Heimskringla - 06.01.1937, Blaðsíða 5

Heimskringla - 06.01.1937, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 6. JANÚAR 1937 HEIMSKRINGLA 5. SiÐA hvern annan barnaskap, og öll hin tignustu völd voru á glóðum; vissu aldrei hvað þessi einkenni- legi konungur kynni að gera næst. Um það hafði oft verið rætt á meðan hann var ríkiserfingi, að eitthvað mundi ske sögulegt þeg- ar hann tæki við völdum; það var eins og allir teldu það víst að hann yrði að einhverju leyti ó- líkur öðrum koungum — og nú var það komið á daginn. Framh. STEFNUR OG ÁKVARÐANIR ROOSEVELTS FORSETA Eftir George Creel Snúið hefir á íslenzku Gunnbj. Stefánsson Ekki að ástæðulausu væri það, hó einhverjir brostu í kampinn í “Hvíta húsinu”, yfir hljóð- skrafi því, er komist hefir á vettvang, að Roosevelt forseti hefði ákveðið hugsað sér að verða forseti þriðja tímabilið. Að fráskildri þeirri upprunalegu venju, er átti sér stað í stjórn- artíð George Washington, og sem olli U. S. Grant forseta á- ^Vggju og vonbrigða, að geta eigi afnumið þá hefð þá á það sér nú stað, að Roosevelt forseti bíður með rólegri eftirvæntingu einkalífs réttinda sinna að út- runnu hinu síðara kjörtímabili hans. Hann hefir ef til nokkrum öðrum forseta framar unnað for- setatíð sinni. — Og glaðst yfir hví að geta beitt ákveðnum vilja sínum til að ögra hindrun- uni þeim er orðið hafa á vegi bans til mikilvægra fram- kvæmda. En eigi að síður saknar hann bess eigi að leggja niður völdin. Nú fyrir skömmu sagði hann í samtali við einn vina sinna: — “Þann 21. jan. 1941, þegar nýr forseti tekur við, þá ætla eg að vera í Hyde Park og njóta lífs- ins í fylsta mæli.” Öllu líkamlegu þreki og sálar- hröftum mun hann verja til framkvæmda þetta, hið annað kjörtímabil sitt, og hann byrjar hessi næstu fjögur ár með ein- ^aegum og alvarlegum viljakrafti, Sem skapar ákveðnar stefnur og framkvæmdir, samkvæmt vilja bins mikla atkvæðamagns þjóð- arinnar. Eigi svo að skilja, að hann skoði endurkosningu sína 3. nóv. neinn séstakan persónulegan SANNANIR æðsti úrskurðurinn Fyrrum héldu menn að sólin gengi í kring um jörðina þangað til Kopemikus grensl- aðist eftdr sönnunum á því og breytti skoðunum manna á sólunni. Þá héldu menn að jámskip gæti ekki flotið þangað itil að Aron Manby leitaði sannana á því, bygði það og kom þvi á flot. Ef þér haldið að “Cash” verð hjá EATON sé ekki lægra en svo nefnt "Cash” verð, með umliðunar fresti, þá leitið sannananna. Pen- ingar greiddir út í hönd, er peninga sparnaður, svo það liggur í augum uppi að pen- ingaverðið hlýtur að vera lægra e numlíðunar verðið. Grenslist eftir þessu og fáið fullar sannanir fyrir því. EATON’S viðskitfamenn, er greiða peninga út í hönd, njóta þess spamaðar sem peningaverzlunin færir og slappa vi ðþann kostnað sem lánsverzlunin hefir í för með sér. Með umlíðunargreiðslu borga viðskiftamenn sann- gjarnt ofanálag á hið lága peningaverð, fyrir kostnað- ion sem láninu er samfara. t*að er markmið vort, að EATON’S umlíðunar greiðsl- an skuli samt (þrátt fyrir kostnaðar aukann) vera lægri en annarsstaðar, og EATON peningaverð hið al-lægsta er fáanlegt er. BERIÐ ÞAÐ SAMAN og SJAIÐ TIL. EATON'S sigurvinning. Það var þjóðin, sem talaði með rödd yfirgnæf- andi atkvæðamagns, og hann skoðar það þann veg, að sú rödd hafi hrópað kröfur fólksins. Því hefir verið haldið fram að stefna forsetans sé óákveðin og margir sagt, að ræður hans hafi fjallað um alt og ekkert. Jafnvel sumir stuðningsmenn hans hafa hrósað honum fyrir að hafa unnið án þess að gefa nokkur loforð. Þó að það geU verið satt, að hann hafi eigi bent á sérstakar aðferðir, hélt hann aldrei svo ræðu, að hann eigi legði áherslu á framkvæmdir og undantekn- ingarlaust láðist honum aldrei að brýna fyrir fjöldanum mann- félagslega og stjórnarfarsrök- fræði. Hvernig gætum vér ef- ast um, að skoðun og traust mannsins — trúin, sem ræður orðum hans og athöfnum, gefi oss eigi skýrari mynd en upp- dráttur af framkvæmdastefnu, sem breytst getur eftir kring- umstæðum og staðháttum með hverjum degi sem líður? For- setinn hefir látið í ljósi skoður. sína eins ákveðið og ensk tunga getur túlkað hana, að það,sem átti sér stað árið 1929, hafi eigi aðeins verið fjárhagslegt hrún. heldur *endalok tímabils í sög- unni, og að hin gildandi ákvörð- un hinnar nýju stefnu—ákveðna markmið :— sé að stefnsetja nýtt og betra skipulag, sem veiti íverjum einasta manni, konu og Darni réttindi til að finna til metnaðar og sjálfsvirðingar, sjá stjörnurnar í sama ljósi og njóta sameiginlega dýrðar sólarinnar. Hann hefir gert öllum heyrum íunnugt, að smávegis umbætur væru eigi nægar, og eins^ og íann hefir staðið fast fyrir, svo mun han nhalda áfram að endur- oæta þjóðlífið hagfræðislega og stjórískipulagslega og reisa það á því bjargi, sem hvorki storm- ar, regn né flóð fá grandað því. Til þess að vera eigi myrkur máli, hefir hann eigi skirrst við að segja, að stjórn, sem eigi getur staðið straum af gamal- mennum sínum, getur eigi látið hrausta og viljuga vinna, neyð- ir foreldra til að senda börn sín til þrælkunar í verksmiðjunum, og lætur sortaský örbirgðar og ábirgðarleysis svífa yfir heimil- um fjöldans, sé eigi sú stjórn, sem geti setið við völd, eða eigi að sitja við völd. Forsetinn hef- ir aldrei aðhylst jafnaðarstefnu, og skoðun hans er sú, að núver- andi fyrirkomulagi megi breyta svo til umbóta, að það verði not- hæft til þjóðnýtingar. En hann fer ekki í felur með þá skoðun, að eigna einkaréttindi skuli alls eigi brjóta í bág við almennings- heill. Honum finst arðtekja af starfsrekstri einstakra fyrir- tækja sanngjöm, svo framar- lega að hún sakar eigi annan iðn- rekstur né einstaklingsheill yfir höfuð. Han hefir þrásinnis sagt, að einka iðnstofnanir væru und- irstaða velsældar í Bandaríkjun- um, en þær yrðu að vera mann- úðlegar og eigi skerða réttindi né framþróun samborgaranna. Enginn hefir látið bersýnileg- ar í Ijós skoðanir sínar. Hið fyrra kjörtímabil hans var nálega ein óslitin uppreisn gegn gömlum kreddum og úr- eltum kenningum. Skoðun hans fer ekkert eftir því hversu gömul stofnunin er, heldur hversu nothæf hún er. Heimspeki hans bendir á, að ef stofnanir verða gatslitnar og kyrstæðar, þá eigi að reisa nýj- ar, sem fullnægi kröfum og framþróun samtíðarinnar. Hann fyrirlítur þá fjarstæðu, að fátækt eigi sér stað meðal fjölda fólks, sakir yfirsjóna sjálfs þess, heldur stafi örbirgð af misbrestum og spillingu í þjóðskipulaginu. Hann felst eigi á þá skoðun, að landsstjórnir eigi að líta með velþóknunar- augum á þá sem eiga því láni að fagna að baða í rósum, en á hinn bóginn eigi þær að láta sig engu Varða hlutskifti þeirra er ólánsamari eru. Að stjórnar- völd sýni hlutleysi, ef þörf gerist fyrir hið gagnstæða, er alger- lega gagnstætt skoðun hans, svo er og réttmæti hnefaréttarins og hin gamla kenning að hinn sterk- asti eigi að standa yfir höfuð- sverðum hinna ómáttugri. Hann trúir í hjarta sínu á að velsæld einstaklingsins sé einn hlekkur í velmegun alþjóðarinn- ar; að vöxtur trésins sé frá rót- unum en eigi frá krónunni niður á við, að síðasti maður í fram- þróunarfylkingunni eigi að vera mælikvarði framfaranna en ekki sá fremsti. Skoðun forsetans er sú, að þessar skýru opinberanir leiddu fyllilega í ljós sterkann ásetning og framkvæmdir, og að andstæð- ingarnir tækju þær á þann veg. Lög hins nýja sáttmála mættu mótspyrnu, en sterkasta og aðal árásin var á stjórnmálaskoðun Roosevelts forseta. Eftir skilningi forsetans, þá var úrskurður þjóðarinnar eigi á milli tveggja stjórnmálaflokka né tveggja manna, heldur á milli tveggja mannlífsskoðana. Og með öll gögn og skilríki fyrir augunum, kaus hún skoðana- stefnu Roosevelts. Og það var ekki einungis íhaldsstefnan, sem hún kvað niður. Jafn ákveðið hafnaði hún skoðunum föður Coughlin, Dr. Townsend, Gerald Smith, Lemke og hagfræðis sam- suðu þeirra. Að minsta kosti um óákveðinn tíma er því forsetinn óhultur fyrir árásum miðaldaskoðana hinna íhaldssömustu hægri manna, eða róttækisstefnu hinna áköfustu • vinstri flokks manna. Jafn rólyndur maður og forset- inn er, sem getur með jafnaðar- geði tekið hverju sem að hönd- um ber, þá var það tvent, sem reyndi á þolinmæði hans til þrautar í síðustu kosningahríð. Annað hin svæsna árás á trygg- ingarlöggjöfina og hitt, að hann héldi fram, sýndi fram á mis- munandi stéttaskipun, er gæti ollað flokkshatri honum til sig- urs í baráttunni. Hverjir eða hvað var það sem hann reis upp á móti ? Alls ekki öllum iðnhöldum og iðnaðar- stofnunum, en aðeins á móti glæpsamlegum starfsrekstri og stuðningsmönnum hans. Á móti óskammfeilnum og ótryggileg- um forspröklíum og fyrirtækj- um, fjárglæfrastofnunum, skálk- um er reka atvinnu af að féflétta ekkjur og munaðarleysingja, werksmiðjueigendum, gráðugum að leggja unglinga undir þrælk- unarólina og græða á svitadrop- um þeirra, svindlurum, óhlut- vöndum iðnhöldum, er skifta milli sín ránfeng þeim er þeir hafa dregið saman með því að kúga verkamenn sína til að vinna fyrir lágt kaup og eins á því að okra á framleiðslu sinni til neytenda. Árangur kosninganna synir berlega, að engin stéttaskifting átti sér stað. Þó að öll verka- mannafélögin til samans hefðu eigi sótt kjörstaðina og enginn er þáði sveitastyrk hefði greitt atkvæði, þá hefði það sýnt sig að Roosevelt forseti hefði samt unnið kosningarnar. Það olli og veldur auðvitað sterkra áhrifa, setningar þessar í ræðu Roosevelts, þeirri er hann hélt í New York: “Eg vildi geta látið það sagt um stjórnarráð mitt hið fyrra kjörtímabil, að það hefði hnekt og stemt stigu fyrir gráðugu og valdaþyrstu óaldarliði. Eg vildi einnig geta látið það sagt um stjórnarráð hins síðara kjörtímabils míns að þá hefðu hin áðurgreindu öfl og áhrif mætt sigurvegurum sínum.” Forsetanum getur eigi skilist hvernig jafnvel flokks- blindni gæti skilið skoðanir hans sem hótanir til alræðis né ein- veldis skipulags. Hverjum manni með meðal dómgreind ætti að geta skilist, að það sem hann á við er alger yfirráð yfir spillingaröflum og óvættum, er altaf hafa verif þrándur í götu fyrir sönnum virt. í veikindum hlynti hvei að öðrum og vamir voru settaj lýðræðis hugsjónum. Forsetinr istrax svo að sjúkdómar gætu eigi ber samt sem áður enga beiskju jbreiðst út. í brjósti. 1 Engar stofnanir né stórfélög Von hans og ósk er sameinað Þektust; uppsprettur, brunnai þjóðfélag og sterk samvlnna. En þó að honum sé umfram annað ant um sameiningu, þá villihann eigi að neinum skiljist það svo, að hann muni hopa nokkuð frá skoðunum sínum eða fara nokkurn meðalveg. Alt og vatnsþrór voru til vatns- neyslu og vöðvarnir krafturinn til að draga það að sér. Það þektust engin iðnaðarfé- lög fram að árinu 1840, eða um það bil. Menn starfsærktu iðn- að undir sínu eigin nafni, og verður athugað til hlítar; sam- i voru í nánu sambandi við verka- vinnu tilrauna verður leitað við [menn sína. Þannig var iðnrekst- hvern einasta göfuglyndan l,rinn einfaldari og öllum gafst mann, en á engan hátt verður j kosturá að sjá hvað var að ger- samvinnu hugmyndin látin standa í vegi fyrir sókn, gegn ast. Fjárgyæðgi, svik og óráð- vendni gátu þá eigi þrifist sam- einkaréttindum, einokun, fjár- græðgi né öðrum þjóðfélags- meinum. Sakir stöðu sinnar sér forsetinn öðrum fremur djúpið í amerísku þjóðlífi, sem aðskilur hugsjónir og hagfræðislegar framkvæmdir. Það er alvanalegt að líta á hugsjónamanninn sem nokkurskonar hálfvita, og skoða þá menn verkfæri í hendi auð- manna, er eigi aðhyllast hvert ijóðfræðis læknislyf samstundis og því er á loft haldið. Alt of oft hefir það átt sér stað að barátta fyrir stjórnar- farslegum umbótum hefir fallið herðar þeim, er fremur hafa verið draumkendir en fram- kvæmdasamir stjórnmálamenn, ?ar sem þeir, er meiri reynslu, ækkingu og dómgreind höfðu, gátu aðeins verið athafnalitlir á- deilendur. Það er þessi skaðlega skifting í amerísku þjóðlífi, sem ilýtur að hverfa, og það er ekki hvað síst óskir og vonir forset- ans, að á síðara kjörtímabili íans, takist að sameina göfug- ar hugsjónir og hagsýnisstefnur, er séu hornsteinar til að semja á hagfræðis og þjóðfræðislega stefnuskrá. Eftir skoðun forsetans, þá eru íindranirnar tvær. Þegar árás íefir verið hafin á þrællynda fjármálamenn og iðnhölda, þá hefir þeim alt af tekist að sann- færa fjöldann um, að árásin væri íafin gegn öllum iðnhöldum og fjármálamönnum. Hin ástæðan' er annaðhvort linn heimskulegi misskilningur eða þrái að kannast eigi við hin- ar miklu breytingar er orðið hafa í amerísku þjóðlífi. Þegar stjórn- arskráin var samin, þá voru ekki eins margir íbúar landsins og nú eru í Nýju Jórvík einni saman. Þá voru fá þjóðskipulags og hag- J'ræðisleg verkefni, og er svo bar við, að þau bæri að höndum, þá fluttu borgararnir sig búferlum engra í burt, fyrst vestur yfir Alleghenny fjöllin, efti slóðum hinna herskáu Iroquois Indíána og þaðan vestur yfir Mississippi fljótið. Og^ síðast vestur yfir \ Klettafjöllin, nýtt landnám á- valt opið hinum fátæku, óánægðu og framtakssömu frumbyggjum. Það var aðallega landbúnaðar j þjóð, er lifði að mestu leyti af gróðri jarðarinnar. Þá voru aðeins fáar stórar borgir; þá þektust engin þengsli í borgum, engin leiguliða svæði né sora- hverfi. Þá var hvert bygðarlag sjálfu sér nóg. f hverju þorpi var skósmiður, skraddari og málari, er hver og einn framleiddu sína vöru og voru vandir að virðingu sinni. Alger einkaréttindi og óhindr- uð semkeppni þótti eðlilegur at- vinnurekstur, og engin þörf fyr- ir samvinnu og því mjög lítið tækifæri til að starfrækja hana. Jafnvel þó að hin gömlu flutn- ingsæki stjórnarinnar legðust niður, breyttust eigi farartæki það mjög til batnaðar, að fólk hefði löngun til langferða nema það sem nauðsynlegast var, og samband og kynning milli sveita og bygðarlaga var mjög lítil. Hvert ríki var raunveru- lega einveldi út af fyrir sig, er skoðuðu lög sín og vald einka- réttindi, ter yfirstjórnin hefði enga heimild til að hafa nein af skifti af. Gamalmenni eyddu ellinni hjá giftum börnum sín- KIEWELS OVlúto Seaf- )A>er KIEWEL BREWING COMPANY LIMITED ST. JOSEPH and DUMOULIN STS. ST. BONIFACE- . 'Tírt/v. ’ Phone 96 361 kvæmt almenningsálitinu. En hvert er viðhorfið nú? Þjóð er áður var að mestu landbúnaðarþjóð hefir breytst í stóriðnaðarþjóð. Vísindi og upp- götvanir sviftu fyrst í stað þús- undir manna atvinnu og síðan miljónir manna. Einstaklings iðnrekstur hefir að mestu horf- ið og stór iðnaðarfélög risið upp þar sem nálega er ekkert sam- band milli eigenda og verkalýðs þeirra. Meiri hluti þjóðarinnar býr nú í borgum, eða þröngum og óhollum iðnaðar héruðum, með sorahverfum, er hverri þjóð eru til stórrar skammar. ósjálf- stæði hefir komið í staðinn fyrir sjálfstæði. Þegar verksmiðjum er lokað eða félög leyst upp, eða þegar verkalýðurinn verður fyrir einhverju fjárhagslegu skakkafalli, þá eru engin auð svæði, er hann gæti leitað til, engin ónumin lönd er gætu bætt úr högum fólksins. Það verður því að treysta á atvinnu við iðn- aðarframleiðslu og verzlun, og þar eð það með launum sínum kaupir jarðyrkju framleiðsluna, þá verður atvinnumissir og kaup- lækkun bein orsök í verðfalli á landbúnaðarafurðum og fjár- hagslegu hruni fyrir bóndann. Xstaðinn fyrir frjálsa og hag- kvæma samkepni hefir komið gráðug og óhlutvönd samkepni. Níutíu af hundraði af atvinnu- veitendum geta komið sér sám- an um reglugerð um ráðvanda starfsrækslu, en hinir tíu af hundraði, geta með ofbeldi og lagaleysi neytt hina til að kjósa á milli að svíkja verkalýð sinn og vörugæði ,eða að verða að öðrum kosti gjaldþrota. Afleiðingarnar hafa svo orðið að iðnaðarstofnanir hafa neytt foreldra til að senda börn sín til um, þar sem þau voru elskuð og arlega lágt kaup, hafa einnig kúgað kvenfólk til að vinna erf- iða og þreytandi vinnu á vefnað- arverksmiðjum sínum og sauma stofum fyrir svo lágum launum, að það hefir eigi getað klæðst né fæðst af þeim, og hinni illkynj- uðu samkepni mætti svo líkja við krabbamein, sem er að naga rætur þjóðfélagsins. Fjölskyldufeður eru eigi fram- ar færir um að sjá fyrir fjöl- skyldu sinni né aldurhnignum foreldrum. Atvinna er eigi til fyrir þá sem viljugir eru að vinna. Gömlu fólki stendur orð- ig stuggur af elliárum og ósjálf- rátt vinnuleysi ollir ótta og ör- væntingu. Framh. Skoti kom eitt sinn til London, án þess að hafa gert fyrirfram ráðstafanir um húsnæði og varð því að gera sér að góðu að gista hjá enskum manni, sem hann hitti á stöðinni og kvaðst geta lofað honum að vera. Næsta dag, eftir morgunverð, spyr gestgjafinn: “Eg vona að þér hafi fallið rúmið? Svafstu vel? “Já, ágætlega,” sagði Skotinn. “Varstu ánægður með kvöld- verðinn í gær?” “Hann var dásamlegur.” “Og morgunverðurinn?” “Hann var fyrirtak.” “Gott. En — en hvað segið þér þá um tíu skildinga?” “O-hó!” sagði skotinn. “Það væri guðs-sending!” * * * A. — Hvað varstu lengi trú- lofuð honum? B — Eg veit það ekki með vinnu á verkstæðin fyrir smán-1 vissu. úrið mitt stansaði. Borgaradréf Lifsábyrgðar skírteini Fasteignabréf Verðmæt skjöl sem þessi ættu aldrei að vera geymd heima þar sem þeim gæti verið stolið eða þau gætu brunnið fyrir óaðgæzlu. Geym- ið þau í öryggis skúffu hjá viðskifta útibúi yðar við Royal Bank of Canada. Öryggis-skúffa er fullkomin öryggisskápur úr stáli sem þér eigið sjálfur enn er geymdur í bankanum. Það er hinn eini öruggi staður þar sem þér getið geymt þessi verðmætu skjöl yðar, því þér gangið einir um hann. Ráðsmaðurinn við næsta útibú Royal bank- ans sýnir yður með ánægju þessar skúffur. Leigan eftir þær er smáræði—minna en eitt cent á dag. THE ROYAL BANK OF CANADA EIGNIR YFIR $800,000,000

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.