Heimskringla - 28.04.1937, Page 5

Heimskringla - 28.04.1937, Page 5
WINNIPEG, 28. APRÍL 1937 HEIMSKR1NGLA 5. SiÐA fyr. og þar var þýðingarmest hve mikinn þátt ungmenni tóku í því sem fram fór, unga fólkið sem er yndi sinna foreldra og til skapraunar þó, af því þau virt- ust andstæð eða skeytingarlaus um tungu og háttu þeirra. En nú sýndi það sig á þessu Þjóð- ræknisþingi að djúpið milli kyn- slóðanna er ekki eins stórt og látið var. Ein sú frægasta lýsing á mis- muninum milli ungra og gamalla er hjá Shakespeare: Crabbed age and youth, Cannot live together: Youth is full of pleasance, Age is full of care: Youth like summer morn, Age like winter weather: Youth like summer brave, Age like summer bare. (étc.) Eldri kynslóðin man langt aft- ur og helzti oft glöp og óhöpp. — Æskan man skamt, lítur á björtu hliðina og er fús til áhættu. — (Rétt eins og gamla fólkið gerði í sínu ungdæmi, þess vegna breytist heimuriím og þess vegna kemur ein kynslóð eftir aðra.) — Viðskifti gamalla og ungra vor á meðal hafa orðið erfiðari vegna tungumálsins, yngra fólkinu hefir ekki skilist hversu mikils virði það var og þessvegna sýnt því vanrækt. En að dæma æskuna hart fyrir það er hvorki viturlegt ná sann- gjarnt, því hið sanna er að sú unga íslenzka kynslóð er undir- niðri þóttafull af ætt og kyni og langar til að halda uppi feðra arf- inum, sem er hin sterkasta kyn- fylgja íslendinga. En sá var hængur á, að þeir eldri fundu ekki þetta, gátu heldur ekki séð hið nýja umhverfi með æskunn- ar augum. Ungir eru viðkvæmir og meir en hægt að styggja þá. Hið sanna er, að hin unga ís- lenzka kynslóð gimist að hafa samtök sín á milli og við hina eldri, en veit ekki hvernig því verði við komið. Þeir ungu líta öðru vísi á, taka öðru vísi tökum á, sjá þó hvorki skýrt né hafa náð góðu taki á íslenzkum efn- um. Þeir þurfa samúð og góð- vilja þeirra eldri. Um tungumál- ið er það að §egja, að margir munu fá mætur á því, ef þeir styggjast ekki við aðfinningar. Mikil rækt er lögð við æskuna nú á dögum, í Evrópu mest með þjálfun og heraga sem bezt hent- ar stjórnmálamönnum og auð- kýfingum. Því um líkt viljum vér ekki hafa í þessu landi, vilj- um alls ekki leiða ísl. æsku í þann dróma. Ungir íslendingar hafa að erfðum tekið hug til frjálsræðis, sjálfstrausts og um- burðarlyndis. Með því að þroska þann arf, finst mér þeir geta lagt stórmerkan skerf til þjóð- lífs þessa lands og með því móti gagnað því ærlega og drengilega. Eg held vér megum treysta hinni ungu kynslóð, hún horfir fram, ekki aftur og þó hennar háttalag sé ólíkt hinnar eldri, þá er ekki þar með sagt, að það sé verra. Þið hin eldri verðið að treysta þeim ungu og láta þeim styrk og samúð í té. Þá munu þeir ekki bregðast trausti yðar. Og nú að lokum, fáein orð um okkar eigi félagsskap. Ef ráða má hvað verða muni af því sem farið hefir fram þennan vetur, þá megum vér heilsa sumri með glöðu geði. í þessari kirkju hafa gamlir og ungir starfáð saman. Guðsþjónustur eru vel sóttar af þeim ungu. f söng- flokkunum er mestmegnis ungt fólk. Ungmennafélagið starfar rösklega. Við höfum sýnt leiki með aðstoð ungra pilta og meyja, sem eru utan safnaðar, og hafa starfað með okkur af mikilli góð- vild, og fyrir það erum við þakk- lát. Og tilraun hins yngra kven- félags, að halda samkomur til leikja og söngs á laugardögum, hefir tekist mæta vel. Þeir sem þær hafa sótt láta mikið af, hve liðugt ungir og gamlir leika sam- an, hve vinsamlega ókunnugum er fagnað, hve glaðlega og alúð- lega unga kvenfólkið kemur fram og hve gott lag það hefir á að láta samkomurnar takasL vel. Við samfögnum ungu kon- unum og óskum xþeim allra heilla. í þeirra félagsskap er altaf gott að vera. Já við í þessum söfnuði meg- um vera alveg viss um það, að við höfum unnið til, frídaga í sumar og við megum vera örugg um framtíð vors félagsskapar. Kæru vinir eg bið yður virða á hægra veg þessa tilraun mína til ræðuhalds. Tal mitt er hvork djúpsett né spaklegt, heldur á- þekt suðu í býflugu er eg hrædd ur um, þegar hún flögrar á milli blóma. Eg veit ekki hvort yður hefir þótt nokkurs virði að hlusta á mig. Hitt veit eg að mér þótti vænt um að tala til yðar, það er mér bæði ánægja og sómi. Eg kann lítið vers sem lýsir hvernig mér er innan- brjósts, hvern hug eg ber til þess fólks sem hér kemur saman og þó eg spilli ríminu með því að víkja við nokkrum orðum, þá fylgir hugur máli hjá mér, ekki síður en hjá skáldinu sem orti það um sitt heimil og sitt fólk. Og fólkið hér er svo frjálst og hraust, og falslaus vinmál þess og ástin traust. Já, hér er glatt, það segi eg satt, og sælt að eiga hér heima. Kæru vinir, eg óska yður góðr- ar heilsu og farsældar á þessu sumri og að þér lifið við sætan fuglasöng og sólar sýn, hvar sem þér eruð stödd. SLÆMT MINNI Af síðasta tölublaði Lögbergs að dæma, virðist minni ritstjór- ans hafa verið orðið reikandi um það sem gerðist á fylkisþinginu í vinnulauna-skattsmálinu. Skal því ryfja það hér upp fyrir hann. Á fjárlögum þingsins var gert ráð fyrir undanþágum frá greiðslu á vinnulaunaskattinum er námu um $400,000. Stjórn- inni stóð þá sá ótti af þessum skatti, vegna hinna almennu ó- vinsælda hans, að hún var knú- inn til að breyta honum að ein- hverju leyti. Á þinginu gerir svo Mr. Stubbs tillögu um að skatturinn sé með öllu numinn úr lögum. Stjórnarformaður, Mr. Brack- en, gefði þá breytingartillögu við tillögu Stubbs, að skatturinn væri numin úr lögum, þegar þingið hefði komið sér samarv um að Iækka útgjöld stjórnarinn- ar um það sem skattinum næmi. Við þessa breytingartillögu gerði Mr. Bachynsky breytingar- tillögu og hljóðaði þá tillagan svo: að skatturinn yrði afnum- inn, þegar þingið samþykti að lækka útgjöldin eða að leggja nýjan skatt á fylkisbúa, er næmi jafnmiklu og vinnulaunaskattur- inn. (Breytingar tillaga Bach ynsky, var sú er felst í undir- strikuðum orðum). Breytingartillaga Bachynsky var samþykt og málið þar með afgreitt. Að svo búnu, hafði þingið samþykt, að. gera enga breytnigu á skattinum, þrátt fyrir það sem á fjárlögunum stóð um það. Sex dögum síðar gerir J. S. Farmer tillögu um að afnema vinnulaunaskattinn, eú leggja í þess stað skatt á sem hér segir: 1. Hækka ofurlítið tekju- skatt á ríkum. 2. Að leggja skatt á vexti á fé manna á bönkum (eða annarstaðar). 3. Að leggja skatt á kaup- menn eftir umsetningu. Við þessa tillögu gerði fjár- málaráðherra, Hön. Stewart Gar- son þá breytingartillögu, að hug- mynd Mr. Farmers yrði rannsök- uð og yfirveguð milli þinga, eða þar til þing komi saman að ári. HEIÐRAÐUR AF MANITOBA HÁSKÓLA .....................................................................................................................................................................................................................................................iiiii........................... U FYRIR Krystal-Tæran” ís 0G FULLKOMNASTA IS-KÆLISKÁPINN SÍMIÐ 42 321 /œ Vilhjálmur Stefánsson f tilefni af 60 ára afmæli Há- skóla Manitoba, hefir verið á- kveðið að veita 9 mönnum dokt- ors-nafnbót í lögum 17. maí n. k. Einn af þeim sem heiðraður verður, er Vilhjálmur Stefáns- son heimskautakönnuður. Hans er von til Winnipeg um þetta leyti og flytur hann hér fyrir- lestur. Og sú breytingartillaga var sam- . þykt. Síðasta dag þingsins gerði Mr. Farmer ennþá tilraun að fá vinnulaunaskattinn afnuminn.— Var hún fólgin í því, að strika ákvæðið í lögunum um tekju- skatt, er snerti vinnulaunaskatt- inn út. En sú tillaga var feld með 27 atkv. gegn 21. Á móti öllum tilraunum að af- nema skattinri snerust Bracken- ítar, social credit sinnar og tveir óháðir, Oddur ólafsson og Mr. Wright frá Emerson. Allir aðrir voru með afnámi skattsins, svo sem C.C.F. sinnar, íhaldssinnar, Stubbs, Litterick o. s. frv. Þannig lauk sennunni um vinnulaunaskattinn' á þinginu. Vonum vér að Lögbergi sé það svo ljóst, að það geti nú hér eftir flutt sannar fréttir af þinginu, en ekki ruglað um þær eins og það gerir í síðasta tölublaði. Þó undanþága sem sú, er gert var ráð fyrir í fjárlögunum, verði nú veitt af stjórninni, er það gagn- stætt því, sem ráð var gert fyrir, af þingi. Það er þessvegna einnig út í hött, sem ritstjóri Lögbergs seg- ir um þakklætisskuldina sem al- menningur standi í við íslenzku fulltrúana á fylkisþinginu fyrir þessa undanþágu, sem veita kvað eiga bráðlega frá vinnu- launaskattinum. Bfackenstjórn- in þurfti þeirra ekki með við hana eftir þing. Þeir börðust dyggilega á móti afnámi skatts- ins á þinginu. Og að sannfæra landa þeirra um að þeir hafi með því verið að beita sér fyrir gott málefni, verður Lögbergi erfitt. ÍSLENDINGASAMKOMA í GRAND FORKS VERZLUNARNÁMSKEIÐ Þjóðræknisfélag íslendinga í Vesturheimi hefir til sölu nám- skeið við alla höfuð verzlunar- skóla bæjarins með vægum kjörum. Ungt fólk er hefir í huga að leggja fyrir sig verzl- unarnám ætti að leita upplýs- inga um iþetta. Talið við eða símið: Á. P. Jóhannsson, 910 Palmerston Ave., sími 71177. Þó við íslendingar í Grand Forks höfum eigi með okkur neinn fastan félagsskap, er það orðin venja okkar, að koma sam- an einu sinni árlegá; til þess að auka kynnin okkar á meðal og treysta ættarböndin íslenzku. Samkoma okkar í ár var hald- in lauðardagskvöldið 17. apríl í 'fundarsal Sameinu,ðu lút. kirkj- unnar í Grand Forks. Veður var hið ákjósanlegasta, enda var samkoman með fjölsóttasta móti en hún hefir frá byrj un verið vel sótt. Yfir hundrað manns sóttu hana nú, meiri hlutinn frá Grand Forks, eins og vænta má; en allstór hópur var þar einnig aðkominna fslendinga frá Moun- tain, Garðar og Hensel. Eru okkur slíkir gestir kærkomnir mjög. Dr. Richard Beck, formaður undirbúningsnefndar, stýrði samkomunni og setti hana með stuttu ávarpi á íslenzku og ensku. Minti hann á, að það væri gamall og góður siður fs- lendinga að fagna sumri; og þeim ummælum til áréttingar las hann upp vorkvæði eftir Davíð skáld Stefánsson frá Fagraskógi. Aðalræðuna flutti Miss Mar- grét A. Björnsson frá Winnipeg. Sagði hún frá íslandsferð sinni á liðnu hausti, og þótti mælast prýðisvel. Bar hún landi og þjóð vel söguna, en var jafnframt drengilega hreinskilin í frásögn sinni. Brá hún upp skáldlegum myndum og fögrum af einstæðri náttúrufegurð fslands og hrika- dýrð; stiklaði á höfuðatriðum í| sögu þess, og sýndi fram á, að í landi þar býr framsækin þjóð, er á sér auðuga og sérkennilega menningu, en stendur nú á hin- um örlagaríkustu tímamótum. Féll ræða þessi í góðan jarðveg, | ekki sízt hjá yngra fólkinu, en margt af þvf var á samkomunni. SKRITLUR tain. Stunda þrjú hin síðast- nefndu nám við ríkisháskólann í Grand Forks. Söngfólk þetta söng eingöngu íslenzka uppá- haldssöngva, og hlaut drjúgt Iófaklapp að launum fyrir frammistöðuna. Haraldur Sig- mar lék einnig á fiðlu “Kvöld- bæn” Björgvins tónskálds Guð- mundssonar, og þótti vel takast. í samkomubyrjun og milli skemtiatriða sungu allir íslenzka söngva, undir stjórn séra Hans. en Mrs. G. G. Jackson lék undir á slaghörpu. Skemtiskrá lauk með því, að sungnir voru þjóð- söngvar fslands, Canada og Bandaríkjanna, og kom sér nú vel, að þeir eru allir undir einu lagi. Var síðan sezt að borðum, prýddum blómum og flöggum, og hlöðnum gómsætum vistum. Höfðu konurnar sem fyrri dag- inn unnið verk sitt með rausn og prýði, að þessu sinni undir forystu Mrs. R. D. Swengel, (Emmu Thordarson). Meðal annars' voru fram bornir íslenzk- irréttir, sem best halda við þjóðrækninni, svo sem skyr, rúllupylsa og annað sælgæti; var það ekki bókfest, hversu hraust- lega menn tóku til matar síns, en óhætt mun mega segja, að enginn muni þar hafa ómettur upp staðið. Ekki spilti það veizlugleðinni, að broshýrar blómarósir, er nám stunda við ríkisháskólann, gengu um beina. Nokkrar ræður voru haldnar undir borðum. Dr. Rovelstad, er fyr var nefndur, sem er norskrar ættar og prófessor í latneskuin fræðum við ríkisháskólann, bar saman latneskar og íslenzkar fornbókmentir, og fór miklum lofsorðum um listgildi og lífs- gildi hinna síðarnefndu. Dr. ólafur Björnsson, er góðu heilli hafði komið með dóttur sinni, hélt fjöruga ræðu og mintist margs frá hinum fyrri árum í Dakota-bygðinni. Stuttar tölur héldu einnig þeir Mr. Paul John- son, skólaráðsformaður frá East Grand Forks og Mr. Sig. Björns- son, skólaráðsmaður frá Grand Forks. Var góður rómur gerður að máli allra ræðumanna, þeirra er yfir boðum mæltu. Sikftist fólk nú í smáhópa og ræddist við, unz líða tók að mið- húð og hári niður í Ginnungagap hérlendrar þjóðblöndunar. Richard Beck Á 40 ára giftingarafmæli Mr. og Mrs. Þ. Þorsteinssonar árið 1936 Hann Þorsteinn og hún Signý þau sanna mönnum það hve sælir eru vinir, sem ávalt fylgdust að, sem lifað hafa í samhygð við lífsins bros og tár, og leiðst og stutt hvort annað í fjörutíu ár. Ef samfélagið byggist á traustra vina trygð þá tekst að skilja’ og meta þá nauðsynlegu dygð, að saméinaðir kraftar fá sigrað hverja þraut, en sundrungin er tálman á framþróunarbraut. Og hugljúfustu byggjast og blómgast munalönd af bróðurlegri samhygð og traustri vinarhönd, því óhlutdrægur túlkur hins trúa verkamanns, er tilvitnandi starfið, sem blessar nafnið hans. Og fyrir þeirra dygðir er mætra vina minst af mönnum, sem þeim hafa á förnum leiðum kynst, með endurminning hlýrri um hylli liðins dags og heillá og lukku óskum til æfi-sólarlags. . Vinur. BRÉF “Hvað munduð þið gera, ef konan yðar eignaðist fimmbura,’ spyr norskt blað lesendur sína Einn lesandi blaðsins svaraði:— Eg mundi síma Stalin: “Fimm ára áætlunin framkvæmd á einu ári.” * * * Tveir málaflutningsmenn voru á göngu suður á Melum. — Heldurðu ekki að nú fari að rætast úr? spyr annar. — Jú, það er eg sannfærður um, svaraði hinn. Því núna hefi eg til meðferðar 20 þrotabúa, en hafði ekki nema 15 um sama leyti í fyrra.—Alþbl. Að ræðunni lokinni sýndi sam- komustjóri allmargar myndir frá! nætti og menn fóru að hugsa til íslandi, með aðstoð Dr. A. M. heimferðar. Var það auðsætt af Rovelstads, eins samkennara hýrum svip manna, að þeim síns frá ríkisháskólanum í Norð- - hafði verið kvöldstundin hin á- ur Dakota. j nægjulegasta, enda kváðu marg- Mikill og fjölbreyttur söngur ir UPP ur um Það- var einnig á skemtiskránni; og J Þökkum við íslendingar í hafði séra Hans B. Thorgrimsen Grand Forks þeim ungfrú Mar- annast undirbúning hans; er það gréti og ólafi lækni Xöður henn- alkunnugt hveru ágætlega hon- ar sérstaklega fyrir komura, og um ferst slíkt úr hendi; lifir enn einhig öðrum aðkomandi löndum í hinum gömlu glæðum, þó hann 1 ckkar, og bjóðum þá velkomna á sé nú nær hálf-níræður að aldri’. í næstu samkomu okkar. Selkirk, Man., 1. apríl 1937. Herra ritstjóri! Hafðu þökk fyrir að taka í blaðið greinina frá mér “Sjó- hrakningur”. Þar hefir samt misprentast. í handritinu sem eg hefi stendur: “Jón fór til Vestmannaeyja 17 ára gamall veturinn 1868 og er þar 17 vertíðir til 1884 að því ári meðtöldu” — en svona er það í blaðinu: Jón fór til Vestmannaeyja 17 ára gamall veturinn 1884 að því ári meðtöldu. Jelinu á að vera jeljunum; leiðunni á að vera leiðinni; Ar- ósa á að vera Áróra. Eg óska lagfæringar á þessu. Svo legg eg hér innan í $5 dali niðurborgun í blaðinu og bið þig gera svo vel og afhenda það gjaldkeranum. Vinsamlegast, Svein A. Skaftfell Miss Louise Arason, kenslu- kona í Grand Forks, söng ein- söng; þeir séra Hans og Tómas Thorleifsson frá Garðar sungu tvísöng; en með fjórrödduðum söng skemtu þau Miss Louise Arason, Miss Margrét Hjörtson frá Garðar, Tómas Thorleifsson og Haraldur Sigmar frá Moun- Jafnframt sendum við lönd- um okkar hvarvetna alúðar- kveðjur og sumaróskir, ásamt þeirri hvatningu, að þeir haldi sem best hópinn með því að koma saman endur og sinnum, alstaðar þar sem því verður við komið. Sú viðleitni frestar því um hríð, að við hverfum með Styrkþurfar í sveitum J. Wawrykow, þingmaður Gimli kjördæmis og C.C.F. sinni, lagði til á fylkisþinginu, að nefnd væri skipuð af fylkis- stjórninni til þess að hafa um- sjá með ósjálfbjarga mönnum úti í sveitum. Kvaðst hann viss um að þar ætti margur um sárt að binda vegna ónógrar aðstoðar frá sveitastjórnunum. Tillagan var feld.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.