Heimskringla


Heimskringla - 06.01.1937, Qupperneq 8

Heimskringla - 06.01.1937, Qupperneq 8
8. SÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 6. JANÚAR 1937 FJÆR OG NÆR Messur í Winnipeg Næstkomandi sunnudag fara fram tvær guðsþjónustur í Sam- bandskirkjunni í Winnipeg, á ensku kl. 11 f. h. og á íslenzku kl. 7 e. h. Við morgunguðsþjón- ustuna prédikar Dr. Robert Milliken fyrv. prestur og skóla- stjóri United Church í Saska- toon, Vancouver, Ottawa, Re- gina og annarsstaðar. Hann er nú yfirmaður “Saskatchewan Censor Board”. Prestur safn- aðarins messar við kvöldguðs- þjónustuna. Fjölmennið! * * * Messað verður í Sambands- kirkjunni á Gimli s.d. 10. jan. kl. 2. e. h. * ¥ ¥ Fyrst um sinn verður ekki messað í Sambandskirkjunni í Wynyard sökum þess að prest- urinn er í sóttkví. Jakob Jónsson ¥ * ¥ Til Jacobs J. Norman Virðingarfylst víst eg met, viðurkenning þína. Þagnarpunkt eg þar við set; þökk fyrir perlu mína. Yndo. Almanakið 1937 43. ár. INNIHALD : Almanaksmánuðirnir, um timatalið, veðurathuganir og fleira. Safn til landnámssögu Islendinga við Brown, Manitoba, með myndum. Eftir Jóhannes H. Húnfjörð Drög til landnámssögu lsl. við norð- urhluta Manitobavatns, — með myndum. Eftir Guðmund Jóns- son. Söguágrip Isl. í Suður-Cypress sveit- inni í Manitoba. Eftir G. J. Ole- son, með myndum. Landnámssaga mín eftir Jón Jónsson, með myndum, skrifuð af honum sjálfum, * Með byssu og borga. — Eftir Grím Eyford. Leiðréttingar við landnámssöguþátt Isl. í Keewatin í Almanakinu 1936. Eftir B. Sveinsson. Helztu viðburðir og mannalát meðal Isl. i Vesturheimi. Almanakið alls 120 bls. • Kostar 50 cents Til sölu fostud. 8. jan. 1937 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON 674 Sargent Ave. Winnipeg Laugardaginn 26. des. 1936 voru þau Harold Stuart Hender- son frá Moose Jaw, Sask., og Þorbjörg (Thory) Jackson frá Elfros, Sask., gefin saman í hjónaband af Rev. J. W. Bulli- ment að heimili móður brúðar- innar. Brúðurin er dóttir Ey- mundar heitins Guðvaldssonar Jackson og Ingibjargar Jackson (dóttur Eiríks Sumarliðasonar). Heimili ungu hjónanna verður í Moose Jaw, Sask. ¥ ¥ ¥ Mrs. Sólveig Thórðarson, Viv- ian, Man., kom til bæjarins um jólin og hefir dvalið hér fram yfir hátíðir. Hún heldur heim- leiðis upp úr miðri viku. ¥ * * 3791 W. 37 Ave., Vancouver, B. C., Hr. ritstj.: 28. des. 1936 Með þessum fáu línum vil eg biðja þig að gera svo vel og birta dánarfregn Magnúsar Tait sem dó 6. des. að heimili sínu hér í Vancouver og var jarðsungin þ. 9. sama mánaðar. Hann eftir- skilur ekkju og sjö uppkomin börn. Hans verður síðar minst. Mrs. M. Tait * * * Mr. og Mrs. Fred Björnsson og sonur þeirra frá Thief River Falls, Minn., komu til bæjarins s. 1. miðuvikudag og dvöldu hér fram á fimtudag. Héðan héldu þau suður til Mountain, N. D. * * * Heimilisinðaðarfélagið heldur næsta fund á miðvikudagskveld- ið 13; jan. næstk. að heimili Mrs. J. P. Markússon, 989 Dominion St., kl. 8. ¥ ¥ ¥ Jólagjafir til hins fyrirhugaða sumarbústaðar handa börnum, sem Sambands-kvenfélaga sam- bandið stendur fyrir. Hér með kvitta eg fyrir og þakka gjafir í áður nefndan sjóð frá Th. Thorfinnssyni, Moun- tain, N. Dak. $5.00; frá T. S. Thorfinnssyni, Lincoln, Neb. $5.00. Innilegt þakklæti. Fyrir hönd stjórnarnefndar kvenfélaga sambandsins. Mrs. G. M. K. Björnsson, féhirðir. * ¥ ♦ Nýja IjóSabókin “Norður-Reykir” eftir Pál. S. Pálsson er til sölu hjá eftirfylgjandi útsölumönn- um: Árborg: G. O. Einarsson Foam Lake: John Janusson Gimli: Kr. W Kernested Geysir: T. Böðvarsson Glenboro: G. J. Oleson Kandahar: S. S. Anderson Keewratin: S. Björnsson Leslie: Th. Guðmundsson Piney: S. S. Anderson Selkirk: K. S. Pálsson 'Steep Rock: F. E. Snidal Winnipegosis: Ingi Anderson Blaine, Washi, Rev. H. E. Johri son Cavalier, N. Dak.: J. K. Einars- son Chicago, 111.: Geo. F. Long Garðar,’N. D.: J. S. Bergmann Mountain, N. D.: Th. Thorfinns- son Winnipeg: Magnus Peterson 313 Horace St., Norwood Viking Press Ltd. Sargent Ave. P. S. Pálsson 796 Banning Street Bókin kostar $1.50 í kápu — $2.00 í skrautbandi. ¥ ¥ ¥ — Forstöðunefnd karlaklúbbs Fyrsta lút. safnaðar, æskir þess getið að næsti fundur karla- klúbbsins verður haldinn á þriðjudagskv. 2. feb. n. k. á venjulegum stað og tíma. AGNES PÁLSSON VATNSDAL 16. marz 1868—27. ágúst 1936 Ort undir nafni fóstur barnanna Gríms og Láru Því rísa bárur blænum í Og brotna á kaldri strönd Á meðan röðull laugar lönd Og litar gullin ský? Nei, horfin er nú sumarsól. Þú sefur móðir góð! Því okkar sáru saknaðs ljóð Við syngjum þessi jól. í gegn um sorgir, gegn um hel þú gekkst sem hetja bein. Því er þín minning helg og hrein Sem himins Fagrahvel. ¥ ¥ ¥ Og þú ert nálæg okkur enn, Já, enn sem fyr á tíð. Við heyrum enn þín ástarorð Svo elskuleg og blíð. Hve máttug var þín móðurhönd! Svo mjúk en þó svo smá? Því henni stýrði hin hreina sál Með helgri kærleiks þrá. En hver fékk skilið þessa þrá Sem þú í hjarta barst? Já, hver gat elskað eins og þú Sem ástkær móðir varst? ¥ ¥ ¥ Jú, það var ættaróðal þitt Við íslenzkt móðurskaut, Þér sló í barmi hjarta hlýtt. Og hönd þín mýkti þraut. ¥ ¥ ¥ Því far þú jólafagnaðs til Þar fegurð Ijóss ei dvín, Og finnur samhljóm sálin þín Við sviflétt strengjaspil. S. E. B. MUSSOLINI VANN ABESSINÍU MEÐ MÚTUM Ársfundur Kvenfélags Sambandssafnaðar í Winnipeg, verður haldin að heimili Mrs. P. M. Pétursson, 640 Agnes St., þriðjudagskveldið 12. janúar kl. 8 s.d. Fyrir fundi liggja hin algengu ársloka störf, og embættiskosningar; að þeim loknum flytur Miss Sigurrós S. Vídal, hjúkrunarkona erindi um “Heil- brigðis mál.” óskað er eftir að engin félagskona láti sig vanta á fundinn. f umboði stjórnarnefndarinnar: 6. janúar 1937. Anna Pétursson, forseti Steinunn Kristjánsson, skrifari Nýkomnar íslenzkar Vörur TIL SÖLU HJÁ G. FINNBOGASON 700 SARGENT AVE. SfMI 31 531 íslenzkur Harðfiskur .................30 C íslenzkur merkur Ostur...............40C fslenzk Kryddsíld.. 30c askjan fslenzkur saltfiskur .................*| pd. Pöntunum sint samstundis og þær berast! SfMI 31 531 700 SARGENT AVE. Þar til Makale féll ftölum í hendur, stýrði Bono hershöfð- ingi liði Mussolinis suður þar. Hann hefir nú nýlega ritað bók, þar sem hann lýsir yfir því, að sigur ftala sé ekki fyrst og fremst að þakka her þeirra og vopnum, heldur fyrst og fremst afarvel skipulögðum mútum, er beitt var hvarvetna í landinu. Og eftir því, sem ensk blöð segja um efni bókarinnar, eru þær sönnu ástæður, sem þar er skýrt frá, víða í beinni mótsögn við það, sem fulltrúar Mussolinis héldu fram um þessi efni á fund- um Þjóðabandalagsins í Genf. Bana segir, að ítalska sendi- sveitin hafi mörgum mánuðum fyrir ófriðinn, stofnað pólitíska skrifstofu í Addis Ababa og sem fékk fyrirskipanir sínar beint frá Við Kviðsliti? Til linunar, bóta og styrktar reynið nýju umbúðirnar, teyju- lausar. Stál og sprotalausar. — skrifið: Smith Manfg. Company, Dept. 160, Preston, Ont. Mussolini. / Þessi skrifstofa setti af stað skipulagða mútustarfsemi víðs- vegar um ríki keisarans. Pen- ingum var ausið út og með þeim árangri, að í sérhverju héraði landsins hafði höfðingjunum verið mútað til fylgis við ítali og þar með telur Bono, að 200 þús- undir abessinskra manna hafði staðið reiðubúnir til að svíkja land sitt og keisara. í þessari bók er m. a. birt bréf frá Mussolini til Bono, þar sem svo er fyrirskipað, að ef keisar- inn ekki hefji ófrið að fyrra- bragði, þá geri ítalir það sjálfir. En í Genf héldu þeir því stöðugt fram, að ófriður þeirra hafi ver- ið hafinn sem varnarstríð. 2. október s. 1. ár hófu ítalsk- ar liðsveitir innrás í Abessiníu. En löngu fyr skrifar Mussolini Bono hershöfðingja bréf, þar sem þetta m. a. er tekið fram: — Þegar þér, eftir 10. sept- ember fáið símskeyti, undirrit- að af mér, þar sem eg segist hafa móttekið skýrslu yðar, verðið þér innan sólarhrings að gefa fyrirskipun um árás. — Hershöfðinginn kveðst hafa orðið að hlýða, en eftir fall Makale, fékk hann skipun um að hverfa heim til ítalíu. — Eg svaraði, segir Bono, að það væri mér hið mesta fagn- aðarefni að koma heim aftur, — en það voru samt hrein ósann- indi. Þessi bók, sem Mussolini hef- ir sjálfur ritað formála fyrir, hefir vakið hina mestu athygli, einkum fyrir þá furðulegu ó- skammfeilni, sem þar kemur fram, m. a. í því, að Þjóða- bandalaginu hefir verið sagt fullkomlega rangt til um þær á- stæður, er hleyptu stríðinu af stað. Það virðist sem Mussolini sé beinlínis að stæra sig af því að hafa getað blekt bandalagsþjóð- irnar, svo sem efni þessarar bók- ar sýnir. SKRÍTLUR Safnað hefir D. B. Hann tók hana í arma sína. “ó, hjartað mitt!” sagði hann. “Eg elska þig svo afar heitt. — Góða segðu að þú sért mín. Eg er ekki eins ríkur og Percival Brown. Eg á ekki bifreið eða skrauthýsi með öllum heimsins þægindum. En eg elska þig af öllu hjarta og get ekki lifað án þín.” Tveir mjúkir armar vöfðus^ um háls hans og tvær yndislegar varir hvísluðu í eyra hans. “Og eg elska þig líka hjartað mitt. En — hver er hann þessi Percival Brown?” ¥ ¥ ¥ Læknirinn — Eg er hræddur um að hann sé dáinn. Sjúklingurinn — Nei, eg er ekki dáinn. Hjúkrunarkonan — Hafðu hægt um þig læknirinn veit það bezt. ¥ ¥ ¥ Læknirinn — En góða kona, veistu ekki að viðtalstími minn er frá klukkan tvö til fimm og þrjátíu? Konan — O-jú, læknir. Eg vissi það. En hundurinn vissi það ekki því hann beit mig á mínútunni klukkan sex. ¥ ¥ ¥ K — Svo það varst þú, sem skrifaðir á borðið: “Kennarinn er flón ?” Drengurinn — Já, herra minn. K. — Það gleður mig að þú segir sannleikann. ¥ ¥ ¥ Vinnuveitandinn, sem varð að beygja sig undir hin nýju á- kvæði um hækkun á kaupi verka- manna, kallaði alla verkamenn sína saman og sagði þeim, að hvenær sem hann kæmist að því að þeir yrðu of seinir til verks framvegis ,skyldi hann sekta hvern þeirra um dollar fyrir hverja mínútu sem þeir yrðu of seinir. “Og,” sagði hann. “Og cf þið verðið ekki eina mínútu of seinir sex sinnum á viku, þá rek eg ykkur.” ¥ ¥ ¥ Móðir var að telja son sinn á að koma með sér til kirkju og segir: “Þú færð að fara í Bíó einu sinni í viku og skemta þér þar í tvo til þrjá klukkustíma. Og þú ferð oft með Billy yfir til Harrys að skemta þér. Finst þér það þá ekki réttmætt að þú komir með mér einu sinni í viku í guðs hús, einn klukkutíma í senn?” Hinn átta ára gamli drengur hugsaði sig um andartak, og sagði svo: “Já, en góða mamma! Hvað mundir þú gera ef þú værir boð- in eitthvað út. En í hvert sinn sem þú kæmir þangað væri kunn ingi þinn ekki heima?” ¥ ¥ ¥ Gesturinn — Því ert þú í fang- elsinu ? Fanginn — Fyrir jólakvæmi Gesturinn — Og hvernig skemtir þú þér? ¥ ¥ ¥ Hóteleigandinn — Ef hún er ekki konan þín, mátt þú búast við 100 dallara sekt. Gesturinn — Eg vildi glaður borga 500 dollara sekt til þess að hún væri ekki konan mín. ¥ ¥ ¥ Lífsábyrgðaragentinn — Fyr- irgefið þér frú. Hvað eruð þér gömul. Frúin — Eg hefi séð 23 sum- ur. Lífsábyrgðaragentinn — Já, vissulega. En hvað mörgum sinnum? ¥ ¥ ¥ Söngvarinn — Eg vátrygði rödd mína fyrir $100,000. Vinur hans — Og hvað ger- irðu við peningana? ¥ ¥ ¥ A — Hvar heyrðirðu þessa skrítlu, sem þú sagðir okkur. B — Eg bjó hana til. A — Þá hlýtur þú að vera mikið eldri en þú sýnist vera. MESSTJR og FUNDIR < kirkju SambandatafnaOar Mesaur: — á hverjum sunnudegi KI. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á íslenzku. Safnaðarnefndin: Funölr 1. föstu- deg hvers mánaSar. Hjálparnefndin: — Fundlr fyrsca mánudagskveld 1 hverjum mánuði. KvenfélagiS: Fundir annan þriðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngœfingar: Islenzki song- flokkurinn á hverju fimtu- dagskvöldi. Enski söngflokkurinn á hverju föstudagskvöldi. Sunnudagaskólinn: — A hverjum sunnudegi, kl. 12.15 e. h. BRÉF TIL HKR. Winnipegosis, Man., 4. jan. 1937 Manager, The Viking Press Ltd.: Þá er komið annað ár, svo maður fer að líta í sínar minn- isbækur hvernig viðskiftin standa. Aðallega eru það ís- lenzku blöðin (hjá mér) sem ætla að fara gera áhallan, svo eg legg hér með 3ja dollara ávísun til Heimskringlu svo eg geti lesið hana í ró og næði þetta ár fyrir skuldakröfum og samvizkukvöl. Eg er þér og ykkur öllum sem að henni standa og vinna, þakk- látur fyrir jólablaðið, og þá ekki síður afmælisblaðið; það var bæði fróðleikur og skemtun að lesa það. Þegar maður er komin hátt á sjöunda áratuginn, þá fer maður að líta um öxl yfir ,farin veg, fremur en að gera langar áætl- anir framundan, eða svo er mér varict * Eg bið þér og öllum þínum guðs blessunar á þessu nýbyrj- aða ári. Með bestu kveðju, virðingar- fylst, þinn einlægur, August Johnson Skrifstofu áhöld WATERMAN’S B L E K — Svartblátt, óafmáanlegt, af var- anlegum gæðum, 16-únzu flaska 75c; 32únzu flaska $1.25. BITVÉLA PAPPIH — Af mdsmunandi þykt og gæðum 8Vs x 11 þuml. og 8V2 x 14 þuml. 500 blöð í kassanum. Kassinn $1.00 og $1.25. SMA'AHöLD — Bréfakörfur virofnar 35c; Crttektar bækur dúz. 75c; Þerriblöð á öllum stærðum á skrifborð, hvert 75c upp í $1.10; Blekbyttur, ein eða tvær saman, 35c upp í $1.75. SKRIFSTOFU SLIÐUB — Archive bréfasliður hvert $1.20; Triumph bréfasliður $1.00 hvert. Kassasliður 65c hvert; spjald- sliður 45c og 50c hvert. PENIN GAKASSAR — Crr sterkum svart lakkeruðum málmi. Allar stærðir. $1.50 upp í $2.25 hver. VASADAGBÆKUR Y FI R 1937—Smáar og stórar í margs- konar bandd. Hver 35c upp í $2.25. VIÐSKIFTADA G B Æ K U R YFIR 1937 — Mismunamdi stærðir í margskonar bandi; einn til þrír dagar ætlaðir blað- síðunni. Hver $1.25 upp í $3.50 SUNDURLIÐANDI V IÐ - SKIFTA BÆKUR—Af smáum og stórum stærðum. I margs- konar mismunandi bandi að velja um; hver 75c upp í $9.50. MANAÐARDAGAR — Fyrir skrifborðið, einföld dagatals hefti $1.40, í umgerð á fæti, hvert $1.75 LAUSABLÖÐ FYRIR JEWEL OG DAISY MANAÐARDAGA Hvert hefti 40c. I ritfangadeildinni á aðalgólfi, suður ^T. EATON C?M ED Fr EDERA L j Vér bjóðum bændum með ánægju að heimsækja kornlyftur vorar og ráðfæra sig við umboðsmenn vora um hveitisölumál þeirra. Federal Grain Limited í j WINNIPEG - CALGARY - FORT WILLIAM Islenzkt Bakarí Undir nafninu Wellington Bakery, 764 Wellington Ave. framleiðir allflestar íslenzkar brauð- og kökutegundir, svo sem rúgbrauð, vínarbrauð, tvíbökur og kringlur, tert- ur, Napólónskökur, rúsínubollur og smjörkökur, o. m. f. Einnig allflestar hérlendar brauð og köku tegundir. — Vönduð vinna og sérstakt hreinlæti, Þetta nýbyrjaða bakarí óskar því eftir sem mestum viðskiftum við íslendinga, og mun reynt verða að gera öllum viðskiftavinum til hæfis eftir fremsta megna. — Komið, sendið pantanir, eða hringið í síma 29 966 Einnig verða pantanir utan af landi afgreiddar strax.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.