Heimskringla - 28.04.1937, Side 4

Heimskringla - 28.04.1937, Side 4
4. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 28. APRÍL 1937 lÉúmskxm$iu (Sto)nuO ÍS86) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimis 86 537 VerS blaðsins er $3.00 árgangurlnn borglst tyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD.___________ 511 viðskríta bréí blaðinu aðlútandi sendist: Manager THE ýlKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg “Heimskringla” is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 28. APRÍL 1937 RÆÐA flutt á sumardaginn fyrsta í Sambands- kirkjunni 22. apríl, 1937 af Þorv. Péturssyni Háttvirta samkoma: Eg er alls ekki viss um að stjórn kvenfe- lagsins hafi farið viturlega, að fá mig til að tala hér í kvöld, því við svona tækifæri ættu þeir að halda sér saman sem eru sljóir , hugsun og hversdagslegir eins og þing- menn. Eg er smeykur um að ef eg reyni að vera málsnjall, þá fari fyrir mér eins og þingmanninum forðum þegar hann for að beita skáldlegri málsnild í ræðu sinni^um landið okkar og hrópaði hástöfum: “Og þarna norðurfrá herrar mínir, eigum við mörg þúsund ekrur af óspjölluðum skógj þar sem mannshöndin hefir aldrei stigið fæti sínum.” Nú fer að sá tími ársins þegar ímýndun- araflið leikur liðugast, þegar draumar vakna duldir þræðir upp í sólu rakna, þegar “himneskt er að lifa” og syngja með fuglum himins, sem heilsa sól og sumars dýrð, niðandi lækjum og skrúðgrænum engjum með kátu kvaki. Um þennan tíma ársins hæfir skáldunum bezt að tala, en mín hljóð eru veik og hjáróma því er nú miður. En hvað sem því líður finst mér enginn mega neita voru góða kvenfélagi um greiða, nema veikur sé eða burt úr bænum, þessvegna er eg hér kominn til ræðuhalds en ekki af því eg þættist hafa merkilegt mál að flytja. Mér er vel kunnugt hve vei þér, kæru tilheyrendur, takið upp fyrir þeim sem reyna að stytta yður stund^og eg veit fyrir víst, að þér takið vægilega á minni tilraun. í dag eru vetrarlok og enn fögnum vér því að sumarið kemur yfir vora Fanna Frú eða Lady of the Snows, sem Kipling kallar Canada. Við réttum úr okkur, sækjum nýjan þrótt í hvíldina, lítum yfir umliðna atburði og gerum ráð fyrir ókomnum at- höfnum. Það er vel að vér íslendingar höldum þeim gamla íslenzka sið að gera sumardag- inn fyrsta að tyllidegi. Það snýr huga vorum til ættlandsins um stundar sakir. Mér finst við ættum að hugsa lítið eitt til íslands einmitt daginn í dag. Eg vil í því sambandi leyfa mér að tilfæra nokkur orð G. Finnbogasonar: “Einhverntíma hefi eg heyrt það að sumardagurinn fyrsti væri íslenzk upp- götvun. Aðrar þjóðir eiga sér sumardaga, aðrar þjóðir fagna sumri, halda sumarhá- tíð, en þær eiga sér engan dag sem heitir sumardagurinn fyrsti. Þetta er skiljan- legt. Enginn þjóð bíður sumarsins með meiri óþreyju en vér, engir tengja við það fleiri vonir, engir eiga fremur líf og vel- ferð undir sumrinu en vér. Þessvegna hafa íslendingar valið sérstakan dag til að byrja á honum sumarið. Þeir hafa sett hann í almanakið eins og til að benda forsjóninni á það, að seinna mætti sumarið ekki byrja. Þeir hafa skift árinu jafnt milli sumars og vetrar og þar með látið í Ijósi, að þeir væru fúsir á að þola frost og fjúk hálft árið, en svo ættu þeir líka heimting á, að fá sól og sumar hinn árshelminginn. En eins og vér vitum hefir náttúran þessar kröfur vorar oft að engu. Ávísanir almanaksins á sól og sumar eru margoft ekki viðurkendar í banka tilverunnar, hve góðir menn sem á þær rita. Margoft er vér biðjum um sól fáum vér fjúk; fyrir regn og frjósamar árstíðir fáum vér stundum frostnætur sem drepa nýgræðinginn, eins og Herodes börn in í Betlehem; Veturinn á sér voldugan banka í landi hér. Seðlar hans eru skrifað- ir frostrósum og trygðir í nægum ísbirgð- um innanlands, og þótt þær þryti, þá hefir hann óþrjótandi lánstraust, á Grænlandi og víðar við Norðurheimsskautið”” Mér finst þessi ummæli taka líka tií okkar hér í Canada. Við þráum líka komu sumars eftir langan vetur og strangan. Hér í Vestur-Canada a. m. k. eigum vér velferð landsins undir sumrinu. Undanfar- in sumur hafa verið óblíð eins og við vitum, og við vonumst eftir bata, væntum fastlega þeirra umskifta sem veita enn á ný gróð- ursælu regni yfir skrælnuð akurlönd og nýjum vonarhug í brjóst vorra bænda. Víst eigum við hægt með að skilja af hverju fólk á íslandi bíður sumars með miklum áhuga og sterkum vonum. Það er vel áð vér minnumst fslands í dag, þó við séum svo langt burtu og þó mörg af okkur hafi það aldrei augum litið, því eins og skáldið segir: Til þín, sem elur andans blóm, þú ítra jökulmeyja. Með fornar aldar f jarrum óm sem fær ei út að deyja, til þín, sem hetjur ótal ólst og aflið norðurskautsins fólst vér teljum ættir vorar. Eg er viss um að í dag hveífa hugsanir eldra fólksins til íslands, það rekur upp sína æskudaga, reikar um sínar æskustöðv- ar í huganum og minnist fornra vina og góðkunningja. Þetta eru þeirra kærustu endurminningar og margur þráir með söknuði og trega að fara enn á ný um dal- inn sinn, reika meðfram svölum straum- vötnum og hvílast hjá faxhvítum fossum með gömlum leiksystkinum. Æ, þá daga er ekki unt að lifa aftur, hið umliðna geta þeir gömlu aðeins lifað í draumi, aðeins munað til þess þegar þeir voru ungir 'og öll veröldin ung eins og þeir. Eg er viss uip að þau af okkur sem yngri erum og komið hafa til íslands, og þau einkanlega, sem fengu að sjá ísland 1930, lifa upp aftur þá dýrðlegu daga, og aldrei fremur en í byrjun sumars. Við fetum á ný um vellina við öxará, horfum út á Þingvallavatn, göngum til Lögbergs eins og forfeður vorir gerðu fyrir þúsund ár- um, sjáum þá í anda safnast saman, frjáls- borna frelsisgjarna til að ráða ráðum sínum og starfa saman, frjálsir menn í frjálsu landi. Eg ætla ekki að reyna að lýsa Þingvöll- um eins og þeir komu mér fyrir sjónir á hátíðardögunum í júní 1930, þegar stórir höfðingjar af ýmsum löndum komu þang- að til að votta ísl. þjóðinni virðingu sína. Þeirri fjarlægu þjóð, sem geymdi óðal og sögu norrænna manna um margar aldir og gaf þeim fyrirmynd frjálsræðis og raun- verulegrar þjóðstjórnar. Þegar eg stóð á barminum hjá öxarár fossi, horfði yfir sléttuna með storminn í fangið, sá sólstafina glitra á straumköst- um árinnar og á vatninu, þá var mér svo mikið niðri fyrir, að mig langaði sárt til að vera skáld. Uppi yfir sigldu skýin eins og stórir drekar og Þingvallavatn lá bjart og slétt í sinni fjöllum girtu skál. Það var líkast tröllstórum spegli. Hver veit nema Valkyrjur hafi staðið við og skoðað sig í þeirri bláfögru skuggsjá. Kvenþjóðin er hégómleg, þær ódauðlegu ekki síður en þær dauðlegu og fleiri en ein kunna að hafa kætt sig við þá hugsun, að þær væru fallegri, miklu fallegri en ástmeyjar þeirra kappa sem þær sóttu til fjarlægra vígvalla og fluttu til Valhallar. (En eg þarf varla að taka það fram að engin Valkyrja gat nátt- úrlega verið eins falleg og íslenzku stúlk- urnar eru nú á dögum). í það skiftið var samt engin Valkyrja svífandi yfir Þing- völlum heldur annað sem mér þótti verra að sjá og heyra, en það var loftfar á flugi yfir vatninu. Eg ímynda mér að Adam gamla hafi orðið álíka við og mér varð þá, þegar hann í fyrsta sinn heyrði hrafn garga í Eden forðum daga. Loftfarið var mér ekki um, eg hefði miklu heldur kosið að heyra hófadyn, sjá skygða hjálma og brugðin sverð glitra við sól og hlusta á Valkyrjur kveða er þær hleyptu fákunum til sólarseturs. Og þegar eg reikaði á meðal hins mikla mannfjölda og sá hversu stillilega og hva veglega fólkið bar sig, þá fann eg til þess að það er gott fólk, og að það er mitt fólk. Og eg kendi fjörs og þótta er eg heyrði þessi orð fara dunandi út um völluna, borin af mörgum röddum og fögrum: í hugum okkar er vaxandi vor, þó vetri og blási kalt. Við sáðum fræum í íslenzka auðn og uppskárum hundraðfalt. Við erum þjóð, sem er vöknuð til starfa. og veit, að hún sigrar alt. Og hjörtu vor slógu í hljóðri samstill- ing við lagið, er þetta var sungið: Víð börn þín fsland, blessum þig í dag. Með bæn og söngvum hjörtun eiða vinna. Við Lögberg mætast hugir barna þinna. Frá brjóstum þínum leggur ylin enn, sem aldrei brást, þó vetur réði lögum, og enn á þjóðin vitra og vaska menn, sem verður lýst í nýjum hetjusögum. Allir sem til íslands komu það sumar f undu að ný og farsæí öld var að renna upp yfir þjóðina. Hinn langi þrautavetur ein- angrunar, fátæktar og afkomuleysis var á enda. Hvarvetna kendi nýrrar orku. Frá fólkinu lagði varma, líkt og hita frá glóð, hugfullan, vonglaðan varma ánægju og trausts á framtíðinni. Ný landnámsöld var runnín upp, borin af forkunnar hug- prýði og kjarki ungrar þjóðar. Maður þóttist finna að ísland var, með einhverj- um furðulegum hætti, orðið nýtt. Horfin voru að mestu leyti ör og áverkar eftir það böl er gekk yfir ísland á þess langa vanmáttar og einangrunar vetri. Sömu- leiðis varð vart við þann skort á aga eða stjórnsemi sem var samfara vorri land- námstíð hér vestra, en samt var auðséð að hin nýja menning var að umbreyta landinu og að þau umskifti gerðust hratt. Fagur dagur er upprunninn og prýðir ísland. Og þó ísland hafi ekki farið varhluta af kólgu kreppunnar, hversu miklu farsælli eru þeir sem þar búa heldur en stóru þjóðirnar í Evrópu, sem eru hneptar í dróma einræðis, sjá ekki sól fyrir skýjum heiftar og hræðslu og mega ekki kætast af að vinna né tilbiðja, því að sá fagnaður er útlægur að sinni úr löndum þeirra. Við erum viss um að ísland á sælli daga fyrir höndum. Það er sumar á íslandi: “Fyr var landið fjötrað hlekkjum fátt um vopn og hrausta drengi, En' nú er kallið komið og þjóðin kvödd til starfa: Vakið, vakið, tímans kröfur kalla, knýja dyr og hrópa á alla. Þjóð sem bæði Þór og Kristi unna, þjóð sem hefir bergt af Mímisbrunni, þjóð sem hefir þyngstu þrautir lifað, þjóð sem hefir dýpstu speki skrifað: Hún er kjörin til að vera að verki, vinna> undir lífsins merki. Synir fslandst, synir elds og klaka sofa ekki heldur vaka. Allir vilja að einu marki vinna, allir vilja neyta krafta sinna, björgum lyfta, biðja aldrei vægðar, brjóta leið til vegs og nýrrar frægðar, fylgjast að og frjálsir stríðið heyja, fyrir fsland lifa og deyja. Já, það er gott að hugsa til íslands. Það á fagra framtíð í vændum. Og á þessum degi, umfram alla aðra ársins daga, finnum vér skyldleikann með þeim sem þar búa. Og vorar árnaðar óskir berast norður með hlýjum sunnanvindum: til þín úr fjarrum Suðra sal um salta Ránar geyma. Til þín, þú ítrast eyjaval! Það er svo fallegt heima! í hvert eitt sinn, er söfnumst vér, af sál og munn vér óskum þér að ætíð guð þín gæti. II. En nú skulum vér hverfa hingað litla stund til vorra heima haga og líta á hvar komið er fyrir oss V.-fsl. Hver er sú framtíð sem blasir við oss ? í meir en hálfa öld höfum vér dvalið í Canada, landinu sem skáldið lýsir svo: Kostaland, með gull og græna skóga, geimur, margra konungsríkja stærð, skraut þú átt og yndis-lundi nóga, úthöf blá og fjöllin snævi hærð. Borgum depluð, ótal ökrum vikuð ertu, og mörkum beltuð fram að sæ, ám og fljótum fossahvítum strikuð, full af lífi og morgunroða-blæ. Nægtaland með efnivið til alda í allra þjóða bygging, tengsli sterk, taugar »táls, sem styrkleik þínum valda, , stór og víðfræg, þinna handaverk. Þetta kvæði er eftir Kristinn Stefánsson, og mörg eru önnur lofkvæði til sem íslend- ingar hafa kveðið til fósturjarðar sinnar. Kvæðið var ort fyrir stríðið og lýsir þeirri mynd af landinu sem frumherjarnir gerðu sér í hug. Þeir höfðu óbifanlegt traust á framtíð landsins og þó þeir færu margs á mis og yrðu margt misjafnt að þola eins og allir frumherjar, þá bar! aldrei skugga á elsku þeirra til hinnar nýju fósturjarðar. Þá vonsælu daga og vinnuglöðu var gaman að lifa. Þá þóttu engir draumar of stórir. Þá hlúði hver að sínum náunga með glöðu geði. Þá var framtíðin glýjuð rósa skýjum. Þá sönnuðust mörg ó- trúleg æfintýr. Þá lifðu menn hratt og hvatlega og nutu krapt- anna til fulls á hverjum degi. Svo skall á stríðið og alt breytt- ist. Meirihlutinn sveittist blóði, fáeinir græddu og hlóðu á sig spiki. Margir þoldu þrautir og líflát, fáeinir gerðust skyndilega auðugir og biðu tjón á sálu sinni við hófleysu í allsnægtum. Rík- ið gerðist æ frekara til að ráða niðurlögum þegnanna, frjálsræð- ið, hin dýrmæta séreign almenn- ings, fór þverrandi. Eftir stríðið komu miklar breytingar á hugarfar þjóðar- innar. Unga fólkið hæddist að og bar fyrir borð hið gamla háttalag: að vera sparneytinn, vinna hart og safna. Vér sóuð- um auði, vors frjósama lands, eyddum skógi, þurkuðum upp stöðuvötn og straumvötn til þess að sá meira hveiti til að eignast meiri peninga til að kaupa meira land til að sá meira hveiti. Vér seldum framtíðina að veði, tók- um út á hana smámsaman og hugðumst verða stórauðugir með því að eyða meiru en vér öfluð- um. Svo komu mögru kýrnar — sjö löng ár og ströng með þraut- um kreppunnar. Þá rauk af okk- ur ofurhuginn og áður lyki urð- um við óttaslegin. Við kendum stjórninni um, við bölvuðum sléttunni skrælnaðri og með þurkbrestum, þó hið sanna væri að vér spiltum frjósemi hennar með ágirnd. Við eltum eina brelluna af annari, sem upp kom í fjármálum og þutum eftir þeim hrævareldum yfir fen og for- æði kreppunnar. Við kölluðum hástöfum á einhvern að gerast Moses og leiða oss út af eyði- mörkinni. Við kveinuðum eins og krakkar eftir flengingu fyrir barnabrek og létumst ekki hafa unnið til kreppunnar fremur en bömin til hýðingar. En nú er traust og von að lifna við þó hægfara sé. Landið er ekki komið í kalda kol. Við er- um betur farnir en flestar þjóð- ir, við höfum ekki látið reka til einveldis, við erum farnir að horfast í augu við framtíðina og sjá hlutina nokkuð nærri því sem þeir eru. Við höfum reynt, að við getum ekki grætt tak- markalaust og hljótum að haga útgjöldunum eftir því. Könn- umst nú við, að það er synd að vera eyðslusamur og að enginn getur forðast að gjalda afglapa sinna. Nú er farið að draga úr trú okkar á það, að eitthvert eitt bragð muni leysa öll vor vanda- mál. Og við höfum ennfremur reynt að sýna hver öðrum dálitla þolinmæði og að meta fleira en það sem peningar geta keypt eða framleitt. Við verðum hraust- ari þjóð þegar kreppunni léttir heldur en þegar hún skall yfir okkur. En hvað höfum vér að segja af sjálfum okkur, V.-ísl. þennan fyrsta sumardag ? Mörg auðnu- brigði hafa yfir oss gengið á fá- um undanförnum árum. Vor bygðarlög hafa þjáðst af krepp- unni, en ekki eru oss horfnal framtíðarvonir. Nú reynum vér, einarðlegar en nokkru sinni áður, að vinna saman á grundvelli þjóðernis vors. Gamlar deilur hjaðna, fornt sundurþykki þverrar, umburðarlyndi og góð- vild fer dafnandi, Frá því sem gerst hefir á þessum vetri meg- um vér góðs vænta þegar fram líða stundir. Eitt er samt sem aldrei linnir Missir fornra vina úr hópnum og söknuðurin eftir þá. Mér vinst ekki tími til annars í þetta sinn, en að þakka þeim fyrir samver- una og þann skerf sem þeir hafa lagt til vors félagsskapar. Þó vildi eg minnast á einn, uppá- haldið meðal frumherjanna, sem altaf bar sumar í hjarta og aldrei lét kólguna af kæruleysi og vanhirðu kæla hlýhug sinn til allra skepna skaparans. Svona var K. N. sér einum líkur um í- þrótt sína og hans líka sjáum við kannske aldrei framar. Um sjálf- an sig feldi hann sanngjarnan dóm: Mín eru ljóð ei merkileg, mínir kæru vinir. En oft og tíðum yrki eg, öðruvísi en hinir. Hversu mörg skáld skyldu vera svo þóttalaus af verkum sínum ? Hann sagði líka satt um sjálf- an sig þegar hann kvað: Þegar dauðans hleyp í hyl og hafið legg á kalda, feikna auð eg eftir skil innan tveggja spjalda. Kýminn var hann, hnyttinn og bersögull en sjaldan var kýmnin beizkju blandin, þó þess kenni: Kýmnis þekku kvæðin smá kýs eg nú að hreppi, (þau sem ekki þjófar ná) þeir sem búa á kleppi. Eg gat þess að sumarblær væri að færast yfir félagslíf vort. — Svo er, því að áhugi vor á sam- tökum vorum og þjóðerni er -í sterkasta lagi nú sem stendur. Sú þreyta sem dró úr eldra fólk- inu undanfarin kreppuár, er nu að dvína. Hrakspárnar um að þjóðerni vort væri að hverfa, eru að engu orðnar. Vér höfum lifn- að við. Eg held að þetta megi rekja til merkilegs atburðar á þessu misseri: Komu landstjór- ans í Canada, lávarðarins Tweedsmuir til Gimli í haust eð var. Þeir sem þar voru við- staddir, vita hve vel sú athöfn fór úr hendi. Og við vitum öll að það var að þakka oddvitum fs- lendinga hér, þeir gerðust allir samtaka um að hafa viðtökurnar sómasamlegar. Þá reyndi á þjóð- ernisþótta vorn og hann brást ekki. Þann atburð vil eg gera oss minnisstæðan og skal leyfa mér að lesa kafla úr ræðu land- stjórans: “Eg hugsa feginn til þess, að síðan þeir komu til þessa Iands hefir íslendingum fjölgað stór- mikið í Canada og að þér eruð orðnir að lífrænum og þróttmikl- um þætti hinnar canadisku þjóð- ar. Eg vildi óska að þér væruð fleiri. Aldrei getum vér haft of marga af yður í Canada.' Hvar sem eg fer heyri eg lofsyrði um kosti, starfsemi og framtak yðar. Þér eruð orðnir Canada-menn, í fylstu merkingu þess orðs, ger- ið yðar vísu í öllum athöfnum og framkvæmdum yðar nýja lands, en — eigi að síður vona eg, að þér haldið fornum erfðum. Sá er rétti mátinn, góðar konur og gildir menn, til að þroska öfluga þjóð — að gerast hollir þegnar hins nýja lands og muna jafn- framt það berg sem þér eruð brotnir af, geyma það óðal sem þér hafið að erfðum tekið, og leggja þann skerf í vöxt og við- gang hinnar nýju þjóðar í Can- ada.” Úr því þetta er vitnisburður vors reynda og lærða landstjóra, hver er þá svo óskammfeilinn voje á meðal, að níða tungu vora eða hæðast að voru þjóðræknis starfi? úr því slíkur maður metur oss svo mikils, ættum vér þá ekki að ganga glaðir og ör- uggir að viðhaldi og eflingu vors þjóðernis? Eða er nokkur hér svo skapi farinn, að fagna ó- kunnugum og láta sem hann sjái ekki bróður sinn? Annar merkisviðburður í voru samlífi var þjóðræknisþingið í vetur, betur sótt en nokkru sinni

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.