Heimskringla - 07.04.1937, Síða 7

Heimskringla - 07.04.1937, Síða 7
WINNIPEG, 7. APRÍL 1937 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA ISLANDS-FRETTIR Húsbruni Akureyri 6. marz íbúðarhúsið á býlinu Skarði við Akureyri brann til kaldra kola á fimtudagskvöldið 4. þ. m. um kl. 23,00. Húsið var eign Jóns Guðmanns, kaupmanns á Akur- eyri og geymdi hann þar ýms verðmæt landbúnaðaráhöld og aðra muni. Ennfremur nokkuð af hænsnafóðri og í kjallara hússins mikið af garðávöxtum. Engu varð bjargað úr húsinu. Upptök eldsins eru ókunn. * * * Breytingar á hegning- arlögunum í vændum Rvík, 6. marz Dómur lögreglustjóra í land- ráðamáli nazistanna var kveðin upp í gær og var á þá leið, að nazistarnir voru sýknaðir. Sýknunardóminn mun lög-. reglustjóri byggja á því, að sam- kvæmt hinum danska texta hegningarlaganna veiti.þau ekki vernd ráðagerðum, ályktunum eða samningum, sem fjalla “um f járhag landsins og þjóðhagsleg málefni þess, einkaréttarlegs eðlis fjárhagsleg eða viðskifta- leg”. En athæfi nazistanna heyr- ir undir þá liði. Danskir refsiréttarfræðingar hafa látið svipað álit í ljósi um þessi ákvæði hegningarlaganna og varð það m. a. til þess að tek- in voru upp ákvæði um þessi at- riði í hin nýju hegningarlög Dana frá 1930. Mál þetta, sem hér ræðir um, var m. a. höfðað til þess að fá úr því skorið, hvort álit íslenzkra dómstóla væri á sömu leið og þeirra dönsku, og hvort hægt væri að fá menn dæmda fyrir rógskrif um þessi mikilsverðu mál ríkisins samkvæmt núgild- andi lögum. Þessi dómur virðist nokkur bending um það, að svo sé ekki, og liggur þá beint víð að breyta hegningarlöggjöfinni um þetta til samræmis við það, sem Danir hafa gert. Jafnframt ætti þá að taka upp í hegningarlögin svipuð ákvæði önnur, sem eru í dönsku hegningárlögunum frá 1930, og ganga í þá átt, að hindra önnur álíka vinnubrögð ofbeldisflokkanna. Nazistapiltarnir og þeir, sem aðhyllast þessi og önyur vinnu- brögð þeirra, skulu því ekki fagna lengi yfir því, þó þeir í þetta sinn, komist ef til vill und- an réttlátri hegningu vegna úr- eltra laga. Það mun aðeins verða til þess að flýta fyrir nýrri, nauðsynlegri löggjöf, sem ná- grannaþjóðir okkar hafa þegar sett um þessi efni.—N .Dbl. * * * Jón í Stóradal dæmdur fyrir ærumeiðingar Rvík, 5. marz í undirrétti var í gær kveðinn upp dómur í meiðyrðamáli, sem fjármálaráðherra höfðaði fyrir nokkru gegn Jóni í Stóradal fyr- ir ummæli blaðs hans í sambandi HÚSIÐ MILLI SANDHÆÐANNA Frh. frá 6. bls. nú er hún kannske að deyja, og þú eyðir þessari dýrmætu stund til þess að níðast á henni hjálp- arlausri. Farðu til hliðar og láttu mig hjálpa henni.” Hann stóð gagnvart mér, hvítur í andliti og ógnandi, síðan vék hann til hliðar. “Hjálpaðu henni þá,” mælti hann. Eg kraup á hnén við hlið hennar og losaði eins vel og eg gat fötin af henni, en er eg var að því þá var gripið í öxlina á mér. “Snertu ekki á henni. Heldurðu að eg hafi ekkert blóð í æðunum ?” sagði Northmour grimdarlega. “Northmour,” sagði eg, “ef þú vilt hvorki hjálpa henni sjálfur, né leyfa mér það, þá veistu að eg neyðist til að drepa þig.” “Þetta er betra,” hrópaði hann. “Láttu hana deyja líka. Hvað gerir það til? Komdu frá stúlkunni og berstu við mig.” “Þú hefir tekið eftir því,” mælti eg, “að eg hefi ekki kyst hana ennþá.” “Eg mana þig til að gera það,” hrópaði hann. ( Eg veit ekki hvað yfir mig kom. Það er eitt af því, sem eg skammast mín mest fyrir á æfi minni, þó að' konan mín hafi ætíð sagt að kossar mínir væru sér ætíð kærkomnir, bæði Jifandi og dauðir, nú kraup eg aftur á kné og kysti hana á ennið, sem var ískalt, rétt eins og faðir gæti hafa gert, og var það koss sem eigi átti illa við frá manni sem var í þann veginn að deyja við konu, sem þegar var dáin. “Og nú er eg reiðubúinn að sinna þér Mr. Northmour,” sagði eg. En mér til mestu undr- unar hafði hann snúið við mér bakinu. “Heyrðirðu ?” hrópaði eg. “Já,” svaraði hann, “það geri eg. Ef þú ert all fús að berjast, er eg tilbúinn. Ef ekki, bjargaðu lífi Clöru. Mér er sama hvert er.” Eg lét ekki segja mér þetta tvisvar, en laut yfir Clöru og reyndi að lífga hana við. Hun var ennþá meðvitundarlaus og tók eg að óttast að hinn blíði andi hennar væri horfinn frá mér fyrir fult og alt, og ótti og einstæðingstilfinníng gripu brjóst mitt og kallaði eg til hennar með hinum ástúðlegustu orðum. Eg nuddaði henduv hennar, stundum lyfti eg upp höfði hennar, eða lagði það niður aftur, en alt virtist árangurs- laust, augu hennar voru alt af lokuð. “Northmour,” sagði eg, “þarna er hattur- inn minn. Sæktu mér fyrir guðsskuld vatn úr lindinni.” Hann var á svipstundu kominn með vatnið. “Eg kom með það íhattinum mínum, þú telur það varla eftir mér.” “Northmour,” var eg byrjaður að segja þegar hann greip fram í fyrir mér: “ó, þegiðu! Það besta sem þú getur gert er að segja ekki neitt.” Eg hafði sannarlega enga löngun til að segja neitt, svo var eg áhyggjufullur um unn- ustu mjna. Eg þagði því og reyndi að lífga hana við og þegar hatturinn var tómur sagði eg aðeins “meira”, og hafði hann víst farið nokkrar ferðir þegar Clara opnaði augun. “Nú þegar hún er betri getið þið verið ein fyrir mér,” mælti hann. “Eg óska þér góða nótt Mr. Cassilis.” Að svo mæltu var hann horfinn inn í kjarr- • ið. Eg kveikti upp eld, því að eg óttaðist ekk- ert ítalina, sem ekki höfðu snert þetta litla, sem eg átti í tjaldinu. Og þótt hún væri niður brotin út af öllu því, sem skeð hafði um kvöldið, þá tókst mér samt með uppörfunarorð- um og bænum, ásamt hitanum og þeim fáu tækjum, sem eg hafði að sefa hana andlega og styrkja hana líkamlega. Það var orðið bjart þegar einhver hrópaði í skóginum. Eg reis upp af jörðinni, en þá heyrðist rödd Northmours og bað hann mig að koma einsamlann, því að hann óskaði að sýna mér nokkuð. Eg leit spyrjandi á Clöru og gaf hún sam- þykki sitt á sama hátt, eg skyldi hana eftir og skreiddist út úr þykkninu. í nokkurri fjar- lægð sá eg Northmour hallast upp að tré og þegar hann sá mig gekk hann niður að strönd- inni, en eg hafði næstum náð honum þegar við komum út úr skóginum. “Sjáðu,” sagði hann og stansaðí. f tveimur skrefum komst eg fram úr lauf- unum sem byrgðu tilsýnið. Morgunbirtan var skær og köld yfir hinu kunna sjónarsviði. Sum- arhúsið var brunarúst, þakið var fallið inn, en annar gaflinn fallinn út, en sótflyksur Iágu um alla melana. Ennþá rauk úr rústunum og glóðin sást.í svörtum yeggjunum eins og einmyrja í arni. Fyrir utan höfnina lá skonorta og mann- aður bátur lenti i fjörunni. “Rauði jarlinn,” hrópaði eg. “Rauði jarl- inn, tólf tímum of seint.” “Þreifaðu ofan í vasa þinn, Frank. Ertu vopnaður?” spurði Northmour. Eg hlýddi og hlýt að hafa náfölnað. — Skammbyssan mín hafði verið tekin frá mér. “Þú sérð að þú ert á valdi mínu, eg af- vopnaði þig þegar þú varst að hjúkra Clöru í gærkveldi; en í morgun — hérna, taktu byss- una þína. Engar þakkir,” hrópaði hann og heít upp hendinni. “Mér falla þær ekki. Það er á þánn eina hátt, sem þú getur sært mig nú.” Hann tók að ganga ofan í fjöruna og eg fylgdist á eftir honum skref fyrir skref. Fyrir fi'aman sumarhúsið stansaði eg til að sjá hvar Mr. Huddlestone hafði fallið. En það sást ekk- ert af honum, ekki svo mikið sem blóðblettur. “Kviksyndið,” mælti Northmour. Hann hélt áfi'am þangað til hann kom fram á bakk- ann. “Gerðu svo vel og farðu ekki lengra,” mælti hann. “Mundir þú vilja fara með hana heim á óðalssetrið ?” spurði hann. “Þakka þér fyrir, en eg mun reyna að koma henni til fiskiþorpsins.” Nú stökk einn sjómaðurinn í land af bátn- um. “Bíðið þið svolítið drengir!” kallaði North- mour. Því næst hvíslaði hann að mér. Það væri betra fyrir þig að segja henni ekkert um alt þetta. “Þvert á móti,” svaraði eg. “Hún fær að vita alt sem eg veit.” “Þú skilur þetta ekki,” svaraði hann með miklum tignarsvip. Henni er sama. Hún býst við þessu af mér. Vertu sæll,” mælti hann og kinkaði kolli. Eg bauð honum hendina. “Afsakaðu,” sagði hann. “Þetta kann að vera lítilmannlegt af mér, en svona langt get eg ekki gengið. Mér fellur engin viðkvæmni. Mig langar ekki til að sitja við arin ykkar eins og gráhærður ferðamaður. Þvert á móti. Eg vona til guðs, að eg sjái hvorugt ykkar nokkru sinni framar.” “Jæja, guð blessi þig Northmour!” sagði eg innilega. “Ó, já”,.svaraði hann. Hann gekk niður fjöruna og þeir hjálpuðu honum um borð í bátinn og lögðu frá. North- mour settist sjálfur við stýri, báturinn reis á öldunum en árarnar mörruðu í ræðunum með jöfnu hljóðfalli í hinu kalda morgunlofti. Þeir voru ekki komnir hálfa leið út að skip- inu og eg starði á för þeirra, þegar sólin reis upp yfir hafinu. Eitt oi’ð enn, og sögu minni er lokið. Árum síðar féll Northmour í orustu undir merkjum Garibaldi í frelsisstríði Tyrol-búa. —ENDIR-------- < við vasabókaþjófnað nazistanna. Tók Jón málstað þeirra eins og vænta mátti. Dómurinn féll á þá leið, að Jón var dæmdur í 100 kr. sekt og til að greiða málskostnað. Um- mæli hans voru dæmd dauð og ó- merk. Samherjar og stallbræður Jóns, Valtýr Stefánsson og Jens Benediktsson, hafa áður hlotið dóm fyrir hliðstæð skrif um þetta mál.—N. Dbl. * * * SI.vs á Akureyri Rvík, 2. marz Laust fyrir kl. 7 á laugardags- kvöldið vildi það slys til í tunnu- verksmiðju á Akureyri að vél, sem heflar og fellir tunnustafi, brotnaði er hún var á fullri ferð og sundruðust vélarhlut- arnir víðsvegaú um húsið. Tveir menn, er við vélina unnu, sluppu ] lítið eða ekki meiddir, en aðrir tveir, er lengra voru frá vélinni, stórslösuðust. Þeyttust brot úr vélinni í höfuð þeim. Var annar þeirra, Jón Sigurðsson, fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús og andaðist þar á sunnudag. Hinn, Björn Guðmundsson, sem einnig var ‘ stórmeiddur, var fluttur heim til sín. Vinna hefir verið algerlega stöðvuð í verksmiðjunni vegna þessa atburðar, en þar unnu um 50 manns.—N. Dbl. * * * Byggingar í Reykjavík á síðastliðnu ári Rvík. 4. mai'z Byggingarfulltrúinn í R»eykja- vík, Sigurður Pétursson, hefir nýlega sent frá sér skýrslu um byggingar, sem reistar hafa ver- ið í Reykjavík á síðastliðnu ári. Samkvæmt þeirri skýrslu hafa alls verið bygð 166 ný hús í bænum á þessu ári, en um 20 gömul hús hafa verið stækkuð. Af þessum 166 húsum eru 107 íbúðarhús 5. opinberar bygging- ar og samkomuhús, 10 vinnu- stofur og verksmiðjuhús, 8 gripa- og alifuglahús 30 geymslu hús og bílskúrar og 6 spenni- stöðvar. í tveimur íbúðarhús- anna eru verzlanir. Stærð hús- anna er rúmlega 100 þús. rúm- metrar og eru um 5 af hundraði af þeim timburhús, en hitt stein- hús. f húsum þessum eru alls 279 íbúðir og er þá í flestum tilfell- úm miðað við tveggja og þriggja herbergja íbúðir og ásamt eld- húsi, en þá er í 5 tilfeljum mið- að við 6 og 7 herbergja íbúðir og eldhús. Byggingarkostnaðurinn nemur alls hátt á fimtu miljón króna, og er þá ekki reiknaður með kostnaður við girðingar um lóðir eða því um' líkt né við breytingar á gömlum húsum, ef þær breytingar hafa ekki aukið húsrúm í för með sér.—N. Dbl. * * * Samkepnisprófið um prófessorsembættið Rvík. 5. marz Hinn munnlegi hluti samkepn- isprófsins um kennaraembættið í guðfræði við Háskóla íslands hefst í dag. Hinum skriflega hluta þess eða ritgerðunum hafa umsækjendurnir þegar lokið, en þeir eru séra Bejnamín Kristj- ánssson, séra Björn Magnússon og Sigurður Einarsson fyrv. prestur. Hefst þessi hluti prófsins með því að séra Benjamín flytur er- indi kl. 10 árd. í dag, séra Bjöfh Magnússon flytur erindi kl. 11 árd., og Sigurður Einarsson kl. 2 e. h. öll erindin verða flutt í Iðnó og verður þeim útvarpað. Á morgun flytja keppendurnir seinni erindi sín og er samkepn- isprófinu þar með lokið. Verða þau flutt á sama tíma, en Sig- urður er þá fyrstur og Benjamín síðastur. í dómnefndinni eiga sæti: þrír guðfræðisprófessorar háskólans, sr. Árni Sigurðsson og danski próf. Mosbech.—N. Dbl. - NAFNSPJÖLD - Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrifstoíusími: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er að flnni á skrifstofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. HeimUi: 46 Alloway Ave. Talaimi: 33 15S G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. Lögfrœðingur 702 Confederation Life Bldg. Talsimi 97 024 Jacob F. Bjarnason —TRAN SFER— Baggage and Furniture Moving 591 SHERBURN ST. Pbone 35 909 Annast allskonar flutninga fram og aftur um bœinn. W. J. LINDAL, K..C. BJÖRN STEFÁNSSON ISLENZKIR LÖGFRÆÐINOAR á öðru gólfl 325 Main Street Talsimi: 97 621 Hafa einnig skriístoíur »8 Lundar og Gimli og eru þar að hitta, fyrsta miðvikudag i hverjum mánuði. MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO S54 BANNINO ST. Phone: 26 420 M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINOAR Sérgrein: Taugasjúkdónuu- Lætur úti meðöl 1 viðlögum Vlðtalstfmar kl. 2 4 e. h. 7—8 að kveiainu Síml 80 867 666 Victor St. Dr. O. BJORNSSON 764 Victor St. OFFICE & RESIDENCE Phone 27 586 A. S. BARDÁL selur lfkkistur og annast um útfar- ir. Allur útbúnaður sá besti. Ennfremur selur hann «tii»v«nar minnlsvarða og legsteina. 843 SHERBROOKE 8T. Phone: 26 607 WINNIPEO RAGNAR H. RAGNAR Pianisti oo kennari Kenslustofa: 518 Dominion St. Sími 36 312 Dr. S. J. Johannesion 218 Sherbum Street Talsiml 30 877 ViOt&lstími kl. 3—5 e. h. Úrslitin í semkepnisprófinu Dómnefndin í samkepnispróf- inu um kennaraembættið í guð- fræði við Háskóla íslands hefir nú kveðið upp úrskurð sinn, og er hann svohljóðandi: “Dómnefndin lítur einhuga svo á, að sr. Bfjörn Magnússon hafi í ritgerð sinni og fyrirlestr- um, gert gefnum verkefnum bezt skil keppendanna og sýnt mikla yfirburði fram yfir hina að vís- indalegri efnismeðferð, þekkingu og framsetningu. Telur dómnefndin hann eink- ar vel hæfan til að takast á hend- ur kennaraembættið í guðfræði við háskólann og leggur það til með samhljóða atkvæðum við guðfræðisdeildina, að hún mæli með því að honum verði veitt dó- centsembættið, sem nú er laust”. í dómnefndinni áttu sæti dr. Jón Helgason biskup, sr. Árni Sigurðsson, próf. H. Mosbeck, próf. Ásmundur Guðmundsson og próf. Magnús Jónsson. Guðfræðideildin hefir þegar orðið við þessari ákvörðun og af- greitt meðmæli sín með séra Birni til kenslumálaráðherra. Séra Björn er sonur Magnúsar Björnssonar fyrverandi prests á Prestsbakka og er 33 ára gamall. Stúdentsprófi lauk hann tvítug- ur að aldri og tók guðfræðipróf fjórum árum síðar með hárri 1. einkun. Fyrsta árið á eftir var hann aðstoðarprestur hjá föður sínum, en 1929 varð hann prest- ur að Borg á Mýrum og hefir verið þar síðan. Sqra Björn er mjög vinsæll maður og hefir getið sér ágætt orð í starfi sínu. Hann er frjáls- lyndur og áhugasamur í trúmál- um og er það tvímælalaust mik- ill fengur fyrir Háskólann, að fá hann að guðfræðideildinni. —N. Dbl. 9. marz. , Rovatzos Floral Shop 206 Notre Darae Ave. Phone 94 954 Fresh Cut Flowers Dally Plants ln Season We specialize in Wedding & Ck>ncert Bouquets & Funeral Designs • Icelandic spoken THL WATCH SHOP Thorlakson Baldwin Diamonds and Wedding Rings Agents for Bulova Watchea Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. Dr. A. V. JOHNSON ISLENZKUR T ANNLÆKNIR 212 Curry Bldg., Winnipeg Oegnt pósthúsinu Simi: 96 210 Heimilia: 31 326 J. J. Swanson & Co. Ltd. REÁLTORS Rental, Inturance and Financial Agents Sími: 94 221 600 PARIS BLDG,—Wixmlpeg Gunnar Erlendsson Pianokennarl Kenslustofa: 701 Victor St. Sími 89 535 Hvað er ritstjóri? Ef hann er lifandi, þá er hann drullusokkur eða heimskingi. Ef hann er dauður, þá er hann aftur á móti ákaflega gáfaður maður, og þjóðfélagið, sem hann helgaði hina óvenjulegu hæfileka sína, hefir beðið mikið tjón við fráfall hans.—Mbl. Ornci Phon* 87 293 R*s. Phoni 72 408 Dr. L. A. Sigurdson 108 MKDICAL ARTS BUILDING Orrics Hotjss: 12-1 4 P.M. - 6 r.n. AMh »T APPOINTMENT J. WALTEfl JOHANNSON Umboðsmaður New York Life Insurance Company

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.