Heimskringla - 25.11.1936, Blaðsíða 4

Heimskringla - 25.11.1936, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 25. NÓV. 1936 ©cimskringla <StofnuB lttt) Kemur út i hverjum mUSvikudegi. Eigendur: TEE VIKING PRESS LTD. tS3 ot tSS Sargent Avenue, Winnipeg Taltimis tS 537 Verð bUðnn* er $3.00 áxgangurlnn borg« tyrlríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRE8S LTD. 311 viSakifta bréf blaSinu aðlútandl sendist: Manager THE VIKINU PRESS LTD. SS3 Sargent Ave., Wtnnipeg Ritstjári STEPÁN KlNARSöON l'tanúskrilt Ul r.Utjóram: EDITOR HEIMSKRINOLA ts3 Sargent Ave., Winntpeg "Helmíkringla” ia publiatied ind pnnted by THE VIKING PRESS LTD. SS3-.1SS Sargent Avenue, Wtnnipeg Man. Teiepbone: 86 537 WINNIPEG, 25. NÓV. 1936 NÝ LJÓÐABÓK Það hefir liðið langt milli þess síðari árin, að góðar íslenzkar ljóðabækur hafi komði út eftir skáld hér vestra. Þó þær séu frá því fyrsta orðnar nokkrar talsins, má segja, að hver bók um sig hafi verið orðin gömul, er hin næsta kom út, nema aðeins þær fyrstu. Þeirn sem íslenzkum ljóðum unna, og það hefir löngum verið um íslendinga sagt, að þeir hneigðust öðr- um fremur að skáldskap, má það því gleðiefni vera, er ný ljóðabók kemur út, sem jafngild er hinum betri er hér voru fyrir oS sem skipað hafa kvæðagerð Vest- ur-íslendinga sess með því, sem ort er yfirleitt meðal heima Iþjóðarinnar. í þess- um flokki teljum vér ljóðabók þá er hér um ræðir, eftir Pál S. Pálsson, og sem hann nefnir “Norður-Reykir”, eftir æsku- heimili sínu á íslandi. Það fyrsta sem vér huguðum eftir, er vér opnuðum bókina, voru fyrirsagnir á einhverjum gamankvæðunum, sem Páll hefir svo oft skemt með á samkomum. En þau var næsta fá jþar að finna. Að vísu var þar kvæðið “Fimm í austur, fimm í vestur”, sem er eitt það naprasta háð, sem ort hefir verið um samtök Vestur- íslendinga og eitt eða tvö önnur í svipaða átt. En þegar meira var ekki að finna fórum vér að lesa formálann. Hann skrif- ar dr. Rögnv. Pétursson. Þar var þá sú skýring gefin, að skopkvæði skáldsins flest bíði seinni skipanna, en hér séu að- eins hin veigameiri og alvarlegri kvæði birt til þess að gera ekki bókina of stóra. Eftir skjótan lestur bókarinnar, virðist oss nú sú varfærni hafa verið óþörf og að bókin hefði gjaman mátt vera stærri af sama efni og hún flytur. Vér höfum ekkert kvæði í bókinni fundið, sem mað- ur les ekki með ánægju. í þeim er flest- um eitthvað sem seiðir og vekur menn til að hugsa. Skáldið skilur sjaldan svo við yrkisefnið, hvert sem það er, að ekki komi fram í kvæðinu sjálfstæður skilning- ur hans og lífsskoðun. Það verður ekki um mörg kvæði í bókinni sagt, að (þau séu ort út í veður og vind. Efni margs kvæðis er ærið til þess, að maður hefir meiri unun af að lesa það í annað sinn. Og þó eru flest eða öll kvæðin í bókinni ofur stutt og það væri ekkert óeðlilegt, að það ylli gloppum í þeim. En svo er ekki. Efniö heldur sér eigi að síður. — Skáldinu förlast ekki frágangur kvæðis- ins fyrir því. Það dregur aldrei úr nið- urlags-áhrifum þess þó það sé sagt í fám orðum og án minstu þrautar að koma því í ofur algengan og léttan og viðfeldinn orða-Jbúning. Oss duttu í hug við lesturs margs kvæðis í ljóðabókinni orð Magnús- ar Stephensens (ef oss rangminnir ekki) til íslendinga: Ef þið lærið að hugsa, þá verður ykkur vandræðalaust að tala. — Þetta á við um skáldskap Páls. Hann hugsar yrkisefni sitt vel og þarf því ekki á “orðmálaralistinni” að halda eins og þeir, er leggja hana á vogarskálina í stað skilningsins. Þetta er nú það helzta, sem oss virðist einkenna skáldskapinn í þessari nýju ljóðabók. En einkenni hennar eru fleiri. í bókinni eru allmörg og fögur náttúru- kvæði. En inn í þau tvinnast mannlífið oftast, viðhorf þess, sorgir, gleði og þrár. Páll er mannlífsskáld fyrst og fremst. Hann finnur til með syrgjendum, —því alt sem er sársauki öðrum á eitthvert bergmál í hjarta mér— segir hann. — Og eitt sorgarkvæði hans, “Unnustan”, ætlum vér að sumum muni jþykja eitt af beztu, ef ekki bezta kvæði bókarinnar. Föðurminning er og tilfinn- ingaríkt saknaðar kvæði. En í bókinni eru einnig nokkur ástarkvæði. Minnir hvert erindi í þeim á það sem er háleitt, fagurt og göfugt. í kvæðinu “Kossinn” er þessi vísa, ein af þremur: Og kvöldroðinn skýfalda skreytti, —það skraut hafði eg áður séð,— og unað, er annað þreytti það áður mér hafði léð. En gegnum það ljóshaf nú leit eg nýtt litskrúð, sem himininn mér opnaðist: Frumlitur fæddist við fyrsta kossinn þinn. En úr því farið er að benda á sýnishorn, skal hér fáeinum hendingum bætt við. I kvæðinu “Óyndi” er þessi vísa, eftir að búið er að lýsa því, að jafnvel veturinn heima hafi ekki verið langur við álfadanz og drauma. En— 'Hér eru engir álfar, enginn “Huldu-klettur”, Ok, né Eliríksjökull, —alt eru tómar sléttur— alls er yndis vamað, ísland, ibarni Iþínu, utan eins: Þú lifir æ, í hjarta mínu. Hvæði ort til ýmsra manna við ýms tækifæri eru nokkur í bókinni; er í flest- um þeirra eitthvað frumlegt og vel hugs- að og það sem fleiri vildu sagt hafa. Af þessum kvæðum mætti nefna kveðju til Kvarans hjónanna, kvæði til dr. Rögnv. Pétursson á 25 ára starfsafmæli hans, til K. N. og Jóns Runólfssonar. Ekkert kvæði um Jón hefi eg séð betur minna á hann en þetta kvæði Páls. Og til þess að sýna hve Páll getur lýst mönnum í fáum orð- um, s-kal bent á þessa vísu er hann yrkir til Gísla Jónssonar og sem betri er en löng kvæði sem margir yrkja: Sumir hefðu sætt sig við söngdísina eina, en þú tókst líka þér við hlið —Þurftir stærra en meðal svið— ljóðadís, með ljúfa strengi og hreina. Á skálda-krystalli Páls eru að vísu fleiri fletir, en hér hafa verið nefndir, en að lýsa þeim gefst ekki tími til. Vér höfum von um að það geri aðrir síðar og betur. Þessi nýja ljóðabók er aðeins fyrir einum degi komin út, en vér vildum ekki láta þessa viku líða svo, að hennar yrði ekki getið, þó ekki sé svo ítarlega gert sem vér æsktum og ljóð Páls eiga skilið. En vér vonum samt að þau einkenni skáld- skapar, sem hér hefir verið vikið að, finni lesarinn í bókinni. Bókin er prentuð í Viking Press prent- smiðju og er ytri frágangur allur ágætur. Vér fundum og enga prentvillu í bókinni, hvernig sem vér leituðum. Vér vonum aðeins og óskum að bók þessi seljist svo fljótt, að skáldið sjái sér sem fyrst fært að gefa út garr^ankvæði sín. Verð í bandi er $2.00 en í kápu $1.50 og fæst hjá bóksölunum hér og höfundi. ALT Á EINA BÓK LÆRT Það hefir talsvert verið ritað í blöðin um lánféð, >sem Kingstjómin er að gang- ast fyrir, að bankar veiti til viðgerða á íveruhúsum. Hefir allmikið verið úr þvf gert, að með þessu gefist mönnum tæki- færi til að bæta húsakynni sín með ó- vanalega góðum kjörum. í auglýsingum bankanna er mikil áherzla lögð á það, að vextir séu svo lágir, að menn ættu ekki að láta sér þetta tækifæri úr greipum ganga; þeir eru sagðir aðeins 6%. Auk þess veiti þetta atvinnu og það sé fyrir öllu. Lítum nú á þetta nánar. Maður tekur t. d. $60 ián. Til að byrja með dregur bankinn 6% ársvexti frá heildarláninu; ennfremur 50 cents fyrir starf sitt og fyrirhöfn. Einnig 3 cents í söluskatt. — Lánið að þessu frádregnu nemur þá ein- ungis $55.87. I lok mánaðarins greiðir lántakandi $5 af láninu og $5 á hverjum mánuði eftir það. Eftir sex mánuði, hefir lánskuld hans lækkað svo, að hún nemur $25.87. Eftir ellefu mánuði er hún að- eins 87 cents. En lántakandi verður eigi að síður einn mánuð til að greiða $5. Það er eitt af þessu sem ekki verður umflúið, fremur en að það liggur fyrir hverjum manni að deyja einhvemtíma. Þegar tillit er nú tekið til þess að lánið er greitt bankanum mánaðarlega, smá saxast á það, svo að segja má, að það nemi ekki meiru en $25.37, sem í höndum lántakanda er alt árið. En hann greiðir eigi að síður 6% í heilt ár af 60 dölum. Vextimir sem hann er því í raun og veru að geriða eru því ekki 6%, heldur 14.4% (yfir 14 prósent). Það eru — þó betri tímar væru en nú — hærri vextir en nokkur maður gæti látið sér detta í hug að greiða. Það verður einnig erfitt að sannfæra nokkum um það, að bank- amir gætu ekki lánað þetta fé rýmdegar, sem ábyrgst er af sambandsstjórninni og þar sem þeir, þess utan greiða ekki sjálfir nema l1/^ % af inneign almennings í sparisjóði. Þetta er nú hængurinn á þessu áformi Kings, að greiða fyrir mönnum með lán. Ábyrgð stjórnarinnar kemur ekki lántak- anda að neinum notum. Hann á alt á hættu eftir sem áður, ef hann stendur ekki í skilum með greiðslu á láni sínu og kjörin eru svipuð og áður hjá bönkum. Á- byrgðin virðist heldur ekki hafa verið bönkunum nauðsynleg. Hvað þurftu þeir meira með en veð í eigninni og vextina? Það sem skeð hefir í sambandi við þetta, er aðeins það, að Kingstjórnin hefir gert sjálfa sig að ginningarfífli bankanna er notað hafa hana til þess að narra almenn- ing til að taka lán hjá þeim með 14 til 15% vöxtum. Það hefir stundum verið að 'því fundið hvernig opinbert fé sé notað. En það hefir sjaldan orðið eins ljóst, að það hafi verið notað til þess að aðstoða peningavaldið í að hafa almenning að fé- þúfu og Kingstjómin hefir með þessu gert. UM PENINGASENDINGAR Það hafa nokkrir spurt Heimskringlu að því, hver væri ódýrasta og tryggasta leiðin að senda peninga heim til íslands. Það er ekki sízt um hátíðimar, jólin og nýárið, sem um þetta er spurt. Er það ekkert óeðlilegt, því hér á margur öll sín núnustu skyldmenni og þá, sem þeim er ant um að gleðja og senda jólaóskir, heima á íslandi. En því miður veit sá er þetta ritar ekki sitt rjúkandi ráð um peningaflutning, hefir varla séð peninga nema í höndum anara. En eins og maður- inn sem útlæröur þóttist í söng, en þekti ekki eina einustu nótu, sagði að hann þekti mann sem á píano gæti spilað, höf- um vér getað sagt, að vér þektum mann, sem íslendingum gæti orðið til aðstoðar við peningasendingar til annara landa. Og sá maður er Mr. Fred Thordarson, bankastjóri við RoyaLbankann þar sem Arlington og Sargent stræti í Win- nipeg mætast. — Hann er eini ís- lenzki bankastjórinn, sem nú er í þess- um bæ og á næstu grösum, það vér til vitum. Hann talar íslenzku, er lipur í viðkynningu, Íslendingum velviljaður og maður sem treysta má sem banka. Hann hefir allar upplýsingar peningasendingum viðvíkjandi við hendina bæði um gengi peninga, kostnað og annað; það er því greiðast og minst tímaeyðsla í því, að snúa sér beint til hans fyrir þá sem á að- stoð um þetta þurfa að halda. Þegar ís- lendingar hafa unnið sér traust enskra bankamanna hér, sení þessi Iandi vor, ættu íslendingar ekki að skáganga þá, heldur láta þá njóta þess í öllum viðskift- um. Og það því fremur sem hann getur öðrum betur leyst verkið af hendi fyrir landa sína. SVEIFLUR TÓNA OG ÁHRIF Giovanni Martinelli, Metropolitan óperu söngvari og Richard Czerwonsky fiðlu-leik ari og tónskáld, héldu hljómleika hér í Auditorium þ. 20. okt. s. 1. Eg fór að hlusta á þá. Hvílíkur söngur! Hvílíkt fiðluspil! — Það var guðdómlegt. Er mögulegt að útskýra sönglist með orðum á betur viðeigandi og fullkomnari hátt? Eru nokkur orð til, sem geta túlk- að sönginn og fiðlutónana í öllum sínum mikilleik og töfra-litrofi? Nei. Orðin eru ekki lifandi. Orðin hafa ekki sál. Vér getum ekki gefið orðunum sál — ekki á pappírnum. En vér getum gefið orðunum mismunandi styrkleik og gildi, margskon- ar þýðingar með beygingum, föllum, veikum og sterkum áherzlum, framburði, svipbreytingum, tilburðum, látbragði, lyndis-einkennum og alls konar hljóð- breytingum og sveiflum. Og þannig get- um vér, í augum og eyrum þeirra, sem heyra oss og sjá oss tala, — gefið orðun- um sál eða látið þau túlka tilfinningar vorar. Já, og það get' eg látið orðin gera á pappímum, — að túlka tilfinningar mín- ar — að vissu stigi þegar sál lesandans grípur sveiflu-samhengi orðanna rétt. Það getur enginn lýst í orðum þeim áhrifum, sem sál bans verður fyrir, þegar um hinar dýrlegustu lit og tóna-sveiflur er að ræða. Tóna og hljóm-sveiflur, sem enginn skilur og enginn veit hvað er, og enginn veit hvar eiga upptök sín. Ef til vill eru upptök tónanna hvergi til. Öll alvíddin, alt lífið, er eitt hljóma- haf með allskonar stillitækjum. Og hljóðfærasláttur og söng- ur er það eina, sem nær sameig- inlega til allra, í öllum kringum- stæðum. Það eina, sem nær verulega djúpum tökum á mannssálinni í hvað þungu á- standi sem hún er. Og stafar það ekki af því að í söngnum er eitthvert dularfult almættis- afl, sem hleður sál vora andleg- um orkusveiflum alverunnar? í sveiflum og íitauðgi tónanna er sál alverunnar — guð. Þannig lít eg á samband söngs og sálar í túlkun hljóma er SanFrancisco-Oaklands brú- 111 þrisvar sinnum lengri en nokkur önnur brú í veröldinni. Fjórða stærsta ibrúin sem liggur yfir fjörð, er í Skotlandi, en hún er aðeins 8,300 fet á lengd. Vísindamenn og verkafræð- ingar hafa komist að þeirri nið- urstöðu af rannsóknum sínum, að þetta verði stærsta vatns- fallið í veröldinni, sem hægt sé að brúa, og að þetta verði því mesta brúar mannvirkið, sem getið verði um á næstu öldum. Það er gert ráð fyrir að um- ferðin yfir brúna verði árlega, Isem svarar 24,000,000 bílar, i 6,000,000 flutnings-bílar, og 50,- j 000,000 manns í rafmagns brautarvögnum. Brúin var opnuð til afnota þ. 112 þ. m. af Roosevelt forseta. ■ Hún er þá ekki að öllu leyti [fullger enn. og orða. En sökum aflvana orða Hún hefir tvö dekk, og er hvort þeirra 85 fet á breidd. Á minna, reyni eg ekki að lýsa . efra dekkinu eru sex keyrslu iþvl, hvað dásamlega vel Martin- , kraufir- j>ag geta því sex bílar elli söng og Czerwonky spilaði á | runn|g þar hæglega samsíöa. Á neðra dekkinu eru fimm ibrautir, hver 31 fet á breidd, og fiðluna. Það væri að draga úr litauðgi og fegurð tónanna. Eg vil því aðeins gera ofur- eru þrjar þeirra fyrir flutnings- litla grein fyrir ástandi mínu á en tvær fyrir rafmagns- meðan eg hlustaði á þessa snill- inga. Töfrandi litauðgir og heillandi tónar ibylgjuðust um salinn. í salnum voru yfir fimm þúsund manns, sem urðu þeirra aðnjót- andi. Ekki eitt einasta sæti var óskipað. Enginn bærði á sér. En allra augu mændu lotningar- full í eina átt, á einn blett 4 söngpallinum, ofurlítinn depil, sem bærðist hjá flygelinu og framleiddi þessar töfrandi tóna- sveiflur, sem endurómuðu í hvers manns sál, og heilluðu hvert mannsbam sem þeir náðu til, hverja sál — sálir, sem þama voru og hlustuðu hljóð- ar og sælar. Það var heilög þögn. Heilag- ur friður. Og það var alveg eins og fólkið héldi niðri í sér andanum, svo var hátíðin og hrifningin einlæg. iSjálfur vissi eg ekki hvemig mér var varið, eða hvar eg var. Eg reyndi ekki að hugsa. Eg bara hlustaði, varð allur að hlust. Drakk í mig litauðgi og töfra tónanna, þróttmikla og krefjandi og móðurlega mjúka. Mér leið dásamlega vel. Eg ibrautar vagna. í umferð er burðarmagn efra dekksins áætlað 7,000 pund á hvert lengdar fet. En á neðra dekkinu er burðarmagnið miðað við 40 tonna þunga flutnings- bíla og 70 tonna þunga raf- ibrautar vagna. Undirstaða brúarinnar er sú margbrotnasta og vandaðasta, sem enn þekkist. Það er 51 stöpull undir brúnni og sjö af þeim ná lengra niður í jörðina en dæmi eru til áður í veraldar sögunni. Minsti stöpullinn er 44 fct á breidd, 108 fet á lengd og 45 fet á hæð.’ Frá undirstöðu hans er gengið þannig, að þrjú hundruð staurar, sem hver er hundrað fet á lengd eru reknir niður hver við hliðina á öðrum, og á þeim situr steinstöpullinn. Stærsti stöpullinn situr á 55 stál og sements sívalningum. Er hver þeirra 15 fet í þvermál. — Sjálfur stöpullinn er 95 fet á breidd, 197 fet á lengd og 220 fet á hæð frá vatnsyfirborðinu niður á klett. Smíðið á þessum sívalningum og stöplum er eitt af mestu fann að guð var alt í kringum j meistaraverkum verkfræðing- Eg dvaldi í himneskri anna og undrum nútímans. Og mig. paradís, jarðnesku guðsríki- Davíð Björnsson SAGA AF BRÚ Eftir Leo J. Martin Eitt af hinum dásamlegustu og mest umtöluðu meistara- verkum nútímans, er hin nýja San Ih’ancisco-Oakland brú í Califomíu. í fáum dráttum er ekki hægt væri það efni í langt mál ef eg ætti að lýsa því nákvæmlega. Smíði þessara stál og steypu sívalninga niðri í jörðinni, fór fram í geysilega stórum flot- hylkjum, sem voru reglulegt völundar smíði. Með aðstoð loft þrystitækja fyltu þeir þessa 55 stál-ihólka, sem láu samhliða í mörgum röðum. Yfir þeim var komið fyrir loft- þéttri hvelfing, sem stóð í sam- bandi við flothylkið. Smátt og . að gefa nema leifturs-yfirlit yfir i þá risa-smíði, og alla þá vísinda- j smátt var svo flothylkinu þrýst legu starfsemi í sambandi við niður á við unz það náði til hana. j botns. Þá var það grafið niður Lengd brúarinnar eir rúmar | tíu fet. Þegar svo langt var átta mílur. Og eftir útreikning , komið voru stálhólkainir grafn- verkfræðinga á hún að endast j ir niður á klöpp, mikið á annað í full átta hundruð ár, með ár- lega vaxandi umferð. hundrað fet. og síðan þrýst í þá steypunni með loffcþyngdar á- Frá ströndum Oaklands, lítur höldum. Ofan á þá var lagður brúin út, sem tröllslegt grinda- J tíu feta þykkur stál og sements verk yfir glampandi vatnsfletin- flötur fyrir aðal stöpulinn að um. sitja á. San Francisco brúin, liggur! Og jafnveLþó að undir-stað- yfir þann stæsta skipgenga fjörð j an sé að sínu leyti eins mikið sem enmþá hefir verið brúaður. I völundarverk og brúin sjálf, þá Hún er sú lengsta brú í veröld-; er það samt yfirbygging henri- inni og um leið lang voldugasta ! ar, sem í flestra augum er aðal- tvídekkaða brúin, sem til er. — [ atriðið og mesta meistaraverkið, Yfir sjálfan fjörðinn er brúin J því þetta tröllslega og ram- 23,000 fet á lengd, eða fjórar og bygða mannvirki, með öllum hálfa mílu. Endi hennar frá San Francisco út að höfninni er 4,200 fet. Sá hlutinn, sem liggur yfir Yerba Buena eyjuna, er 2,950 fet og frá Toll Plaza til Oakland 6,500 fet. Öll vega- lengd hennar er því 43,500 fet, eða átta mílur og einn fjórði. Fyrir utan Golden IGate brúna. sinum tumum og traustu tengslum og glæsilega frágangi, heldur fólkinu í háspennu að- dáunarinnar og heldur frá því öllum frekari heilabrotum um það, sem ekki er sýnilegt. Og engan getur dreymt um það geysilega starf og hið aðdáun- arverða hugvit mannsandans,

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.