Heimskringla


Heimskringla - 30.12.1936, Qupperneq 1

Heimskringla - 30.12.1936, Qupperneq 1
LI. ÁR'GANGUR _________________________WINNIPBG, MEDVIKUDAGINN, 30. DES. 1936___ HEIMSKRINGLA ÓSKAR LESENDUM SlNUM GLEÐILEGS NÚMER 13. Evrópuþjóðirnar og Spánn Eitt af því sem ollað hefir Evrópu-þjóðunum áhyggjur síð- ustu dagana, ,er hótun Hitlers um að senda 60,000 hermenn til Spánar til að berjast með upp- reistarmönnum. Upptökj þess máls eru þau, að stjórnin á Spáni tók nýlega þýzkt skip suður við Spán, hlaðið vopnum og sem var sent uppreistarhernum. Eftir að skipið var tekið hótaði Hitler öllu illu. Og s. 1. mánudag gaf hann spönsku stjórninni eins dags frest til að svara því, hvort hún ætlaði eða ætlaði ekki að sleppa hendi af skipinu. En spanska stjórnin þurfti ekki nema fáeinar mínútur til að hugsa sig um svarið og sendi hitler það tafarlaust, en það hljóðaði svo, að skipið yrði kyrt þar sem það væri. Er nú komið á annan dag síðan Hitler fékk skeytið, en hann er ekki farinn að svara neinu um hvað hann ætli nú að gera. Það virð- ist sem einu sinni hafi verið stungið upp í hann. Rússar segja, að ef til þess komi að Þjóðverjar sendi lið til Spánar, verði þeir því sam- ferða. Frakkland mun þá naum- ast sitja hjá, og Bretanum hefir stundum þótl gaman að vera með, eftir að aðrir eru byrjaðir að berjast. Þetta er nú það sem Hitler horfist í augu við og hefði það skotið fleirum en hon- um skelk í bringu. Sú saga fylgir þessum Spán- arfregnum í gær, að Frakkar séu reiðubúnir, að láta Þjóðverj- um eitthvað eftir af nýlendun- um, sem þeir hrifsuðu af þeim í stríðslokin, eða með Versala- samningunum, ef Hitler hætti við að herja á Spán. Þessu er naumast hægt að trúa fyr en tekið er á því. Ennfremur er haldið fram, að Bretar leggi til, að Rússar, Þjóðverjar, Frakkar og ftalir slái vörð með Bretlandi um Spán, Meira um Hitler og Spánarmálin , í gærkvöldi barst frétt um það, að þýzka skipið, sem Spán- ar-stjórn hertók, hafi verið látið laust, en vopn öll, sem með þvi voru tekin af því. Ennfremur er einum manninum, Spánverja, sem með skipinu var, haldið eft- ir af spönsku stjórninni. Er Hitler reiður út af því að þessi skilyrði fylgdu lausn skipsins; hefir hann nú sent tvö herskip til Spánar til þess að ögra spönsku stjórninni til að skila bæði manninum og vopnunum. Segir hann báta þessa skuli rannsaka hvert skip, sem til Spánar flytji vörur frá hvaða þjóð sem það sé. Þykir Frökk- um og Bretum næsta ótrúlegt, að Hitler hugsi sér að fram- kvæma þetta og hafa nú strang- ar gætur á hvað gerist. Hvað af því kann að leiða, er ekki gott að segja. Sumir halda þetta aðeins bragð hjá Hitler til að koma vopnum til uppreistarmanna áður en vörðurinn verður settur um Spán. Flugslys—12 menn farast Flugvél sem var í gær á ferð milli San Francisco og Burbank í Californíu-ríki, fórst, og dóu allir sem með skipinu voru, 9 farþegar og 3 skipsmenn. Trotzky á leið til Mexikó Leon Trotzky, um eitt skeið leiðtogi Bolshevika, en nú útlagi, lagði um miðja síðast liðna viku af stað frá Noregi til Vera Crux í Mexikó. Stjórnin í Mexikó hefir skotið skjólshúsi yfir hann um tíma. f Noregi hefir hann verið síðan í ágúst, en hélzt þar ekki við leng- ur vegna æsinga og uppreistar tilrauna bæði heima fyrir í Nor- egi og annar staðar. Kona hans er með honum. Fylgj a honum lögreglumenn svo þangað verði hvorki fluttlalla ieiÖ frá Noregi til Vera vopn eða herlið frá öðrum þjóð- Crux- um og reyna með því, að flýta fyrir, að byltingunni linni. Spánn er flakandi í sárum, borgirnar hálf hrundar og þjóð- in komin á vonarvöl. Einn þriðji landsins er í höndum uppreist- armanna. En nú er haldið, að sé farið að líða að ófriðarlokum. Senor Joan March, miljónamær- ingurinn, sem til þessa hefir bor- ið kostnað uppreistarmanna, er nú farinn að álíta það að brenna á sér fingurna, að halda því á- fram. Og hvað uppreistarmönn- Um verður þá til, ekki sízt ef Hitler og Mussolini bregð- ast einnig, er ekki gott að hugsa sér. En landið sem Branco hershöfðingi ræður yfir, hefir rúmar 7 miljónir íbúa. í beim hluta Spánar, sem er á valdi stjórnarinnar, búa um 12 ’niljónir manna. Þó stjórninni sé nú að ganga betur þarf eðli- lega langan tíma til að ná land- ll*u með öllu aftur úr höndum ^Þpriestarmanna. En það er þó eln bót í máli fyrir stjórninni, °& hún er sú, að meiri hluti þess fólks, sem í hluta Francos býr á Spáni, er andstætt honum en með stjórninni. Það fer nú líklegast að verða Hranco hershöfðingja Ijóst, að hann orkar engu lengur á Spáni an íhlutunar annara þjóða. En f’ar sem hún getur kostað heims- stríð, er ekki sennilegt, að sú að- stoð verði veitt. Það er því von- andi að djöfulæði Franbo’s linni senn. Fegninni um burtför hans frá Noregi var haldið leyndri, þar til að skipið sem flutti hann var lagt af stað. Og á skipsfjöl var farið með hann í smáhafn- bæ í Noregi skamt frá Oslo. Fyrsti íslendingur í sjónvarpi f Morgunblaðinu á fslandi, dagsettú 29. nóv. 1936, stendur eftirfarandi grein: Eggert Guðmundsson listmál- ari verður sennilega fyrsti Norð- urlandabúinn, sem “útvarpað” verður frá fjarsýnissendistöð. A miðvikudaginn ætlar breska útvarpið (BBC) að ‘út- varpa’ Eggert frá fjarsýnis- sendistöð sinni í London, og um leið mun Eggert segja frá fs- landi í útvarpið. Samtímis verður myndum frá málverkasýningu hans, sem nú stendur yfir í London, útvarpað frá fjarsýnissendistöð. Fjarsýnisstöðin í London tók til starfa síðastl. haust. Hefir þegar verið útvarpað ýmsum at- burðum, ræðumönnum, er þeir fluttu ræður o. fl. atburðum, og m. a. kenslustundum í golf-leik. Ný stjórnarskrá Austan úr Siberíu, sunnan úr Kakasus, norðan úr Gandvík, úr öllum pörtum hins stóra Rússa- ríkis streymdu fulltrúar fólksins til Moskva, til að semja og sam- þykkja nýja stjórnarskrá, að boði Stalins, í byrjun þessa mán- aðar. Fengið var þeim frumvarp í 146 greinum og við það gerðu fulltrúarnir breytingar tillögur, sem komust upp í 154,000 að tölu, en fulltrúarnir voru 2016. Fundir fulltrúanna voru haldnir í stærsta salnum í Moskva og á seinasta fundinum sat Stalin sjálfur og las í bók. Þingforseti bar upp fyrstu grein frumvarps- ins og bað þá rétta upp hendina, sem samþyktu þá grein. Stalin leit ekki upp úr, en rétti upp hendina og sama gerðu allir full- trúarnir og þessu gekk viðstöðu- laust þangað til allar 146 greinar frumvarpsins voru samþyktar. Eftir það fengu fulltrúarnir far- arleyfi en í öllum verksmiðjum borgarinnar var auglýst að verkamenn skyldu koma næsta morgun á Rauða Torgið, til frjálsra og fírugra gleðiláta og þakkargerðar fyrir okkar nýju og sterku stjórnarskrá. Hvernig sú stjórnarskrá hljóðar, hefir ekki frézt, en breytingar eru sagðar á henni orðnar, eftir bendingu frá herstjórn Frakka. Eitt mannaránið enn f borginni Tacoma í Washing- tonríki, var 10 ára gömlum dreng, Charles Mattson að nafni, rænt s. 1. sunnudag. Hapn var sonur auðugs læknis, W. W. Mattson. Drengurinn var með systkinum sínum og tveimur konum úti á svölum hússins. — Kom ræninginn grímuklæddur að þeim, leitaði á þeim að pen- ingum, en hafði ekkert upp úr því. Tók hann þá drenginn og skyldi miða eftir á gólfinu, er til kynna gaf að lausnarfjár yrði krafist. Síðast liðinn mánudag fengu svo foreldrarnir skeyti um að drengurinn yrði látinn laus gegn $28,000 þóknun. Ræning- inn misti af sér grímuna að nokkru meðan á þessu stóð. — Gátu konurnar því gefið góða lýsingu af honum og er sagt, að lögreglan kannist við hann af henni. Forsetinn á Cuba rekinn Síðast liðinn fimtudag sam- þykti efri málstofa þingsins á Cuba með 22 atkvæðum gegn 12, að reka forsetann, Miguel Mar- ino Gomez, frá völdum. Ástæðan til burtrekstursins var sú, að forsetinn neitaði að skrifa und- ir lög frá þinginu um 9 centa skatt á hver 100 pund af sykur, Þptti hann hafa sýnt þar óbil- Jón Thorsteinsson (hótelsstjóri) Þessi mæti maður lézt á " Almennra sjúkrahúsinu í Winnipeg, miðvikudaginn 9. sept. síðastl. 69 ára að aldri. Hann hafði orðið fyrir slysi (beinbroti) nokkrum dögum áður og það ásamt heilsubilun sem hafði þjáð hann í meir en ár leiddi hann til bana. Til Canada kom Jón þeg- ar hann var um tvítugt, fá- tækur að efnum eins og fleiri sem fluzt hafa hingað, en vinnufús og með sterka löngun til að hafa sig áfram. Hann settist að í Winnipeg og fór skömmu síðar að vinna hjá Patrick Shea, bruggara, þar byrjaði Jón sem vökumaður en þegar hann hætti var hann orðinn vélstjóri á verkstæði Shea’s. Patrick Shea og fólk hans fékk miklar mætur á Jóni og hélt altaf vináttu við hann, það sæmdi hann dýrum og vönduðum gjöfum og sýndi á ýmsa aðra vegu að það hefði mikið uppáhald á Jóni. Um aldamótin byrjaði Jón á reiðhjólaverzlun á Portage Ave. Hann var lipur og áreiðanlegur í öllum viðskiftum og fór svo brátt að hann hafði yfrið nóg áð gera og efnaðist vel. Árið 1913 flutti Jón til Gimli; keypti þar Como Hotel og bjó þar til dánardægurs. Jóni þótti vænt um Gimli bæ. Hann hafði oft gaman af að segja frá því að hann varð til þess fyrstur Winnipeg-fs- lendinga að byggja sumarbústað á Gimli. Vegir voru oft illir yfirferðar á þeim árum og samgöngur því frekar erfiðar. En Jón hafði trú á því að Gimli bær næði með tímanum vinsæld- um sem sumarbústaður fyrir fólk í Winnipeg og kom það á daginn. í nokkur síðustu ár æfinnar var Jón bæjararáðs- maður á Gimli og gegndi hann því starfi eins og öllu öðru sem hann tók sér á hendur með ráðdeild og dugnaði. Jón Thorsteinsson var skýrleiksmaður mikill, hann hafði yndi af bókum, var vandur að vali þeirra og las sér til gagns. Flestir íslendingar eiga bókasafn; það er eitt einkenni þeirra. Bókasafn Jóns var ekki stórt en það var vandað. Hann var ágætlega heima í fornsögunum og ljóðelskur með afbrigðum; lét enda oft fjúka í kviðlingum í sínum hóp. Kærkomnari gjöf en góða bók gat Jón alls ekki fengið. Skapgerð Jóns heitins var slík að gleðin og góðvildin héldust þar ávalt í hendur. Hann var örlátur maður og höfð- inglegur og taldi það sína æðstu sælu að færa vinum sínum og sifjaliði hverjar þær fórnir er hann var megnugur til. Þetta var honum svo eðlilegt að vinstri höndin vissi sjaldnast hvað hin hægri gerði. Jon var tvíkvæntur; fyrri konan hét Anna en hin síðari Guðrún. Með fyrri konunni átti hann tvö börn — þau Guð- mund verksmiðjueiganda í Winnipeg, og Kristínu (Mrs. G. Knight) í Sault Ste. Marie. Af seinna hjónabandinu eru Anna gift Harry Feir að Gimli og Jónína Murray einnig bú- sett á Gimli; Guðrún og Gestur, bæði dáin fyrir nokkru. Uppeldissonur Jóns er' Prof. Skúli Johnson, kennari við Mani- toba háskólann. Um það leyti að Jón flutti til Gimli misti hann seinni konu sína og höfðu dætur hans, þær Mrs. Feir og Mrs. Murray, á hendi með honum búsforráð jafnan síðan. Þær reyndust honum ástríkar og nærgætnar og stráðu yl og birtu á æfibraut hans til hinstu stundar; enda lét hann sér aðdáanlega ant um hag þeirra og barna sinna allra. Jón Thorsteinsson var prúður maður í fasi og fríður sýnum; andlitsdrættir reglulegir, augun gletnisleg en jafn- framt því góðleg. Hann var ekki hár maður vexti en þétt- bygður og samsvaraði sér vel. Við sem áttum því láni að fagna að kynnast Jóni og eiga hann að vini geypium í heiðri minningu hans. Það fór saman hjá honum að vera góður borgari, góður fslendingur og góður maður. J. G. J. girni, að taka fram fyrir hend- ur þingsins. Flutningsmaður framvarpsins var Fulgenico Batista, yfirmað- ur hersins. Sagði sá er mál forsetans varði, “að hér væri að velja um lýðræði og fasisma” og átti við með því, að ef forsetinn yrði rekinn, tæki hervald og ein- ræði við á Cuba. Eftirmaður forsetans verður fyrst um sinn vara-forsetinn, Francisco Laredo Bru. Stjórnari Kína fangi í 13 daga Chiang Kai-Shek, stjórnari Kínaveldis, var 12i des. á ferð í héraði einu í norðvestur hluta Kína, er Shensi nefnist. Ræður sá maður yfir því er Chang heit- ir og er hershöfðingi. Var hann yfirmaður í Mansjúríu, áður en Japanar tóku það ríki. f þessu héraði hans var uppreisn í hern- um um þær mundir, sem Chiang var þar. Og í þeim ósköpum, tóku þeir þetta æðsta yfirvald í öllu Kína, sem fanga ^og létu hann ekki lausan fyr en eftir nærri tvær vikur. Þóttu þetta sem og var mikil tíðindi og ill í Kína og þjóðin var að ærast út af þessu — og gott ef ekki allur heimurinn. En svo fór foringi þessara byltingaseggja með Chiang til Nanking á jóladaginn og skilaði honum heilu og höldnu. Að nokkuð sérstakt hafi undir þessu búið, er ekki að sjá, því ræningja-foringjanum hefir ekki verið neitt hengt fyrir þetta af stjórninni í Kína. Þessi Chang herforingi, hatar Japana sem heitan eld og hann hefir þráfald- lega krafist af Chiang, að til- raun væri gerð að ná Mansjúríu aftur af Japönum. Mun hann vilja eiga gott við Rússa þar um hjálp og sjálfur er hann komm- únisti. En Chiang mun líta svo á, að ef Rússum verði hleypt inn í fordyrið í Norðvestur-Kína með því, verði þess ekki langt að bíða, þar til þeir gangi inn í hús- ið sjálft (Kína) og gerist þar húsbændur. Fleiri atvinnulausir nú en 1935 Þó það hafi verið á flestra vit- und að atvinnuleysið sé ávalt að aukast í Canada, hefir sam- bandsstjórnin aldrei viljað við það kannast. Því hefir meira að segja stöðugt verið haldið fram, að atvinnuleysið væri óðum að þverra og kreppan að sigla út á sextugt djúp. Um leið og Hon. Norman Rog- ers, verkamálaráðherra sam- bandsstjórnarinnar lét þess í fréttum getið s. 1. mánudag, að hann mundi tilkynna fylkjunum fyrir lok þessa árs, hverrar að- stoðar þau mættu vænta frá sambandsstjórninni til styrktar atvinnulausum, lét hann þess jafnframt getið, að atvinnuleys- ið væri að aukast og nú væri sex til átta prósent fleiri á opinber- um styrk, en um sama leyti á ár- inu 1935. Og að því versta væri þó ekki enn komið, því margir bændur í vesturfylkjum Can- ada, sem fyrir uppskerubresti hefðu orðið, vegna þurka, mundu bætast upp úr nýári við styrk- þegahópinn. Hafði hann eftir skýrslum velferðarfélaga, að alls gæti tala þeirra bænda numið 300,000, sem styrks þyrftu með. Vildi því ráðgjafinn gera ráð fyrir, að styrkþegar yrðu alt að því 12% fleiri í vetur, en 1935. ( Kvað hann atvinnu mjög hraka í bæjum Ontario-fylkis, eigi síður en í vestur fylkjunum. Atvinnubætumar, sem stjórn- in hefir haft með höndum hafa ekki komið í veg fyrir vaxandi atvinnuleysi, enda þótt til nokk- urra bóta hafi verið, segir ráð- gjafinn. Samningur Breta og ítala Samningurinn milli Breta og ítala um Miðjarðarhafsmálin kvað vera undirskrifaður af hvorutveggja aðilum, en verður ekki birtur fyr en um næstu helgi. Það sem farið er næst um að í samningi þessum felist, er að yfirráðin á Miðjarðarhafinu séu óbreytt frá því sem nú er og að hvorug þjóðin sýni hinni neinn yfirgang í því efni. Enn- fremur er haldið að samvinna með Þjóðabandalaginu og Mus- solini muni takast, en því mun fylgja gamla krafan um að ítalíukonungur verði gerður að keisara (Emperor) í Blálandi. A Spánarmálin er mælt, að þessi samningur muni hafa þau áhrif, að Mussolini láti þau með öllu afskiftalaus. — Er og eftir- tektavert hvað Mussolini hefir lítið hafst að í þeim málum í seinni tíð. Um 45—50 miljón dollara lán frá Bretum til ftala er talað um í sambandi við þessa samninga. Skilsemi Finna f þessum mánuði greiddu Finnar að fullu stríðsskuld sína við Bandaríkin, að upphæð $231,315.50. Sama dag dæmdi einn dómari í Brooklyn að finnskur maður, sem heftir Karl Kojander, skyldi fá framfærslu- styrk af almannafé (relief), kvað það óviðurkvæmilegt að láta finnskan mann líða skort, úr því eina landi í Evrópu, sem hefði staðið í skilum við Banda- ríkin. Blöð þar í landi mintust þessarar skilsemi og gátu þess jafnframt, að öðrum þjóðum hefði fatast að borga sínar skuldir. Skuld Breta telst rúm- ar 5000 miljónir, skuld Frakka rúmar 4000 miljónir, skuld ftala rúmar 2000 miljónir og Pólands 240 miljónir. Áður fyrri heyrð- ist oft í Bandaríkjunum, að áður- taldar þjóðir hugsuðu ekki um annað en steypa þeim gífurlegu auðæfum, er þær drægju saman í sköttum af þegnum sínum, í vígbúnað, en nú heyrist það brigsl sjaldnar síðan U. S. fóru að víðbúa sig í stórum stíl. Frá Finnum er það ennfremur að segja, að þeim hefir að und- anförnu stjórnað gamall maður, nú hálf áttræður, heitir Svin- hufvud (skírnar nöfnin: Pétur Eyvindur), af gamalli sænskri ætt. Honum þótti þjóðarbúið þurfa húsbónda bæði ærlegan og fullvita, sem segði fyrir og héldi í skefjum ófrómum og sérdræg- um, sem meir en nóg væri af, hefir svo stjórnað með ærleg- heitum og dugnaði í all-mörg ár, svo Finnum líkar afar vel. Nafn- ið Svínhöfði er svo' til komið, að einhver í fornöld lét mála svíns- haus á skjöld sinn, sem varð svo skjaldarmerki afkomenda hans þar til nafnið festist við ættina. Atvinnuleysis vátrýggingar hafa nýlega verið að lögum gerð- ar í Bandaríkjunum. Roosevelt forseti lætur hendur standa fram úr ermum. f Bandaríkjunum hafa nýega verið veittar $500,000,000 til styrktar atvinnulausum og til atvinnubóta.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.