Heimskringla - 02.06.1937, Síða 3

Heimskringla - 02.06.1937, Síða 3
WINNIPEG, 2. JÚNf 1937 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐ A. Norðurgarður Reykjavíkurhafn- ar, Ægisgarður lengdur og unn- ið að dýpkun þar og sömuleiðis að dýpkun hafnarinnar í Vest- mannaeyjum og Borgarnesi. — Stór hafskipabryggja gerð á Hólmavík, bryggjan á Húsavík fullgerð, unnið að bryggju á Básakeri í Vestmannaeyjum, að bryggju á Sandi og að syðri garði með bryggju á Ólafsvík. Unnið að öldubrjót á Siglufirði og að lendingarbótum á Hofsós, Þorlákshöfn og Arnarstapa. Nýr viti settur á Hegranes í Skaga- firði og radíóviti á Reykjanes. Af nýjum símalínum eru þess- ar helztar: Leirhöfn í kring um sléttu til Raufarhafnar, Hval- sker — Rauðisandur, Breiðavík — Kollavík og viðbótarlínur Hofsós — Haganesvík, Þverá í öxnadal — Bakkasel og Bjarna- nes — Hoffell. Sett eitt svo- nefnt fjölsímasamband til Akur- eyrar, sem gerir fært fleira e eitt samtal á sömu línu í einu. Nokkrar einkalínur voru lagðar. Að vegagerðum var unnið á 48 stöðum á landinu, viðast lítið í stað, mest á Holtavörðuheiði (70,000 kr.) Brýr voru gerðar á Selfljót, Sauðanesós, Grafará í Skagafirði og vesturá í Miðfirði. Húsagerð. — í Reykjavík voru reist 107 íbúðarhús tneð 279 í- búðum og 59 hús önnur fyrir um 4Va miljón króna. Unnið var m. a. að Sundhöllinni, rannsóknar- stofu Háskólans, Háskólagrunn- inum og svo einnig að hinum nýja Flensborgarskóla í Hafnar- firði og Laugalandsskóla í Eyja- firði. — fbúðarhús, sem kostáði 7,288 kr. árið 1914, kostaði árið 1920 36,277 kr. árið 1935 19,281 kr. og 1936 20,093 kr. Rafstöðvar. — Unnið var að Glapráð hins hvíta manns Hið rauða kyn—þótt réttlaust nú— hér réði fyrstu lögum, Og fylgdi sinni feðra trú, við féndur lenti í slögum, Til verndar sínum, — bræðra bú svo bættu eftir högum, Þeim drenglund reyndist dygðugt hjú, ef dæma skal af sögum. Þeir kunnu ei að hræðast hót, þótt hefðu smærri varnir, En granninn sem þeim gekk á mót, og gnúði heljar kvarnir; Að falla ei hugðu harmarót með heiðri — skyldu svamir, — En miklu fremur búnings bót þá burtu yrðu famir. Hér frjálsa lífið vanir við, og veiðimanna hætti, Þeir kunnu lítt að hvítra sið, né kaupskaps happadrætti; Því reyndist gott þá ganga á snið, í gripdeildanna slætti. Með glysvarningi gint var lið, til glötunar af mætti. Hinn rauði flokkur réttlaus var, svo reiknaðist hvítum mönnum Hann enda fátt úr býtum bar, til bóta nýjum önnum; Og veiðilanda skortur skar hann skjótt, svo féll í hrönnum, Og friðarpípan fanst ei par, var feigð, af nýjum grönnum. Þú smáða kyn! Þitt veldi vítt af veiðidýrum þakið Var áður fyr, og eitthvað nýtt sem orku fékk þér vakið, Og fyrri granna andúð ýtt, — þitt afl var sjaldan hrakið, — Og stoltið jafnan styrkleik prýtt, frá stofni traustum rakið. Þú hafðir bæði heyrn, og ment, og heigla þoldir ekki, Og mragt fékst sæmra hvítum kent, en 'kaupsýslunnar hrekki. Þín loforð gast svo auðfúst ent unz áþján fór um bekki, Og fanst þig, ginning hafði hent í hillinganna mekki. Sogsstöðinni, sem á að koma í notkun á næsta hausti. Einnig voru reistar vatnsorkustöðvar fyrir ísaf jarðarkaupstað og Hallormsstaðaskóla og mótor- stöð fyrir Siglufjörð. IJiggjöfin. Á þinginií voru samþykt 55 lög og 10 þingsályktanir. Má þar nefna lög um eftirlit með útlend- ingum — ríkisframfærslu sjúkra — ríkisútgáfu námsbóka — fóð- urtryggingarsjóði — garðrykju- skóla ríkisins — jarðakaup rík- isins — fræðslu barna — lands- smiðju — atvinnu við siglingar- og jarðræktarlög. Um helming- ur af hinum samþyktu lögum eru breytingar eða framlenging- ar eldri laga og sumra nýrra. — Þessi vaxandi breytingaþörf bendir á, að löggjafarstarfið teygi sig of mikið inn á einstök atriði, sem ættu að vera undir orpin reglugerðum og stjórnar- úrskurðum. Slysfarir Skipstapar urðu eigi all-fáir á árinu, og varð manntjón í meira lagi. Átta vélbátar fórust (einn af þeim brann). Síldveiðaskip- ið “örnitm”, frá Hafnarfirði, týndist frá Patreksfirði, sökk. Franska hafrannsóknarskipið— “Pourquoi pas?” fórst með allri áhöfn, að einum manni undan- skildum, í ofviðrinu 16. septem- ber, og tjón var all-mikið á opn- um bátum. Samtals fórust hér við land 72 menn íslenzkir, 39 franskir og 5 norskir. Mannfjöldi. Samanburður á mannfjölda í ársbyrjun 1935 og ársbyrjun 1936 er þannig: Ársbyrj un Ársbyrj un Þá stökst í viltum vígamóð, til varnar þínum börnum, — f fjörbrotum þín frjálsa þjóð var friðar rúin vörnum; Ei þolað gat neinn hlekk, né hnjóð, frá herrum eiginkjörnum; Og Iézt því hvítra banablóð hér byltast fram í tjörnum. Þeir höfðu ært fram eldgíg þann svo ekki tókst að loka; Þeim aurafýkn í brjósti brann með blektum valdahroka, Þig virtu heimskan villimann sem venja mætti í poka; Um seinan þektu áannleikann þá sæmdin hlaut að þoka. Þinn auður var ei aurafjöld, en aldagömul menning, Hvar firðsýn átti efstu völd frá andans dýpstu spenning Og skráð á himin skýjatjöld þér skýrri, nokkri þrennmg, Þín trúarhugsjón öld frá öld var æðstu guða kenning. Eg dái þína djörfu önd, og duldu kenda meining, Hvar einmana — svo stór á strönd, þú stendur fjærri leyning. Þín skoða víðfeðmd vonalönd í vina kysi eining; Þér býð í lotning bróðurhönd að brúa, litar greining. Jóhannes H. Húnfjörð 1935 1936 Kaupstaðir 51,869 53,368 Kauptún yfir 300 íbúa 13,408 13,613 Sveitir og smáþorp 49,466 48,889 Alt landið 114,743 115,870 Kaupið Heimskringlu Lesið Heimskringlu Borgið Heimskringlu Mannfjöldi í kaupstöðum var í Ársbyrjun Ársbyrjun 1935 1936 (Reykjavík 32,974 34,321 Hafnarfj. 3,773 3,735 ísafjörður 2,631 2,602 Siglufjörður 2,511 2,643 Akureyri 4,374 4,503 Seyðisfjörður 1,013 987 Neskaupst. 1,135 1,157 Vestm.eyjar 3,458 3,510 Niðurlagsorð Þrátt fyrir öll víxlspor síðan stjórnin fluttist inn í landið. hafa afkomuskilyrði landsmanna batnað mjög frá því, sem áður var, er hungur og horfellir voru ekki óþekt fyrirbigði á fleiri eða færri stöðum á landinu. Þessum breytingum veldur bætt árferði, aukin fjárráð, ásamt miklum dugnaði á mörgum svíðum. ónóg þekking og skortur á hagsýni hafa hinsvegar valdið því, að heildarútkoman af búskap þjóð- arinnar er hvergi nærri góð og opinber fjárhagur örðugur. Ef ekki hefði verið gott árferði á liðna árinu og hefði síldin ekki jafnað halla fiskveiðanna, þá hefðu nauðsynlegustu greiðslur til útlanda strandað. Og því ber ekki að gleyma, að þó að hag- stæðum viðskiftajöfnuði yrði- náð, þá var það að miklu leyti á kostnað vörubirgða í Iandinu, sem nú eru óvenj u-litlar — bæði af útlendum vörum og innlend- um. Horfur um sölu á ýmsum afurðum á þessu ári eru aftur á móti nú sem stendur mjög góð- ar, en þær stafa af stríðshættu og gætu því reynst óstöðugar, Hversu gott sem árferðið verður, bæði á þessu ári og þeim næstu, leyfir það ekki að stækka ríkisbáknið áfram og reka það á óarðbærum grundvelli og festa nýjar miljónir í óarðbærum fyr- irtækjum, styrkjum og öðru því, sem ekki skilar arði, en þvert á móti krefst árlegrar meðgjafar. Þessa er þó krafist öðruhvoru af öllum stjórnmálaflokkum jafnt, að viðlagðri þyngstu póli- tískri refsingu. Slíkt fyrirkomu- lag hefir víðar stungið sér niður en hér á landi, og endað eins og allir vita með hruni. Enda virð- ist svo sem meðvitundin um hættuna af ábyrgðarleysinu sé að vakna — það séu hagsmunir þjóðarheildarinnar í nútíð og framtíð, sem hljóti að verða sett- ir ofar öllum sérhagsmunum stétta og flokka. Og þá er vel farið.—Eimreiðin. SYSTURNAR, SEM ERU VALDAMESTU KONUR ASÍU Stórlyndasta dóttirin giftist stofnanda kínverska lýð- veldisins, — klóka dóttirin giftist núv. fjármálaráðh. Kína og metorðagjama dóttirin giftist Chiang- Kai-Shek. Louise, drottning Kristjáns IX Danakonungs talaði stundum um fallegu dótturina sína (Alex- andrínu Englandsdrottningu), skynsömu dótturina sína (Maríu Feodorevnu Rússlandsdrottn- ingu) og góðu dótturina sína (Thyru hertogainnu af Cumber- land). Það er ósennilegt að gamla ekkjufrúin Soong íShang- hai þekki til þessara ummæla “tengdamóður Evrópu”, en hún sem í orðsins sama skilningi get- ur kallast “tengdamóðir hins nýja Kína”, hefir jafnan kallað frú Sun Yat Sen hina stórlyndu dóttur sína, frú H. H. Kung hina klóku dóttur sína og frú Chiang Kai Shek hina metorðagjörnu dóttur sína. Gamla frú Soong hefir nefnilega enga ástæðu til að vera óánægð með örlögin. — Dætur hennar þrjár hafa gifst mestu valdamönnum Kína og eru sökum þess, og eigin hæfileika. tvímælalaust áhrifamestu kon- urnar í Asíu. Soong-ættin hefir aldrei verið neitt verulega þekt í Kína og gamli Soong var ekkert meira en venjulegur miðlungs Kínverji. Hinsvegar var miklu meira varið í konu hans og einkum lét hún uppeldi hinna þriggja dætra þeirra til sín taka. Um það leyti sem kínverska keisaradæmið var j að hrynja í rústir sendi hún elztu dótturina, Ching-ling til náms við Wesleyan College í Macon í Bandaríkjunum. Slíkt þótti þá ganga hneyksli næst. Hvað átti kona að gera með skólanám! — Samkvæmt aldagömlum kín- verskum hugsunarhætti var það mesta gæfa konunnar að giftast og eignast syni! Ching-ling. Þegar heimsstyrjöldin hófst í Evrópu kom Ching-ling aftur heim til Kína með amerískt próf- skírteini í vasanum. Hún skipaði sér strax í flokk þeirra róttæku, komst í kunningsskap við þann mann sem með réttu hefir verið nefndur faðir kínverska lýðveld isins, Dr. Sun-Yat-Sen, og sá kunningsskapur leiddi til þess að þau giftust. Sun-Yat-Sen hafði þá tapað að verulegu leyti þeim völdum, sem hann hafði áður haft og um skeið dvöldu þau hjónin sem pólitískir flóttamenn í Japan. Þegar kínverski ein- valdinnYuan-Shi-Kai dó hófst vegur Sun-Yat-Sen að nýju. — Hann settist þá að í Suður-Kína, kom á laggirnar stjórn í Kanton, sem síðan hefir ráðið mestu í Suður-Kína þangað til nú að mágur hans Chiang-Kai-Shek er að þröngva henni til hlýðni við yfirstjórnina í Nanking. Sun-Yat-Sen dó 1925, en áhrif konu hans voru ekki þar með úr sögunni. Hún hefir dyggilega reynt að halda skoðunum hans, sem að ýmsu leyti voru kommún- istiskar, á Iofti, og framferði hennar hefir oft valdið systrum hennar miklum áhyggjum og erfiðleikum. Þegar mágur henn- ar hefir verið að berjast gegn kommúnistahernum í Kína hef- ir*hún setið á ráðstefnu í Moskva og látið nota nafn sitt í kom- múnistiskum undirróðri. Þegar mágur hennar hefir verið að skipuleggja og fullkomna her- varnir landsins hefir hún selt perlur sínar og skartmuni og notað andvirðið til útbreiðslu- starfsemi gegn “harðstjórn hennar allar sanna vel ummæli hernaðardrotnanna”. Athafnir móðurinnar um stórlyndu dótt- urina. Á síðastliðnu sumri virðist hún loks hafa tekið upp sam- vinnu við systur sínar og mága. Soong-f jölskyldan og vandamenn komu þá saman í fjöllunum við Kuling og þar féll alt í sátt og; ljúfa löð. Ai-ling Frú H. H. Kung er hin klóka dóttir og ber það nafn með rentu, því hún hefir margoft ’sýnt framúrskarandi fjármálavit. — Eins og hinar dæturnar fékk hún mentun sína í Ameríku, en gift- ist eftir heimkomuna H. H. Kung, núverandi fjármálaráð- herra og þjóðabankastjóra Kína, en hann er með allra bezt ættuðu Kínverjum, þar sem hann er kominn af spámanninum Kon- fuciusi í 75. lið. Kung er þó eng- anveginn talinn neinn sérstakur fjármála, snillingur, og margir segja að það sé konan hans, sem hafi töglin og hagldirnar. Þegar einhver stórtíðindi eru að gerast í fjármálum er það líka orðið fast viðkvæði á kauphöllunum i stærstu borgum Kína: Hvað ger- ir frú Kung? Hvað álítur frú Kung? Það er líka vitanlegt að alþjóðlegir bankamenn hafa með ýmsu móti reynt að njósna um álit frú Kung, þegar afstaða Kína í fjármálum hefir haft þýðingu fyrir hið alþjóðlega fjármálalíf. Ail-ling er eiginnafn hennar og Kínverjar segja að það hljómi eins og silfur. Hún á Iíka orðið feiknin öll af silfri, gulli og seðl- um. Þau hjónin hafa á undan- förnum árum rakað saman ó- hemjulegum auði, enda er sagt að frú Chiang-Kai-Shek líti f jár- söfnun systur sinnar og mágs ekki hýru auga. Hún er á móti auðvaldinu, vill miklar umbætur og háa skatta. Enn hefir þó eng- inn hemill verið settur á fjár- söfnun þeirra, en ýmislegt þykir benda til að vegur H. H. Kung hjá einvaldanum sé að minka. Þau hjón virðast þó ákveðin í því að halda sínu til streitu. f sumar tók Kung sér nokkra vikna frí. Til vonar og vara tók hann með sér öll helztu opinberu innsiglin til að tryggja það að engir mikilvægir atburðir gætu fullgerst í fjarveru hans! Mei-ling Yngsta systirin, Mei-ling kona núverandi einvalda og mesta stjórnmálamanns Kína, Chiang-Kai-Shek, er valdamest þeirra systra, enda fer það líka vel, þar sem hún er hin metorða- gjarna dóttir. Hún stundaði lengi nám í Ameríku og varð þar fyrir miklum áhrifum af vest- rænni menningu. Eftir að hún giftist Chiang-Kai-Shek hefir hún líkt sýnt þess óræk merki. Þér s®m notiS— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. BlrgOlr: Henry Ave. Ea»t Sími 95 551—95 552 Skrlfstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA Hún er einn aðalstofnandi og brautryðjandi The New Life Movement, félagshreyfingar, sem berst fyrir því að útrýma hinum gömlu venjum og vill ryðja braut tækni og menningu vestrænna þjóða. f starfi manns síns tekur hún öflugan þátt, hjónaband þeirra er mjög gott, þó það sé barnlaust. Hin sam- eiginlegu áhugamál tengja þau saman og Chiang-Kai-Shek met- ur vitsmuni og dugnað konu sinnar mikils og kunnugir menn herma að hann taki engar mik- ilvægar ákvarðanir, án vitundar og vilja hennar. Stjórnvizka hennar kom mjög greinilega fram á síðastl. hausti, þegar Chiang-Kai-Shek var tekinn til fanga og hún tefldi svo kæn- lega við andstæðingana að málið leystist á ótrúlega hagkvæman hátt fyrir mann hennar. Á stjórnarárum Chiang-Kai- Shek haf^ orðið geisilegar fram- farir í Kína, einkum á sviði sam- gangna og skólamála. Herinn er líka orðinn samstiltari og öflugri og hefir meiri líkur til að geta boðið Japönum byrginn. Það er fullkomlega réttmætt að tala um nýtt Kína undir stjórn þeirra hjóna.—N. Dbl. Skozkur skólakennari tók eftir því, að einn nemendanna var langt á eftir í reikningi. Að lokum sagði hann við nemand- ann: — Eg ætla að leggja fyrir þig afar einfalt dæmi, sem þú hlýtur að geta leyst: Ef eg lána föður þínum 10 shillings með því skil- yrði, að hann borgi 1 shilling í afborgun á mánuði, hvað skuldar hann mér þá marga eftir sex mánuði? — 10 shillings, svaraði dreng- urinn hiklaust. — Þvættingur! Hann skuldar mér 4 shillinga. Þú veizt ekki, hvað reikningur er! — Jú, svaraði drengurinn ró- legur. — En þér vitið ekki, hvernig hann pabbi minn er. * * * Á fundi í ungmennafélagi einu í smábygð í Noregi var ýms speki rædd, og m. a. bar það á góma, að “minnihlutinn hefði eiginlega alt af á réttu að standa” Eftir miklar umræður var það samþykt, með yfirgnæfandi meirihluta, að minnihlutinn hefði á réttu að standa! Have the Buslness POINT OF VIEW ? • Dominion Business College students have the advantagi of individual guidance in the all-important factors of business personality, conduct, and approach. No matter how thoroughly you know the detalls of office work, you must be able to seU your services, and this is now just as much a part of Dominion training as Shorthand, Typewriting, Bookkeeping, or any of the other courses in which Dominion leader- ship has been recognized for over twenty-five years. Business is better! Employment is increasing! Prepare for it. DOMINION BUSINESS COLLEGE On The Mall and at Elmwood, St. Jvames, St. John’s

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.