Heimskringla


Heimskringla - 07.04.1937, Qupperneq 3

Heimskringla - 07.04.1937, Qupperneq 3
WINNIPEG, 7. APRÍL 1937 HEIMSKRINGLA 3. StÐA MERKILEGAR UPPGÖTYANIR í Málaferlunum í Moscow Eftir James H. Gray Þýtt hefir Gunnbj. Stefánsson Framh. Karl Radek, í vitnisburði sín- um á blaðsíðu 124, gefur heildar yfirlit á þessa leið: “Og þannig eins og vér á árun- um 1933 og 1934, störfuðum með þeirri sannfæringu, að ósigur Rússlands væri áreiðanleg vissa, og vér skoðuðum það nauðsyn- legt til að stuðla að því, að vér bærum eitthvað úr býtum, þá sá- um vér nú, að ósigur hinna rúss- nesku Sovietríkja á árinu 1935, var frá sjónarsviði raunveru- legra sanninda, aðeins Grýlusaga og að öll skilyrði fyrir sigri voru fyrir hendi. Árið 1934 skoðuð- um við ósigur landsins, málefni voru til sigurs nauðsynlegan raunveruleik. Það ár skoðuðum vér fjár- hagslegt og iðnreksturshrun landsins undir kringumstæðun- um nauðsynlegt því til síðari endurreisnar, en eigi aðeins sém hjálparráð til að styðja flokí; vorn til valda. Nú sáum vér, að landið hafði komist yfir allar stærstu torfærurnar, og að fimm ára stefnuskráin hafði hepnast, ekki aðeins fyrir það, að það hafði reist stóriðnaðar verk- smiðjur, heldur og að fyrirætl- anir þess voru orðsins lifandi sannleikur.” Gagnsækjandi Vishinsky-lagði þá fyVir hann þessa spurningu: “Og hver varð svo niðurstað- an?” Radek og félögum hans lá við sturlun. Svar Radeks var á þessa leið: “Endurreisn auðvaldsstefnu, undir kringumstæðunum árið 1935, var orðin einskis nýt. Að- eins til að þjóna dutlungum Trotskys, átti1 Rússland að hverfa úndir auðvaldsstjórn. Þá er eg hafði lesið fyrirmæli og skipanir hans, fanst mér eg vera komin inn á vitfirringahæli. Og að síðustu, og það er mjög mikil- vægt atriði, þá höfðum vér veriö að berjast til valda af þeirfi sannfæringu, að vér værum að vinna fögurlandi voru ómetan- legt gagn. Nú vorum vér að berjast fyrir því, að erlend auð- vald næði yfirráðum yfir því. Það skýrði sig þannig, að vér værum orðnir starfsmenn er- lends valds. Árangurinn yrði því, að ef erlendur fasismi næði yfirráðum, þá væri fjarstæða að hugsa sér að flokksmenn Trot- skys kæmust til valda, og fyrir þeim lægi því eigi annað en sundrung, þar eð skoðana and- stæðingar þeirra myndu hefja árás gegn þeim, skoðunum þeirra og þekkingu.” Radek, Pyatakov og öðrum flokksbræðrum þeirra lá við sturlun. Þeir rifu í hár sér og bölvuðu örlögum sínum og var ráðfátt hvað gera skyldi. Áttu þeir að fara til miðstjórn- ar jafnaðarmanna stjórnarinnar og meðganga alt saman, eða áttu þeir að fara til leynilögreglu- stöðvanna? Þeir afréðu að skjóta á fundi með öllum æðstu leiðtogum flokks síns. Meðan þeir voru að bíða eftir þeim að mæta, kom leynilögreglan til þeirra og tók þá fasta. Hvernig Soviet stjórnin upp- götvaði samsærið, hefir enn eigi verið leitt í ljós. Að minsta kosti voru nokkrir leiðtogarnir færðir til Iögreglustöðvanna fyr- ir 1. apríl síðastl. Nokkru síðar voru enn fleiri teknir fastir, og svo framhaldandi fleiri og fleiri. Þegar mál þeirra voru tekin fyrir, komu þeir fúslega fram í vitnastúkuna og meðgengu að vera sekir um landráð, um hin hræðilegustu spellvirki og æsing- ar, er þeir höfðu fulla vissu fyr- ir, að varðaði dauðasök og engu öðru. Hver var orsökin, að þeir rneUgengu svo greiðlega? Útskýringar yfir ástæður til þess, voru eins margar og þæi voru ímyndunarfullar. Það áttí að hafa verið notaf eitthvert efni nýlega uppgötvað af læknisfræðinni. Þeir höfðu verið píndir til sagna. Fjölskyld um þeirra var haldið í gislingu og hótað dauða, ef þeir neituðu að undirskrifa játningar sínar o. s.,frv. Eftir að háfa lesið málsskjölin og vitnisburðina og hinar síðustu beiðnir þeirra, er eina hugsan- lega útskýringin, að þeim var ljóst, að komið var að leikslok um, að bylting þeirra var brotin á bak aftúr, og nægar sannanir fyrir höndum til að dómfella þá. Og það sem varðaði nú mestu, ið þeir höf§u orðið fyrir sárum vonbrigðum á leiðsögn Trotskys, og mörgum þeirra skildist, að þeir hefðu verið sviknir af félög um sínum og möpgum mikilvæp; um atriðum haldið leyndum fyi'- ir þeim. Það er eitt sem ei hverjum ljóst, er les dómsskjöl- in, að játningar þessara manna voru gefnar af frjálsum vilja, eftir að í dómssalin kom. Pyata- kov meðgekk strax eftir að hann var tekinn fastur, að hann væri aðal landráðamaðurinn. Hann ljóstaði upp um aðra, er voru handteknir, og var framburður þeirra borin saman við framburð hans. Við að heyra framburð hans, varð þeim ljóst í fyrsta skifti, að Trotsky hafði ákvarðað að afnema með öllu jafnaðar- stjórnarskipulag, og hafði gert samning við Hitler og Japan. — Þeir sögðu svo til ýmissa sam- særismanna, er þeir vissu um, og þannig gekk það koll af kolli, unz þeim var öllum náð. Framburð samræismannanna, áður en málsókn hófst, er að finna í 38 bókum. Ýmsir þeirra þrjóskuð- ust miklu lengur en aðrir. — Muralov, sem var elsti og mesti vinur Trotskys, neitaði öllum á- kærum í 8 mánuði, eða frá því í aprílmánuði þangað til í des. 1936. f huga hans var það siðferðis- lega rangt að svíkja vin sinn. Þó að hann hefði sjálfur orðið fyrir hræðilegum vonbrigðum með stefnuskrá Trotskys. En jafnvel vinátta hefir sín takmörk. Ef hann hefði haldið áfram að þrjóskast, þar sem all- ir hinir játuðu sakir sínar, þá hefði hann verið skoðaður sem nokkurskonar merkisberi sam- særismanna. Honum segist svo frá: “Mér stóð ærinn geigur af þessu umhugsunarefni. Um þessar mundir var herbúnaður. stóriðnaðárstofnanir og þjóð- skipulags velmegun í stórri framför. Mér var alt þetta ljóst, því að eg er hvorki bilndur né forhertur árásarmaður. Átti eg að halda áfram að berjast gegn framförum þjóðar- innar, og nafn mitt að verða nokkurskonar kjörorð gerbylta- manna út um heim? Eghugsaði með sjálfum mér. Eg hlýt að bera velferð þess lands fyrir brjósti* sem eg hefi barist fyrir í 23 ár, og tekið ákveðinn þátt í þremur byltingum, þar sem líf mitt hefir oft leikið á veikum þræði. Eg ætla< því að segja sannleikann.” Sorglegasta sakamálið í rétt- inum, var mál Knyazev, og það er ljóst dæmi, hversvegna hann meðgekk og ljóstaði upp uni suma hina. Árið 1930 var hann yfirverkfræðingur yfir járn- brautarlagningu í Síberíu, sem þá hafði verið.lokið við að leggja. Japanskur erindsreki kom þá ttf hans og tjáði honum þakkir fyr- ir aðstoð þá, er hann hefði veitt félagi sínu með viðskiftum, er hann hefði gert við það. Hann sagði jafnframt, að japanska stjórnin æskti eftir að hann gæfi henni við og við til kynna um ýms mikilvæg atriði, er henni væri nauðsynlegt að fræðast um. Þetta var beinlínis tilboð um að gerast njósnari fyrir hana. — Hann réðist á þenna erindreka og fleygði honum á dyr. Um þetta leyti kom einn af flokksmönnum Trotskys til hans og lagði til, að þar eð hann væri andvígur stjórn Stalins, að hann gengi í sinn flokk. Fjórum ár- um síðar kom þessi sami maður til hans og sagði honum, að sér væri kunnugt um viðtal hans við japanska erindrekann og þar eð hann hefði eigi skýrt rúss- nesku ráðstjórninni frá því, hót- aði hann honum að ákæra hann. íema hann fylkti sér undir merk’ ippreisnarmanna. Honum varð 'ióst, að hirðuleysi sitt um að hafa eigi skýrt stjórninni frá /iðtali sínu og Japans var hættuleg sök, og þannig var hann svikinn til að ganga í Trot iky flokkinn og neyddur til að hlýðnast fyrirskipunum hans.— Tann vissi, að það varðaði dauð ’ lök ef hann yrði ákærður, og ótti við handtöku gróf um sig í huga hans. Jafnskjótt og hann ásamt öðrum samsærismönnum var tekinn fastur, játaði hann hi’ein skilnislega yfirsjónir sínar, og friðaði þannig samvisku sína og kom jafnframt fram hefndum gegn mönnum þeim, er orðið höfðu valdir að óláni hans. Ann- að dæmi um Stroilov, ungan verkfræðing, er varð fjötraður í svikaneti T r o t s k y-flokksins vegna lbngunar til að ferðast til annara landat Hann var sendur til Þýzkalands til að ráða vél- fræðinga til að starfa fyrir rúss- nesku stjórnina, er hana skorti mjög til að koma í framkvæmd fimm ára stefnuskrá sinni, og þar gaf þýzkur verksmiðjueig- andi honum æfisögu Trotskys. Hann las bókina og varð mjög efablandinn, og skrifaði Þjóð- verjanum bréf og beiddist at- vinnu í verksmiðjum hans. Verk- smiðjueigandinn hótaði honum að birta rússnesku stjórninni bréfið, sem bera myndi þann á- rangur, að hann fengi margra ára fangelsi, sem hann eigi gæti umflúið, nema hann hlýddi boði sínu og banni. Hann, verkfræð- ingurinn Stroilov, átti að ráða verkfræðinga sína og láta þá gera hin mestu spellvirki í rúss- neskum verksmiðjum og jafn- framt átti hann að halda hlífis- skildi yfir þeim, að þeir yrðu eigi uppvísir að neinu. Hann fékk hið mesta hatur og andstygð á öllum þeim svikarefum, er voru við þetta riðnir, og þá er hann var handtekinn, sagði hann fúslega til allra þeirra samsærismanna, er honum var kunnugt um. Og að síðustu eru það áreiðan- leg sannindi, að samsærismenn- irnir, þó að þeir fyrirlitu Stalin, lá átti fyrirlitning þeirra og hat- ur til Hitlers miklu dýpri rætur. Þeir sögðust í landráðaflokkinn ekki fyrir þá sök, að þeir vonuð- ust eftir neinum persónulegum launum eða virðingu, heldur af því, að þeir trúðu því af hjarta að þeir væru að vinna föðurlandi sínu gagn og undirokuðum verka lýð, hvar í heimi sem væri. Þeir myndu að líkindum marg- ir hverjir hafa varist ákærum þeim, er á þá voru bornar, þrátt fyrir játningu Pyatakovs, ef hann hefði eigi ljóstað upp á- kvörðun Trotskys að gera banda- lag við Hitler til að endurreisa auðvaldsstjórn í föðurlandi þeirra. Þau sannindi að Trotsky gæti gert slíkt bandalag og að leiðtogar þeirra héldu því leyndu fyrir þeim, urðu nokkurskonar reiðarslag á siðfergislegt þrek þeirra. Þetta er því í stuttu máli yfirlit yfir samsærismála- ferlin í Moskva. Þau eru að mörgu leyti ein- hver hin einkennilegustu saka- mál, sem hægt er að hugsa sér, en eg trúi því að eftir öllum skil- greinum að dæma, þá séu þau í öllum höfuðatriðum sönn. Það var auðvitað engin rök- föst sönnun til að bendla Trotsky við samsærið. En þegar menu beita sér fyrir landráðum, þá er ákaflega erfitt að finna ákveðn- bruggað í Rússlandi, án þess, að Trotsky væri við það riðinn, og þeir hefðu borið sakir á hann í þeirri von að sleppa sjálfir við dauðarefsingu. . Það að hvergi var róttæk sönnun fyrir áhrifum og afskift- um Trotskys við landráðin, vakti sterka grunsemd hjá mér, að ef til vill væri eigi alt með feldu, en þegar eg sneri mér að skoð- anahlið málsins, þá var eigi hugsanlegt að trúa því að hann væri saklaus. Trotsky er stórvitur maður or hefir mikla reynslu að baki sér Eftir því sem mér skilst réttasi 'rá hefði hann einmitt haga' amsærinu á þenna veg. Hanr Lrúir alveg eins ákveðið á a' heims byltingu, eins og Stalir rúir á þjóðskipulags endurreisn :nnan takmarka síns heimalands Ef Trotsky gat gert sér nokkrr von um að sjá draum sinn ræt- ist, þá var það helst með því af stríð hefðist milli Þýzkalands og Rússlands. Honum var nákunn- ugt. um hvernig sakir stóðu í Þýzkalandi. Hann vissi að milj- ónir þýskra jafnaðarmanna myndu snúast gegn Hitler eins og þeir snerust gegn keisaranum ef til stríðs kæmi og þeir bæru byssur í höndum. Hin gamla byltingaskoðun, að snúa auð- valdsstyrjöld upp í jafnaðar- manna byltingu myndi hepnast, og þeir koma fram ákvörðun sinni. Þegar byltingin væri um garð gengin, myndi jafnaðar- stefnan útbreiðast og um það leyti, er hún næði yfirráðum á Þýzkalandi, myndi hann, Ttrot- sky, verða orðinn æðsti maður Rússlands. Framh. KRISTJÁN PÉTURSSON bóndi í Hayland pósthéraði í Manitoba lézt 25. febr. þ. á. — Hann var fæddur í Fótaskinni í Þingeyjarsýslu 1. apríl 1865. — Faðir hans var Pétur Jónsson, frá Fróðhúsum í Mýrarsýslu, en móðir hans var Vigdís Jónsdótt- ir, frá Tungugarði í Þingeyjar- sýslu. Kristján ólst upp hjá for- eldrum sínum, og stundaði land- vinnu og sjómensku jöfnum höndum, þar til hann var 28 ára, þá fluttist hann vestur um haf og vann á ýmsum stöðum, og græddist vel fé því hann var sparsamur og samheldinn. Á þeim árum fór hann til Klondike en ekki auðgaðist hann mikið á þeirri ferð fremur en margir aðrir. Árið 1900 komu foreldrar hans að heiman og þá fluttu þeir feðg- ar hingað út í nýlenduna, og námu hér lönd; hefir Kristján búið hér síðan, nema um þriggja ára skeið er síðar verðúr getið. Kristján kvæntist 23. okt. 1897, Jenny Eggertínu Sig- tryggsdóttur, frá Húsavík í Þingeyjarsýslu, en hún lézt 8. júní 1913. Ekki varð þeim hjón- um barna auðið, en þau ólu upp bróðurdóttur Kristjáns, Baldínu Bjarnadóttur, sem sitt eigið barn. Kristján saknaði ætíð æskustöðvanna, og seldi þyí meirihluta af búi sínu 1921 og flutti heim til íslands. Þá seldi hann ekki lönd sín, því hann mun ekki hafa verið alráðinn í að setjast að heima. Sú varð líka raunin á, því eftir tvö ár hvarf hann hingað aftur. Dvaldi hann þá eitt ár á Gimli, en flutti síðan aftur á lönd sín, og reisti þar bú að nýju. Kriátján kvæntist í öðru sinni Kristrúnu Sigurðardóttur frá Bjarnastöðum í Skagafirði 14. júní 1924. — Ekki varð þeim 1 hjónum barna auðið, en þau ólu | upp son hennar af fyrra hjóna- bandi, óskar Þórðarson, sem nú j er fullþroskaður maður og tekur 1 nú við búsforráðum með móður sinni. af krabbameini árum saman. — Var það með afbrigðum hvað hann var henni umhyggjusamur, og horfði ekki í neinn kostnað hennar vegna. Kristján var vel viti borinn, og hafði aflað sér furðu mikillar þekkingar, á högum lýðs og lands, bæði hér í landi og heima á gamla landinu; sérstaklega lagði hann stund á íslenzk fræði. Hann unni mjög ættjörð sinni, og mun hafa haft í hyggju að staðfestast heima, en varð þar fyrir vonbrigðum, og hvarf því hingað aftur. Kristján var fastlyndur mað- ur og hreinlyndur, og lét ekki af skoðun sinni hver sem í hlut átti; en ekki var hann deilu- gjarn. Hann var tryggur vinur vina sinna, en vinavandur. Gest- risinn var hann og góður heim að sækja ,ástríkur eiginmaður, stjórnsamur á heimili sínu og reglumaður í hvívetna. Bú hans var líka eitt af þeim fáu hér í sveit, sem ætíð var á framfara- vegi hvernig sem árferði var. — Hann var ætíð vel metinn af sveitungum sínum, þótt hann semdi sig lítt að skoðunum og skaplyndi annara. Kristján var jarðaður heima á landi sínu í grafreit er hann hafðj valið sér áður hjá látn- um ástvinum sínum. — Guðm. prestur Árnason jarðsöng hann 10. marz. Þér 8em notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. BlrgSir: Henry Ave. East Sími 95 551—95 552 Skrtfstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ANÆGJA Þar eigum við á bak að sjá góðum dreng dg sönnum íslend- ingi. « Guðm. Jónsson frá Húsey Ekkja hins látna biður blaðið “Dag” á Akureyri að endur- prenta þessa dánarfregn. Bankastjórum verður fækkað við Búnaðarbankann Rvík. 5. marz Einhvern næstu daga verður lagt fram í þinginu að tilhlutun ríkisstjórnarinnar frv. um það að leggjá niður tvö bankastjóra- embætti við Búnaðarbankann, þannig að einn bankastjóri verði eftirleiðis við bankann. Var til- laga um þetta samþykt á nýaf- stöðnu flokksþingi Framsóknar- manna. Þegar þessi breyting hefir ver- ið samþykt á lögum um Búnað- arbankann er búið að lækka kostnaðinn við stjórn bankans um 20 þús. kr. síðan núverandi stjórn kom til valda.—N. Dbl. Kristján var hagsýnn dugnað- ar sannaiiir, og þessir menn; armaður og komst fljótt í góð höfðu verið riðnir við byltingar efni, þrátt fyrir stórmikinn alla æfina. Það gæti verið hugs- kostnað er hann hafði af veikind- anlegt að samsærið hefði verið um fyrri konu sinnar, er þjáðist INNKOLWNARMENN HEIMSKRINGLU í CANADA: Antler, Sask....... ..................LJ' f* Halldorsson ^rnes .................J. Abrahamson Arbore...............................Sumarliði J. Kárdal ..........0 *Ein?rsson Beckville.. Síf’.t?" Sigvaldason Belmont.... .................................... Þórðarson Bredenbury............................J; Oleson Brown......... ..............•.......K^Pt38011 Churchbridge....................................J’.Glslas°a Haf0e Anderson Ebor Stetión, Man.......................LS; Anderson Elfros Abranamson. Eriksdaie::;::::::::z........................... ^nderson Fóam Lake.. ..................Olafur Hallsson Gimli ............................. onn Jaijusson Geysir..:.............................. -;-K. Kjernested Glenboro...Z::........................................Tím. ^BÖðvarsson Hecla ................--Sig. B. Helgaaon Hnausa.::::—...................*...Jóhann K- Johnson Hove Gestur S. Vídal Húsavft::;;;;:":.......................And;é8 Tskagfeid Innisfail K®rnested Kandahaó::::::::::::::::::::;:;::::::::;:;::;:::;;.Hannes j. Húnfjöro Keewatin............................... cú2'mS‘ 2i"derS011 ............................B- Eyjolfsson Lundár.................................... Guömundsson Marker^iázz::::::::::::........Sig- Jgzso^ H ............................^...Andrés Skagfeld .............................Sigurður Sigfússon 2ine;............................................. Hördal SS:—................................. Riverton............................. ‘öVá’""' Páleeon Selkirk............................... Bjom HJorleifsson ot P ’ , an....................................... J. Abrahamson Sfony H1U............................................Björn Hördal TlntalSn ...............................Halldór Egilsson víTUr11^...............................Thorst. J. Gíslason ,r ..................................... Aug. Einarsson ............................... Anna Harvey _ nmpegosís.. ............................... Anderson Wynyard.................................... S. Anderson r BANDARÍKJUNUM: Akra. t, , ................................Jón K. Einarsson Bellmgham, Wash.....................Mrs. John W. Johnson aine, Wash.....................Séra Halldór E. Johnson Cavaher..... ........................Jón K. Einarsson Geo’ Eong, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta Hdinhnrg........................................ Hali Garoar..................................... M. Breiðfjörð Grafton.................................... E ESastman Hallson. .Jón K. Einarsson Henshel"........................................ K. Einarsson Ivanhoe....... .......................Misg c. v Dalmann Los Angeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 4415 Esmeralda St Milton.. — •F. G. Vatnsdal Mlnneota........................Miss C. V. Dalmann ountain.... ...................Th. Thorfinnsson National City, Calif...John S. Laxdal, 736 E 24th St Point Roberts......................Ingvar Goodman Seattle, Wash.......J. j. Middal, 6723—21st Ave. N. W. TTV?10............................. K. Einarsson Upham—............................... j Breiðfjör« The Viking Press Limited Winnipeg, Manitoba

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.