Heimskringla - 07.04.1937, Page 2

Heimskringla - 07.04.1937, Page 2
2. SÍÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 7. APRÍL 1937 RÆÐ A flutt á fylkisþingi Manitoba 26. febr. 1937 af Salome Halldórsson þingfulltrúa fyrir St. George kjördæmi. Framh. Mér finst áríðandi að gera -sér glögga grein fyrir því hvað pen- ingar eru: “Alt «ru peningar sem sá er hefir varning til sölu er viljugur að taka í skiftum fyrir varnnig sinn, og skiftir engu úr hverju þeir eru tilbúnir.” Marg- ir hlutir hafa verið notaðir fyrir peninga, svo sem leðurpjötlur, skeljar, málmplötur, ýmiskonar kopar, silfur, gull, pappírsnepl- ar og tölustafir í bókum. Til tryggingar fyrir gjaldgengi pen- inga þarf aðallega tvent, fyrst að varningur sé til sölu, og ann- að að sá sem varninginn á, trúi því að fyrir peningana geti hann aftur fengið það, sem hann vill eignast. Að ekki er nauð- synlegt að tryggja peninga með gulli eða silfri má meðal annars sjá af því alkunna dæmi. Þegar herforingi einn, de Meules, að nafni, snemma á dögum hins franska landnáms hér í Canada, komst í peningaþröng, þetta var um vetur og skipagöngur teptar. Hann tók það til bragðs að borga hermönnum sínum mála, með því að klippa niður spil, hvert í 4. parta, skrifaði á þau upphæð- ina, sem hverjum bar og setti nafn sitt undir. Þetta átti að- eins að vera bráðabirgða ráðstöf- un, en það reyndist svo, að þessir spilafjórðungar gengu manna á milli og greiddu viðskiftin engu síður en gull og silfur, og er sagt að sumir verzlunarmenn hafi heldur viljað þá en málmpen- inga. Á miðöldunum var peninga- útgáfurétturinn í höndum kon- unganna, þegar þeir voru í pen- ingaþröng létu þeir stundum fella málminnihald peninganna. var þá ríkismyntin heimt inn og önnur ný gefin út, sem hafði minna gull eða silfur innihald. Og virðist svo að peningar í um- ferð manna á milli hafi verið nægir til að fylla viðskiftaþörf þeirra tíma. En þess er að gæta að hvert bygðarlag var þá að mestu leyti sjálfbjarga, og fram- leiddi fyrir sínar eigin þarfir. Og gjaldmiðill var þá ekki búinn að ná þeim tökum á viðskifta- lífinu og öllum högum manna, sem hann nú hefir. ‘Þegar Hfsvenjur manna breyttust og peningar fóru að hafa meiri og þýðingu, er það augljóst að gjaldeyrismálin og útgáfuréttur peninga verður þýðingarmesta valdið, sem stjórnendur þjóðanna hafa í höndum, og þeim ætti ekki að líð- ast að selja það í hendur á- byrgðarlausum einstaklingum, svo sem nú á sér stað. Núverandi forsætisráðherra Canada lýsir þessu með velvöld- um orðum er hann segir: “Ef þjóðin lætur af hendi umráðu- réttinn yfir gjaldmiðli sínum og lánsfé, skiftir litlu hverjir semja lögin.” Þegar nýjir peningar eru gefn- ir út eða settir í umferð (þetta á jafnt við um útgáfu nýrra seðla, og bankaávísanir, því leyfi bankanna, til viðskiftamanna að géfa út ávísanir eru nýir pening- ar engu síður en seðlarnir) án þess vörumagnið sé aukið að sama skapi, er leyniskattur lagð- ur á þá sem eiga penpinga þegar aukningin fer fram, og þessi skattur rennur í sjóð þeirra sem skapa hið nýja peningamagn. Ef slík gjaldeyrisaukning er gerð af stjórninni, og féð er notað fyrir nauðsynlegar framkvæmd- ir, getur þetta verið í alla staði afsakanlegt og rétt. Ef einstakir menn fara með þetta vald, hvort sem þeir gera það samkvæmt lögum eða eigi, hafa þeir þar vopn í höndum, sem þeir geta unnið ómetanlegt tjón öllum borgurum ríkisins. Saga peningamálanna sýnir það að á síðari hluta 18. aldar höfðu gullsmiðir Lundúnaborgar fundið upp aðferð til að gefa út gjaldmiðil upp á eigin spítur. Gull var þá, meðal annars notað fyrir gjaldmiðil. Ríka fólkið í borginni hafði þann sið að fela þeim gull sitt til geymslu, þeir höfðu því vanalega mikinn gull- forða á höndum. Því þó einn tæki út gull sitt og fengi það öðrum í hendur þá kom hinn nýji eigandi gullsins vanalega með 'það aftur til gullsmiðsins. Gull- smiðirnir tóku nú upp á því að lána ávísanir á þetta gull, í stað gullsins sjálfs, þessar ávísanir voru tryggðar, með undirskrift gullsmiðanna sjálfra, og gengu mamja á milli, sem gulls ígildi. Og reynslan sýndi að hættulaust var fyrir þá að gefa út ávísanir fyrir miklu stærri upphæðum heldur en svaraði gullforðanum sem þeir höfðu á hendi. Þar er eftirtektavert að gullsmiðirnir áttu ekki sjálfir gullið, sem þeir notuðu. Þeir lánuðu út á eignir viðskiftamanna sinna en leigan rann í þeirra eigin sjóð. Við- skiftareynslan kendi þeim að til- tölulega lítill hluti fólks þess er lánin tók krafðist nokkurn tíma gullsins. Árið 1694 var Vilhjálmur III, Englandskonungur í fjárþröng. Leitáði hann þá til hinna ríku kaupmanna Lundúnaborgar. — Þeir skutu saman og lánuðu kon- ungi eina miljón og tvö hundruð þúsundir sterlingspunda. Vext- irnir voru 8% (átta af hundr- aði). Auk þess fengu þeir fjög- ur þúsund sterlingspunda árs- þóknun fyrir eftirlit. Einnig veitti konungur þeim, í þakkar skyni fyrir þennan greiða, leyfi til að stofna banka og gefa út seðla fyrir jafnstórri upphæð og lánið var. Þetta var upphaf þeirrar stofnunar sem um langt skeið hefir verið einna áhrifa- mest í gjaldeyrismálum heims- ins, Englands-banka. Konung- urinn seldi þarna í hendur ein staklinga það sem forsætisráð- herra Canada segir sé: “Stjórn- endanna augljósasta og helgasta skylda að vernda fyrir þjóðar- innar hönd.” Hinn fyrsti formaður Eng- lands-banka, William Paterson, sagði: “Bankinn dregur leigu fyrir alla peninga sem hann gef- ur út.” Það væri nú feaman að spyrja stjórnendur, sem selt hafa frá sér réttinn til að gefa út pen- inga, og þurfa að taka lán, frá prívat stofnunum, til allra fram kvæmda, hvernig þeir hugsi sér að komast úr skuldum. Þetta lán sem Vilhjálmur þriðji tók varð fyrsti vísirinn til þjóðskuldar Englands, sem síðan hefir vaxið úr liðugri miljón upp í átta þús- und miljónir sterlings punda. Snemma á átjándu öld hafði Englandsbanki náð undir sig einkarétti til seðla útgáfu. Þá fundu prívat bankarnir upp banka ávísana fyrirkomulagið, sem nú er orðið svo útbreitt að heita má að bankaávísanir sé nú aðal gjaldmiðillinn. Eftir því. sem næst verður komist eru 97% af öllum viðskiftum hér í landi borguð-með bandaávísunum, en aðeins 3% með seðlum, og smá- peningum. Það er því ekki ófróð- legt að athuga hvernig réttur- inn til að gefa út ávísun á banka verður til. Á þriðju blaðsíðu í skýrslu Macmillan nefndarinnar (þessi nefnd dregur nafn af formanni sínum Lord MacMillan og var skipuð til að rannsaka bankafyr- irkomulag Engalnds. Lord Mac- Millan var síðan hér í sömu er- indum fyrir Canadastjórn) má meðal annars lesa þetta: “Gerum ráð fyrir að öll banka- viðskifti væri á einum stað, ger- um einnig ráð fyrir að maður komi þar inn og byrji reikning með því að leggja þar inn eitt þúsund pund sterlihg í pening- um. Nú hefir reynslan sýnt að £1,000 í peningum er nægilegur Have the Business POINT OF VIEW ? • Dominion Business College students have the advantagd. of índividual guidance in the all-important factors of business personality, conduct, and approach. No matter h»w thoroug-hly you know the details of office work, you must be able to sell your services, and this is now just as much a part of Dominion training as Shorthand, Typewriting, Bookkeeping, or any of the other courses in which Dominion leader- ship has been recognized for over twenty-five years. • Business is better! Employment is increasing! Prepare for it. DOMINION BUSINESS COLLEGE On The Mall and at Elmwood, St. iames, St. John's bakhjallur fyrir £10,000 útlánum því hvert lán myndar um leið inneign fyrir sömu upphæð og tekin er til láns. Gerum enn- fremur ráð fyrir að bankinn láni £900 sá sem lánið fær gerir nú annaðhvort að draga út pening- ana, eða hann fær ávísan, sem bankinn gefur út gegn eigin á- birgð, eða í þriðja lagi, og það er vanalegast, hann lætur pen- ingana veri kyrra í bankanum og fer með ávísanabók í vasanum og gefur út ávísanir smámsaman eftir því, sem hann þarf. Hvort sem hann tekur pening- ana eða sjálfsábyrgðar ávísun bankans, borgar hann upphæðina til sinna viðskiftamanna og þeir leggja sömu upphæðir aftur inn í reikninga sína á bankanum. Ef hann lætur peningana kyrra á bankanum eru þeir bókfærðir, sem inneign hans, og ávísanir, sem hann gefur út, flytjast úr hans reikningi, inn í reikninga annara viðskiftamanna bankans. Þetta dæmi sýnir að inneign í bankanum hefir aukist £1,900 Þrátt fyrir það að ekki voru lögð inn nema £1,000. Til tryggingar því að bankinn geti borgað þessa upphæð, hefir hann (a) £1,000 í peningum (b) skuldbinding þess, sem lánið tók, um að borga það til baka. Alveg verður sama útkoma ef bankinn kaupir verðbréf og borgar með ávísun á sjálfan sig. Sú ávísan kemur fram sem inn- eign í reikningi þess er seldi verðbréfið. Á öðrum stað í þessari Mac- Millan nefndarskýrslu segir svo “Inneignir manna í bönkum verða að mestu leyti til fyrir starfsaðferðir, bókfærslu bank- anna. Þegar bankarnir veita lán eða leyfa mönnum að gefa ávís- anir á fé sem þeir ekki eiga (overdrafts) eða kaupa verðbréf kemur þetta fram í bankabók færslunni sem innlegg, og jafn- gildir peninga inneign.” Nú býst eg við að hafa sagt nóg til að sýna fram á að yfirráð gjaldmiðilsins eru ekki í höndum landsstjórnarinnar eða fulltrúa fólksins. Ef gjaldeyrismálum væri þannig stjórnað að fólk gæti notfært sér alla framleiðslu og möguleika til nýrrar fram- leiðslu, og stjórnin gæti hrundiö fram þeim félagsstörfum, sem nauðsyn krefur og efni leyfa, þá mætti einu gilda hvar yfirráðin eru. En reynslan sýnir að nú er ekki því svar að gefa. Og ef fulltrúarnir hafa nokkurn hug á því að þjóna fólkinu, sem kaus þá er það skýlaus skylda þeirra að rannsaka þessi mál. Gull-trygging peninganna hef- ir nú verið afnumin, og þrátt fyrir hrakspár fésýslu-sérfræð- inganna, má þó sjá að viðskiftin fóru þá að greiðast. Þær um- bætur sem orðið hafa má rekja til þess dags er gjaldeyrimálin voru leyst úr gullfjötrunum. Fé- sýslan er nú rekin með skipu- lögðum gjaldeyri (managed cur- rency) og skipulagningin er í höndum bankastjóranna, og jafnvel hinir færustu meðal þeirra eru ekki óskeikulir. Mr. Montague Norman, for- seti Englands-banka, sagði í okt. 1932: “Eg athuga fésýslu óreiðu heimsins í vanþekkingu og auð- mýkt, málið er mér ofvaxið, en eg er viljugur að gera mitt bezta. Og hvað framtíðina ^nertir vona eg að við munum allir fá að sjá Ijósið við endann á jarðgöngun- um, sem s^umir eru nú að benda á, og mér finst eg sjálfur sjá rofa fyrir.” Það sem fylgjendur Social Credit fara fram á er það að gjaldeyrismálin sé sett á vísinda- legan grundvöll. Og sá grund- völlur sé hvorki gullforði eða til- gátur hinna svonefndu fésýslu- fræðinga heldur sá neyzluvarn- ingsforði, sem fyrir hendi er. Það er hinn eini heilbrigði mæli- kvarði gjaldeyris og leigufjár. Alstaðar þar sem þessi mál hafa verið rannsökuð af áreið- anlegum óvilhöllum mönnum Cock-a-DOUBLE-doo Það er gleði sönn Hið TVÖFALDA sjálfgerða bókarhefti er TVÖFALDAR sparðnaðinn. éf-msm y#VINDLI NGA PAPPÍR TVÖFALT, ^ .........r cc SJÁLFGERT BÓKARHEFTI $ BETRI EKKI BÚINN TIL hefir niðurstaðan orðið hin sama. Sú niðurstaða/er vel sam- andregin af einni slíkri nefnd er nýlega lauk starfi í Tasmaníu. Hún segir: “Eftir gögnum þeim sem fram hafa verið lögð hefir nefndin komist að þeirri niður- stöðu að fólkinu hefir verið gert ómögulegt að eignast eða njóta þeirrar auknu framleiðslu, sem átt hefir sér stað síðast liðin 30 ár, og ástæðan er skortur gjald- miðils í höndum almennings. — Þetta er aðeins hægt að bæta með því að: 1. Stjórn landsins taki að sér fullkomin yfirráð gjaldmiðils í öllum myndum. 2. Að stjórnin komi á gjaldeyris fyrirkomulagi. — Og eru þetta grundvallar atriðin. Stjórnin setji á stofn fésýslu- nefnd (credit authority) skipaða sérfróðum mönnum, sé það skylduverk þeirra að semja yfir- lit yfir neyslu og framleiðslu á öllum neysluvarningi fyrir á- kveðið tímabil, þetta yfirlit væri síðan lagt til grundvallar fyrir framtíðar áætlun, um jafn lang- an tíma, reikningar væri gerðir upp við enda hvers reiknings- tímabil,s og útgáfa gjaldeyris miðuð við það að fólkið gæti keypt upp allan neysluvarning sem framleiddur hefði verið. — Aukning gjaldeyris yrði miðuð við þann varningsforða, er óseld- ur væri við enda hvers reiknings- tímabils. Tvær aðferðir eru til að setja hinn nýja gjaldeyri í umferð. Og eru þær í rauninni óaðskilj- anlegar ef fyrirkomulagið á að vera heilbrigt. Þetta er nauð- synlegt að hafa í huga. Þessar aðferðir eru (a) útbýt- ing arðmðia (dividend); (b) vís- indaleg ákveðin verðlækkun til neytenda, (price discount), þar sem seljendur gætu Iátið varn- inginn af hendi með vissum af- slætti en væri bætt upp af stjórninni. Kaupgetu má auka með því að bæta við inntektir al- mennings (dividend) eða með verðlækkun (price discount). — Hlutdeild í arði félags fram- leiðslunnar er bygð á þeirri til- finning að almenningur ætti að njóta þess er hann framleiðir. Báðar þessar aðferðir stefna að sama marki, það er að dreifa fé- lagsarðinum meðal einstakling- anna. Verðlækkun, eða vöruaf- sláttur yrði ákveðinn af fésýslu- nefnd. Með þessu fengist jafnvægi milli framleiðslu og kaupgetu al- mennings. Ef við t. d. táknum framleiðsluna með 10 en neyslan verður 7, gerum ráð fyrir að ein- um tíunda hluta væri útbýtt með arðmiðum. Þá væri tveir tíundu hlutar sem dreifa mætti út með verðlækkun. Það er 20% af- sláttur yrði gefinn af öllum neysluvarningi næsta reiknings- tímabil. Stjórnin bætti svo selj- endum upp þenna 20% afslátt. Á sama hatt og bankarnir jafna reikninga undir núverandi fé- sýslu fyrirkomulagi, eins og eg hefir áður bent á. Social Credit er bókfærslu fésýsla. En mun- urinn væri sá að gjaldmiðill væri þá miðaður við þann vöruforða, sem fyrir hendi er íhvert sinn. Gjaldeyrir væri þá raunveruleg- ur mælikvarði á efnahaginn. f stað þess að fátækt og atvinnu- leysi ætti sér stað samtímis ' í auðugu landi. Verðlækkunar fyr- irkomulagið er hið þýðingar- mesta nýmæli í hagfræði Major Douglasar vegna þess að með því hefir hann leitt í ljós að sanna má . með bókfærslu að framleikslukostnaðurinn er — neyslan. Það er að segja kostn- aðurinn við framleiðsluna er fæði og annað er þeir þurfa sér til viðhalds, sem að framleiðsl- unni starfa. Verðið sem núver- apdi fésýsla setur á hlutina inní- heldur margt sem ekki tilheyrir neyslu starfsmanna og bókfærsl- an er fölsuð. Vísindaleg verð- lækkun gerir það mögulegt að selja vörurnar á lægra verði en því sem fésýslan nefnir fram- leiðslukostnað og koma bók- færslunni í fult samræmi við efnalegar staðreyndir. Fylgjendur orthodoxrar hág- fræði halda því frám að fésýsla rekin með bankaskuldir að bak- hjarli sé sjálfvirk að því leyti að hún dreifi nógu kaupmagni út meðal almennigs, neytenda, til að kaupa alla framleiðsluna. — Þessu neitum við, og staðreynd- irnar eru okkar megin. Við ættum sannarlega ekki að loka augunum í blindri trú á úr- elt fyrirkomulag þegar reynslan sýnir áð það er búið að leiða okk- ur út í öfæru. Herra þingfor- seti. Eg er viss um að við finn- um öll til þeirrar skyldu og á- byrgðar, sem á okkur hvílir, sem fulltrúum fólksins í Manitoba. Kjósendur okkar hafa sýnt okk- ur traust, sem við megum ekki bregðast. Hvaða flokki, sem við kunnum að tilheyra er skylda okkar augljós^-við verðum að at- huga allar leiðir til úrlausnar þessum vandamálum meíf opnum huga og einlægum umbóta á- setningi. Spencer segir að “til sé ein lífsregla sem engar röksemdir bíti á, og sem sé óbrigðul til að halda mönnum í eilífri fáfræði. Það er sú lífsregla, að fordæma án þess að íhuga eða rannsaka.” Skylda okkar herra þingfor- seti, er: að íhuga, finna úrræði, og hrinda þeim í framkvæmd. ÍSLANDS-FRÉTTIR Eldur I Briemsf jósi Rvík, 2. mar: Kl. 9.45 á sunnudagskvöldií var slökkviliðið kvatt að Briems fjósi. Hafði kviknað þar í hlöði sem áföst er við fjós og hesthú; og var eldurinn í heyinu. Reykui var mikill í fjósinu og var ekk hægt að bjarga kúnum út un hinar venjulegu dyr, heldur varc að brjóta gat á skilrúm og korm þeim þar út. Svín voru í húsini vestan við fjósið og varð líka aí rjúfa gat á þil til þess að m þeim út. Voru gripirnir látnii inn aftur þegar reykurinn vai rokinn úr húsunum og séð var aí unt mundi að verja þau fyrij eldinum. Slökkviliðið varð einn ig að rjúfa gat á hlöðuna, svo a< það gæti notið sín við eldinn, sen bráðlega tókst að kæfa. Un klukkan 11.30 var eldurim slökktur, og urðu litlar skemdij á húsum af eldsins völdum ei töluvert brann af heyi. Varð menn gættu síðan hlöðunnar un nóttina og urðu þeir eldsins var ir öðru hvoru. Reykjavíkur-bær k e y p t Briemsfjós ekki alls fyrir löngu en maður að nafni Lárus Björns son hafði það á leigu. Heyið vai óvátrygt. Upptök eldsins eru ó- kunn.—N. Dbl.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.