Heimskringla - 07.04.1937, Síða 4

Heimskringla - 07.04.1937, Síða 4
4. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 7. APRÍL 1937 Ifátttskringla (Stofnuð 1SS6) Kemur út á hverjum miOvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. S53 og SSS Sargent Avenue, Winnipeg Talsímis 86 537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist tyriríram. Allar borganir sendist: THE VIK3NG PRESS LTD. 311 viðsktfta bréí blaðinu aðlútandl sendlst: Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA S53 Sargent Ave., Winnipeg "Heimskringla” is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. S53-S55 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Teleptoone: 86 537 WINNIPEG, 7. APRÍL 1937 . PEARL PÁLMASON Það er ekki ætlun vor með þessum lín- um að dæma fiðluleik ungfrú Pearl Pálma- son, heldur hitt að þakka henni þann unað, er fiðluhljómleikar hennar veittu þeim, er voru svo lánsamir að hlýða á leik hennar í Lúthersku kirkjunni hér í Winnipeg 1. apríl s. 1. Hrifning áheyrendanna var mikil og viðtökurnar er ungfrúin hlaut slíkar að auðsætt var að hún varð hugljúfi allra. Enda væri hver sá “úr skrítnum steini” er ekki hlýnaði um hjartað, við að heyra tóna þá er hljómuðu um kirkjuna það kveld. Frá upphafi til enda var leikur hennar fáguð, göfug og þróttmikil list. — Djúpur, tilfinningaríkur og næmur skilr ingur ásamt frábærri tækni lyfti leik hennar í æðra veldi listarinnar. Ungfrúin valdi viðfangsefni sem fáir mundu ætla að væru fyrir aðra en hljóm- mentað fólk að meta og skilja. Hún auð- sjáanlega vildi ekki bjóða annað en það bezta og skáldlegasta og allir munu vera henni þakklátir fyrir að gera sér svo háar vonir um áheyrendur sína. Viðfangsefnin voru ekki mörg en hvert öðru meira hríf- andi og stórfenglegra. Munu vart heims- frægustu snillingar er hér hafa komið boð- ið almenningi fegurri né göfugari fiðlulög og því miður margir aðrir verið að spila leirburð hálfa skemtiskrána út. Aðal lögin á skemtiskránni voru: “La Folia”, Corelli- Kreisler, “Concerto í D moll” — Sibelius, og “Poéme” eftir Chausson, auk þess fjög- ur smærri lög. Það væri í mikið ráðist að leika þessi lög þó heimsfrægur meistari hefði gefið hljómleika, og því aðdáunar- verðara af tvítugri stúlku. í höndum meðalmanna mundu þessi viðfangsefni verða aðeins sorgleg sýning á hæfileika skorti og vanmætti, góður leikari mundi ná nótunum en aðeins snild orkar að blás * í þau anda, lífi og sál. Hafi nokkrir komið með þá hugmynd að þessi unga mær væri að reisa sér hurðarás um öxl munu þeir fljótt hafa skift um skoðun. Að hlusta á leik hennar varð þess hvergi vart að um erfiðleika væri að ræða. Fiðlan var sem auðmjúkur þjónn í höndum hennar og tón- arnir streymdu um húsið blíðir eða stríðir eftir geðþótta ungfrúnnar. Hún hafði tækni, er leyfði henni að leggja áherzluna á efni laganna, og andagift til að skilja og túlka hina undraverðu og dásamlegu feg- urð og skáldlegan mátt tónsmíðanna. Tón- amir er hún seiddi úr fiðlunni voru Ijúfir og blíðir, dreymandi og viðkvæmir eða æst- ir og voldugir eftir því sem lag og efni krafðist. En þó er allur leikur hennar laus við alt tildur og hégóma. List hennar er látlaus og einlæg, hún gerir enga tilraun til að hrífa með fingrafumi né einskisverð- um loddarabrögðum, heldur flytur hún hreinan og göfugan boðskap tilfinninga og fegurðar. Vér þökkum Pearl Pálmason fyrir yndis- lega kveldstund og óskum henni gæfu og gengis um alla ókomna æfidaga. HVAR VAR VINLAND? Canadiskur vísindamaður, Col. Wilfred Bovey að nafni, heldur því nýlega fram, að Vínland “norrænna víkinga” hefi verið þar sem nú er Gaspé-skaginn í Quebec-fylki. Hefir blaðið Manchester Union eftir hon- um, að hann skoði það ekki vafamál r.ú orðið, að heitara hafi verið á Gaspé-skaga, á þeim tíma sem Leifur fann Ameríku, en nú og vínberin hafi getað vaxið þar, sem í íslenzkum sögnum getur um, sem ástæðu fyrir nafninu. Ennfremur vitnar blaðið í fund fornmannaleifa árið 1921, í gröf í sí- freðinni jörð í Cape Farwell, en klæðnaður þess manns, er eftir því sem próf. Paul Norlund frá náttúrusafninu í Kaupmanna- höfn telur, að minsta kosti frá 14 öld. Það lítur nú út fyrir að þarna hafi gerst skjót umskifti í veðri, að leifar þessar skyldu geymast svo lengi. Og það er einmitt það sem Mr. Bovey álítur. Klæði mannsins eru lituð af jurtarótum, sem mælir með því, að veðurbreytingin hafi orðið snögg. Að klakahellan frá pólnum hafi á miðöldunum náð þarna lengra suður, en fyrir þann tíma, hafa vísindamenn nú einhver merki fundið um; ennfremur er einhver vottur þess talinn, að vínber hafi vaxið þarna fyrrum. Ef þetta reynist alt þannig vera, getur Vínland hafa verið á Gaspé-skaga. — (Eftir Wpg. Tribune) “Hún er ekki til ónýtis þessi eilífa bar- átta fyrir frelsinu”, sagði maður í Winni- peg, sem ætlaði inn í búð á sunnudegi að fá sér sígarettur, en kom að lokuðum dyrum HERÚTBÚNAÐUR EVRÓPU (Er stríð yfirvofandi í Evrópu? Og ef svo er hvenær brýst það út? Hver þjóðin er bezt útbúin að vopnum og mönnum? Þessar spurningar eru nú á flestra vörum. Til þess að reyna'að svara þeim sem rétt- ast sendi blaðasambandið (United Press) mann að nafni Webb Miller til Evrópu. Er hann þaulæfður fréttaritari og þekkir flest er að stríðum lýtur; hefir verið áhorfandi sex stríða og oft átt við æfi hermannsins á vígvellinum að búa. Greinarnar skrifar hann í Englandi eftir að hafa ferðast með- al stærri þjóða í Evrópu, og eru þær að því leyti til merkilegar, að þær berast blöðun- um eins og hann skrifar þær og eru því ekki háðar prentbanni neinnar þjóðar. — Fyrsta grein hans er um Rússland; önnur um ftalíu; sú þriðja verður um Þýzkaland o. s. frv. Hér birtist grein hans um Rúss- land). Rússland Stríðsmaskína Sovét Rússlands er hin stærsta í öllum heimi. Á friðartímum hefir engin þjóð í sög- unni haft svo stórum her á að skipa. Og með tilliti til reynslu í stríðum áður er Rússland sú Evrópu þjóðin, sem erfið- ast verður heim að sækja. Um þetta sannfærðumst vér eftir að hafa heimsótt Moskva. Og vér staðhæfum þetta þrátt fyrir það þó Rússar sem aðrar þjóðir leyni ýmsu er hernaði þeirra kemur við. Sovétin verja árið 1937 einum fjórða af öllum útgjöldum sínum til hernaðar. Fjár- hæðin er 26 biljónir rúblur, sem í hérlend- um peningum talið verður sem næst $5,200,000,000. (yfir fimm biljónir). Fasta her Rússlands er hinn mannflesti í öllum heimi, að her Kína undanskildum. Sem stendur eru tvær miljónir manna á ári háðar herskildu og eru þeir beztu úr hópnum teknir í herinn og þjóna þar í tvö til fjögu ár. Varalið Rússa samanstehdur af 2,500,000 æfðra hermanna og 1,250,000 að nokkru æfðra manna. Auk þess eru um 13 milj- ónir æskumanna í herskólum (air and chemical defence society). f Rússlandi, eins og á ítalíu, er nú farið að blása hern- aðar anda í brjóst börnum þegar þau hafa náð átta ára aldri. Það bezta við her Rússa er það, að í honum eru ekki nema 27 prósent, sem ekki eru fasta hermenn. Er það afleiðing her- skyldunnar. Rússland hefir því ekki einungis öllum þjóðum mannfleiri her, og meira og æfð- ara varalið, heldur meiri mannafla til hvers er grípa þarf f stríði, en nokkur önnur þjóð Evrópu. f stríðum nú þyki^ mikið undir loftför- um og bryn-vögnum (tanks) komið. Að þessu hvorutveggja er Rússland betur búið en nokkurt annað land. Tölur yfir þetta eru aldrei birtar, nema óbeinlínis. Þáð er t. d. sagt að loftherinn. hafi á fjórum árum vaxið um 330% og bryn-vögnum hafi fjölgað um 700% á sama tíma. En fregnritar sem sérstakar tilraunir hafa gert til þess að komast að því rétta, segja Rússland að minsta kosti hafa 3,000 herflugvélar. Og hinar stóru verksmiðjur vinna nú kappsamlega að því að hækka þá tölu, svo kappsamlega, að bandarískur maður, sem nýlega kom í þessar verksmiðjur Rússa, fullyrðir að hraða á framleiðslu í stórum stíl hefði hann hvergi séð annan eins. Þó hreyflar í léttari rússnesku loftförun- um séu ekki eins fullkomnir og í banda- rískum loftförum, sem eru þeirra fyrir- mynd, því Rússar fengu leyfi í Bandaríkj- unum til að framleiða þá hreyfla, unnu þeir svo vel í borgarastríðinu á Spáni, að menn hefir ekki á öðru meira furðað af því sem þar hefir gerst og má þó segja að það sé sitt af hverju. Það sem sérstaklega vakti eftirtekt, voru hin hraðfleygu loftför, er árásarflug- lið Francos flæmdu burtu. Voru þau ekki einasta öðrum flugskipum skjótari í för- um, heldur skutu þau sprengjum í allar áttir og bæði aftur fyrir og til hliðar sem fram fyrir sig. Og það er viðurkent, að flugstjórar Rússa séu mjög góðir. Eins er með brynvagna (tanks) Rússa. Þeir eru einir hinir beztu er gerðir hafa verið. Af þeim hafa Rússar nú um 1,500 og er þó sagt, að ekki sé þar alt tíundað. Þeir eru af öllum stærðum, hinir stærstu um 48 tonn að þýngd. Mest er þar af þeirri tegund sem gerð er eftir bandaríska “Christie”-laginu. Þeir drekar vega um 12 tonn og geta skriðið um 30 mílur á klukkustund á keðjunum (cater- pillars), en svo hafa þeir auk þess hjól, er notuð eru á þjóðvegunum og fara þá eins hratt og bílar. Þessa brynvagna hafði stjórnin á Spáni og þótti Þjóðverjum þar, þeir svo eftir- tektaverðir, að þeir sendu einn, er upp- reistar-herinn náði, til Berlínar til að láta rannsaka smíði hans. Rússland er að legu til erfitt að sækja heim í stríði. Áður heldur en óyinaher kemst þangað, sem eitthvert herfang er að fá, þarf að ferðast afarlangar leiðir yfir stjálbygt land og allslaust. Það er að þessu leyti ekki ósvipað að ráðast á Rússland og Bandaríkin. Aðal vopnabúr sín eru Rússar að sam- eina og reka iðnaðinn í Ural og Baikal í svo ramgerðum virkjum eða jarðhúsum að sprengjur geta þar engu grandað. Járnbrautir eru Rússar einnig að leggja til þess að koma bæði vopnum og vörum sem skjótast á milli. Á þessu vori verður lokið við að leggja annað járnbrautaspor á Síberíu-brautinni, svo hún verður með tveimur sporum alla leið. Við Baikal- brautina, sem er norður af Síberíu-braut- inni, og er 1000 mílur á lengd, verður lokið á næstu árum. Það er ekkert lítið komið undir því í stríði hve mikið er til í landinu af hráefn- um þeim, er herútbúnað snerta. f Rússlandi er svo ástatt með þ^tta, að ekkert land, ekki einu sinni Bandaríkin, búa í því efni betur en Rússland. Möguleikar til vopna- framleiðslu og til matvöru framleiðslu, er er hvergi slík, sem í Rússlandi. Togleður er eina efnið, sem skortur er á í Rússlandi. En nú hefir verið safnað miklu að af því og svo er búið að gera ein- hverja eftirlíkingu af togleðri sem reyn- ist góð í hjólhringum á bílum og vögnum. f náinni framtíð mun því ekki þurfa að kvíða neins skorts á þessari vöru. Það er álit flestra, að Rússar séu svo út- búnir, að vopnum og vistum og framleið- slu möguleikum, að engin þjóð muni til lengdar geta þreytt stríð, sem þeir. Her- menn þeirra eru svo vel æfðir og liðið yfir- leitt svo vel valið að hreysti, að óvíða mun verða við það jafnað. (Meira.) Verð á hveiti steig í $1.50 s. 1. laugardag í kauphöllinni. Hvað fekst þú, bóndi sæll, sem þetta lest, fyrir sama hveitið, þegar þú seldir það í haust ? ALÞÝÐLEGT TÍMARIT Eftir prófessor Richard Beck Samtíðin, 3. árg. Reykjavík, 1936. Ritstjóri og útgefandh Sigurður Skúlason magister. í höndum Sigurðar meistara Skúlasonar er “Samtíðin” orðin hið læsilegasta og skemtilegast tímarit, en hann hefir síðan í ársbyrjun 1936 verið hvorutveggja í senn ritstjóri hennar og útgefandi. Hún er bæði fjölbreytt og fróðleg að efni, enda hafa vinsældir hennar stöðugt farið vax- andi; og fer það að vonum, þar sem hún mun mega teljast hvað alþýðlegust þeirra tímarita, sem nú koma út á íslandi. Af mörgum fræðandi og tímabærum rit- gerðum, er “Samtíðin” flutti árið sem leið, má sérstaklega nefna hina athyglisverðu ritgerð, “Mannsröddin í hversdagslífinu” eftir öldunginn Benedikt Jónsson frá Auðnum, föður Huldu skáldkonu; gagn- orða grein Sigurðar skólastjóra Helgason- ar um Sigfús Sigfússon þjóðsagnaritara, sem er verðskulduð áminning til Austfirð- inga um, að heiðra minningu þess stór- merka fræðimanns; og eftirfarandi rit- gerðir ritstjórans: “Um Knut Hamsun” og “Kyrstaða eða þró- un”, þar sem meðal annars er réttilega bent á það, að íslend- ingar, sjálf “söguþjóðin” eigi enga viðunandi heildarsögu þjóð- arinnar, né heldur bókmenta sinna. Jafnframt því, sem höf- undur bendir á þörf slíkra rita, vill hann, að sett verði á stofn útgáfufyrirtæki til að gangast fyrir því, að samdar verði “læsi- legar æfisögur nokkurra merkra íslendinga, er seldar yrðu við það vægu verði, að allir gætu eignast þær”. Ritgerð Sigurðar meistara um “Nauðsynjamál ís- lenzkra karlakóra” er einnig hin tímabærasta. ^ Nýstárleg í tímaritum vorum eru viðtöl þau við forystumenn og konur í íslenzkum atvinnu- greinum, sem “Samtíðin” birtir nærri í hverju hefti, og varpa þau hreint ekki litlu lj,ósi á á- standið í atvinnumálum þjóðar- innar og framfarirnar á þeim sviðum. f þeim flokki eru auk annars: “Siglingamál fslend- inga”, “Verzlunarmál fslend- inga”, “Ræktun landsins”, “fs- lenzkur seglasaumur”, “íslenzk- ir rafmagnslampar” og “Nýr listiðnaður á íslandi”, en hið síð- astnefnda er auglýsingateiknun, er nefnd er á hérlendu máli “commercial art”. Af sögum, sem komið hafa í í “Samtíðinni” á síðastliðnu ári, skulu þessar taldar: “Betlarinn” eftir Maupassant, “Frelsisdís Danmerkur” eftir Sven Lange, “Alfreð” eftir Coru Sandel, og “Fátæk ást” eftir hinn unga, efnilega rithöfund Ólaf Jóh. Sig- urðsson. Mismunandi eru sögur þessar að efni og frásagnarhætti, en allar lestrarverðar og hafa hver um sig nokkuð til síns ágæt- is. Einkar alþýðleg er framhalds- ritgerðin “úr æfisögu eldspýtna- kóngsins”, um æfintýramanninn Ivar Kreuger hinn sænska. — Greinflokkurinn “Hið talaða orð”, bendingar um ræðuhöld, er hinn þarfasti, og má margt af honum læra. “Samtíðin” hefir birt allmörg kvæði á árinu; þau eru yfirleitt snotur og liðlega kveðin, en veg- ast æði misjafnlega á vog ljóð- listarinnar. Atkvæðamest þykja mér “Gaukur Trandilsson og Þjórsárdalur” eftir Þóri Bergs- son og “Eyjólfur í Hvammi” eft- ir Guðmund Friðjónsson. ósvik- inn alþýðukveðskaþar-bragur er á kvæði Gísla ólafssonar “Þegar eg var fimtugur”; ekki er heldur neitt viðvanings-handbragð á “Vísum” frú Theodóru Thorodd- sen, t. d. þessari: “Þegar lánsins þorna mið og þrjóta vinatrygðir, á eg veröld utan við allar mannabygðir.” Auk þess flytur “Samtíðin” þjóðlegan fróðleik, sagnir, lausa- vísur og annað þessháttar, að ó- gleymdum bókafregnum. Af þeim eru, í umræddum árgangi, ítarlegust grein séra NJakobs Jónssonar, “Bækur að vestan”, um “Tímarit Þjóðræknisfélags- ins” fyrir árið 1935 og smá- sagnasafn Boga Bjarnasonar “Sans the Grande Passion”. Rit- stjórinn skrifar einnig gagnorða en snjalla grein um “Verk Ein- ars Benediktssonar”, í tilefni af hinni nýju útgáfu af þrem kvæðabókum skáldsins. f þessu sambandi má minna á, að “Sam- tíðin” flytur einnig skrár yfir nýjar bækur, erlendar og íslenzk- ar; gætu skrárnar yfir íslenzku bækurnar áreiðanlega orðið góð leiðbeining íslenzkum bókavin- um hérlendis og þeim, sem velja bækur fyrir vestur-íslenzk bóka- söfn. Af framanskráðu yfirliti, og hefir þó hvergi nærri alt verið talið, er auðsætt, að “Samtíðin” ber fjölbreytt efni á borð fyrir lesendur sína. Hún er einnig mjög ódýrt tímarit, 5 krónur ár- gangurinn, tíu hefti, prýdd myndum, alls 320 bls. Áritun hennar er “Samtíðin”, pósthólf 75, Reykjavík, ísland. JóNS BJARNASONAR SKóLI fslendingar eru frægir af einu: bókmentunum fornu; af þeirri á- stæðu hefir það orð farið af þeim, að þeir væru til bókmenta hneigðir og lærdóms. Þegar þeir fóru að reyna sig á skólabraut- inni í þessu landi, varð sú raunin á að þeir dugðu vel; og þegar til þess kom að gegna störfum og embættum að loknu námi, þá brugðust þeir heldur ekki. Af þessu meðal annars, er fslend- ings nafnið hér í landi vel virt. Þegar nokkur ár voru liðin frá því að landnám okkar hófst, tók sá sem þá var helzti oddviti lan'danna í andlegum málum, að hugsa alvarlega um stofnun skóla. Fróðleikshneigð íslendinga og bókmenta iðja hafði haldist þrátt fyrir harðindi og kúgun um margar aldir. Sá arfur mátti ekki glatast, hann hafði verið þjóðinni líf og ljós. Það rtiun hafa vakað fyrir séra Jóni Bjarnasyni með því að stofna skólann, að sá arfur gæti létt undir með afkomendum landnemanna, forðað þeim frá að hverfa með öllu í stritinu fyrir munni og maga, stutt metnað þeirra og kapp til að láta ekki lenda við þrældóminn og launin sem hann veitir. Þótt þeirri skólastofnun væri frestað um tíma, þá komst skól- inn samt upp, eftir lát þess sem hann er kendur við. Og ;þótt starf skólans hafi miðað til ann- ars og meira en að kenna ,ungl- ingum ensku og íslenzku, og gera þá samkepnisfæra til daglegra starfa, þá er skólinn sannar- lega merkileg stofnun fyrir vort íslenzka þjóðarbrot. Hann hefir náð áliti meðal hérlendra. Sum- um hefir þótt andinn þar hollari en í öðrum skólum og það orð hefir líka komist á, að kennarar skólans legði svo mikla alúð við kensluna, að nemendurnir fengi betri vitnisburði við prófin en annara skóla nemendur. Af þess- um orsökum er hann vel virtur. Þeir íslendingar sem nú styrkja skólann líta svo á, að stofnunin sé okkur til sóma og það sé mínkun að því, að láta hana falla. Þær stofnanir sem íslendingar standa að í þessu landi, séu ekki svo margar að nein af þeim megi líða undir lok; góður skóli sé gagnlegur fyrir okkar þjóðfélag, hver sem kensl- unnar nýtur. Það hlýtur því að taka alla góða íslendinga sárt, að sjá hann lognast útaf. Skólinn ber nafn þess manns, sem vann bezt að því að sameina íslendinga, var fastlyndur, óeig- ingjarn og einlægur. Um þenn- an foringja trúarlegra samtaka hjá okkur Vestur-fslendingum, flytur dr. Rögnvaldur Pétursson fyrirlestur, þann 15. þ. m. í Goodtemplarahúsinu. Þótt þeir væru andvígir í trú- málum, höfðu þeir það markmið sameiginlegt, að vér “fáir, fá- tækir, smáir” lentum ekki í fá- sinni dreifingar og samtakaleys- is, heldur beittum kröftunum til sameiginlegra átaka. — Þeim mönnum, sem nú styrkja skól- ann, mun vera það metnaðarmál, að hann kafni ekki undir nafni, heldur haldist við sem lengst og verði meir og meir að miðstöð ís- lenzkrar menningar hér. Geta ekki landar enn samein- ast um það að veita þessari einu mentastofnun sinni styrk og stuðning? Soffanías Thorkelsson Heimilisiðnaðarfélagið heldur næsta fund kl. 8 á niiðvikudags- kveldið 14. apríl að heimili Hffrs. Gísli Johnson, 906 Banning St.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.