Heimskringla


Heimskringla - 13.01.1937, Qupperneq 3

Heimskringla - 13.01.1937, Qupperneq 3
WINNIPEG, 13. JANÚAR 1937 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA alt löggjafarvald og Hæstarétti dómsvaldið, þá er einnig forset- anum falið framkvæmdarvaldið, og á starfs og valdboðsskrá hans er sérstaklega skipað fyrir, að hann skuli smám saman skýra þinginu frá hag ríkisins og mæla með lögum til staðfestingar, er hann skoðar nauðsynleg og hag- kvæmanleg. Yfirleitt eru ríkis- þingmenn háðir sínum eigin kjördæmum og staðbundnum á- hugaefnum. Feður ríkjasamveldisins skildu þetta, og lögðu forsetanum á herðar þá helgu skyldu að tala fyrir munn allrar þjóðarinnar. Franklin D. Roosevelt mun eigi bregðast þeirri skyldu, og eng- inn skyldi þurfa að efast, um, að ráð hans og meðmæli stáfa frá hinni einlægu sannfæringu hans, að framfarir eigi að geta rutt sér óhindrað til rúms, en ekki að þurfa að leita um króka og kima eftir smugum að skríða í gegn um. FRANZ FRÁ ASSISI Eftir Guðm. Árnason Framh. Þegat Franz var nú búinn að stofna þessa nýju munkareglu, því að í raun og veru var félags- skapur hans það, varð hann að fara til Rómaborgar, til þess að fá staðfestingu páfans fyrir hana. Innósent þriðji var fyrst treygur til að veita samþykki sitt, sökum fátæktarheitsins, sem honum þótti of strangt. — Hann vildi láta sömu lög gilda í þessu nýja félagi, sem giltu í öðrum klausturreglum viðvíkj- andi eignahaldi, en Franz neitaði algerlega að fara nokkuð eftir lögum og venjum klaustranna í því efni. Varð það þá úr, að páf- inn staðfesti félagsstofnunina, og Franz og félagar hans héldu af stað frá Rómaborg, fagnandi yfir úrslitunum. Lítið' grunaði þá, að upp frá þeim degi yrði hreyfing þeirra óaðskiljanlegur hluti kirkjunnar, sem með tím- anum hlyti að tapa sínum upp- runalega tilgangi, tilganginum, sem þeir lögðu á sig allsleysi og auðvirðilegt líf fyrir. — Þeir höfðu enn um tíma ferðast um, án þess að eiga nokkurs staoar höfði sínu að að halla, settust þeir að nálægt lítilli kirkju skamt frá Assisi. Var þeim leyft að hafaast þar við af Bene- dikts-munkum sem áttu stað- inn; og varð staður þessi upp frá því miðstöð starfsemi þeirra. Árið 1215 kom tólfta almenna kirkjuþingið saman í Róm, og lagði þá páfinn opinberlega bless- un sína yfir klausturreglu þá. sem Franz hafði stofnað. Fylgj- endur hans voru þá orðnir marg- ir, og þá var búið að stofnsetja nunnureglu í sambandi við munkaregluna. — Nunnureglan varð þannig til ,að ung stúlka af auðugri ætt í Assisi, Klara Scifi að nafni, vildi gerast fylgjandi Franz, en þar sem það var á móti öllum venjum og lögum, að kon- ur gætu heyrt til slíkum félags- skap, leyfði Franz henni að stofna sérstaka nunnureglu í sambandi við klausturreglu sína. Sem dæmi þess, hversu mikill var vöxtur og viðgangur regl- unnar á þessum fyrstu árum, má geta þess, að sagt er, að fimm þúsund manns hafi sótt arsþing hennar, sem haldið var 1219. Þótt gert sé ráð fyrir að allar tölur frá þessum tímum séu nokkuð óáreiðanlegar, er auðsætt, að vöxtur reglunnar þessi fyrstu tíu ár hefir verið uijög mikill. Margar munnmæla- sögur mynduðust út af þessu Þingi reglunnar árið 1219. Ein var sú, að Franz hefði ekki haft ueinn undirbúning með fæði handa öllum þessum mann- Jölda, heldur treyst Guði, að hann yrði fæddur á einhvern hatt. Og þegar til kom, þá komu * lIavnir í Assisi og öðrum bæj- ,m 'iar í grendinni með allan hann mat, sem þurfti. Á þingi þessu mætti erindreki páfans og einnig Spánverjinn Dominíkus, sem stofnaði Dominíkusarregl- una, og fanst honum mikið til um Franz og starf hans. Á þessu þingi þótti nauðsynlegt að bæta skipulag reglunnar, og voru þá settir héraða umsjónarmenn, sem stóðu fyrir stjórn aðalfor- ingjans í Assisi. Strax og þinginu var lokið, lagði Franz af stað í trúboðsferð. Hafði hann lengi ætlað sér að fara þessa för, og einu sinni ver- ið lagður af stað í hana, en orð- ið að snúa aftur. Hann fór fyrst til Egyptalands og nokkrir af fylgjendum hans með honum. — Þar sat þá krossferðaher og her Múhameðstrúarmanna undir for- ystu Serkja-Soldáns. Franz gekk á fund soldánsins og prédikaði fyrir honum og þeim sem með honum voru kristna trú, en lít- inn árangur hafði það trúboð. Soldáninn lét að vísu fara vel með hann, en Franz sneri brátt aftur til herbúða krossferða- manna og hélt nokkru síðar heim aftur til ítalíu, eflaust fullviss um, að trúboð sitt meðal Serkj- anna mundi ekki bera mikinn árangur. - Sagan um þessa för og fýrstu trúboðsferðirnar til Þýzkalands sýnir hve barnalega heittrúaðir og einfaldir Franz og fylgjendur hans voru. Allra augljósustu ; hindranir, svo sem kunnáttuleysi !í tungumálum voru smámunir í augum þeirra; þeir ætluðu sér að yfirvinna heiminn, en hvern- ig þeir ættu að fara að því vissu þeir ekki. Þó er eitthvað í þess- ari trú þeirra og hugrekkinu og jsjálfsafneituninni, sem þeir sýndu, sem menn hljóta ávalt að dást að, eitthvað sem setur þá jlangt um ofar öllum öðrum mönnum kirkjunnar á þeirra tíð. Þegar Franz kom heim aftur ; úr för þessari, staðnæmdist hann um tíma í borginni Bolog- 1 na. Þar hafði þá hús verið bygt yfir fylgjendur hans, sem þar | voru. Þegar hann frétti, að þeir hefðu óhlýðnast skipun hans og Itekið hús til eignar, varð hann ! stórreiður og rak þá alla út, jafn- vel þá, sem veikir voru. Kardín- álinn, sem hafði látið byggja hús- | ið, skarst í leikinn og fékk k>ks- ins talið Franz á að lofa hinum 'sjúku bræðrum að dvelja í hús- 1 inu, þar sem það væri ekki þeirra ’eign, heldur kirkjunnar. Franz jlét undan, en mótmælti því þó harðlega, að nokkur maður, sem væri í reglunni, mætti hafa eign- j arhald á nokkrum hlut. Þessi Isaga sýnir að um leið og Franz ihætti að hafa umsjón yfir fé- ; lagsskapnum um tíma, var jbreytt út frá fyrirmælum hans. Naumast verður fylgjendum j hans álasað fyrir þetta, því regl- urnar voru svo strangar að fæsta mundi fýsa að lifa eftir þeim. j Þegar Franz kom heim til Assisi, ifann hann að einnig þar höfðu breytingar verið gerðar, og var bróðir Elías, sem hann hafði gert jað leiðtoga meðan hann væri sjálfur fjarverandi, valdur að (þeim. Honum var afarilla við breytingarnar og ávítaði bróður Elías harðlega fyrir þær. Þótt- ist hann sjá þar óræk merki þess að boð sín yrðu að vettugi virt og að hugsjónir sínar mundu ekki yerða leiðarstjarna reglunn- ar, þegar sín nyti ekki lengur við. Nokkru eftir þetta var þriðja deild reglunnar, eða “bræðranna jminni”, eins og Franz og fylgj- jendur hans nefndu sig sjálfir, j stofnuð. Þeir sem gengu í hana junnu ekki hin venjulegu klaust- j urheit og héldu áfram störfum j sínum; þeir skuldbundu sig að- eins til þess að lifa einföldu lífi ; og að iðka guðrækni; og þar við ) var bætt ýmsmu fyrirmælum um jföstur og þesskonar. Sú saga J varð til um mýhdun þessarar deildar, að einu sinni þegar , Franz var að prédika, urðu allir Jáheyrendur hans svo hrifnir, að jþeir vildu gerast fylgjendur hans og vinna heitin. En hann sá að fólk alment gat ekki til- heyrt aðalreglunni og samt hald- ið áfram að sinna veraldlegum störfum, og þess vegna lofaði hann mannfjöldanum, að hann skyldi finna ráð til þess að hann gæti þjónað Guði, án þess að yfirgefa sína fyrri lífshætti og atvinnu. í þessum þriðja flokki gátu bæði konur og karlar verið. Náði hann síðar mikilli útbreið- slu og hafði, að sagt er, mikil og góð áhrif á almenning. Ekki löngu eftir þetta, eða árið 1223 gerði Franz enn um- bætur á lögum reglu sinnar. — Hann fór enn til Rómaborgar, til þess að fá samþykki páfans, Hónoríusar, sem var eftirmaður Innósents. Ugalínó kardináli, vinur hans og verndari, sem stöðugt reyndi að taka regluna j í þjónustu kirkjunnar, var hon-1 um mjög hjálpsamur í þessum sökum. Franz á að hafa haldið ræðu frammi fyrir páfanum og öllum kardínálunum, og fanst þeim svo mikið til um ræðu hans að þeir snérust afveg á hans mál, en þó hafði þessi páfi verið hon- um fremur óvinveittur. Að þessu afloknu hélt Franz áfram prédikunarferðum sínum. Einu sinni, þegar hann var að prédika fyrir miklum mann- fjölda, varð aðalsmaður einn, sem á hann hlustaði, svo hrifinn af mælsku hans, að hann kom til hans og bauð honum afvikinn stað í landareign sinni, þar sem hann gæti dregið sig í hlé úr há- vaða borganna og hvílt sig við og við. Franz þáði þetta boð, og lét aðalsmaðurinn byggja þar skýli yfir hann og nokkra af fylgjendum hans, sem stöðugt voru með honum. Dvaldi hann þarna stundum og voru þá engir með honum nema örfáir bræður, sem fylgdu honum á prédikunar- ferðum hans. Það var um þetta leyti, sam- kvæmt frásögn Tómasar de Cal- æno, sem ritaði æfisögu Franz tveimur árum eftir dauða hans, að Franz dró sig um tíma í hlé, ásamt nokkrum fylgjendum sín- um, til fjallsins Vena, sem er fjallstindur, er stendur einn sér í Apennín-fjöllunum. Á þessu ferðalagi á Franz að hafa hugs- að mikið um dauða Krists. Einn dag, er hann var að biðjast fyrir, birtist honum sýn: hann sá sex- vængjaðan engil, sem hélt á krossi, og var maður' festur á krossinn, eftir því sem sumar sögurnar segja, en aðrar segja, að engillinn sjálfur hafi verið festur á hann. En þegar sýnin hvarf, var Franz búinn að fá merki (stigmata) á hendur, fæt- ur og hægri síðu; voru merkin svartir blettir, sem líktust nagla- förum og sári eins og eftir spjótsstungu. Sumar sögurnar segja, að merki þessi hafi sézt á líkama hans þangað til hann dó, en aðrar segja, að þau hafi fyrst komið í Ijós skömmu fyrir dauða hans. Eftir dauða hans var því alment trúað, að merkin hefðu sézt á honum, en þó voru sumir, sem ekki vildu trúa iVí- Auðvit- að er það ekkert undraverðara þó að menn ,tryðu þessu heldur pn svo mörgu öðru á þeim tím- um; trúgirni fólks var næstum takmarkalaus. Mestu kynstur hafa verið rituð um þetta fyrir- brigði og önnur af sama tæi. — Það eru til sögur um eitthvað hundrað manns, karla og konur. sem hafa fengið stigmata síðan. Fjórar útskýringar hafa verið gefnar á öllum þessum sögum: fyrst, að veruleg kraftaverk hafi gerst, og er það auðvitað út- skýring kaþólsku kirkjunnar; annað, að um sjálfveitta áverka hafi verið að ræða; þriðja, að sögurnar séu alveg óáreiðanleg- ar; og fjórða, að óvenjulega mikil umhugsun um krossdauða Krists og sterk trú hafa haft þau áhrif á líkamann, að merk- in hafi komið í Ijós á honum. Sabatier, frjálslyndur, franskur guðfræðingur, sem skrifað hefir ágæta bók um Franz, hallast að þessari skoðun. Eftir þetta fór heilsu Franz hnignandi; hann misti næstum sjónina og varð svo hrumur, að hann hætti að geta ferðast um fótgangandi og varð því að sitja oftast á hestbaki. Þegar hann var svo farinn að heilsu og kröft- um að auðséð var að hann átti sltamt eftir ólifað, sendu«íbúarn- ir í Assisi eftir honum og vildu að hann dæi í fæðingarbæ sínum. En ekki gekk þeim eintóm rækt- arsemi til þess, heldur höfðu þeir líka hag bæjarins fyrir augum; ferðamannastraumur var gagn- ustu þjónar páfans í því að leita uppi „villutrúarmenn og draga þá fyrir lög og dóm. Þeim voru gefin öll hugsanleg réttindi í þessu starfi; og um Ieið var létt af þeim allri ábyrgð. Ákafinn í að snúa villutrúarmönnum til réttrar trúar, eða eyðileggja þá að öðrum kosti, er að nokkru leyti skilj^nlegur. Reglan var frá byrjun helguð því verki að boða mönnum rétta trú. Franz og fylgjendur hans voru rétt- legur fyrir bæi þá, rétt eiiis og trúnaðar menn í orðsins fylsta nú á dögum. Samkvæmt skoð- skilningi; hann efaðist ekki um un og trú þeirra tíma, var jafn það að trú kaþólsku kirkjunnar heilagur maður og Franz frá væri hin eina sanna trú. Það Assisi hverjum bæ nytsamari sem hann hafði út á kirkjuna að eftir að hann var dáinn heldur en setja var það, að hún væri orðin meðan hann var á lífi. Það var of veraldleg, væri búin að missa ekki óvanalegt á miðöldunum, sjónar á sínum upprunalega til- að íbúar ýmsra bæja Iegðu sig gangi. • Bótin við því var sú, að alla fram og jafnvel berðust, til snúa sér frá öllum veraldarinnar þess að ná í jarðneskar leifar gæðum og vera óháður heimin- helgra manna; þær voru hárviss- um. Prédikanir og algerlega ó- ar með að draga að sér eitthvað jeigingjarnt líferni voru aðferð- af þeim mikla straumi pílagríma,! irnar, sem Franz og fyrstu fylgj- sem fór um alla þjóðvegu, í stöð- ugri leit eftir helgum dómum, sem áttu að hafa kraft* til þess að lækna hvers kyns sjúkdóma. Franz dó árið 1226. Skömmu áður en hann dó ritaði hann á- grip af því sem hann hafði fyrir- skipað um fyrirkomulag reglu sinnar. Hélt hann þar fram sömu meginatriðum, sem hann hafði ávalt haldið fram og krafð- ist að væri hlýtt. Þegar Franz dó, varð Elías frá Cortana æðsti maður reglunnar. Hann virðist hafa haft frábæra stjónmensku hæfileika, og með- an Franz lifði voru honum falin ýms trúnaðarstörf. Hann var framgjarn maður og óskaði þess mest að reglan yrði að ríkri og voldugri stofnun upndir verndar- væng kirkjunnar. Ugalino kard- ináli, sem verið hafði Franz hlyntur, vildi gera regluna að verkfæri í höndum kirkjunnar, og Elías var einmitt rétti mað- uj;inn til þess að koma þeirri ætlun hans í framkvæmd. Páf- inn veitti reglunni allskonar hlunnindi, sem varð til þess að hún tók algerðum stakkaskift- um; hún eignaðist auðug klaust- ur og skrautlegar kirkj ur. Franz hafði verið andstæður lærdómi, en margir fylgjendur hans fóru nú að sækjast eftir honum, og það leið ekki á lengu áður en nokkrir af þeim urðu háskóla- kennarar. Förumunkarnir, sem heimsóttu hverja kirkjusókn um alla Norðurálfuna, útbúnir með sérréttindum og alls konar leyfi beint frá páfanum, lentu oft í þrasi við sóknarprestana, sem litu á þá sem óæskileg aðskota- dýr. Og margir þeirra voru sníkjudýr í mannfélaginu, sem höfðu algerlega snúið við kenn- ingu meistara síns: þeir gáfu ekkert, en þágu alt. Samt mistu ekki allir sjónar á hinu uppruna- lega markmiði; það myndaðist flokkur innan reglunnar, sem reyndi að stefna að jtví, og var hann í mestu ónáð hjá hinum. sem hugsuðu mest um hlunnindi frá páfanum og klaustraeignir. iMeð tímanum varð reglan alveg eins og hinar eldri munkareglur. full af yfirgangi og valdagræðgi, eins og kirkjan sjálf. Sem dæmi þess hve feikilega mikinn áhuga sumir Franzisk- psar-munkar sýndu í starfi sínu, má geta um einn, sem hét Bert- old frá Regensburg. Hann ferð- aðist fram og aftur um Mið- Evrópu og prédikaði með svo miklum krafti að slíkt hafði ekki þekst áður. Mannfjöldinn,. sem sótti að honum, til þess að hlusta á hann, var svo mikill að það rúmuðu hann engar kirkjur. — Margir fylgdu honum á eftir dag eftir dag, til þess að hlusta á ræður hans; óvinir sættust og urðu vinir undir áminningum hans; og þeir sem eitthvað höfðu haft ranglega af öðrum skiluðu því aftur. Sorglegasti þátturinn í sögu reglunnar er afskifti hennar af ofsóknunum gegn villutrúar- mönnum. Bæði hún og Domin- íkusarreglan voru hinir hlýðn- Þér sem notiS— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. Blrg-Wr: Henry Ave. East Sími 95 551—95 552 Skrifstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA endur hans hugðust að nota til þess að koma á nauðsynlegum umbótum. Franz var svo kær- leiksríkur maður, að það er ó- hugsandi, að hann sjálfur hefði nokkurn tíma verið valdur að því, að menn væru kvaldir og teknir af lífi á hryllilegasta hátt. Fylgjendum hans og öðrum, sem gengu að því voðaverki með ó- trúlegum ákafa, má segja það eitt til málsbóta, að það var al- menn skoðun manna á þessum tímum, að þetta væri hið mesta nauðsynjamál. Menn trúðu því alveg ófrávíkjanlega, að allir, sem ekki trúðu nákvæmlega eins og kirkjan fyrirskipaði, væru ofurseldir djöflinum, og að það væri hin helgasta skylda hvers kristins manns, að bjarga þeim sem hefðu ratað í þá glötun. — Væri ekki unt að bjarga þeim, þ. e. a. s. að fá þá til að kannast við villu sína og snúa sér aftur til sannrar trúar, varð að gjör- eyða þeim, til þess að þeir leiddu ekki aðra í sömu villuna og þeir voru í sjálfir. Refsingarnar fyr- ir trúarvillu voru, eins og allar refsingar á þeim tímum, óum- ræðilega ómannúðlegar. Og þannig héldust allar refsingar til skamms tíma. Það eru ekki nema rúmar tvær aldir síðan mönnum var refsað á fslandi með limlestingum og alls konar kvölum fyrir afbrot, sem nú mundu varða stuttri fangelsis- vist; og fyrir rúmri öld var líf- látsrefsing lögð við sauðaþjófn- að á Bretlandi. f orði kveðnu var það ekki kirkjan, sem refsaði fyrir villu- trú á miðöldunum, heldur verald- leg stjórnarvöld. Kirkjan leit- aði villutrúarmennina uppi. rannsakaði mál þeirra, reyndi að fá þá til þess að afneita villu sinni, með því að kvelja þá, ef þeir ekki játuðu strax; og seldi þá svo í hendur1 veraldlega vald- inu til lífláts, þegar ekki var hægt að fá þá til að iðrast. Það þótti hin mesta óhæfa, að kirkja Krists úthelti blóði nokkurs manns; það var verk veraldlegra höfðingja og böðla þeirra; enda voru þeir meir en fúsir til þess, því að þeir skoðuðu alla óhlýðni við kirkjuna sem uppreisn á móti sér; það var í stuttu máli sama og landráð. Það sem gerði ofsóknirnar svo voðalegar, einkum á dögum rannsóknarréttarins, var það, að allur vitnisburður á móti sak- borningi var tekinn gildur, en aft ur á móti var honum gert ómögu- legt að verja sig. Um réttarhald í nútímaskilningi var ekki að ræða. Sá sem sökum var bor- inn, varð annaðhvort að játa sekt sína og iðrast, eða að neita, og þá var hann æfinlega fund- inn sekur. Þetta gaf óvönduð- um mönnum tækifæri til þess að koma óvinum sínum undir villu- trúarákærur, þó að litlar eða engar sakir væru, enda var það margoft gert. Franz frá Assisi var einn af þeim fáu mönnum í sögunni, sem menn hafa elskað og borið næst- um ótakmarkaða lotningu fyrir. Slíka menn er ekki víða að finna, en fáeinir hafa verið uppi á ólík- ustu tímum og með ólíkum þjóð- um. Búddha, Jesús frá Nazaret, Sókrates . . . þetta eru nöfn manna, sem heyra til þessum flokki. Þeir eru það sem helzt mætti kalla dýrlegir menn. Og hvað er það, sem skilur þá svo eftirtakanlega frá öðrum mönn- um ? Ekki það, að þeir hafa ver- ið höfundar nýrra trúarbragða eða lífshugsjóna, né heldur það að ódauðleg verk hafa verið rit- uð um þá af fylgjendum þeirra. Það er ávalt erfitt að segja, hvað sé nýtt í hverjum nýjum trúar- brögðum; trúarbrögðin, sem kend eru við Jesús og Búddh^, eru að mestu leyti annara verk. En það sem öllum þessum mönn- um, sem mannkynið hefir elskað og dázt að fram yfir alla aðra menn, er sameiginlegt, er það, að þeir hafa lifað fyrir eina hug- sjón, þá hugsjón að bæta aðra menn. Þeir hafa borið langt af öðrum mönnum að manngöfgi og víðfeðmum kærleika til allra manna, jafnvel til alls þess, sern til er, lífinu í þjónustu annara, lífi sjálfsafneitunarinnar. Franz frá Assisi starfaði i þessum anda. Tilgangur lífs hans var sá, að leiða aðra menn til betra lífs með óendanlegri sjálfsfórn og kærleika. Hann sá, hversu langt kristin kirkja var horfin frá sínu upprunalega markmiði á hans dögum, og hann vildi koma á umbótum inn- an kirkjunnar, með því að leiða menn sem næst anda og kenning- um Jesú. Margir fleiri en hann sáu lesti kirkjunnar, en engin reyndi sömu aðferðina og hann til að bæta hana. Hann virðist hafa haft óbifanlega trú á því, að það mætti bæta alla með því að sýna þeim nógu mikin kær- leika. Ekki verður séð, að hann hafi hugsað nokkuð um kenn- ingar eða skoðanir; þungamiðj- an í öllu, sem hann kendi, var breytnin. Hann gat ekki séð að það væri til nokkur rétt breytni nema að menn væru reiðubúnir að afneita heiminum; og þess vegna var hann svo algerlega mótfallinn því, að' fylgjendur sínir ættu nokkuð, eða væru á nokkurn hátt bundnir við það sem aðrir menn sóttust eftir. f raun og veru var það líf, sem hann heimtaði, ómögulegt, nema fyrir fáa menn, og það viður- kendi hann, þegar hann stofnaði þriðju deildina í reglu sinni. — Hverju reglan hefði áorkað, ef að hún hefði fylgt fyrirmælum hans, eftir að hann féll frá, er ekki unt að segja, en áreiðanlega hefði hún valdið einhverjum breytingum í kirkjunni. Til- raunir kirkjumannanna að taka regluna í sína þjónustu og gera hana sem nátengdasta kirkjunni voru af því sprottnar, að þeir óttuðust, að hún gæti orðið kirkj- unni fráhverf, og þeir vissu vel, hvaða hætta gat legið í því; það var hættan, sem síðar kom fram með byltingunni miklu, sem er nefnd siðbótin. En þegar um sögulega atburði er að ræða, er næsta gagnslaust að spyrja, hvað héfði getað orðið, ef eitt- hvað annað hefði farið öðruvísi en það fór. Vér vitum aðeins um það sem gerðist; hreyfingin, sem þessi merkilegi maður hóf, hvarf strax frá hugsjón hans og starf hans bar furðu lítinn árangur. En samt sem áður hljótum vér að dázt að honum, þessum manni, sem var einfaldur eins og barn, en samt einn hinn dýrleg- asti maður, sem lifað hefir og vér höfum sögur af.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.