Heimskringla - 28.04.1937, Blaðsíða 3

Heimskringla - 28.04.1937, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 28. APRÍL 1937 HEIMSKRINGLA 3. StÐA Þegar eg lít til baka á liðna æfi mína, þá finst mér hún hafi verið sem bjartur dagur og má því af heilum, huga segja hið sama og er í sálminum nr. 38 í sálmabókinni. Gott þótti mér að heyra, að ykkur hjónum líður vel, og að þið eruð búin að koma upp svo mörgum mannvænlegum börn- um, einnig að Jórunni líður vel hjá börnum sínum. Mig og okk- ur langaði altaf að frétta gott af þessu fólki öllu, sem okkur var altaf handgengið. Magga og Inga mín höfðu oft skrifast á, en hafa hætt því nú í nokkur ár. Þú mintist líka á Eirík Rafnkels- son, góðan kunningja minn. — Hann man víst eftir, þá við vor- um saman, vökumenn á franska strandinu á Bakkafjöru 1882 og að hann var að reyna hlaupa við 17 ára pilt franskan, á fjörunni. Eiríkur var frískur í þá daga. Þá þótti honum skemtilegt að ríða góðum hesti. Eg bið þig að bera öllum þessum góðu kunningjum kærar kveðjur frá mér og okkur 'hér. Nú er útlitið hér bjarg- legra en 1903 þegar þau fóru. — “Nú tjaldar foldin fríða, sinn fagra blóma sal, Nú skal eg létt- ur líða, um lífsins táradal. Mér finst oss auðnan fái,‘ þar fagra rósa braut, þótt allir aðrir sjái, þar aðeins böl og þraut.” (Þorst. Erlingsson) Eg hygg að réttara hefði ver- ið fyrir suma þá sem hafa yfir- gefið sveitirnar, og flutt til R.- Víkur, að þeir hefðu varið kyrrir. og lært að garðyrkju og túnrækt og að hirða gripi eins og nú hefir lánast vel og því hafa menn nú betri ástæður en áður, og það mikið betri, en margir í Reykja- vík sem vantar atvinnu. Ingibjörg dóttir þín fann Guð- rúnu dóttir mína, á Hlíð við Djúpavog. — Hún er fædd 17. júní 1884, var ljósmóðir hér, áður hún giftist Guðjóni Eyjólfs- syni smið og útgerðarmanni vel gefnum. Þau eiga 4 börn, og líð- ur vel. Ingibjörg getur sagt þér um það. — Hálfdán minn býr á Bakka á Mýrum við allgóð efni, skuldlaus. Hann er smiður, á rennibekk úr stáli, og smíðar margt fyrir sig og aðra þar, bæði við húsasteypu og gera innan í þau og fleira. Nokkuð selur hann af kartöflum, er hann hefir aflögum heimilisþarfa. Þau hjón eiga 5 börn 5 til 15 ára vel gefin. Sigurður minn stjórnar aðallega búi hér í samlögum við Helga. Þeir eru báðir duglegir og afkastamiklir. Hann er hér oddviti, sýslunefndarmaður, for- maður búnaðarfélagsins, af- greiðslumaður “Skaftfellings” o. fl. sem hann verður að gera, auk bús og barna. Mérdíður ágæt- lega hér hjá börnum mínum, og er glaður yfir því að þau eru föður betrungar, og hafa sett sér það takmark, að láta sem mest gott af sér leiða, líkt og margir landar í Ameríku hafa sýnt og sannað sér og föðurlandinu til heiðurs. Rétt í þessu fékk eg bréf frá Þorsteini Guðmundssyni, er bróðurson Guðmundar Jónsson- ar, nú á Nesi í Selvogi. Ef þú átt hægt að láta hann vita, að eg skuli svara honum þá þætti mér það gott. Kona hans er Þórdfs Vigfúsdóttir frá Flatey. Hann langar að fá fréttir héðan. — Adressa hans er: Þ. G. fsdal, R. R. 1, White Rock, B. C. Með innilegustu kveðjum og óskum að ykkur öllum megi alt verða til gæfu og hagsældar. Þinn og ykkar einlægur vin, v Ari Hálfdánarson VIÐBÓT Fagurhólsmýri, 25. febr. 1937 Kæri Bjarni minn! Nú er Hannes póstur á Núp- stað að koma austan frá Kví- skerjum, var þar í nótt og ætlar að verða næstu nótt í Skaftafelli. Ætla er því að bæta fáum línum við það fyrra. Nú er búið að girða allan Bæjarstaðaskóg með vírneti, svo að fé geti ekki náð í nýgræðing þar, til að hnekkja gróðri. Þar er ekki tekinn skóg- ur, nema það sem grisjað er. Nú hefir honum farið mikið fram. Ýmsir hafa pantað þaðan reini- og birkifræ, af utansveitar- mönnum. Jörðina eiga jafnt allir bú- endur þar: Bölti, Sel og Hæðir, sinn þriðja hver. Á Hofi er torf- kirkja smíðuð 1884, og á að verða forngripur fornminjafé- lagsins og verður því bygð ný kirkja þegar sjóður hennar verð- ur nógur. Hún á nú 7 þús. 75 kr. 43 áura og er ávaxtað á hin- um almenna kirkjusjóði. Nú eru alls 4 torfkirkjur á landinu. — Mestan sjóð á Strandakirkja í Selvogi. Hún fær oft mikið vegna áheita. Hún á nú, á hin- um almenna kirkjusjóð 143 þús. 1370 kr. 86 aura. — Á Hofi er all- gott fundahús raflýst, og er þar plantað reini og birkiviði í girð- ingu framan við húsið. Víðar er það gert við bæjarhús. Eg hefi frétt að Jón Sigurðs- son frá Borg í Mýrum, væri í húsi hjá Hallberu Vigfúsdóttur frændkonu sinni í Winnipeg — veit ei adressuna. — Eg þekti vel Jón að góðu einu. Hann var hvers manns hugljúfi. Faðir hans var bróðir móður minnar. Foreldra Hallberu þekti eg mjög vel, og ber eg ávalt hlýjan hug til þeirra. Ef þú Skyldir finna þau, bið eg þig að bera þeim kæra kveðju mína. Þá verð eg að slá botn í bréfið því póstur vill ekki standa við. Með bestum kveðjum, A. Hálfdánarson RÆÐA MR. HERRIDGE (Eftirfarandi ræðu flutti Hon. W. D. Herridge í Canadian Club í Winnipeg 12. apríl. Snúið hefir á íslenzku Gunnbjörn Stefánsson) Framh. Frelsi og trygging Vér verðum því að ákvarða, hvernig vér með lýðræðis skipu- lagi getum notfært oss alt sem vér framleiðum, hvernig vér get- um haldið við frjálsræðinu, en öðlast tryggingu, hvernig vér getum samræmt hið gamla þjóð- skipulag við hið nýja hagfræðis- skipulag. Sumir halda þeirri skoðun fram, að við aukið öryggi skerðist frjálsræðið, og það fáist aðeins undir auðvalds stjórn- skipulagi. En svo eru margir, og eg er einn þeirra, sem trúa því, að með því að breyta og endur- bæta auðvalds stjórnskipulag, beina því inn á nýjar brautir og starfrækja það á nýjum grund- velli undir lýðræðis stjórnskipu- Iagi, þá getum vér öðlast þá hagsæld, sem vér ættum að njóta. Ef þér unnið frelsinu, þá æskir þér þess af heilum huga, að skoðun vor sé rétt. Auðvaldið hefir eigi veitt oss vellíðan. En það er einnig skoðun mín að hið gamla auðvaldsskipulag veiti oss aldrei þá vellíðan og tryggingu, sem vér eigum að njóta. Besta sönnunin fyrir því. er að það hefir eigi gert það. Það hefir haft ótal tækifæri og fengið góðan stuðning. Það hefir verið í hringrás góð- æris og krepputímabila og aftur góðæris. Og það hefir eigi gert neitt til að koma á jafnvægi milli kaupgetu og framleiðslu. Er þá nokkur ástæða til að hugsa sér að það geti hepnast? En sumir segja að það hepnist vel og alt hafi verið á’ hraðri framför síðastliðin þrj.ú ár og að það haldi áfram á sigurbrautinni. — Samkvæmt skoðun meðhalds- manna skipulagsins, þá er þetta eigi aðeins góðæristímabil, held- ur vellíðan á háu stigi. Til sönn- unar máli sínu benda þeir á gróða hlutafélaga, aukning á út- fluttum og innfluttum vörum, flutningagjöld, verðhækkun / vörum og öll merki hagsældar og munaðar. Því sem hinir Iærðu leiðtogar segja þér, trúir þú óefað nema ef svo skyldi vilja til að þú gengir með tóm- ann maga. Erfiðleikar fyrir höndum. En við að skoða allar þessar framfarir í skuggsjá veruleik- ans, sé eg að vissu leyti meiri eða minni erfiðleika og óvissu fyrir höndum. Eigum vér von á hærra kaupgjaldi og hærra verði á vörum? Getum vér, sem höf- um atvinnu búist við að hafa hana áfram? Getum vér, sem erum atvinnulausir búist við að fá atvinnu? Atvinnuleysisskýrslur svara þessari spurningu. Hvaða öryggis tryggingu höf- um vér og hver tækifæri hefir æskulýðurinn, sem vér erum al af að tala um? Vér höfum svörin við þessum spurningum. Og þannig heldur sagan á- fram, og á meðan eru undirstöðu atriðin vanrækt í hið óendanlega. Þetta er þá sigurför nútíðar framfaranna. Þegar hið gamla hagfræðis skipulag lá í fjörbrot- unum í hyldýpi kreppunnar, þá var nægilega slæmt að vera at- vinnulaus. En þá mátti þó vænta viðreisnar og betri tíma. Nú þegar þeir eiga að vera með oss, hvers eigum vér þá að vænta? Vitið þér hvað veldur þessari góðærishreyfingu ? Gamlir hag- fræðingar þakka það hinu hag- kvæmilega auðfræðiskerfi. Leik- menn skilja það þann veg, að hendi forsjónarinnar hafi tekið í taumana. Stjórnmálamennirnir vilja hafa-heiðurinn af því að áhrif þeirra og hagsýni eigi þátt í því en eg ætla að gefa yður enn aðra skýringu á því. Heimurinn er að hervæða sig. Heimúrinn er að undirbúa sig í stríð. Stóriðnaðar stofnanir eru vel vakandi að vinna að smíðum á herskipum, flugvélum og fallbyssum. Verksmiðjur, sem hafa verið lokaðar um und- anfarin ár, hafa verið opnaðar og þar er starfað með áhuga. Það virðist eigi vera nein þurð á fé til að starfrækja þær til fylstu nota. Atvinna eykst. Kaupgjalds útborgun eykst að miklum mun. Arðtekjan vex og stóriðnaðar stofnanir láta vel yfir. Og allir þeir sem eiga von á stórgróða við að heimsstyrjöld skelli á, bjóða þessa gullöld velkomna. — Þeim sem guðirnir eyða gera þeir fyrst óða. Geri eg of mikið veður yfir þessu öllu saman? Hefir eigi því hagfræðisskipulagi er var dautt og dofið fyrir þrem árum síðan, aukist nýr lífskraftur við undirbúnings undir gereyðing og dauða í stórum stíl? Hvar værum vér stödd, ef hag- fræðiskerfi voru hefði eigi auk- ist kraftur við undirbúning stríðs ? Hvernig verður viðhorfiði þeg- ar sá kraftur dvínar? Því að vér getum eigi haldið áfram að eilífu að starfa að her- búnaði. Vér getum eigi haldið áfram að eilífu að eyða náttúrauði vor- um, mannkrafti vorum og vís- indalegum uppgötvunum til að vinna að þeirri framleiðslu, sem á friðartímum eru álíka þarfleg og hungursneyð eða farsóttir. — Þegar vér látum staðar numið við þessa framleiðslu, hvað kem- ur þá fyrir? Hvað kemur fyrir þegar hjart- að hættir að slá? Er þá stríð val eða úrlausn hinna illu og oss andstæðu afla? Eða hugsið þér, að átt geti sér stað, að hyggið fólk eins og vér skoðum oss, munum nota tæki- færin sem bjóðast til að losna við þetta ógæfusamlega ástand með því að breyta hinu gamla skipu- lagi, sem aðeins hefir æðis- gengna og óeðlilega úrlausn að bjóða, og endurbæta það svo, að með því að hlýða lögmáli náttúr- unnar, megi skifta friðsamlega öllu því sem hægt er að fram- leiðá í þessu landi? Hinar stærstu tálmariir fyrir endurreisn eru stjórnfræðislegar Því reynum vér eigi að gera breytingu ? Eru hin hagfræðis- legu vandamál vor svo stórfeld og flókin, að þau geti algerlega hindrað allar vorar viðreisnar tilraunir? Það er satt að þau hafa aldrei verið auðveld, en nú á síðari tím- um hafa þau reynst oss enn þá erfiðari. Þó eru stæfstu tálman- irnar eigi hagfræðislegar heldur j stjórnfræðislegar. Því að um- bóta viðreisnin á marga volduga óvini og þeir standa sameinaðir. Það er satt, að hún á einnig marga vini, en þeir eru ekki eins voldugir og standa auk þess sundraðir. Andstæðingar gegn breytingum á skipulaginu eru þeir sem hafa átt því láni að fagna að geta þrifist vel í skjóli þess. Aðrir verja það, því að það hefir verið þeir örugt vígi til að njóta ávaxtanna af því bezta sem til var. En svo eru margir aðrir, og þó að þeim hafi hepn- ast vel, þá hafa þeir eigi gengið skipulaginu á hönd, og við þá er auðið að rökræða málið. Það eru þeir sem vér verðum að sann- færa. Því að friðsamlegar breyting- ar geta aðeins hepnast með sam- einingu mikils meirihluta þjóð- arinnar. Ef oss hepnast það eigi og andstæðingar vorir halda á- fram að verða nógu sterkir til að veita viðstöðu, þá má búast við hverju sem er, öllu nerria um bóta viðreisn. Vér verðum að standa sameinaðir Vér erum því sundraðir og vora og á þá leið gera mótstöðu- menn vora á friðsamlegan hátt að góðum liðsmönnum. Eins og nú standa sakir, þá er hið eina samband almenn óá- nægja yfir viðhorfinu. Vér erum því sundraðir og vonlausir um nokkrar frarnfarir, því að fyrsta sporði til viðreisn- ar er ákveðin ákvörðun. Eins og nú horfir við þá höfum vér eigi látið neina í ljósi. Vér virð- umst að rugla saman orðum og ákvörðunum, allskonar ímynd- uðum skoðunum og hjálparmeð- ölum. Síðan berum vér saman hjálpargögnin, og hver og einn reynir að sannfæra hina um að sitt meðal sé óyggjandi. Vér ætt- um að forðast slíkar árangurs- lausar tilraunir. Eg hefi ef til vill stefnuskrá, sem samkvæmt minni dómgreind myndi reynast fullnaðar endur- bót. Þú hefir aðra, sem þú ert viss um að er miklu betri en mín. Hvor um sig geta verið góð að einhverju leyti, og svo geta verið fleiri, sem allar hafi eitthvað til brunns að bera. En að hverjum notum kemur nokk- ur þeirra nema þær hafi svo mikið fylgi, að mótstaða xerði árangurslaus ? Fjölmargir af oss eru sömu skoðunar, að hag- fræðis skipulagið sé ónothæft, en oss kemur eigi saman um á hvern veg eigi að bréyta því. — Aðrir rugla saman kostum og löstum skipulagsins og trúa því að það sé lastað að ósekju og að ókostir þess sé að kenna kyr- stöðu forystumanna þess. Þá eru enn aðrir, sem skynja galla þess, en vilja enga tilraun gera til að bæta úr þeim, því að þeir trúa því, að hina eina end- urbót á auðvaldsskipulaginu sé að afnema það með öllu. Svarið við þessu eru samstæðar skoðanir á hagfræðismálum þjóðarinnar. Af því að úmbótamönnum kemur eigi saman um hvernig viðreisnin eigi að vera, nær hún aldrei framkvæmdum. Skoðana- munurinn á hagfræðismálum vorum leiðir í ljós félagslega og stjórnarfarslega skiftingu vora og er að nokkru leyti afleiðing af því. Því að vér getum aldrei haft skýra hugsun á velferðar- málum vorum meðan annara á- hrifa gætir til að raska dóm- greind vorri. Áhugi stétta og kynflokka ætti að sameinast þjóðræknisskoðun vorri og góð- um vilja. En á erfiðum tíma- bilum gætir góðs vilja og þolin- mæði lítils. Bróðkærleikurinn situr heima. Og vér lifum á erf- iðum tímum. Samstæðar hag- fræðislegar skoðanir geta aðeins bætt úr þeim. Hversvegna höf- um vér gengið í gildruna? Vér verðum að losna þaðan undir eins. Núverandi ástand krefst umbóta. Eg er hræddur um að i framtíðinni verði eigi auðið að koma þeim á. Ef vér lifðum á friðartímum og hagfræði vor miðast við það, þá getum vér beðið eftir næsta krepputíma- bili og myndum komast að raun um, að þetta krepputímabil myndi líkjast meira góðæri í samanburði við það. En af því að þetta er aðeins herútbúnaðar hagfræði, þá getum vér búist við annaðhvort stríði, eða að hætt verði við hernaðarframleiðslu.— Hvort um sig veldur hagfræðis- legu hruni. Skoðanaleg kyrstaða vor styrkir hvort þeirra sem er. Æskið þér eftir slíkri kyr- stöðu? Þér sem notiS— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. BirgSlr: Henry Ave. Kast Sími 95 551—95 552 Skrlfstofa: Henry og Argyle i VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA Það'er aðeins þjóðþingið, sem getur hafist handa. Undir lýðræðisstjórn, þá er það aðeins þjóðþingið, sem getur tekið í taumana. Það er eigi ósjaldan sagt, að þjóðþingið sé rödd fólksins. Eg geri ráð fyrir, að átt sé við með því, að fólkið láti vilja sinni í ljósi með þing- kosningunum og að fulltrúarnir geri vilja þess. Og fyrir því, er vér fólkið tök- um einhverja ákveðna ákvörðun og felum þjóðþinginu að full- nægja henni, þá hlýtur það að gera það, ef vér eigum við full- komið lýðræði að búa. En vér getum eigi búist við að það taki neina ákvörðun á móti vilja meirihluta þjóðarinnar, fremur en vér gætum búist við að það gerði að vilja minni hlut- ans, því að það væri eigi lýðræð- is stjórnskipulag. Og því að eins að því sé leið- beint hvað gera þurfi, þá gerir Frh. á 7. bls. INNKÖLLUNARMENN HEIMSKRINGLU .1 CANADA: Amaranth............................j. B< Halldórsson Antler, Sask.........................k. J. Abrahamson A1*1168...........................Sumarliði J. Káxdal Árborg................................G. O. Einarsson Baldur...........................................Sigtr. Sigvaldason Beckville..............................Björn Þórðarson Belmont...................................G. J. Oleson Bredenbury.............................H. o. Loptsson ®í’OWIV"":".........................Thorst. J. Gíslason Churchbndge..........................Magnús Hinriksson Cypress River......................................Páll Anderson Dafoe ................................ S. S. Anderson Ebor Station, Man....................k. J. Abrahamson ................................S. S. Anderson Eriksdale..............................ólafur Hallsson Foam Lake........................................John Janusson £imli................................... K. Kjernested X?Tsir.............................................Tím. Böðvarsson Glenboro.................................... J. Oleson Hayland..................................g^g B Helgason ^ec*a.................................Jóhann K. Johnson Hnausa.................................GeBtur S. Vídal ...............y...............Andrés Skagfeld Husavík.................................John Kernested Innisfail............:..............Hannes J. HúnfjörO Kandahar.................................g g Anderson Keewatin..........................................Sigm. Björnsson Knstnes..;.............................Rósm. Árnason Langruth........;.........................B. Eyjólfsson Eeslie..............................................Th. Guðmundsson Lundar........................gig. Jónsson, D. J. Líndal Markerville..........................Hannes J. HúnfJörO Mozart.................................S. S. Anderson Oak Point..............................Andrés Skagfeld Oakview.............................Sigurður Sigfússon Otto............................................BJörn Hördal Piney.........................t.........S. S. Anderson Red Deer...................:........Hannes J. Húnfjörð Reykjavík..........................................Árni Pálaaon Riverton.............................BJöm Hjörleifsson Selkirk................................G. M. Jóhansaon Sinclair, Man.......................K. J. Abrahamson Steep Rock.......................................jFred Snædal Stony Hill........................................Björa Hördal Swan River.............................Halldór Egilsson Tantallon.............................. Guðm. ólafsson Thornhill...........................ThorsL J. Gíslason Víðir................................... Aug. Einarsson Vancouver...........................Mrs. Anna Harvey Winnipegosis............................ingi Anderson Winnipeg Beach...................................John Kernested Wynyard..................................S. S. Anderson I BANDARÍKJUNUM: Akra..................................Jón K. Einarsson Bantry.................................E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash.................Mrs. John W. Johnson Blaine, Wash...................Sér^ Halldór E. Johnson Cavalier..............................Jón K. Einarsson Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta. Edinburg...................................Jacob Hall Garðar.................................S. M. Breiðfjörð Grafton.......................................Mrs. E. Eastman Hallson...............................Jón K. Einarsson Hensel.................................J. K. Einarsson Ivanhoe............................Miss C. V. Dalmann Los Angeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 4415 Esmeralda St. Milton..........................................F. G. Vatnsdal Minneota...........................Miss C. V. Dalmann Mountain.............................Th. Thorfinnsson National City, Calif.....John S. Laxdal, 736 E 24th St. Point Roberts.........................Ingvar Goodman Séattle, Wash.........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold.....................;...........Jón K. Einarsson Upham................................ E. J. Breiöfjö*« The Viking Press Limited Winnipeg, Manitoba

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.