Heimskringla - 30.12.1936, Qupperneq 8
8. SlÐA.
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 30. DES. 1936
FJÆR OG NÆR
Messur í Winnipeg
Næstkomandi sunnudag fara
fram tvær guðsþjónustur eins
og venjulega, á ensku kl. 11. f. h.
og á íslenzku kl. 7. e. h. Gaml-
árskvöld verður aftansöngur í
kirkjunni kl. 11.30. Prestur
safnaðarins messar. Eru menn
vinsamlega beðnir að minnast
þessa og f jölmenna.
* * *
Séra Guðm. Árnason messar:
á Lundar sd. 3. jan. 1937
á Oak Point sd. 10. jan. 1937
* * *
Ensk messa
í Wynyard, sd. 3. jan. kl. 2 e.
h. Ræðuefni: “The Younger
Generation and the Future”.
Jakob Jónsson
* * *
Garmlárskvöld
fer fram aftansöngur í Sam-
bandskirkjunni í Winnipeg, kl.
11.30. — Eru menn beðnir að
minnast þess. Kveðjið gamlár-
ið á viðeigandi hátt og heilsið
hinu nýja. Fjölmennið!
* * *
Jón Þorsteinsson, sem minst
er af J. G. J. á öðrum stað í
þessu blaði, var einn af hluthafa-
stofnendum Viking Press félags-
ins 1913.
* * *
Dr. Richard Beck frá Grand
Forks var staddur í bænum fyrri
hluta þessarar viku, kom bæði
til að sitja fund í stjórnarnefnd
Þjóðræknisfélagsins og finna
skyldfólk sitt og vini í bænum.
* * *
Jón Sigurðsson Chapter I. 0.
D. E. heldur sinn fyrsta fund á
ný-árinu þriðjud. 5. jan. að heim-
ili Mrs. J. B. Skaptason, 378
Maryland St. Miss Elin Ander-
son forstöðukona “The Family
Bureau” hér í bænum flytur er-
indi.
Hvað þýða orðin
“Cash Price”?
Ef þú flettir upp á Oxford
orðabókinni, heimildarriti
enskrar tungu, þá finnurðu
að orðið "Cash” er útskýrt
“reiðu penángar” eða "pen-
ingar borgaðir út í hönd’’
eftir að vörukaupin eru gerð.
Nú á dögum er orðið
“Cash” venjulega notað i
teygjanlegri merkingu, fram
yfir það, sem það í raun og
veru þýðir — enginn munur
gerður á umliðunar verði og
peningum út í hönd.
Hjá EATON’S þýðir "Cash
Price”, peningar út í hönd og
í verðinu er ekki innifalinn
kostnaður við umliðunar
greiðslu. Viðskiftamenn sem
óska eftir umiiðunargreiðslu
greiða sanngjamt ofanálag í
viðbót við hið lága peninga-
verð, fyrir kostnaði sem lán-
inu er samfara.
EN-----
t>að er markmið vort, að
EATON’S umliðunar greiðsl-
an skuli samt (þrátt fyrir
kostnaðar aukann) vera lægri
en annarsstaðar, og EATON
peningaverð hið al-lægsta er
fáanlegt er.
EATON’S
Jón Pálmason frá Keewatin,
Ont., kom til bæjarins í gær. —
Hann var í viðskiftaerindum;
fer heimleiðis í dag.
* * *
Guðl. Sigurð^son frá Lundar
hefir verið í bænum yfir jólin.
Börn hans búa mörg í bænum
og var hann að heimsækja þau
yfir hátíðirnar.
* * *
f blaðinu Free Press er þess
getið í morgun, að íslendingur,
sem nefndur er Mindy Christj-
ánsson hafi verið skipaður Sup-
erintendent of Indian Agencies,
af sambandsstjórninni. Verður
höfuðskrifstofa hans í Ottawa.
Hann er fæddur á íslandi 1879 og
kom með foreldrum sínum vest-
ur um haf, sem námu land norð-
ur við Manitobavatn. Hefir
hann rekið verzlun í Westboume
og Kamsack um nokkur ár, en
byrjaði starf hjá stjórnardeild-
íinni, sem að málefnum Indíána
ilýtur 1915 og hefir síðan átt
heima í Regina og Calgary. f
svipinn gat Heimskringla ekki
náð í frekari upplýsingar um
þennan íslending, en vonar að
geta sagt greinilegra frá honum
síðar.
* * #
Nýja Ijóðabókin
“Norður-Reykir”
eftir Pál. S. Pálsson er til sölu
hjá eftirfylgjandi útsölumönn-
um:
Árborg: G. O. Einarsson
Foam Lake: John Janusson
Gimli: Kr. W Kernested
Geysir: T. Böðvarsson
Glenboro: G. J. Oleson
Kandahar: S. S. Anderson
Keewatin: S. Björnsson
Leslie: Th. Guðmundsson
Piney: S. S. Anderson
Selkirk: K. S. Pálsson
Steep Rock: F. E. Snidal
Winnipegosis: Ingi Anderson
Blaine, Washi, Rev. H. E. John
son
Cavaliej*, N. Dak.: J. K. Einars-
son
Chicago, 111.: Geo. F. Long
Garðar, N. D.: J. S. Bergmann
Mountain, N. D.: Th. Thorfinns-
son
Winnipeg:
Magnus Peterson
313 Horace St., Norwood
Viking Press Ltd.
Sargent Ave.
P. S. Pálsson *
796 Banning Street
Bókin kostar $1.50 í kápu —
$2.00 í skrautibandi.
ÍSLANDS-FRÉTTIR
Einar Kristjánsson
fær Sænska gullmedalíu
Kbh. 1. des.
Operan í Stuttgart hefir nú
haft frumsýningu á óperunni La
Traviata og fór Einar Kristjáns-
son þar með aðalhlutverkið, Al-
fred. Var söng hans mjög vel
fagnað, og öll blöðin í Stuttgart
lofa hann mikið, í dómum sín-
um. Segja þau, að rödd hans sé
framúrskarandi fögur.
Eins og áður hefir verið frá
skýrt, söng Einar í Stockhólmi á
norræna daginn, og var Gustav
Svíakonungur meðal áheyrenda
hans þar. Konungurinn hefir nú
sent Einari sænsku gullmeðalí-
una.—Mbl. 2. des.
* * *
Maður deyr af voðaskoti
Á fimtudaginn var kl. 1 e. h.
vildi það hörmulega slys til, að
Litla Enni á Blönduósi, að skot
hljóp óvörum úr haglabyssu og
Nýkomnar Islenzkar Vörur
TIL SÖLU HJÁ G. FINNBOGASON
700 SARGENT AVE. SÍMI 31 531
íslenzkur Harðfiskur .................30 C
fslenzkur merkur Ostur..................40C
íslenzk Kryddsíld... 30c askjan
fslenzkur saltfiskur ...................18C
Pöntunum sint samstundis og þær berast!
SfMI 31 531 700 SARGENT AVE.
særði húsbóndann, Jakob Lárus-
son Bergstað, svo hann dó stund-
arfjórðungi síðar.
Ætlaði Jakob heitinn að lóga
kú, og hafði fengið mann sér til
aðstoðar við það Höfðu þeir leitt
kúna út á blóðvöllinn, og var
Jakob að hagræða þar ílátum, en
aðstoðarmaður hans hlóð byss-
una, afturhlaðna gamla hagla-
byssu. En í sama vetfangi reið
skotið af byssunni, hitti Jakob í
vinstri hapdarkrika. Varð af
því mjög mikið sár, og blæddi
gríðarmikið úr því.
Læknir var sóttur samstundis
og kom hann að 10 mínútum liðn-
um. Þá var Jakob aðeins með
lífsmarki, en andaðist fám mín-
útum síðar — blæddi út.
Eftir því sem kunnugir hafa
skýrt blaðinu frá, er ekki hægt
að kenna þeim, sem á byssunni
hélt, um þetta frámunalega svip-
lega slys.
Jakob Lárusson var vel lát-
inn dugnaðarmaður. Hann var
sá fyrsti er bygði á Blönduósi
austan Blöndu, nýbýlið Litla
Enni. Hann lætur eftir sig
ekkju, Guðnýju Hjartardóttur.
Þau hjón hafa eignast 11 börn,
og eru tvö þeirra innan við ferm -
ingu.—Mbl. 28. nóv.
* * *
Þættir úr sögu Reykjavíkur
Eftir nokkra daga kemur á
bókamarkaðinn rit, sem félagið
Ingólfur gefur út í tilefni af 150
ára afmæli Reykjavíkur og hefir
Guðni Jónsson magister séð um
útgáfu þess. Ritið heitir Þættir
úr sögu Reykjavíkur og eru í
því þessar ritgerðir:
Reykjavík í reifum eftir dr.
Jón Helgason biskup, Úr bygg-
ingarsögu Reykjavíkur eftir
Georg ólafsson bankastjóra, —
Fiskveiðar Reykjavíkinga á síð-
ari helmingi 19. aldar eftir séra
Þórð Ólafsson præp. hon., Fiski-
mið Reykvíkinga og Seltirninga
eftir Geir Sigurðsson skipstjóra,
Verzlunin í Reykjavík 1849—
1863 eftir dr. Björn Björnsson,
Upphaf iðnaðarmannastéttar í
Reykjavík eftir dr. Guðbrand
Jónsson prófessor, Búnaðarmál í
Reykjavík eftir dr. Guðbrand
Jónsson prófessor, Bunaðarmál í
Reykjavík eftir Vigfús Guð-
mundsson rithöfund, Hversu
Reykjavík var höfuðstaður eft-
ir Vilhjálm Þ. Gíslason skóla-
stjóra, Stjórnarskipun Reykja-
víkur eftir ólaf Lárusson próf.,
Upphaf leiklistar í Reykjavík
eftir Lárus Sigurbjömsson rit-
höfund, Reykjavík í ljóðum eftir
dr. Guðmund Finnbogason lands
bókavörð og Ummæli útlendra
ferðamanna um Reykjavík eftir
Hallgrím Hallgrímsson bóka-
vörð.
Ritið er prentað í Steindórs-
prenti. Er það um 300 bls. að
stærð og mjög vandað að öllum
frágangi. f ritinu eru 2 gömul
kort af Reykjavík og 26 myndir,
er flestár eru hér birtar í fyrsta
skifti á prenti.—Mbl. 3. des.
Townsend í vanda
Dr. Francis E. Townsend var
margra uppáhald í Bandaríkjun-
um fyrir það ráð sem kent er við
hann, að gefa hverjum sextug-
um karlmanni (og kanske fleir-
um) 200 dali úr landsjóði á
hverjum mánuði. Svo mikið fylgi
fékk hann, að hann bauð sig
fram til forsetatignar í sumar
leið. Þá stefndi alþingið honum
fyrir sig til yfirheyrslu en hann
skeytti því ekki. Þinginu þótti
ráðlegast, að ganga ekki of hart
að honum í það sinn. En er það
sýndi sig að Townsend hafði lítið
fylgi meðal þjóðarinnar, tók sak-
sóknari ríkisins rögg á sig og
stefndi honum um að smána
þingið, ásamt tveim höfuðpaur-
um í flokki hans. Sektir alt að
1000 dölum liggja við þeirri sök
eða fangelsi að öðrum kosti. —
Townsend svaraði með ræðu í
Los Angeles, kvaðst aldrei
mundi borga sekt fyrir þessa
sök, heldur þola svarthols vist.
L.IÓÐABRÉF TIL
SVEINS THORVALDSONAR
ort á jólum 1933
Nú sest eg í krókbekkin svolitla
stund
Mig sárlangar við þig að spjalla.
Því anda minn gleður að flögra á
þinn fund
Hið forna til baka að kalla.
Við héldum í áttina oft var þó
bratt
Og öldurnar klufum við stundum
Mér gleymist það ekki eg segi
það satt
Hvað saman við lífinu undum,
Og enn finst mér vilji minn
vinna þér hjá
Og vera þér slíkur og forðum,
En síðan að heilsunni hánkað-
ist á
Er hrynjandi leikur á borðum.
Við fléttuðum erviði í ánægju
stund
og altaf var nóg til að starfa.
Þá höfðum við glaða og létt-
fleygja lund
Lífs þrána sterka og djarfa.
Mér finst eg tilbiðja tímana þá
og taka ofan fyrir þeim hattinn
En nú fljúgast stöðugt í al-
gleyming á
Armóður, Búksorg og skrattinn.
En flest geta örlögin afvega leitt,
Og englana jafnvel úr skorðum.
Svo fór þá ófarsjál Eva fékk
þeytt.
Eplinu í karl greyið forðum.
Eg þakka þér enn hvað þú ætíð
mér varst,
Ylin þinn nýja og forna.
Við gleymdum því einu ef í orða-
mun skarst
Við andófið kvöld eða morgna.
Eg óska að styðji þitt hamingju
hjól
Hagfróður verzlunar skólin,
og alfaðir gefi þér geisla frá sól,
Gleðilegt nýár og jólin.
Þinn einlægur,
B. Halldórsson
TIL ÍHUGUNAR
Sannleikurinn er sá, að lista-
sagan færir okkur heim sanninn
um það, að ekki sé til nein full-
komin list, heldur hafi öll tíma-
bil í sögu mannkynsins lagt eitt-
hvað af mörkum til listanna
hvert á sína vísu. Eðli listarinn-
ar er að leita. Og í hvert skifti,
sem listamaðurinn hefir fundið
eitthvað, tekur hann til að leita
á ný. Hver sú kynslóð, sem
kemur fram með sjálfstæðar
hugmyndir, hefir eitthvað nýti-
legt að leggja til málanna.
Einar Lexow
* * *
Enda þótt sálarfræði sé ung
fræðigrein, er óhætt að fullyrða,
að hún sé í þann veginn að
greiða úr ýmsum vandamálum
mannkynsins. Hún hefir ekki
aðeins verið því til styrktar í
baráttu þess fyrir tilverunni,
þar sem hún hefir kent mönn-
unum að þekkja sjálfa sig og
hæfileika sína betur en áður. En
jafnframt hefir sálarfræði orðið
til þess að menn hafa lært að
skilja hver annan betur en áður,
og þar með hefir hún ásamt bók-
mentunum, skólamenningunni
og hvers konar fræðslu orðið til
þess, að brúa það djúp, sem áður
var staðfest milli margra manna.
Hún hefir þannig verið braut-
ryðjandi sannleikans og auk þess
sætt ýmsar andstæður. Þeir
menn, sem ekki þekkja hver
annan, geta ekki fyrirgefið hver
öðrum. Sálarfræðin á því skilið,
að allir gefi henni gaum.
R. Rasmussen
Prestur einn í Ameríku vígði
sjálfan sig og konuefnið um dag-
inn, og var þannig bæði í senn.
brúðgumi og prestur. En nú
verður hann að fá annan prest
til þess að endurtaka hjónavígsl-
una, þar eð hjónabandið var tal-
ið ólögmætt, og um leið fékk
klerkurinn áminningu um að
endurtaka ekki slíkt í framtíð-
inni!
* * *
Lögreglan í Rúmeníu tók fyr-
ir nokkru fastan mann, að nafni
Jon Olicheres. Hann þóttist vera
selja einföldu fólki “jarðar-
hluta” í himnaríki.
MEÐ GRETU GARBO
YFIR ATLANTSHAFIÐ |
Frh. frá 7 bls.
með bestu lyst. Það var eins og
taugaóstyrkur hennar stafaði af
eintómri mannafælni til að byrja
með. Síðan var hún rólegri og
jafnaði sig smám saman.
Þær frú Sandler og frú Ren-
ström reyndu að halda uppi sam-
ræðum við Gretu Garbo, en hún
varðist allra frétta og hlustaði
aðeins á það, sem þær sögðu. —
Einu sinni fór frú Sandler af
hendingu að tala um 'heimili
sitt, og spurði Gretu þá alt í
einu:
— Hafið þér margt sænskt
þjónustufólk á heimili yðar í
Hollywood ?
Greta ansaði stutt í spuna:
— Nei, alls ekki. Annars á
eg ekki heima í Hollywood, held-
ur skamt fyrir utan bæinn.
Dagarnir liðu hver af öðrum,
og Greta Garbo var oft uppi á
þiljum og lék þar svokallaðan
“shuffle-board”-leik á móti um-
sjónarmanni farþeganna, skips-
lækninum eða 1. vélstjóra. —
Hún lék vel, af óvaningi að vera,
segir 1. vélstjóri, sem er af-
burðamaður í þessum leik.
Einn morgun hringdi Greta
Garbo og spurði, hvort nokkur
væri í sundlauginni. Henni var
sagt, að svo væri eigi. Skömmu
seinna sást hún þjóta niður,
sveipuð þykkri baðkápu. Hún
fleygði af sér kápunni, hljóp
undir steypibaðið og stakk sér
síðan í laugina. Og brimsalt sæ-
vatnið perlaði af hinum fagra
líkama hinnar frægu konu.
Eftir þetta sást Greta oft í
lauginni, og það meira að segja
á þekn tíma, sem þar voru bæði
karlar og konur.
Greta þurfti að kaupa sér
sundbol og vildi hafa hann í
bláum lit. Hún fór til konunnar,
sem seldi sundföt í skipinu og
bað um stærð nr. 42. En það
fékst þá ekki stærri blár kven-
bolur en nr. 40, svo að Greta
varð að kaupa brúnan bol.
Gripsholm nálgaðist Ameríku.
Greta Garbo naut Iífsins eftir
því sem tök voru á. Ekkert virt-
ist ama að henni nema svefn-
leysi. En sá er gallinn á í New
ork, að ef skip kemur þangað
eftir kl. 6 síðdegis, verður það að
bíða eftir embættismönnum
hafnarinnar þangað til morgun-
inn eftir. Þetta er, eips og alilr
hljóta að sjá, svívirðilegt fyrir-
komulag, því að auðvitað þrá
allir að kómast sem fyrst í land
eftir 10 sólarhringa sjóferð.
Nú kom. Gripsholm til New
York eftir kl. 6 á laugardags-
kvöldi, og hefir biðin þar ef til
vill gert Gretu Garbo taugaó-
styrkari en ella. Morguninn eft-
MESSUR og FUNDIR
i kirkju Sambandssafnaðar
Messur: — á hverjum sunnudepi
Kl. 11 f. h. á ensku
Kl. 7 e. h. á íslenzku.
Safnaðarnejndin: Fundlr 1. fðstu-
deg hvers mánaðar.
Hjálparnefndin: — Fundlr fyrsta
mánudagskveld í hverjum
mánuði.
Kvenfélagið: Fundir annan þrtðju-
dag hvers mánaðar, kl. 8 að
kveldinu.
Söngœfingar: Islenzki söng-
flokkurinn á hverju fimtu-
dagskvöldi.
Enski söngflokkurinn á
hverju föstudagskvöldi.
Sunnudagaskólinn: — Á hverjum
sunnudegi, kl. 12.15 e. h.
ir var hún alveg hamslaus og lét
kalla á umsjónarmann farþeg-
anna og þær frúrnar, Renström
og Sandler. Hún heimtaði
kampavín upp í káetu sína, og
félagar hennar drukku skál fyrir
ferðalaginu vestur yfir hafið,
sem nú var hamingjusamlega
um garð gengið. Þá var Greta
svo skjálfhent, að hún gat naum-
ast lyft glasinu upp að vörum
|sér án þess að það skvettist úr
því.
Síðan var tilkynt, að Greta
Garbo ætlaði að veita blaða-
mönnum áheyrn í reykingasal
j skipsins, ef þeir gerðu henni
kvölina ekki langa. Því var lof-
að, og að því búnu sté “stjarn-
an” inn í reyksalinn og settist á
j stól, sem beið hennar þar. f
í sama bili var f jöldairiörgum ljós-
myndavélum miðað á hana, og
pennar hraðritaranna byrjuðu
að urga á pappírnum. — Eftir
örstutta stund var alt um garð
gengið.
— Þeir voru reglulega við-
kunnanlegir, amerísku blaða-
menirnir, sagði frú Renström
seinna. — Sjálfsagt skrifa sumir
iþeirra nú einhverja bannsetta
f jarstæðuna um Gretu Garbo, t.
d. að hún sé afskaplega fótstór,
sem ekki nær neinni átt. Ann-
ars gekk þetta bæði fljótt og
vel, og það fanst Gretu víst líká
En samt var eins og fargi væri
létt af henni, þegar viðtalið var
um garð gengið.
A
f New York kom sendimaður
frá Metro Goldwyn Mayer til
móts við Gretu Garbo og fylgdist
með henni alla leið vestur til
Hollywood. Þar á hún að leika
aðalhlutverkið í Kamelíufrúnni,
sem ef til vill verður seinasta
ameríska kvikmyndin, sem hún
leikur í. Eftir nálega misseris
dvöl vestra ætlar hún að sögn
aftur autur yfir hafið — ef til
vill í síðasta sinn, hver veit? —
En blöðin segja, að hún ætli
sjálf að stofna kvikmyndatöku-
félag heima í Svíþjóð.
Gautaborg í júlí 1936.
S. Sk.
! —Samtíðin.
Við Kviðsliti?
I Til linunar, bóta og styrktar
reynið nýju umbúðirnar, teyju-
lausar. Stál og sprotalausar. —
skrifið: Smith Manfg. Company,
Dept. 160, Preston, Ont.
W
Islenzkt Bakarí
Undir nafninu Wellington Bakery, 764 Wellington Ave.
framleiðir allflestar íslenzkar brauð- og kökutegundir,
svo sem rúgbrauð, vínarbrauð, tvíbökur og kringlur, tert-
ur, Napólónskökur, rúsínubollur bg smjörkökur, o. m. f.
Einnig allflestar hérlendar brauð og köku tegundir. —
Vönduð vinna og sérstakt hreinlæti,
Þetta nýbyrjaða bakarí óskar því eftir sem mestum
viðskiftum við íslendinga, og mun reynt verða að gera
öllum viðskiftavinum til hæfis eftir fremsta megna. —
Komið, sendið pantanir, eða hringið í síma 29 966
Einnig verða pantanir utan af landi afgreiddar strax.
Day Office Night & Day Office
Sargent Ave. & Agnes St. 7241/2 Sargent, near Toronto St.
SARGENT TAXI
DAY or NIGHT
34 555 PHONE 34 557
Glve us a trial when you require Cars for Weddings, Funerals Etc.
Enquire about our rates on out of town Trips