Heimskringla - 02.06.1937, Side 2

Heimskringla - 02.06.1937, Side 2
2. SÍÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 2. JÚNÍ 1937 VIÐ ÞJÓÐVEGINN (í fyrsta hefti fertugasta og þriðja árgangs Eimreiðarinnar, sem nýkomið er vestur, skrifar ritstjórinn að venju stutt en á- gætt yfirlit um tíðindi liðna árs- ins og hag og horfur á íslandi við byrjun yfirstandandi árs. — Er þar í fám orðum frá svo mörgu fréttnæmu og fróðlegu sagt af ættjörðinni, sem Vestur- íslendingum mun kært að heyra, að yfirlit þetta er hér birt — svo fleirum en þeim sem ritið kaupa gefist kostur á að lesa það.—Ritstj.) Útlit og horfur Útlitið fram undan í byrjun ársins 1937 er að vísu ekki betra en það var í byrjun liðna ársins, sem þó varð farsælla en búast mátti við. Er því vonandi að vel rætist úr hinu nýja ári einnig, þrátt fyrir útlitið, og enn er ekki kominn sá fimbulvetur í lífi hinna svokölluðu menningar- þjóða heim sem ekki aðeins sjá- endur og völvur hafa boðað held- ur og margir stjórnmálamenn telja óumflýjanlegan, eins og nú er háttað sambúðinni í milliríkja viðskiftum. öll stórveldin kepp- ast nú um að hervæðast sem grimmilegast, og aldrei hefir eins gífurlegum fjárhæðum ver- ið varið í þágu vígbúnaðarins eins og á þeim tímamótum, sem vér stöndum á. Liðna árið var þá heldur ekki neitt friðarins tímabil, þó að ný heimsstyrjöld sé enn ekki yfir skollin. Tvær styrjaldir Tvær styrjaldir geysuðu á ár- inu: Abessiníustríðið og borg- arastyrjöldin á Spáni. öllum eru kunn endalok Abessiníustríðsins. Hinn 5. maí lýsti Mussolini því yfir, að stríðinu væri lokið með sigri ítala, og 9. s. m. lýsti hann alla Abessiníu lagða undir veld- issprota ítala og gerði Victor Emmanuel, ítalíukonung, að keisara í Abessiníu. Þó að yfir- ráð ítala yfir landinu hafi ekki en verið viðurkend nema af sum- um stórveldanna, virðast örlög þessa eina, áður óháða keisara- dæmis í Afríku nú ákveðin þau, að verða herfang ítala. Enn alvarlegri afleiðingar en Abessiníustríðið hefir styrjöld- in á Spáni haft fyrir oss íslend- inga. Spánski markaðurinn fyr- ir saltfisk vorn hefir brugðist mjög á liðna árinu, og viðskifti vor við hina spönsku þjóð, sem áður var langstærsti kaupandi íslenzkrar fiskframleiðslu, enn rýrnaði stórkostlega. Borgara- styrjöldin hófst upp úr kosning- unum til þjóðþingsins (Cortes) í febrúar. Kosningarnar fóru þannig, að hægri flokkarnir fengu 49 %, vinstri flokkarnir 47% og miðflokkarnir 4% at- kvæða. En þrátt fyrir þessi hlut- föll í atkvæðagreiðslunni fengu vinstri flokkarnir lögum sam kvæmt 256 sæti í þinginu, hægri flokkarnir 165 og miðflokkarnir 52 sæti. Urðu vinstri flokkarnir eða “alþýðufylkingin” því í al- gerðum meirihluta í þinginu. — Sjálf borgarstyrjöldin braust út eftir að þeir höfðu verið drepnir, Jose Cástillo úr “alþýðufylking- unni” og Calvo Sotelo, foringi hægri flokkanna. Og 17. júlí hófst uppreisnin undir stjórn Francisco Francos, hershöfð- ingja, áður landsstjóra á Balear- isku eyjunum. Sögu styrjaldar- innar er óþarfi að rekja, því að hún er öllum kunn, en það er enn með öllu óséð,hvernig þessari viðureign muni lúka. Að sjálfsögðu væri skylt að skýra frá ýmsum fleiri afdrifa- ríkum heimsviðbubrðum frá liðna árinu, svo sem réttarhöld- unum í Moskva og aftökunum þar, eða afsölun konungdóms Játvarðar VIII. í Bretlandi, í sambandi við einkamál hans og konu einnar, frú Simpson, og valdatöku bróður hans, Georgs VI., en alt eru þetta viðburðir, sem vakið hafa. athygli alls heimsins og mikið umtal. En hér er að þessu sinni ekki rúm til að geta annara atriða frá liðnu ári en þeirra, sem snerta vora þjóð, að undanteknum ör- fáum atriðum frá frændþjóðum vorum á Norðurlöndum. Frá Norðurlöndum Eftir kosningarnar til lands- þingsins danska fengu sósíal- Demókratar og radíkalar hrein- an meirihluta í báðum deildum, en höfðu hann áður aðeins í þjóðþinginu. Stjórn þessara HUMBUGG Það var Barnum, sá kunni sirkuskarl, sem hélt fram, að menn brigðu sér ekki upp við það, að vera gabbaðir. Það er ef til vill satt, að mönnum geðjast að saklausu hum- buggi, ekki sízt ef spaug er því samfara, en í hversdags athöfnum og viðskiftum, krefjast menn fulls trausts. Þegar eitt- hvað er keypt, gerir kaupandinn kröfu til þess, að varan sé fullkomlega í reynd eins og sá er selur hana segir hana vera. Vöruskrá EATON’S segir hlutina ná- kvæmlega eins og þeir eru. Með skírri mynd, auðsæu verði og greinilegri frásögn, er sem kaupandinn sjái hlutinn og hand- leiki á búðarborðinu. Og EATON’S gera betur. Vér rannsökum hvern hlut í vorri eigin rannsóknarstofu, sem við kaupum svo við séum ekki brögðum beittir. Til þess að vera viss um að hver hlutur sé sem hann er sagður í Vöruskránni, er þessari rannsókn beitt á hvem hlut, sem þar er auglýstur. óábyggilegar eða öfgakendar frásagnir, sem orðið geta til þess að gefa ranga hugmynd um hlutinn, er varast í lýsingum í Vöruskránni. Afleiðingin — er sem vita má fullkomið traust hjá hundr- uðum þúsunda viðskiftamanna vorra í Vestrinu um “að það SPARI fé að kaupa hjá EATON’S.” <^T. EATON C?-,TE0 WINNIPEG CANADA flokka hefir nú farið með völd í Danmörku meira en sjö ár, en milli hinna tveggja deilda ríkis- þingsins, þ. e. landsþingsins og þjóðþingsins, hefir staðið hörð rimma undanfarið, þar sem stjórnarandstæðingar voru i meirihluta í landsþinginu. Nú er þessari rimmu lokið með sigri stjórnarinnar, sem ber nú ein á- byrgð á allri nýrri löggjöf þings- ins og getur, ef hún vill, afnumið landsþingið með öllu. Danir endurnýjuðu viðskifta- samning sinn við Breta, sem féll úr gildi 20. júní s. 1., en hvor aðila um sig getur sagt honum upp með fjögra mánaða fyrir- vara, samningurinn er að ýmsu leyti óhagstæður Dönum, og eiga þeir í allmiklum erfiðleikum í viðskiftum sínum, bæði við Breta og Þjóðverja. Bæði þessi stórveldi knýja á Dani um að kaupa sem mest af framleiðslu- vörum hvorrar þjóðarinnar um sig, en kaupgeta Dana er tak- mörkuð, eins og hjá oss íslend- ingum. í síðastliðnum desem- ber veittu Bretar Dönum nýtt lán, að upphæð 1,500,000 sterl- ingspund, og er ætlunin að með því verði greitt fyrir viðskiftun- um milli þessara tveggja þjóða. Sænska stjórnin sigraði í kosningunum í haust með mikl- um meirihluta og er því fastari í sessi en áður. Talið er að al- menn velmegun í Svíþjóð hafi ekki náð öðru eins hámarki um langt skeið eins og á liðna árinu. Almennar þingkosningar í Nor- egi fóru fram í október með þeim árangri, að stjórn jafnaðar- manna fer áfram með völd, með j stuðningi bændaflokksins. í j Finnlandi hefir dregið til sátta ! milli hinna sænsku og finsku hagsmuna í landinu og Finnar yfirleitt leitað nánari samvinnu við Norðurlönd en undanfarið. Þó að margir Finnar vilji styrkja sem bezt sambandið við Þjóðverja og telji það eina ráðið til þess að koma í veg fyrir, að Finnland verði aftur Rússum að bráð, þá vex þeirri skoðun fylgi í landinu, að þjóðinni beri að gæta algers hlutleysis gagnvart hvaða stórveldi sem er, en starfa sem mest öðrum þjóðum óháð og á eigin spýtur. fsland 1936—Stutt yfirlit. Fyrir íslenzku þjóðina varð afkoma ársins 1936 að ýmsu leyti betri en gera hefði mátt ráð fyrir í byrjun þess. Má fyrst og fremst þakka það hinum óvenju miklu síldveiðum frá síðastliðnu sumri, að betur rættist úr um afkomuna en á horfðist um skeið Veðrátta Þrír fyrstu mánuðirnir á liðna árinu voru í kaldara lagi. úr- koma var lítil á vesturhluta landsins, en mikil fannkyngi norðan og austan lands, svo að til stór-vandræða horfði, hefði ekki komið góður bati með sumrinu. Sumarið var fremur hlýtt, grasspretta góð og hey- nýting fremur góð norðan og austan, en lakari miklu sunnan lands og vestan sakir votviðra. f mannskaðaveðrinu 16. sept. urðu víða heyskaðar norðan og vest- an. Snjór kom allmikill með vetri, en hann tók upp í nóv. Af- taka-suðvestanveður kom 19. nó- vember. Desember var úrkomu- samur og kaldur fram undir jól, en hlýrri eftir það. — Hafís sást í maí og seinni hluta sumars út af Vestfjörðum og Húnaflóa, en hefti ekki siglingar. Sjávarútvegurinn. Fiskafli í salt varð með lang rýrasta móti, svo sem veiðiyfir- lit fjögurra síðustu ára sýnir: Árið 1936: 29,131 þur tonn Árið 1935: 50,002 þur tonn Árið 1934: 61,880 þur tonn Árið 1933: 68,630 þur tonn Að vísu er óvíst, hvað orðið h'efði úr aflanum, þó að meira hefði veiðst, því að Spánarmark- Lofkvæði til mannsins eftir SOPHOKLES Margt er voldugt, en ekkert vald er meira en mannsins. Djarfur til dáða heldur hann yfir sortnandi hafið, ógnar öldum, er læsa um hann löðrinu himinhátt í vetrarhríð. En foldina, hina glæstustu gyðju, sem aldrei þreytist né þrýtur, pínir hann með plógnum, ár eftir ár, þegar hann þeytir til með hestum sínum hinni fögru og frjósömu mold. Hraðfleyga fugla veiðir hann í vað, þá er þeir svífa saman og eiga sér einskis ills von. Villibráðina sem skýst um í skóginum, fiskana, sem fara sunnan með sjó. Alt þetta verður afli hins ágæta manns, þegar hann með kyngikrafti kastar út netum sínum. Og vopn fann hann til að verja sig með og kúga með kunnáttu öll rándýr sem reika um eyðifjöll. Hnarrreistir hestar og uxar á akri þræla fyrir hann með þungum byrðum. Hann beislar hið arnfleyga orð, og þyngstu hugsana þraut. Alt þetta þekkir hann! Hann reisti rammbygðar borgir, því að hann er fús til félagsskapar og fljótur til flestra hluta Þær vernda hann fyrir fallskúrum, og frosti næturinnar. Hann hefir ráð undir hverju rifi og hræðist ekki ógnandi hættur. Hann getur alt, utan eitt: Hann hlýtur að deyja Drottni sínum! Samt getur hann grætt sár sín og bætt sjúkdóma, því að flest þau lyf sem lækna, hinn leitandi andi finnur. Hann nær langt í háfleygri list, lengra en nokkur má skilja, og fetar í farsældar spor. En stundum má sjá hann reika frá réttlætis-brautum. En sá sem gengur á glötunar-stíg, er útskúfaður af öllum. . Geir Jónasson, þýddi. —Sdbl. Vísis. aðurinn lokaðist að mestu vegna ( Verzlunin. borgarastyrjaldarinnar. — Til! Verðlag á ýmsum ísl. vörum Spánar fóru beint aðeins 2700 ;hækkaði eins og áður er sagt, tonn og um 1500 tonn yfir en verð á útlendum vörum til- Frakkland, á móti 13,000 tonn- tölulega minna, svo að segja má um 1935 og 18,000 tonnum árið að verzlunin á árinu hafi verið 1934. Verð á venjulegum þur- hagstæð. Innflutningshöft og fiski var kr. 45.60 á metervætt tollar gerðu sitt til að dragr. (100 kg.), eða 73 kr. skpd., Norð- úr aðflutningi á mörgum útlend- urlandsfiski kr. 50,00 (80 kr. um vörum og auka að sama skpd.), Austfjarðafiski kr. 53,10 skapi innanlandsverzlun. (85 kr. skpd.) og á Labrador- Yfirlit Hagtíðinda um smásölu fiski kr. 38,75 (62 kr. skpd.). — verð í Reykjavík sýnir fremur Byrjað var að senda fisk til lækkun, þannig að matvæli, sem Kúba, Argentínu og Bandaríkj- kostuðu 100 kr. árið 1914, kost- anna, og vona menn að fram- ( uðu í árslok fyrra árs 188 kr. er hald verði á því. — Saltfisks- í árslok 1936 186 kr. Eldsneyti birgðir í landinu um áramót voru og ljósmeti hefir staðið í stað. 9,582, í árslok 1935 18,598 og Byggingarvörur höfðu aftur árslok 1934 17,778 þur tonn. ísfisksala. Togararnir fóru hækkað nokkuð á árinu. Viðskiftajöfnuðurinn við út- 186 ferðir til útlanda og veiddu lönd varð í hagstæðari lagi sam- fyrir £223,495 samtals. Árið kvæmt bráðabirgðatalningu á áður voru 207 ferðir á £243,851. Síldveiðin varð með langmesta móti. árin: Hér er veiðin þrjú síðustu Saltað f bræðslu tn. hektólítrar 1936 ... 249,215 1,068,670 1935 ... 133,759 549,741 1934 ... 216,760 686,726 Sala síldarinnar gekk vel, og eftirspurn fór vaxandi. Lág- markverð á saltsíld var eftir á- kvörðun Síldarútvegsnefndar 21 kr. tunnan til útflutnings. Síld- arafurðirnar seldust einnig greiðlega. Mjölið var heldur lægra en árið áður (8—9 £ tonn- ið cif), en olían miklu hærri, hefði selst mest, : £16?15-0 til £17-10-0 cif og tilboð síðan farið hækkandi, svo að nokkuð af næsta árs framleiðslu er nú þeg- ar selt á £21—£22. Karfaveiði til bræðslu var far- ið að stunda í stórum stíl og veiddust um 32 þús. tonn, en úl var flutt karfamjöl og -olía fyrir 1600 þús. kr. fyrir árslok. Hvalveiðar. Á árinu veiddust á tvö skip 85 hvalir (1935: 28). Útfluttar hvalafurðir námu 171 þús. kr. Framför hefir orðið á nýjum veiði- og verkunarháttum. Af harðfiski voru flutt út 561 tonn (1935:152), af freðfiski 935 tonn (1935: 625) og niðursoðnar rækjur fyrir 24 þús. kr. innfluttum og útfluttum vörum. Hér er yfirlit fjögra ára: Innflutt sölusvæði Reykjavíkur um 20% og hjá Kaupfélagi Eyfirðinga um 16%. Blöndun smjörs sam- an við smjörlíki var aukin úr 3% í 8%. Garðyrkja fór mjög vaxandi, og er talið að kartöfluuppskeran hafi vaxið úr 40 þús. tunnum upp í 75 þúsund tunnur, svo að lítið vantar nú á, að neysluþörf- inni sé fullnægt. Hænsnarækt hafði heldur minkað vegna sölutregða á eggj- um, sem og heldur eru ekki inn- flutt lengur frá útlöndum. Kornræktin færist einnig í aukana. Árið 19351 hafði hún verið reynd á 216 stöðum, á 30 hekturum samtals. Nú var ræktað á 330 stöðum, 60 hektar- ar samtals — mest bygg og hafrar og þó einnig lítið eitt af rúgi. Innflutningur tilbúins áburðar hafði verið líkur og áður, eða fyrir um l/2 milj. kr., en útlend fóðurbætiskaup voru minkuð mikið; enda nú nötuð mikið af innlendum fóðurbæti frá síldar- verksmiðjunum. Útflutningur landafurða nam, samkvæmt bráðabirðaskýrslum, ^Vi rnilj. kr. Árið 1932 nam hann aðeins helmingi'af þessari fjárhæð. Loðdýrarækt fer mjög vax- andi, en útflutningur skinna er ennþá lítill, vegna aukningar á stofninum. óáran á ákveðnum stöðum og harðindi norðan lands og austan leiddu af sér fóðurkaup fyrir 330,000 kr. — Hin svonefnda Deildartungu-pest drap um 10,- 000 sauðfjár í nokkrum sýslum vestanlands og norðan. Nýbýlasjóður tók til starfa og lánaði til 70 nýbýla, sem eru dreifð út um alt, sumt endur- bygging eyðijarða og sumt sagt vera aðeins breyting á byggingu setinna jarða. Iðnaðurinn Innlendur iðnaður hefir færst mjög í aukana, sem og vænta má, í skjóli tollanna og innflutn- ingshaftanna. Nákvæmar skýrsl- ur eru ekki til um nýjar iðjur í landinu, en í útvarps-skýrslu sinni kvaðst atvinnumálaráð- herra hyggja, að þær væru orðn- ar um 300 samtals, og mundu 60—80 hafa bæzt við á 2 árun- um síðustu. Væru þar þó ekki taldar aukningar innan hinna gömlu handiðna. Af þessum nýju iðjum má nefna tvær eða þrjár nýjar mjólkurvinslur, raftækja- smiðju í Hafnarfirði, glergerð, málningarsmið j u, nærfatagerð, slifsagerð, húfugerð, 2 stálofna- útflutt Árið 1936:kr. 41,631,000 kr. 48,239,000 (bráðabirgðatölur) Árið 1935:— 45,470,00Q — 47,772,000 (Verzl.skýrslur) Árið 1934: — 51,723,000 — 47,854,000 Árið 1933: — 49,373,000 — 51,833,000 Þrátt fyrir þennan hagstæða viðskiftajöfnuð hafa lausa- skuldir bankanná erlendis frem- ur aukist, og munu helzt valda því aðkallandi yfirfærslur vegna fyrri ára skulda. Lausaskuld- irnar voru 8,2 milj. kr. í árslok, umferð var 10,6 miljónir króna, en 6,9 milj. í árslok 1935 Seðla- umferð var 10,6 miljónir króna á móti 10,3 milj. króna í árslok 1935. Gengi og vextir voru hvorttveggja óbreytt á árinu. Innanlands-viðskifti jukust all- mikið, sem von var, jafnhliða hinni vaxandi iðnframleiðslu. Landbúnaðurinn Árið 1936 er talið hið hag- stæðasta, sem komið hefir síðan 1929. Lakasta árið með verðla' var 1932, og lagði dilkurinn sig þá á 8 kr. Nú lagði hann sig ; 16 kr. Ullarverð hækkaði um 25%, en gærur um 30—40%. — Dilkar höfðu verið með vænsta móti og var slátrað til sölu 360 þúsundum eða meira en nokkru sinni fyr. Fjárstofninn hefir farið minkandi. Árið 1933 var framgengið fé 730,000, en var nú talið um 640,000. Mjólkurframleiðsla jókst á smiðjur, klútagerð og pappírs- pokagerð í Reykjavík. — Á Seyð- isfirði var reist síldarverksmiðja með lifrarbræðslu, og karfaverk- smiðja tók til starfa á Patreks- firði. Hraðfrystitæki hafa ver- ið sett upp á ísafirði, Akureyri, Seyðisfirði og Norðfirði. Á Akur- eyri var sett upp sútunarsverk- smiðja og 2 skófatnaðargerðir. Klæðaverksmiðjan “Gefjun” jók mjög afköst sín með nýjum vél- um. Auk þessa hefir ýmiskonar leðursaumur aukist mjög og ýmsar smá-iðjur verið settar upp. Orkar mjög svo tvímælis um gagnsemi margra þessara nýju iðnfyrirtækja, er standa á mjög svo ótraustum grundvelli fjárhags og kunnáttu. Óheppi- leg samkepni á sér líka stað, sem verður á kostnað vörugæðanna. Lög og reglugerðir hafa verið sett uni ýms atriði að þessu lút- andi, sem geta að haldi komið, verði þeim framfylgt svo, að vörn verði að fyrir hina vandaðri framleiðslu. Verklegar framkvæmdir Hafnargerðir og lendingabæt- ur hafa verið þessar: Styrktur

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.