Heimskringla - 30.09.1936, Síða 2
2. SIÐA.
HEIMSKRINGLA
WINNIPÐG, 30. SEPT. 1936
MINNA MÁTTI NÚ
GAGN GERA
Fertugasta og áttunda tölu-
blað Heimskringlu barst mér í
hendur sunnudaginn þann 30.
ágúst s. 1. Veður var fegurt, svo
það lá bærilega á mér er eg
settist við lesturinn.
Margt gafst þar gott á borð-
um; ræður og kvæði um St. G.
og einkar athyglisverð hugvekja
um framtíðar kirkjuna eftir
mannvinin blinda, Magnús Jóns-
son frá Fjali.
Grandvaralaus gekk eg að
lestrinum og hrökk upp við ösk-
ur frá undirheimum. Eg á við
greinar skömm er “Mannjöfn-
uður” kallast en er í raun og
veru ekkert nema fávíst. lof og
heimskulegt hnjóð. Þessd grein-
arskömm er andlegur vanburður
einhverrar amerískrar blaða-
bullu sem heitir Bengay. Því-
líkir ritsnakkar eru tíðum leigð-
ir til að ljúga um kosningar í
von um að með því kunni að
nást í jnokkur atkvæði, frá fá-
fróðustu þegnum; en hvaða er-
indi slíkt erkibull eigi í íslenzku
blöðin er erfitt að segja. Það
traust ber eg þó til þjóðbræðra
minna að fáir þeirra láti glepj-
ast af slíku gaspri. Óvönduð
hlutdrægnin gægist þarna fram
undan hverjum staf svo höfund-
urinn sjálfur verður hlægilegur
fremur en forsetinn.
Það er efni þessarar ritsmíðar
að gera persónulegan saman-
burð á Roosevelt og Landon
ríkisstjóra í Kansas er um for-
setastólinn keppir undir merkj-
um samveldismanna.
Kemst greinar höfundurinn
þá fyrst að þeirri niðurstöðu að
Landon sé af fátækum komin
en Roosevelt af auðmönnum.
Þessi athugasemd leiðir til
tveggja ályktana. Fyrst gægist
sá grunur út um rándýrs ham
auðhyggjunnar að fátæklingarn-
ir séu í raun og veru dygðugri
og þessvegna langt um líklegri
til að fæða og fóstra heilbrigð
afkvæmi og á þeim grundvelli
beri að taka Landon fram yfir
Roosevelt. Næst er að því vikið
að Landon hafi sýnt mikin
manndóm í iþví að rífa sig upp
úr örbirgðinni til efnalegs sjálf-
stæðis þar sem Roosevelt hafi
aldrei jþurft háð minsta fyrir
upphefð sinni að hafa enda á
því alið að arftekin auður hafi
spilt honum, gert hann hroka-
fullan, ósjálfstæðan, drotnunar-
gjarnan þótt hann aldred viti
hvað hann vill, leiðitaman við
allar nýjungar enda þótt hann
fáist ekki til að hlusta á rök-
semdir annara, og athafnalaus-
BARA
ÞVOIÐ BURTU
ÓHREININDIN!
Gillett’s Pure Flake Lye bók-
staflega þvær burtu óhreinindi
án alls burstanúnings. Bara
notið þessa blöndu 1 teskeið í
potti af köldu* vatni. Það brýzt
undir fituskánina og þvær burt,
hdna þrálátustu bletti. Notið
Gillett’s Lye við alla erfiða hrein-
gerningu. Hreinsar út skolpíp-
ur — óg einnig setskálar. Það
drepur sóttkveikjur, — eyðir ó-
daun — og skaðar hvorki gler-
húðina eða skolpípurnar. Fáið
yður bauk—strax!
* Leysið aldrei lútinn upp í heitu
vatni. Lúturinn hitar vatnið sjálfur
með efnabreytingu.
an enda þótt hann sé eilíflega
að fást við einhverjar tilraunir.
Svona rekst eitt á annars horn
í þessu fáranlega ritsmíði.
Sannleikans vegna mætti nú
reyndar geta Iþess að Landon
er af bjargálna fólki borin er
styrktu hann til náms og mann-
virðingar. Að hann hafd staðiö
við hlið verkamannsins og sofið
með þreskjurum í heyhlöðum er
aðeins skáldskapur. Aftur á
móti er það satt að Landon mun
hafa au'kið efni sín með því að
ná tangarhaldi á olíubrunnum
í Kansas ríki. Satt að segja sé
eg nú ekkert dásamlegt við slíka
auðsöfnun. Mig minnir fast-
lega að þeir Sinclair Doheany
og Albert Fall græddu líka á
olíu og lentu þó sumir jþeirra
í tugthúsinu. Vel má vera að
Landon hafi aðeins notað heið-
arleg meðöl en enda þótt svo
væri er engín ástæða til að
mæla hann öðruvísi én aðra
menn. Við höfum aldrei mælt
þá Jón Sigurðsson, Thomas Jef-
ferson eða Abraham Lincoln á
gullkvarða enda hefðu þeir þá
létt vægir fundist.
Það væri nú líka fremur við-
sjárvert fyrir Landon, sem aðra,
að safna auði svo illa sem arf-
leyfð Roosevelts fjölskyldunnar
fór með Franklin D. Roosevelts,
að áliti þeirra Bengays og Árna
Mýrdals.
Annars get eg nú ómögulega
fengið mig til að svara þessari
greinarskömm orði til orðs og
eyða til þess bleksvertu hver
þeirra Roosevelt eða Landon
heilsi .mönnum hæversklegast.
Mér virðist þvílíkt skraf sóma
sér bezt við síðdegis kaffi-
drykkju hjá tildurkonum.
Hitt er ekki nema eðlilegt og
sjálfsagt að hugsandi menn geri
sér sem ljósasta grein fyrir
hæfileikum þeirra er bjóða sig
fram til ábyrgðar mikilla em-
bætta.
Nú segir Bengay að sem rfkis-
stjóri í New York-ríki, hafi
Roosevelt ekkert gert nema
eyða peningum og með slíku at-
hæfi bygt undirstöðurnar að
frekari upphefð. Það má vera
undarlegt fólk í New York er
endurkýs hann fyrir þvílíka ráð-
mensku og gefur honum síðan
drjúgan meirihluta vdð síðustu
forsetakosningu.
Satt að segja aflaði Roosevelt
sér álits með framkvæmdum en
ekki athafnaleysi enda reyndist
hann vel sem ríkisstjóni. Hann
barðist drengilega á móti þeim
auðræningjum er vildu hrifsa
orkulyndir ríkisins í sínar hend-
ur og kom betra og mannúð-
legra skiipulagi á vinnulöggjöf
ríkisins.
Það má vel vera að Landon
hefi komið einhverju góðu til
leiðar í sínu ríki en meðhalds-
menn hans geta aldrei um ann-
að en sparnaðinn. Nú vill svo
t/il að grundvallarlög Kansas-
ríkis heimila alls ekki tekju-
halla svo um hann getur alls
ekki verið að ræða. En um
sparsemi Landons ætla eg að
lofa þeim að tala er ættu að
vera henni kunnugri en eg.
Um þetta atriðd farast Coch-
ran ríkisstjóra í Nebras'ka þann-
ig orð: ‘‘Eg sé ekki að stjómar-
ferill Landons gefi skatt-þegn-
um þessa lands mikil loforð. —
Skattar eru yfirleitt fleini og
hærri í Kansas en hér í Nebra-
ska; eigna skatturin 'er mun
hærri en hjá oss auk þess sem
ýmsir aukaskattar eru lagðir á
íbúa þessa ríkis ðr alls ekki
þekkjast hér. . . Nei misskiljið
mig ekki, eg vil engan vegin
gefa í skyn að Landon sé eyðslu-
samur. Hann hefir skorið niður
framlög rí'kisins til skólanna svo
að þar sem New York greiðir
45% og Califomia 60% af
rekstrarfé skólanna borgar
Kansar aðeins li% og stendur
einna lægst allra ríkja um fram-
lög til allrar menningar, enda
verða margir alþýðukennarar
ríkisins að gera srig ánægða með
$25 mánaðarkaup. Kansas er
því er atvinnubóta styrfein snert.
líka eina ríkið í sambandinu sem
ekkert léttir undir með þeim
foreldrum er búa fjærri skólum,
svo þeir komi^börnum sínum á
framfæri.”
Þá mætti aðeins geta þess að
Kansas er fremur þungur ó-
magi á alríkinu. Að fólkstölu
er það hið 24 í röðinni en 15 að
ir frá Washington. Sjálfur hefir
líka Landon viðufkent þessa
líknsemd sambandsstjórnarinn-
ar (áður en hann hlaut útnefn-
inguna auðvitað). Honum fór-
ust þannig orð í ræðu er hann
hélt árið 1933. “Eg vil engan
vegin láta hjá líða að votta for-
setanum þakklátsemi fólksins
hér (í Kansas) á ábærilegan
hátt (in a tangible way) fyrir
hversu röggsamlega hann hefir
ráðist á kreppuna. (Úr bókinni
iSurplus Prifits og haft eftir
blaðiinu The Baltimore Evening
Press). Þá er ekki lítið gert úr
gáfum Landons er kváðu sýna
sig í skæ.rri frásögn og föstum
rökum er standa í ákveðnri
mótsögn við rökvillur Roose-
velts og hrikandi fálm hans í
allri framsögn. Engum stoðum
er rent undir þessa fáránlegu
fullyrðingu en góðfúsum lesara
ætlað að gleypa hana athuga-
semdarlaust með tþkmarka-
lausum trúarfjálgleik úr því
þeim Bengay og Árna Mýrdal
kemur saman um það.
Úr því engin hefir ennþá bent
á neinar framkvæmdir frá Lan-
don verðum við aðeins að tefla
orðum hans fram gegn afrekum
Roosevelts. Þær eru nú ekki
ýkja margar ræðurnar, sem
Landon hefir haldið fyrir alþýðu
þessa lands en þar sem hann er
svo að segja algerlega óþekt
stærð eða smæð, biðu menn með
taisverðri óþreyju eftir fyrstu
ræðunni sem hann ætlaði að
halda er hann formlega tæki
útnefningunnii sem forsetaefni
samveldis flökksins. Hún átti,
sem sé að sýna stefnu hans í
stjórnmálum. Það var því ekki
nema eðlilegt að hann tæki sér
tíma til rækilegs undirbúnings
en þar kom þó að þessi andlegi
frumburður skyldi fæðast og
andi Landons útganga á bylgj-
um ljósvakans út yfir þá sem
í myrkrunum sátu. Menn sett-
ust við móttöku tækin full eftir-
væntingar, en hvað skeður? —
Efekert, bókstaflega ekkert,
herrar mínir og frúr. Jú, Lan-
don hélt ræðu en hvað var á
henni að greæða? Alt innihald
hennar og orðaval hefði hver
einasti bóklesandi Bandarí'kja-
maður áður kynst í auðvalds-
blöðunum og átti þar vel við
vísan hans Caspers heitins:
Ait var það á eina bók
Einn með hinum gelti.
Hver þar annars tuggu tók,
Tugði hana og melti.
Mér er meinilla við alla smá-
kritik og geri lítið úr aðfinslum
þeirra málfróðu er finna veilur
í “grammar governorsins” og
hægt mundi að gleyma fram-
burðinum þótt hann væri nú
ekki beinlínis áheyrilegur. —
Bölvunin var að við bjuggumst
við ræðu en fengum aðerins fá-
fengilegt rabb. Þarna skaut ekki
upp einnri sfeöruglegri hugsjón
til að prýða útsýnrið, ekki
einni einustu snjallri setnringu
er geymast mundi eina andrá í
huga hlustandans. Það var eitt
eilíft lull, lull, lull!!!
Eg veit ekkert hversu öðrum
hefir farið en það var sem mér
væri rekrin löðrungur og er eg
3Ó allra sízt republicani. Hafði
slíkum manni virkilega verið
teflt fram á borðið sem boðleg-
um manni í æðstu og ábyrgðar-
mestu stöðuna sem þjóðii^ fær
veitt. Eg átti mjög bágt með
að trúa mínum eigin eyrum,
máske mér hafði sköplast sem
fleirum af flokksfylginu. Eg
beið til að vita hvað öðrum virt-
ist. Sjálfsagt mátti búast við
andvígum dómum frá demo-
krötum en sjálf samveldisblöðin
voru full af ofsóknum. “Lan-
don væri ekki búinn að sækja í
sig veðrið svo bitu þau höfuðið
af skömmunni með því að ljúga
því upp á Lincoln sáluga að
svona hefðu hans ræður verið til
að byrja með. ‘‘Nú em ek reið-
ur”, eg verð það altaf þegar
þröngsýn meðalmenskan itelur
sig í ætt við einhvern slyngastá
og röksnjallasta gæðing Banda-
ríkjanna og telur sig feta í fót-
spor hans.
Til þess að reiða mrig ekki alt
of mjög á eigin dómgreind —
því eg er ekki í ætt við gæfan
og tel mig engan vegin óskeik-
ulan — vil eg tilfæra ummæli
þess manns er mér er meiri að
stöðu, reynslu og vizku, nefni-
lega Greens ríkisstjóra í Rhode
Island ríki.
“Eg hlustaði gaumgæfilega á
ræðuna og hefi lesið hana síðan,
og þó engu nær um stefnu Lan-
dons. Hann var spurnar merki
áður en hann byrjaði og ennþá
stærri ráðgáta er hann hafði
lokið máli sínu. Jafnvel þar sem
hann ræddi um staðreyndir
skyldi hann eftir fleiri spurnring-
ar en svör.
“Þannig ferst honum, til
dæmis ,er hann tekur að ræða
ellistyrks og atvinnu tryggíngar
lögin. Hann kvaðst vilja um-
skapa þau svo þau verði fram-
kvæmanleg en láist að sýna
hvers vegna þau séu ófram-
kvæmanleg í sinni núverandi
mynd né hvernig hann hugsi sér
að endurbæta þau. Sama má
segja um fjármáastefnu hans.
Hann váll koma jafnvægi á út-
gjöld og inntektir ríkissjóðsins
en hefir ennþá ekki bent á
neinar fTamkvæmanlegar leið-
ir.”
Síðan Landon hélt þessa ræðu
hefir yfir hann rignt spurning-
um frá verkamannafélögum
kennara sambandi Bandaríkj-
anna, Norman Thomas, foringja
lögjafnaðarmanna og fleirum.—
Allir vilja fá frekari upplýsing-
ar um afstöðu hans til þeirra
málefna er þeir láta sig mestu
varða,, því það eru víst ekki
nema tveir menn í allri Ameríku
sem vita hvert Landon er að
fara og sjálft forsetaefnið er
hvorugur þessara manna.
Mikið er raupað af sjálfstæði
Landons og stefnufestu. Árið
1934 sækir hann um endurkosn-
ingu í Kansas sem samveldris
maður en um það leyti hafði
þjóðin mjög heillast af nýstefn-
um Roosevelts. Landon kemur
því fram í þessum kosningum,
sem aðdáandi og stuðningsmað-
ur Roosevelts en nú kveður
mjög við annan tón. í bókinni
Surplus Profits eru hliðstæð-
ar setningar tilfærðar éftir
þennan óumbreytanlega mann.
Um tilraunir Roosevelts
Við höfum hingað til ráðið
fram úr vandræðunum og öðl-
ast yfirráð yfir náttúruöflunum
með tilraunum er kenna mönn-
um bæði í sigri og ósligri hvern-
ig takmarkinu verði náð. —
Landon—3. sept. 1934.
Hlutverk okkar hefir verið
gert stórum margbrotnara og
erfiðara fyrir allar þessar til-
raúnir sem stjórnrin hefir fengist
við á síðast liðnum þremur ár-
um. — Landon í febr. 1936.
Um atvinnubætur
“Eg er sannfærður um að for-
setin gerir alt sem í hans vald:
stendur til að bæta úr atvinnu-
skortinum.”—Landon nóv. 1934.
“Aðgerðir stjómarinnar hafa
leitt til vinnustöðvunar.”—Lan-
don 8. maí, 1936.
Um einveldi
“Einvaldir hafa hrifsað til sín
völdin í ýmsum löndum en þótt
þingið veiti forsetanum aukin
völd stafar engrin hætta af því f
Ameríku, að minni hyggju.” —
Landon, 29. febr. 1936.
“Alt vald hefir verið saman-
dregið í Washington; slíkt rýrir
sjálfstænði ríkjanna og |sviftir
þegnana frelsi.” — Landon 29.
febr. 1936.
Um sama
“Við höfum aldrei óttast það
vald sem grundvallarlögin veita
forseta vorum er ófrið ber að
höndum. Hversvegna skyldi
maður þá óttast það nú. — Lan-
don 11. febr. 1933.
“Við erum ofurseldir ein-
valdsstjórn forsetans. Lögin en
ekki mennirnir eiga að stjóma
landinu.” — Landon í jan. 1936.
Um fjármál
“Eg álít það hyggilegast fyrir
Kansas að taka alt það lán, er
það getur fengið, frá sambands-
stjórninni, til að bæta úr neyð-
inni.” — Landon, 21. maí 1936.
“Auðvitað þurfum við að að-
stoða nauðstadda, en þó svo að
ríkið taki ekki eyris lán.” —
Landon, 23. okt. 1935.
Um Roosevelt og
hans ráðmensku
“Eg viðurkenni að Roosevelt
berst djarft og drengilega gegn
kreppunni. — Landon í marz
1933.
“Engri stjórn hefir ver far-
ist.” — Landon, 8. maí, 1936.
Þama sjáið þér mannin. En
hefi eg nú ekki verið einhliða og
ósanngjarn; mönnum bráðhætt-
ir svo viið því nú á dögum. Fegin
vildi eg sýna fleiri hliðar á Lan-
don en þar sem vinum hans og
aðdáendum hefir ennþá ekki
tekist að sýna neitt stórt og á-
kveðið í hans fari verður ekki,
með sanngirni, þess af' mér kraf-
ist. — Jú vel á að minnast ein-
um skarpgáfuðum blaðasnáp
tókst að finna eina rúsínu í
ræðu Landons, sem hann hélt í
Buffalo borg fyrir skemstu. —
Þetta ilmandi sælgæti átbi svo
að meðhöndlast eins og fiskarn-
ir fimm og brauðin — æji eg er
nú búinn að stein gleyma hvað
þau voru mörg. — Þessi ógnar
pína átbi að nægja sem andans
fóður, fram að kosningum, fyr-
ir alla Bandaríkja þjóðina. Það
átti að sýna stjórnvizku, sjálf-
stæði, framsýni og f'jármála
djúpskygni Landons, því engin
hafði áður haldið þvílíku fram.
— Og rúsínan var að hann Lan-
don, ef guð gæfi honum herilsu
og aldur og þjóðin kysi hann til
valda, ætlaði að afnema auka-
skattinn á stóriðju félögunum
(The Corporation Tax). Alt
annað er á huldu svo þessari fyr
irhuguðu stjórnarbót verður að
tefla fram á móti afrekum
Roosevelts. Orðin má nota bil
afvegaleiðslu en tölurnar eru
óljúgfróðar. Eg læt þær tala:
1 apríl mánuði 1930 voru
3,1889,000 manns atvinnulausir
x Bandaríkjunum. Þremur árum
síðar hafði sú tala feomist upp í
13,216,000 (undir Hoover) en
lækkaði svo aftur í stjómartíð
Roosevtls niður í 9,649,000.
Á árunum 1930-1933 lækkaði
kaupgjald hins ameríska verka-
lýðs um 62% en jókst aftur efbir
að Roosevelt tók við völdum
um 113%.
Heildsöluverð féll um 33% frá
1930 til 1933 ei^ hækkar svo
aftur um 32% næstu þrjú árin.
Árið 1930 reyndist verðmæti
alls útflutts vamings $5,241,-
000,000 en 1933 aðeins $1,611,-
000,000. Árið 1935 komst það
svo aftu,r upp í $2,282,874,000.
Innflutninguf|mn nam $4^339,-
000,000, 1930 en féll nriður í
$1,325,094,00 árið 1933 en varð
$2,038,905,000 síðast liðið ár.
Árið 1930 seldist baðmullar
pundið á 15 cefnt (smá brotum
úr centi slept). Á Hoovers tíö
féll verðið niður í 6 cent en
hefir nú feomist upp í 9| cent.
Árið 1930 var hvert bushel af
hveriti $1.16 virði til jafnaðar en
komst niður í 47£ cent árið
1933, sté svo aftur upp í 96 cent
í júlí 1936.
Allar inntektir bandarískra
bænda hlupu upp á $3,233,000,-
Litur
eftir Jane Dee
•
Litur er einhver þýðingar-
mesti þátturinn. í móð dags-
ins og mér er spurn hvað
margar konur eru sér þess
fyllilega meðvitandi. Vitið
þér það, að ef lita samband-
ið í klæðnaði yðar er skakt
(hversu sem efnið er og hve
vel sem það klæðir), þá eruð
þér álitnar að vera algerlega
á eftir tímanum? Vitið þér
hvaða l'itir leiða i ljós yðar
beztu fegurðar einkenni,
eða hverjir vanpa guUeitri
móðskuslikju á hörundið?—
Vitið þér hvaðá roða lit,
varafarfa, snyrtiduft hör-
undslitur yðar krefur? Þetta
eru mjög þýðingar mikil
atriði, ef yður langar til að
vera vel til fara.
Því þá ekki að skrifa hinu
nýja Stylist Service hjá
Eaton’s í Winnipeg og eg
skal með ánægju skýra fyrir
yður hvaða nýjir litir verða
tiðkaðir fyrir haustið og vet-
urinn og ,'hverjir gera yður
spengilegasta. Þá getið þér
kosið yður allan klæðnaðinn,
og treyst því að þér séuð
klæddar algerlega eftir síð-
ustu tízku.
Munið eftir að eg tek ekki
að mér að kaupa fyrir yður,
er aðeins ráðgefandi.
EATON'S
000 (net), árið 1930, urðu að-
eins $1,473,000,000 árið 1933 en
$3,550,000,000 árið sem leið.
Eg er hræddur um að þessar
tölur reynist þungvægar í hug-
um bændanna vrið næstu kosn-
ingar.
Á árunum frá 1922—1933
urðu aldrei færri en 267 banka-
hrun á ári þótt hæðst kæmist
sú tala á stjórnartíð Hoovers.
Síðast liðið ár urðu aðeins 37
bankar gjaldþrota og í jtessum
fáu bönkum áttu þeir ekkert á
hætbu er minna en $5,000 áttu
þar inni.
Menn hér í Blajine rnunu
mjnanst þess dapra dags þeg-
ar banfeinn lokaði dyrum sín-
um, lokaði ykkur úti sem áttuð
þar í geymslu ávextina af ótal
erfiiðis dögum, sem með elju var
starfað með sjálfsafneitun safn-
að svo eitthvað yrði efbir til ell-
Innar (þegar vinnuveitendunum
þóknaðist að senda hinn útslitna
verkamann heim. — Síðast liðið
sumar las eg blaðafregn um
smábanfca nokkurn í Newark-
borg er fór á höfuðið. Engin
ærðist, engin varð hugsjúkur,
því innan 30 daga hafði hver fá-
tæklingur fengið sitt.
Ætli nokkur sé búinn að
gleyma ástandi þjóðarinnar árið
1933. Þá eiyddu kvíðandi menn
mörgum vökustundum í árang-
urslausri umhugsun um fram-
tíð sína. Engin vinna fyrir
unglingana og engin tök til
framhalds náms — ekkert nema
iðjuleysrið á götunni. Á stjómar-
tíð Roosevelts hafa 600,000
unglingar fengið atvinnu fyrir
atbeina stjórnarinnar og 108,000
verið styrktir til náms; tvö þús-
und skólahús hafa verið bygð
og 219 hæmi mentastofnanir að-
stoðaðar á ýmsan hátt.
Árið 1933 horfðu. hugsjúkir
feður f'ram á hrakning og heim-
ilisleysi. Heimilið er þeir höfðu
rerist sem æskunnar skjól og ell-
innar athvarf mundi bráðlega
seljast á nauðungajr uppboði.
Meir en miljón slfkra heimiia
hefir verið bjargað úr klóm auð-
valdsins.
Auðvalds kreppan snerti menn
mjög misjafnlega eftir efnum og
innræti hvers einstaklings.
Til sumra hafði öngþveiti
tímanna ennþá ekki náð og
sumiir þeirra létu sig litlu skifta
um annara hag. Þeir börðu sér
aðeins á brjóst, iþökkuðu sjálf-
um sér, að þeir væru ekki eins
og aðrir menn, fyrirhyggjulaus-
ir menn er enga áhyggju bera