Heimskringla - 02.06.1937, Síða 4

Heimskringla - 02.06.1937, Síða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 2. JúNf 1937 Heimskringla (StofnuB 1S86) Kemur út á hverjum miBvikudegi. Eigendur: THE VlklNG PRESS LTD. 853 oo 855 Sargent Avenue, Winnfieo Talsímis 86 537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borglst tyriríram. Allar borganir sendis,t: THE VIKING PRESS LTD. 3U viðskKto bréf blaðinu aðlútandl sendlst: Krnager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstj&ri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg "Heimskringla” is pubUshed and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 2. JÚNÍ 1937 HOLT ER HEIMA HVAT. Margur fróðleikur er falinn undir fá- skrúðugri sögu, málshætti eða ljóða sam- stöfu, enda hefir þetta þrent, verið helztur leiðarvísir íslenzku þjóðarinnar yfir æfi- skeið hennar. Eru líkur til að engin tunga eigi yfir að ráða jafn auðugu safni af því tagi og tunga vor, íslenzkan, þegar á hvor- tveggja er litið hinar eldri og yngri bók- mentir hennar. Einkum eru þó fornbók- mentirnar auðugar af þessu, eins og lýsir sér bæði í Eddukviðunum og Sögunum. Þar er svo að segja á hverri síðu orðs- kviðir og setningar er hafa að geyma hin dýpstu sannindi og bregða upp hinum feg- urstu líkingum með endurspeglun af því sem gerist í hinni ytri náttúru þeim til staðfestingar og sönnunar. Alt er þetta sett fram á svo óbrotinn og látlausan hátt, að hvorki verður skilningi eða minni til tafar. Það virðist eiginlega vera eiginleg- leiki hinnar íslenzku tungu að búa allar hugsanir þessum búningi og leiða þær í ljós á þenna hátt. Tungan er sprottin upp af sérstakri lífsreynslu, sérstakri menn- ingu, sem skapað hefir hugtök hennar og varðveitt hefir orðalag hennar um óslitnar aldaraðir langt um lengri en vér kunnum að telja. Þessvegna verður það, að allar skoðanastefnur, á hverri tíð sem þær ber- ast til þjóðarinnar, til þess að ná þar inn- göngu, eru mótaðar af þessu eðli tungunn- ar ,svo þær falla allar í sama farveg. Lífs- speki þjóðarinnar verður ein og óskift — viðhorfið gagnvart lífinu — hvort þjóðin er heiðin eða kristin, kaþólsk eða lútersk. Sömu mótin á lífinu koma fram og hin sama greining á eðli og tilgangi og lögmáli tilverunnar, svo að segja á öllum tímum, og víkjum vér að því síðar. í yngri bókmentunum kennir hins sama, og í þeim eldri. Hinir fornu orðskviðir endurtaka sig sem niðurstaða þess sem reynslan sannar oss og sýnir, og við þá bætast nýjir, eftir því sem fram líða stund- ir og lífsreynslan verður meiri eða fjöl- breyttari og æfi þjóðarinnar lengist en allir af sömu tegund. Það er af þessum á- stæðum, að í íslenzkum bókmentum er ó- slitið samhengi, alt frá elztu tíð. Hvernig verða þessir orðskviðir, máls- hættir og minningarstef til ? Eg skal benda á það í fáum orðum. Þau verða til eftir glögga og djúpa grenslan og umhugsun, þau eru kjarninn aðskilinn frá hisminu, úr því sem lífið hefir kent. Þau eru sett fram í þessum fáu ljósu og einföldu orð- um sem verða í minni fest, af hverri við- takandi kynslóð. Þau eru siðakenning þjóðarinnar sem numið hefir “niður at nið”. Þau eru þannig samin, að þau eru samhljóða innri vitundinni og hinum ytri aðstöðum manna. Þau eru hin raunveru- lega lífsskoðun bygð á marg endurtekinni reynslu, sem flytur oss ávalt hinn sama sannleika, á sinn máta eins og vísinda nið- urstöðurnar er byggjast á marg ítrekuðum rannsóknum, leiða til sömu ályktana. — Má hér benda á nokkur dæmi. “Hávamál” er fullkomnasta siðspekirit ið sem fornsögur vorar hafa að bjóða og málsháttasafn. Eiginlega eru þau frá upp- . hafi til enda fræði, sem almenna viður- kenning hafa hlotið fram til þéssa dags um hversu lífinu sé háttað og varið. Þau byrja með því að leiða athyglina að ferða- manninum, “þeim er hefir of fjall farið”. Með því er brugðið upp hinni æ endurteknu líkingu, að lífið er ferðlag. Allir menn eru vegfarendur, ferðast fram og aftur um þessa jörð — í beinum og óbeinum skiln- ingi yfir fjöll og firnindi, sollin höf og djúpa dali. Eftir að frá því er skýrt hvers ferðamaðurinn þarfnast er á áfangastað kemur, eru rifjuð upp þau sannindi sem sígild eru, og langferðir æfinnar hafa kent. Er það þá hið fyrsta að, “Vits er þörf þeim er víða ratar”, — þeim sem ferðast víða. Svo ljóst er það að engum munu dyljast þau sannindi að: “Byrði betri ber at maður brautu at, en sje mannvit mikið”. Er hér átt við þekkingu, sem fulla grein kann að gera sér fyrir hverju sem mætir og í hvaða raunir sem rekur. Hún er eigi sú byrði sem þreytir vegfarandann, heldur er hennar ok indælt og hennar byrði létt. Hún var og er bezta veganestið. Næst er með hfnu sama rósama og tigulega orðalagi brugðið upp mynd þess hve fávíst það er aö eyða fyrir sér þreki og hvíld með áhyggj- um og kvíða. Að hvíla andvaka um nætur orkar ekki neins, það sem verður að vera hlýtur fram að ganga hvort sem er og eng- inn fær aðgert. Enn er það, er lífið hefir kent, að eigi eru allir viðhlægjendur vinir. Heimskur maður, ósnotur maður hyggur sér alla vera viðhlægjendur vini; en þá það finnur er að þingi kemur að hann á for- mælendur fáa. Vináttan byggist á við- kynningu og eldraun æfi forlaganna, það eitt er vinátta sem ekki þrýtur þegar á þing kemur, þegar á reynir. En vináttan er gagnskifti milli góðra manna, það er eðli hennar. Enginn á heimting á annars vináttu er ekkert leggur á móti. Fundum beri oft saman. “Ef þú vin átt þann er þú vel trúir far að finna oft, því hrísi vex og háu grasi, vegur er vætki treður”. Hér er meira en djúpt til orða tekið. Sá vegur sem enginn treður, vex hrísi og háu grasi. Vina bústaðirnir fjarlægjast, og hendur og hugir. Sá sem vanrækir vin- áttu á þann hátt, skapar sér útlegð. Hann rekur sjálfan sig brott úr félagi sinnar tíðar, leggur á sig þyngstu refsinguna sem mæld verður mannlunduðum manni, að hann leyfir engan orðstír, eftir hjá komandi lýðum. Þá er næst kvatt til dáðar og sjálfstæðis og að nota sér ekki risnu og góðfýsi annara um skör fram. “Ganga skal, skal ei gestur vera, æ í einum stað.” Á fyrirmæli þetta við fleira, “en lengi að sitja annars fletjum á”, eins og að orði er komist. Það á líka við það að ætla eigi öðrum jafnast alt að gera, fyrir öllu að sjá og fyrir öllu að hafa. Það sæmir ekki og með því getur enginn, er það iðkar, haldið virðingu sinni til lengdar. Ganga skal, í stað þess á öðrum að ala. — Þá er til sam- heldni vísað, með dæmi, sem engum dylst er sótt er til hinnar ytri náttúru. Hrörnar þöll, — hrörnar sú eik — er stendur þorpi á, — er stendur á bersvæði — hlýr at henni börkur nje bar. “Svá er maður sá er mangi ann, hvat skal hann lengi lifa”. Með óvenjulegri speki er á það bent hve hæpið það er að með einangran og eigin- girni sé unt að lifa við sæmd. Það er alls ekki hægt. Brandur af brandi brennur. Funi kveikist af funa, — maður vex með mönnum. — Gert er ráð fyrir því sem aug- ljóst er “að allir menn urðu ei jafn spakir”, og fer því að líkum sem að lítilla sanda. lítilla sæva, svo séu lítil geð guma, að fátt er um það til minja. En þrátt fyrir það er þó “betra lifðum en ólifðum”, “og sonur er betri síð af alinn eftir genginn guma; Bautarsteinar standa ei brautu nær, nema reisi niður at nið”. Alt er hverf- ult í mannheimum nema eitt, það er orð- stírrinn sem deyr aldrigi. “Deyr fje deyja frændur deyr sjálfur et sama; ek veit einn at aldri deyr; dómur of dauðann hvern.” Miklu ítarlegar mætti frá þessu skýra og benda á siðspeki þessa óviðjafnanlega heimspekiljóðs, en til þess er hvorki tími né tækifæri í þetta sinn. Eg hefi viljað með þessum dæmum aðeins benda á, hver lífsspeki þjóðar vorrar var, hefir verið og er fram til þessara tíma. Það viðhorf við lífinu, sem Hávamál veita endurtekur sig í öllum betri bókmentum hennar fram á þenna dag. Það er hennar skoðun og skiln-. ingur á lífinu er reynst hafa henni örugg og eru í algeru samræmi við skapgerð hennar og lundarlag. Með tungu vorri lifir fornöldin hjá oss, jafnt sem hin nýja öld, og í ljósi þess fáum vér skýrt, hvað því veldur að sumt lifir í bókmentum vorum sígilt svo að hvorki aldur eða byltingar í skoðunum, svonefndum, eða stefnum koma þar hið minsta til greina eða fá því grand- að, þar sem annað gleymist eða hverfur svo að -því er eigi framar gaumur gefinn, sem þó einu sinni þótti all nýtt. Úrlausnin á þeirri gátu er sú; að það sem ekki sam- rýmist hinni allsherjar túlkun lífsins í anda þeirrar siðspeki sem falin er í þess- um, málsgreinum, samstefjum og sögnum, það hverfur, en hitt lifir, því það boðar og kunngerir sígildan sannleika. Þetta er skýringin á því, að svo fjölda margir höf- undar er uppi hafa verið með þjóðinni eru nú gleymdir og verk þeirra ókunn öllum nema fáeinum fræðigrúskurum, en aftur aðrir, er uppi voru á þeim tímum, er mjög eru frábrugðnir þessum yfirstandandi tímum, eru kunnir og í hávegum hafðir og munu svo verða um lengri tíð. Meðal þessara manna, er mér sérstak- lega koma í huga nú, bæði sökum þess að á þessu ári eru liðin 300 ár frá því að hann kom frá útlöndum og settist að á íslandi, og sökum þess að eg hefi áður á hann minst í þessu sambandi, er séra Hallgrímur Pét- ursson. Tek eg hann sem dæmi. Yfir flestum verkum hans, öllum þeim sem þjóðin ann og les, hvílir andi norræns hug- arfars og siðspekiskoðana, sem þjóðin þekkir og kannast við, frá eigin brjósti og sem býr í málfari hennar og minningum. Er eg hreyfði þessari skoðun, endur fyrir löngu man eg vel að ýmsum þótti hún f jar- stæða. Þau tvö verk Hallgríms sem mestu ástfóstri sæta, eru sálmurinn, “Alt eins og blómstrið eina”, sá yndislegasti útfarar sálmur sem kveðinn hefir verið, og Passíu- sálmar hans. Sálmurinn, “Alt eins og blómstrið eina”, er dótturtorrek, þar sem Hallgrímur, að dæmi Egils Skallagríms- sonar, (er orti sonatorrek eftir sonu sína tvo) fléttar harm sinn og söknuð í þetta yndislega ljóð. Steinunn litla dóttir hans var augasteinn föður síns og honum svo samrýmd að hvorugt mátti af hinu sjá. Þjóðsögnin segir að hún hafi leikið sér að því, að yrkja með honum og botna vísur hans sem hann fékk henni upphöfin að. En dauðinn sló hana, meðan hún enn var barn. Hún bjó eftir það í minningu hans sem “blómstrið eina, er upp vex á sléttri grund.” Varð burtför hennar þannig til- efni til kveðjuorða þeirra, er fylgt hafa hverjum íslendingi síðan, burt úr heimi. Passíusálmarnir eins og kunnugt er eru að textanum til kveðnir eftir hinni viðteknu kenningu kirkjunnar um friðþæginguna fyrir píslardauða Krists. — í þessum tveimur verkum mætti því ætla, að það sé allfjarri að norræn lífsskoðun fái þar opin, berað sig, og þó er það svo. Fyrir skömmu síðan kom eg niður á ritgerð eftir séra Valdemar Briem um Hallgrím Pétursson er einmitt víkur að þessu sama efni. Hann segir: “Það er sæmd hinni íslenzku þjóð yfir- leitt — að taka slíku ásttfóstri við Hallgr. sem hún hefir gert, og það svo mjög að kalla má að hann hafi verið hinn eini þjóð- ardýrðlingur frá því er Jón Arason leið og þangað til Jón Sigurðsson tók við. Sú síð er Hallgr. var uppi studdi auðvitað að því hvað góðum tökum hann náði á þjóð sinni. Hagur hennar var þá í mörgu bágborinn og lífsskoðun almennings dapurleg.-----Þó að hann kæmi fram á hentugum tíma, myndi óefað hafa kveðið mikið að honum sem skáldi á hvaða öld sem er. Enn merki- legra er þó það, að engar breytingar á hugsunarhætti manna og trúarskoðunum hafa dregið úr gildi verka hans. Hverri stefnu sem menn fylgja er Hallgr. öllum þeim kær sem þekkja verk hans.------Svo hefir jafnan verið til þessa þrátt fyrir allar stefnubreytingar og verður vonandi framvegis. En hvað er það þá sem gert hefir fólki Hallgr. svo kærann? Það er margt. Má einkum nefna til þess hina miklu trúar- alvöru hans, andagift og orðsnild. — En því hefir naumast verið veitt nægileg eftir- tekt, að auk hinna dýrmætu huggunar- greina, er það ekki hvað sízt siðalærdómur Passíusálmanna. Þeir eru nokkurskonar kristin Hávamál og lífsspekin og siðspekin er þar víðast hvar svo kjarnyrt og snildar- lega orðuð að það hefir ósjálfrátt fest í minni manna. Ýmislegt af því tagi er orð- ið að algengum spakmælum og talshátt- um.” Hér staðhæfir séra Valdimar hið sama og eg hefi þegar bent á. Það er útfærsla textans, siðfræðiskenning sálmanna, sem gerir þá að ævarandi listaverki og sígilda. Siðfræðis kenningin, er sú sem þjóðin hefir öðlast, yfir lífsferil hennar frá fyrstu tíð, með reyslunni af að lifa. Sem örfá dæmi um siðspekiskenningu hans eru fyrst og fremst þær samstöfur sem orðnar eru að málsháttum og spak- mælum á vörum þjóðarinnar og svo at- hugasemdir hans ýmsar við valdastétt sinnar tíðar, er jafnast vel við Bersöglis- vísur Sighvats er hann kvað til Magnúsar konungs ólafsson. Þá má og líka benda á hið napra háð sem hann notar til þess að rumska Við hinni yfirboðnu stétt. f þeim flokki eru þessar samstefjur: “Liðsemd prestarnir lögðu, litla sem von var að.” “í yztu myrkrum og enginn sjer, aðgreining höfðingjanna.” “Foringjar presta fengu falsvitni mörg til sett”. og er fleira þessu líkt. Þá eru samstefjur sem þess- ar glöggar ályktanir, dregnar af því sem lífið kennir: “Varastu þig að reiða ríkt á ríkismannanna hylli.” “Sjá til mín sál að siðvaninn sízt megi villa huga þinn.” “Bersnöggur flótti betri er en bræðralag ósanninda.” “Hvað höfðingjarnir hafast að hinir meina sjer leyfist það.” “Oft má af máli þekkja manninn hver helzt hann er.” Af bersöglis sálmum hans má einkum nefna 28 sálminn (Um Pílati rangann dóm), en svo skal þetta ekki lengra rakið að þessu sinni. En þá hugsun langar mig til að skilja effir hjá yður og eru það erindislok: Hið sígilda í sögu, bókment- um, siðspeki og trú; í lífi og list, er það, sem sótt er til og fengið er frá og varðveitt er, í þjóðar- sálinni sjálfri. R. P. HVAÐ VERÐUR AF PENINGUNUM? Hvað verður af öllum pening- unum, þessari hálfu biljón doll- ara (500,000,000), sem Ottawa- stjórnin innheimtir árlega? Þessi spurning er daglega á vörum al- mennings. Hér skal reynt að svara henni. Þegar fjármálaráðherra Can- ada birti áætlun sína fyrir árið 1936-7, gerði hann ráð fyrir $539,518,000 útgjöldum; en eigi að síður bjóst hann ekki við að tekjurnar næmu svo miklu, og þessvegna mætti búast við 87 miljón dollara tekjuhalla. Að vísu er nú ekkert á þessum tölum annað að græða en það, að af þeim er ljóst, að útgjöldin eru $1.19 á móti hverjum einum dollar sem einnheimtur er. Þess- vegna hækkar skuldin. En hvað mikið af hverjum dollar, sem er innheimtur, fer þá til hinna ýmsu útgjalda hvers um sig? Fyrst mætti benda á stjórnar- kostnaðinn. Til hans fara 331/2 cents af hverjum dollar sem tek- inn er inn. En í þessum stjórn- arkostnaði er margti fólgið og skal hér nefnt það helzta. Af honum verður póststarfið dýrast og nemur það 7.1 centi af doll- arnum. Þá er her- og flug- útgerðin er nemur 5.2 centi. — Náma-útgjöld nema 2.8 centi. — Akuryrkju-kostnaður 1.9 centi. Stjórnarvinna 3.2 centi. Flutn- ingskostnaður 2.9 centi og önnur vanaleg stjórnarstörf 10.4 centi af dollarnum. En svo næst er skuldin. Vext- ir af henni nema 31.3 centi af dollarnum (eða sem næst einum þriðja allra útgjalda sam- jandsstjórnarinnar). Atvinnu- eysiskostnaður bæði beinn styrkur og atvinnubót nemur 17.8 centi Til hermanna úr síð- asta stríði og fjölskyldna þeirra eru greiddir 12.1 cent; ellistyrk- urinn nemur 4.9 centum; tillagið ;il fylkjanna er 3.7 cents af doll- arnum og CNR kostnaðurinn 9.8 cents. Af þessu má sjá hvað af pen- ingunum verður, sem sambands- stjórnin innheimtir. Hitt er eft- ir að athuga, hvað af þessum útgjöldum eigi mestan rétt á sér og hvað minstan. Og það er þess vert, að gera sér grein fyr- ir og tala um það við stjómina. Húsbóndinn (við gasmann- inn): Leiðslan hlýtur að vera ó- þétt, svo að mikið gas fer til spillis. Gasmaðurinn: Til spillis! seg- ið þér. Það fer ekkert til spillis. Þér munið sjá það alt á reikn- ingnum þegar hann kemur! SKÝRING Herra ritstjóri: Eg hafði ekki búist við að hið litla samsæti til minningar um 25 ára ríkisstjórn Christians konungs X. yfir Danmörk og fs- landi, myndi valda nokkurri mis- klíð eða misskilningi. En þó hefir nú svo orðið, sem sést á blaði yðar, “Heimskringlu” frá 26. maí þ. á. Vil eg því biðja yður fyrir þessar fáu línur, sem herma rétt frá aðdraganda að þessu sam- sæti og leiðrétta misskilninginn á vanrækslu minni og sýna ber- lega að eg ekki af ásettu ráði gekk framhjá blöðunum og ís- lenzku fólki hér. Hið danska Bræðrafélag, er hinn eini félagsskapur meðal dansks fólks hér í Winnipeg, — að undanteknum hinum danska kirkjulega félagsskap — sem hægt var að leita til viðvíkjandi nokkru hátíðahaldi út af fyr- greindum atburði, og hafði eg leitðað hófanna við nokkra fé- lagsbræður um samvinnu þeirra til hátíðahalds löngu áður en slíkt hátíðahald þyrfti að halda. Félagið tók svo málið fyrir á ein- um fundi þess, en þar urðu mjög skiftar skoðanir um þetta og úr- slitin þau, að félagið ekki sæi sér fært að leggja út í að hafa nokkurt samsæti, því að svo fáir myndi fást til að taka þátt í því. Þann 10. maí átti eg svo sam- ræðu við forseta Bræðrafélags- ins, Mr. R. Bönneland, sem var forseti samsætisins, og mintist á við hann, að ekki væri tilhlýði- legt að gengið væri fram hjá þessum atburði. Svo á miðviku- daginn þann 12. maí var mér til- kynt, að félagið hefði ákveðið að hafa samsæti að kvöldi þess 14. maí í Musical Arts byggingunni. Þann 13. maí var mér svo sýnt uppkast af skemtiskránni og eg um leið beðinn að mæla nokkur orð út af erindi sem flutt yrði til konungsins af dönskum manni. Mr. Brodahl. Einnig var farið fram á við mig að fá einhvern af mínum þjóðflokk til þess að mæla nokkur orð til fslands og þjóðarinnar heima. Á þessu sést, að mér ekki var gefinn neinn tími til þess að geta um þessa ráðstöfun við íslenzku blöðin og íslenzkan almenning, sem eg náttúrlega hefði gert og mér var skylt að gera. Að hafa samkvæmi út af þess- um atburð án hins danska þjóð- arbrots hér, fanst mér ótilhlýði- legt og rangt, því slíkt hefði varpað skugga á hið danska fólk, frá heimalandinu, sem það alls ekki átti skilið, þótt einn félags- skapur þess hér gæti ekki sint þessu máli. f þessu flaustri kallaði eg í síma á nokkra vini mína og bauð þeim að sitja þetta samkvæmi og mintist á við Dr. B. J. Brand son að segja eitthvað viðvíkjandi íslandi og þjóðinni heima. Á meðal þessara vina minna var sóknarpresturinn, og eg hefi þá skoðun á honum, að hann sé full- boðlegur hvar sem hann er. Þetta er nú gangur þessa máls, herra ritstjóri, og finst mér að eg ekki eiga neinar ákúrur skilið í sambandi við þetta. Með vinsemd, A. C. Johnson Sjúklingurinn: Eruð þér nú viss um að þér hafið þekt sjúk- dóminn rétt? herra læknir. Það eru svo sem dæmi til þess, að læknir hefir stundað sjúkling eins og hann hefði lungnabólgu, en svo hefir hann dáið úr tauga- veiki. Læknirinn: Verið þér alveg rólegur. Þegar eg stunda sjúkl- ing og tel hann hafa Iungnabólgu þá deyr hann úr lungnabólgu. * * * —- Veljið, sagði ameríski dómarinn: Tíu dollara eða tíu daga. — Eg þakka, svaraði fanginn. Eg vil heldur peningana.—Alþbl. /

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.