Heimskringla - 07.04.1937, Page 6

Heimskringla - 07.04.1937, Page 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 7. APRÍL 1937 Húsið Milli Sandhæðanna Eftir Robert Louis Stevenson “Þú skilur þetta ekki, mælti hann. “Eg er enginn bragðarefur, en eg gæti mín, það er alt og sumt. Það getur verið að eg þreyti þig, Mr. Cassilis, en það er mér alveg sama. Eg tala það sem mér líkar, en ekki til að þóknast þér. Það væri bezt fyrir þig að fara upp á loftið og biðla til stúlkunnar, hvað mig snertir þá verð eg hér niðri.” “Og eg verð hér hjá þér,” svaraði eg. — “Heldur þú að eg svíkist að þér jafnvel með þínu leyfi?” “Frank,” sagði hann brosandi. “Það er slæmt að þú skulir vera annar eins asni og þú ert, því að það er manndómur í. þér. Eg held að eg sé feigur, því að þú getur ekki reitt mig til reiði enda þótt þú reynir það.” Síðan bætti hann við í þýðum rpmi. “Eg neld að við, þú og eg séum hinir aumustu menn á Englandi. Við erum komnir um þrítugt án þess að eiga.konu eða barn, eða svo mikið sem búð til að líta eftir — einstæðings aumnigjar, báðir tveir, og nú lendir okkur saman út af stúlku, eins og það væru ekki nokkrar miljónir af þeim á Bretlandseyjunum. Æ, Frank, Frank, sá okkar, sem hinn lægra hlut bíður, hvort sem það verð eg eða þú er mér aumkunarverður. Betra væri honum, hvernig segir nú ritningin 1 — að myllusteinn væri hengdur um háls honum og honum sökt í sjávardjúp. Við skulum fá okkur í staupinu,” bætti hann alt í einu við, en án nokkurrar gleði. Orð hans snertu mig og samþykti eg það því. Hann settist við borðið í borðstofunni og horfði í gegn um vínglasið sitt. “Ef þú sigrar mig, Frank þá legst eg í fyllirí, en hváð ætlar þú að gera ef þetta fer hinn veginn?” “Það má hamingjan vita?” “Jæja,” mælti hann, “drekkum þá skálina, Italia irredenta.” Dagurinn leið á þennan hræðilega leiðin- lega hátt. Eg lagði á borðið, en Clara og Northmour bjuggu út miðdagsmatinn. Eg gat heyrt samræður þeirra er eg gekk fram og aftur og furðaði mig á að alt talið snerist uin mig. Hann stríddi henni á mannsefnunum en hann talaði vel um mig alt af nema þegar hann talaði illa um okkur báða. Þetta vakti þakk- lætistilfinningu í brjósti mínu, sem ásamt hugs- uninni um hina bráðu hættu, sem yfir vofði, kom mér til að tárfella. Þegar öllu var á botn- inn hvolft hugsaði eg með mér — og ef til viíl var sú hugsun hlægilega fáfengileg, — þá voí- um við þrjú, hinar göfuglyndustu manneskjur, að láta lífið fyrir bankaþjóf. Áður en við settustum að borðinu, leit eg út um einn loftsgluggann. Degi var að haiia og sandhólarnir voru ótrúlega eyðilegir. Pen- ingakassinn stóð ennþá óhreyfður þar sem við höfðum látið hann fyrir mörgum stundum siðan. Mr. Huddlestone, sem klæddur var síðri innikápu, gulri að lit, sat við annan enda borðs- ins, en Clara við hinn, en Northmour og eg sátum hvor á móti öðrum við hlið^r þess. Ljósið logaði glatt og vínið var gott og matvælin, þótt köld væru, hin ágætustu. öll virtumst við hafa samþykt það eins og þegjandi að minnast ekki á hættuna, sem fyrir höndum var, og var sam- sæti þetta miklu fjörugra, en búast mátti við. Við og við stóð annar hvor okkar upp og litu eftir víginu, og í hvert skifti var Mr. Huddle- stone mintur á hinar aumlegu kringumstæður sínar, leit hann þá upp með flóttalegu augna- ráði og hræðslusvip á andlitinu. En hann tæmdi þá glasið sitt í skyndi, þerraði svitann af enninu og hóf þátttöku í samræðunum á ný. Eg var hissa á allri þeirri fyndni og fróð- leik sem hann sýndi. Hann var auðsæilega eng- inn venjulegur maður. Hann hafði lesið og at- hugað sjálfur og gáfur hans voru heilbrigðar, og þótt þessi maður hefði aldrei getað orðið mér ástfólginn, þá skildi eg hepni hans í viðskifta- lífinu og hina miklu virðingu, sem menh báru fyrir honum áður en hann varð gjaldþrota. — Hann hafði umfram alt hæfileika til að Ijóma í samkvæmislífinu, og þótt eg heyrði hann aldre' nema í þetta sinn,er hann var háður þungum áhyggjum, þá hefi eg aldrei heyrt annan eins skínandi mann í samræðum. Hann var að segja okkur frá með miklum ákafa og að því er virtist, án nokkurrar blygð- unar, kaupmanns þorpara einum, er hann hafði þekt í æsku sinni og hlustuðum við öll með gleði og þó vandræðaleg, þegar hið fámenna samkvæmi okkar var trúflað á hinn skyndileg- asta hátt. Hávaði sem líktist því, er fingri er strokið eftir votri rúðu, kom Mr. Huddlestóne til að hætta frásögninni, og á sömu stundu urðum víð öll náföl og sátum steinþegjandi og hreyfingar- laus kringum borðið. “Snígill,” sagði eg að síðustu, því að eg nafði heyrt að þeir gerðu svipaðan hávaða. “Snígill, fjandinn líka!” sagði Northmour. “Þey!” Þessi sami hávaði var endurtekinn tvisvar með jöfnu millibili, og því næst var hrópað með hræðilegri röddu ítalska orðið “Traditore”. Mr. Huddlestone leit snögt upp, auknalok hans skulfu, á næsta augnabliki féll hann með- vitundarlaus undir borðið. Við Northmour þut- um ’til vopnabúrsins og gripum byssur, en Clara stóð og hélt hendinni um hálsinn. Þannig stóðum við, því að við héldum að á- hlaupið væri að byrja, en hvert augnablikið leið á fætur öðru og ekkert heyrðist nema brimgnýr- inn við ströndina. “Fljótt nú,” sagði Northmour, “við skulunv bera hann upp á loftið áður en þeir koma.” Einhvernveginn komum við honum öll þrjú upp á loftið og lögðum hann í rúmið í her- berginu “hans frænda”. Og þótt meðferðin væri ekki sem mýkst, þá sást ekki á honum neitt merki um meðvitund. Dóttir hans hnepti frá hálsi hans og tók að væta höfuð ihans og háls méð vatni, en Northmour hljóp út að glugganum. Veðrið var bjart og tunglið fult og komið upp og skein bjart á sandhólana, en hversu sem við störðum sást þar engin hreyf- ing. Fáeinir dökkir blettir til og frá er gátu verið krjúpandi menn, en það varð ekki greint með vissu. “Guði sé lof,” sagði Northmour, “að Azzi kemur ekki í kvöld.” Azzi hét gamla fóstran hans; hann hafði ekki munað eftir henni fyr en nú, en að hanr. I’ skyldi minnast hennar þarna var einkenm á manninum, sem mig furaði á. Aftur urðum við að bíða. Northmour gekk yfir að arninum og ornaði sér á höndunum yfir rauðum glæðunum, eins og honum væri kalt. Eg fylgdi honum ósjálfrátt með augunum og sneri mér um leið frá glugganum. f þeim svif- um heyrðist daufur hvellur og kúla sentist í gegn um gluggann og sökk inn í gluggahlerann eitthvað tvo þumlunga frá höfðinu á mér. Eg heyrði Clöru æpa upp og þótt eg þyti úr skot- marki og út í hornið, þá var hún þar á undan mér og spurði mig angistarfull hvort eg væri særður. Fanst mér þá að eg gæti verið skot- spórm á hverjum degi og allan daginn ef eg fengi slíka umhyggjusemi að launum. Fullviss- aði eg hana um að svo væri ekki og gerði það með hinum blíðustu orðum og þýðustu ástarat- lotum, alveg óminnugur þess hvernig á stóð, þangað til rödd Northmour vakti mig af dval- anum. “Loft byssa,” sagði hann. “Þeir vilja ekki gera neinn hávaða.” Eg ýtti Clöru til hliðar og leit á hann. Hann stóð fyrir framan eldinn með hendurnar fyrir aftan bakið; og eg sá á hinum skuggalega svip hans að geðofsinn bálaði í huga hans. Eg hafði séð sama svipinn þegar hann réðist á mig, kvöld • ið í marzmánuði forðum, þarna í næsta her- bergi; og þótt eg afsakaði reiði hans, gat eg samt ekki að því gert að eg óttaðist mjög aí- leiðingar hennar. Hann horfði beint fram und- an sér, en útundan sér gat hann séð okkur og ofsi hans jókst eins og vaxandi stormur. Fór mér þá ekki að lítast á, þar sem við vorum um- setin að utan, ef við fengjum innbyrðis bar- daga. Er eg horfði á hann með athygli sé eg svip hans breytast skyndilega og það var eins og honum létti fyrir brjósti. Hann tók upp lamp- an sem stóð hjá honum á borðinu og sneri sér ajtafur að okkur og mælti: “Eitt er það, sem okkur er nauðsyn að vita, ætla þeir að drepa okkur öll eða aðeins Huddlestone ? Héldu þeir að þú værir hann, eða skutu þeir á þig vegna þíns eigin ‘beaux yeur’ ?” “Þeir tóku mig áreiðanlega fyrir hann,” svaraði eg. “Eg er nærri því eins hár og ljós- hærður.” “Eg ætla að ganga úr skugga um þetta,” mælti hann og gekk út að glugganum og héii lampanum yfir höfði sér og stóð þar rólegur og beið dauðans víst í eina hálfa mínútu. Clara reyndi að þjóta til hans og draga hann frá glugganum, en eg var það eigingjarn að eg aftraði henni frá því með valdi og finst mér það fyrirgefanlegt. “Já,’ niælti Northmour, “Það er bara Hud- dlestone sem þeir ætla að ná í.” “ó, Mr. Northmour!” hrópaði Clara. Hún gat ekkert annað sagt. Það sem hún hafði séð gerði hana orðlausa. En hann leit á mig, hnarreistur og með sig- urhróssvip, og skildi eg strax hvers vegna að hann hefði hætt lífi sínu. Það var til þess að draga athygli Clöru að honum og hrinda mér úr því sæti að vera hetja í augum hennar. Hann smelti fingrunum saman og mælti: “Það er rétt nýkviknað í þeim. Þegar þeim volgnar betur, verða ]ieir ekki eins æru- kærir.” Nú kallaði einhver á okkur fyrir utan dyrn- ar. Út um gluggann sáum við mann. Hann horfði upp til okkar og á handleggnum haföi hann hvíta druslu, og þótt hann væri nokkuð langt í burtu gátum við þó séð tunglsljósið glampa í augum hans. Hann opnaði munninn aftur og talaði nú svo hátt að heyra mátti í hverju horni hússins. Það var sama röddin, sem áður hafði hrópað “Traditore” gegn um hlerana á baðstofu-glugg- unum. f þetta sinn gerði hann ákveðna yfirlýs- ingu. Ef svikarinn “Oddlestone” væri fram- seldur þá skyldi hinum öllum þyrmt, annars skyldi ekkert okkar kunna frá tíðindum aó segja. “Jæja Huddlestone. Hvað segir þú un. þetta?” spurði Northmour og sneri sér að rúm- inu. Alt þangað til hafði bankamaðurinn ekk' mælt orð frá vörum og eg hélt að hann væri ennþá í yfirliði, en hann svaraði strax og í slik- um rómi sem eg hefi aldrei heyrt neinstaðar nema frá óráðsjúklingum, og grátbað okkur og særði að yfirgefa sig ekki. Það var hin hræði- legasta og andstyggilegast framkoma sem eg hefi séð. “Þetta er nóg,” hrópaði Northmour. Því næst opnaði hann gluggann, hallaði sér út um hann og þrátt fyrir nærveru stúlkunnar helti m sér runu af formælingum bæði á ensku og ítölsku yfir höfuð sendiboðans og bað hann að hafa sig þangað, sem hann kæmi frá. Eg held, eftir hreyfingunni í rómnum að dæma, að þá iiafi honum verið ljúfast að við færumst öli áður en nóttin væri úti. En ítalinn stakk friðarfánanum í vasann og gekk í hægðum sínum inn á milli sandhól- anna. “Þeir berjast heiðarlega. Þeir eru alhr hermenn og heiðursmenn, og þessvegna vildi eg að við gætum skift um hliðar, því eg og Frank og þú líka stúlka mín, ástin mín, og látið þetta þarna á rúminu einhverjum öðrum eftir. Ha! Vertu ekki svona hissa á þessu. Við erum oll að fara inn í eilífðina og hvað mig snertir þá dæi eg ánægður ef eg mætti kyrkja Huddle- stone fyrst og taka Clöru í faðm mér, og við alt það sem heilagt er ætla eg að fá koss.” Áður en eg gat skorist í leikinn hafði hann gripið stúlkuna hranalega og þótt hún streittist á móti kyst hana hvað eftir annað. Eg þreif í hann eins og æðisgenginn og fleygði honum upp að veggnum. Hann hló bæði hátt og lengi og hugði eg að hann hefði tapað vitinu í þessari baráttu, því að þegar sem bezt lá á honum hafði hann ætíð hlegið lítið og hóflega. “Nú, nú, Frank,’ sagði hann þegar kátinu rénaði svolítið, “röðin er komin að þér. Hér er hönd mín. Farðu vel, vertu sæll!” Er hann sá fyrirlitningarsvipinn á mér, þar sem eg stóð og hélt í Clöru við hlið mér, bætti hann vio: “Maður! Ertu reiður. Hélstu að við ætl- uðum að deyja með þessa yfirborðs kurteisi þjóðfélagsins í framkomu okkar? Eg rændi kossi og er glaður að eg gerði það.” Eg sneri mér frá honum með fyrirlitningu, sem eg reyndi ekkert að dylja. “Alveg eins og þér þóknast,” mælti hann. “Þú hefir verið lurkur alla þína æfi og deyrð eins og staur,” áð því búnu settist hann niður }■ stól með riffilinn yfir hnén og lék sér að því að opna og smella aftur lokunni á honum, en eg gat séð að þessi yfirborðs kátína, sem var í hið eina skifti, sem eg vissi til að hann sýndi nokkra, var að hverfa og ólundarleg kaldhæðni kom í hennar stað. Altaf á meðan á þessu stóð hefðu óvinir okkar getað verið að streyma inn í húsið, án þess að við vissum af því. Við höfðum í raun og veru næstum gleymt hættunni, sem yfir ol^k- ur vofði, en í þessum svifum, rak Mr. Huddle- stone upp óp og stökk út úr rúminu. V ið spurðum hann hvað að honum gengi. “Eldur,” æpti hann. “Þeir hafa kveikt í húsinu.” Við Northmour þutum inn í næsta herbergi og var það alt ljómað af ógurlegum bálbjarma og í sömu svipan reis hár eldstólpi UPP fyrir framan gluggann, en rúðan í gluggan- um féll með hringlandi hávaða niður á gólfið. Þeir höfðu kveikt í skúrnum sem stóð upp við húsið. Eldurinn hafði náð þar góðum tökum og bálaði hann ætíð hærra og hærra. ’Hér gerist heitt,” mælti Northmour, “við skulum reyna hitt herbergið, sem þú bjóst í. Með allri bakhlið hússins hafði eldsneyti verið hrúgað upp og líklegast vætt með olíu, því að þrátt fyrir regnið logaði það glatt. Allar bak- d.yrnar stóðu í björtu báli og sáum við að þakið tók að brenna, en kæfandi reykur tók nú r fylla húsið. Enginn maður sást til vinstri hlið- ar. Jæja, það er gott, guði sé Iof fyrir að þetta tekur enda, mælti Northmour. i'egar við komum inn í herbergið “hans frænda var Huddlestone að setja á sig skóna, en titraði mjög, en samt hafði hann ákveðinn svip svo að slíkan hafði eg aldrei fyr séð. Clara stóð hjá honum með kápuna sína í báðum hönd- um, reiðubúin að kasta henni yfir sig og með einkennilegan svip á andlitinu eins og hún bæði efaði og vonaði um fyrirætlanir föður síns. “Jæja, piltar og stúlkur, hvernig væri að gera útrás?” mælti Northmour. “Ofninn er að hitna og ekki er gott að bíða hér meiri bakstur. Eg að mínu leyti óska eftir að komast í návígi við þá og ljúka þessu.” “Það er eina úrræðið,” sagði eg. Bæði Clara og Huddlestone bættu við bæði í senn þó sitt með hvoru móti: “Eina”. Er við fórum ofan var hitinn óþolandi og eldgnýrinn þrumaði í eyrum okkar. Varla vor- um við komin ofan í göngin fyr en stigaglugg- inn féll inn, og logarnir sleiktu inn um opið, i en alt sumarhúsið Var fylt með hræðilegum, blaktandi bjarma. Um sama leyti heyrðum við eitthvað falla ofan á loftið. Var það auð- sæilegt að alt sumarhúsið hafði orðið alelda á svipstund eins og væri það eldspýtnakassi. Vav það eigi einungis eins og logandi viti, er lýsti um land og haf, heldur mátti búast við að félli yfir okkur. Við Northmour spentum skammbyssurn • ar okkar. Mr. Huddlestone, sem hafnað hafði vopnum réðist fram fyrir okkur og var nú á honuin valdsmanna svipur. Við skulum láta Clöru opna dyrnar,” mælti hann, “og ef þeir skjóta á okkur þá hitta þeir hana ekki, en þið standið á bak við mig. Eg, ásteitingar steinninn, syndir mínar koma mér í koll.” Eg heyrði hann mæla þannig er eg stóð fast við öxl hans, með byssuna reiðubúna, og eg varð að játa þótt ljótt sé, að eg fyrirleit hann fyrir að hafa yfir þessi auðmýktar orð á augna- bliki, er var svo hættulegt og æsandi. Clara sem var náföl hafði skotið lokum frá dyrunum og í sömu svipan opnaði hún þær. Eldsbjarminn blandaður. tunglskininu brá hvikulum Ijóma yfir sandhólana og langt í burtu og bei- andi við himin gátum við séð langan, glóð- þrunginn reykjarmökk. Mr. Huddlestone, sem fyltur var annarleg- um mætti hratt okkur Northmour aftur fyrir' sig sitt með hverri hendi, svo öfluglega að við vorum ósjáifbjarga í bili, síðan fórnaði hann höndum eins og maður, sem styngur sér til sunds, og hljóp beint áfram út úr sumarhúsinu. “Hérna er eg!” hrópaði hann. “Drepið mig, en þyrmið hinum!” Þessi snarleiki hans lét hinum fallast hend- ur og við hinir höfðum tíma til að ná okkur og grípa Clöru á milli okkar og þjóta til liðveislu við hann, áður en nokkuð frekara gerðist. En varla höfðum við fyr farið yfir þröskuldinn, en eitthvað tylft blossa og skothvella komu úr mörgum áttum frá lautum sandhæðanna. Mr. Huddlestone reikaði, rak upp hryllilegt vein, sem Kom blóðinu til að þjóta í æðum mér, fórn- aði upp höndum og féll aftur á b^k niður á flötina. “Traditore, Traditore,” æptu hinir ósýni- Iegu hefnendur. í þessu hrundi alt þakið svo æstur var eldgangurinn. Hár, óskýr og hræði- legur hávaði fylgdi hruninu, en hár eldstrókur læsti sig hátt upp í loftið, og hefir hann sjáif- sagt sést um tuttugu mílur utan af hafi og langt inn til lands. Þótt guð megi vita hverj- sr syndir hans voru, þá hafði Bernard Huddle- stone tigulega bálför á því augnabliki sem hann dó. Það væri mjög örðugt fyrir mig að segja frá því, sem næst fór á eftir, þessum raunalega viðburði. Það er alt saman í huga mér, er eg hugsa til þess, óskýrt og hrært saman, eins og martraðar draumur. Eg man að Clara rak upp stunu og mundi hafa fallið niður, hefðu við No'rthmour ekki haldið henni uppi meðvitundar lausri. Eg held ekki að neinn hafi ráðist á okkur, ekki man eg eftir að eg sæi nokkurn fjandmann, og eg Held að við höfum yfirgefið Huddlestone án þess að líta á hann. Eg man það að eg hljóp eins og vitlaus maður, og bar Clöru stundum einn, en stundum með North- mour. Hvernig við náðum bæli mínu úti í skóginum eða leituðum þangað, man eg aldrei, það fyrsta sem eg man er það að við létum Clöru fallast upp að tjaldinu mínu, en við Northmour byltumst á jörðinni og var hann með hinni mestu grimd að reyna að berja mig á höfuðið með skammbyssuskaftinu. Hann var búinn að særa mig tvisvar og það er vegna hins tals- verða blóðmissis, sem eg varð fyrir, að eg á það að þakka að eg komst til meðvitundar. Eg greip utn úlnlið hans. “Normour”, man eg eftir að eg sagði, “þú getur drepið mig seinna, nú skulum við hugsa um Clöru.” Hann var ofan á mér þá stundina, en eg hafði varla slept orðunum, þegar hann stökk á -ætur og hljóp að tjaldinu, og á næsta augna- bliki þrýsti hann Clöru að brjósti sér og þakti andlit hennar og hendur með kossum. “Skammastu þín, skammastu þín, North- mour”, hrópaði eg, og sló hann á höfuð cg herðar. Hann slepti henni og horfði á mig í daufri tunglsglætunni. “Eg hafði yfirhöndina og þá lét eg þig sleppa og nú slærð þú mig, heigullinn þinn!” ert þú sem ert heigull,” svaraði eg. Óskaði hún eftir kossum þínum meðan hún hafði meðvitundina? Nei, fjarri fer því. Og Frh. á 7. bls i

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.