Heimskringla


Heimskringla - 07.04.1937, Qupperneq 1

Heimskringla - 07.04.1937, Qupperneq 1
LI. ÁEJGANGUR WINNIPBG, MIÐVIKUDAGINN, 7. APRÍL 1937 / NÚMER27. HELZTU FRÉTTIR Fjárhagsáætlun Manitoba-fylkis Hér skal í stuttu máli skýrt frá aðal-atriðunum í fjárhags- áætlun Bracken-stjórnarinnar á komandi ári (frá 1. maí 1937 til 1. maí 1938). Fjárhagsreikning- arnir voru lesnir upp í þinginu s. 1. föstudag. Vinnulaunaskatt á að lækka á 30,000 manns; telst stjórninni eða fjármálaráðgjafa hennar Hon. S. S. Garson svo til sem það mun hafa $400,000 tekjuó- lán í för með sér. Áætlaðar tekjur á árinu nema $14,169,873, en útgjöld $14,563,- 648. Tekjuhalli á rekstursreikn- ingi ársins, er því $472,775. En um þennan tekjuhalla er það sagt, að við því sé búist, að sambandsstjórnin greiði hann og dálítið meira, svo að það sem Bracken-stjórnin hefir gert fylk- inu ílt, snúist þvi til góðs fyrir atbeina sambandsstjórnarinnar. Við lækkun vaxta á skuld fylk- isins, er ekki gert ráð. Það kvað eiga að bíða þar til konunglega nefndin, sem sambandsstjórnin hefir skipað til að rannsaka fjár- hag fylkja vesturlandsins hefir lokið starfi. Lög er búist við að verði sam- þykt, er að því lúta, að sam- bandsstjórnin innheimti tekju- skatt fylkisins með sínum skatti og greiði svo fylkisstjórn- inni sinn skerf af honum. Að sambandsstjórnin taki að sér innheimtu fyrir Brackenstjórn- ina, er þó næsta ólíklegt. Af eftirlauna lífeyri til blindra greiðir fylkið $12,000, an sambandsstjórnin $48,000. Ef ekki kemur inn nægilegt fé til þess að greiða útgjöldin, kveðst stjórnin segja af sér og láta ganga til kosninga. Með því á að þröngva s'ambandsstjórn- inni til að greiða tekjuhalla þessa fylkis. Á yfirstandandi ársreikningi (1936—37) er gert ráð fyrir að tekjur og útgjöld standist á 30. apríl, er fjárhagsárinu lýkur. Þá var þó við tekjuhalla búist, er nam $295,229. útgjöldin urðu á þessu ári (1936—37) $404,261 meiri en á- ætlað var. Tekjurnar eru samt sem áður það meiri en við var búist, að fyrir tekjuhalla er ekki gert ráð í lok fjárhagsársins (30. apríl 1937). Atvinnuleysis-kostnaður vfylk- isins nam á árinu sem nú sterid- ur yfir $3,500,000. Var það fé tekið að láni frá sambandsstjórn og fært á heildarreikning fylkis- ins, en er ekki með þessa árs út- gjöldum talið, heldur áranna mörgu, sem í hönd fara og sem Bracken-stjórnin býst að minsta kosti ekki við að útgjöld hafi mikil. Á árinu sem lýkur 30. apríl 1937, hefir skuld fylkisins aukist $3,500,000. öll er skuld Manitobafylkis eða var 31. jan. 1937 — $127,- 260,200. Á reikningum fylkisins er þess getið, að atvinnuleysiskostnaður- inn hafi numið $49,903,027 í Manitoba síðast liðin sex ár. Af þeim kostnaði hefir fylkið (með sveitum og bæjum) greitt $17,- 504,846. í þessum kostnaði er með talinn styrkur til bænda í Þurkahéruðunum og kostnaður við að útvega atvinnulausum jarðnæði út í sveitum. Um það hvað mikið greitt hefir verið í vexti af lánsskuld fylkisins í ár, eða í sex ár, getur ekki. En eflaust er hún helm- ingi hærri, en kostnaður fylkis- stjórnarinnar af atvinnuleysinu. 12. maí helgidagur í Canada Krýningardagur George VI. Bretakonungs, tólfti maí, verður haldinn helgur í Canada. Var þessu lýst yfir á sambandsþing- inu s. 1. fimtudag. En samkvæmt lögum um skipun helgidaga, nær tilkynn- ing stjórnarinnar aðeins til stjórnarstofnana og banka. En þess var eigi að síður getið á þinginu að búist væri við, að dagurinn yrði sem almennast heldinn helgur og með hátíðar- höldum. Að messur fari fram annað hvort 12. maí, eða næsta sunnu- dag fyrir krýningu, hefir verið æskt. Fykisstjórnum hefir verið til- kynt þetta. Eru þær jafnframt beðnar að hvetja bæi og sveitir til að halda daginn hátíðlegan eftir föngum. Hefir sofið í fimm ár Patricia Maguire, 32 ára göm- ul stúlka í Chicago féll í svefn fyrir 5 árum og hefir enn ekki vaknað. Ástand hennar er mjög það sama og 1932, er hún sýkt- ist, að öðru leyti en því, að hún hefir þyngst um 20 pund. Lyf við lömunarveiki? Dr. F. W. Jackson aðstoðar heilbrigðismálaráðgjafi í Mani- toba, sagði frá því nýlega, að lækning lömunar sýkinnar, sem hér gekk um tíma, hefði reynst vel með blóðvatni (serum) úr mönnum, sem veikina höfðu tek- ið, en voru á batavegi. Ekki munu allir telja lyfið fundið við þessari sýki með þessu, en lækn- um í Manitoba kemur saman um, að læknandi áhrif þess séu svip- uð og lyfja við barnaveiki, sem á sama hátt er úr sjúkum tekin. Lögin um helgihald Lögin um helgihald í Canada verða ef til vill tekin til íhugunar á næsta sambandsþingi (ekki því er nú stendur yfir) og breytt, samkvæmt því er dómsmálaráð- herra, Ernest Lapointe sagði frá á þingi s. 1. fimtudag. Lög þessi eru 92 ára gömul. T. L. Church, íhalds-þ.m. frá Toronto-Broadview, hreyfði mál- inu. Kvað hann lögreglu ýmsra bæja í landinu vera að lögsækja menn og sekta fyrir brot á þess- um lögum sem væru svo úrelt, að enginn hefir farið eftir þeim í mannsaldur eða meira. Til ðæm- is hefði dómur verið nýlega kveðinn upp um það í Toronto að menn mættu ekki synda r sunnudögum. Kenslustundum fækkað í kristnum fræðum Skólanefnd borgarinnar Oslo í Noregi samþykti fyrir nokkru (26. febr.) með 16 gegn 14 at- kvæðum tillögúr skólatilsjónar- mannsins um takmörkun krist- indómsfræðslu, svo að hægt væri að verja fleiri kenslustundum til smíða, handavinnu og leikfimi o. s. frv. J. A. Banfield dáinn Joseph Alexander Banfield, sá er húsgagnasölu rak að 492 Aðal- stræti í Winnipeg frá 1908 til 1930, dó s. 1. föstudag í Detroit; dvaldi hann þar hjá dóttur sinni. Hann var á sínum tíma einn aff fremstu viðskiftahöldum Vestur- Canada. Fæddur var hann í borginni Quebec 1856, en kom fyrst til vesturfylkjanna 1879, sem verzlunar-umboðsmaður og ferðaðist á hestbaki og í fólks- flutningavögnum þeirra tíma. sem nefndir voru “Cabooses” og ef til vill stundum fótgangandi. — Hann var því þátttakandi í starfi og striti frumbyggja vest- urlandsins og mun fyrir það hafa skilið samborgara sína mörgum betur og verið lifandi grein þjóð- lífsstofnsins sem hér óx upp og vöxtur hans og prýði, en ekki ein af viðskiftablóðsugum nútím- ans. Lækkun vinnulaunaskattsins Eins og vikið er að í fjárlög- um Manitoba-fylkis, sem lesin voru í þinginu s. 1. föstudag, er gert ráð fyrir að lækka vinnu- launaskattinn á 30,000 manns. Hverjir eru þeir lukkulegu, sem þetta nær til ? ógiftir menn, sem tekjur hafa frá $480 til $600 á ári, eru nú undanþegnir skatti. En fari tekj- ur yfir $600, verða þeir að greiða skatt. Hjón barnlaus gjalda ekki skatt fyr en tekjur þeirra nema meiru en $1200 á ári. Fyrir hvert barn í fjölskyld- unni, er $200 undanþága frá skatti veitt. Hjón og tvö börn í fjölskyldu, greiða því ekki skatt fyr en tekjur nema meiru en $1600 á ári. Lundendorff ræðst á trúna Erich Ludendorff, yfirhers- höfðingi Þjóðverja í stríðinu mikla, og riú 72 ára gamall, lýsti stríði á hendur öllum útlendum trúarbrögðum, kristni, kaþólsku, gyðingatrú og hvaða oftrú eða prestatrú sem væri s. 1. sunnu- dag. Ollir þetta talsverðu upp- námi í Þýzkalandi. Er þess full vop ofan á eldinn og illdeilurnar sem þar voru fyrir milli Hitlers og páfans í Róm. Árið 1926 segir sagan að Lud- endorff og kona hans, Dr. Matt- hilda von Kemnitz, hafi gengist fyrir útbreiðslu nýrrar trúar- hreyfingar, er vera átti í meira samræmi við þroska þýzku þjóð- arinnar og eðlisfar hennar en kristni, kaþólska eða önnur trú- arbrögð. En kenning þessi var ekki viðurkend af ríkinu. Nú bregður svo við, að Hitler hefir viðurkent hana sem hverja aðra landstrú, kaþólsku, prótestanta trú o. s. frv. En þá dregur Lud-1 endorff sverðið úr sliðrum og of- sækir nú kaþólskuna, gyðingatrú og jafnvel kristnina. Hann telur þessi trúarbrögð öll útlend og hafi í þeim eina skilningi verið boðuð, að öðlast víðtækt vald yfir þýzku þjóðinni, sem öðrum þjóðum. Dæmin af því segir hann nú framkomu páfa gagn- vart Þýzkalandi, þar sem ekki sé horft í það á þessum neyðatím- um þýzku þjóðarinnar, að rísa upp á móti stjóm landsins. Skað- ræðið sem Gyðingar hafi unnið Þýzkalandi, sé annað dæmið af því til hvers útlenda trúin sé boðuð. Kenningu sína eða siðalær- dóm, óðins-trú sína, eins og blað- ið Free Press nefnir það, boðar Ludendorff í riti er hann gefur út og hei,tir “Am Heiligen Quelle Deutcher Kraft” (til hinnar heil- ögu uppsprettu er þjóðinni veitir þrótt og líf). Er því þar haldið fram, að nema því aðeins að þjóðin þekki sinn vitjunar tíma og taki Ludendorffs trú, bíði hennar tortíming. Um páfann og kaþólsku kirkj- una segir Ludendorff, að þar sé skæðasti óvinur Þýzkalands. Ennfremur segir hann ,'um dogmur kristninnar sem hann svo kallar, að þar sé um útlend trúarbrögð að ræða, sem geri lít- ið úr þjóðararfi vorum, sem svæfi alla meðvitund um þjóðar- kosti og þjóðareiningu, sem leiði til ósjálfstæðis og menn standi uppi ráðþrota og aðgerðarlausir, hvað sem að höndum beri, þar til útlent vald komi til sögu og segi þér hvað gera eigi. Þessi sorg- legi sannleikur vitraðist mér loks eftir margra ára alvarlega rannsókn og íhugun, segir Lud- endorff. Eg hefi lesið Biblíuna, segir Ludendorff, og sé og skil hvað kristindómskreddurnar þar eiga að þýða, sem Gyðingar sjálfir trúa ekki, en þeir álíta nauðsyn- legt fyrir aðra að trúa. Það var árið 1927, sem eg sannfærðist fyllilega um hvert páfinn í Róm, Gyðingar og múr- arar stefndu í alheims valdapóli- tíkinni. Þessi kenning eða stefna Lud- endorffs kvað hafa talsvert fylgi í Þýzkalandi. Frá Alberta Það hefir mikið verið sagt um það hér um slóðir, að Aberhart forsætisráðherra Alberta, væri að fara frá völdum, að fylgis- menn hans á þingi væru óánægð- ir með hve seint gengi að skipu- leggja social credit í fylkinu og síðast í gærkveldi var talið sjálf- sagt, að hann færi frá völdum á komandi sumri. Það getur ein- hver átylla verið fyrir öllu þessu, en hvað af því reynist satt, get- ur enginn gizkað á. Það er satt að menn hans hafa fundið að því, að hann sé seinn að skipuleggja starf sitt. En þegar kom til að kjósa þessa skjótvirku menn í nefndina sem þingið kaus og sem búin á að vera að leggja ráð á fyrsta júlí. hvernig social credit hugmynd- in skuli framkvæmd, fást engir þeirra til að vera í nefndinni. — Þegar þessir sömu ménn höfðu sýnt sig í andstöðu við Aber- hart, og álitið var að þeir mundu kljúfa stjórnarflokkinn, var mjög mikið úr því gert, að Aber- hart sæti við völdin fyrir náð þeirra og ekkert annað. Á hitt hefir ekki mikið verið minst, að við sjálft lá, að allir þessir þing- menn, sem á móti Aberhart risu, yrðu að segja af sér, vegna óró- jans sem upp kom í kjördæmun- um út af framkomu þeirra. — Ætli það geti ekki verið vegna þessa, a(5 Aberhart situr í sessi sínum óhultari en áður og að það hafi verið þessa andstæðinga í flokki hans, sem fylgi brast, er á átti að herða, en ekki Aberhart? f gær var í fréttum blaðanna haft eftir vátryggingar agent frá Toronto, er á ferð var í Alberta nýlega, að Aberhart mundi verða á krýningarhátíð George VI, honum væri á sama um alt heima fyrir, því hann byggist senn við að verða rekinn frá völdum. — Skyldu þessi orð verða höfð um för nokkurra annara á krýning- arhátíðina? Það getur vel verið að stjórn- inni í Alberta fatist, en að spá nokkru þar um að svo komnu, er of snemt. Kosningar í B. C. Kosningar verða á þessu vori í British Columbia-fylki, sam- kvæmt því er forsætisráðherra T. D. Patullo skýrði frá í gær. Kosningadagurinn er ekki á- kveðinn. Kosningar fóru fram 1933 í fylkinu. Unnu liberalar þá mikinn sigur, hlutu 34 þingsæti af 47 alls. C. C. F. flokkurinn er næst mannfelstur á þingi með 7 þingmenn. Tillaga Willis feld Á Manitoba-þinginu gerði Mr. Willis foringi íhaldsmanna til- lögu nýlega um að lækka út- gjöld stjórnarinnar um $800,000. Kvað hann það hægt og meira til án þess að almenningur biði nokkurt tjón við það. Tillagan var rædd. Þegar til atkvæða kom, voru aðeins 8 með henni en yfir þrjátíu á móti, í haldsmenn vorU 9 á þingi, en einn þeirra greiddi atkvæði á móti Willis og tók sér einum eða tveim dögum síðar sæti annar staðar í þingsalnum og yfirgaf íhaldsflokkinn. Hann heitir Mr. Lewis" og er þingm. frá Rock- wood. Allir aðrir þingflokkar, að Stubbs og öðrum óháðum. meðtöldum greiddu atkvæði með stjórninni, en móti Willis. Útgjöld stjórnarinnar vilja þessir flokakr sjáanlega ekki að séu lækkuð. Þeir vilja meiru eytt — í þarfir almennings auð- vitað. En hér skjátlast þeim. Ef hægt er að sýna að meira en einn þriðji af núverandi útgjöldum sé almenningi til nokkurs góðs, tekst betur til en vér ætlum. — Tveir þriðju útgjal,danna eru bruðl, nýtt og gamalt. Ekkert annað. Ef almenningur kysi nefnd til að ráða fram úr að bæta hag sinn og til þess væri skotið sam- an 14 miljón dölum og þeir af- hentir nefndinni, mundi ekki al- menningur krefjast meiri fram- kvæmda af þessari nefnd, en gert er nú af stjórn þessa fylk- is? Yrði hann ánægður með að fyrir alt þetta fé væri slett nokkrum skóflum af möl á veg- spotta fjórða hvert ár? Þó mikið af útgjöldum nú séu vextir af skuldum, afsakar það ekkert. Skuldirnar eru til fyrir bruðl og óframsýni. Vér erum hálf hissa á verka- mannafulltrúunum, social credit- þingmönnunum og Mr. Stubbs, að greiða atkvæði með bruðli þeirrar stjórnar, sem bæði hefir lýst því yfir og sýnt í verki, að hún sé ekki ábyrgðarfull fyrir nokkru sem hún hefst að. Kveikt í mörgum skólahúsum í B. C. S. 1. sunnudag var kveikt í 10 skólum og samkomuhúsum í Bri- tish Columbia-fylki, í héruðum sem Doukoborar búa í. Er eng- inn efi á því, að brunar þessir eru af mannavöldum. Hefir skólanefndin í Winlaw, sem er þorp 15 mílur norður af Nelson, beðið yfirvöldin að leyfa sér- staka skóla fyrir Doukobora. — Menn eru engu vísari um hverj- ir verk þessi hafi unnið. En brunar þessir eru Ijóst merki þess, að samkomulagið sé ekki gott milli Doukobora og ná- granna þeirra. ÍSLANDS-FRÉTTIR Um 150 tilraunadýr kafna í reyk á rannsóknarstofu Háskóla fslands Rvík, 2. marz Klukkan tæplega 6 á laugar- daginn var slökkviliðið kvatt að Rannsóknarstofu háskólans, en þar hafði kviknað í búri, sem til- raundýrin voru geymd í. — VORBOÐI Aftan roðinn boðar blíðu. Blána himin-tjöldin víðu. Loga fjöll við sólar-síðu. Sigra vinna leiftrin tíðu. Gróður árla fer á fætur. Fegurð krýnir sumar-nætur. Frelsið syngur böli bætur. Brosið grær við hjarta-rætur. Nóttin fléttar daggar dúka dagsins gyðju, lokka mjúka morgunvindar stiltir strjúka, strengleikanna höll upp ljúka. Opnast dýrð við ljósalínu. Leikur sér í hjarta þínu. Vagga blóm á dvalins-dínu. Drottinn lítur eftir sínu. Leika yfir vitum vallar vængjasveitir töfra-hallar. Spriklar líf um æðar allar, ögrar, gleður, nærir, kallar. Klýfur loftið árnaðsalda, ofin magni ljóssins valda. Gæfustrengi tímans tjalda, til þín ber ’ún hundrað-falda. Davíð Björnsson Slökkivliðið réði brátt niðurlög- um eldsins, en vegna reyks kafn- aði um helmingur tilrauna- dýranna, eða um 50 mýs, 50 rottur, 15 kanínur og 20 nag- grísir. Eitthvað af tilraunum, sem gerðar höfðu verið ónýttust, snertu sumar þeirra borgfirzku f járpestina. — Talið er að kvikn- að hafi út frá miðátöðvarofni. * * * Álit dýralækna um borgfirzku veikina D.ralæknar landsins hafa samkvæmt boði landbúnaðarráð- herra setið á ráðstefnu hér í bænum undanfarna daga til að ræða um orsakir borgfirzku f jár- pestarinnar. Hafa fjórir þeirra, Bragi Steingrímsson, Sigurður Hlíðar, Hannes Jónsson og Jón Pálsson, komist að þeirri niður- stöðu, að veikin sé ekki “sjálf- stæður sjúkdómur, heldur sjúk- dómsform, sem kemur fram í sambandi, beint eða óbeint við tvo áður þekta sjúkdóma: lungnadrep annarsvegar og lungnarorma hinsvegar”. — Þá telja þeir engar sannanir fyrir því að veikin sé bráðsmitandi og ólæknandi, því “oss er kunnugt um nokkra sjúklinga, sem taldir eru að hafa haft þessa veiki, en hafa nú náð nokkrum bata.” Tveir af dýralæknunum, Ás- geir Einarsson og Ásgeir ólafs- son, eru ekki að öllu leyti sam- mála hinum, en “telja þó senni- legt, að veikin sé ekki nýr (inn- fluttur) sjúkdómur, heldur sjúk- dómsform, sem komi fram í sam- bandi við tvo áður þekta sjúk- dóma: Lungnapest annsvegar og lungnaormaveiki hinsvegar”. “Hinsvegar teljum við”, segja þeir, “að veikin sé nýtt fyrir- brigði að því leyti, að svo illkyn.i- aður faraldur í sauðfé hafi ekki komið fyrir á síðari áratugum. Ennfremur teljum við veikina nýtt fyrirbrigði að því er snertir sjúklegar breytingar £ lungum og sum ytri sjúkdómeinkenni”. —N. Dbl. 3. marz. * * * f fyrsta sinn í febrúarhefti indverska tíma- ritsins The New Outlook, sem gefið er út í Ahmedabad í Ind- landi, birtist grein eftir Ingvar Sigurðsson undir fyrirsögninni: “The World State Must Come”, alríkið hlýtur að koma. Þetta ,er talið vera í fyrsta sinn, sem íslenzkur maður ritar um slík efni í indverskt tímarit.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.