Heimskringla - 28.04.1937, Page 6

Heimskringla - 28.04.1937, Page 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 28. APRÍL 1937 BRÚÐARÐRAUMUR “Mig dreymdi sama drauminn fyrir þrern árum og svo ári síðar og nú í nótt. . . Mig dreymir að eg sé stödd í dimmri kirkju og það sé verið að gefa mig saman við alveg ókunnugan mann . . . mann sem eg hefi aldrei séð áður, sem þykir ekkert vænt um mig og fer sína leið eftir athöfnina. Og svo verð eg ein eftir í þeiri i skuggalegu kirkju. ó, hvernig get eg útmálað hvað mér finst eg vera einmana? Eg get ekki gefið þér hugmynd um það volæði og þann ein- stæðingsskap.” ' “Nú, en þetta er bara draumur, elsku hjart- að mitt.” sagði Richard og kynsti hana marga kossa. “Hvernig geturðu sett annan eins hé- góma fyrir þig?” “Hann —• (og hún kysti hann margoft jafnframt því hún talaði) — maðurinn í draumnum — er roskinn maður, hár og alvar- legur — eg sé hann eins skýrt og þig — og honum þykir ekki vænt um mig fremur en eg væri brúða. Samt erum við gift og hann fer burt. . . þrívegis hefir mig dreymt. þetta, og eg er viss um það er ekki fyrir góðu a sjálfu gift- ingardægri mínu.” Brúðguminn reyndi að hugga hana og dreifa hennar dapra hug útaf draumnum. Hon- um þótti fjarska vænt um Álfheiði sína, og það þó honum fyndist stundum að hún vera varla af þessum heimi heldur lík huldu- mey og full af fráleitum hugarburðum. — Það var líkt og hún hefði ekki vaxið upp úr barnanna heimi, og jafnvel svipur hennar bar barnalegan keim. Hann dæsti og stumraði yfir henni klakandi. Loksins fékk hann hana til að fara, þau leiddust um túnvarpana, hún klifraðist upp tréð en hann stóð fyrir neðan og hræddist hvert hennar.spor, að hún mundi detta. Hún smeygði sér inn um gluggann, teygði sig út yfir sylluna, kysti á hendur sínar og veifaði þeim til hans, fór svo í hvarf. Morguninn eftir var Álfheiður snemma á ferli. Móðir hennar og systir snerust kringum hana þangað til farið var í kirkju og faðir henn- ar baðst fyrir með henni. Kirkjan var á næstu grösum og þangað fóru þau fótgangandi. Margt fólk var komið til að horfa upp á brúðarganginn og talaði sín á milli í hálfum hljóðum hvað brúðurin væri indæl. Þá var sólskin og blíða og brúðurinni horfin draumsorgin að nokkru leyti, samt var hún fölleit og svo ófröm að engu var líkara en hún væri smeik. Rétt á eftir stóð hún við hliðina á Richard hjá grádunum frammi fyrir föður sínum, og nú fór hjónavígslan fram eins og lög gera ráð fyrir, þangað til kom að því að draga gullhring- inn á fingur brúðarinnar, þau höfðu talað sig saman um það áður, að þá skyldu þau líta hvort á annað og því vatt Álfheiður höfðinu við, til að líta í augu brúðgumans. Á sama vetfangi brá öllum viðstöddum, brúðurin rak upp vein og lét fallast í fang föður síns. Mannfjöldinn hrökk upp úr sætunum, sum- ir hlupu til eins o^g þeir vildu skerast í það sem fram fór. Brúðguminn gréip konuefnið í fang sér og bar hana í skrúðhúsið. Gullhringurinn datt á gólfið og valt ofan í hita rist og fanst þar síðar. Hinn ungi maður var nærri viti sínu fjær af kvíða, lagði Álfheiði á gólfið, sleit kniplinga skartið af hálsi hennar og lagði eyrað við hjart- að, það var að. Læknir náðist fljótt og allir voru hljóðir meðan hann skoðaði stúlkuna rænulausa í yfir- liði. “Hún hefir fengið aðsvif með einhverju móti,” sagði læknirinn. “Það er bezt að flytja hana heim sem fyrst. Þetta er ekki neitt alvar- legt; það er ekkert að hjartanu.” Aumingja brúðgumanum létti svo mikið, að honum lá við að tárfella. Álfheiður var nábleik í framan, með aftur augun, samt tók hann hana í fangið og kysti á andlit hennar marga kossa. Hann lét sem hann vissi ekki að aðrir væru viðstaddir og virtist hálfbrjálaður af harmi. Þegar Álfheiður raknaði við, var hún í rúminu sínu og foreldrar hennar hjá henni. Þegar þau sáu hana opna augun og hafa rænu, þá urðu þau mjög fegin og gerðu sitt til að flýta bata hennar, faðirinn með huggandi orð- um, móðir hennar með því að færa henni nær- ingu. Það fyrsta sem stúlkan gerði, var að líta á baugfingur sinn — þar var enginn hringur. Ennþá var hún ekki manni gift og þá dæsti hún af því henni létti svo mikið. Þann sólarhring spurði hana enginn hvaða skelfing hefði borið fyrir hana, svo mikil að hún féll í öngvit á sömu stund sem hún átti að bind- ast Ríkarði. Svo var bóndaefninu leyft að koma til hennar. Hún leit við honum með elsku og angur- værri stillingu. Honum var auðsjáanlega brugðið, allir máttu sjá að hann bar harm í huga, en til þess að græða þau sár þurfti ekki annað en hann sæi hana hrausta og heilbrigða og að hún tjáði honum einlæga elsku sína. — Hvorugt gat hún veitt honum. Hún var alla tíð óhraustleg í útliti, en nú leit hún út eins og hún ætti skamt eftir. Og ekki kom hún í faðminn á honum eins og hún var vön, heldur vék sér undan og leit á hann svo dapurlega, að honum varð að orði: “Ó Heiða, elskan mín, hvað hefi eg gert? Ertu hrædd við mig? Hvað sástu þegar þú leizt við mér í kirkjunni? Einhverja ófreskju? — Heldurðu'að eg gæti meitt þig eða verið þér ótrúr nokkurntíma? Veiztu ekki að þú ert lífið mitt og eg vildi heldur deyja en missa af þér? Hvað olli þessu ofboði?” “Eg skal réyna að segja þér það,” sagði hún. “í sama bili og við áttum að tengjast hjónabandi ,þá leit eg á þig, eins og við höfðum aftalað, en þá sá eg þig ekki Richard, heldur sá eg----” # Það setti að henni hroll og titring svo að hann ætlaði að taka utan um hana, en hún ýtti honum frá sér. “Eg sá manninn sem mig hefir dreymt. Eg sá manninn sem mig hefir dreymt! Eg sá hann greinilega, samt var eg eins vitandi vits eins og eg er nú og ekkert innan kirkjunnar hafði breyzt svo eg yrði vör við. Eg átti von á að sjá þig og sá ekki þig heldur hann við hliðina á mér. Þá hefi eg víst veinað og liðið útaf.” Richard varð að orði: “En þetta var ekki nema ímyndun þín, Heiða, þú gazt ekki hafa séð hann.” “Eg sá hann rétt eins og sé þig núna. ó Dick, viltu ekki trúa mér?” Álfheiður tók til að gráta og Richard lét brýr síga og horfði út í vegg. Þó honum þætti undur vænt um stúlkuna, þá var honum samt þessi hræðsla hennar alveg óskiljanleg. Frá í' honum að sjá var þetta ekki annað en undarleg- ur hugarburður óvenjulega viðkvæmrar sálar, sem hefði ofreynst. Hann hugsaði sér að vera þolinmóður, halda þó sínu fram og loksins sagði hann: “Þú hefir ofreynt þig á að undirbúa gift- inguna, elskan mín, og verið of lengi í uppnámi. Eg veit hvað við skulum gera. Við skulum ekki láta gifta okkur hérna, við skulum ekki hafa neina veizlu né hátíðarhald. Þú skalt koma til borgar og þar skulum við hittast — eg skal fá sérstakt leyfisbréf og láta vígja okkur í ró og næði, þar sem enginn þekkir okkur.” “Ó nei, nei, nei!” sagði hún og barðist við grátinn. “Það er ekki til neins, það kæmi bara fyrir aftur. Eg sæi hann, en þig ekki, þegar hæst stæði á hjónavígslunni, Richard, Richard! Það er bezt eg segi þér eins og er undir eins. Eg get aldrei átt þig.” “Álfheiður — Heiða, þú veizt ekki hvað þú ert að segja. Þú ert veik. Þú ert að tala óráð----” Þá tók hún fram í og segir með sorg og trega: “Eg get aldrei gifst þér.” Richard fann að brúðurin brást honum, hún var veik og varla með réttu ráði og hún yrði að fá heilsubót, áður en þau gætu gert ráð sitt. Með þeirri trú kvaddi hann hana blíðlega, skýrði foreldrum hennar frá þeirri niðurstöðu, fór heim og vænti þess fastlega, að Álfheiður mundi koma eftir eitt eða tvö dægur, þjóta upp um hálsinn á honum eins og hún var vön og biðja hann innilega að tiltaka annan dag til sameiningar þeirra í heilögum hjúskap. En ekkert varð af þessu dg eftir tvo sólar- hringa var órói hans og áhyggja svo mögnuð, að hann fór sjálfur að hitta hana. Þá virtist Álfheiður ágætlega stilt og rænusterk, alvarleg, blíð, og alveg laus við taugaóstyrk eða hræðslu. Hann faðmaði hana að sér, hún lét svo vera en sýndi engin blíðuhót í móti. “Þér virðist vejra albatnað, Heiða mín góð,” sagði hann og lét sem hann væri öruggur þó hann væri smeikur. “Segðu að alt sé gleymt og taktu til giftingardaginn.” Hún hristi höfuðið döpur á svipinn og svaraði. “Eg hefi ekki breyzt, Richard. Eg get ekki gifst þér. Ef svo lítur út sem eg hafi brugðist þér, þá kendu mér ekki um því eg veit fyrir víst að draumurinn minn og sýnin í kirkj- unni var send mér til aðvörunar af hæðum eða af einhverjum krafti sem við skiljum ekki. Eg get ekki brotið hann á bak aftur og vil ekki bjóða honum byrginn.” Hann tók seint til orða: “Heiða, eg held þig sé enn að dreyma.” Hún ansaði því ekki og þá segir hann: “Það er þá auðséð, að þér þykir ekki vænt um mig framar, kannske þér hafi aldrei þótt vænt um mig. ó, hvernig geturðu farið svona með mig? Að kvelja mig til svona!” Hún spratt upp, þaut til hans, kysti hann, blandaði sínu táraflóði við hans, sagðist elska hvert hans spor og jörðina hvar sem hann stigi niður fæti sínum, en ákvörðun sinni sagði hún ekki geta breytt. — Hann sárbað hana að kasta frá sér þeim brjáluðu innbyrlingum sem draumarnir höfðu vakið í henni og koma til hans, en henni varð ekki þokað. Báðum varð klaksárt, honum þótti sinn bikar beizkur og sagði til þess og ekki bætti það um að hún var örgeðja. Eftir æðisár orðaskifti fór hann frá henni og heim. Við það skildu þau. Fáein bréf fóru á milli þeirra, full ástartrega og örvæntingar, skömmu síðar var sá ungi maður kvaddur til sinnar her- sveitar og hvarf henni með öllu. Nú liðu nokkur ár. Faðir Álfheiðar fékk brauð í höfuðborginni og flutti þangað með sínu heimafólki. -Móðir hennar dó, systir henn- ar giftist, svo hún varð ein eftir og var fyrir framan hjá föður sínum. Margir gerðust til að biðja hennar en hún vísaði þeim frá, enginn þeirra snart hjarta hennar. Hún fríkkaði og óx upp úi^ barndóminum. — Tilfinningasemin fór þverrandi þar til eftir var eðlilegt vorkunar- þel eða samúð ásamt tilhneiging til laununga, margir karlmenn löðuðust að henni, einkum þeir sem höfðu meira af skerpu vitsmuna en tilfinn- inga, þó að hún væri ekki vitskörp. Ást hennar til Richards var öllu fremur ungmenna girnd, bráð og hvöss heldur en varanleg væntum-þykja og broddurinn af þeirri kvöl slæfaðist smám- saman.. Þar af eymdi varla eftir að fimm árum liðnum, nema söknuður endrum og eins. Hún frétti að hann var giftur og átti barn. Aldrei dreymdi hana gamla drauminn framar. Álfheiður var hálfþrítug þegar svo bar við, að faðir hennar hafði gestaboð sem oftar, orð- inn þá maktarmaður í sinn hóp og byrjaður að halda veizlu einu sinni á mánuði, bæði vinum sínum og öðrum ókunnugum, sem vildu kynnast honum. Álfheiður sat í húsmóður sesgi við þau borðhöld og. það þótti fjrami hverjum gesti að hafa tal af henni, skifta við hana, þó ekki væri nema nokkrum orðum einhverntíma kvöldsins. Mæðginin fögnuðu gestum áður sezt var að borðum og þá var leiddur fyrir þau hávaxinn maður miðaldra, kallaður Mr. Grant. Han hafði þangað aldrei komið áður, hafði þegið boð af vini húsráðanda, en sá var þá ekki viðstadd- ur. Þessi gestur var alvarlegri en aðrir menn, farinn að hærast, og fáskiftinn sem verða mátti svo, að hæversku og háttprýði væri ekki mis- boðið. Þegar Álfheiður leit þennan mann brá henni svo við, að hún hvítnaði í framan, tók við- bragð líkt og hana svimaði, stóð svo grafkyr eins og væri úr marmara gerð. Gesturinn tól eftir hvernig henni varð við, hélt hún hefði tekið sig fyrir einhvern annan og kastaði á hana kveðju orðum, til þess hún áttaði sig, en þá gerði hún ekki nema brosa lítillega við kveðju hans, sneri sér svo frá með afsökunar bón og gekk út af stofunni. Haðurinn horfði á eftir henni, fanst hami vera vant við kominn þóttist vita að sín væri sökin þó óviljandi væri, þá sagði faðir hennar: “Ger svo vel og taktu þér þetta ekki til, dóttir mín lætur stundum dálítið undarlega. Hún sá sýnir þegar hún var barn.” Eftir það byrjaði hann tal um tungumál Austurlanda, þau hafði Mr. Grant stundað að nema alla æfi, og var sagður betur til þess náms fallinn en allir aðrir þálifandi lærdóms- menn. Álfheiður kom til gestanna þegar sezt var að borðum en lét þá sem hún sæi ekki þann lærða málfræðing. Hún var fölleit umfrar venju eða tekin í framan og gegndi tómlega tali sessunauta sinna. Þeir voru henni kunnugir og litu hver á annan: “Heiða er í einhverri leiðsl- unni í kveld,” hugsuðu þeir. En Humphrey Grandt leit oftlega til hennar og langaði til að fá að vita, af hverju henni brá við að sjá hann. Því var það, eftir að staðið var upp og gestirnir í sætum og samtali til og frá um stofurnar, að hann leitaði hana uppi; þá stóð hún og talaði við roskna konu en sú hvarf burt þegar hann bar að. Álfheiður ætl- aði líka en þá talaði Humphrey til hennar: “Eg bið þig afsaka hve framur eg er. Get- urðu sagt mér hvað kom til þú fældist, þega1 mig bar fyrst fyrir þig í kveld ?” Hann setti upp glettnis svip og brosti við til að stilla stúlkuna og gefa henni færi til að svara af létta. En hún leit til jarðar og svaraði ekki öðru en þessu: “Eg er hrædd um að eg geti ekki sagt þér það.” “Ekki er greiðlega svarað, svona svar er helst lagið til að erta forvitinn.” “Afsaka mig — það er ómögulegt.” “Það var þó gild ástæða til að þér brygði. Þér varð bylt við komu mína-----” “Mjög bylt.” “Þú tókst mig fyrir annan eða hvað ?” “Eg þóttist hafa séð þig fyr — já.” “Það vill svo til að eg átti einu sinni heima í sóknum föður þíns úti í sveit, þegar eg var ungur. Þá hefir þú verið á barnsaldri og eg man ekki til eg sæi þig. Samt getur verið að við höfum sézt.” “Ekki svo eg muni til.” “Mér þykir verra en ekki að þér leizt svona illa á mig,” sagði Mr. Grant brosandi. “Eg ætla að biðja þig að reyna til að gleyma því. Viltu?” Hún svaraði því sem hann átti ekki von á, og alls ekki með gamanbrag: “ó nei, því get eg aldrei gleymt.” “Ef svo er þá á eg von á að þú viljir mig heldur fjær þér en nær. Vertu sæl.” Humphrey horfði á hana með glettnisbrosi, hún leit skyndilega upp roðnaði, brosti við hon- um og hvarf á burt með hröðu fótataki. Hann stóð við og sá hana fara í hvarf. Nokkru deinna hóf hann að leita hennar meðal gestanna þá var hún farin og búin að loka sig inni í sínu her- bergi. Þar sat hún fyrir ein og hugsaði fyrir sér: “Hvernig getur staðið á þessu? Hér er drauma- maðurinn minn kominn ljóslifandi, ekki aðeins líkur honum í sjón heldúr líka í fasi. Þó er hann nú hlýlegur en ekki afundinn eins og sá sem eg giftist í draumnum.” Álfheiði varð varla meira um að sjá hann en hann hana. Hann var hálffimtugur, hafði þó aldrei fengið svo sterkan hug til kvenmanns að hann drægi sig eftir henni. En nú hugsaði hann svo mikið upp á Álfheiði, að hann lét fram - andi tungumál lönd og leið í tvo daga, og rakti upp aftur og aftur þau fáu orð sem hún hafði' talað við hann. Hann réði með sér að hitta hana aftur og finna hvað olli því, að henni varð svona bylt við að sjá hann. Hann fór þangað og Álfheiður tók á mótí honum. Þau mintust ekki á það sem í milli hafði farið en hann fann að henni þótti vænt um að sjá hann. Þau töluðu saman í hálftíma, mest um daginn og veginn, efni sem voru hvor- ugu hugstæð, samt náðu sálir þeirra saman, töluðust við í hljóði, og ekki hefðu þau laðast meir saman með elsku þrungnum orðum og at- lotum. Þau voru bæði ástfangin. Álfheiður var í eðli sínu þeim lík, sem eru ekki geðnæmir eða gljúpir í muna, gefa sig þó alla storminum á vald, þegar hann skellur á. Þann heftir aldrei tilhugsun um hyggindi sem í hag koma, hann er ástrækinn umfram alt og ástinni einni hollur. Humphrey var stöðugur og forsjá vanur, þó var hans tilfinning áþekk hennar. Samt fór ekki eitt elskufult orð á milli þeirra dg varla augnatillit æði lengi. Þau nutu þess næðis og yndis sem þau höfðu hvort af öðru á samveru stundum. Svo hagar sér elskan milli karls og konu í byrjuninni. Einn daginn fóru þau leiðangur út í sveit og voru þar á gangi, og þá segir Humphrey: “Heiða, ætlar þú aldrei að segja mér, af hverju þú lézt eins og þú hefðir séð afturgöngu, í fyrsta sinnið sem við hittumst?” “Ekki ennþá — kannske aldrei,” svaraði hún. “Láttu mig vita hvenær af því á að verða, því að eg er einráðinn í, að komast að því leynd- armáli.” “Eg þykist ekki sjá neina ástæðu til að þú fáir að vita það.” “Ef eg væri bróðir þinn — heldurðu að þú segðir mér það þá ?” “Ó nei — alls ekki.” “Eða frændi þinn?” “Nei.” “Faðir þinn þá?” “Jafnvel þó svo væri — eg hefi ekki sagt pabba frá því.” “Jæja — en ef eg væri maðurinn þinn?” Það kom hik á hana svo hló hún, blóðrjóð í framan og sagði svo “nei.” “Á”, sagði hann. “Þetta hik sem kom á þig meinar já. Svo héðan af skal eg ekki linna fyr en þú lofar að giftast mér. Því að leyndar- málinu ætla eg að komast að.” Hann var kátur sem á honum sá, en Álf- heiður snerist að honum og svaraði alvörugef- in og hátíðlega svo yfir hann gekk: “Ef í það fer, þá er búið að gifta okkur þrisvar sinnum, og í öll skiftin fórstu strax frá mér og skildir mig eina eftir í dimmri kirkju.” “Hvað ertu að fara með. Þér er brugðið. Heiða, væna mín, þú ert að fara með draumóra. Hvað er að?” Honum brá mikið við, tók nú um hönd hennar í fyrsta sinn og hélt henni. “Og svo”, hélt hún áfram, “þegar eg stóð fyrir altarinu hjá þeim manni, sem eg ætlaði að giftast, og leit á hann, þá þóttist eg sjá þig en ekki hann. Mér varð svo bylt að eg leið út af í öngvit og sagði mannsefninu upp.” Hann krafði hana frekari sagna og hún sagði honum upp alla söguna nákvæmlega um drauma sína og þá furðu sem hún var lostin, þegar hún sá drauma brúðguma sinn holdi klæddan í húsi sínu. “Þú trúir þessu kannske ekki,” sagði hún, “en það er altsaman sat(;. Og nú—nú sé eg hvað til hefir komið/ Hann kysti hana og sagði: “Jú, eg trúi því öllu, Heiða. Þú varst mér ætluð — og eg þér__ og þú varst svo hreinhjörtuð að það var ekki hægt að ná þér burtu frá mér. Betur að allar brúðir og brúðgumar væru eins heppin.” “Samt virtist svo í draúmnum, að þér þætti ekkert vænt um mig, þú fórst alla tíð burtu.” “Það var ekki af öðru en því, að tíminn var ekki enn kominn til að hitta mig, elskan mín. Þegar mig bar fyrir þig í draumunum, var eg langt í burtu og gat ekki dvalið hjá þér. Eg gat ekki gert annað né meira en varað þig við í draumi.” “Enn hvað það dularfult,” sagði Álfheiður og faðmaði hann að sér.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.