Heimskringla - 06.01.1937, Page 1

Heimskringla - 06.01.1937, Page 1
LI. ÁRJGANGUR WINNtPBG, MIÐVIKUDAGINN, 6. JANÚAR 1937 NÚMER 14. HELZTU FRÉTTIR Congressið kemur saman Bandaríkjaþingið kom saman í gær. Af starfi þess segir fátt ennþá. Roosevelt foresti flytur árs-ávarp sitt til þingsins í dag, er gefa mun til kynna í hverju starf þingsins verður fólgið. — Efst í hugum þingmanna, segja fréttaritarar, að verið hafi málið um hlutleysi Bandaríkjanna í stríðsmálum Evrópu, atvjinnu- leysismálið, breyting á stjórn- arskránni áhrærandi ákvæðis- vinnulaun, vinnutíma og vöru- verð. Með því mikla fylgi sem Roosevelt nú hefir og hinu, að hann kvað hafa á orði haft, að það skyldi ekki um stjórnina verða sagt, að þessu kjörtíma- bili loknu, að hún hefðist ekkert að, er alls ekki ólíklegt, að hann hugsi sér að gera eitthvað til þess að tryggja viðreisnarlög- gjöfina, sem svo illa útreið fékk í hæstarétti. Atvinnuleysisvá- tryggingarlögin er búist við að þingið afgreiði án nokkurra breytinga á þeim. A í útvarpi í gærkvöldi var frá því skýrt, að skip eitt eða fleiri með feiknin öll af vopnum, bæði flugvélum, fallbyssum o. s. frv., væru að leggja af stað frá Bandaríkjunum til Spánar. Um þriggja miljón dollara virði fer til uppreistarhersins, en fjögur til fimm miljón dollara virði til stjórnarinnar. En á sama tíma og þessu fer fram, er þingið í Bandaríkjunum að flýta sér að samþykkja lög, er útflutning vopna frá Bandaríkjunum banna. Og fari svö að lög þessi verði samþykt í snatri, var sagt, að svo gæti farið, að herskip Banda- ríkjastjórnar mætti þessum skipum sem hlaðin eru vopnum við landhelgislínuna í fyrramál- ið (þ. e. í dag), og sneru þeim þar aftur, svo af þessari vopna- sölu yrði ekkert. Það væri frétt til næsta bæjar, ef þetta yrði gert. Frá Spáni Hitler hefir ekki enn náð vör- unum eða manninum, af skipinu Palos, sem tekið var af Spánverj- um í Bilboa fyrir nokkru, en her- skip sem Hitler hefir sent til Spánar, hafa tekið ein 5 vöru- skip þar syðra. Voru 2 þeirra frá Spánarstjórninni, eitt eða tvö af Rússum og eitt brezkt skip. öllum þessum skipum hafa Þjóðverjar slept, nema þeim spönsku; segjast þeir halda þeim þar til að vörunum af Palos verði skilað af spönsku stjórninni. Þetta hefir nú samt haft það í för með sér, að Bretar hafa sent eitt herskip til þessara stöðva til verndar sínum skip- um. Meðan Hitler fór þessu fram, voru Frakkar og Bretar að ota skjölum að honum og Mussolini til að skrifa undir það að koma í veg fyrir að nokkur þjóð sendi menn eða vopn til Spánar. Hefir heyrst að Hitler ætli ekki að sinna þessum tillögum Breta og Frakka, fyr en 11 janúar. Á meðan Frakkar og Bretar bíða eftir þessu, lítur út fyrir að Hitler sé að nota tímann til að senda vopn til uppreistarhersins á Spáni. f gær gerðu uppreistar- menn hroðalega árás á Madrid, drápu um 100 menn ,konur og börn og meiddu um tvö til þrjú hundruð manna með sprengjum. Uppreistarmenn hafa og háð or- ustur á Norður-Spáni og unnið eitthvað á þar. Höfðu þeir þar skriðdreka stærri en þeir hafa áður haft og er sagt að þeir séu frá Þýzkalandi. Kvað stjórnin á Spáni nú hafa í hyggju að forða börnum og öldruðu fólki burt úr höfuðborg- inni Madrid. Frétt barst og um það, að skip frá ítalíu hefði um áramótin flutt 10,000 ftali til Cadiz á Spáni til að berjast með upp- reistarmönnum. Er sagt að Bretum þyki það ekki góðar fréttir, ekki sízt vegna þess að ítalía hefir tekið vel undir hlut- leysis-tillögur Breta og Frakka, sem áður eru nefndar; og Bretar hafa auk þess gert samning sín á milli við Mussolini. En hvernig sem á þessari frétt stendur um komu þessara 10,000 ftala til Spánar, þá harðneita ítölsk blöð að hún sé sönn. Mussolini er að minsta kosti ekki ant um, að upp komist um þetta. f gær skutu Baskar á Norð- ur-Spáni fimm flugskip niður fyrir Þjóðverjum og fórust allir flugmennirnir nema einn; er hann í varðhaldi. Baskar eru þeir sem skipið Palos tóuk af Þjóðverjum í Bilboa og þrjósk- ast við að skila farminum af því, sem mest voru vopn. Þar sem Rússar eru orðnir mjög í og með stjórninni á Spáni og sjá henni fyrir því, sem hún þarf sér til varnar, má Spánar- byltingin orðið heita stríð milli Þjóðverjar og þeirra (Rússa). Bennett á Englandi R. B. Bennett, fyrv. forsætis- ráðherra Canada kom til London á Englandi s. 1. mánudag úr ferð um brezku nýlendurnar: Ástral- íu, Nýja Sjáland og Suður Afríku. Við lendingu var á móti hon- um tekið af Hon. Vincent Mas- sey, canadiska sendiherranum á Englandi og fleirum. Bennett var hinn hressasti og kvaðst hafa frá svo miklu að segja, að hann væri hræddur um að þar þryti fyr dagur en efni. Til Canada gerði hann ráð fyr- ir að koma eftir fárra daga dvöl á Englandi. Fimm börn farast í bruna Á bóndabýli einu í grend við Mintionas í Manitoba, kviknaði í íveruhúsi í gærkvöldi; fimm börn, hið elzta fjögra ára, voru ein í húsinu og fórust þau öll í brunanum. f húsinu voru tvær fjölskyldur; mæður barnanna voru við mjaltir úti í fjósi, er í kviknaði. Karlmenn vour engir heima; húsbændurnir hafa verið við veiðar norður á vötnum síð- an þau lagði. Nöfn fjölskyld- anna, er fyrir þessu sorglega slysi urðu, er Robert McKenzie og George Garham. Þegar kon- urnar urðu eldsins varar og hlupu heim að húsinu, sem var orðið alelda, heyrðu þær grát barnanna inni, en gátu auðvitað ekkert aðgert. v $1,000,000 á dag Það sem íbúar Canada leggja í fjárhirzlu sambandsstjórnarinn- ar í einum og öðrum sköttum, nemur einni miljón dollara á dag. Á yfirstandandi fjárhagsári, sem að vísu er ekki lokið, er tal- ið að allar tekurnar muni nemi 370 miljón dollurum. Tekjuskattur af því er 100 miljón dollarar; er það 20 milj- ónum meira en s. 1. ár. En sölu- skatturinn, sem nú er 8%, nem- ur 105 miljón dollurum; hann er 25 miljónum dollara hærri en s.l. ár. Hækkun söluskattsins, sem King gerði, hefir kostað íbúana þetta, og svarar það til tolllækk- unarinnar á innfluttum vörum, sem gerð var til þess, að útlepd- ir iðjuhöldar gætu hér fengið meira fyrir vörur sínar. King hefir eflaust fundist að íbúar landsins stæðu sig betur við að greiða þetta í fjárhirzluna en útlendu prangararnir. Páfinn mjög veikur. Píus XI páfi hefir legið rúm- fastur um mánaðarskeið og virð- ist ávalt heldur að draga af hon- um. Hann er 79 ára. Um jólin var útvarpað ræðu, sem hann flutti í rúminu, hét hann þeim blessun guðs í henni er friðinn elskuðu; er vonandi að Mussolini hafi hlýtt á hann. Veikin sem páfann þjáir ,er fyrst og fremst lömun og máttleysi og bólga í fótum, en einnig hjartveiki. Vinnulaunaskatturinn Það er gott útlit með að 2% vinnulaunaskatturinn í Mani- toba verið numinn úr lögum á næsta fylkisþingi. Á fundi sem stjórnarráðið hélt hér í gær, hnigu skoðanir felstra að þessu. Tekjur af þessum skatti eru sagðar nema 1 y% miljón á þessu fjárhagsári. Á sama tíma hafa blöðin það eftir Bracken, að honum hafi aldrei komið í hug að lækka vexti á lánum fylkisins. En hann hef- ir verið að reyna að fá sam- bandsstjórnina til að gangast fyrir því, að fá slegið af skuld fylkisins. —. Sambandsstjórnin hefir til þessa þróskast við þetta en Bracken mun þá hafa látið í ljósi, að ekki væri um annað að gera, en að greiða ekki neina vexti á lánskuldinni. Hann sér sem er, að skuldirnar munu seint verða borgaðar, ef ekki er nú þegar farið að sníða stakkinn eftir vextinum. GAMLÁRSKVÖLDS HUGLEIÐINGAR Eftir Philip Pétursson Himnarnir segja frá guðs dýrð, og festingin kunngerir verkin hans handa. Sálm. 19:1 Þá er eg horfi á himininn, verk handa þinna, tunglið og stjörnurnar, er þú hefir skapað......... hvað er þá maðurinn þess að þú minnist hans, og mannsins barn að þú vitjir þess? Sálm. 8:45 Um þetta leyti árs, og helzt af öllu þegar vér erum komin saman eins og nú í kirkju á allra síðustu stundu ársins — rétt um það bil, að gamlárið kveður, en nýárið heilsar—til að minnast hins liðna, til að tilbiðja skap- ara himins og jarðar, og lofa hann og dásemdir hans, þá finst mér eg verða ætíð fyrir ein- hverjum einkennilegum en veigamiklum og töfrandi áhrif- um, sem eg finn sjaldan til neitt líkt því, sem á þessari stundu, er við minnumst hins liðna og fögnum komandi ári á nýárs- nótt. • Sálmaskáldið forðum hefir fundið til slíkra áhrifa þegar hann orti sálminn er eg las, og fjölda margir aðrir hafa síðan staðið undrandi og með lotningu fyrir hinni miklu dýrð, og leynd- ardómi náttúrunnar, — krafta- verki guðs! Á nýársnótt í dimmu vetrar- næturinnar, þegar tími og eilífð mætast, þá finst mér, að vér sé- um einhvernvegin nær Guði, í einhverju nánara sambandi við hans miklu ráðstöfun, en á öðr- um stundum ársins, því í nótt stöndum vér á þröskuldi tím- ans ef svo mætti að orði kveða og horfum undrandi úþ í víð- áttu eilífðarinnar. Vér störum út í mikilleikann og stöndum í lotningu fyrir dýrð og fegurð hans og ómælanlegleika. Og er vér stöndum hljóð og undrandi, þá öðlumst vér og skilning um hvað lík litlu sandkorni jörðin er, sem vér stöndum á, — og hvað stundlegt líf manna er hér á jörðunni í samanburði við ó- endanlegleik alheimsins. Sann- arlega má segja, eins og sálma- skáldið kvað forðum: “Þúsund ár eru í þínum augum sem dagurinn í gær, þegar hann er liðinn, já, eins og næturvaka.” Heil mannsæfi ,sem oss finst vera löng, er í samanburði við hinar óteljandi aldir jarðar — og ennfremur í samanburði við eilífðina, eins og örlítil stund, sem liðin er næstum því um leið og hún hefst. Fyrir víðáttu heimsins, ómæl- anlegleika hans og óendanleg- leika tímans, eilífðarinnar — getum vér lítið annað en staðið undrandi og með lotningu í huga því að orð ná ekki yfir tilfinn- ingar vorar, er láta til sín tala á slíkum stundum og þessari. Og þegar vér stöndum eins og vér nú gerum, — við tíma- mót, — á þröskuldi tímans — og horfum út í dýpi eilífðarinn- ar, þá liggur oss við að sundla við umhugsunina um hvað lítið sandkornið er í raun og veru, Áraskiftasálmur, 1936-1937 Menn syngja út gamla árið og nýja árið inn og allir fyllast björtum heillavonum. Og presturinn—hann leggur blessun yfir söfnuð sinn, en söfnuðurinn—biður fyrir honum. Menn prenta út gamla árið í fullum blaðabelg af breiskleik öllum skola sínar hendur. Og reiðubúnir eru að vaða meiri orðaelg á ári því er fyrir dyrum stendur. Menn drekka út gamla árið, því unað lífsins enn í eining njóta, faðir, bróðir, sonur. Og Luther kvað það sérkenni um alla afreksmenn, að elska gómsætt vín og fagrar konur. Menn dansa út gamla árið, því ör er æsku sveit og elskar heitast minning vökunætur. En dagar stundum uppi með áform sín og heit, því árið nýja kemur snemma á fætur. Menn éta út gamla árið, og gleðjast eins og börn og guði allar syndir sínar kenna. En þó er enginn maður eins og Arinbjörn að árið gamla skuli karlinn brenna. Gunnbjörn Stefánsson ... '«Q| sem vér stöndum á, og hvað lífið er stundlegt. Þegar vér hugsum um þessi efni, og vér komumst varla hjá því að hugsa um þau, þá förum vér ef til vill einnig, að öðlast einhvern æðri skilning á lífi voru og dvöl okkar hér á jörð- unni, en vér sýnum oft af verk- um vorum. Þá öðlumst vér skilning um hvað lítilfj örlegt margt er ,sem vér höfum stund- um helgað líf vort og krafta. Þá sjáum vér, að margt sem oss hefir fundist vera þýðingarmik- ið, er þegar miðað er við tíma og eilífð þýðingarlítið og ómerki- legt. Þessi stund er nokkurskonar endurskoðunar stund, þar sem vér stöndum stundarkorn, og lít- um til baka, til að endurskoða hið liðna og gera ráð fyrir því hvernig vér viljum ráðstafa hin- um ókomnu dögum. Það eru ef til vill fáir, sem gera þetta. — Menn eru oft svo vanabundnir, að þeir geta ekki breytt um, þó þeir vildu, og hafa ef til vill enga löngun til þess, þó þeir gætu. Sumir brosa ef til vill, að þessari hugsun, að endurskoða líf sitt og reyna að breyta því á nýár- inu, og kalla það barnaskap. — Þeir eru ef til vill svo ánæg(5ir með sjálfa sig og breytni sína að þeim finst þeir þurfa engrar breytingar eða bótar við. En mennirnir eru hvorki full- komnir né alls vitandi. Þeir eru ekki óskeikulir, og fyrir hin miklu og undrafullu kraftaverk náttúrunnar, fyrir hinum mörgu og miklu sólkerfum eða stjörn- um, sem eru í miljón mílna fjar- lægð, en sem senda samt geisla sína niður til jarðarinnar, fyrir þessum kraftaverkum og undra- miklu fyrirburðum, hverfur mik- illeiki og speki mannanna eins og birta kertaljóss fyrir sólar- ljósi, þau hverfa einnig fyrir undrun og leyndardómi þess, sem er nær oss og áþreifanlegra; mönnum er það engu skiljan- legra, þó að það sé ekki meira en til dæmis: “döggin sem demantar glóði á drjúpandi smáblóma fjöld,” sem skáldið vort sem vér þekkj- um öll, talar um í einu kvæði sínu. Þeir, sem eru svo fullir af sjálfsþótta eða stærilæti af sínum eigin verkum eða skoðun- um, og sjá ekkert, eða lítið ann- að, hafa tapað lotningar og undr- unarhæfileikanum, og þar af leiðandi mist sjónir á öllu hinu dásamelga og fagra í heiminum. Til þeirra þýðir koma nýs árs lítið. Það þýðir lítið meira, ef til vill, en aðeins einn auka frí- dag frá störfum, dag til að éta eða drekka, eða sofa, en ekki til að skoða sig sem eilífs eðlis, — sem sinn þátt á í sköpun al- heimsins og framkvæmd eða fyll- ingu þess verks hér á jörðu. Með þessu er ekki átt við að vér þurfum að ganga súrir á svip eða alvarlegir allan nýárs- daginn — þess er engin þörf. Við erum guði oft þóknanlegust, þegar við erum sem glöðust. En vér ættum bæði nú og á nýárinu, að segja frá guðs dýrð með fram- komu vorri og breytni, og að kunngera verkin hans handa með verkum vorum og hugsunum. — Vér ættum að móta líf vor í meiru samræmi við fegurðina og tignina, sem birtist oss aldrei á áhrifmeiri hátt en einmitt á þessum dularfullu stundum, þeg- ar vér komum saman, stundar- korn á miðsvetrarnótt til að kveðja hið liðna og að heilsa hinu komandi ári, skyggnast inn í það sem er oss enn hulið, en sem oss finst stundum að ljós- glampi frá fjarlægum ströndum lýsi um augnablik, — en hverf- ur oss síðan sjónum aftur. Eða eitthvað líkt því sem ritað er í bókinni sem nýkomin er út, og sem samin var af vin vorum og safnaðarbróður: “Glitrar fönn er geislum stafar máni gegnum rof á þykkum skýja- feldi, er sem jörðin fái Ijós að láni lengst úr fjarru, huldu dýrðar veldi, aðeins stutta stund, þá byrgist rofið, stillt og hljótt er dregið fyrir gluggann . . . .” (P. S. P. bls 66) En þó að margt sé oss hulið, þá getum við glaðst í einlægni og verið guði þóknanleg, ef að vér látum hvíla yfir hátíða- höldum vorum, blæ skilningsins um mikilleika og dýrð heimsins, og um vort eigið eilífðareðli. * * * Við háskóla einn í Bandaríkj- unum, var lærður Gyðingur kennari í hebresku, en þótti sér- vitur. Þegar hann kom í fyrstu kenslustundina eftir nýárið, var hann vanur að ávarpa lærisveina sína með þessum orðum: “Marg- ir munu þessa dagana óska yður gleðilegs nýárs; en herrar mín- ir, eg óska yður gleðilegrar eilífðar.” Þeirri sömu háleitu ósk beini eg nú til yðar allra. Mætti yður og mér takast að'haga lífi voru þannig, að hvert árið beri oss arð fyrir eilífðina, fyrir stöðuga þroskun andans í öllu því er gildi hefir, þegar alt hið stundlega hverfur. Mætti oss lærast að meta alt hið stundlega á þann mælikvarða. Þá teljum vér daga vora með þeim hætti, sem er vottur um viturt hjarta, og sem svarar að nokkru leyti, spurn- ingu sálmaskáldsins forðum: “Hvað er þá maðurinn þess að . þú minnist hans, — og mannsins barn að þú vitjir þess?” Að endingu vil eg taka undir, — eins og ætti að vera gert á hverju nýári, orð Matthíasar Jochumssonar, í kvæðinu hans um nýársósk Fjallkonunnar, þar sem hann kveður: “Að endingu góð og gleðileg jól með geislandi náðar og frelsis sól; með ljómandi nýár, sem gengur í garð, með gæzku til lands, og með sjávarins arð. Ó, gamla ár, hring þú út hrygð og nauð, en hring inn, þú nýja ár, daglegt brauð! Ó, gamla ár, hring þú út heiptir og hróp; en hring inn, þú nýja ár, fagnaðar-óp! ó, gamla ár, hring þú út heimsku og lygð, en hring inn, þú nýja ár, vizku og dygð! ó, gamla ár, hring þú út húmið svarta, en hring inn, þú nýja ár, ljósið hið bjarta! Árni Eggertsson lögfr. og dr. K. J. Austman báðir frá Wyn- yard, Sask., komu til bæjarins um síðustu helgi. Mun dr. Aust- mann kominn til að setjast að í bænum. Dr. J. Bíldfell er flutt- ur til Wynyard og tekinn við læknisumdæmi hans þar.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.