Heimskringla


Heimskringla - 06.01.1937, Qupperneq 6

Heimskringla - 06.01.1937, Qupperneq 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 6. JANÚAR 1937 Maðurinn, sem gekk í gegn um raðir hins dansandi óþjóðalýðs var hér, tigulegur, grann- ur og vel búinn. Andlit hans var tilkomumikið og hefði verið frítt ef tvent hefði ekki óprýtt það. Það var ör eftir sverðshögg á vinstri vanganum, og hitt atriðið var hið auðsæilega merki um atvinnu hans og lifnaðarhátt, er mót- aði andlitið. Hann greikkaði sporið, er hann sá konuna með glerið fyrir auganu. Hún var yfirboðari hans, og gat steypt honum í glötun með því að skrifa fáeinar línur og senda þær á vissan stað í Antverpen. Nú stóð hann frammi fyrir henni og marg- ir horfðu á þau. “Þú ert seinn,” sagði hún hörkulega.” Hún átti þjóna sína með líkama og sál, og vissi það. “Mér þykir það slæmt, en við því varð ekki gert. Eg er jafnvel nú í mikilli hættu.” Bros færðist yfir hið þunglamalega andlit konunnar. Það særði Victor Von Kroom. Hann var djúpt sokkinn, en ekki svo djúpt, að honum sviði ekki að kona sýndi honum fyrirlitningu opinberlega. “Sestu niður!” Hann hlýddi tafarlaust. Hún var vön við að sér væri hlýtt. Og allir í kring um þau gláptu á þau, því að það vissu allir að þessi fundur þýsku konunnar og eins aðal þjóns hennar var þýðingarmikill. Von Kroom var eitt sinn austurrískur höfð- ingi, en var nú verkfæri í þjónustu Berlínar- borgar. Hann settist í stól. Á yngri árum sín- um mundi hann hafa staðið Gustu Straube jafnfætis, en nú varð hann að hlýða henni sem undirmaður hennar. Gusta Straube var gott sýnishorn tev- tónskrar konu. útlit hennar var svo ákveðið að merkilegt mátti heita hve vel henni tókst að dulbúa sig. Með glirnuna fyrir vinstra auganu, virtist hún dimmúðleg og fráhrindandi. Glerið gat ekki leynt helkuldanum, er hún starði í gegn um það. Hún var engin léttavara, en þrátt fyrir hina ógnagildu kálfa sína, þá fylgdi hún nýjustu tízku hvað sídd pilsanna snerti, þau náðu niður á hné. Hárið var snöggskorið eins og á dreng. og það var engin feimnisblær á hálsmáli kjóls- ins, en á feitum hálsinum og hinu bylgjandi brjósti glitraði fjöld marga gimsteina. Andlitið var þunglamalegt og hörundsblær- inn rjómalitur. Það hefði mátt búast við að augu þessarar konu væru gljáandi, en þau voru eins og í höggormi. f gegn um glerið virtust þau hafa svæfandi áhrif á þann, sem hún horfði á. Þótt hún væri kona sem bæði menn og einkum konur hörfuðu frá með hryllingi, hefði hún vel getað verið hofgyðja einhvers ósæmi- legs átrúnaðar, þar sem hún sat andspænis gesti sínum, sem spratt sviti um enni. “Mér skilst að þér hafi mistekist hrapar- lega hérna um kvöldið — stúlkan ætti að vera hér nú,” sagði hún illúðlega. Von Kroom mjakaði sér til í stólnum. “Eg var of ákafur,” meðgekk hann. “Eg hélt að það mundi vera óhætt að spýta eitri inn í handlegg hennar, þegar hún fór úr leikhúsinu, en maður, sem eg hafði ekki gert ráð fyrir skarst í leikinn, fólk safnaðist að og tækifærið slapp úr greipum mér.” “Hvaða maður var það?” “Ian Heath — eg býst við að þú hafir heyrt hans getið.” Hann sagði þetta háðslega. fskuldi stafaði úr augum hennar. “Ein ástæðan fyrir komu minni hiilgað til Lundúna er sú að ná Mr. Ian Heath með mér til Berlín,” sagði hún. “Það er maður þar sem dauðlangar að sjá hann. Heath hefir valdið okkur alt of miklum óþægindum.” Von Kroom lét það eftir sér að glotta dá- lítið. “Hann veldur ekki neinum vandræðum framar, því að hann er dauður.” “Dauður?” gleraugað datt frá auga hennar. “Steindauður! Einum eða tveimur stund- um eftir að hann skarst í leikinn fyrir framan leikhúsið, þá dældi eg svo miklu eiturlofti inn í herbergið hans, að það hefði kæft uxa. Kvöld- blöðin fluttu fregnina um lát Heaths þá um kvöldið. Hvað segirðu um þetta?” “Eg var rétt að hugsa um hve vitlaus þú ert. Heldur þú virkilega að maður eins og Ian Heath láti kæfa sig svoleiðis? Eg hefi átt of oft í höggi við hann til þess að eg trúi því.” “En það var jarðarför — eg sá líkkistuna koma út úr húsinu.” Konan hló hörkulega. “Og Ian Heath gekk vafalaust á eftir henni búinn eins og grafari,” mælti hún. “Þú getur verið viss um, að hann er spillifandi. Fregnin í kvöldblöðunum var bara blekking, til þess að villa okkur sýn.” “En því mundi Ian Heath koma við þetta mál. Hann hefir verið í Feneyjum og getur ekkert um þetta vitað.” “Er hann ekki alstaðar í öllum mikilvæg- um málum?” Við því átti Von Kroom ekkert svar. Hann sat í þungum þönkum yfir brennivínsglasinu, sem hann hafði beðið um. “Þú mátt vera viss um að Heath er nú í Devonshire,” sagði Gusta Straube eftir augna- bliks þögn. “Þá verður þú að tilkynna------” Konan sneri glerauganu að honum. “Engin nöfn”, skipaði hún. “Hlustaðu nú á mig. Eg hefi mikið a$ gera í kvöld og get ekki dvalið hér mikið lengur, þú ferð strax út á Heiðina. Þegar þú kemur þangað gefur þú þig undir stjórn mannsins, sem þú þekkir. En þó það komi ekki megin atriðunum við, þarf að líta eftir Heath. Mér þætti best að hann væri hand- tekinn og geymdur þangað til eg kem. Mér veitist auðvelt að koma honum til Berlín, en ef S----- álítur að það þurfi að losna við hann strax, þá dreptu hann eins og hund. Þegar öllu er á botninn hvolft þá er óþarfi að hafa áhyggj- ur út af að sálga manni, sem þegar þykist vera dauður.” “Og stúlkan?” “Eg læt S-----sjá um hana.” Hún lét ekki í Ijósi neina ógnun, en Von Kroom leit á hana og tautaði: “Láttu hana í friði. Hvað þú getur verið djöfulleg Gusta.” Konan, sem var fædd greifinna, leit á hann eins og hún gæti ekki skilið hann. Von Kroom stóð á fætur. Það varð að hlýða fyrirskipuninni. Honum var ekki neitt sér- staklega gefið um S----, sem að þriðjungi var snillingur, öðrum þriðjungnum skrumari og að þriðja partinum djöfull. En það gengdi alt öðru máli með Heath. Hann hafði gaman að finna hann og senda kúlu í gegn um hjartað á honum. “Láttu þér nú ekki mistakast í þetta sinn,” sagði Gústa í kveðjuskini. Fáeinum augnablikum eftir að Von Kroom fór, stóð maður, sem setið hafði hinumegin við vegginn á fætur og fór út. Snillingur að skifta um gerfi Nú var nýr garðyrkjumaður kominn í Heið- arhöllina. Viku eftir að morðið á Joshua Sap- ford var framið, drógst mannræfill einn upp að húsinu. Hann var í mólskinnsbuxum illa sniðn- um og vesti. Hatt hafði hann á höfðinu, mar'gra ára gamlan. Hann var alskeggjaður og allur hrukkóttur og virtist bera iðn sína með sér því að allur var hann moldugur. Hann kvaðst heita Amos — Georg Amos. Hann var nógu ellilegur til þess að vera afi allra garðyrkju-- manna, enda leit Níel á hann tortryggnislega, er hann opnaði hurðina fyrir honum klukkan 10 um morguninn, en af því að Cicelia hafði boðið honum að hleypa honum inn, þá gerði þjónn- inn það. Stundarfjórðungi síðar lét hún þjóninn vita, að hún hefði tekið þennan garðyrkjumann fyrir mánaðartíma eins og til reynslu. Hann átti að sofa úti í sumarhúsinu og ætlaði að sjá sjálfur um fæði sitt. Olíuvél var honum fengin til að elda matinn á. “Það er kominn tími til að einhver líti eftir garðinum,” sagði hún við þjóninn. “Eg er ekki í vafa um að Amos, sem hefir hin beztu með- mæli, muni brátt breyta honum í betra horf. Garðurinn er eins og úthagi.” “Það er gott, ungfrú,” sagði þjónninn kurteisislega. Hann gat stöðu sinnar vegna ekkert annað sagt. Honum fanst það býsna undarlegt, að garðyrkjumaður, sem1 var líka gamalmenni, skyldi vera ráðinn á þessum tíma. Það sem enn undarlegra var, var ákafinn, sem húsmóður hans virtist sýna gagnvart þessum gamla manni. Það sást þótt hún reyndi að leyna því. En þetta kom honum sem sagt ekk- ert við. Þegar hann sagði konu sinni frá þessu brá honum samt í brún. “Það getur verið að þessi maður sé ekki garðyrkjumaður, heldur sé hann njósnari, sett- ur okkur til höfuðs.” Þjónninn starði á hana. “Það datt mér ekki í hug,” sagði hann aumingjalega. “En setjum svo að hann sæi—?” Kona hans hélt upp hendinni, og hann þagnaði. Er hinn nýráðni garðyrkjumaður vann við illgresið í garðinum hugsaði hann um hin breyttu kjör, sem sumir menn ættu við að búa. Eins og hann til dæmis. Fyrir nokkrum dögum hafði hann verið leynispæjari stjórnarinnar, eftir það varð hann liðið lík og reis upp sem vel- megandi kolakaupmaður. f því gerfi var hann grunaður um glæp og hefði sjálfsagt lent í tugthúsinu, ef hann hefði ekki sýnt hinum heimska lögreglumanni merkið sitt, er hann bar á axlaböndunum, og nú var hann orðirí garð- yrkjumaður. Cicelia — Heath var orðinn vanur að hugsa um hana sem “Cicelíu, var dásamleg. Hún hafði hjálpað honum til að birtast í þessu gerfi. Hún hafði yfirstigið mótmæli frænda síns og þurfti hann nú ekki að óttast neinn ágang úr þeirri átt. Margt hefði skeð í fjarveru hans. Kvið- dómurinn lét þann dóm í ljósi, að Joshua Sap- ford hefði verið myrtur af einhverjum einum eða fleirum óþektum. Er formaður kviðarins, las dóminn, var hann nær yfirliði. Honum og meðdómendum hans fanst sjón sögu ríkari og að sárið á hálsi hins framliðna bæri vott um að draugurinn hefði orðið honum að bana. Næsta dag eftir dómsúrskurðinn var líkið flutt til Lundúna, jarðað og — heimurinn fór að hugsa um önnur efni. Hið leyndardómsfylsta mál gleymist brátt í dálkum stórblaðanna og máist út. Hershöfðingja frú ein hafði myrt manninn sinn og fjármálamaður framið sjálfs- morð vegna þess að hann var í fjárþröng. En þótt heimurinn gleymdi þessu, þá vissi hin nýji garðyrkjumaður, er hann hjó með ó- æfðum höndum upp illgresið, að morð Sapfords var ekki nema formálinn fyrir því, sem verða mundi þar í húsinu. Hlekkur í festinni Eitthvað bærðist fyrir utan, og Heath, sem svaf laust og var var um sig heyrði það. Hann vissi vel hvílík hætta fylgdi hinu nýja starfi. Hann gat álitið sig nógu öruggan á daginn, en á nóttunni var alt öðru máli að gegna. Sumar- húsið hans var álíka traust til mótstöðu og osta- kassi. Philip Voyce hafði heimsótt þau þá um kvöldið, eftir því sem Cicelia sagði honum. — ' Hann var nú fremur en nokkru sinni inn undir hjá frænda hennar. Áður en hann kvaddi. gekk hann um garðinn, og Heath mátti til að stunda verk sitt, því það mundi hafa vakið grun hefði hann reynt að forðast gestinn. Það var ekki þægileg tilfinning, að láta Voyce standa yfir sér á meðan hann höndlaði rekuna, sem honum var alt annað en töm. En hann sat samt á sér að líta ekki upp nema rétt á meðan hann heilsaði gestinum virðulega og á bændavísu. En fann það samt að Voyce horfði á hann rannsakandi auðnaráði með leyndardómsfult glott á vörunum. “Þér virðist ganga vel garðyrkjumaður,” mælti hann og það var alt og sumt. Mundi Voyce hafa séð í gegn um dulbúning hans, Ef svo var mundi hann ekki láta lengi bíða eftir sér, því að mikið var í húfi — ekkert meira né minna, en að stela uppfyndingu Mur- doch þegar henni væri lokið — og hann var ekki líklegur til að láta mannslíf aftra sér, einkum þegar hann gat unnið í blóra við drauginn. Hann heyrði hávaðann aftur. Heath hafði vanið sig á að sofa hálfklæddur, og þar sem hann stóð nú uppréttur smeygði hann fótunum í sumarskóna er þar voru til þess settir. Hann opnaði hurðina dálítið og hélt skammbyssunni í hægri hendinni. Ef morð- inginn kæmi þá Ieið» ætlaði hann, að ábyrgjast honum góðar viðtökur. Fáein fet í burtu heyrði hann mann ganga í gegn um runnana. Það var ekkert tunglsljós og níða myrkur, en hin æfða heyrn hans leið- beindi honum og samkvæmt henni ætlaði hann að rannsaka þetta. Hann læddist áfram gætilega. Hann sá nú að ætlun sín hafði verið röng. Maðurinn stefnjdi ekki að sumarhúsinu heldur að íbúðar- húsinu. En til hvers? Hann sjálfur gerði engan hávaða. Það voru togleður sólar á skónum hans. En hann hafði ekki farið langt þegar sprek braust undan fæti mannsins. Ákafur í bráðina flýtti hann sér áfram og bjóst nú við að ná bráðlega kverkataki á Philip Voyce, og gaf það honum slíka ánægju og hrifn- ingu eins og hann væri að drekka dýrt vín. Alt var hljótt þar sem skugginn var sem dýpstur. Það var næstum eins og feluleikur, en rétt framundan sér sá Heath, sem nú skreið á höndum og fótum, hálfboginn mann. Heath skreið 6 fet áfram og tók undir sig stökk. Hann lenti nákvæmlega og fimlega á baki mannsins, sem var furðulega breitt og fálmaði áfjáður eftir hálsi hans. Hann hafði varla snert hinn grófa og órakaða háls, þegar maðurinn varpaði sér til hliðar eins og særður björn, með þeim ásetningi að verða ofan á andstæðingi sínum, er þeir dyttu. Þetta bragð var leikið með slíku snarræði að Heath áttaði sig næstum ekki á því í tíma. Maðurinn var furðanlega þungur og hann var næstum með andköfum eftir áreksturinn. Maðurinn veitti honum engan frekari tíma til umhugsunar, hann var nú ofan á Heath og barðist um eins og villudýr. Hann bæði beit og reif og ef Heath hefði ekki kunnað meginreglur hinnar japönsku glímu, mundi hann ekki hafa borið sigur úr býtum. En af því náði hann nú hálstaki á manninum. Hægt korr og hræðilegt og Heath stóð upp másandi af mæði. “Nú skulum við skrafa saman,” mælti hann og brá upp vasaljósi, sem hann bar við belti sitt. Það kom ekki flatt upp á hann að þetta var ekki Voyce, en það voru allmikil vonbrigði. Hvenær mundi hann hafa fengið betra tæki- færi á að tala við hann í næði, og ef til vill veiða eitthvað upp úr honum, en einmitt nú? En þessi ruddalegi náungi; með hálfsmán- aðar skegg og brotnar tennur. Nú mundi Heath eftir samskonar bardaga, sem hann hafði átt í fyrir nokkru síðan í þessum garði. Þetta var sami maðurinn. Um það efaðist hann ekki. Maðurinn kom til sjálfs sín og opnaði aug- un. Hann horfði inn í hlaupið á skammbyssu. Heath klappaði með hinni hendinni á Iskammbyssuna og mælti: “Ef þú hagar þér skynsamlega geri eg þér ekki neitt, en ann- ars-----” “En hver ert þú? það vil eg fá að vita,” stundi maðurinn skjálfandi af ótta. “Við hvað ertu hræddur?” spurði Heath. Maðurinn skalf eins og hrísla. “Já, eg er hræddur, mælti maðurinn. — “Þessi svín hafa elt mig og ofsótt, en eg er sak- laus. Eg vinn þess dýran eið, að eg gerði það aldrei! Heyrðu það? — Aldrei. Eg verð að lifa eins og svín. . .” Honum svelgdist á. Hann byrgði andlitið í höndunum, axlirnar urðu sign- ar. Hann skalf af niðurbældum gráti. Þvert á móti vilja sínum hrærðist Heath til meðaumkunnar. Þetta voru ekki látalæti. Maðurinn talaði eins og fordæmdur maður. “Þú þarft ekkert að óttast af minni hálfu ef þú segir satt,” sagði hann í fullvissandi rómi. “Það sem eg vil fá að vita er þetta: Hvað ert þú að gera hér? Þetta er nú í anað sinni sem okkur lendir saman. Þú verður að útskýra þetta.” Maðurinn hengdi niður hendurnar. “Ef eg útskýrði þetta fyrir þér mundi fara illa fyrir hinum. Taktu mig ef þú ert lögreglu- þjónn, en þegar þeir hafa hengt------” Heath lét byssuna síga. “Talaðu ekki eins og asni,” mælti hann; “geturðu ekki séð að eg er viljugur til að trúa þér? Ef þér er nokkur huggun í að vita það, þá er eg ekki neinn lögregluþjónn. Eg skal hjálpa þér í stað þess að ofurselja þig lögregl- unni. Eg er vinur fólksins í Höllinni, þér er það nóg.” “Viltu sverja það?” “Ó, eg skal sverja það ef þú vilt.” “Jæja, eg skal trúa þér. Hvar getum við talað saman? Eg er að þrotum kominn, eg hefi ekki fengið neitt að éta í tvo daga. Eg kom hingað til þess að fá mat.” Heath var farið að renna grun í sannleik- ann. Hann sagði: “Komdu með mér inn í sum- arhúsið. Eg hefi mat þar.- Gáðu að þér að viðhafa enga hrekki og eg skal vera þér ein- lægur. Farðu nú af stað!” Fimm mínútum síðar sat maðurinn á rúmi Heaths í sumarhúsinu og át ost og brauð og drakk bjór úr flösku. Er hann hafði lokið öllu, sem til var í húsinu, gaf Heath honum vindling og reykti hinn hann með eins miklum ákafa og hann hafði étið matinn. “Eg heiti Gibson — þú hefir án efa heyrt mín getið?” “Eg hefi verið erlendis um hríð,” mælti Heath. Maðurinn leit á hann með grunsemd. “Áður en eg segi nokkuð meira vil eg fá að vita hvað þú ert að gera hér. Þú talar eins og mentaður maður og þú ert ekki garðyrkju- maður og ekki heldur gamall.” “Segðu sögu þína Gibson, og svo mun eg kanskee seðja forvitni þína á eftir.” “Þú ert ekki að leika með mig?” “Vissulega ekki. Eg býst við að þú sért frændi Niel, þjónsins hérna í húsinu?” “Hvernig veistu það?” rómurinn var nú fullur af grunsemd. “Eg vissi það ekki, en eg gat mér þess svona til. Fjárinn hafi það maður, ef eg á að hjálpa þér verður þú að treysta mér. Eg veit að eg get orðið þér að liði.” “Fyrirgefið, herra minn, en ef þér hefðuð lifað því lífi, sem eg hefi lifað síðustu vikum- ar, munduð þér ekki treysta sjálfri móður yðar. En ætlið þér virkilega að segja mér, að þér hafið ekki heyrt um Gibson, sem var ásakaður um morð?” “Eg sá fyrirsögnina einu sinni, en eins og eg sagði hefi eg verið erlendis um tíma.” “Gömul kona var myrt í Newcastle,” mælti hann í daufum rómi. Þeir sáu mig fara frá húsinu skömmu eftir að morðið var framið. Eg játa að eg fór þangað til að ná í gimsteina gömlu konunnar. Eg er þjófur, en morðingi hefi eg aldrei verið. Mannorð mitt var ekki gott og hver einasti lögregluþjónn þar um slóð- ir, mundi hafa svarið á mig sökina. En eg slapp og þeir hafa leitað að mér árangurslaust æ síðan, vegna fjárans vinnukonunnar, sem sór, að hún hefði séð mig kyrkja gömlu konuna. Þér trúið mér? Eg sver að þetta er sannleikur.” “Já, eg trúi yður, Gibson. Lögreglan er venjulega mjög sanngjörn, en stundum ekki. Auðvitað eru þeir áfjáðir að ná yður, en því komuð þér hingað?”

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.