Heimskringla - 10.03.1937, Síða 8

Heimskringla - 10.03.1937, Síða 8
HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 10. MARZ 1937. 8. SlÐA. FJÆR OG NÆR Sækið messur í Sambandskirkjunni Tvær messur fara þar fram á hverjum sunnudegi, á ensku k!. 11 f. h. og á íslenzku kl. 7 e. h. Söngurinn er undir stjórn Bart- ley Brown við morgunmessurn- ar en hr. Péturs Magnús við kvöldguðsþ j ónusturnar. Næst- komandi sunnudag messar Dr. Robert Milliken fyrv. prestur og skólastjóri United Church við morgunguðsþjónustuna en prest- ur safnaðarins messar við kvöld- guðsþjónustuna. Fjölmennið við báðar guðsþjónustur. * * * Messað verður í Sambands- kirkjunni í Árborg sunnudaginn þ. 14. marz n. k., kl. 2. e. h. * * * Séra Guðm. Árnason messar á Oak Point sunnudaginn 14 marz. * * * Young People Attention! At the meeting next Tuesday evening, March 16, the special attraction will be pictures shown by the Winnipeg Hydro Electric. They will be instructive, enlight- ening and entertaining. Follow- ing the pictures refreshments will be served as usual along with music and entertainment. Be sure to tum out in force. A good time is promised to all. Aðeins tvær vikur tii Páska Komist hjá troðningnum Símið Strax 42 361 til Quinton’s eftir yfirburða fatahreinsunar verki SANITONE á FATNAÐI—HÖTTUM— KJÓLUM Hringið 42 361 Laugardags skemtikvöldin í samkomusal Sambandskirkj - unnar eru orðin fræg fyrir að vera fjörug og skemtileg. Yngri konur safnaðarins standa fyrir þessum skemtikvöldum og bjóða öllum að koma og skemta sér. Dregið er um verðlaun á hverju laugardagskvöldi. Kvöldið hefst með spilasamkepni. Kaffi er borið á borð, og síðan skemtir fólk sér með söngvum, leikjum og dans. Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur? * * * Ræðurnar sem á ensku hafa verið birtar í Hkr., voru fluttar á Þjóðræknisþinginu og var með þeim verið að reyna að draga at- hygli æskulýðsins að þjóðrækn- ismálum og til þátttöku í þeim. Það er af sömu ástæðum, sem greinar þessar hafa verið birtar á ensku í vikublöðunum, en ekki því, að fara eigi að prenta ís- lenzku blöðin á ensku, eins og einn maður að minsta kosti hefir spurt um. « * * * Guðmundur Sigurðsson frá Ashern, Man., er staddur í bæn- um í viðskiftaerindum. * * * Nafn einnar konu féll af ógáti úr í síðasta blaði, þar sem taldar eru konurnar, sem í nefnd voru skipaðar til þess að taka á móti Halldóru Bjarnadóttur. Nafn þessarar konu er Mrs. Albert Wathne og er hún annar fulltrú- inn frá Hannyrðafélaginu. * * * Stúkan Hekla heldur skemti- fund næstkomandi fimtudagskv Söngur ræður og upplestur. — Vænst eftir að meðlimir fjöl menni. * * * Útnefningarfundur var haldinn að 910 Palmer- ston Ave., föstudagskvöldið 26 febr. s. 1. útnefndir voru tveir af hálfu Vestur-íslenzkra hlut- hafa til að vera í vali á aðalfundi Eimskipafélags fslands í Reykja- vík í næstkomandi júní mánuði í stað hr. Árna Eggertssonar sem þá hefir útent sitt tveggja ára tímabil. útnefndir voru með jöfnum atkvæðum hr. Ámi Egg ertsson og hr. J. J. Bíldfell. Skemtisamkoma 17. Marz. Til arðs fyrir væntanlegt sumarheimili bama verður haldin í kirkju Sambandssafnaðar MIÐVIKUDAGINN, 17. þ. m. undir forstöðu Kvennasambands hins Sameinaða kirkjufélags TIL SKEMTUNAR VERÐUR: 1. Ávarp forseta..........Mrs. S. E. Björnsson 2. Bamakór......undir stjórn Ragnars H. Ragnar 3. Vocal solo....r.........Mrs. K. Jóhannesson 4. Ræða............Prófessor Watson Kirkconnell 5. Viölin solo.................Mrs. Wm. Hurst 6. Lesin kvæði............Gutt. J. Guttormsson 7. Barnakór.....undir stjórn Ragnars H. Ragnar Inngangur er ókeypis en samskota verður leitað. Hér er um verulega skemtun að ræða. Fjölmennið. Samkoman byrjar kl. 8.30 e. h. - - Hér með þakka eg fyrir hönd Kvenfélags sambandsins, fyrir $5 (fimm dali) frá Miss Kristínu Thorfinnsson, Garðar, N. Dak., í byggingarsjóð barnaheimilisins. Miss Thorfinnsson er sú fimta í þeirri fjölskyldu, sem sýnir því málefni þá rausn og velvild að senda peningagjöf. Æskilegt og ánægjulegt væri að fleiri íslend- ingar færu að dqemi Thorfinns- sons fjölskyldunnar. Beztu þakkir, Mrs. G. M. K. Björnsson, féhirðir. —Riverton, 6. marz 1937. * * * Bridge Drive Jóns Sigurðssonar félagið I. O. D. E. efnir til spilaskemtunar á mánudagskveldið kemur 15. þ.m í fundarsal Sambandskirkjunnar kl. 8 e. h. Hafa félagskonur tek- ið að sér að styrkja efnilegan nemanda til hljómlistarnáms, og í því augnamiði’ eru að safna $50.00 í sjóð sem varið verður til þessa. Þetta er umfram alt annað starf sem félagið hefir með höndum. Vonast það til að vinir félagsins styrki það nú við þetta tækifæri og f jölmenni á samkomuiía þetta kvöld. Forstöðunefndin. * * * S. 1. mánudag jarðsöng séra Philip M. Pétursson mann af hérlendum ættum, Frederick Lutley, fyrv. Inspector of Cream- eries í Winnipeg, sem dó í Re- gina, Sask., 1. þ. m. Útförin fór fram frá Thompson’s útfararsal og jarðað var í Brookside. * * * \ Á nýafstöðnu Þjóðræknisþingi var rætt um þörf, sem að á því væri, að leitast við að bjarga frá glötun ýmsum þjóðlegum fróð- leik sem Vestur-íslendingar búa yfir, bæði þann, er landnemarnir flúttu með sér vestur um haf, og hefir við framrás tímans fall- ið núlifandi kynslóð í arf; en einnig ýmsum fróðleik (áður ó- prentaðan) úr reynslu fólks vors hér vestra. Er hér sér í lagi átt við: sagnir frá fyrri tímum, ljóð, sagnir um fyrirburði, drauma, hugskeyti og dulræna reynslu. Sumt af þessu kynni eldri kyn- slóðin að eiga í handritum, eða geymt í minni manna. Er það einlæg löngun Þjóðræknisfélags- ins, þótt seint á degi, sé til handa hafist, að safna saman sem mestu af því, sem markvert er, og talist gæti sérkennilegt fyrir íslenzkt hugsanalíf. Það er skoð- un Þjóðræknisfélagsins að mikið af slíkum auði sé eign ættbálks- ins í Vesturheimi. Væntir félagið bæði samvinnu fólks að láta slíkan fróðleik í té, og þá einnig, að það sem í té yrði látið væri vandað og frambæri- legt á allan hátt. Nefnd til þess að hafa málið með höndum, var kosin á þing- inu, í henni eru þeir: Séra Guðm. Árnason, Lundar, Man. Hr. J. J. Bíldfell, Winnipeg, Man., og Séra Sigurður ólafsson, Árborg, Man., er sú nefnd fús til að veita mót- töku fróðleik þeim, sem að hér er óskað eftir. Nefndin. Gleymið ekki skemtisamkom- unni 17. marz í kirkju Sam- bandssafnaðar í Winnipeg. Þar les Guttormur skáld Guttorms- son upp kvæði; þorum vér að veðja um að hann kemur áhorf- endunum brátt til að hlægja. Þa1 fara og fram söngur og ræðu- höld, svo á skemtun verður þar engin þprð. Inngangur er ókeyp- is, en samskota verður Ieitað til arðs fyrir sumarheimili fyr-jr börn, sem í ráði er að reisa á Hnausum. * * # Eg vil vinsamlegast biðja alla meðlimi Þjóðræknisfélags fslend- inga í Vesturheimi að senda mér ársgjald sitt fyrir yfirstandandi ár og mun 'eg þá strax senda Tímaritið XVIII árg, sem nú er [nýútkomið, og allir skuldlausir meðlimir fá sent án endurgjalds. Ársgjaldið er aðeins einn doll- j ar á ári og vildi eg skora á alla i góða íslendinga sem ekki nú þegar eru meðlimir að draga ekki lengur að ganga í félagið. Virðingarfylst, Guðmann Levy, fjárm.r. 251 Furby St., Winnipeg * * * Andrés Skagfeld frá Oak Point, Man., var staddur í bæn- um s. 1. mánudag. * * * Ásm. Johnson frá Sinclair, sem um fjögra mánaða skeið hefir dvalið í Bandaríkjunum, kom til bæjarins um helgina og mun fara vestur til Sinclair innan skamms. Hann kvað líf og fjör í öllu syðra. * * * Samkomu til arðs fyrir laugar- dags-íslenzkuskólann og barna- blaðið Baldursbrá er verið að efna til. Verður hún haldin föstudagskvöldið 9 apr. í Fyrstu lútersku kirkju. — Barnakór skemtir þar. Börnin lesa og upp á íslenzku. Nánari fréttir af þessu síðar. * * * Guðm Jónsson frá Vogar og i börn hans, Björn, Jón, Eiríkur | og Mrs. Sigfús Hólm, komu t’ ! bæjarins s.l. viku til að vera við | útfór Jóns G. Jónssonar, er fór fram s. 1. laugardag. JOHN G. JOHNSON DÁINN ! DO YOU PLAY 0 BRIDGE? 0 The Junior Women of the First Icelandic Federated Church cordi- ally invite you and your friends to play Bridge Saturday nights, start- ing February 20th in the Church Parlors, Sargent and Banning. Unusual prizes being offered. Refreshments served, followed by sing-song and dancing. Come and enjoy a real sociable evening with your friends. ADMISSION 25c Bridge starts 8:15 sharp “Eg felli tár, en hví eg græt? því heimskingi eg er!” Þessar tvær Ijóðlínur eru úr kvæði er Kristján Jónsson sagði um vin sinn látinn, og er mér eitthvað líkt í hug þó eg geti ekki komið mínum orðum að því, og þessvegna tek þau að láni. Eftirfarandi línur er engin ! æfínminning, heldur aðeins sundurlausar minningar um vin minn látinn eins og eg þekti hann og vildi hafa talað honum á bak. Fæddur var hann á Húsey í Norður-Múlasýslu fyrir 45 árum síðan, sonur Guðmundar Jóns- sonar þá bónda þar, en nú bóndi við Vogar, Man., og konu hans Jónínu Björnsdóttur, sem dáin er fyrir rúmu ári. Var hann þriðji í röðinni af tíu börnum þeirra hjóna, sjö af þeim eru lifandi, fjórar systur, þrjár gift- ar en ein í heimahúsum, og þrír bræður, allir kvæntir og búandi við Manitoba-vatn. — Jón heit- inn var kvæntur konu af ameri- könskum ættum, Maye Germaine Hanscom að nafni; áttu þau eng- in börn, en tóku dreng til fósturs er nú er ellefu ára og ber þeirra nafn. — Meira um ætt Jóns heit. er mér ekki kunnugt að sinni, enda reyndi hann aldrei að skreyta sig með fjöðrum ættar sinnar. Honum var það megin- mál að reyna af fremsta megni, að vera jafnoki sinna forfeðra, svo framarlega að tækifæri byð- ist að sýna það í orðum og at- höfnum, og þeirri hugsun brást hann aldrei fremur en öðrum hugsjónum sínum. Var honúm líkt farið í þessu sem Abraham Lincoln er hann var spurður um ætterni sitt, er hann svaraði: Mér er sama hverjir voru forfeð- ur mínir, það eina er mig varðar um er, hver eg er. Jón heitinn var greindur vel frá náttúrunnar hendi, sem bezt sést á því, hvað vel hann komst áfram og skipaði háa og ábygrð- armikla stöðu síðustu ár æfi' sinnar, þegar þess er gætt, að hann fékk nálega enga skóla- mentun hvorki hér í landi eða heima á íslandi Hann var ljóð- elskur maður, enda talsvert sjálfur hneygður til ljóðagerð- ar, þó hann færi dult með. Kunni hann fádæmin öll af kvæðum ýmsra skálda og þuldi þau stund- um í vinahóp, er svo bar undir, þeim til gagns og skemtunar. Einnig var hann prýðilega að sér í öllum fslendingasögunum, og það svo um skör fram, að hann gerði okkur sem uppaldir vorum á íslandi minkun með vankunn- áttu okkar og minnisleysi. Jón heitinn var gleðimaður mikill, síkátur og reifinn, fynd- inn, skýr og glöggur, og varð það til þess, meðal annars, að öll- um leið vel í samveru við hann. Hann átti fjölda vina og kunn- ingja, en engan óvin, svo eg til vissi. Samt var þetta laust við allan roluskap, því fáir munu hafa haldið einarðlegar á málum og sannfæring en hann. Hann var mikill vinur vina sinna, bón- góður og úrræða skjótur enda svo í hag búinn, að hann bæði vildi, gat og gerði nálega alt fyr- ir alla er til hans leituðu. Hann var frjálshugsandi bæði í orðum og athöfnum, sem og í pólitík og trúmálum, og fylgdist vel með öllum framfaramálum þjóðar- innar. Hann var sannsýnn mað- ur í fyrsta máta og framúrskar- andi áreiðanlegur í öllu — vildi í öllum greinum, bæði í orði og verki, borga keisaranum er hon- um bar og guði og mönnum, sem þeirra var. Jón heitinn var ásjálegur mað- ur útlits, sex fet á hæð, axlaber og beinvaxin, miðmjór og limað- ur vel; að öllu hermannlega skapaður, enda var hann ur þriggja ára skeið í þjónustu lands og þjóðar á Frakklandi í stríðinu mikla, og kom með þær minjar til baka er að lokum leiddu hann til dauða. Hann __ varð bráðkvaddur á fimtudaginn var (4. marz) og var jarðsunginn síðast liðinn laugardag að viðstöddum mörg- um vinum og vandamönnum. — Hafði hann lengi verið heilsu- veill, en var nú, að því er virðist, í afturbata, er dauða hans bar að. Vil eg svo enda þessi fánýtu orð, sem aðeins eru sögð af góð- um vilja og skyldurækni við þennna framliðna vin minn, en af vanmætti hugsuð, með niður- lagi vísunnar er eg byrjaði á: “Þín minning, hún er sæl og sæt, og sömu leið eg fer.” Sveinn Oddsson MESSUR og FUNDIR 1 kirkju SambandscafnaOar Messur: — á hverjum sunnudegi Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á íslenzku. SafnaSarnefndin: Fundlr 1. fðstu- deg hvers mánaðar. Hjálparnefndin: — Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngœfingar: Islenzki söng- flokkurinn á hverju fimtu- dagskvöldi. Enski söngflokkurinn á hverju föstudagskvöldi. Sunnudagaskólinn: — Á hverjum sunnudegi, kl. 12.15 e. h. Við Kviðsliti? Til linunar, bóta og styrktar reynið nýju umbúðimar, teyju- lausar. Stál og sprotalausar. — skrifið: Smith Manfg. Company, Dept. 160, Preston, Ont. Nokkrar greinar og ljóð sem Hkr. hafa verið sendar og höf. hafa ef til vill búist við að kæmu í þessu blaði, verða að bíða næsta blaðs. “THERMIQIJE HEATERLESS PERMANENTS” THE ERICKSON’S BEAUTY PARLOR 950 Oarfield St. Open 9—6 p.m. Phone 89 521 ÍSLENZKA BAKARÍIÐ 702 SARGENT AVE., Winnipeg Einasta íslenzka bakaríið í borginni Vörur sendar heim samstundis og um er beðið. — Pantanir utan af landi afgreiddar fljótt og vel. Sími 37 652 THOR GOLD Mining Syndicate NAMURNAR ERU 20 MILUR AUSTUR AF KENORA, ONT., VIÐ ANDREW FLÓA — LAKE OF THE WOODS Félagið hefir umráð á 400 okrum i námulandi við Andrew Bay, Lake of the Woods í Ken- ora-umdæmi. Sýnishom af handahófi í nám- unni hafa reynst frá 50c upp i $40,000 úr tonninu og i Channel Samples eru frá 60c upp í $60.00 i tonninu. KAUPIÐ NCf— A $10 HVERT UNIT (300—500 hlutir í Unit) Thor Gold Mining Syndicate Head Office: 505 Union Trust Bldg., Winnipeg Man. Ráðsmenn: Forseti: M. J. THORARINSON 370 Stradbrooke St., Winnipeg Skrifari og féhirðir: SKULJ BENJAMINSON Whittier St., St. Charles, Man. ÍSLANDS-FRÉTTIR Frá Eskifirði Eskifirði, 4. febr. Pilturinn, Einar Sigurjónsson, í Eskifirði, er særðist geigvæn- legu skotsári fyrir ofan hægra auga, síðastliðinn föstudag, er nú að dómi læknis talinn úr allri hættu og líður honum vel. Bleytuhríð hefir verið á Eski- firði undanfarna daga og algert hagbann þar um slóðir. Héy- birgðir eru alment nægar enda einmunatíð og blíðviðri allan síð- astl. mánuð. Síldveiði hefir ver- ið í net undanfarið, en er nú þverrandi.—Vísir. _ * * * Heybruni Nýlega brunnu á Þjótanda í Árnessýslu um 40 hestar af heyi í hlöðu og 6 kindur köfnuðu í húsi áfast við hlöðuna. Kvöldið áður hafði verið borið ljós í hlöðuna, en að öðru leyti er ó- kunnugt um eldsupptök. All- mikil fannalög eru um miðbik Rangárvallasýslu og hagar litlir. —13. feb. Vísir. . JUMBO eða KONUNGUR hlnna Risavöxnu POMPKENA Stærsti verðlauna vinnandi á sýning- um, oft 100 til 200 pd. Kjaminn ljós- gulur, smágerr, þéttur og mjúkur. ö- vidjafnanlegt í pæ eða til fóðrunar. Geymist vel. Fræbréfið 10c; unz 25c; %pd. 65c; burðargjald 3c. ÓKEYPIS—Krýningar verðskrá auglýsir 2000 frætegundir DOMTNION SEED HOUSE Georgetown, Ontario Það er þjóðræknisatriði að kaupa íslenzkan mat og neyta hans! Þar sem eg enn hefi töluvert eftir af vörum þeim sem eg fékk frá íslandi í vetur, og af því að það er nauðsynlegt að þær selj- ist sem fyrst hefi eg ásett mér að setja verðið niður sem hér segir. Þetta er langt fyrir neð- an markaðs prís, en vegna óum- flýjanlegra ástæða verð eg að losast við allar þessar vörur. Harðfiskur.....18cpundið Kryddsíld ......25c dósin Mjólkurostur ... 40c pundið Síma og póstpantanir afgreiddar tafarlaust. G. FINNBOGASON Sími 80 566 641 Agnes St. Wpg.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.