Heimskringla - 06.01.1937, Blaðsíða 2

Heimskringla - 06.01.1937, Blaðsíða 2
2. StÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 6. JANÚAR 1937 FRANZ FRÁ ASSISI Eftir Guðm. Árnason Eitt hið myrkasta tímabil í sögu vestrænna þjóða eru tólfta og þrettánda öldin. Aldrei, hvorki fyr né síðar, hefir and- legt líf verið í eins mikilli niður- lægingu og þá, og sjaldan mun meiri siðspilling hafa átt sér stað. Hið veraldlega vald kirkj- unnar komst á hæsta stig meðan Innósent páfi þriðji sat á páfa- stóli, frá 1197 til 1216. Af öll- um páfum komst hann næst því að framkvæma hugsjón Gregorí- usar sjöunda, sem uppi var á síð- ari hluta elleftu aldar og sem hélt fram takmarkalausu valdi páfans yfir þjóðhöfðingjunum. Innósent komst svo að orði um sjálfan sig, að hann væri mitt á milli Guðs og manna, minni en Guð, en meiri en maður, að hann dæmdi alla, en yrði af engum dæmdur. Eftir því sem vald kirkjunnar óx, eftir því hnignaði henni í andlegum efnum; heimshyggja og siðspilling breiddust út frá páfastólnum meðal hins óæðri klerkalýðs, sem var mjög fá- fróðui1; almenningur var afar hjátrúaður og guðrækni hans var ekkert nema fánýtt helgi- siðahald. Hvergi var neina mentun að finna, nema lítils háttar í klaustrunum; leikmenn voru yfirleitt alveg ólæsir. Þeg- ar kom fram á miðja fjórtándu öldina, voru t. d. á Englandi allir nefndir prestar, sem kunnu að lesa; vegna þess, hve sjáldgæft það var að nokkrir nema prestar kynnu að lesa. Og þar sem að prestar voru ekki undir valdi veraldlegu dómstólanna, heldur hinna kirkjulegu, var engum, sem gat lesið ,refsað fyrir glæpi. Væri um útlendinga að ræða, dugði að þeir gætu lesið eitt- hvert mál. Svo langt gekk þessi undanþága frá refsingum, að fangaverðirnir voru farnir að kenna föngunum að stauta með- an þeir sátu í varðhaldi og biðu dóms. Undanþágan frá því að vera dæmdur af dómstólum ríkisins (benefit of clergy) var eitt hið öflugasta ráð, sem kirkjan gat fundið til þess að auka vald sitt. Tildrögin til þéssarar undan- þágu er að finna í ávarpi Kon- stantínusar keisara til kirkju- þingsins í Níkeu árið 325. Þing- ið var kallað saman til þess að fordæma villu Aríusar, sem var andstæð þrenningarkenníngu Aþanasíusar og fylgjenda hans. Hinir heilögu feður hirtu ekki um að afljúka því verki, heldur fóru að deila sín á milli um ann- að. Skipaði keisarinn þeim þá að hætta því og sagði: “Guð hefir gert yður að prestum sín- um og gefið yður vald til þess að dæma oss; en þér eigið ekki að dæmast af mönnum. Hættið i þessvegna deilum yðar og bíðið ] eftir að Guð úrskurði yðar á milli, hver svo sem, úrskurður hans verður; því þér eruð allir guðir, sem Guð hefir gefið oss, og það er óhæfa að menn kveði upp dóm yfir guðunum.” Smám saman komst svo sú venja á, þó ekki mótspyrnulaust, að allir, sem í þjónustu kirkjunnar voru, yrðu aðeins dæmdir af dómstól- um kirkjunnar, og það jafnvel þó að annar málsaðili væri leik- maður. Þetta varð að lögum um alla Norðurálfuna, og að síðustu var svo komið, að naumast var unt að fá presti refsað, hvaða glæp sem hann hafði framið. Margar sögur eru til um það, hvernig prestarnir rúðu alþýð- una. Þar á meðal er ein, sem er fremur spaugileg, og er hún í bók, sem heitir ”Satyre of the Thrie Estaits” og kom út á Skot- landi nokkru fyrir siðaskiftin. Sagan er af manni, sem var kom- inn á vergang og var að segja kunningja sínum frá vandræð- unum. Aleiga hans hafði verið eitt hross og þrjár kýr. Þegar faðir hans, sem var hjá honum. dó, tók lávarðurinn, sem átti jörðina, sem hann bjó á, hrossið upp í erfðaskattinn, og kapilán- inn tók eina kúna. Svo dó móðir hans, og þá tók kapiláninn aðra kú. út úr þessu andstreymi dó líka kona mannsins, og þá fór þriðja kýrin til kapilánsins, en sóknarskrifarinnar tók alt hreyf- anlegt, sem til var í húsinu. Sá sem maðurinn átti tal við spurði hann að, hvort að prestinum hefði ekki farist betur. Nei, því fór nú fjarri; hann bannfærði bónda tetrið, af því að hann gat ekki borgað honum tíund, sem hann skuldaði. Loksins átti hann ekkert eftir nema fjóra skildinga, og með þá í buddunni lagði hann af stað til St. An- drews, í því skyni að leita ráða hjá lögmanni um það, hvort hann gæti ekki náð rétti sínum á þeim, sem höfðu haft alt af hon- um. En á leiðinni hitti hann af- Iátssala, sem hafði út úr honum skildingana og lofaði honum, að vera hans í hreinsunareldinum skyldi stytt um þúsund ár. Þótt saga þessi sé eflaust ýkt, sýnir hún vel við hvaða kjör al- menningur átti að búa á þessum tímum ótakmarkaðs kirkjuvalds, og hversu sáróánægðir menn voru með þau. En þótt ástandið væri svona, voru öfl að verki, sem störfuðu í umbótaáttina. Sumar umbóta- hreyfingar þessara tíma höfðu mikla þýðingu fyrir síðari tíma. | Eins og gefur að skilja, voru þær , allar trúarbragðalegs eðlis, því I að trúarbrögð og mannfélagsmál; voru óaðskiljanleg; ríki og kirkja voru svo nátengd hvort öðru að allar umbætur, sem snertu annað, snertu og líka hitt. f rauninni var kirkjan einskon- ar yfirríki, og páfinn var kon- ungur þess. Umbótahreyfingar þessara Have the Buslness POINT OF VIEW ? Oominion Business College students have the advantagi of individual guidance in the all-important factors of business personality, conduct, and approach. No matter how thoroug-hly you know the details of office work, you must be able to sell your services, and this is now just as much a part of Dominion training as Shorthand, Typewriting, Bookkeeping, or any of the other courses in which Dominion leader- ship has been recognized for over twenty-five years. Business is better! Employment is increasing! Prepare for it. DOMINION BUSINESS COLLEGE On The Mall and at Elmwood, St. James, St John’s Ástarþráin Eg hlýddi með athygli og aðdáun á útvarpskveðju Játvarðar VIII. Að útvarpinu loknu, reit eg þessar stökur. Þó frumspor vor í átt til frægðar liggi, og framaþráin beri’ oss langt á leið, og máttur hennar orðstír hæfann tryggi of hefji anda vorn á hærra skeið; þá nægir engin upphefð þeirri þrá, sem instu rótum hjartans streymir frá. Hún sefur þar, óörfuð enn, og falin í ársdagsroða drauma vorra hér, unz vakna fer, sem vorsól lýsi dalinn, er vildarvininn ástaraugað sér; þá svífur andinn yfir fjöllin há til unaðslinda—þeim að berja á. f hugarreiti fögur rós nú dafnar, af rótum fléttast tveggja sálna band. Hver raun og mæða mætti öflgum safnar og málar fegra þeirra draumaland; og hindrun öll nú einbeitt leggur ráð, að engum nema sjálfum verði háð. En ástúð, blíða, aðdáun og þreyja, sem árdögg vökvar þeirri fögru rós, og sólin hennar—hvað sem trúbrögð segja— er háleit löngun, runnin lífs frá ós; og sálin einnig ós þeim stafar frá og, sæla öll, hver dáin hugarþrá. Við fjörlaus efni sífelt ástin stríðir, en sigur frægann æ úr býtum ber. Þeim eðlishvötum alnáttúran hlýðir, er almættið í byrjun setti hér. Og þannig verndast veldi lífsins enn, og verndast æ, þótt annað hyggi menn. Vér sjáum glögt en hirðum lítt um heiti né hætti þess, er heillar vora sál. Hvert orð er nú sem margþætt óðarskeyti, og ástarneisti þúsund munarbál; eitt tillit blítt er sældar himin hár; og hafið djúpa sérhvert sorgartár. Og sagan þessi aldei tekur enda, við eilífðina sjálfa er hún tengd, og kotungar sem kóngar þangað venda sem kenning hennar allra sízt er rengd; hún bendir oss á draumalandsins Ieið og ljósin björt, sem gylla fjöllin heið. Lát engan tæla þig til þeirrar trúar, að trygðum bundin ást sé holdgun lág; það ramma bendi eilífðina brúar og bindur oss við máttarvöldin há; og afleiðingin, æðsta veldisgjöf, —þeir afgræðingar stjórna’ um lönd og höf. Árni S. Mýrdal tíma voru tvennskonar; þær voru annaðhvort hreyfingar inn- an kirkjunnar sjálfrar, eða hreyf ingar, sem leituðust við að vera fyrir utan hana; þær voru annað- hvort vinsamlegar eða f jandsam- legar, eftir því hvort um rétta eða ranga trú var að ræða. Klaustur komu fyrst til sög- unnar á fjórðu öld. Uppruna- lega var það markmið klaustr- anna, að þeir sem vildu, gætu dregið sig út úr heiminum til trúarlegra iðkana, og þannig lifað lífi, sem ekki var unt að lifa mitt í önnum og umstangi hversdagslífsins. En þetta hafði tekið mjög miklum breytingum og klaustrin voru orðin alt ann- að en þeim hafði upprunalega verið ætlað að vera; þau voru orðin auðugar stofnanir, óað- skiljanlegar kirkjunni sjálfri, og full af ágirnd og munuðlífi eins og hún. Reynt hafði verið að koma á umbótum í klausturlifn- aði og hafði nokkuð orðið ágengt í þá átt; einkum er umbóta- hreyfing sú, sem kend er við Cluny-munkana, nafnkend. Þá höfðu og nýjar klausturreglur verið stofnaðar, þar sem aðal til- gangurinn hefði verið afenitun veraldlegra auðæfa og einfalt líf; en þessar reglur fengu litlu áorkað; þær voru allar' samtíð- inni háðar, og þó að þær stefndu hærra en venjulegt var, undir stjórn áhugasamra leiðtoga, urðu þær brátt eins og kirkjan sjálf; enda voru þær undir verndarvæng hennar og stjórn. Hinar hreyfingarnar, þær sem stóðu fyrir utan kirkjuna, voru villutrúarstefnur frá sjónarmiði hennar, og þær voru merkilega umfangsmiklar á þessum tím- um, þrátt fyrir allar ofsóknirn- ar. Stefnur þessar voru líka börn sinna tíma, og frá sjónar- miði nútímanna eru þær ekki stórum aðgengilegri en kaþólska kirkjan sjálf. f villutrúarstefn- um þessum eimdi eftir af gam- alli vantrúarhreyfingu, sem hafði átt upptök sín austur í Persíu á þriðju öld og nefndist Manikíismi. Það var einskonar heimspekileg tvíveldiskenning og kirkjan leit svo á, að allar vantrúarhreyfingar væru ekkert annað en nýjar útgáfur af henni Náttúrlega var þetta alt djöfuls- ins verk, frá sjónarmiði kirkj- unnar; ástand hennar sjálfrar átti engan þátt í því. En vitan- lega er það öllum ljóst nú, að þessar vantrúarhreyfingar á tólftu og þrettándu öldinni voru beinlínis sprottnar af óánægju manna með kirkjuna sjálfa. Það var einkum á Suður-Frakklandi og ftalíu sem villutrúarstefnurn- ar fundu frjósaman jarðveg. Eg vil minnast á tvær þeirra og of- sóknirnar gegn þeim nokkuð nánar. Sumir leikmenn á þessum tímum voru furðu djarfmæltir í garð kirkjunnar; gengu þeir svo langt að þeir, héldu fram, að menn gætu ekki reitt sig á kirkj- una til sáluhjálpar og að, helgi- siðir hennar, vígt vatn og helgra manna leifar væru ekkert annað en gróðabrella samvizkulausra presta; og að enginn kæmist til himnaríkis með hjálp þessara hluta. Þeir kölluðu jafnvel kirkjuna samkunduhús djöfuls- ins, og sögðu, að guð gamlatesta- mentisins væri hið illa afl í heim- inum, og að kirkjan dýrkaði það. f þessari skoðun finnast leifar af Manikíismanum. Hún festi ræt- ur á ítalíu á elleftu öldinni, en náði þó mestri útbreiðslu á Frakklandi sunnan til á tólftu öldinni. Fylgjendur hennar nefndu sjálfa sig Kaþarí, þ. e. hina hreinu, en venjulega eru þeir nefndir Albigensar eftir bænum Albi á Frakklandi, þar sem þeir voru mjög fjölmennir. Þá er annar villutrúarflokkur þessa tíma, sem er ekki síður eftirtektarverður, Waldensing- arnir svonefndu. Þeir drógu nafn sitt af manni, sem hét Pétur Waldo, og var hann stofn- andi flokksins. Waldensingar höfðu ekkert sérstakt út á kenn- ingar kirkjunnar að setja, en markmið þeirra var, að hverfa aftur til hinnar upprunalegu kristni. Þessvegna gáfu þeir frá sér allar eigur sínar, ferðuð- ust um og prédikuðu og út- skýrðu ritinguna og þýddu hana á mál alþýðunnar. Þeir fengu marga áhangendur og urðu fjölmennir um allan vest- urhluta Norðurálfunnar fyrir lok tólftu aldarinnar. - Báðir þessir flokkar voru of- sóttir miskunarlaust af kirkj- unni og stjórnendum ríkjanna. Það var álitið, að villutrúar- mennirnir hefðu gerst sekir um landráð, og væru stórhættulegir bæði fyrir ríki og kirkju. Kon- ungurinn í Aragon á Spáni gaf út skipun 1194, þess efnis, að hver maður, sem hlustaði á pré- dikanir Waldensinga, eða yrði uppvís að því, að hafa gefið þeim mat, skyldi sæta sömu hegningu og landráðamenn, og að allar eigur hans skyldu upp- tækar og falla undir ríkið. Hin- rik annar Englandskonungur gaf út þá skipun, að engum skyldi leyfilegt að hýsa villutrúarmann á Englandi, og að hvert hús, sem villutrúarmaður hefði gist í, skyldi brent. Og afstaða ann- ara þjóðhöfðingja gagnvart villutrúarmönnum var lík þessu. Mestar voru ofsóknirnar gegn Albigensum. Innósent þriðji lét hefja herferð á hendur þeim árið 1208, og voru þeir strá- drepnir á Suður-Frakklandi, svo að það varð nærri landauðn á sumum stöðum. Svona var ástandið í kirkj- unni, þegar Franz frá Assisi hóf sína merkilegu umbóta-hreyf- ingu. Fáir menn á tímabili því, sem hér um ræðir, munu vera jafn merkilegir og hann. En umbótatilraun hans mishepnað- ist algerlega, og munu fáar hreyfingar af því tæi hafa fjar- lægst sinn upprunalega tilgang jafnmikið og hún; en þrátt fyrir það verður nafn þessa manns eitt hið dýrlegasta í allri sögu miðaldanna. Franz var fæddur árið 1182 í smábænum Assisi í hertogadæm- inu Spoleto á ítalíu, ekki langt frá Rómaborg. f skirninni hlaut hann nafnið Gíóvanní, en faðir hans, Pétur Bernadone, sem var á ferðalagi, þegar Gíóvanní litli fæddist, breytti nafninu og nefndi hann Franz. Hafði Pétur hinar mestu mætur á Frakk- landi og var þar oft á feðralög- um í verzlunarerindum, því hann var kaupmaður. Franz ólst upp í alsnægtum; var faðir hans ó- spar á fé við hann og vandi hann snemma á að taka þátt í verzl- unarstörfunum, sem hann helg- aði alla krafta sína. Drengurinn ólst upp í algerðu áhyggjuleysi og þegar hann komst af bernsku- árunum, varð hann alkunnur fyrir örlæti sitt og þótti æði léttúðarfullur við skemtanir í hópi kunningja sinna. Þegar Franz var tuttugu ára gamall, kom fyrir atvik nokkurt, sem virðist hafa verið fyrsta sporið í langvinnri breytingu í hugsunarhætti og líferni. Assi- si-menn áttu í erjum við ná- granna sína, sem var algengt á miðöldunum, og einkum á ítalíu. f orustu milli þeirra og íbúa Perúgíu, sem var háð árið 1201, var Franz, ásamt mörgum öðr- um, tekinn höndum, og var þeim haldið í varðhaldi heilt ár. Þrátt fyrir illa meðferð, sem þeir urðu að sæta í fangelsinu, hélt Franz sinni venjulegu gleði og reyndi að tala kjark í félaga sína, sem voru úrkula vonar um að þeir mundu sleppa lifandi. En þrátt fyrir gleði sína fór hann í fang- elsinu að hugsa um hluti, sem hann hafði aldrei áður hugsað um, og þegar hann kom heim aftur til Assisi, var hugur hans með öllu horfinn frá verzlun og honum fanst hermenskan göf- ugasta lífstarfið. Lagði hann þá brátt aftur af stað að heim- an til Apúlía og hugðist að bjóða sig þar sem riddara í þjónustu aðalsmanns eins. En á leiðinni þangað veiktist hann og varð að snúa heim aftur. Síð- ar meir myndaðist sú saga um þessa ferð, að hann hefði fengið guðlega vitrun og um leið skipun um að fara heim aftur. Hann var lengi veikur og átti í löngu sálarstríði, sem að lokum leiddi til algerðrar hugarfarsbreyting- ar. Ein af þeim mörgu sögum, sem mynduðust um hann síðar meir, var á þá leið, að þegar honum var farið að batna svo að hann gat farið ríðandi út fyrir bæinn, mætit hann eitt sinn riddara nokkrum, sem var mjög tötralega til fara. Franz fór strax af baki og fór úr nýjum fötum, sem hann var í, og gaf riddaranum þau. Þetta, eftir því sem sagan segir, á að hafa verið fyrsta verkið af mörgum samskonar, sem bera vott um algerða sjálfsafneitun og ó- venjulega hjálpfýsi við alla, sem hann sá að voru þurfandi. Þegar hann var orðinn albata, var hann lengi í miklum vafa um, hvað hann ætti að gera. Hann hélt að vísu áfram sínum fyrri háttum, en hann fann ekki leng- ur neina ánægju í þeim og þráði eitthvað annað. f einni munn- mælasögunni um hann frá þessu tímabili er sagt frá því, að eina nótt, er Franz var staddur á gleðimóti með nokkrum kunn- ingjum sínum, stóð hann lengi og þagði og hugsaði úti í nætur- kyrðinni. Einn af vinum hans spurði hann í gamni, hvort hann væri að hugsa um að fara að gifta sig, og á Franz þá að hafa svarað: “Já, eg er að hugsa um að festa mér konu, sem er feg- urri og elskulegri en þið getið í- myndað ykkur.” Síðar var það kallað svo, að Franz hefði hér átt við fátæktina, sem hann oft nefndi konu sína. Um þetta leyti ferðaðist Franz til Rómaborgar, en ekki er ljóst í hvaða erindum hann fór þangað. Einn daginn gekk hann í Péturskirkjuna, og þegar hann kom út, sá hann hóp af betlurum, sem sátu við dyrnar. Hann gaf þeim alt skotsilfur sitt, og þegar hann hafði tæmt pyngju sína, hafði hann skifti á klæðum sínum og tötrunum, sem einn betlarinn var klæddur í. Síðan settist hann niður hjá þeim til kvölds. í Assisi var ofurlítil kirkja, sem var helguð sankti Damían. Franz gekk oft í kirkju þessa til að biðjast fyrir. Til er saga ein um það, að einn dag, er hann var þar, sem oftar, á bæn, birtist honum yfirnáttúrleg sýn; hon- um sýndist mynd af Kristi, sem var fyrir ofan altarið í Rirkj- unni, fá líf, og honum heyrðist myndin mæla til sín þessum orð- um: “Franz, sér þú eigi að hús mitt er í rústum? Far þú og endurreis það fyrir mig.” Franz hélt að röddin ætti við kirkjuna, sem hann var staddur í, en hún var gömul og hrörleg. Hann stóð upp og gekk tafartaust heim til sín, tók síðan nokkra klæðastranga úr búð föður síns, fór ríðandi með þá til næsta bæjar og seldi þá þar. Pening- ana, sem hann fékk fyrir dúkana, fæði hann prestinum við sankti DamíarrS kirkjuna og sagði honum að nota þá til þess að endurbyggja kirkjuna. Þegar presturinn komst að því, hvern- Drewrys STANDARD LAGER Phone 96 361 The DREWRYS LIMITED RE0W00D and MAIN STS. WINNIPEG i

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.