Heimskringla


Heimskringla - 13.01.1937, Qupperneq 4

Heimskringla - 13.01.1937, Qupperneq 4
4. SÍÐA HEÍMSKRINGLA WINNIPEG, 13. JANÚAR 1937 ffíímskringla (StofnuO 1111) Kemur út A hoerjum miOrhkudegl. Eigendur: THE VIK.ING PRESS LTD. III 00 ISS Sargent Avenue, Wínnipef Talsímia IS S37 VerB bi&ðdm er $3.00 árgangurinn borgtot ryrirfram. Allar borganir sendist: THE VXKING PRESS LTD.___________ 3U rlðsktfta bréí btafllnu aðlútandl sendtot: Maneger THS VIKINO PRSSS LTD. IS3 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: SDITOR HSIMSKRINQLA III Sargent Ave., Winnipeg "Heimíknncla” to publtohed and printed by THS VIKINQ PRSSS LTD. III-ISS Sargent Avenue. Wtnnipeg Mom. Telephone: W $37 WINNIPEG, 13. JANÚAR 1937 EKKI STJÓRNARSKRÁNNI AÐ KENNA t f viðtali sem Roosevelt forseti átti ný- lega við blaðamenn, kvað hann það fyrsta og helzta, sem fyrir sér vekti, væri að af- nema hinn ófyrirgefanlega langa vinnu- tíma í iðnaðarstofnunum Bandaríkjanna, lögin um sultarkaupið, sem þar væri goldið og þrælkun barna í verksmiðjum. Taldi hann þetta alt óhafandi í hvaða siðuðu þjóðfélagi sem væri og Bandaríkin hefðu minni ástæðu en flest önnur lönd að halda slíku við. En hvernig ætlar Roosevelt að fara að því, að lögleiða styttri vinnutíma, ákvæðis vinnulaun o. s. frv. Tilraun hans áður í þessa átt, með viðreisnarlöggjöfinni (NRA) brást með öllu. Hæsti réttur kvað það alt brot á stjórnarskránni, sem Ro<pse- velt gerði í þessa átt. Viðreisnarlöggjöf- in fór öll í mola við þann úrskurð. Við- skiftahöldar og iðnrekendur kváðu sig því þessum laga ákvæðum óháða. Þeir lengdu vinnutímann og lækkuðu vinnulaun svo að óþolandi varð, eins og alls staðar var gert á kreppuárunum og er enn gert. — Bandaríkin hefðu verið komin lengra en þau eru í viðreisnaráttina, ef hæsti réttur hefði ekki gert iðnaðarhöldunum þann greiða, að vinna með þeim í stað þess að vinna með stjórninni og forsetanum. King forsætisráðhera og dómsvaldið gerði sömu bölvunina og dómstólarnir í Bandaríkjun- um með því að afnema svipuð ákvæði í löggjöf þessa lands og gert var syðra. — Bæði vinnulýður þessa lands og þjóðin í heild sinni, hefir stórtjón beðið við það. En nú víkur því svo við, að Roosevelt forseti sagði bæði fréttariturunum og lét þess getið í ávarpi sínu til þingsins, að hann hugsaði sér engar breytingar á stjórnarskránni á næstunni. Hann lét meira að sejga í ljós, að stjórnarskráin sjálf væri ekki umbótalöggjöf hans neitt í vegi. Það var aðeins í útskýring hennar, sem hæsta rétt greindi á um hana. Af níu alls sem í réttinum sitja, litu fimm þeim augum á löggjöfina, að hún væri ekki í| samræmi Við stjórnarskrána, en fjórir héldu því gagnstæða fram. Lagði Roose- velt forseti áherzlu á nauðsynina á góðri samvinnu milli gtjórnarinnar og hæsta- réttar og í raun og veru allra stofnana þjóðfélagsins, því undir henni væri öllu öðru fremur auðna landsins komin. í stjórnarskránni hefir verið bent á margar greinar, er það bera með séi% að stjórnin og forsetinn, aðal framkvæmda- vald landsins, hafi haft vald til að lögleiða ákvæðin í viðreisnarstarfinu; jafnframt því eru í stjórnarskránni greinar, sem skilja má á annan veg. Þar hafa feður stjórnarskrárinnar auðsjáanlega ætlað framtíðinni að hafa óbundnar hendur að skera úr milli andans og bókstafsins. Þeim verður þar ekki brugðið um óframsýni eða ófrelsi. En lætur þá Roosevelt sitja við það sem komið er? Hann fær litlu af áformum sínum hrundið í framkyæmd, eins og hann og hæstarétt greinir nú á. Það mun ein leið fær, sem enn hefir ekki verið minst mikið á. Tala dómenda í hæsta rétti er ekki ávalt hin sama. Hún hefir bæði verið hærri ^g lægri en hún er nú. — Henni má vissulega breyta. Bætti nú Roosevelt tveimur dómurum við í réttinn, væri viðreisnarlöggjöf hans borgið. Hitt er þó með öllu óvíst, að Roosevelt grípi til þessara ráða. Hann eða flokkur hans hafa að minsta kosti ekki á það minst, enn sem komið er, svo kunnugt sé. Það eitt er víst, að Roosevelt hefir eigi síður áhuga fyrir því nú en áður, að koma umbóta-hugsjónum sínum í framkvæmd. Það má af orðum hans ráða. En hvernig að hann fer að því, er það sem marga fýsir að vita um, en sem bíður síns tíma. UPPGÖTYANIR Á ÁRINU 1936 “Vísindin efla alla dáð”, sagði skáldið. Um það geta varla verið skiftar skoðanir. Ef eitthvað af viðljurðum liðins árs hafa nokkurt varanlegt gildi, væri þeirra ekki sízt að leita í starfi vísindamannanna og nýjum uppgötvunum, nýjum sannindum, sem þeir hafa komist að. Þó þjóðfélags- fræði vorra tíma, hafi ekki náð þeim þroska, að geta eða vilja færa sér þá vís- inda þekkingu, sem mannkynið hefir öðl- ast, í nyt fyrir fjöldan, og örfáir menn sitji, enn sem komið er,‘ við þann eldinn, eða næst honúm, eru allar nýungar í raun- vísindum heillandi í hugum almennings, “opinberun”, sem hann, þrátt fyrir alt, væntir einhvers af. Það fyrsta sem í hug manns kemur er þá spurningin um það, hvort að þeir tímar séu all-nærri, að hægt verði að lesa hugs- anir .manna ? ítalskur prófessor, Dr. Fer- dinando Cazzamalli, uppgötvaði fyrir nokkrum árum, að rafsegul-bylgjur streymdu út'frá heila mannsins, er hann hugsaði. Ef hægt yrði að taka mynd af þessum bylgjum, gera þær sjónrænar, var ekki óhugsanlegt, að lesa mætti úr þeim það sem maðurinn var að hugsa. Á síðast liðnu ári, tókst tveimur prófessorum við ríkisháskólann í Iowa í Bandaríkjunum, að komast að því, að bylgjur þessar eru mismunandi og hafa nú samið leiðarvísir (chart) um það. Er hann svo nákvæmur, að á fimtíu nemendum skólans, sem þeir prófuðu með þar til gerðum áhöldum, þektu þeir hvern þeirra af “útvarpinu” frá heila hvers þeirra. Þeir fóru það nærri um hugsanir nemendanna, að þeir þektu þá, á sama hátt og við þekkjum rödd söng- manns, sem við höfum oft hlýtt á. Nöfn prófessoranna, sem uppgötvun þessa gerðu, eru Lee Edward Travis og Abraham Gatt- lober. Þetta getur nú ef til vill ekki heitið full- komin hugarlestur, en það virðist þó benda til þess, að með endurbótum á uppgötvun- inni, láti því nærri. Með fullkomnun þessarar uppgötvunar, er talið víst, að hún gæti komið að notum við rannsóknir á glæpamönnum. Hvort sem þeir sjálfrátt eða ósjálfrátt hugsuðu um það sem þeir hefðu gert, gæti áhaldið skrásett það og þeir ef tíl vill með því skrifað sína eigin glæpasögu. f sambandi við þessar rafsegul bylgjur heilans, fann læknir á Englandi á þessu ári, W Grey Walter að nafni, er vinnur á geðveikrastofnun í Maida Vale, að bólgu eða ígerð á heilanum mætti af bylgjunum finna, og telur hann víst, að það geti kom- ið að miklu haldi við geðveikralækningar. Annar læknir, dr. Donald B. Lindsay, við Western Reserve University í Banda- ríkjunum, hefir gert rannsóknir á þessum bylgjum frá heilanum á börnum. Segir hann þær breytast eftir þroska barnsins. Þegar barnið fer að veita einhverjum sér- stökum hlut eftirtekt, fer að horfa á hann, er hugsun þess við það bundin. Yfirleitt hefir það sem fyrir augu ber mikil áhrif i þá átt að vekja hugsanir manna. Þetta, áhrif sjónarinnar á hugsunina, er ekki ó- líklegt að meira komi til greina í uppeldis og mentamálum er fram líða stundir, en ennþá er raun á. Með þeim tækjum sem hér hefir verið bent á, er því ekki ólíklegt, að menn geti senn skifst á hugskeytum. En geta þeir það aldrei án þeirra, eða með einhverri beinni leið, eins og menn hefir dreymt um frá alda öðli og sem einstöku menn halda fram, að eigi sér stað? önnur, og ef til vill ein eftirtektaverð- asta uppgötvun ársins 1936, er sú, er gerð var af Dr. W. M. Stanley, starfsmanni við Rockefeller-stofnunina í New York. Hún er fólgin í því, að hann fann efni í kristöll-/ um til lífmyndunar. Á kristalla er auð- vitað litið sem hvert annað lífvana eða dautt efni, sem kallað er. Eftir skoðun dr. Stanleys eru þeir hálflifandi. Þar er því nýr hlekkur fundinn milli lifandi vera og dauðra hluta. Sóttkveikja ein (virus) er til, sem kvillum veldur, en sem menn hafa ekki komist að raun um hvernig stendur á. — Tóbakskvillinn er afleiðing hennar og ef til vill hettusótt, bólusótt, innflúenza og fleiri kvillar. Sóttkveikja þessi er ósýni- leg með beztu sjónaukum sem til eru. Og hvort að hún er gerill eða “dautt” efni, vita menn ekki um. f einu líkjast þessar sóttkveikjur gerl- um; þær geta aukist og margfaldast. Þrátt fyrir að kveikjan er ósýnileg, tókst Dr.' Stanley á þessu ári að einangra svo eða hreinsa (purify) tóbakssóttkveikjuija, að hún'varð að hreinum kristalli, eins og þeim sem eru í hreinu salti og sykur. En hvern- ig að lifandi gerill gæti orðið að kristalli, hefir enginn enn getað gert sér neina hug- mynd um. Á þennan kristall Dr. Stanleys, væri því sjálfsagt að líta sem dautt efni, en ekki geril. En þrátt fyrir það, geta þessir kristallar en valdið tóbakskvillanum og hljóta því að geta aukið kyn sitt í tóbaks- jurtinni sem þeir voru í á einhvern óskilj- anlegan hátt. Á þetta líta nú sumir þannig, að bilið milli lífs og dauða, milli lifandi vera og dauðra hluta, sé horfið. Aðrir ganga ekki svo langt, heldur geta þess til, að hinn hreini kristall hafi haft þau áhrif í tóbaks- jurtinni, að nýjar kveikjur urðu til. Það er þó alveg nýtt og áður óþekt að lífvefur auki kyn sitt á þann hátt. En hvernig sem um það er, er það víst, að uppgötvun Dr. Stanleys, er talin að ‘opna nýjar leiðir í rannsóknum í líf-efnafræði (bio-chem- istry) og vera mjög mikilsverð. Að þessi uppgötvun Dr. Stanleys, auki skilning manna á uppruna Iífsins, er ein- róma álit vísindamanna. Ein mesta uppgötvunirv á árinu 1936 í stjörnufræði, er sú er snertir stjörnu, sem nefnd er Gamma Cassiopeiae, en hún er búist við að sundrist af umbrotum og sprengingu hvenær sem er. Er sagt, að sh'k umbrot verði á hverri stjömu á miljón ára fresti. Og það sneri nú huga vís- indamannanna að sól vorrar eigin jarðar. Þegar sá tími kemur, að þar verður spreng- ing, spúir hún gasloga eða stafar brenn- andi geislum til jarðar sem nægja til þess, að drepa þar alt áem lífsanda dregur á fá- um mínútum, nema því aðeins að mennirn- ir sjái við því með. einhverju móti, verði búnir að grafa sig svo djúpt í jörðu, eða hella, að hitinn geri þeim ekki mein. Það er vegna þessa, sem umbrotin á stjörnunni Gamma Cassiopeiae, vekur eft- irtekt vísindamanna. f nóvember mánuði byrjaði að fuðra þar á kveikjum eins og gerir þegar kveikt er í ragettum áður en þær springa í loft upp. Þykir það órækt merki þess, að þar hljóti að verða spreng- ing. Hvenær hún verður vita menn þó ekki og heldur ekki hvað lengi á henni stendur. En svo ant virðist vísindamönn- unum að komast að raun um þetta, að nótt og dag er eftir því beðið, að sjá hvernig undrin haga sér. Þó þær rannsóknir komi ekki að gagni í sambandi við það sem hent getur sól þessarar jarðar, sem ekki þykir móta neitt fyrir næstu tugi eða hundrað þúsund ár, má eflaust sitt af hverju annað af því læra. Þrjár nýjar stjörnur fundust á árinu. eða byrjuðu að lýsa. Auðvitað voru þær áður til en of dimmar til að sjást. Umbrot valda því, að stjörnur byrja að lýsa. Ein slík stjarna er ekki óvanalegt að finnist á ári, en meira ekki; stundum engin. Á liðna árinu var byrjað að rannsaka geimgeislana með því að senda mannlausa loftbelgi (robots) út í geiminn, með sjálf- virkum rannsóknartækjum. Fara þeir um 100 mílur út frá jörðu, þangað sem geim- geislarnir eru þéttastir og þangað sem eng- inn maður hefir komið. Eru Bandaríkin fremst í þessu starfi og Rússar næstir þeim. Menn eru þess vissir, að áhrif þess- ara geisla geti verið margvísleg, en vegna þess að þeir dréifast svo í andrúmslofti jarðar, hafa rannsóknirnar verið takmark- aðar. Meðal annars ætla menn þá hafa einhver áhrif á umbrotin og gosin í stjörn- unum. f þessum geislum fanst fyrst efn- ið í helium gasi, og það varð til þess að það fanst á þessari jörð. Rannsóknir, sem þessar, geta því verið mikilsverðar. Á árinu 1936, fann rússneskur vísinda- maður, Dr. P. N. Kapterev, í vjsinda Aca- demíinu í Rússlandi, jurtir sjö fet niður í frosinni jörð í grend við Skovorodino í Síberíu, en þar er ein vísinda rannsóknar- stöð Rússa. Jurtirnar voru lífgaðar, þó búist sé við að þær hafi verið þarna frosn- ar í jörðu í hundruðir, ef ekki þúsundir ára. Jörð þar er frosinn árið um kring og jurtirnar eru ætlaðar að vera frá þeim tímabilum, er heútara var í Síberíu en nú er og að þær hafi þá vaxið þar. Spuring- in sem þetta vekur, er, hvort ekki sé hægt að geyma dýr og menn í frosti um ár og aldir og vekja aftur til lífs, þegar menn vilja. Frá Kína fréttist nýlega, að maður að nafni Dr. Frank Weidenreich, hafi við rannsókn á gamalli manntegund, sem köll- uð er “maðurinn frá Kína” eða Sinanthro- pus, komist að þeirri niðurstöðu, að þá hafi heilinn orðið stærstur í ■ mönnum, er Sinanthropus var uppi. Fyrir hans tíma hafi mannsheilinn verið að vaxa, en eftir það að mínka. Vísinda- maður þessi er ekki fjarri því, að andlegur hæfileiki mannsins hafi farið þverrandi, að því skapi sem heilinn mínkaði, enda þótt mað- urinn læri nú mikið og viti þess- vegna meira en áður. Hann er ekki viss um, að þekking nútím- ans bæti upp tapið og mannkyn- inu sé því í raun réttri að fara aftur . Það mun nú samt ekki af öllum verða viðurkent, að mann- api þessi hafi verið meiri gáfna- hæfileik gæddur en nútíðarmað- urinn. En það er þó vissara “að skygnast um í sinni sveit”, áður en slegið er nokkru föstu um það. Dr. Magnus Gregersen við rík- isháskólann í Maryland í Banda- ríkjunum, hefir fundið það ráð til að mæla blóðmagn manna, að ^spíta í það bláum lit. Sé mann- inum tekið blóð rétt á eftir og rannsakað hvað mikill blái hlut- inn af því sé, er auðvelt, að vita hvað blóðmagninu líður. Á liðnu ári vakti fréttin um það mikla eftirtekt, að Dr. Alex- is Carrel og Col. Charles Lind- bergh, fluggarpurinn, hefðu fundið upp ráð til þess að geyma kirtla og önnur líffæri manna án þess það sakaði, þó tekin væru úr líkamanum. Dr. E. Ew Osgood og próf. A. N. Muscovitz við Oregon ríkisháskólann, fundu einnig upp veg til þess, að fram- leiða rauðu blóðkornin í blóði mannsins, sem innan í beinunum er framleitt, með vél sem þeir gerðu til þess. Er sagt að allar rannsóknir á blóðinu verði auð- veldari fyrir þetta. Þá er rússneskur læknir, Dr. V. P. Filatov í Odessa, að glíma við það, að taka óskemd augu úr fólki sem deyr og setja þau í augnlausa menn. Þetta hefir en ekki tekist með heilt auga; er ef til vill ómögulegt að græða sjón- taUgarnar saman.’ En framhluta úr auga, hefir honum hepnast vel með að græða í þá, sem rispur eða skemdir hafa fengið á það og sjón hafa mist þessvegna. Augun hafa verið geymd lifandi í þar til gerðum ísskáp. Lampi hefir verið fundinn upp af frönskum manni, sem fram- leiðir út-fjólubláa geisla til þess að drepa gerla með. f Rússlandi hafa tvær upp- götvanir verið gerðar nýlega sem mjög þykja praktiskar. — önnur lýtur að því, að stýra fallhlífum í vissa átt, svo að hægt er að lenda þar sem mönn- um sýnist, þ. e. a. s. sé það ekki mjög langt frá því, er farið er úr flugbátnum. Hin er ísbrjót- ur á skipum; er vatni sprautað með því afli á íshelluna, að hún skerst fljótlega sundur, eins og með heitum hnífi væri skorin. HEIMSKRIN GL A FIMTUG (Eftir tímaritinu “Dvöl’\sem gefið er út í Reykjavík) Á s. 1. hausti varð Heims- kringla 50 ára gömul. En eins og kunnugt er, er hún annað vikublað íslendinganna í Ame- ríku. í tilefni af hálfrar aldar af- mælinu komu út þrjú blöð af Heimskringlu 14. okt., í fullri stærð. En vanalega er hvert blað 8 síður í sama broti og Tím- inn. En í þetta sinn var hún 24 . síður alls. Aðalgreinina um sögu blaðsins' og prentsmiðju þess, skrifar hinn ötuli og ó- þreytandi vökumaður íslands og 'íslenzks máls vestan hafs, Rögn- valdur Pétursson. Ber útgáfu- sagan eðlilega vitni um þá miklu örðugleika, sem orðið hafa á vegi blaðsútgáfunnar. En fyrir aðstoð fórnfúsra og ötulla á- hugamanna, hefir altaf tekist að ■yfirstíga þá. Og Heimskringla hefir óneitanlega orðið sterkur tengiliður milli hinna dreifðu fs- lendinga í Vesturheimi. Henni hefir líka hlotnast að hafa marga ágæta menn fyrir rit- stjóra. Ýmsir þeirra eru þjóð- kunnir hér heima, svo sem t. d. Frímann B. Arngrímsson, Einar Hjörleifsson, Gestur Pálsson, Jón Ólafsson,. Baldvin L. Baldvins- son, Rögnvaldur Pétursson, Benjamín Kristjánsson, Sigfús Halldórs frá Höfnum o. fl. Nú- verandi ritstjóri er Stefán Ein- arsson. — Hkr. hefir jafnan ver- ið vinsæl meðal almennings. Hún hefir vanalega staðið opin fyrir röddum fólksins, og þótt sumt af því virðist léttmeti, sem birst, hefir frá því, þá hefir það margt haft gildi, a. m. k. fyrir þann, sem skrifað hefir, og hans nán- ustu. Sérstaklega hafa margir kvartað undan of miklum kveð- skap. Það má næstum, segja, að annarhver fslendingur vestan hafs, hafi fengist við að yrkja, og þeir hafa stundum virst ó- þarflega fíknir í að nota sér, gestrisni blaðanna. En ljóðlistin er rík í íslendingunum, og sann- arlega hefir líka margt verið snildarlega ort vestra — engu síður en hér heima. Barátta íslendinganna yeátan hafs fyrir íslenzku máli og trygð þeirra við ættjörðina, er of líti! athygli veitt hér á landi. Þó að ekkert væri nema eiginhagsmun- ir Heima-íslendinganna, þá gætu þeir, þó á margan hátt verið nóg tilefni til nánal*a sambands við frændurna handan við Atlants- hafið. Nú er ekkert ólíklegt, að aukist verzlun íslands við Ame- ríku. Þá ætti að geta verið á- gætt og ómetanlega mikils virði, að íslendingarnir vestra væru út- verðir okkar í þeim málum. Þeir eru fjöldamargir prýðilega ment- aðir á enska tungu, og margir af þeim tala og lesa íslenzku. Komi Evrópustríð aftur, er ekki ó- sennilegt, að Ameríka verði utan við það, eða a. m. k. er ekki ó- trúlegt, að hún bjargaði fslandi í annað sinn með margskonar nauðsynjar. Eins og kunnugt er, gengu ísl. skipin fullfermd vörum á heimsstyrjaldarárunum milli Ameríku og íslands, og Vestur-fslendingurinn Árni Eg- gertsson reyndist þá drýgstur þar vestra í margskonar erinds- rekstri fyrir heimaþjóðina. Það er margt sem mælir með því, að það verði meiri verzlun og samgöngur milli fslands og Ame- ríku. Áður hefir sá er þetta rit- ar stungið upp a því, að Eim- skipafélagið léti eitt skipa sinna fara haust og vor milli þessara landa, m. a. til að flytja fslend- inga að vestan með góðum kjör- um til og frá “Gamla Fróni”. — Fengist þetta fram gæti það orð- ið ómetanlegur tengiliður milli fslendinganna beggja megin hafsins. , Það heyrist oft hér á landi, að fslendingarnir vestan hafs séu orðnir enskir, og eðlilega sígur í þá áttina. En það er næstum ótrúlega mikið af ræktarsemi til fslands hjá mörgum þeirra enn- þá, jafnvel þó að þeir kunni ekk- ert í íslenzkri tungu. Því að fjöldinn af þeim, sem af íslenzku bergi eru brotnir, kalla sig sjálf- ir og eru kallaðir fslendingar af öðrum, þó að þeir einkennist ekki af íslenzku máli. En svo er ís- lenzkt mál alveg furðanlega líf- seigt meðal þeirra, og það er starfsemi blaðanna fyrst og fremst að þakka. Ungu fólki hefi eg mætt í borgum í Ameríku, sem var fætt þar og upp alið, en talar svo fallegt íslenzkt mál, að sumir þeir, sem eru uppaldir í höfuðstað íslands, mættu fysra kinnroða fyrir sitt mál við hlið- ina á því. Að koma í Nýja-fs- land og fl. sveitabygðir íslend- inganna, hefir verið fram að þessu rétt eins og komið sé heim á fsland. Og verkar það einkennilega og reglulega hress- andi, að rekast á þessar íslenzku eyjar úti í hinu mikla enska

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.