Heimskringla - 28.04.1937, Side 1

Heimskringla - 28.04.1937, Side 1
LI. ÁKGANGUR NÚMER 30. HELZTU FRÉTTIR Hver verður næsti leiðtogi íhaldsflokksins Það hefir nokkru sinnum verið á það minst í blaðafréttum, að Rt. Hon. R. B. Bennett muni vegna heilsubilunar ekki verða foringi íhaldsflokksins lengi úr þessu og að flokkurinn sé þegar farinn að grenslast eftir nýjum leiðtoga. Mr. Bennett kvað sjálfur hafa gefið í skyn, að það hefði margt ólíklegra skeð en það, að flokk- urinn yrði upp úr miðju sumri búinn að skifta um foringja. Mr. Bennett er nú að leggja af stað tfl krýningar-hátíðarinnar á Englandi. Að henni lokinni ætlar hann að taka sér nokkra daga hvíld á Frakklandi. úr því er hans von heim og er þá ætlað, að hans fyrsta verk verði að kalta flokkinn saman til að velja eftirmann sinn. “Því er spáð hér”, segir blaðið “Chicago Herald and Examiner”, að Bennett muni eftir krýning- una hljóta aðalstign á Bretlandi, er heimilar honum sæti í lávarða- deildinni þar og að skeð geti að hann verði skipaður-sendiherra Brtstlands í Bandríkjunum, I stað Sir Ronald Lindsay, er lætur bráðlega af því starfi. Það er viðurkent af andstæð- ingum Bennetts jafnt og fylgj- endum hans, að hann hafi lagt heilsu og fé í sölur fyrir flokk sinn. Á það hefir stundum verið minst, að Mr. Bennett ætlaði sér að setjast að á Englandi, þegar hann yrði laus allra mála hér við flokk sinn. Líkumar eru nú meiri til þess en áður, ef hann þiggur aðalstign, því þess er varnað í Canada. Eins og kunnugt er sýktist Bennett 1935 og er sagt að hann hafi aldrei orðið jafngóður af því. Það ár voru og kosningar. Nauðsynlegrar hvíldar var því enginn kostur. Þeir sem hugsanlegt þykir að geti orðið eftirmenn Mr. Ben- netts, 'eru Rt. Hon. Arthur Heighen, leiðtogi íhaldsmanna í ■ efrimálstofu Ottawa-þingsins, Hon. D. H. Ferguson, fyrv. for- sætisráðherra í Ontario og sendiherra Canada í London, Hon. W. D. Herridge, mágur Bennetts og fyrv. sendiherra Canada í Washington, Hon. Gor- don Harrington, fyrv. forsætis- ráðherra í Nova Scotia, Hon. C. H. Cahan fyrv. ríkisritari Can- ada og Sir George Perley, fyrv. stjórnarumboðsmaður (high commissioner) í London. Canada sendir 400 fulltrúa til krýningar-hátíðarinnar Sveit 400 manna lagði af stað frá Canada til Englands í byrj- un þessarar viku til þess að vera við krýningarhátíð George VI. Bretakonungs, sem fer fram 12. maí. Fulltrúarnir eru menn úr stjórnarráðinu, þingmenn, kirkjuleiðtogar, menn úr landher og sjóher Canada, fylkjaforsæt- isráðherrar og fjöldi borgar- stjóra úr bæjum hingað og þang- að í landinu. Fyrir sendinefnd þessari, er Rt. Hon. W. R. Mackenzie King, forsætisráðherra Canada. Með honum úr stjórnarráðinu eru Hon. C. A. Dunning, fjármála- ráðherra, Hon. Ernest Lapointe, dómsmálaráðherra, Hon. W. D. Euler, viðskiftamálaráðherra og Hon.Ian MacKenzie, hermála- ráðherra. Menn þessir verða ekki aðeins fulltrúar Canada á krýningarhá- tíðinni, heldur einnig á alríkis- fundinum, sem haldinn verður að krýningunni lokinni, en sá fund- ur er búist við að fjalli um her- mál og viðskiftamál. Aðrir stórhöfðingjar fararinn- ar eru Rt. Hon. R. B. Bennett, Hon. Raoul Dandurand, foringi stjórnarflokksins í efri-málstofu og Hon. Arthur Meighen, leið- togi íhaldsflokksins í sömu þing- deild; Hon. W. E. Foster, og Hon. Pierre Casgrain, þingforseti neðri og efri deildar Canada- þingsins, ennfremur flokks- nefndastjórar (whips) beggja flokkanna, þeir Ross W. Gray og A. C. Casselman. , Þingið veitti nýlega $197,000 til þess að standa straum af kostnaði fulltrúa sinna á krýn- ingarhátíðina og $40,000 auk þess til kostnaðar við alríkis- fundinn. “Canada verður að sýna, að það geti haldið réttu höfði eins og aðrar þjóðir, er hátíðina sækja”, sagði Mr. King við leið- toga C.C.F. flokksins Mr. Woods- worth, er gagnrýndi þessa fjár- veitingu og kvað illa eiga við að gera krýninguna að “hernaðar- sýningu”. Mr. Woodsworth fann og að þvi^ að í fulltrúanefnd þessari frá Canada væru ekki bændur, verkamenn og smærri kaupsýslumenn, sem væru öllum stéttum þarfari í þjóðfélaginu. Vissar stéttir væru upphafðar og kostaðar í skemtiför á almenn- ings fé. Þessi fulltrúanefnd frá Can- ada er þó helmnigi mannfærri en sú, er fór til Englands, er George V. var krýndur 1911. — Munurinn er aðeins sá, að þá kostaði Bretastjórn ferð fulltrú- anna héðan, en ekki Canada- stjórn eins og nú. Stærsta mannvirkið Stærsti fyrirstöðu garður í víðri veröld er Boulder Dam í (^olorado River. Annan miklu stærri er stjórnin í Bandaríkjun- um byrjuð að láta hlaða í Colum- bia River í Washington-ríki, 92 mílur vestur af Spokane, mesta mannvirki og dýrasta, sem sögur fara af. Fyrirhleðslan með raf- stöð og vatsveitu skurðum á að kosta 400 miljón dali. Panama skurðurinn kostaði 375 miljónir. Columbia áin er tíu sinnum vatnsmeiri en Colorado fljótið. Stíflan verður 4300 fet á lengd, 500 fet á hæð. f hana fara 9(4 miljón cubic yards af stein- steýþu, þrisvar sinnum meira en í Boulder Dam. Fossinn fram af henni á að framleiða 2,520,000 hestöfl, rúmlega þrisvar sinnum meira en aflstöðin við Dnieper í Rússlandi, sem víða er getið. — Vatnið fyrir ofan stífluna verður 151 míla á lengd og áveitan úr því er svo stórkostleg að þar verða 30,000 búlönd, hvert 40 ekrur á stærð, þar sem nú er sandur eða örfoka auðn. Stíflan er kend við Grand Coulee. Vatn- ið nær fast að því að landamær- um Canada. Margur vandi fylg- ir öðru eins stórvirki og þetta er. Þrjátíu og sex menn hafa farist, svo nú er þeim 6000 sem þar vinna kend slysavörn og hjálp í viðlögum. Til að friða þá, sem segja laxveiði spillast, á að gera stórkostlegt laxaklak fyrir neð- an bergveggina. Einn vandinn stafar af skrið- um þar sem djúpt er grafið. í fyrra þegar verið var að grafa , WINNLPEG, MEÐVIKUDAGINN, 28. AP>ÍL 1937 skurð 175 fetum dýpri en yfir- borð fljótsins, fór melur að síga í skurðinn, 200 þús. cub. yards, 2 fet á klukkustund, hraðar en skóflurnar gátu mokað, þó stór- virkar væru. Að færa þann háls hefði tekið margar vikur og kostað $200,000. Þá tóku verk- fræðingar það ráð sem fundið var upp í Prússlandi, en aldrei reynt fyr hér í álfu: að hleypa gaddi í melinn. Pípur voru keyrðar inn svo margar að lengd þeirra allra nam sex mílum, salt- pækli hleypt í þær og hann kæld- ur með tveim frystivélum afar stórum. Fremsta lagið í mel- hamrinum hljóp í gadd og stöðv- aði landsigið. Það kostaði aðeins $30,000 því ‘frystivélarnar voru áður brúkaðar og fengust með gjafverði. Ekki þótti svara kostnaði að veita fljótinu úr farvegi um jarðgöng. Til þess að halda vatninu frá greftrinum var hlepyt niður holum stálveggjum með milligerðum, sem hér kall- ast “cellular cofferdams”. Ein stúkan eða hólkurinn bilaði fyrir nokkrum dögum, þann leka reyndu verkfræðingar að stöðva með mold og möl og hrísi. Ekkert dugði þangað til þeir reyndu eld- fjalla ösku. Hún bólgnar við vætu — eins og.haframél — er 15 sinnum rúmtaksmeiri vot en þur. Askan spyrnti af sér öllum þrýstingi og stöðvaði þann stór- felda leka á stuttri stund. Mynd af Vilhjálmi Á listmyndasýningu sem stendur yfir í Vancouver, B. C., er andlitsmynd af Vilhjálmi Stefánssyni heimskautafara, sem gert hefir Emanuel Hahn, nafnkunnur listamaður. í blaði, sem Heímskringlu hefir verið sent frá Vaucouver, segir að mynd þessi sýni heimskautafar- ann svo eðlilega, sem hann væri þar lifandi kominn og beri af öðrum listaverkum á sýningunni. Hahn er eflaust einn mesti lista- maður hér vestra; hann er þýzk- ur að ætt og gerði um árið upp- drátt að minnismerki fallinna hermanna í Winnipeg, sem bera þótti af, en ekki mátti nota af því Hahn var Þjóðverji. Spánarbyltingin Hún heldur áfram byltingin á Spáni eins fyrir því þó nú sé sagt að alveg sé búið að einangra landið, svo að þangað flytjist hvorki her né vopn frá öðrum löndum. Það kann að þykja skrítið, en þó ber margt með sér, að Hitler lítist nú ekki eins gróðavænlega á þetta stríð og áður. Og hann hefir áreiðanlega degið sig í hlé. Það hefir heldur ekki verið á orði haft að ítalía hafi brotið bannið, þó Mussolini líti ekki byltinguna sömu aug- um og Hitler nú gerir. Það er að vísu satt, að menn og vopn eru enn á Spáni frá báðum þessurn löndum og eru óspart notuð af uppreistarmönnum. En bannið mun eigi að síður hefta að mestu ef ekki öllu leyti þátttöku þessara landa, sem annara, nú orðið í stríðinu. Að vita hvernig stríðið geng- ur, er ílt, vegna þess, að á Spáni er í raun og veru barist á 9 víg- stöðvum, sem að nokkru leyti eru hver annari óháðar. Sumum héruðunum ráða uppreistarmenn yfir, en stjórnin öðrum. Upp- reistarmenn virðast hafa beðið ósigur á Suður-Spáni. Þeir ætl- uðu að víkka ból sitt út frá Mal- aga, en það hefir ekki tekist og þeir þakka fyrir meðan þeir holda Malaga, Seville og öðrum borgum við Miðjarðarhafið. i hinni síðastnefndu borg og í Granada-héruðunum kvað nú vofa yfir bylting gegn Franco. í Cordoba og í kola og málmhér- uðunum umhverfis borgina, hafa uppreistarmenn farið halloka. — Þessi héruð eru norðvestur af Malaga og vestur við landamæri Portugals. — Uppreistarmenn voru sterkir orðnir þarna, en eru nú að gefast þar upp. f madrid gerir hvorki að reka né ganga. Franco vinnur þar ekki á og getur meira að segja ekki slitið samgöngur við Valen- cia. En meðan leið er opin til þessarar hafnborgar, verður Madrid trauðla unnin. Norð- vestur af Madrid er Avila, all- mikil borg. Þar var höfuðból uppreistarmanna. En nú er það í eilífri hættu. Komust s'tjórn- arsinnar einu sinni svo nálægt því, að þeir voru ekki nema 18 mílur burtu. Nú er það því aðeins á Norð- ur-Spáni, sem Franco virðist hættulegur þessa stundina. —• Hann tók í gær Durango, en það er næsta borgin við Bilbao, borg Baskanna við Biscayaflóann. — Voru þeir komnir langt með að svelta Bilbao-búa inni, er skip frá Bretlandi brutu varnargarð skipa þeirra á flóanum og færðu Böskum hvern skipsfarmnin eft- ir annan af matvælum. Á öðrum stöðum þar nyrðra, halda hvor- ir, stjórnin og uppreistarliðið, nokkuð sínu. Uppreistarmönnum virðist ganga erfiðara þessa stundina og er þó engin þurð vopna eða liðs hjá Franco. En menn hans virðast ekki fylgja honum vilj- ugir orðið. Og ítölum í liði sínu treystir hann ekki betur en það, að hann hefir tvístrað þeim um alt, til þess að hafa ekki ofmarga af þeim saman. Þetta er ekkert óeðlilegt þegar þess er gætt, að mennirnir voru nauðugir fluttir til Spánar, var sagt, að þeir ættu að leysa af hendi eitthvert starf í Ethíópíu er þeir fóru á skip, en var svo skotið til spánar. Hreppsþýngslin aukast Það léttir ekki áhyggjur bæj- arráðsins í Winnipeg, að verða nú að horfast í augu við að út- gjöldin hækki vegna atvinnu- leysisins, en að þau nemi alt að því tveim miljónum dollara í ár, þykir nú víst, ef sambands- stjórnin verður ekki örlátari en hún hefir verið. Með því aukast þessi útgjöld bæjarins um $500,- 000 á ári, sem er mikið fyrir ekki stærri bæ en Winnip^g er. Atvinnuleysið leikur Winni- peg-bæ harðara en nokkurn ann- an bæ í landinu. Hingað leita fjölskyldur úr þremur eða fjór- um fylkjum til þess að ná í at- vinnuleysisstyrk. — Winnipeg greiddi lengi 30% af styrknum, en eftir að King kom til valda þröngvaði hann bænum til að greiða 40% af kostnaðinum. Auk þess verður bærinn að sjá um kostnað af útbýtingu styrksins og lækningu sjúkra, sem ekki kom nema lítillega til greina fyrstu kreppuárin. Frá því í fyrra hefir tala at- vinnulausra þó ekki hækkað, en það er bæði, að vöruverð hefir hækkað og menn komast ekki svo árum skiftir af með þann styrk, sem í bráðina, eða fyrstu árin, var metinn nægur. Þann 17. apríl voru 6,459 fjölskyldur á styrk í bænum; er sú tala aðeins 74 lægri en sama dag árið 1936, svo atvinnuleysið má heita að standi í stað. Fræg Unitarakirkja heldur afmæli SEGIR FRÉTTIR ÚR ÖRÆFUM Tímaritið “Time” segir svo frá, að 1300 manns hafi komið saman snemma í þessum mánuði í Palmer House Hotel í Chicago í því sýni, að halda upp á 25 ára afmælti stærstu unitara kirkj- unnar í heimi. Meðal gestanna voru bæjarstjóri Edward Joseph Kelly, brezki yfir konsúllinn, John McGoorty dóm- ari, einn aðalstólpi kaþólsku kirkjunnar í Ccicago og rabbi Louis Leopold Mann og margir prestar annara kirkjuflokka í Chicago. Kirkjan heitir “The People’s Church” og var stofnuð fyrir tuttugu og fimm árum með 67 meðlimum. Presturinn sem stofnaði hana Dr. Preston Brad- ley, er enn prestur hennar, en meðHmatalan er nú 2,500. Nýja kirkju reisti söfnuðurinn fyrir tíu árum, sem kostaði $750,000 á Lawrence Ave., í norðurhluta Chicago-borgar. Á hverjum ' sunnudegi er messað tvisvar, og | altaf fyrir húsfylli, en kirkjan rúmar 1400 manns. Presturinn, Dr. Bradley lærði fyrst lögfræði og hlaut doktors nafnbót í þeirri grein; seinna lærði hann til prests. Auk þess að messa fyrir húsfylli tvisvar á hverjum sunnudegi, hefir hann útvarpað annari messunni núna í 14 ár, lengur en nokkur annar prestur í Bandaríkjunum, fyrir vestan Pittsburg, og út af þess- um útvarpsmessufn, fær hann yfir þúsund bréf vikulega frá hlustendum. f ræðu sem hann flutti fagn- aði rabbi Mann yfir því, að dr. Bradley hefði ekki verið hleypt inn í Þýzkaland í fyrra sumar vegna þess hvað mikill mannvin- ur hann var, og sagði: “Eg vona, kæri Preston, að þér aukist æ kraftur — að þú fáir að þjóna þar til þú ert 100 ára gamall.” Samkoman 9. apríl Samkoman, sem efnt var til 9 apríl í Fyrstu lút. kirkju og sem íslenzk börn af Jóns Bjarnason- ar skóla og laugardagsskóla Þjóðræknisfélagsins tóku aðal- lega þátt í, hepnaðist ágætlega og hefir mörgum eldri sem yngri orðið minnisstæð. Auk íslenzku söngvanna, er hinar ungu sveit- ir sungu er þarna komu fram, öllum viðstöddum til ánægju, sýndu nokkur barnanna mikla leikni í hljóðfæraspili, bæði á fíólín og piano. Og þá varð leik- urinn, samtalið milli barna aust- an hafs og vestan, vel til þess gerður, að vekja menn til með- vitundar um afstöðu sína til málsins um viðhald íslenzkunn- ar hér vestra. En án þess að skrifa lengna um þessa sam- komu, skulu hér birtar tvær vís- ur, er manni einum komu í hug, eftir að heim var komið af sam- komunni um kvöldið og hann hefir leyft Heimskringlu að flytja með því skilyrði að til nafnsins verði ekki sagt. Vís- urnar eru svona: Æska frjáls með létta lund, lyftir sér á vori, flýgur eins og fugl of grund, fleyg í hverju spori. Ari Hálfdánarson Fagurhólsmýri Á annari síðu þessa tölublaðs, er birt gott og ítarlegt fréttabréf úr öræfum í Austur-Skaftafells- sýslu. Er höfundur þess merk- isbóndinn og vitmaðurinn Ari Hálfdánarson á Fagurhólsmýri. Skrifar hann gömlum kunningja sínum hér bréfið, Bjarna Sveins- syni í Keewatin, Ont., er verið hefir svo góður að sýna oss það og leyfa að birta í Heimskringlu. Er blaðið honum þakklátt fyrir það. Bréfið hefir ekki einungis sérstakar fréttir að færa sveit- ungum og sýslungum höfundar- ins hér vestra, heldur öllum, sem um heimilis og búnaðarháttu fs- lendinga heima fýsir að fræðast. Ari Háldánarson er kominn hátt á sjötta ár yfir áttrætt; hann hefir með búskapnum haft ótal opinber störf með höndum, verið meðal annars hreppstjóri og póstafgreiðslumaður í 50 ár og er það enn. Fyrir hve vel' hann hefir leyst bæði þessi og önnur þjóðfélagsstörf sín af hendi, þáði hann sæmd af kon- ungi Dana eigi alls fyrir Iöngu. Ari nýtur óblandinnar virðingar og vináttu og trausts allra þeirra er hann þekkja og meta kunna starf vitsmuna- og ágætismanna sinna. Af frændum Aj;a hér vestra, er oss kunnugt um nokkra, eink- um úr móðurætt hans. Faðir hans var Hálfdán bóndi Jónsson í Odda á Mýrum, en móðir hans Ingunn Sigurðardóttir á Reyni- völlum í Suðursveit, Arasonar í 4 Árnanesi. Systkyni Ingunnar voru Sigurður á Borg, faðir Jóns snikkara Sigurðssonar í Win- nipeg. Ennfremur Vigfús, fað- ir Guðm. Vigfússonar bónda í Framnesbygð í Nýja-fslattdi, giftur Jóhönnu Einarsdóttur frá Árnanesi; þá Guðmundur faclir Ingunnar er átti Kristján Guð- mundsson og voru Þórarinn, ef fyrir skömmu lézt í Elfros, Sask. og Guðmundur bóndi á Víðir sjm- ir þeirra. Ari var einn bróðir Ingunnar, móður Ara Hálfdánar- sonar. Fluttist ein dóttir hans, Ragnhildur vestur um haf og settist að í Dakota. Hét maður hennar Eiríkur Jónsson, er var bróðir Margrétar konu Hall- gríms Björnssonar trésmiðs nú í Riverton. Fleiri systkyni átti Ingunn, en ekki vitum vér um að neitt af fólki þeirra flytti vestur. Æskan hún er tóna-tær, tunga ljóss og gleði svanur hljóms, er sungið fær söng með ljúfu geði. Skattlækkun Nú er fullyrt, að vinnulauna- skatturinn verði lækkaður frá 1. maí, í þeim hlutföllum, sem stjórnin gerði fyrst ráð fyrir, Heimskringla þakkar bréfrit- aranum fréttirnar og óskar hon- um langs og bjarts æfikvölds. þannig að einhleypir menn er minni tekjur hafa en $600 á ári, greiði ekki skatt og barnlaus hjón ekki nema tekjur hafi yfir $1200. Þá er fjölskyldu hverri veitt $200 undanþága með hverju barni eða ómaga.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.