Heimskringla


Heimskringla - 30.09.1936, Qupperneq 3

Heimskringla - 30.09.1936, Qupperneq 3
WINNIPEG, 30. SEPT. 1936 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA fyrir framtíðinni, eycíslusamir menn er ölu sóa, einfeldningar er ek!ki vita hvar menn geta geymt sitt og ávaxtað hættu- laust eða hættu lítið, fákænir menn er skorti gáfur til að græða. Ó, það var svo yndislegt að standa öðrum hærra, en ef bölv- •uð kreppan kæmi til með að klófesta þá á endanum, mátti altaf ^kifta um tón. Þeir dáð- ust að Hoover en skeltu skoll- eyrum, við öllum áminnlngum hans um að kaupa og eyða svo vörumar seldust og atvinnan ykist. Þessir menn hafa ekki mikið breyst. Nú eru þeir aðeins smeykir að fáeinir aurar verði af þeim teknir til að endurreisa þjóðina. Þeir tala viknandi um eyðslu Roosevelts af því allar framkvæmdir kosta penánga. — Sjálfir kannast þeir ekki við önnur verðmæti en peningana. Þótt æskan rotni í iðjuleysi kannast þeir ekki við slíkt sem ægilega sóun. Þótt fátækra hverfi stórborganna eitri út frá sér geta þeir ómögulega skilið hvað það ætti að koma stjóm- inni vdð. Þótt frjómagn jarðar- innar gangi til þurðar og gráð- ugir svindilbraskarar græði á Iþví að flytja rányrktar kom- vörur út úr landinu átti Roose- velt sízt af öllu að láta sig slíkt varða. Hvað genir það til þótt skógarnir eyðist og fiskimiðin verði að dauðum sjá? Já, hvað gerir það til þótt þjóðin úikynj- ist og landið öryrkist ef centin sparast. Sálfræðilega eru þeir hið fá- ránlegasta fyrirbrigði, því með elju og einbeitni hefir þeim tek- ist að telja sjálfum sér trú um að vitleysan sé hin mesta vizka og þeir sjálfir ,þar af leiðandi hiinir mestu spekingar. Það er blöskrunarlegt þegar nýtir drengir eyða tíma sínum til að þýða þvílíkt bull. H. E. Johnson TIL VESTUR-fSLENDINGA Lagt orS í belg. Mér dettur í hug um drenginn þinn, ef deyr á hans tungu vort mál, þá raskist öll þjóðernisritningin, og reynist þá eilífðin bál. Jón S. Laxdal Lesið Heimskringlu Kaupið Heimskringlu Borgið Heimskringlu INDRIÐI JÓNATANSSON JOHNSON F. 20. nóv. 1858 D. 24. maí 1936 Hann andaðist að heimili sínu í Edmonton, þann 24. maí s. 1. Banamein hans var hjartabilun er hann hafði þjáðst af í mörg undanfarin ár. Bar hann þær þjáningar með rugrekki og karl- imjensku og gekk að vinnu á meðan kraftar leyfðu. Við frá- fall hans er ötull og mætur ís- lendingur í val hniginn. Indriði Jónatansson var fædd- ur árið 1858 . Foreldrar hans Jónatan Jónsson og Guðrún Skúladóttir búandi á Skriðu- landi í Suður-Þingeyjarsýslu. — Var hann yngstur af fimm syst- kinum, sem öll eru látin. Ólst hann upp hjá foreldrum sínum og mun hafa dvalið í heima- garði til fullorðinsára. Árið 1884 giftist hann Jónínu Jónasdóttur og bjuggu þau sín fyrstu hjú- skaparár á jörð foreldra hans. Foreldrar Jóninu voru Jónas Ólafsson og Margrét Magnús- dóttir búandi að Kraunastöðum í áðurtéðri sýslu. Til Ameríku fluttu þau Indriði og Jónína árið 1895 og settust fyrst að í Sel- kirk, Man. Stundaði Indriði þar algenga erfiðisvinnu; með ár- ve'kni og atorku og aðstoð á- gætrar eiginkonu fékk hann þannig séð fryir sér og sínum, þó við örðugleika væri að etja og hingað til lands komið með “tvær hendur tómar”. Bjuggu þau hjón í iSelkirk í rúm 12 ár. Rétt eftir aldamótin fluttu þau búferlum til Edmonton borgar í Albertafylki og hafa verið bú- sett þar síðan, að undanteknu stuttu tímabili að þau dvöldu í Minnesota-ríki í Bandaríkjun- When the Mercury Soars phone 922 44 é for quick home delivery, direct from the warehouse of ggilJ • Es+ablished JDHN LABATT Limito 11 Wa. WW/S IHM>" OMI IIHkkAi 1832 . m. mmmwv's. Cold and pure from Ihe thousand foot depth of our own ArteSiad well, comes the water with which thls pleasant light beverage is brewed, with the skiU of a century of experience. Bottled in clear 'bottles. “The Consumer Decides” Also— EXTRA STOCK ALE INDIA PALE ALE BROWN STOUT At Parlors, Clubs & Cash & Carry Stores JOHN LABATT LTD. 191 Market Ave. E. (Just off Main) WINNIPEG um. Upþkomin börn þeirra eru: Axel, giftur hérlendri konu og býr í Edmonton; Tómas, sömu- leiðis búsettur f Edmonton og giftur hérlendri konu; Jónas, ó- giftur og í foreldrahúsum, Mragrét, er dvelur í Montana- ríki og stundar þar hjúkrunar- störf. Uppkomna dóttur Guð- rúnu mistu þau fyrir nokkrum árum síðan; þrjú börn þeirra dóu í æsku. Undirritaður þekti hinn látna um þrjátíu ára bil. Hann var í tölu þeirra íslenzku alþýðu- manna, sem mest hafa gert ís- lenzka garðinn frægan. Sið- fágun íslenzkrar þjóðar birtist í dagfari þessa manns. Fróm- leiki og ráðvendnj til orða og verka, staðfastur vilji að lifa algerlega flekklausu lífi. Höfuð- kostir íslenzkrar þjóðar hafa með víötækiim áhrifum auglýst ísland og íslendinga hér í álfu. Hinn látni átti þá þjóðkosti, heiðarleik og ráðvendni í rík- um mæli og í orði og athöfnum var öll hans framkoma íslenzk- um þjóðstofni til sæmdar. Indriði heitinn var . maður hægfara og fámáll, þó orðhepp- inn gæti hann verið ef svo bar undir. Karlmenni til burða þó aldrei segði hann af sér krafta- sögur. Atorkumaður er lagði haga hönd á öll verk er hann var viðriðinn. Heimilisfaðir leggjandi fram ítrustu krafta til að sjá sómasamlega fyrir sér og sínum. óskólagenginn því í æsku naut hann bara vanalegrar heima-til- sagnar; var þó vel að sér bók- lega og víða vel heima í íslenzk- um bókmentuim. Sérstaklega unni hann íslenzkum ljóðskáld- um og kunni mörg Ijóð þeirra. Hjá honum komu í ljós kjarna- ríkar hugsjónir velgefinna ís- lenzkra alþýðumanna. Hans er saknað úr hinum fá- menna hópi Edmonton-íslend- inga. Aldurhniigin ekkja og börn eiga þó um sárast að binda. En þeim varir hin mæta minn- ing, góðs eiginmanns og föður, og hjartfólgin von um endur- fundá síðar fyrir handan gröf og dauða. O. T. Johnson —Edmonton, Alta. ÖRLAGAÞRAÐURINN (Frumsamin saga) Eftir Friðrik Guðmundsson Framh. Fjöldi af fólki hafði verið við hjónavígslurnar á Staðarhóli, og fylgdist því með brúðhjónunum yfir að Brekku, en þar fyrir utan komu menn úr öllum áttum, veðrið var svo eftirlátt og hjört- un svo glöð, alt hafði leikið í lyndi á útlíðandi sumrinu, heyin hjá öllum óvanalega mikil og góð, og nú jþessi makalausa veizla, eins og alhéraðs slægju- gjöld. Það hafði nú stundum verið talað illa um Þorstein á Brekku en nú voru allar hans yfirsjónir gleymdar og fyrirgefn- ar. Tóti á Melnum, hafði nú æfinlega verið ófyrirleitinn, drykkjuslarkari og kjaftaskúm- ur, hann hreytti því líka út úr sér, svo fleiri heyrðu, að hann mundi varla drekka meira úr brennivínstunnunni, en Þor- steinn græddi á gemlingnum sém hann hefði fengið hjá sér um vorið, en hann fékk þessa ó- svífni endurgoldna úr öllum átt- um, svo hremmilega, að við sjálft lág, að hann yrði að fara heim úr veizlunni, án þess að fá dropa úr tunnunni. Á þessum meðlætistímum var nærgætnin öllum svo eiginleg, að hver ein- asta eftirtektaverð frétt, var orðin allra eign á svipstundu, þannig vissu allir um leið og þeir stigu af baki að brennivínstunn- an var geymd í skemmunni, stóð þar á stokkum eins og í kaupstað, og útbúin með krana til að snúa af og á eftir geð- þekkni. Þá var og því ekki gleymt, að Þorkell í Hrauntúni, hafði /verið sktipaður kjallara- maður, forsætisráðherra tunn- unnar, og hafði þar hentugt sæti til handleikni við kranann. Það varð mörgum áhyggjuefni við fyrstu frétt, hvernig Þorkell mundi leysa þ.etta starf af þendi. Enginn bað um upplýsingar, þar var öllum skiljanlegt, aö útlátin úr tunnunni færu eftir Þorkels eigin vild, hann var kallaður þriggjamannamaki, og óhreyfanlegur, eins og klettam- ir á Hrauntúninu. Fyrst af öllum vissi Matthild- ur móalæða það, að skemman var opnuð, fólksfjöldinn var í þykkum og þéttum hring eins og kínverskur múr, alt í kring um bæinn og inn í honum, hún þurfti hvergi að stansa, og aldrei að tvítaka, e|n gekk jafnt og þétt áfram, og gat þess hæ- versklega, að skemman hefði verið opnuð. Og þó menn nú ekki vissu, hvert útlátin yrðu eitt.og eitt staup, eða slatti í glas, jþá samt þreifuðu margir .4 vasanum hvert pelinn væri þar ekki staddur. Útsjónamenn gátu þess til, að margir fengju í pel- ana sína, af því fólksfjöldinn dreifðist út um túnið. Jón læknir hafði útvegað stærðar tjald,, og var það sett niður á sléttum bala, til hliðar við bæinn, þar höfðu verið út- búin borð og bekkir, og fóru allar veitingar þar fram, því bæjarhúsin rúmuðu minst af veizlufólkinu. Matthildur móalæða byrjaði ein og fyrst af öllum að syngja, hún sat á hestasteininum, kunni ekki við að sitja nær Þorkeli í Hrauntúni, því þá kynni einhver að halda að hún hefði smakkað af tunnunni. Hún söng aðeins sálmalög, og raunar altaf sama sálmiinn sem sé þennan: Heyr mín hljóð. Það var komið fast að mið- aftni, sólin hafði hrundið tás- unni af stóru stykki á vestur- loftinu, og skein því í heiði, þeg- ar sex hjónapör gengu hvert 4 eftir öðru út úr stofunni á Brekku, og stefndu út að tjald- inu, fyrst brúðhjónin tvenn, þá prestshjónin, jþá kaupmanns- hjónin frá Vogi, þá hreppstjór- inn og kona hans, og þau síð- ast Jón og Hallbera frá Gerði. Allir þessir prúðu hlutaðeigend- ur brúðkaupsins, gengu rétt framhjá hestasteininum, þar sem Matthildur sat og söngj með rómi sem fjöllin bergmáluðu. Snöggvast hikaði hún, eins og henni dytti í hug að hvíla sig á meðan fólkið gengi hjá, en þá mundi hún að það var gamall og fallegur siður, að syngja brúðhjón frá heimahúsum út í kirkjuna, en hún hafði ekki tíma til að setja á sig hvar hún var stödd í sálminum, og hún slepti sér. Satan vítt, veður títt um veraldarfrón. Þá mint- ist Þorsteinn jþess, að hann var lögreglustjóri, og hratt henni út af steininum, og skipaði henni að kalla á fólkið inn í tjaldið, það ætti að fara að borða og drekka kaffið, og halda ræður. Kerlingin kysti í huganum höndina sem hirti, læddist af stað, og var að vörmu spori, búin að fylla tjaldið af fólki. Þeir höfðu skift með sér verk- allir aðrir, og væri óstöðvandi, en hann væri líka fljótur þegar menn fyndu til. Öll hans ræða var þrungin af glettni og gamni, og vakti almennan gleðihlátur. Þá stóð upp hreppstjórinn, sagði að jþað vissu allir í þessari sveit jafnvel og hann sjálfur, að hann gæti ekki haldið ræðu, það ætl- aði hann heldur ekki að reyna, sagðist finna ástæðu til jþess, að þakka sveitungum sínum fyrir, hve margir þeirra væru staddir hér í dag, til að gera hann eftir- minnilegri, og frábrugðnari öðr- um dögum, og svo sagðist hann ætla að segja ofurlitla eftir- tektaverða sögu. Læknirinn þeirra væri staðráðinn J því að flytja bústað sinn að Gerði, strax á næsta vori. En til þess þyrfti hann að byggja sér þar hús. Nú með því sem veggir af grjóti og torfi, væru samboðn- astir íslenzkri náttúru, hlýjastir og hollastir, þá væri hann stað- ráðinn í því að hafa veggina að húsi sínu af því efni, og byggja það svo stórt, að hann gæti haft þar stofu fyrir að minsta kosti 5 sjúklinga, þegar nauðsyn krefði. Það væri naumast hægt að gera ráð fyrir meiru, nema opin- ber styrkur fengist til þessa fyrirtækis. Nú eru það vinsam- leg tilmæli mín fyrir hönd lækn- isins, að allir búandi menn í sveitinni leggi til eitt eða fleiri , dagsverk, hver einn af frjálsum vllja, til þess nú í haust á meðan jörð er þýð, að losa upp dálítið Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. BlrgOlr: Henry Ave. East Sími 95 551—95 552 Skrlfstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI . ÁNÆGJA af grjóti upp með Gerðinu að norðanverðu, og aka því svo í vetur heim að bænum, þar sem húsið á að standa. Um aðra hjálp verður ekki beðið nema þá fyrir borgun. Þetta bið eg alla að hafa hugfast og vona að því verði alment vel tekið. Þorkell í Jlrauntúni hafði læst skemm- unni, til þess eins og aðrir að fá sér bita að borða, og til þess að njóta ánægjunnar af skemti- skránni. Nú stóð karlinn á fætur, hægur og yfirlætislaus, honum þótti gott í staupinu, en fór öllum öðrum betur með það. Kunnugir sáu að hann hafði fengið sér staup úr tunnunni, því hann var óvanalega upplits djarfur. Hann sagðist ekki að óreyndu, ætla að biðja fyrirgefn- ingar ;á því, þó hann stæði upp til að ryena að segja fáein orð, sér væri það æfinlega svo mik- ið haitmsefni, að sú stétt mann- félagsins, sem bæri alla velferð mannfélagsins á herðum sér skildi vera svo undirokuð af Frh. á 8 bls. INNKÖLLUNARMENN HEIMSKRINGLU f CANADA: Árnes.......... Amaranth....... Árborg......... Baldur......... Beckville...... Belmont.'T..... Bredenbury..... Brown.......... Calgary........ Churchbridge... CypresB River.. Dafoe.......... Elfros.......... Elriksdale..... Foam Lake...... Gimli.......... Geysir......... Glenboro....... Hayland........ Hecla.......... Hnausa.......... Hove........... Húsavík........ Innisfail....... Kandahar........ Keewatin........ Kristnes........ Langruth........ Leslie......... Lundar......... Markerville.... Mozart......... Oak Point....... Oakview........ Otto........... Piney........... Poplar Park..... Red Deer........ Reykjavík...... Riverton........ Selkirk......... Steep Rock..... Stony Hill..... Swan River...... Tantallon...... Thornhill....... Víðir........... Vancouver...... Winnipegosis... Wlnnipeg Beach, Wjmyard........ ...Sumarliði J. Kárdal ...J. B. Halldórsson ...G. O. Einarsson ....Sigtr. Sigvaldason ...Björn Þórðarson ....G. J. Oleson ....H. O. Loptsson ..Thorst. J. Gíslason Grímur S. Grímsson ..MagnÚ8 Hinriksson ......Páll Anderson ....S. S. Anderson ....S. S. Anderson ....ólafur Hallsson .....John Janusson ......K. Kjernested •..Tím. Böðvarsson .......G. J. Oleson ...Sig. B. Helgason .Jóhann K. Johnson ....Gestur S. Vídal ...Andrés Skagfeld ....John Kernested .Hannes J. Húnfjörö .....S. S. Anderson ...Sigm. Björnsson ....Rósm. Árnason ......B. Eyjólfsson ..Th. • Guðmundsson .......Sig. Jónsson •Hannes J. Húnfjörö .....S. S. Anderson ...Andrés Skagfeld ..Sigurður Sigfússon ......Björn Hördal .....S. S. Anderson ....Sig. Sigurðseon ..Hannes J. Húnfjörð ........Árni Pálsson ....Björn Hjörleifsson ....G. M. Jóhansson ........Fred Snædal ........Björn Hördal ....Halldór Egilsson ....Guðm. ólafsson ....Thorst. J. Gíslason .....Aug. Eicarsson ....Mrs. Anna Harvey ......Ingi Anderson .....John Kernested ......S. S. Anderson f BANDARfKJUNUM: um presturinn og kaupmaður- inn, skildi prestur mæla fyrir minni Einars og Þuríðar, en kaupmaður fyrir minni læknis- ins og frúar hans, en hann þekti lækninn frá barnsbeini, og höfðu þeir löngum tímum sam- an verð leikbræður. Nú var þá tækifærið komið á meðan kven- þjóðin hlóð borðin vistum. Presturinn hóf mál sitt, og þótti segjast vel. Tóti á Melum sagði við þann sem næstur sat, að það væri æfinlega sama ræð- an, með bætur á bætur ofan, fyrir breyttar kröfur. Kaupmað- urinn sagði að henni væri það ekki láandi henni Jónínu í Gerði, þó hún hefði ekki varast læknirinn, því hann klifraði f jöll ' in og 'kannaði dýpið, fremur en Akra.................~.................Jón K. Einarsson Bantry..................................E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash......................John W. Johnson Blaine, Wash....................Séra Halldór E. Johnson Cavalier............................. Jón K. Einarseon Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta. Edinburg....................................Jacob Hall Garðar.................................s. M. Breiöfjörð Grafton...............................Mrs. E. Eastman Hallson................................Jón K. Einarsson Hensel..................................J. K. Einarsson Ivanhoe.............................Miss C. V. Dalmano Los Angeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 4415 Esmeralda St. Milton...................................F. G. Vatnsdai Minneota............................Miss C. V. Dalmann Mountain...............................Th. Thorfinnsson National City, Calif......John S. Laxdal, 736 E 24th St. Point Roberts...........................Ingvar Goodman Seattle, Wash.........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold..................................Jón K. Einarsson Upham..................................E. J. Breiðfjörö The Viking Press, Limited Winnipeg Manitoba

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.