Heimskringla


Heimskringla - 28.04.1937, Qupperneq 8

Heimskringla - 28.04.1937, Qupperneq 8
8. SÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 28. APRfL 1937 FJÆR OG NÆR Sækið messu í Sambandskirkjunni á hverjum sunnudegi, annað- hvort morgunmessuna, sem fer fram á ensku, eða kvöld- guðsþjónustuna sení fer fram á íslenkzu. — Söngur beggja guðsþjónustanna er ætíð hinn á- gætasti og umræðuefni prestsins tímabær. Styðjið gott málefni og fjölmennið á hverjum sunnu- degi í Sambandskirkjuna í Win- nipeg. * * * Messur í Vatnabygðum sunnudaginn 2. maí Kl. 11 f, h. Kandahar (Lút. kirkjan). Ki-. 2 e. h. Wynyard. * Kl. 4 e. h. Grandy. Ræðuefnið verður á öllum stöðum hið sama: “Sumarstörf- in”. * * * Messað verður í Sambands- kirkjunni á Gimli s.d. 2 maí n.k. kl. 2 e. h. * * * Séra Guðm. Árnason messar á Lundar sunnudaginn 9. maí. Ársfundur Sambandssafnaðar verður haldin eftir messuna. * * * Laugardagsskemtun Hin síðasta laugardagsskemt- un sem haldin verður í vor í Sambandskirkjunni í Wpg. fer fram næstkomandi laugardag á venjulegum tíma. Skemtunin verður á sama hátt og undan- farið, spil, kaffi, dregið um verð- laun, leikir, söngur og gamal- dagsdans. Fjölmennið! * * * Dr. Rögnvaldur Pétursson og frú komu til baka vestan frá Wynyard í morgun, en þar hafa þau verið nærri vikutíma. — Kváðu þau svo þurkasamt vestra að til hins óvænna horfði; snjó- úrkoman, sem hér var s. 1. laug- ardag, kom alls ekki vestra. Jón Sigurðsson félagið I. 0. D. E. mætir að heimili Mrs. J. F. Kristjánsson, 788 Ingersoll næsta mánudagskvöld 3. apríl kl. átta. * * * A public meeting of young men and women of Icelándic ex- traction has been arranged for Tuesday evening, May 11, at the I. O. G. T. hall for the purpose of presenting a programme for discussion and approving the of- ficial formation of a division of our own under the auspices of the Icelandic National League. Everyone is urged to attend. — Further announcement will ap- pear in next week’s paper. Provisional Committee * * * Söngskemtunin sem söng- flokkur Sambandssafnaðar er að undirbúa verður haldin þann 18. maí, í stað þann 13. er auglýst var í síðasta blaði. * * * Mrs. Ragnheiður Þórey Þórð- ard. Sigurðsson að 894 Banning St., Wínnipeg, dó Iaust eftir kl. 7 í gærkveldi. Hún var 77 ára, ættuð úr Reykholtsdal, dóttir Þórðar Þorsteinssonar á Leirá. Maður hennar Sigurður Sigurðs- son dó 1931. Börn þeirra hjóna eru 6 á lífi: Sigurþór, Halldór, Jón, Randver, Sigurður og Rann- veig. Jarðarförin fer fram n. k. föstudag. * * * f síðustu blöðum í vikunni sem leið, er dagsetningarvilla í aug- lýsingu fyrirlestrarsamkomunn- ar er haldin verður í Goodtempl- arahúsinu í næsta mánuði um séra Jón Bjarnason, D.D. Er þess getið að fyrirlesturinn verði haldinn 7. maí en á að vera 13. maí. Þetta er fólk beðið að at- huga. * * * Einar Kristjánsson frá Elfros, Sask., var á ferð hér eystra s. 1. fimtudag. Hann brá sér norður í Víðir og Framnesbygð að finna frændur og vini. Karlakór Islendinga í Winnipeg er einn þeirra fáu íslenzku karla- kóra utan landamæra íslands sem lengi hefir skemt með ísl. söng, og þó að hann sé ekki full- kominn að öllu leyti, eða eins fullkominn eins og æskilegt væri, þá hefir hann leyst mikið og gott starf af hendi; og verðskuldar það að njóta stuðnings og hlý- •hugs sem allra flestra fslendinga vestan hafs. Mennirnir sem í honum eru, hafa unnið sam- vizkusamlega og einlæglega að því að efla kórinn á hvern þann hátt sem tími og efni leyfðu, og þar að auki hafa meðlimir sjálfir staðið straum af ýmsum kostnaði í sambandi við starfið. Þeir eiga vissulega þakkir skilið, bæði fyrir það og fyrir greið- vikni þeirra að skemta fólki með söng við öll möguleg tækifæri, á samkomum og við hátíðahöld fyrir alls ekki neina borgun. Nú eru meira en tvö ár síðan að kórinn hefir haldið samkomu eða “recital”. En undanfarna mánuði hefir hann verið að æfa mörg skemtileg lög til undirbún- ings samkomu, sem á að halda á þriðjudaginn 4. n. m. í Good- templarahúsinu. — Inngangur verður mjög rýmilegur og ætti enginn að sjá eftir þeim fáu skildingum sem ganga til jafn góðs fyrirtækis og hér um ræðir. Sérstaklega verður að minnast á söngstjórann, sem nú er hr. Ragnar H. Ragnar; hefir hann sýnt sig vera framúrskarandi vel hæfan til þess að leiða söng, bæði fullorðins kórs og barnakórs. — Gunnar Erlendsson sem spilar undir á samkomu kórsins, er og snillingur við það verk. Vill sá sem þessar línur ritar, skora á alla menn að láta ekki standa á sér þegar um stuðning þessarar ágætu stofnunnar er að ræða. Veitið auglýsingunni sem birtist á öðrum stað í blaðinu at- hygli. P. M. P. * * * Dr. A. B. Ingimundsson verð- ur staddur í lækningaerindum í Riverton þriðjudaginn 4.. maí n. k. * * * Eins og getið hefir verið um áður í íslenzku blöðunum, þá verður samkoma til arðs fyrir Jóns Bjarnasonar skóla haldin í Goodtemplarahúsinu á fimtudag- inn 13. maí kl. 8 e. h. — For- stöðunefnd skólans vonast eftir að menn sæki samkomu þessa svo að húsið verið fult, því bæði er um að ræða minningu þess manns, sem íslendingar eru í mestri þakklætisskuld þ-'ið af þeim, sem opinberlega hafa starfað á meðal vor. f öðru lagi er hér að ræða um þá menning- arstofnun Vestur-fslendinga, sem mest og best hefir kynt þá á þessum stöðvum og verið þeim rniest til sóma. Sýnið minningu dr. Jóns Bjarnasonar og þroska viðleitni yðar sjálfra og góðhug til skólans að fylla salinn svo að þar verði ekki eitt sæti autt á fimtudagskveldið 13. maí. Til skemtunar og fróðleiks, verður fyrirlestur um dr. Jón Bjarnason er Dr. Rögnvaldur Pétursson flytur. Karlakórinn íslenzki syngur. Ragnar H. Ragnar spil- ar á pianó og fl. og fl. Aðgangur að samkömunni verður ekki seldur, en samskota verður leitað. * * * Point Roberts, Wasn.’ 19. apríl 1937. Heiðraði ritstjóri! í grein minni í tuttugasta og áttunda tölublaði Hkr. 7. bls. 3. dálk, 8. línu stendur: “dauðu hindurvitni” á að vera “dauðri hindurvitni” (orðið “hindur- vitni” er ekki hvorugkyns, held- ur kvennkyns). í sama dálki 59. línu stendur: “Menn trúðu þá, að jörðin væri flöt; og Hebrear ímynduðu ^ér að hún væri fer- hyrnd og flyti á hafinu”. Máls- greinin var upphaflega þannig: Menn trúði þá, að jörðin stæði SKEMTISAMKOMA Karlakórs íslendinga í Winnipeg í Góðtemplarahúsinu ÞRIÐJUDAGINN 4. MAt 1937 SKEMTISKRÁ: • Kórsöngvar (Karlakórinn) Grínkvæði (frumsamið) Einsöngur Gamall íslenzkur tvísöngur Piano solo Gamansöngvar (fimm menn) Duett (Friðþjófur og Björn) Einsöngur Kórsöngvar (Karlakórinn) Söngstjóri: K. H. Bagnar — Pianoleikari: Gunnar Erlendsson Dans á eftir, — Ágæt hljómsveit — Gamlir og nýir dansar Hefst stundvíslega kl. 8.15 e. h. — Inngangseyrir 35 cent UNDRA HLJÓÐFÆRIÐ .... Cf)t Classtc CONSOLE PIANO Er eitt af hinum fullkomnustu nútíðar hljóðfærum, ekki fyrirferðarmikið, en framleiðir bæði mjúka og volduga tóna. Það hefir 7 og $ oktövur, sömu nótna tölu og sömu nótnastærð og er í nútíðar “upright” og “grand” pianóum. Það er bæði tónamjúkt og tóna- ríkt. ■Gerð af Mason and Risch Aðeins seld hjá Eaton’s í Winnipeg Með vallhnotu eða mahonigerð, verð $295.00 (sæti aukreitis) Fæst af íbenholt eða eimleraðri gerð á dálítið hærra verði. Með vægum skílmálum ef æskt er. *T. EATON C?,M1TEO kyr, og að sólin snerist um hana, og að hún væri flöt; og Hebrear ímynduðu sér að hún væri fer- hyrnd og flyti á hafinu. , Áinsamlegast, Árni S. Mýrdal * * * Spring Tea Yngri konur Sambandssafnað- ar efna til skemtana og kaffi- veitinga í samkomusal safnaðar- ins laugardaginn 8. maí er hefst kl. 2 e. h. og stendur til kvelds. Samkoma þessi verður nánar auglýst í næsta blaði. * * * The Jón Sigurðsson Chapter 1. 0. D. E. is offering a music scholarship to the value of $50 annually to students of the piano or violin who are of Icelandic parentage. This scholarship is to be awarded in connection with the Manitoba University Music Ex- aminations and is open to stu- dents of the piano,' grades 8 to 11 inclusive and violin grades 5 to 7 inclusive. The same corn- mittee which selects the other music scholarship winners for the University, will make the award and acting with this com- mittee will be an Icelandic re- presentative, still to be appoited. The award is to be made to a stuendt of outstanding musical ability and character and one who in the estimation of the committee would be most bene- fitted by such assistance. Application for íhe scholar- ship should be made through the Registrar of the university. — Further information regarding the matter may be had through the regent, Mrs. J. B. Skaptason, 378 Maryland St., or from Björg Frederickson, 189 Canora St., tel. 35 646. * * * Nafn eins nemanda R.i H. Ragnars í síðasta blaði misritað- ist; það átti að vera Oliver (í stað Olive) Frederick Björnsson. * * * Klukkunni verður ekki flýtt i Winnipeg fyr en 16. maí. ÍSLANDS-FRÉTTIR Sundhöllin í Reykjavík opnuð 23. marz Rvk. 23. marz í dag verður almennur gleði- dagur í Reykjavík, því sundhöll- in verður vígð og opnuð almenn- ingi til afnota. Með því er lokið seinasta áfanganum í langri og harðri baráttu í einu mesta menningarmáli Reykjavíkur. — Umbótamennirnir hafa sigrað kyrstöðuöflin og nú er það Reyk- víkinga að notfæra sér sigurinn og láta hann ná tilætluðum á- rangri. Hér verður ekki rakin hin lær- dómsríka baráttusaga sundhall- armálsins, enda hefir fyrsti og helzti forgöngumaður málsins, Jónas Jónsson alþm., gert það að nokkru í undanförnum blöðum og mun halda því áfram næstu daga. Nýja Dagblaðið vill þó ekki láta hjá líða áð minnast þeirra manna, sem bezt og einlægast hafa barist í þessu máli, og mest- ar þakkir eiga skilið fyrir sigur þess. Jónas Jónsson frá Hriflu bar sundhallarmálið fyrst fram í Al- þingi 1923 og hélt um það sína fyrstu þingræðu. >—1928 bar hann, sem kenslumálaráðherra, fram frv. um sundhöll í Reykja- 'vík með 100 þús. kr. framlagi úf ríkisstjóði. Frv. var samþykt og allar síðari framkvæmdir málsins bygðar á því. — 1933 bar hann fram þingsályktun um að Ijúka við greiðslu á framlagi ríkissjóðs. Tillagan var sam- þykt, og er verkinu nú lokið á þeim grundvelli. Pþófessor Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins, hóf starf sitt fyrir sundhöllina á árinu 1924, og hefir jafnan síðan verið einn ötulasti brautryðjandi hennar. Hann hefir leyst hina vandasömu byggingarþraut á svo glæsilegan hátt', að þetta hús er nú ein hin merkilegasta bygging, sem nokkurntíma hefir verið reist á íslandi. Meðal íþróttamanna bæjaríns hafa þeir Erlingur Pálsson, Guð- mundur Kr. Guðmundsson og Magnús Stefánsson unnið lang- samlega mest fyrir þetta mál, þó ýmsir aðrir hafi einnig veitt því góðan stuðning. Yrði of langt mál og f jölþætt að rekja alt hið mikla starf, sem þlessir þrír menn hafa unnið til að vekja á- húga íþróttamanna og alls al- mennings fyrir nauðsyn málsins og ýta á eftir framkvæmd þess. — Hefirðu gleymt því, Jón minn, að þú skuldar mér tíu krónur? — Og fjarri því, vinur! En mér var alveg ómögulegt að komast sjá því, að þú rækist á mig hérna í götusundinu. * * * “Þú hefir ósköpin öll af góð- um bókum. Eg held þér veitti ekki af að fá þér bókaskáp undir þær.” “Já, það er satt. En Það geng- ur treglega að fá þá að láni”. Kaupið Heimskringlu Lesið Heimskringlu Borgið Heimskringlu THOR GOLD Mining Syndicate NAMTJKNAR ERU 20 M1L.UR AUSTUR AP KENORA, ONT., VIÐ ANDREW FLÓA — LAKE OF THE WOODS Félagið hefir umráð á 400 ekrum í námuiandi við Andrew Bay, Lake of the Woods í Ken- ora-umdæmi. Sýnishom af handahófi í nám- imni hafa reynst frá 50c upp i $40,000 úr tonninu og í Channel Samples eru frá 60c upp í $60.00 f tonninu. KAUPIÐ NtT— A $10 HVERT UNIT (300—500 hlutir í Unit) Thor Gold Mining Syndicate Head Office: 505 Uriion Trust Bldg-., Winnipeg- Man. Ráðsmenn: Forseti: M. J. THORARINSON 370 Stradbrooke St., Winnipeg Skrifari og féhirðir: SKtrLJ BENJAMTNSON Whittier St., St. Charles, Man. ViS Kviðsliti? Til linunar, bóta og styrktar reynið nýju umbúðirnar, teyju- lausar. Stál og sprotalausar. — skrifið: Smith Manfg. Company, Dept. 160, Preston, Ont. MESSUR og FUNDIR i kirkju SambandsmfnaSar Messur: — á hverjum sunnudegi Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á íslenzku. Safnaðarnefndin: Funalr 1. föstu- deg hvers mánaðar. Hjálparnefndin: — Fundir fyrsica mánudagskveld 1 hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þrlðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngæfingar: Islenzki söng- flokkurinn á hverju fimtu- dagskvöldi. Enski söngflokkurinn á hverju föstudagskvöldi. Sunnudagaskólinn: — Á hverjum sunnudegi, kl. 12.15 e. h. “THERMIQUE IIEATERLESS PERMANENTS” THE ERICKSON’S BEAUTY PARLOR 950 Garfield St. Open 9—6 p.m. Phone 89 521 ÍSLENZKA BAKARIIÐ 702 SARGENT AVE., Winnipeg Einasta íslenzka bakaríið í borginni Islenzk bakning af allri tegund. Pantanir utan af landi afgreiddar fljótt og -vel. Sími 37 652 Ný litunar og fatahreinsunar verksmiðja A. Anderson, Manager Vér höfum haft tíu ára æfingu við þurhreinsun og fatalitun, og eftir kynni vor af þeim sem þetta þurfa að láta gera, vitum vér hvað laga þaVf á því verki sem unnið er. Vér höfum því á- rætt að setja á fót litunar og fatahreinsunarstofu. — Vér gerum ekki ráð fyrir að reka þetta fyrirtæki í stærri stíl en svo að geta fullnægt kröf- um viðskiftamanna vorra, \ en það ábygrjumst vér. Vér mælumst til að þér veitið okkur tækifæri að sýna hvað vér getum. Rúðsmaðurinn A. Anderson er eini fslend- ingurinn í bænum, sem stundar þessa iðn. THE ÁVENUE Dyers & Cleaners 658 ST. MATTHEWS AVENUE Sími 33 422 DO YOU PLAY 0 BRIDGE? 0 The Junior Women of the First Icelandic Federated Church cordi- ally invite you and your friends to play Bridge Saturday nights, start- ing February 20th in the Church Parlors, Sargent and Banning. Unusual prizes being offered. Refreshments served, followed by sing-song and dancing. Come and enjoy a real sociable evening with your friends. ADMISSION 25c Bridge starts 8:15 sharp

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.