Heimskringla - 03.03.1937, Blaðsíða 6
6. SÍÐA
HEIMSKRINCLA
WINNIPEG, 3. MARZ 1937
ii£
m
Leðurblakan
Skáldsaga þýdd úr ensku
“Kæra ungfrú mín, eg vildi bara að eg vissi
það. Við komum hingað og bjuggumst við að
hitta hann hér. Ef til vill getur saga yðar
hjálpað okkur til að skilja þetta.”
Cicelía sötraði brennivínið, sem Niel færði
henni. Hún vissi, að útlit sitt mundi vera hræði-
legt, því að fötin, sem það færði hana í í hinu
hræðilega húsi, voru af einhverri vinnukonu.
En vitneskjan um að þessir ókunnugu menn
væru vinir og ofsækjendur hennar væru fangar
gaf henni nýjan kjark.
Þetta fólk„ ásamt manni, sem nefnir sig
Philip Voyce, hefir reynt að stela uppfyndingu
frænda míns. Mr. Heath hefir vitað um þetta í
nokkurn tíma og hefir verið hér að hjálpa okk-
ur. í fyrrakvöld bjóst hann við, að eitthvað
kæmi fyrir. Hann svaf úti í sumarhúsinu, en
hann og Mr. Hartsgill, komu inn í húsið í kring
umkl. 10.”
“Hartsgill er líka horfinn.”
“Þessi kvenmaður veit hvar hann er niður-
kominn. Þau fóru með hann til bæjarins þar
sem-----” rödd hennar brast.
“Við skulum koma að því síðar, Miss Gar-
rett. Eg vildi fá að heyra hvað kom fyrir yður í
gærkveldi.”
“Eftir að Mr. Heath hafði sagt mér frá
þessu gat eg ekki sofið. Um kl. 2 þá kom nokk-
uð fyrir frænda minn—” hún stansaði og litað-
ist um. “Hvar er frændi minn?” spurði hún.
Bellamy ræskti sig.
“Þér hafið verið svo hugrakkur, Miss Gar-
rett, “að eg ætla að biðja yður að vera viðbúnar
slæmum fréttum. Frændi yðar er dáinn.”
“Dáinn? En hvenær--------•?”
“Mr. Murdoch dó af hjartabilun. Hann
leið ekkert. Það var snemma í morgun. Eftir
því sem þjónnin segir, þá fundu þeir Mr. Heath
hann dauðan, er þeir komu inn aftur í fyrrinótt
og.höfðu fundið Mr. Gl-instead myrtan-----”
“Hljóðið!” hrópaði stúlkan.
“Já, Miss Garrett, það var Mr. Grinstead,”
mælti Niel. “Við fundum hann á flötinni.”
“Þér biðuð í húsinu?” spurði Sir Bellamy.
“Já, og þá,” hún leit á Gústu, sem var um-
snúin af illsku, “greip mig einhver, eg vissi ekki
þá, að það var þessí kvenmaður. Eg var svo
hrædd, að eg býst ekki við að eg hafi ekki varist
mikið þangað til þau svæfðu mig með klóró-
formi.”
“Þið eruð dáðug og sjálfum ykkur lík,”
mælti Bellamy við Gústu, sem svaraði engu. Eg
býst við að þið hafði farið út um gluggann, en
það væri gott fyrir yður að segja hvar Mr.
Heath er.
Von Kroom svaraði.
“Þér þurfið ekki að bera áhyggjur út af
honum. Hann er á spítalanum í bænum, þar
sem hann er meðvitundarlaus. Hann Ienti í bíl-
slysi.”
Það birti yfir Bellamy.
“Þér eruð að segja sannleikann ?”
“Fréttin kom frá Voyce. Hann sagðist
hafa símað sjálfur á spítalann.”
“Morrison,” mælti foringinn, “þetta fólk
kom vafalaust í bifreið. Takið þér hana og farið
til Tavistock og sjáið hvert það, sem þessi herra-
maður”, hann hikaði dálítið við orðið “segir, sé
satt.”
“En þér eruð ekki færar um það,” hrópaði
Bellamy. Þó að stúlkan væri ekki búin með
sögu sína, þá gat hann sér til að hún hefði liðið
mikið. Hún stóð upp. Tilfinningar hennar
birtust í brosinu á andliti hennar. Hún leit út
eins og sú stúlka, sem ætlar að hitta unnusta
sinn.
“Eg get það mjög vel, og eg skal koma aft-
ur með Mr. Heath, ef hann er fær um að ferð-
ast.”
Heath vann fljótt og haganlega í hellinum
á hinni auðu og beru heiði. Hann lauk því brátt
við rannsókn sína og tók mörg skjöl, sem hann
við fljótt yfirlit sá að voru mjög þýðingarmikil,
og batt þau í böggul.
Hann settist á hæðina yfir hellinum og
reyndi að hugsa, en það gekk ekki greiðlega.
Hann mundi eitt skýrt. Hið mikla hatur hans á
Voyce hafði látið hann gleyma öllu öðru, jafnvel
skyldu sínni við Cicelíu. Er hann mintist þessa,
þaut hann á fætur. Hann varð að komast til
Tavistock undir eins.
Hann kom skjölunum fyrir í lánaða bílnum
og keyrði til Tavistock í fljúgandi ferð.
Löngu áður en hann komst þangað sá hann
eldbjarmann í bænum.
Við lögreglustöðina þaut hann út úr bílnum
og hljóp inn.
“Eg vil fá að sjá löreglustjórann tafar-
laust,” hrópaði hann.
Lögregluþjónninn togaði í yfirskeggið.
“Væri yður sama þó þér segðuð mér nafn
yðar ?”
“Ian Heath heiti eg, en hvar er lögreglu-
stjórinn?”
“Úti hjá brunanum.”
“Hvernig kemst eg þangað ?”
Eftir að lögregluþjónninn hafði gefið þær
upplýsingar bætti hann við: “Eg held það væri
betra fyrir yður að bíða hérna, herra. Það he'f-
ir verið mikið spurt eftir yður, ef þér eruð sá
Mr. Heath, sem er verið að leita að.”
En Heith var farinn. Hann keyrði út að
eldinum, óttasleginn mjög. Hann hafði farið
stuttan spöl, þegar hann mætti dálitlum hóp af
fólki. Einn úr hópnum þaut til hans, það var
Jói Dorrance.
Leyndardómurinn, sem hellirinn geymdi
Það skíðlogaði á Örnunum í Heiðarhöllinni
það kvöld. Þó hvíldi skuggi yfir húsinu, því að
lík Mr. Murdochs stóð þar uppi, en enn þá lifði
hitt fólkið og það var alt sloppið úr miklum
háska og því var ekki nema eðlilegt að það væri
í léttu skapi.
Þau Cicelía og Jerry höfðu bæði sagt sögur
sínar og báðir fangarnir yoru komnir í fangelsið
í bænum. Cicelía hafði skýrt frá dáleiðslunni
og hvernig hún raknaði smátt og smátt við af
þeim áhrifum og var fullkomlega með sjálfri sér
þegar hún- réðist á Gústu, er hún ætlaði að
skjóta Sir Harker.
Þá sagði Jerry. sína sögu.
“Eg var auðvitað lítill fengur, borið saman
við Miss Garrett'og Heath. Þótt það sé auð-
mýkjandi, þá býst eg við að það sé nú full-
sannað, að maður, sem stundar hænsnarækt er
ekki hæfur fyrir svona löguð æfintýri. Það er
nú eitt að gleraugun mín brotna ætíð í fyrsta
þætti.”
“Blessaður vertu, Jerry heyrðist rödd segja
“Nei, hreint ekki. Þvert á móti. Það var
blessuninni honum Dorrance að þakka, að eg er
nú ekki öskuhrúga. Þetta fólk hélt ekki, að eg
væri þess virði, að flytja mig til Þýzkalands,
svo þau bundu mig og kveiktu svo í húsinu.”
Heath brosti í áttina til Dorrance og spurði
hann hvernig stæði á veru hans þar.
Dorrance horfði á vindlinginn sinn og
sagði: “Það stendur svoleiðis áj því, að eg
þurfti að létta mér upp af því eg gat aldrei kom-
ið því við síðasta sumar, og er eg nefndi þetta
við konuna, þá stakk hún upp á að eg færi
þangað, sem þér voruð.”
“En þér Collins?”
Það stóð heldur ekki á svarinu.
“Mig langaði til að létta mér upp og heyrði
að hér um slóðir væri hægt að fiski. Eg er
fiskimaður og skemti mér við það þegar eg hefi
tíma.”
“Það var mjög heppilegt fyrir alla hlutað-
eigendur, að ykkur bar hér að. En nú þarf eg
að tala einslega við Mr. Heath,” sagði Bellamy.
Þeir Dorrance og mágur hans tóku því vel
og fórur út úr herberginu.
Bellamy sneri sér að Heath og sagði:
“Nú, Heath og gleymið engu, skiljið þér
það.”
“Eg ætla þá að byrja á Voyce. Það var
mjög eftirtektaverð persóna, en upphaflega var
hann alt annað, en hinn auðmjúki Voyce, sem
gekk hér um heiðina. Hann var Erich greifi
Von Salkenheim.”
“Það var svo lítið,” mælti Jerry, en Bell-
amy tautaði eitthvað í lágum hljóðum.
“Maðurinn sjálfur var heldur ekkert lítið
eins og við vitum. Hann var fæddur í skugga
prússnesku hirðarinnar og forlög hans voru þau
að verða prússneskur aðalsmaður. Hann átti að
verða hátt settur í lífverðinum, hirðmaður og
gortari eins og þeir voru í gamla daga.
“En forlögin tóku í taumana. Þegar hann
var um tvítugt, það var árið fyrir ófriðinn, þá
veiktist hann og varð vegna þeirra veikinda
nauðsköllóttur. Það getur nú virst smámuna-
legt, en þetta gerbreytti æfiferli hans. Hug-
mynd prússa um fyndni er býsna klunnaleg.
Von Salkenheim, sem var þá foringi í lífverð-
inum, varð fyrir miskunarlausu háði vegna
skallans. Kvöld eitt, er hahn var í herbúðunum
misti hann alla stjórn á sér, réðist á yfirmann
sinn og lagði hann í hjartastað. Eins og geta
má nærri, varð þetta regin hneyksli. Maðurinn
sem veginn var, var prins, frændi keisarans og
Von Selkenheim var eyðilagður maður. Hann
var rekinn úr hernum og úr klúbbum sínum,
fyrirlitinn af ættingjum sínum og stétt. Hann
varð að úlfi, ófreskju, en frá því mun eg síðar
segja.
“Hann lifði eins og holdsveikur maður, allir
firtust hann. Þá var það einn dag, að viss tign-
armaður sendi eftir honum. Honum var bent á,
að það væri ein leið til að eignast aftur borg-
ararétt sinn.
“Von Salkenheim greifi hvarf þá með
öllu, en þá gekk hann í spæjaralið Þýzkalands
og varð númer í staðinn fyrir að bera nafn. En
það má segja það um þá menn, sem við nefnd-
um Húna, að þeir eru ættjarðar vinir. Þeir
trúa á og tilbiðja “Föðurlandið” og hinn hæsti
sem lægsti lýtur yfirboðurum sínum. Það
skýrir það að greifinn tók slíkri stöðu.
“Hann var dásamlegur í athöfnum sínum
á stríðstímunum, og lífið, sem hann lifði, leiddi
fram úlfseðlið, sem ætíð bjó í honum. Eg veit
ekki,hvort hann vildi ná aftur hinni fyrri stöðu
— flestir Þjóðverjar vilja það — en hann hat-
aði heiminn, þessvegna lék hann sér að hætt-
unni og því náði hann svona miklu áliti í þjón-
ustunni. Alt þetta las eg í dagbók hans, er eg
fann ásamt öðrum skjölum hans, og getið þér
fengið þau á morgun.”
“Þetta er vel af sér vikið, Heath,” sagði
Bellamy, “en haldið þér áfram.”
“Jæja, stríðið var búið og með því stétt sú,
sem Von Salkenheim hafði tilheyrt. Hanr,
misti fé sitt á ýmsan hátt og nú varð hann að
lifa á vinnu sinni. Hann var ennþá ungur mað-
ur. Það er röng ætlun margra, að Þýzkaland
hafi breyst við að verða lýðveldi. Bezta sönnun
þess að svo er ekki, er það að hin síðustu tvö
árin var Philip Voyce aðal njósnari fyrir þenn-
an hluta Englands.”
“Svo það var starf hans,” hrópaði Harts-
gill.
“Á því er enginn vafi. Hann komst að
mörgum leyndarmálum og sendi þau til Berlín,
og mörg eru á meðal skjala hans, sem aldrei
komast þangað.
Cicelía spurði: “Eftir að frændi minn kom
hingað, reyndi hann þá að njósna um upp-
fyndingu hans?”
“Já, það var eitt af hlutverkum hans að
fylgjast með störfum vísindamanna og starf
Warren Murdochs kom undir þá grein. Hann
var að vinna að vígvél, sem mundi verða mjög
þýðingarmikil á ófriðartímum.”
“Hvernig gat hann vitað það, frændi minn
fór mjijg leynt með uppfyndingu sína.”
“Til þess voru hundrað leiðir. Hann var
tíður gestur hér í húsinu. Hann vissi ekki ein-
ungis um vélina heldur til hvers hún var ætluð.”
“Til hvers var hún ætluð ?” spurði Bellamy.
Heath leit á Cicelíu. Hún mælti:
Frændi minn bjóst við að geta sent út þráð-
lausar bylgjur, sem léti óvina loftskip falla ti!
jarðar. Daginrt áður en prófessor Sapford var
myrtur, gerði frændi minn tilraunir á bifreið-
um og var mjög ánægður með niðurstöðu þeirr-
ar tilraunar. Hann gat stöðvað þér á fimm
mílna fjarlægð.”
“Það virðist mjög gott,” mælti Hartsgill.
“Það gerir það vissulega,” mælti Heath.
“En þessi hugmynd er alls eigi ný og margir
vísindamenn hafa reynt þetta, þa£ á meðal Hol-
lendingurinn Van Hoosman. Hann getur með
sinni vél stansað bíl á 10 mílna færi. Hvert þessi
er betri mun tíminn leiða í ljós. En það sem eg
vildi benda á er þetta, að hann var ekki að
vinna að nýrri uppfyndingu.
Hversvegna gerði kerlingar ófétið þá svona
mikið veður úr þessu?” spurði Hartsgill
Heath sneri sér að honum og sagði:
“Skilur þú það ekki, blessaður þorskhaus-
inn, ((allir hlógu), að hún varð að leggja á-
herslu á þetta. Warren Murdoch var heims-
frægur vísindamaður og það gat verið, að hans
vél væri bezt og hún gat ekki átt á hættu að
missa hana. Þessvegna reyndi Von Kroom að
ræna Miss Garrett í Lundúnum.”
“Jæja,” mælti Bellamy, “látum okkur kom-
ast að efninu og heyra hvað gerðist í nótt sem
leið.”
“Eg hefi þegar skýrt frá bílslysinu og
hvernig eg gleymdi öllu, þegar eg raknaði við,
nema Voyce. Eg lánaði mér bíl í bænum og
fann Voyce í stórum helli úti á heiðinni.”
“Helli?” spurði Morrison.
“Já, helli sem liggur í gegn um hæð eina.
Við börðumst þar. Erich Von Salkenheim barð-
ist ekki drengilega, en hann var hugaður maður
og að sumu leyti sé eg eftir að hann er dauð.ur.”
Þá spurði Jerry spurningar, sem allir tóku
eftir. “Fanstu nokkuð út um leðyrblökuna?”
“Voyce og leðurblakan voru mjög nákomin.
Hann var sjálfur leðurblakan.”
Hrollur fór um Cicelíu og hún mælti: “Eg
vissi það alt af. Eg hafði það á tilfinningunni,
en' eru8 þér viss um þetta ?”
“Já, handviss. Inni í hellinum fann eg svo-
litla flugvél. Hún var svo lítil að hún var næst-
um eins og leikfang. Hún var dökkgrá, með
mjög aflmikla vél og gat farið 180 mílur á
klukkutíma. Er hann flaug hægt í kring um
húsið með framhjólin dreginn, líktist hún í
myrkrinu leðurblöku.”
“Þetta'sýnist nú nokkuð langt sótt kunn-
•ingi. Hvað um vélaniðinn?” spurði Morrison.
“Það var útbúnaður til að þagga hann,
nokkrar fleiri spurningar?”
“Já, ef Voyce notaði hellirinn, hvernig gat
hann þá lent í myrkrinú ?” spurði Bellamy.
“Hann hafði svolítið rafmagnsljós falið í
grasinu og gat lent hinni litlu flugvél á svolitl-
um bletti. Það tók mig nokkra stund að átta
mig á þessu, en svo var það. Á stríðsáru,num
varð hann ágætis flugmaður og af því að hann
vandist á að fljúga þótti honum ferðalag í bif-
reið vera of seinlegt. Hann kyntist sögunni um
leðurblökuna frá Grinstead, er var þorpari. Og
hann notaði hugmyndina til þess að hræða fólk.
Það var eitt af einkennum hans og sýndi, að
hann var ekki með öllum mjalla. Ef til vill
flaug hann í kring um húsið til þess, að hræða
Miss Garrett og koma henni til að leita hjálpar
hjá sér; því eftir því, sem eg kemst næst, elsk-
aði hann hana að svo miklu leyti, sem slíkur
maður gat elskað. Hann var líka morðsjúkur og
blóðþyrstur og varð við og við alveg brjálaður í
þessum efnum. Þessvegna myrti hann prófess-
or Sapford. Af sömu ástæðu myrti hann Grin-
stead í stað Murdochs, sem hann ætlaði senni-
lega að myrða.”
“En því reif hann þá svona á hálsinum?”
spurði Morrison.
“Til þess að sýna verk blóðsugunnar. Mað-
urinn var snillingur í þessum efnum.”
“En eitt langar mig til að vita,” sagði
Cicelía, “og það er hver maðurinn með hálfa
andlitið var.
“Voyce. Þegar eg heimsótti hann í fyrsta
sinni, fann eg í herbergi hans öskjur með á-
höldum til að dulbúa sig. Hann gerði hálft and-
litið svart en hinn helminginn mjallahvítan. f
óskýrri birtu var það auðvelt að láta þetta líta
út eins og hálft andlit. Voyce var hérna í hús-
inu þá nótt og ætlaði sér að litast um, en hann
tók sínar varúðarreglur með í reikninginn, en
að búa sig svona var honum líkt og lýsir ill-
menskunni, sem í honum bjó.
Kínverski guðinn,
Síðari hluta næsta dags voru allir gestir
farnir úr Heiðarhöllinni. Bellamy var farinn
til borgarinnar og Jerry lýsti því yfir að hann
þyrfti að hugsa um fjandans hænurnar.
Cicelía og Heath voru ein eftir. Hún dró
Heath með sér upp á loftið til að sjá hvert upp-
fyndingin væri óhult og hann fylgdist með henni
þangað en sýndi í spaugi dálítinn mótþróa.
Cicelía benti niður.
“Frændi minn lyfti einu af þessum borð-
um,” sagði hún og horfði á gólfið. “Já, nú man
eg það — það var annað borðið.”
Ian Heath kraup á kné.
“Það er laust,” sagði hann og opnaði borð-
ið og samkvæmt fyrirsögn Cicelíu náði hann vél-
inni. Cicelía varpaði öndinni.
“Eg get varla trúað því, að öll þessi hræð-
sla og eymd sé um garð gengin-----”
“Það er ekki,” sagði rödd innan úr skápn-
um.
“Ian!”
“Eg skal segja yður það, hellin góð, að hér
er ennþá meira,” sagði Heath, er ennþá var á
fjórum fótum með handlegginn inni í skápnum.
“Eitthvað meira?” Hún kraup við hlið
hans.
“Já . . . ah!” Skrjáf heyrðist og svo
smellur.
“Þarna er annár felustaður,” sagði Heath
og skreið undir gólfið.
“Hvað er það?” spurði stúlkan. Hún var
orðin forvitin.
“Eg veit það ekki ennþá,” sagði Heath og
hnerraði. Honum veittist örðugt um ándar-
dráttinn og þar næst upphrópun.
“Æ, hvað er það ?” kallaði Cicelía öll á nál-
um af forvitni.
Höfuð og herðar birtust nú og þar næst
handleggir og hendur, en í þeim hélt hann brún-
um strigapoka.
• “Hvað er það?” hrópaði stúlkán, sem var
orðin næsta taugaveikluð af öllu því, sem hún
hafði reynt. Heath settist upp. “Eg býst ekki
við að það sé neitt hræðilegt,” svaraði hann.
“Setjist niður hérna hjá mér”, og svo dró hann
upp hníf og risti hliðina úr pokanum.
Þau hrópuðu bæði upp af undrun. Heath
reif .það, sem eftir var af pokanum burtu og
setti hlutinn á gólfið. Hann blístraði.
“Jæja, fari eg þá----”
“Hugsið ekkert um mig, en hvað er þetta,
goð?”
“Heath greip fund sinn upp. Það var lík-
neski, gert úr gulli að því er virtist og var ein
fjögur fet á hæð.
“Já,” svaraði hann, “það er kínverskt
skurðgoð.” Þau horfðu á þetta orðlaus af að-
dáun yfir snildinni, sem birtist í smíði mynd-
arinnar. Alt í einu sneri Heath myndinni við.
Þau urðu bæði fqrviða; augun opnuðust á lík-
neskjunni, en áður vóru þau lokuð.
“ó”, hrópaði Cicelía frá sér numin, “augun,
sjáið þér augun!”
“Góða mín,” sagði hann, “eg óska yður til
hamingju, þér eruð rík kona. Þessi augu í
goðinu eru þeir fegurstu og stærstu rúbínar,
sem eg hefi séð. Eg hefi ekki mikið vit á dýr-
um steinum, en eg veit að þessir eru feykilega
dýrmætir. Goðið sjálft er dásamlegt. Það get-
ur verið að eitthvert safnið borgi yður stórfé
fyrir það.”
“En á eg það. Hefi eg nokkurn rétt til að
helga mér þetta?”
H^ath lagði handleggina utan um hana.
“Vissulega eigið þér það. Þegar frændi
yðar dó, erfðuð þér Heiðarhöllina og alt, sem í
henni er.”
“En hvaðan kom það? Hver flutti það
hingað?”
“Sjálfsagt einhver Coxonfieldanna. Fékk
það í Austurlöndum. Enginn vissi um það,
nema kannske Grinstead.”
“Já, Grinstead ætlaði sér að ná í þetta. —
Frh. á 7. bls.