Heimskringla - 06.01.1937, Page 4

Heimskringla - 06.01.1937, Page 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 6. JANÚAR 1937 (Stofnuð l»St) Ktmur iít á hverjum miOvikudogt. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. tfS og tss Sargent Avenue, Winnipef Taliímia S6 537 Ver6 blaðalns er $3.00 ár£»nguriim borgW tyrjrfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. 3U Tittaklfta bréf biaíinu aðlútandl sendist: Manager THE VIKINO PRESS LTD. SSS Sargent Ave., Winnipeg Rititjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til riUtjórans: EDITOR HEIMSKRINOLA SSS Sargent Ave., Winnipeg "Heimakringla” U pubUabad and printed by THE VIKINO PRESE LTD. Stt-SSS Sargent Avenue, Winntpeg Mam. Tetaphone: M 137 WINNIPEG, 6. JANÚAR 1937 STEFNA KINGS VEGINN OG LÉTTVÆG FUNDIN Það er ekki ólíklegt, að Mackenzie King, forsætisráðherra Canada, uni því ekki sem bezt, ef honum er ekki á sama um alt, að horfast nú í augu við þann sannleika, að atvinnuleysi hafi vaxið og styrkþegum fjölgað, á þeim 15 mánuðum, sem hann hefir verið við völd. Þetta hlýtur að vera honum og flokki hans þeim mun alvarlegra íhugunarefni, sem viðskifti og iðnaður hafa að sinhverju leyti, ofurlitlu að vísu, en alment samt, heldur batnað, því með eflingu iðnaðar og viðskifta ætlaði liberal-flokkurinn að græða öll mein þjóðarinnar. Hafi King haft nokkra stefnu fyrir kosningarnar, var hún vissulega í þessu fólgin. Það átti að skera á öll höft sem Bennett knýtti við- skiftunum. Með frelsi þessara stétta fengnu, átti að breyta eyðimörkinni hér í aldingarð; þeim orðum fór ritstjóri Lög- bergs að minsta kosti um það og honum er ekki gjarnt, að fleipra um hlutina. En um þessa litlu viðskiftarýmkun, sem hér hefir oðrið, er það að segja, að hún er sízt meiri en á sér stað meðal annara þjóða. Viðskifti hafa um allan heim auk- ist. Það er full ástæða til að halda, að þau hefðu aukist í hlutföllum við það í Canada, hvaða stjórn sem verið hefði við völd. Það er einnig auðséð, hvernig á þeim umbótum stendur. Með frelsinu gafst við- skiftunum tækifæri að hækka verð vöru dálítið. Sú verðhækkun kemur auðvitað harðast niður á stórum fjölskyldum, fá- tækum barnamönnum. Það er kreist út úr þeim það sem með þarf til þess, að greiða fyrir viðskiftagróðann og umbæturnar sem hér, sem annar staðar, hafa átt sér stað. Hagur fátæks fjöldans hefir verið gerður erfiðari og þessvegna fjölgar styrk- þegum. Það er ekki hægt að benda á eitt einast atriði í starfi Kingstjórnarinnar, sem hægt er að segja um ,að bætt hafi úr stærsta vandamáli þessarar þjóðar, at- vinnuleysinu. King dansar eftir pípu auð- valdsins. Hann er orðinn svo sanntrúaður á boðorð þess, að hann virðist ekki í nokkr- um vafa um, að það megi kreista blóð úr steini, ef það segir honum það. Það er satt, að hann er nú að láta rann- saka atvinnuleysið, eins og einn Kings- trúarmaður benti á, er vér áttum tal við um þetta. Hálaunuð nefnd offursta úr stjómarherbúðunum er að semja skýrslu yfir atvinnuleysið. Sú skýrsla verður ein- hverntíma í framtíðinni birt. En hver græðir svo á henni, aðrir en þeir, sem að henni vinna? Það getur verið að í henni megi finna einhver tugabrot, sem ekki eru í öðrum skýrslum og nýjar dagsetningar, en yfirleitt verður þar ekkert sem nokkru varðar, sem almenningur veit ekki áður um. Og meðan að þau tugabrota-dæmi er verið að reikna, heldur sambandsstjórnin að sér höndum og segir sveitum, bæjum og fylkjum, að gera sitt bezta sem nú þegar eru að hryggbrotna undir f járhagsbyrðinni af atvinnuleysinu. Það var eins augljóst fyrir ári síðan og það er nú, að tolla og viðskiftafálm Kings, mundi ekki bæta úr atvinnuleysinu. Og það er eins auðsætt nú og fyr, að King eða ráðuneyti hans, lætur sér ekki koma í hug, að lögleiða 40 klukkustunda vinnuviku, eða nein ákvæði um vinnulaun í verksmiðj- um eða annar staðar, eða neitt, sem að öryggi eða bættum hag verkamannsins lýtur. Að greiða fyrir atvinnulausum í bæjum með því, að aðstoða þá í að koma sér fyrir við búskap úti í sveit, er eins og ástendur ef til vill heillavænlegasta sporið til þess, * að bæta úr atvinnuleysinu. En í ráðuneyti Kings, er það aðeins einn maður, sem ein- lægan áhuga hefir sýnt að hann hafi í því máli. Það er verkamálaráðherrann, Hon. Norman Rogers. En hvort að hann getur unnið hina legátana í stjórninni á sitt mál, að gangast fyrir verulegum framkvæmd- um, er eftir að vita. Að skipuleggja iðnað og viðskifti, eins og Roosevelt forseti er að gera og sem minst var rækilega í ræðu, sem Mr. Her- ridge, fyrverandi sendiherra í Bandaríkj- unum, hélt nýlega í Toronto, er kall tím- ans. Að láta auðvaldið ríða görðum og grindum, eins og kemur fram í stefnu Kings, er að hnýta almenning fastar og fastar á klafa þrældóms og kúgunar. Það er stefna liðna tímans, sem nú er orðin úr sér gengin og óvirk og hefir borið þjóðfé- lags snekkjuna upp á það sker, sem raun er á. Það er stefnan, sem böli, bæði þessa þjóðfélags og annara, veldur. Samt ætlast King til að meinin læknist með henni, ó- sjálfrátt ef ekki sjálfrátt, með tíð og tíma. Og meðan atvinnuleysingjar bíða örvænt- ingarfullir eftir því, sefur King á sín bæði eyru í mjúkum og hlýjum valdastólnum í Ottawa og dreymir um unaðsemdir lífsins. HITLER GRÆDDI FÉ Á BóK SINNI Fyrir tólf árum skrifaði Hitler bók og gaf út, sem hann nefndi “Mein Kampf”. Hún er um stefnu og áform Nazista. Sala bókarinnar var geysimikil og Hitler varð stórríkur á henni — miljónamæringur, að því er sagt er og getur því án launa sinna verið, ef honum sýnist eða ef til þess kæmi. Hvað mikið hann græddi á bókinni, er ekki nákvæmlega hægt að segja. En sé farið eft- ir því, sem höf., sem bækur gefa út, sem mikið er sózt eftir, hefir Hitlers hlutur átt að vera um 20% af verði hverrar bókar. í alþýðu útgáfu var verð bókarinnar $3. Sala á henni innan Þýzkalands nam svo miklu, að það er ekki of í lagt, að gera ráð fyrir að Hitler hafi grætt á henni um eina miljón dollara. En svo hefir hún verið þýdd á 10 tungumál og hefir höfundurinn einnig tals- vert fengið með því í aðra hönd. Á frönsku hefir Hitler þó stöðugt neitað um leyfi til að þýða bókina og stolin útgáfa af henni í París, var gerð upptæk. Fór útgáfufélag Hitlers í Þýzkalandi í mál við frönsku út- gefendurna og upplag bókarinnar var brent. Það getur nú verið, að Hitler hafi orðið að leggja gróðan af fyrstu bókunum í nýjar útgáfur, og meðan salan var minni. En um það leyti, sem hann tók við stjórn- arformensku, hafði salan numið 600,000 bókum. En á fyrsta stjórnarári Hitlers, þaut salan upp úr miljón og hefir stöðugt haldið áfram. f bók sinni ræðst Hitler grimmilega á bolshevisma og orð hans í ræðu nýlega í Nuremberg, sem mikla eftirtekt hafa vak- ið, orðin: “Ef Ural-héraðið með sinni ó- tæmandi náttúruauðlegð, Siberia, með sín- um órþjótandi skógum, og Ukraine, með sínum ómælanlegu komökrum, heyrði alt til Þýzkalandi,” standa einnig í bók Hitl- ers “Mein Kampf”. Um Bolshevika talar Hitler í bók sinni sem “lítilsiglda, blóðþyrsta glæpamenn, úr- hrök mannkynsins. Um Rússland fer hann þeim orðum, að ríkið hafi verið stofnað af þjóðverskum stjórnfræðingum, sem réðu yfir menningarlausum slavnesk- um þjóðflokki, en sem nú til óheilla er fall- ið í hendur bolsheviskum samsærismönn- um og sem frelsa verður og vinna aftur með þýzkum sverðum og plógum. En til þess að þetta sé framkvæmanlegt, segir í postillu Hitlers, að yfirstíga verði Frakkann, sem um það situr að stinga Þýzkaland í bakið, því framtíð Frakklands sé undir því komin, að gert sé út af við Þýzkaland. Innan um alt þetta vitfirrings raus í bókinni, játar Hitler að hann hefði undir sömu kringumstæðum (þ. e. ef Þjóðverjar hefðu unnið og hann hefði verið við Ver- salasamninginn riðinn) gert alveg eins og Clemenceau gerði. UM NOKKRA VIÐBURÐI ÁRSINS George Bernard Shaw segir um árið 1936, að allir stærstu viðburðir þess séu merkilegastir fyrir það, að þeir lúti ein- dregið að því að steypa mannkyninu í glöt- un. Með þessu er nú ef til vill fullmikið sagt, en því er samt ekki að neita, að það hafa mörg Fróðarundrin skeð á síðast liðnu ári. Um helzta og minnisstæðasta viðburð ársins, má það að minsta kosti segja, kon- ungaskiftin á Bretlandi. Þau hafa aldrei þesSu vant orðið þrjú á árinu. En það eru þó hin síðustu, sem furðu vekja. Edward Windsor var eflaust einn sá vinsælasti konungur, sem ríkjum hefir ráðið, ekki að- eins á Bretlandi, heldur þó víðar sé leitað. Það hefir ef til vill aldrei konungur fyr átt eins miklum vinsældum að fagna hjá al- þýðu út um allan heim, sem hann. En hvað skeður? Þessum konungi er stjakað af stóli. Menn spyrja hvert öld hjátrúar, fá- vizku og hleypidóma sé upprunnin á Eng- landi. Bretland er lánsælt, ef þetta verður fyrsta og síðasta Fróðárundrið þar. Annan stórviðburð ársins teljum vér endurkosningu Roosevelts forseta. At- kvæðisbær lýður hefir sjaldan brugðið brandi vitsmuna sinna, sem í þeim kosning- um. Með flest stórblöð landsins á móti Roosevelt, sæta þau kosninga-úrslit mikilli furðu. En þjóðin hefir auðsjáanlega skil- ið hann og starf hans til fulls og að verð- ugu. Fyrir þetta land og þessa þjóð mætti á sitt af hvefju lærdómsríkt í starfi hans benda. Fyrir Roosevelt hefir ekki fyrsta umhugsunarefnið verið kauphöllin. — Hann hefir bætt úr atvinnuleysinu ótrú- lega, fundið helmingi allra þeirra atvinnu, er héldu að sér höndum er hann kom til valda. Hann hefir haft svo sterkar gætur á öllu braski, að þeir sem þá iðju reka, eru. fokvondir. Verð vöru í Bandaríkjunum hefir hækkað eins og hér, en vinnulaun hækkuðu þar jafnharðan og jafnvel á und- an verði vörunnar, alveg öfugt við það sem á sér stað í Canada. Það er ný'ct í sögunni. Ættu verkamenn að benda King forsætisráðherra, blaðinu Winnipeg Free Press og Guðmundi á þá lexíu; þeim er engin vanþörf á að læra hana. Það gæti kent þeim að meta líf verkamanna meira en kornhlöðu-, viðskifta- og kálfa-brask. Ef stjórnarstefna Kings, stæði ekki í veg- inum, ættu tímar hér að geta batnað jöfn- um höndum og í Bandaríkjunum. Það er ekki aðeins Bandaríkjaþjóðinní fyrir beztu, hvernig forsetakosningin fór; það var almenningi út um allan heim og jafnréttis og mannúðar hugmyndinni til styrktar og góðs. Þriðji viðburður ársins og annar sá, er mikils góðs má vænta af, var fundur, sem lýðríki Ameríku héldu í Buenos Aires ný- lega til stofnunar vestrænu þjóðabanda- lagi. Þó ekki væri lögð nema undirstaðan að því þjóðabandalagi, var þar mikilsvert spor stigið. Og það segir blaðið Monitor, að aldrei hafi andrúmsloft verið heilnæm- ara á nokkurri alþjóðasamkundu en þess- ari. Hugsjónir friðar og bræðralags hafi þar verið algerlega drotnandi. Fjórða viðburð ársins viljum vér telja lok Blálandsstríðsins. En ekki má það með betri viðburðum telja, heldur einn hinn allra ljótast og versta, sem skeði á árinu. Báðar þjóðirnar sem hlut áttu að máli, heyrðu Þjóðabandalaginu til. Samt ræðst .önnur þeirra, af því hún var voldugri á sér minni og varnarlitla þjóð og drepur svo marga af henni, sem til þess þarf, að landið verði ekki varið. Eiða sína í Þjóða- bandalaginu um að vernda smærri þjóðirn- ar hélt ítalía svona vel. Og Þjóðabanda- lagið situr eins og ræfill hjá og lætur þessa einu þjóð ögra sér sem krakka. Fyrir þau svik við hugsjónir sínar, dettur nú engum í hug, að meta Þjóðabandalagið nokkurs og líkurnar eru þær, að þetta Blálands- stríð hafi riðið því að fullu. Tækifærin sem Þjóðabandalagið hafði til að vinna að friði og réttlæti voru ekki notuð og með því tapaði það því trausti, sem til þess var borið; þessa stundina byggja fáir von sína á því. I^imti viðburður ársins er byltingin á Spáni. Villidýr eitt í mannsmynd rís þar upp á móti lögskipaðri stjórn, sækir Svert- ingja til Afríku og drepur vopnlaust fólk, menn, konur og börn niður með köldu blóði um langt skeið. Þegar á þessu hefir gengið um hríð, lýsir Mussolini og Hitler blessun sinni yfir manndráp þessara villi- dýra og viðurkenna þau drotnara og stjórnara landsins. Bretar, Frakkar og aðrar siðaðar þjóðir, sem mikils máttu sín, horfðu á þetta án þess að láta sér bylt við verða. Rússinn, þjóðin, sem allir eru var- aðir við eins og þeim vonda sjálfum, hún hefir ein svo mikla og vakandi rétt- lætis- og mannúðarmeðvitund, að stöðva þennan dýrslega hildarleik. Byltingin á Spáni var ekki einu sinni frá byrjun innan lands bylting. Hún var árás utan að kom- in á jafnaðarmannastjórnina. Og verði henni hér eftir haldið áfram, verður það gert af útlendum þjóðum. Það er full- yrt, að Rússar hafi alla stjórn á her spönsku stjórnarinnar á höndum. JÁTVARÐUR KONUNGUR I VIII Eftir Sig. Júl. Jóhannesson í síðasta blaði birtist þýðing á “samtali” eftir Bernard Shaw. Var það auðvitað eins og alt eða flest eftir þann höfund, þrungið háði og léttúð; Shaw er að ýmsu leyti líkur því, sem Ben. Gröndal var og skrifar stundum nálega í “Heljarslóðarorustu” stíl. En þó er oft alvara á bak við háðið, og svo er í þessu ímyndaða sam- tali. Játvarður VIII er víðar þekt- ur og betur þektur en nokkur annar konungur ,sem sagan get- ur um. Er það sumpart vegna hans sérstöku lyndiseinkunna, en þó ef til vill ennþá meira sökum þess uppeldis og undir- búnings, sem hann hlaut. Aðal umtalsefni meðal allra þjóða og stærstu fréttir allra blaða í desember mánuði síðast- liðnum voru að einhverju leyti í sambandi við Játvarð VIII. Og ekki var áhuginn minni í skandi- navisku löndunum en annars- staðar; t. d. fluttu blöðin á fs- landi heilar blaðsíður með geysi- stóru letri um þau mál er hann snertu. Þetta var líka eðlilegt þar sem hann er skandinaVi í aðra ættina; enda sýnist sá liturinn hafa haft yfirhöndina þegar lífsþræðirnir voru spunnir í tilveru hans. Og þegar skandinavisku ein- kennin ná sér niðri og þroskast óhindrað, þá eru þau að mörgu leyti einkennileg: t. d. heitt og rótfast tilfinningalíf; ó- sveigjanleg en jafnframt við- kvæm lund; óbifanlegt sjálfs- traust; takmarkalaust hugrekki; svo mikill fúsleiki til þess að etja við ofurefli, ef í það fer, að stundum gengur fífldirfsku næst en á hinn bóginn óviðjafnanleg samúð með þeim er erfitt eiga og halloka fara. Öll þessi lyndiseinkenni birt- ast með stórum stíl í íslendinga- sögunum fornu; og Játvarður VIII hefir óefað tekið flest þeirra að erfðum í fullum mæli. Það hefir verið siður frá alda öðli að ala upp ríkiserfingjana eða konungsefnin öðruvísi en annað fólk; ala þá upp þannig að þeir vissu svo að segja ekkert um kjör né kringumstæður al- þýðunnar. Þeir hafa verið aldir upp til þess að skoða sjálfa sig sem nokkurs konar æðri verur með alls konar sérréttindum; skoða sig sem fullkomna og ó- skeikula umboðsmenn skaparans hér á jarðríki, sem aðeins gerðu það af náð og miskunsemi að líta niður á fólkið við sérstök há- tíðleg tækifæri en hefðu að öðru leyti ekkert saman við það að sælda. Ef nokkrar sannanir þyrfti þessu til staðfestingar nægir að benda á söguna um drotninguna sem spurði hversvegna fólkið æti ekki brauð heldur en að deyja úr hungri. Þótt þessi saga sé að líkindum tilbúningur þá sýnir hún samt greinilega þjóðarmeð- vitundina um konunga og drotn- ingar — sýnir hversu lítið var álitið að drontingin vissi um kjör fólks síns. En Játvarður VIII var alinn upp á annan hátt. Hefir hann óefað notið meira sjálfræðis í æsku en nokkurt annað kon- ungsefni, enda verið þeim flest- um ólíkur að skapsmunum. Brezka ríkið er , samband ýmsra þjóða í öllum álfum ver- aldar; því tilheyrir fólk af öllum heimsins þjóðflokkum; þar eru talaðar allar tungur eins og við turninn Babel, og þar er fólk með öllum litum frá glóhærðum skandinövum til hrafnhærðra svertingja. Þegar Játvarður var að búa sig undir það að verða konung- ur, ferðaðist hann um öll hin brezku lönd; og hann ferðaðist öðruvísi en allir jafningjar eða fyrirrennarar hans höfðu gert. Þeir höfðu farið með skrautlegu föruneyti frá einni borg til ann- arar, mætt þar stjórnendum og stórmennum og séð alla yfir- borðs dýrðina og skoðað það með aðdáun, en aldrei haft tækifæri til þess að lyfta upp lokinu á pottinum til þess að sjá með eigin augum hvað þar væri verið að sjóða. Játvarður aftur á móti var kornungur þegar hann sleit af sér ótal fjötra fornra siða; hann brauzt út úr spilaborg kónga- tildursins og slóst í för með fólki af öllum stéttum; hann sótti dansa og samkvæmi hvar sem þau urðu á vegi hans og hverjir sem þar voru saman komnir. Hann keypti sér land og tók sér bústað öðru hvoru meðal bændanna í Alberta fylki og kyntist persónulega frumbyggja lífinu í Vestur Canada. Hann eignaðist vini meðal allra stétta, og stéttaskiftingin smásljófgað- ist í huga hans; hann lærði að hugsa líkt og Þorsteinn Erlings- son kemst að orði í kvæði Jör- undar: “Því ef að úr buxum fógetinn fer og frakkanum, dálitla stund, þá má ekki greina hver maður- er”, o. s. frv. Ef til vill hefir þó ekkert fært þennan einkennilega mann eins nálægt fólkinu og stríðið; þar var hann með því í hættunni og hörmungum og í nánu sambandi við allra þjóða menn; allra stétta menn. í eldi þeirra viðkvæmu tilfinninga, sem þessi ungi mað- ur átti yfir að ráða, hefir þá brunnið til ösku flest það, sem verulega skifti mönnum í æðri og lægri stéttir. Þar lærði hann það í skóla veruleikans að sorgin er söm hvort sem hún heimsæk- ir kónginn eða kotunginn. Eg hefi talað við marga menn, sem í stríðinu voru og kyntust þar Játvarði VIII; og þeir hafa allir sömu söguna að segja; hann kom þar fram sem við- mótsþýður, hluttekningarsamur jafningi allra, er hann náði til. Og hvar eða hvenær sem hann mætir manni, síðan, er hann kyntist í stríðinu, þá ávarpar hann þann hinn sama eins og hann væri jafningi. Og svo deyr faðir hans en hann tekur við konungsstjórn. Aðallinn á Englandi og konungs- fólkið ásamt öllum hinum í- haldssamari ætluðust vitanlega til þess að nú sneri hann við blaðinu. Nú þótti sjálfsagt að hann legði niður öll bein afskifti af högum aiþýðunnar; nú mátti hann ekki lengur umgangast vinnumannaræflana; nú varð hann að íklæðast þeim skrúða konunglegrar framkomu, sem ekki gæti hneykslað hina við- kvæmu sál hins æðra félagslífs. En Játvarður hélt áfram að fljúga eins og hann var fiðrað- ur: hann umgekst alþýðuna al- veg eins og áður; tók þátt í hverju sem honum sýndist og braut á ýmsan hátt í bága við allskonar siðhelgi. Hann heim- sótti námahéruðin þar sem eymdin og allsleysið blöstu við í allri sinni nekt og með öllum sínum afleiðingum. Hann fór inn á heimili fátæklinganna, á fundi atvinnuleysingjanna, — grenslaðist eftir kjörum þeirra, samhrygðist þeim í sorgum þeirra — gerði með öðrum orð- um nákvæmlega það sama, sem Kristur gerði þegar honum var brígslað um það að hann um- gengist betlara og bersynduga. Og hann hafði myndina af eymdinni og bágindunum fyrir hugskotssjónum sínum þegar hann kom heim — og þagði ekki yfir því; hann lýsti því í heyr- anda hljóði að fátæktin og hörmungarnar sem fólkið liði í hinu volduga og auðþrungna brezka ríki væri hneyksli sem ekki mætti líðast; hann krafðist þess að úr yrði bætt. Hinn gamli skóli rótgróinna þæginda og sofandi iafskifta- Ieysis hlustaði á‘ þetta eins og \

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.