Heimskringla - 30.09.1936, Page 6

Heimskringla - 30.09.1936, Page 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPBG, 30. SBPT. 1936 . Heath greip hana J>egar hún var í þann veginn að falla. “Mér þykir fjarska mikið fyVir þessu,” sagði hann í vandræðalegum afsökunar-rómi; “meiddi eg yður nokkuð?” Stúlkan hafði fölnað upp, en hún brosti jafnframt, svo að Ian Heath, sem jafnan átti í hættum og kunni að meta hugrekki þar sem hann hitti það fyrir, fann til aðdáunar fyrir stúlkunni. “Nei,” svaraði hún, “mér varð bara hverft við. Þetta gerir ekkert til — öldungis ekkert.” “Þetta var svo klaufalega kjánalegt af mér.” Hún brosti í öðru sinni og fyrirgaf honum með brosinu. “Þér stiguð á fótinn á mér.” Burðarsveinninn á bak við þau bóstaði til merkis um, að hann biði þess með óþolinmæði að mega halda áfram með farangurinn. “Enda þótt eg eigi ekki fyrirgefningu skil- ið, vona eg samt að þér fyrirgefið mér,” og án þess að gera sér grein fyrir því rétti hann henni hendina. “Auðvitað,” mælti stúlkan og um svo litla stund hvíldi lítil hanskaklædd hönd hennar í lófa hans, svo sneri stúlkan sér við og hélt leiðar sinnar. “Leiguvagn herra?” spurði burðar sveinn- inn. “já,” svaraði Heath stuttlega. Honum var hálf gramt í geði. Hann hefði með á- nægju getað formælt burðarsveininum með allar vörturnar. Því í fjandanum gat ekki strákurinn beðið? Því þá hefði hann kannske getað talað dálítið meira við stúlkuna. Heath sneri sér snögglega við og fylgdist með burðarsveininum eftir brautarpallinum. Meginlandslestin, sem hann hafði stigið út úr svona laglega, að hann hafði næst um því rutt stúlkunni, sem stóð fyrir utan dymar um koll Stöðin var troðfull eins og vant var, svo að hann komst seint áfram. Undir flestum öðrum kringumstæðum hefði Heath glaðst yfir þeirri sjón, er mætti honum. Hann var venjulega svo glaður að koma heim til London frá út- löndum, að hann teygaði eins og þyrstur mað- ur útsýnið, sem augum mætti. — Burðar- sveinimir, sem voru svo rólegir, svo ólíkir stéttarbræðrum sínum í Frakklandi og ítalíu, sem allir voru á hjólum, hinar virðulegu járn- brautastöðvar, hinar prúðbúnu ensku konur, hinir vel greiddu menn, er báru prúðmannlega framgöngu sína eins ósjálfratt og ferðafötin og leðurtöskumar sínar; bókasölubúðimar, fullar af nýjum skáldsögum og tímaritum. — Alt jþetta hefði glatt hjarta Heaths undir venju- legum atvikum. Hamingjan vissi það, að hon- um þótti vænt um að vera kominn heim til Englands í þetta sinn. Þetta atvik í Feneyjum, sem næstum því hafði riðið honum að fullu, og næstum því hafði svift hann því, sem meira var vert, vitinu, hafði alt saman tekið í taugamar. Öll þessi æfintýri sem vom samfara spæjara- stöðu hans fyrir ensku stjómina og höfðu byrj- að í danshöll undirheimalýðsins í Budapest og endað í einvígi með sverðum í höll prinsins af Vantori á bökkum síkjanna í hinni fomu Feneyjaborg, höfðu gert hann næsta eftir sig og úttaugaðán. En þrátt fyrir það var árang- urinn h'till, þótt hann færði yfirmanni sínum nægilegt efni til íhugunar. Eftir öll þessi æfintýri sem helst líktust illum draumi, var hið enska landslag eins og hann sá það á leiðinni frá Dover út um vagnglugg- ann, líkast kaldri hendi sem lögð er svalandi á heitt enni þess, er af sótthita þjáist. En að sjá þetta vakti hjá honum löngun eftir þeim unaði sem hann lengi hafði dreymt um. Eftir að hafa skilað af sér öllum gögnunum í þeirri deild, sem hann starfaði við og séð andlit húsbónd- ans verða ennþá hörkulegra, ætlaði hann sér að hverfa til einhvers kyrdláts staðar — ef til vill Devon, þar sem hann gæti dmkkið enskan bjór, fiskað dálítið, leikið knattleik, spjallað við bænduma og yfir höfuð hvílt sig. Hann þurfti alls þessa með — einkum hvíldarinnar; hana ætlaði hann sér að fá og hana, átti hann skilið. Og svo þegar lestin stansaði við ákvörðun- ar staðinn og hann steig út, þá var hann næst- um búinn að ryðja um koll allra yndislegustu stúlku. Þótt Ian Heath væri niðursokkin í hugsan- ir um sín eigin málefni, þá gat hann ekki að því gert að taka eftir því, hversu yndisleg þessi stúlka var. Lífsstaða hans hafði kent honum næstum því óskiljanlega skjóta eftirtekt, og oftar en einu sinni hafði það bjargað lífi hans hve góð- ur hann var að lesa lundareinkenni manna á svipstundu. F*yrst hafði hann veitt því eftirtekt, að stúlkan hefði einkennilega gulljarpt hár. — Hrokknir lokkar gægðust undan hattinum og á svipstundu myndaði hann orð. yfir þetta í huganum, orðið “hlýja” — blærinn á háralit stúlkunnar hafði lýst fyrir honum lífi og hlýju, það lýsti upp andlit hennar og leiddi yfir það rjóðan blæ. Vegna þess að hann hafði rétt út hendina til þess að varna því að hún félli, þá hafði hann staðið mjög nálægt henni fáein augna- blik. Samkvæmt venju sinni að athuga alla hluti á svipstundu, sá hann að stúlkan var ó- venjulega fríð sýnum og honum hafði þótt vænt um að þessi fríðleiki var ekki venjulegur, en öll þessi athugun gerðist á svo s'kjótri svipan, að enginn tími var til að hugsa um hana frek- ar; burðarsveins flónið hafði séð fyrir því, og stúlkan hafði snúið sér vandræðaleg á svip- inn í burtu. Heath leit með ygldum svip á burðarsvein- inn, sem var langt frá því að vera fríður að eðlisfari, og fríkkaði ekki við allar vörturnar, að því búnu steig hann inn í leiguvagnin og ók til herbergja sinna. Leiguvagninn stansaði fyrir framan húsið, sem hann bjó í. Það var hátt og mjótt, en yfir því hvíldi að minsta kosti virðulegur blær. Það var eins og það segði: Eg er það sem eg-sýnist, enda brosti Heath er hann sá það eins og í kveðjuskyni. Þetta var heimilið hans og hann var ánægður með.það. lEfst á tröppunum mætti honum andlit. — % Það var eins og húsið sjálft, laglegt og þægi- * legt. “Heilir og sælir, Mr. Heath,” sagði mað- urinn, sem átti andlitið. Hann var stuttur og digur og hjákátl'ega hjólbeinóttur, eitthvað hálf fimtugur að aldri. (Fyrir tuttugu árum síðan hafði mannþröngin á veðhlaupa skeiðvöllun- um hrópað; “Flýttu þér Jói!” og það bæði með æsingu og ákafa, því að hann var uppáhald almenningsins.) “Konan verður meira en lítið fegin að sjá yður Mr. Heath,” bætti hann við og breiðleita andlitið hans Ijómaði alt af góð- látlegu brosi — þessi maður hét Jói Dorrance og hafði nú ofan af fyrir sér með því að leigja út herbergi í stóra húsinu sínu. Safnaði hann nú saman farangrinum og bjóst til að bera hann upp á loft. “Æ, hæ!” leið frá brjósti Heaths er hann litaðist umhverfis síg í setustofunni sinni, er var á efstu hæð. Alt var eins og hann hafði skilið við það síðast. Hann sá með óblandinni ánægju,, að eldur brann á ami, en sitt hvoru megin við arininn stóðu hægindastólar, fóðr- aðir með rauðu leðri og slitnir. Þama voru uppáhalds bækurnar hans, alveg við hendina, í dálitlum skáp vinstra megin við arininn, kringl- ótt borðið með drifhvítum dúki, var á sínum vana stað út við gluggann, og— En Heath langaði ekkert til að sjá neitt meira hann vissi af reynslunni að ekkert mundi ábresta til þess að gera hann að sælasta mann- ánum í allri Lundúna-borg. “Þú ert sannarlegur gimsteinn, Dorrance,” hrópaði hann. Hinn fyrverandi veðreiðamað- ur laut höfði. “Það er sannarlega fallegt af yður að segja það, Mr. Heath.” “Og kona þín er reglulegur engill,” bætti komumaður við. Brosið varð ennþá breiðara. “Segið þér henni það sjálfur, herra, því að þarna kemur hún.” Það var bankað á dymar og þvínæst opnuðust þær. Og ef að forsjónin hefir nokkurntíma skapað hjónasvip, þá hafði hún veitt Mrs. Dorrance hann, svo svipuð sem hún var hinum góðlátlega manhi sínum. Hún heilsaði nú uppáhalds leigjandanum sínum með hinni mestu alúð. “Mér þykir vænt um, að þér eruð komnir heim, Mr. Heath,” mælti ííún. “Þér eruð hreint ekkert hraustlegur í útliti — eg býst við að þér ferðist of mikið.” Heath brosti. “Eg hefi ferðast allmikið,” sagði hann. Hann hafði neyðst til að nota þannig mein- laust yfirskyn við þessi gæðahjón, því að það var ómögulegt að segja þeim sannleikann og hefði honum tekist að gera þeim grein fyrir hinum tíðu burtförum sínum úr borginni, með því að þykjast vera ferðamaður. Dorrance hjónin tóku það fyrir góða og gilda vöru og létu aldrei forvitni sína, sem var mikil þegar uppáhaldsleigjandinn þeirra átti í hlut, verða kurteisinni yfirsterkari. Jói, sem víða fékk fréttir að, og vissi ýmislegt, en geymdi þá þekkingu hjá sjálfum sér, er snerti hina réttu stöðu leigjandans. María mundi vegna velvildar sinnar til Heaths hafa orðið hugsjúk um hann. Hún átti sem sé engin böm sjálf og hafði kosið sér þennan unga mann að “kjörsyni.” “Og nú mun yður vanta eitthvað að borða?” sagði Mrs. Dorrance með sinni venju- legu umhyggjusemi. “Ætli að það sé nokkurt tækifæri til að fá uppáhaldsréttinn minn, sem þérvitið hver er?” Húsmóðurin leit á mann sinn, sem hló í kampinn. Þér skuluð bara bíða og sjá til, Mr. Heath.” “Já, guð blessi yður!” Þegar Heath var orðinn einn, lét hann í pípuna sína og fleygði sér niður í einn af rúm- góðu stólunum. Hann var tekinn að njóta hvíldarinnar, sem hann hafði heitið sjálfum sér Það var enginn staður í Lundúnum, sem bauð meiri ró, enginn hávaði truflaði hvíldar- stund hans, og ef hann hefði óskað að hugsa, ( þá voru nægar minningar tengdar við þetta herbergi til þess að fylla huga hans. En þær gerðu það þó ekki. í gegn um reykinn, sem lagði upp úr pípu hans, sá hann mynd, sem ruglaði ró hans — laglega stúlku mynd. Nú vissi hann hversvegna hann hefði vilj- að stansa og tala við stúlkuna ókunnu; það var vegna þess, að hún var í einhverjum vandræð- um. Hann hafði séð svo marga menn og konur sem þannig var ástátt fyrir, að honum hafði veist það auðvelt að lesa merkin. En hvað hún hafði borið sig hraustlega. Hún brosti, þrátt fyrir áhyggjurnar, og þrátt fyrir það, þótt hann af klaufaskap sínum brigði fyrir hana fæti. Heath hagræddi sér í stólnum. Hann reyndi að friða huga sinn, eða samvisku sína, eða hver skollinn sem það nú var, sem var að gera honum ónæði. Hann gat ekki gert að því ef að stúlkan var í vandræðum. Hann mundi sennilega aldrei sjá hana framar. Honum kom ekkert við um hana. Og hann hafði svo sem nóg vandræði sjálfur — hann ætlaði nú að gleyma öllu og hvíla sig. En einhverra orsaka vegna var þetta ekki svo auðvelt. Hann hlaut að vera orðinn meira en lítið taugaveiklaður. Andlit ókunnugu stúlk- unnar stóð honum æ fyrir hugskotssjónum. Augun sem höfðu brosað við honum voru hald- in, hverju? Var það ótti. Hann hafði séð svo marga haldna skelfingu, að hann var fróður í þeim sökum. Dorrance færði honum matinn og vakti hann upp úr þessum hugsunum. Hann var rétt pð setjast að borðinu þegar fónið hringdi. Hann gekk hirðuleysislega yfir að fóninu og hlustaði fáeinar mínútur. “Gott og vel, herra minn. Eg kem eftir einn klukkutíma. Já, eg komst heim eftir alt saman.” “Dorrance”, mælti !hann, “mér þykir fyrir að skilja við yður, en á morgun fer eg í burtu til einhvers þess staðar þar sem talsími þekkist ekki.” Húsráðandi lagfærði diskana þangað til hann var ánægður með þá. “Eruð þér að hugsa um að taka yður hvíld. Og satt að segja sýnist mér að þér þurfið þess með.” “Já, það veit trú mín,” og svo réðist hann á matinn. Að máltíðinni lokinni, bjóst Heath að fara á fund yfirmanns síns, var þá karl harður í hom að taka og átti það til að vera all hótfynd- inn. Ekki hlakkaði Heath til samfunda við hann í þetta sinn. Hann hafði gert alt, sem hann gat, en það var stundum ekki nægilegt fyrir þennan hræðilega húsbónda. Harker Bellamy krafðist árangurs. Rökkrið var að klæða Whitehall í hina gráu skikkju. Þegar Heath snerí inn í stórhýsið sem Sir Harker Bellamy bjó í, opnaði hann sjálfur dyrnar og bauð gesti sínum inn í stofuna, sem var í senn bæði skrifstofa og bókaherbergi. “Jæja,” hreytti hann út úr sér. Ávarpið var honum líkt. Undirmenn hans voru kannske að heiman mánuðum saman og höfðu komist í margvíslegan lífsháska, en áður en hann rétti þeim hendina, var hann vanur að segja þetta “jæja” í hálf ásakandi rómi. Heath, se,m þekti manninn, lét þetta ekkert á sér festa jafnvel þótt taugar hans væru ekki sem styrkastar. Með hægum og gætileg- um orðum, gerði hann grein fyrir gerðum sín- um í Bucharest og Feneyjum og lauk máli sínu með^ þessum orðum: “Eg hef'i þegar ritað ítarlega skilagrein, herra, sem þér getið athugað síðar og í meira næði,” og svo lagði hann bréfaböggul stóran á hið mikla mahóní skrifborð. Mjög mikill áhyggjusvipur skein úr hinum hörkulega svip Sir Haríters Bellamy. Þetta er miklu alvarlegra mál en eg hefi ætlað. Eg verð að senda Hodgson þangað undir eins.” Heath fleygði því sem eftir var af vindl- inum í eldinn. “Þér sendið hann út í opinn dauðann, herra minn,” sagði hann. Sir Hark- er Bellamy stóð upp. Andlit hans var sót- svart af reiði. “Eruð þér að hugsa um að taka við mínu starfi, ungi maður?” hreytti hann út úr sér. “Nei, herra minn. Eg er aðeins að benda yður á það, sem eg held að sé sannleikur. Þetta starf, sem eg hefi bent á er alveg sér- staklega djöfulegt. HodgSon ætti að vera varaður við því, að þeir búist við öðrum að fylgja mér eftir.” “Þetta er nóg. Heath.” Gesturinn ypti öxlum. í hundraðasta skiftið spurði hann sjálfan sig að því, hveirs- vegna að hann þjónaði slíkum járnkarli, sem ekki virtist gæddur neinum mannlegum til- finningum. Hann bjóst við að það væri ástin á starfinu. Þessi gleði, sem hann ætíð öðlaðist við það að skygnast inn í hið hulda. Ekkert í heiminum gaf slíka hrifningu. Það vissi hann, og þrátt fyrir það var hann kominn á fremsta hlunn að segja Bellamy að fara til fjandans. Það kostaði auðvitað það, að hann yrði að segja af sér. Jæja, því þá ekki ? Þetta starf hans innvann honum ekki svo mikið þakklæti Þetta,, að hverfa tímunum saman og svo þeg- ar heim var komið, að vera úthúðað af nauð- sköllóttum — “Þér virðist ekki vera sjálfum yður líkur í dag, Heath.” Hann horfði á Bellamy til að sjá hvað hann ætti við. Ian Heath færði stólinn sinn nær borðinu. “í fyrramálið,” mælti hann í mjög ákveðn- um rómi, “ætla eg að fara með fyrstu lestinni til Devonshire — Dartmoor. Þar ætla eg að leita uppi afskektasta staðinn, sem eg get fundið og dvelja þar í heilan mánuð. Enginn mun vita heimilisfang mitt. Þar skal ekki verða neinn talsími neinstaðar í nánd. Alt, sem á nokkum hátt snertir evrópiskar stjórnmála og stríðs flækjur, mun þar vera gleymt og glatað. Eg mun fiska, leika knattleik ef það er hægt, éta og drekka, tala við bændurnar og eyða tímanum í iðjuleysi.” Hann talaði mjög ákveð- ið og þrjóskulega. Viðtökumar sem hann hafði fengið hjá Bellamy og þessi hótun hans að senda Hodgson, er hafði miklu minni reynslu en hann og var síður gáfum búinn en hann, til að greiða úr málunum í Feneyjum, málunum sem hann hafði gengið frá, var býsna hart að göngu. Hann hefði fremur kosið að vera húðskammaður og nú var hann kominn í það skap að hann gat sagt yfirboðara sínum, hvaða álit hann hefði á honum. Sir Harker Bellamy brosti fagnaðarlausu brosi og mælti: “Þér virðist hafa lagt þetta alt saman niður mjög nákvæmlega.” “Já, eg ákvað þetta alt saman á lestinni.” Sir Harker Bellamy stóð upp og gekk í kring um borðið. “Það er ekki siður minn að eyða mörgum orðum,” sagði hann í dálítið þýð- ari rómi, “en svo mikið ætla eg þó að segja, að þér hafið gert miklu betur í þessu máli, en eg bjóst við, og eg. ætla að bæta því við, að eg býst ekki við að nokkur í deildinni hefði kom- ist í hálfkvisti við yður. Farið því fyrir alla muni og takið yður hvíld. Þér segist ekki ætla fyr en í fyrramálið — hérna er aðgöngumiði á St. Johns leikhúsið í kvöld. Eg get ekki farið sjálfur vegna annríkis og eg hata að láta nokk- uð fara til ónýtis. Heath vissi ekki fyr en hann stóð hálf- ruglaöur úti á strætinu með hvítan bréfmiða í hendinni. Hann vissi það auðvitað ekki en þessi bréfmðii var aðgöngumiði að hinu furðu- legasta æfintýri lífs hans. Tjaldið er dregið upp Það er furðulegt hversu lítið þarf til að" breyta geði manna. Eftir að hafa baðað sig, rakað sig og skift um föt, fanst Heath að hann væri sem nýr maður. Hann var ákveðinn í því að taka sér hvíldartíma, en hann hlakkaði til þess í stað þess að skoða það sem skyldu- verk. Hin fáu hrósyrði Sir Harkers Bellamy og hve vingjarnlega hann klappaði á bakið á honum um leið og hann sagði þau gerði allan muninn. Heima í húsinu voru Dorrance hjónin að tala um skjólstæðing sinn. "Hann er næstum alveg úttaugaður,” sagði húsráðandi við konu sína, og nú syngur hann með sjálfum sér. Hlýtur að vera ást- fanginn,” bætti hann við og skotraði augunum útundan sér til húsfreyjunnar. Frú Dorrance reigði sig. “Mér þætti gaman að sjá þá stúlku sem Mr. Heath yrði ástfanginn í. Hann er of skynsamur til þess að hlaupa á eftir þessum stelpugopum, sem eru ekkert annað en fætur og sneyddar allri skynsemi. Þið karlmennim- ir sjáið aldrei nefinu lengra. Hann var þreytt- ur þegar hann kom heim, nýkominn af lestinni, og svo myndir þú vera líka, eða jafnvel verri. Þegar eg bið þig að ganga hérna upp í strætið þá kemur þú aftur blásandi og stynjandi eins og þú ættir ekki að gera nema að sálast. Eftir að hann fékk að borða leið honum betur. Nú er hann að fara í leikhúsið, á morgun út í sveit —■ því skyldi !hann þá ekki syngja með sjálfum sér?” Jói gat ekki svarað þessari röksemda- færslu neinu, en þrátt fyrir það hélt hann þó, að ,hinn umræddi ungi maður væri eitthvað frábrugðinn þeim Ian Heath, sem hafði farið úr húsi hans fyrir tveimur mánuðum síðan og hafði um leið látið þess getið, að hann kynni að verða í burtu eins og viku eða hálfsmánáðar tíma.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.