
mótspyrnu á bak aftur og stofn-
setti í New York ríki það afl-
mesta orkuver sem þá þektist í
Bandaríkjunum. Að slík fram-
kvæmd hafi haft kostnað í för
með sér, gefur að skilja, og það
er ekkert áður óþekt fyrirbrigði, |
að stjórnir hafi innleitt lands-
skuldir þegar um stórkostleg
fyrirtæki hefir verið^að ræða;
fyrirtækin borga þær skuldir
þegar þau hafa verið stofnsett.
Þá má nefna spítala-bygging-
ar og endurbætur á fangelsum,
sem mikið var gert af á þessu
tímabili í New.Yofk ríki, og það
er haft eftir William Green, for-
seta American Federation of
Labor, að aldrei hafi verkamenn
íengið jafn sanngjarna löggjöf
eins og undir stjórn Roosevelts
í New York ríki.
Um ræðumanns hæfileika
Landons get eg ekki dæmt. —
Hingað til hefir hann verið harla
lítið kunnur, nema ef til vill í
heimafylki sínu. Hann hélt ný-
lega ræðu í Philadelphia, sem
var útvörpuð. Eftir henni að
dæma er hann ekki eins ákveð-
inn og skiljanlegur og af er lát-
ið, sem enda er ekki við að bú-
ast, eftir stefnuskrá þeirri sem
flokkur hans innleiddi á þingi
sínu, því þar var alt svo óákveð-
ið og á huldu. Ekki eitt einasta,
atriði er þar finnanlegt til upp -
byggingar, aðeins niðurrif þess
sem Roosevelt stjórnin vann til
viðreisnar. Ræðu þessa hélt
Landon á kosningaleiðangri sín-
um um austurríkiu. Þar var
aðeins eitt atriði sem var at~
hyglisvert. Að sið frægra for
feðra, sté hann iá stokk og
strengdi þess heit að afnema
skattlögin sem Roosevelt, í sam-
einingu við þjóðþing Banda-
ríkjanna samdi gegn stórgróða-
félögunum, yfirmenn Landons
sáu að hér hafði hann hætt sér
út á veikan ís, og þeir fölnuðu
af skelfingu af því að ísinn
mundi bresta undan fótum hans
og hann mundi sökkva til botns,
því skattlög þessi eru eitt af
því allra vinsælasta sem Rooss-
velt hefir gert í augum almenn-
ings, og William Randolph
Hearst gaf Landon föðurlega á-
minningu um að segja sem alíra
minst í framtíðinni, og bað
blessaðan drenginn sinn að leika
sér varlega á svellinu.
Sem sagt Landon kann að
vera hæfilegleika maður ef
hann fær að njóta sín, en undir
yfirstjórn auðkýfinganna og
með föðurlegum hirtlngarvönd
Hearsts reiddan yfir höfði
sér, getur hann aldrei orðið
annað en peð á skákborði auð-
valdsins, þar sem Morgan og
Mellon eru hrókarnir, Raskob
og Dupont riddararnir, Knox og
Hamilton biskuparnir, Hoover
drotningin og Hearst kóngur-
inn.
Alt skraf um það að Roose-
velt gerT sér far um að vera ó-
ljós og óákveðinn er bull og
fálm út í loftið, sem er örþrifs
ráð fáfróðra drengja þegar þeir
fara halloka í leik. Eg hefi
hlustað <á ræður Roosevelts,
bæði sem áheyrandi fyrir fram-
an ræðupall, og í gegnum út-
varp, og þær hafa undantekn-
ingarlaust verið svo skýrar og
skiljanlegar að jafnvel Bingay
og Mýrdal hefðu hlotið að geta
skilið þær hefðu þeir hlustað á.
Vaðal þann sem hér fer á
eftir leiði eg hest minn frá að
eyða tíma og blaðarúmi til að
athuga, því hann er ekki svara-
verður og skiftir engu máli, þó
er hér eitt sem mætti minnast
á þó lítilsvirði sé. Þeir skælbrosa
út undir eyru af mismæli sem
þeir segja að Roosevelt hafi
orðið á að hafa vilst á Jackson
og Cleveland, “hvor þeirra hafi
verið elskaður sökum þeirra
manna sem liann hafði gert sér
að óvinum, og af því óvinirnir
voru Tammany Hall. Vil eg geta
þess að hér hafa þeir félagar
Bingay og Mýrdal loksins hitt
naglann á hausinn. Tammany
Hall var altaf á öndverðum meið
við Roosevelt. Nú hefir það
myndað félag sem nefnist Lib-
erty League, sem er undir for-
ustu Al. Smiths og Duponts
hafa gengið fram fyrir skjöldu
í liði Landons og berjast upp á
líf og dauða gegn Roosevelt.
Þar er og sagt að Roosevelt J
ýmist dragi að sér eða hrindi!
frá sér. Hér er auðviiað átt J
við þá sem Roosevelt bjargaði
úr ógöngunum þegar alt var
komið á heljarþrömina út af
hruninu sem þeir hleyptu af |
stokkunum á því herrans ári
1929, og sem á allri stjórnartíð
Hoovers varð ægilegra með
hverjum degi sem leið, iðnaður-
inn var í kalda koli, verzlunin
hékk á skari og fjármálin við
dauðans dyr, eins og þegar
druknandi maður fálmar eftir
strái, • myndaði Hoover Recon-
struction Finance Corporation
og stakk 80,000,000 dala í vasa
Dawes, þáverandi vara-forseta.
Þegar Roosevelt tók við völdum
1932 var hans fyrsta verk að
gefa bönkunum hvíldardag,
koma bank^málunum á fastan
fót og því fé sem almenningur
hafði lagt inn á bankana og lá
undir fullkomnu tapi. — Þarna
höfðu milj. manna mist aleigu
sína, sumir af þeim sem voru vel
efnum búnir voru nú á stjórnar-
styrk, oghefðu svelt til dauða ef
Hoover hefði verið endurkosinn
1932. Var því kosningu Roose-
velts vel fagnað, og viðreisnar
starf hans vinsælt, en gagn-
stætt Hoover, sem sagði að vel-
megunin væri “í kringum horn-
ið”, og alt mundi lagast af
sjálfu sér. Sá Roosevelt að
ekkert var hægt að framkvæma
án fjárframlaga, og að þeir sem
fjármunina hefðu yrðu .að leggja
fram sinn skerf til viðreisnar-
starfsins, en þeir náungar hafa
alla jafna verið sárir á centun-
um, þó hagnaðinn af viðreisnar
starfinu vildu þeir fegnir þiggja,
en nú reiddust þeir svo ákaf-
lega að þeir eru nú viti sínu
fjær, og vega nú með sínum
pólitísku morðhnífum í bakið á
Roosevelt eftir að hann hafði
bjargað þeim frá fjármálalegum
dauða.
En hér er nú það sem kórón-
ar alla ósvífnina. “Roosevelt
höfðinginn í Hyde Park lætur í
ljósi meðaumkun sína og sam-
hygð með alþýðunni í vandræð-
um hennar en fer aldrei iá með-
al hennar til þess að sjá með j
eigin augum hvaða erfiðleika
hún á við að stríða”, o. s. frv.. !
Það er sannarlega vel kristinn
maður sem getur lesið þessa
staðhæfingu án þess að blóta.
Roosevelt og frú hans hafa sí og
æ verið starfandi á meðal alþýð-
unnar, fyrir það hefir Hearst
kallað (þau kommúnista, jsem
hann álítur að vera það lakasta
hnjóðsyrði sem hægt er að finna
í amerísku tungumáli. Hátt-
standandi konur í félaginu
byrgðu andlit sín í höndum sér
og jusu ösku yfir höfuð sér af
vandlætingu yfir því að Mrs.
Roosevelt lét taka mynd af sér
með nokkrum alþýðukonum,
þar á meðal svertingja konum.
Verkamanna löggjöf Roose-
velts er svo alkunn að eg þarf'
engum orðum um hana að eyða.
Vel get eg trúað því að Roose-
velt hafi ekki lagt í vana sinn að
skjalla konur, kyssa börn, eða
klappa mönnum á bakið til þess
að afla sér atkvæða, en blaður
þeirra félaga um hroka og því
um líkt er‘ ekkert annað en ó-
hróður og. illmæli sprottinn af
heimsku og flokkshatri.
Árni Mýrdal, við höfum verið
nágrannar í imörg ár, höfum
samt aldrei sézt. Kunnugir segja
mér að þú sért maður allvel viti
borinn. Þessu liefi eg trúað, og
eg hefi lesið það sem þú hefir
skrifað í blöðin ýmist þýtt, eða
frá eigin hendi. Það hefir verið
talsvert vit í sumu af því þó
sumt af því hafi verið mesta
þvaður, eins og t. d. þessi á-
minsta grein sem eg hefi verið
að sýna þá virðingu að athuga.
Dr. M. B. Halldorson
401 Boyd Bldg.
Skrifstofusimi: 23 674
Stundar sérstaklega lungnasjúk-
dóma.
Er að finni á skrifstofu kl. 10—12
f. h. og 2—6 e. h.
Heimili: 46 Alloway Ave.
Talsími: 33 158
Dr. J. Stefansson
%216 MEDICAL ARTS BLDG.
Hornl Kennedy og Graham
Stundar eingöngu augna-eyrna-
nef- og kverka-sjúkdóma
Er að hitta frá kl. 2.30—5.30 e. h.
Talsimi: 26 688
Heimili: 638 McMillan Ave. 42 691
Jacob F. Bjarnason
—TRAN SFER—
Baggage and Furniture Moving
591 SHERBURN ST.
Phone 35 909
Annast allskonar flutninga fram
og aftur um bœinn.
Dr. K. J. AUSTMANN
Wynyard —Sask.
MARGARET DALMAN
TEACHER OF PIANO
854 BANNING ST.
Phone: 26 420
Dr. O. BJORNSSON
764 Victor St.
OFFICE & RESIDENCE
Phone 27 586
Þú munt vera lesinn með af-
brigðum. Bróðurlega vil eg
benda þér á að lesa meira og
fleira um iþað sem er 'þrykksett
af William Randolph Hearst og
öðrum ísem jaldrei ræifa mál
nema frá einni einstrengings
hlið. Yfirvegaðu það með gaum-
gæfni með því mikla viti sem
guð hefir gefið þér. Það er
grátlegt að sjá góða og greinda
menn viljandi eða óviljandi ljá
röngum málstað lið sitt.
Þorgils Ásmundsson
NOKKRAR VfSUR
Til Heimskringlu
Goða sess þar situr þú,
með sæmdar orð á vörum
og bregður ljósi á blinda trú,
sem bráðum er á förum.
Mót heimskingjum og
heiðnum tröllum
Haldið þið drengir frelsis völlum
Glappaskot
kirkjufélag kjörgrip átti
það kastaði honu^n á glæ.
Banasár það sjálft sér veitti;
Og svona fer það æ.
Til landans
Með styrk í vöðvum stattu beinn
í stormum lífs og hríðum
og mættu guði hjarta hreinn
hörmunga á tíðum.
Magnus Snowfield
Miss Gwyneth Belyea, student
of the Dominion Business Col-
lege, Winnipeg, for less than
j five months, won second place
| in the student’s section in the
jAll-Canada Championship Type-
writing Contest, conducted by
the Canadian National Exhibi-
tion at Toronto on Wednesday,
September 2nd, 1936. This is
all the more remarkable when
one considers that the contest
was open to all having twelve
months’ instruction in typewrit-
ing.
G. S. THORVALDSON
B.A., LL.B.
Lögjrœðingur
702 Confederatlon Life Bldg.
Talsími 97 024
W. J. LINDAL, K.C.
BJÖRN STEFÁNSSON
ISLENZKIR LOGFRÆÐINGAR
á öðru gólfi
325 Main Street
Talsími: 97 621
Hafa einnig skrifstofur að
Lundar og Gimli og eru þar
að hitta, fyrsta miovikudag í
hverjum mánuði.
M. HJALTASON, M.D.
ALMENNAR LÆKNINGAR
Sérgrein: Taugasjúkdómar
Lætur úti meðöl í viðlögum
ViStalstímar kl. 2—4 e. h.
7—8 atS kveldinu
Síml 80 857 665 Victor St.
A. S. BARDAL
selur líkkistur og annast um útfar-
ir. Allur útbúnaður sá besti. _
Ennfremur selur hann aUskonar
minnisvarða og legsteina.
843 SHERBROOKE ST.
Phone: 86 607 WINNIPEG
Dr. S. J. Johannesjon
218 Sherbum Street
Talsiml 80 877
Viðtalstími kl. 3—5 e. in
Rovatzos Floral Shop
206 Notre Dame Ave. Phone 94 954
Fresh Cut Flowers Daily
Plants in Season
We specialize in Wedding Sc
Concert Bouquets & Funeral
Designs
Icelandlc spoken
THL WATCH SHOP
Thorlakson Baldwin
Diamonds and Wedding
Rings
Agents for Bulova Watches
Marriage Licenses Issued
699 Sargent Ave.
Dr. A. V. JOHNSON
ISLENZKUR TANNLÆKNIR
212 Curry Bldg., Winnlpeg
Gegnt pósthúsinu
Simi: 96 210 Heimilis: 33 328
J. J. Swanson & Co. Ltd.
REALTORS
Rental, Insurance and Financial
Agents
Simi: 94 221
600 PARIS BLDG.—Winnlpeg
Office Phone Res. Phone
21 834 72 740
DR. J. A. BILDFELL
216 MEDICAL ARTS BLDG.
Office Hours
4 P.M.—6 P.M.
and by appointment
Residence: 238 Arlington St.
Orrics Phonk
87 293
Res. Phonk
72 409
Dr. L. A. Sigurdson
109 MEDICAL ARTS BTJILDING
Offick Hoors:
12-1
4 P.U. - 6 P.M.
AND BY APPOINTMENT
J. WALTER JOHANNSON
Umboðsmaður
New York Life Insurance
Gompany