Heimskringla


Heimskringla - 13.01.1937, Qupperneq 6

Heimskringla - 13.01.1937, Qupperneq 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 13. JANÚAR 1937 vwMAWAmiwiwmmwwMmit. !1 Leðurblakan m Skáldsaga þýdd úr ensku m “Það var fyrir tvær ástæður. f fyrsta lagi vegna þess, að hér er óbygð mikil og gott til felustaða, en hin ástæðan er, að Niel er hálf- bróðir minn. Hann hefir fætt mig. Seinna þegar mestu leitinni linnir, mun eg reyna að komast úr landi, en það er ómögulegt nú — Jimmy Niel er góður maður; hann og kona hans hafa hjálpað mér, þótt slíkt sé áhætta mikil. Þegar við hittumst fyrst var eg að sækja mér mat. Niel lætur matinn í kassa fyr- ir utan eldhúsdyrnar og sæki eg hann þegar óhætt er, en í nótt var eg banhungraður.” “Gibson,” sagði Heath, “eg ætla að hjálpa yður, en hlustið nú á og veitið athygli orðum mínum.” Maðurinn laut áfram og hlustaði. “Þetta er fyrir England” Cicelia fann að hún var farin að elska Ian Heath og um þessa næturstund þegar hann var að greiða úr einni flækjunni, sem heimili henn- ar var svo ríkt af þá kom dálítið undarlegt fyrir hana sjálfa. Hún vaknaði af fasta svefni við að heyra nafn sitt nefnt, lágt og gætilega. Þegar hún áttaði sig sá hún sér til undrunar að frændi hennar stóð við rúmið og laut yfir hana. “Góða mín,” sagði Warren Murdoch í lág- um rómi, “eg bið þig að gera svo vel og fara á fætur. Eg þarf að tala við þig um mjög mikils- vert málefni.” Hann var svo náfölur í andliti og tekinn, að hún hélt að hann væri dauðveikur. En þegar hún spurði hann hvort að svo væri, hristi hann höfuðið. “Eg er ekki 'sjúkur, en eg ber þunga á- hyggju. Komdu inn í herbergið mitt, þegar þú ert búin að klæða þig,” sagði hann og gekk út. Hún leit á klukkuna. Hana vantaði ,tíu mínútur í hálf þrjú. Hún fór samt strax á fætur. Hún spurði sjálfa sig að því, hvað því mundi valda, að frændi hennar breytti svo und- arlega. Er hún barði að dyrum frænda síns tíu min- útum síðar, mælti hann: “Við skulum fara inn í bókaherbergið.” Hún fylgdist þangað með honum og var órótt fyrir brjósti, &n hann saddi ekki forvitni hennar fyr en hann hafði lokað og læst dyrun- um að herberginu. “Eg óska þess, að þú hlustir með gaum- gæfni á það, sem eg ætla nú að segja þér, Cicelia. Eg ætla að biðja þig að taka ekki fram í fyrir mér á meðan eg tala. Viltu lofa því?” Hún hneigði sig til samþykkis. Hann benti á kassa, sem stóð á borðinu og mælti: “Þarna er uppfyndingin, sem eg er fullviss um, að muni gerbreyta styrjaldaraðferð framtíðarinnar. — Hún getur jafnvel stemt stigu fyrir öllum styrj- öldum þjóða á milli, og þessvegna er virði henn- ar ómetanlegt — og þessvegna er eg nú í fyrsta skiftið síðan eg byrjaði á þessari uppfyndingu, hræddur . . . hræddur!” “Hræddur við að einhver steli henni?” sagði hún og gleymdi loforðinu. “Hræddur við afleiðingarnar ef hún lenti í hendurnar á þeim, sem ekki eiga að fá hana. Það veldur mér óskaplegrar skelfingar. Eg býst við að dauði vinar míns, hafi vakið gruninn upp í huga mér. Sá grunur kviknar oft í huga mér, að eg sé feigur . . . verði bráðkvaddur.” “Þú mátt ekki tala svona frændi minn. — Það hryggir mig. Þú, sem alt af hefir verið svo hraustur . . .” “Fyrir tveimur árum síðan, varaði ágætur Iæknir mig við þessu. En mér hefir liðið svo vel síðan eg fór að vinna við þessa uppfynd-. ingu, að eg hefi gleymt aðvörun hans. En síð- an Sapford féll frá, hefir grunur vaknað hjá mér. Læknirinn sagði mér að það mundi verða snöggt um mig.” “Hann hafði engan rétt til að segja slíkt. Auk þess gat honum skjátlast. Þeim skjátlast oft. . . Eg get ekki hugsað til að þetta sé svo, frændi.” Hún sagði þetta satt. Henni þótti mjög vænt um þennan frænda sinn, sem hafði gert svo miklar breytingar á högum hennar. Warren Murdoch snerti við öxl hennar. “Starfi mínu er lokið . . . og dauðann hræð- ist eg ekki. En í nótt þegar eg lá í rúminu mínu, bar nokkuð undarlegt fyrir mig, eitthvað svipað því, sem fyrir þig bar, nóttina sem Sap- ford var myrtur. . . Eg hlýt að hafa blundað, en eg svaf ekki fast, — eg er viss um það, en eg vaknaði titrandi af ótta. Mér fanst eg lægi á sama blettinum og Sapford fanst á — og hefði verið myrtur af sama manninum . . .” “Hverjum?” rödd hennar var hás, næstum sturluð. “Það veit eg ekki, barn. En þessi draum- ur var svo skýr, að eg kom Strax til herbergis þíns. Eg bið þig að taka að þér trúnaðarmál, og það er mér heilagt mál.” Hann leit á hana spyrjandi. Áður en hann bar upp bónina svar- aði hún: “Eg skal gera alt, sem þú biður mig um frændi.” \ Það hýrnaði yfir honum. “Eg vissi það; þú ert systurdóttir mín. Bón mín er þessi: Ef nokkuð skyldi henda mig, þá vil eg að þú gætir uppfyndingar minnar.” Auðvitað frændi. .. en gætir þú ekki komið henni einhversstaðar fyrir á öruggari stað en hér?” “Hún er nógu örugg hér og mun eg sýna þér það bráðum. En mundu það, að þessi upp- fynding, sem þú verður að verja með lífi þínu, Ef þörf gerist, er ætluð Englandi og engu öðru ríki. Þú skilur það?” “Já, frændi en vertu ekki svona hryggur.” “Eg er ekki hryggur, heldur áhyggjufullur. Eg skal nú segja þér svolítið um uppfyndingu mína, til þess að þú getir skilið hve þýðingar- mikil hún er. Á stríðstímum gæti eg komið hverri einustu flugvél innan vissrar fjarlægðar til jarðar. Þú sérð hversu þýðingarmikið það er til varnar ströndum vorum. Það er ómet- andi.” “Það ætti að flytja hana á öruggan stað og burtu héðan, og ef þú ætlar landsstjórninni hana, því þá ekki að flytja hana til Lundúna?” Hann brosti. 1 “Eg vil hafa hana hér í mínu eigin húsi, á meðan er hún mín. En eftir að hún er flutt héðan og afhent hefi eg ekkert yfir henni að segja. En eins og eg sagði þér þá hefi eg ágæt- an felustað hér og skal eg nú sýna þér hann. Þar er þetta vel geymt og eg get vakað yfir því. En ef eitthvað hendir mig vil eg lað þú vitir hvar það er falið.” “Eg vildi að þú værir kominn héðan óðar, frændi.” “Það er of seint að ræða um það nú. Eg hafði sjálfsagt rangt fyrir mér, og það sýndi dauði aumingja Sapfords. Eg hélt að eg væri algerlega óhultur; eg bjóst ekki við að leyndir óvinir, sem ein^kis svifust, uppgötvuðu leynd- armál mitt. En nú skal eg sýna þér felustað- inn, þar sem eg ætla að fela kassanh og öll til- heyrandi skjöl, sem honum fylgja.” Þau fóru upp á efsta loft hússins og þegar þau komu upp á stigabrúnina á hanabjálkaloft- inu, stansaði uppfyndingamaðurinn. “Eg las um felustað þennan í sögu Coxon- field fjölskyldunnar,” mælti hann. Þá ákvað eg að nota hann og brendi bókina. Sjáðu nú til.” Hann gekk að hæst síðasta borðinu á pallnöf- inni, stakk pennahníf niður í rifu milli borð- anna. og reisti borðið á rönd, en það var á löm- um, þá dró hann til járnloku og opnaði hlera í veggnum. Hér er skápur bygður inn í vegginn, sem er 4 fet á þykt á þessum stað. Engan mun gruna, að hann sé hér, því að ekkert sést af honum yfir gólfflötnum.” “Því var þetta leynihólf bygt,” spurði Cicelia. Hann hristi höfuðið. Kannske til að fela tollsvikinn varning, eða kannske bara af sér- visku. Þú hefir heyrt hve einkennilega sumir Coxonfieldarnir væru.” Hann lét nú kassann inn í hólfið. “Flýttu þér frændi,” sagði hún og hrollur fór um hana. Murdoch lokaði hleranum og stóð upp. “Látum okkur fara héðan,” mælti hann og þau gengu hljóðlega niður stigann. Jerry Hartsgill hafði aldrei verið frægur fyrir rólyndi. Vegna skaplyndis síns var hann óhæfur fyrir það hlutverk að bíða og athuga, og nú sauð óþolinmæðin í honum. Bölvaður asninn, hann Heath hafði ekki komið aftur eins og hann lofaði! Ef þetta var kristilegt þakklæti, þá var bezt fyrir hann að gerast Búddatrúarmaður. — Þokkaleg laun fyrir alla gestrisnina! Þessi náungi hafði varla tekið spariskyrturna upp úr ferðatöskunni fyr en hann lýsti því yfir, að nú mætti hann til að gerast garðyrkjumaður í Heiðarhöllinni. Og það varð nú úr loforðinu, sem hann hafði gefið Hartsgill, að hann skyldi fá að taka' þátt í þessu? Það Ieit líka helst út fyrir það, eða hitt þó heldur., Nei, alt sem hann sýndist hæfur til, var að vera hafður að skotspæni út.i fyrir framdyrunum. Svei! Er skáldið og eggjakaupmaðurinn mintist þess, þá snerist reiðin að þeim, sem hafði skotið á hann. Voyce . . . Já, það hlaut að vera hann. Þótt Heath gerði honum ílt í skapi við og við, þá var hann kænn maður. Hann varð að vera það fyrst hann stundaði þetta starf. Hann átti auðvitað koll- gátuna hvað morgtilraunina snerti. Þegar Heath var að leita eftir Voyce, hafði hinn síðarnefndi verið á ferðinni í sömu erindagerðum og hafði næstum því verið búinn að drepa annan mann. Það gat nú verið að aðrir fengjust ekki um slíka smámuni — en, skollinn mátti eiga það! Hann ætlaði sér ekki að taka slíku þegjandi. Hartsgill fylti nýja pípu og sat fyrir fram- an eldinn, sem skíðlogaði á arninum. Gremjan fékk yfirhönd á ný. Heath hafði sagt honum að hafast ekki að fyr en hann gæfi honum hlut- verkið. Skollinn mátti hafa hann. Hélt Heatli virkilega, að hann væri barn, sem stæði út í horni þegar honum væri sagt það. Hann seldi stúlkunni og frænda hennar fugla og egg, svo að hann hafði auðvitað vissan rétt til að vernda þau, og hver hafði sagt Heath frá Cicelíu Gar- rett upphaflega nema hann. Hann ætlaði sér að gera uppreisn, og fara eftir sínu höfði og heilbrigðis skynsemi og byrja strax. Þessi bið þýddi ekki neitt. En þegar hann fór nú að hugsa um hvernig hann ætti að nota þessar gáfur sínar, va*rð á- ætlunin sú, að feta í fótspor vinar síns, og heimsækja Philip Voyce eins og Heath hafði gert. Hann beið ennþá eina stund til að gefa Heath tækifæri að finna sig heima, eins og þeim hafði komið saman um. Þegar hann kom ekki, læsti hann húsinu og lagði af stað. Ekki vissi hann neitt um það hvað hann ætlaði að gera þegar-hann kæmi að kofa Voyce, en eitthvað varð hann að gera til að svala þessu þreyjuleysi; sem yfir honum var. Hann varð líka að fá út- skýringu á skammbyssu skotunum . . . Hann þrammaði áfram því að hjólið hans var í lamasessi. Hann hugsaði um alt hið ein- kennilega, sem fyrir hann hafði komið síðustu vikurnar. Hann var vanur að sækja kvik- myndahúsin rækilega þegar hann var í borg inni, en þetta yfirgekk allar kvikmyndir. Hver hafði myrt vesalings gamla manninn, hann Sapford? Skyldi leðurblökusagan vera sönn? Hann staðnæmdist til að kveikja í pípunni sinni og um leið leit hann á klukkuna. Það var miðnætti. I1 P’yrir utan að vera ljóðskáld var Jerry ekki ímyndunarríkur og allra manna var hann hug- rakkastur. En þegar hann gekk nú þarna einn í myrkrinu greip hann óróleikur sem læddist með ómótstæðilegu afli inn í vitund hans. Hann gat ekki gert sér .grein fyrir þessu, en þetta hafði komið yfir hann eins og óargadýr, sem hremmir bráð sína á stigum myrkviðarins. Hann hélt að það stafaði af að hugsa um Sapford og morð hans. “Eg er asni,” hugsaði hann og hresti sig, en óttinn ásótti hann á ný svo að hann tók eftir að hann litaðist flóttalega í kring um sig, en runnarnir á báðar hendur gáfu enga ástæðu fyr- ir neinum ótta. Þetta dugði ekki, ef hann héldi svona á- fram yrði hann svo máttfarinn af hræðslu að skolla-kollur gæti hengt hann í greip sinni, þegar hann fyndi hann við gofann sinn. Hann braust áfram. Hann leit til loftsins. Það |virt- ist vera að hvessa. Á næsta augnabliki skalf hann eins og hrísla, því að nú sá hann nokkuð, sem gaf ástæðu til að skelfast. Yfir honum vofði eitthvert svart ferlíki. Það líktist leðurblöku, en það var of tröllaukið til þess að vera leðurblaka. Það gat verið mað- ur í leðurblökulíki. “Hamingjan góða!” stundi Jerry Hartsgill upp, og þótt kalt væri bogaði svitinn af andliti hans. Hann vissi strax að þetta var draugurinn, sem ásótti Heiðarhöllina. Þessi fljúgandi fjandi, sem sveimaði um í myrkinu og drap . . . reif menn á hol á hálsinum. Það hafði drepið hinn saklausa háskólakennara — og var nú að sveima eftir nýrri bráð. Hann krepti hnefana og herti upp hugann; hann gat stælt sig nægilega til að bæla niður óttann, sem var að gera hann blauðan. Það var ómögulegt, sagði hann sjálfum sér, að þetta gerðist í nútímanum. Tímum vísinda og kaldr- ar rökfræði . . . en þegar hann hugsaði svo, þá hnitaði skrímslið hringa í loftinu yfir honum og hann sá tvö glóandi augu horfa niður á sig. Skrímslið hafði augu . . . það gat séð hann . . . Framundan honum var skógarbelti Hann hljóp þangað. Hann var svo máttlaus í hnjá- liðunum, að hann gat varla staðið. Er hann hljóp bað hann fyrir sér. Hann hafði aldrei getað ímyndað sér, að hann gæti orðið eins skelkaður og hann var nú. Hann óttaðist ekki að mæta dauðanum, eins og hann venjulega gerðist ,en að verða tættur í sundur af þessu viðbjóðslega skrímsli. Er hann komst í skjól trjánna féll hann flatur til jarðar af mæði. Skrímslið gat flogið, en gat það gengið? Hvernig fór það að drepa? Reif það með hönd- unum, eða stóð það á og reif með tönnunum? Var það sjálft særanlegt? Hann stóð upp. óttinn var horfinn og fyr- irlitning fylti huga hans fyrir þessum bleyði- skap, sem yfir hann hafði komið. Hann ætlaði að mæta skrímslinu augliti til auglitis. Hann beið. Ekkert kom. Hann skildi ekk- ert í því, því að skrímslið hafði auðvitað séð hann. Ef að þessar glóandi kúlur hefðu ekki verið augu, hvað voru þær þá? Hann beið dálítið lengur og gekk svo út á bersvæðið. Hann var nú reiðari, en hvað hann var hræddur. Hann horfði upp í loftið, en ekk- ert sást. Draugurinn hafði farið framhjá á hinu hræðilega ferðalagi sínu. Nú reyndi á taugarnar. Hættan var hjá liðin, en hann var eins og lurkum laminn. Hann gat næstum kjökrað. Hann böLvaði í sand og ösku um leið og hann sneri sér í kring. Hann \óskaði að vera óhultur innan fjögra veggja og undir þaki, en umfram alt óskaði hann sér að Ian Heath væri komin. En samt sem áður hélt hann í áttina til kofa Voyces. Þremur stundarfrjóðungum síðar náði hann þangað. Hánn hafði farið þar oft fram- hjá á hjólinu sínu og þekti sig þessvegna vel. Hann kraup í skjóli við steingerðið, sem var í kringum garðinn og heyrði vélarnið. Hann horfði yfir garðinn og sá fjögra sæta bifreiðina, sem Voyce notaði. Voyce lét vélina g^nga. Það þýddi, að hann ætlaði sér að ferðast um þennan tíma næturinnar. Jerry hikaði ekki við. Það var eins og hann ætlaði nú að hefna sín á skelknum, sem hann hafði reynt stuttu áður. Hann skreidd- ist gætilega yfir steinvegginn, opnaði dyrnar að aftursætunum í bifreiðinni og hjúfraði sig nið- ur á gólfið. Honum virtist hættan ekki stór. Voyce mundi auðvitað setja við stýrishjólið. En hvað sem því leið þá ætlaði hann að ganga ÚP skugga um hvert hann ætlaði. Hann þurfti heldur ekki lengi að bíða, en þegar húsdyrnar opnuðust, sá hann tvo menn koma út í staðinn fyrir einn, og er þeir höfðu lokað húsinu, komu þeir báðir út að bifreiðinni. Hann heyrði rödd Voyce segja: “Þú mátt ekki fást um þótt þú kastist dá- lítið til. Landið er óslétt héðan og til bæjarins.” Já, víst var þetta Voyce, sem var að tala, — en hann talaði á Þýzku! Jerry, sem hafði stundað nokkurn hluta af námi sínu í Bonn, hrósaði happi yfir því nú í fyrsta sinni. Voyce var þá Þjóðverji! Því í fjáranum hafði honum aldrei komið það til hugar fyrri ? Ekki að það hefði kannske neina sérstaka þýðingu, en það gaf honum nýja ástæðu að falla hann illa í geð. Svarið kom á sömu tungu. “Þegar hún bíður er ekki um það að ræða að hugsa um eigin þægindi.” Það var bæði qtti og ólund í röddinni. “Það segir þú satt. Komstu inn, Kroom.” Rödd Voyce bar það með sér, að hann var hús- bóndinn, því að rödd hans var þurleg og skip- andi. - v Þar sem Jerry húkti þarna í baksætinu, bjóst hann við að lenda í rýskingum, en hann var alls óhræddur. Þetta voru menn en ekki draugar. Ef hinn maðurinn kæmi upp í bak- sætið þá mundi leikurinn hefjast . . . En það varð ekki af því í þetta sinni. Mað7 urinn opnaði farmdyrnar og settist hjá öku- manni. “Það er fjandi kalt,” sagði hann, “Það er teppi þarna í baksætinu.” Jerry átti nú á hættu í annað sinn að það kæmist upp um hann. Hann hafði þakið sig með teppinu. Hendi Krooms strauk eftir hon- um. “Það hefir runnið niður á gólfið. Ach! hérna kemur það.” Jerry hafði lyft teppinu hægt upp og hinn greip í það, í næsta vetfangi var hann teppilaus. Þar skall hurð nærri hæl- um. Bíllinn hélt af stað, en teppið gat ekki frið- að Kroom til fulls. Það var fyrir kraftaverk að eg fann kof- ann þinn,’*mælti hann í kvartandi rómi, “hvers- vegna komstu ekki til að taka á móti mér? Eg beið í heilan klukkutíma úti í kuldanum.” “Eg hafði öðrum störfum að gegna. Og ef þú talar á þessa leið við mig aftur, þá fleygi eg þér út úr bílnum. Þú getur skælt framan í Gústu, ef þú þorir það!” Þeir töluðu ekkert meira, en hnjóskarnir og holurnar á veginum voru þess valdandi að bíllinn kastaðist svo til, að Jerry var allur eins og lurkum laminn, en að þessari niðurstöðu komst hann: Þessi maður Kroom átti að hitta Voyce heima hjá honum. Hann hafði komið, en Voyce ekki verið heima. Nú voru þeir á leiðinni til þess að finna einhverja leyndar- dómsfulla konu er þeir nefndu ekki á nafn. Lík- legast þessi Gústa. Jæja, það var alt saman nokkuð merkilegt. Hann mundi hafa eitthvað til að segja Heath. Bíllinn þaut áfram. Þeir komu í útjaðar * bæjarins og firtust aðalgötumar og stönsuðu loks fyrir framan stórar vængjahurðir er virt- ust vera hlið eða fjósdyr. Voyce fór út úr bílnum og studdi á hnapp í veggnum. Hann hringdi þrisvar. Dyrnar opn- uðust hægt og gat Hartsgill séð það, þótt hann sæi ekki andlit mannsins, sem hleypti þeim inn og heilsaði Voyce í lágum rómi. Voyce svaraði stuttlega, kom aftur að bílnum og rendi honum í gegn um hliðið. Jerry, sem sá að hann var kominn inn í dimman garð langaði til að blístra en hætti við það. Húsið með grænu gluggahlerunum Báðir mennimir fóru út úr bílnum. Þeir gengu yfir garðinn, Jerry fylgdi þeim eftir með augunum og sá annan þeirra, hann hélt að það væri Voyce, opna húsið með lykli. Báðir menn- irnir fóru inn í húsið.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.