Heimskringla


Heimskringla - 02.06.1937, Qupperneq 1

Heimskringla - 02.06.1937, Qupperneq 1
LI. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 2. JÚNÍ 1937 NÚMER 35. HELZTU FRÉTTIR Edward og Wallis giftast 3. júní Á morgun, 3. júní, er ákveðin gifting Edwards af Windsor og Wallis Warfield, “konunnar sem eg einni ann”, eins og fyrv. kon- ungur komst að orði í ávarpinu til þegna sinna, er hann lagði niður völd. Víst er um það að mikið var í sölurnar lagt til þess að giftast hinni geðþekku en óbreyttu bandarísku konu. Hegningin sem stjórn og biskupar lögðu við því, var þung: missir konungdóms víðlendasta ríkisins í heiminum og útlegð í þokkabót. En þeir köstuðu eflaust steininum á Wal- lis Warfield, sem í minni vafa voru en meistarinn forðum um það hverjum slíkt bæri. Og þrátt fyrir alt tapið talar nú einhver innri rödd hjá mörgum, ef ekki flestum um að samfara þessari giftingu sé sigur unnin fyrir út- lögunum! Unnusta Edwards af Windsor hlaut skilnað frá Ernest Simp- son áður en krýningarhátíðin fór fram. En giftingu sinni frest- uðu þau til þess að draga ekki athyglina í neinu frá krýning- unni. Nú að henni lokinni, bein- ist hugur þjóðar hans til Monts á Frakklandi þar sem gifting hertogans fer fram á morgun. Nánustu ættingjar hertogans, er ekki búist við að neinir sæki giftinguna. Stjórnarvöldin og kirkjan kváðu hafa svo frá geng- ið að engir úr konusgfjölskyld- unni verði viðstaddir gifting- una. Hertoginn hefir verið að kref j- ast nafnbótarinnar “Hennar há- tign”, fyrir Wallis Warfield, en það er stjórn Bretlands ófús að NÝR ÍSLENZKUR LÆKNIR Kjartan Ingimundur Johnson útskrifaðist á þessu vori frá há- skólanum í Manitoba í læknis- fræði. Mr. Johnson er fæddur í Grunnavatnsbygð í Manitoba 14. okt. 1910. Foreldrar hans eru Einar og Oddfríður Johnson, er bjuggu þar og síðar í Lundar bæ þar til þau fluttu til Winnipeg 1928 og hafa verið hér síðan. — Með þeim kom sonur þeirra til Winnipeg og byrjaði nám á Manitoba háskóla 1929. Hafði hann áður lokið bæði barnaskóla og miðskólanámi á Lundar. Mr. Johnson er ráðinn til starfs á General Hospital ár- langt. Leikur honum hugur á að afla sér sérfræðslu í barna- sjúkdómum, en það felur í sér nám erlendis eða í Evrópu, svo óvíst er hvenær tækifæri gefst til þess. Mr. Johnson er greindur vel sem hann á ætt til og bezti drengur. veita. Hertogainnu-nafnbótina getur hún fengið, en hertoginn er ekki ánægður með það. Er talið að honum sé með þessu neitað um réttindi sem algeng- um borgara í hvaða landi sem er, sé heimiluð. Reglur fyrir notkun titilisins “Royal High- ness” eru þær, að fólk það sem komið getur til greina til ríkis- erfða má bera hann en aðrir ekki. En Edward af Windsor hefir þennan titil, þó ekki geti nú komið til greina, sem ríkis- erfingi. Er hann sá eini, sem titilinn ber án þess. En þar sem hann ber hann, er ofur eðlilegt, að hann krefjist hans fyrir konuefnið. Borgarstjórinn af Monts á að gifta, en ekki prestur. Að gift- ingu lokinni verður ferðast með lystiskipi er “Cutty Sark” heitir til Miðjarðarhafsins. Er sagt að komið verði við í höfn á Eng- landi og skyldmenni Edwards muni þar flest koma til móts við hann. Rt. Hon. Stanley Baldwin lætur af stjórnarformensku Síðast liðin föstudag sagði for- sætisráðherra Englands, Stanley Baldwin stöðu sinni lausri. — Hafði hann tekið þessa ákvörð- un fyrir nokkru að segja af sér stjórnarformensku að lokinni krýningu George VI. aðallega sakir elli. Og þó er honum ekki meira farið að förlast en það, að hann má nú heita að standa á hátindi frægðar sinnar. Eitt af blöðum andstæðinga Baldwins hér, segir að hann hafi átt meiri þátt í myndun þeirra stefna er Bretland hefir fylgt síðan 1922, en nokkrir aðrir tíu menn. En það var um það leyti, eða litlu síðar, að Baldwin tók við leiðsögu íhaldsflokksins. Baldwin naut álits fyrir það, að alt sem hann tók sér fyrir! hendur hepnaðist vel. Ræður hans höfðu mikil áhrif á áheyrendur hans. Hann vand- aði og til efnis og máls á þeim. Liberalar sigra í B. C. Þó /ullnaðar fréttir séu ekki komnar af kosningaúrslitunum í British Columbia þegar blaðið fer í pressuna, er það deginum ljósara, að liberalar sigra og að Pattullo-stjórnin verður áfram við völd. Liberalar hafa nú þeg- ar 18 þingmenn, en allir aðrir flokkar 12. Alls eru þingsætin 48, og í þeim 18 kjördæmum, sem óvíst er um, eru liberalar á und- an í 11. Ramsay MacDonald segir stöðu sinni lausri Síðast liðin föstudag, sagði Ramsay MacDanold fyrrum for- sætisráðherra Englands |stöðu sinni, sem Lord President of thc Counsel, lausri. Hann gerir ráð fyrir að ferðast til Suður-Ame- ríku og að því loknu setjast í helgan stein, stúdera mannkyns- sögu og rita. Hann hafnaði jarls- tign, sem honum stóð til boða. Þingsæti sínu heldur hann um hríð. Dr. C. H. Thordarson sjötugur Flugskip spönsku stjórnarinnar kasta sprengjum á þýzkt herskip Fimm þýzk herskip skjóta á Almeria í hefndarskyni Síðast liðinn laugardag leit Við svona þjóðstjóra er ekki heldur en ekki út fyrir að draga gaman að eiga. Hugvitsmaðurinn þjóðkunni, Dr. Hjörtur Thordarson í Chi- cago hefir verið á ferðalagi austur um Bandaríki á þessu vori. Er hann hinn hraustasti eftir að hafa komist yfir langvarandi veikindi er þjáðu hann hátt á annað ár. Eru það öllum vinum hans hinar beztu fréttir. í síðastliðnum mánuði varð hann sjötugur; fæddur 12. maí 1867, á Stað í Hrútafirði og fluttist vestur um haf sumarið 1873, þá 6 ára að aldri. Myndin hér að ofan er tekin af honum skömmu fyrir af- mæli hans eg ber það með sér að hann er sérstaklega hraust- legur og unglegur í sjón. Hann veitir forstöðu raftækja verk- smiðju sinni í Chicago, sem er með hinum stærstu þeirra teg- undar í borginni. Þar hefir hann og bókasafn sitt, sem er eitthvert verðmesta prívat safn í Bandaríkjunum og dvelur þar hverja stund, sem hann hefir frjálsa frá eftirliti verk- smiðjunnar. Landar hans óska honum góðrar heilsu og langra lífdaga, og þakka honum þann mæta orðstír er hann hefir getið þjóð sinni hér í landi. R. FRÉTTAMOLAR The British Empire Service League á Englandi, heldur því fram, að ákveðin tala manna frá Canada og öðrum nýlenduni Bretaveldis, ættu að innritast i ríkisherinn. * * * Dr. Elliott G. Brackett, einn af fremstu læknum í Boston í Bandaríkjunum, er nýkominn heim úr ferð frá Rússlandi. — Eins og nærri má geta athugaði hann einkum sjúkrahúsin í Rúss- landi bæði í Leningrad og Moskva. Lét hann mikið af sjúkrahúsunum, læknunum og öllu spítölum viðkomandi. Þyk- ir lækninum þetta samt ekki eins eftirtektavert, þó hann láti vel af því, og hitt, að þessi full- komna læknishjálp öll er veitt einstaklingnum Iaust. stefnunnar, hafi ákveðið að senda tvo menn til að rannsaka möguleikana á að koma á social credit fyrirkomulagi í Alberta- fylki. Eiga þeir að rannsókn lokinni að tilkynna Mr. Douglas hvernig þeim lítist á blikuna og ef árennilegt þykir, er búist við Mr. Douglas sjálfum þangað. * * * Þýzkir og franskir sögufræð- ingar hafa setið á ráðstefnu í París um tíma til þess að leið- rétta villur, sem í skólabókum beggja landanna standa um sögu þjóðanna, einkum seinni ára. — Samþyktu þeir uppkast að breyt- ingum á sögunni 24. maí og hef- ir það verið prentað í kennara- ritum bæði í Frakklandi og Þýzkalandi. Þetta er það skyn- samlegasta og friðvænlegasta sem þessar þjóðir hafa gert um væri til stórtíðinda í Evrópu. Þýzka herskipið ‘Deutschland’ lá í höfn uppreistarmanna í Ibiza, suðaustur af Valencia. — Komu þá tveir flugbátar frá spönsku stjórnnni og kasta sprengjum á skipið. Þó ekki væri nema ein sprengja sem hæfði, drap hún 23 menn og 70 meiddust. Skipið laskaðist eitt- hvað en komst þó til Gibraltar. Úf af þessu urðu Þjóðverjar svo óðir og uppvægir, að þeir sendu 5 herskip til hafnborgar- innar Almeria, sunnan til á Spáni við Miðjarðarhaf og létu sprengjum rigna yfir borgina, fórust þar um 20 manns, alt konur og börn. Þjóðverjar gerðu þetta í hefnd- arskyni og hefir aldrei betur á- sannast, hve óframsýnn Hitler er og hvílíkur heimsku fauti hann er. Ef svo hefði nú á staðið, að Bretar og Frakkar væru eins flumósa og Hitler, væri nú komið í alheimsstríð. Og Hitler og Mussolini vita ósköp vel að þeir nega sín ekki mikils á móti Bret- um, Frökkum og Rússum. En þeir hafa eigi að síður sýnt af sér svo heimskulegan yfirgang og blygðunarleysi með fram- komu sinni í þessari Spánar- byltingu, að það hefir verið stór raun þjóðunum, sem vit hafa orðið að hafa fyrir þeim. Bylt- ingin á Spáni væri fyrir löngu niðurbæld, ef ekki væri fyrir þátttöku ítala og Þjóðverja í henni. Það er öllum heimi Ijóst, að fantar þessir hafa verið að brjóta þar alþjóða lög, en þeir hafa ekki sýnst bera neitt skyn á það og skoða sína eigin heimsku öllum lögum rétthærri. endurgjalds- lanfift skeið Ólafur Pétursson fasteignasali í Winnipeg, John Hall bygginga- meistari fæddur og alinn upp í Hafnanesi í Hornafirði og Jón Sigurðsson snikkari frá Borg á Mýrum í Austur-Skaftafells- sýslu leggja af stað í skemtiferð heim til íslands í kvöld. í neðri deild Bandaríkjaþings- ins var 21. maí greitt atkvæðí um $1,500,000,000 veitingu sem verja á til styrktar atvinnulaus- um á árinu 1938. 210 þing- menn studdu kröfu Roosevelts forseta um þetta. En 129 greiddu atkvæði á móti og vildu að fjár- hæðin væri lækkuð um $300,000,- 000. * * * Willis Van Devanter, dómari í hæstarétti í Bandaríkjunum, sagði stöðu sinni lausri 18 maí. Hann var einn af fjórum dómur- um réttarins sem iðulegast greiddi atkvæði á móti viðreisn- ai'löggjöf Roosevelts. * * * Fyrir milligöngu G. L. Mac- Lachlan, umboðsmanns Alberta stjórnarinnar, er sagt að C. H. Douglas, höfundur social credit- Þegar Hitler skipaði 5 her- skipum sínum að skjóta á borg- ina Almeria, var það auðvitað sama sem yfirlýsing um alþjóða stríð. En Hitler skildi það ekki eða athugaði það ekki vegna æðisins, sem á honum var. — Hefndin, blind, dýrsleg og grimm, bar alt annað ofurliði. Hins gætti hann ekki, að her- dallar hans höfðu ekkert leyfi til að liggja í námunda við stjórn- arsetrið á Spáni á höfnum upp- reistarmanna. Og svo má mik- ið vera, ef honum dettur ekki í hug árás hans á Geurnica, þegar hann er nú að telja öðrum þjóð- um trú um sakleysi sitt, en sekt. spönsku stjórnarinnar. En þegar nú til alvörunnar kemur, þora þeir hvorugur, Hitl- er eða Mussolini annað en að samþykkja það sem Bretar og Frakkar segja. Og þó fulltrúar þeirra í fyrradag gengju af fundum alþjóðanefndarinnar, sem er að reyna að verja öðrum þjóðum þátttöku í spánska stríð- inu, sætta þeir sig daginn eftir við að skrifa undir að mynda hlutlaust svæði umhverfis Spán. — Ofstopa þeirra lægir á- valt, er til alvörunnar kemur. f alþjóðamálum eru þeir sömu menn og vanalegir lögbrjótar eru einnan þjóðfélaganna. Munur- inn er aðeins þessi, að þeim er ekki hægt að hegna fyrir lög- brotin eins og öðrum einstakling- um. Alheimsstríði hefir vonandi i bráð verið afstýrt. Hvað lengi það verður, fer eftir því, hvað lengi Hitler og Mussolini geta látið vitið við sig ráða. Columbia. Tekur hann við því starfi 1. júlí. Mr. Hólm hefir hvort sem um nám eða annað starf hefir verið að ræða, stundað verk sitt með alúð. Hann er einstakur reglu- maður, einlægur og viðmótshýr og drengur hinn bezti. The Observatore Romano, ítalskt blað og styðjandi málefni páfans, hermdi 22. maí, að 18 prentsmiðjur kaþólskra manna í Þýzkalandi, hefðu verið teknar upp af þýzku ríkislögreglunni. * * * Pius XI. páfi, hélt upp á átta tíu ára afmæli sitt s. 1. mánudag. Hann ætlaði að halda ræðu í út- varp þennan dag, en var á síð- ustu stundu bannað það af lækni sínum. Páfinn er enn lasburða eftir þunga legu s. 1. vetur. * * * Tólfta júní n. k. verða 1175 hús í Winnipeg seld við hamars- högg fyrir skatti. Bæjarstjórn- in hjálpar þar einhverjum, sem skilding hefir til að ná í ódýra fasteign. Þeir sem húsunum eru að tapa, eru flestir menn, sem til þessa hafa komist hjá að sækja um opinberan styrk. DR. A. W. HóLM Arnold Willard Holm lauk burtfararprófi í læknisfræði við Manitoba-háskóla á þessu vori. Hann er fæddur í Otto, Man., 20. apríl 1910. Foreldrar hans eru Sigurður og Sigríður Hólm nú að Lundar, Man. Mr. Hólm stundaði barnaskóla og miðskólanám á Lundar. Eftir það byrjaði hann á háskólanámi í Winnipeg. Og að því loknu 1931, byrjaði hann nám á læknaskóla. Mun efnahagur hafa valdið því að hann fékk ekki stöðugt haldið námi áfram. En eftir þriggja ára nám útskrifað- ist hann á þessu voru frá lækna- skólanum. Mr. Hólm er nú starfandi á General Hospital í Winnipeg, en hefir boðist læknlsstarf á jsjúkrahúsi í Victoria í British Chamberlain verður forsætisráðherra Um Ieið og Baldwin forsætis- ráðherra Englands sagði stöðu sinni lausri s. 1. föstudag, tók Rt. Hon. Arthur Neville Chamber- lain við stjórnar-formensku. — Hann var áður f jármálaráðherra í ráðuneyti Baldwins. Chamberlain er mjög kunnur stjórnmálamaður á Bretlandi. — En viðurkenningu þjóðar sinnar hefir hann ef til vill mesta hlot- ið fyrir fjármála-framsýni sína. Hann tók við fjármálaráðherra- starfi rétt eftir að Bretland vék frá gullinnlausn. úrræði hans reyndust svo góð á þeim ískyggi- legu tímum, að um hann er stundum talað sem bjargvætt þjóðarinnar í fjármálum henn- ar. Á alríkisfundinum í Ottawa 1932, þótti ekki meira að neinum kveða, en Mr. Chambebrlain. Stjórnmálamaður er sá maður, sem man fæðingardag konu, án þess að muna aldur hennar. * * * Drengurinn: Pabbi! Hvað eru fimm prósent? Faðirinn: Altof lítið, drengur minn; altof lítið.—Alþbl.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.